Ísafold - 31.10.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.10.1906, Blaðsíða 1
S&cmar ót ýmist einn sinni eOh tvisv. í vikn. YerÖ &rg. (80 ark, «minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eOa l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (sknfleg) bnndin v:0 áramót, ógild uema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlaus við blaOiÖ. Afgreiðsla Auxturstraeti S XXXIII. árg. Reykjavik miövikudaginri 31. oktober 190C 72. tölublad. Hrossamarkaðurinn i Danmörku. Honum er stórspilt. Hrakleg meðferð á skepnum. f>ví var lýst hér í blaðinu í fyrra, Ihve þá voru hrapallega tnislagðar hend- tur þeim, er hefðu átt að sjá um, að •osð notaðist sem bezt að markaði í Danmörku fyrir íslenzka hesta, eftir tsýninguna þá í Khöfn, sem jók þeim álit að miklum mun, og eftir áður gerðar líklegar tilraunir til að fá þar, i Danmörku, miklu betri markað fyrir þá en á Englandi. þeim var þá, hrossaförmum héðan, <dembt á uppboð hvað eftir annað, mis jafnlega tilhöfðum af skipsfjöl héðan, eins og við var að búast. Bn í stað þess að bæta ráð sitt, er «ama laginu haldið áfram nú í sumar ,og þó farið enn ókærnislegar að, auk þess er svo skammarlega hafði verið tarið með skepnurnar á leiðinni út, að stórhneyksli vakti um alla Danmörku ■og í ráði var að kæra sjálfan hrossa- konginn, þar sem hann á heimilisfang, :á Bnglandi. Svo er mál með vexti, að hrossin >munu vera yfirleitt te.kin 1 umboðB- íSölu, og liggur þá uroboðssalanum í litlu rúmi fremur, hvort þau seljast vel eða illa. Hann fær sín ákveðnu Tumboðslaun hvort heldur er. En öðru jgræðir hann vel á. það er skipsleig- an. Hún er söm, hvort sem margt er eða fátt í hv6rjum farmi. Bn gróðinn á henni þvf rneiri, sem fleiri er hross- in f farminum, með því að eigendur hrossanna eru látnir greiða ákveðið fargjald fyrir hvert þeirra. Hér er nýleg saga af einum slíkum gróðahnykk, eftir dönskum blöðum i(Aalborg Stiftstidende 11. sept., ;Social-Demokraten 12. 8. m., o. fl ). Til Álaborgar kom 9. sept. norskt :gufuskip, Eccho, er lagt hafði á stað héðan frá Reykjavík í byrjun mánað- arins, með 438 hesta, en skilaði ekki nema 408. Hinum, 31, hafði skol- að útbyrðis á leiðinni, þar á með- al 13 í einu. þeir höfðu verið hafðir á þiljum uppi, eftir að búið var að kasa neðan þilja alt sem þar komst fyrir. f>eir sem eftir lifðu voru voðalega út lítandi: margir f ó t b r o t n i r, eða með hroðaleg s á r á h ö f ð i, fótum eða annarstaðar um kroppinn. Skinn flegið af fótum og sá inn í bein. Sum- Um var ekki lfft; það varð að skjóta ,þá þegar í stað, rúma 20. Eitthvað 58 voru sendir til Khafnar eftir ráðstöfun lögreglunnar, til lækn inga þar. Farminn höfðu þ3Ír átt með í sam- einingu, hrossakongurÍDn í Newcastle °g Vestergaard nokkur, hrossakaup h'aður í Khöfn og dýralæknir. Hann bafði byrjað á að panta fslenzka hesta °8 selja þar í Danmörku fyrir nokkr- Ulö árum. En því mun Newcastle- ^anninum ekki hafa geðjast að. Hann ’flörir sér ekki að góðu neina skerðing á hrossasölueinkarétti þeim, er hann hefir helgað sér fyrir íslands hönd. Fyrir því hefir hann komið sér hið bráðasta í félagsskap við Vestergaard þennan. Aonan hrossafarm kom s/aFriðþjóf- ur með til Álaborgar 3. ágúst, 800 hesta. Drepist höfðu 7 á leiðinni. Rúmur helmingur þess farms var seld- ur á Jótlandi; það voru skárri hrossin. Hitt var flutt á skipsfjöl aftur og farið með til Newcastle. Nokkuð af því, sem eftir varð á Jótlandi, var selt á uppboði, á tæpar 86 kr. að meðaltali. En þar frá dregst allur kostnaður þar. |>egar Eccho-farmurinn kom, var enn haft sama lag við nokkuð af honum. þau hross fóru á 79^/g kr. — Ekki er nokkur mynd á því, að það skuli vera látið haldast uppi, að flytja út hross öðru vísi en í þar til gerðum skipum og svo útbÚDum, að almenni- lega fari um skepnurnar á leiðinni. Að hauga þeim eins og dauðum varn- ingi í léleg skip og ólöguð til slíks flutnings er bæði óhæfa vegna illrar og jafnvel hegningarverðrar meðferðar á skepnum, og eins hins, að varan er stórskemd msð því áður en hún kem- ur á markað. f>að þarf og að hafa eftirlio með því, að ekki sé látin fleiri hross í skip en þar mega vera til þess, að viðunanlega fari um þau. Fyr má nú vera lfka en að hauga fyrst eins miklu og kemst undir þil- jur, eins og þegar síld er troðið í tunnu, og demba sfðan afganginum upp á þiljur, svo síðla Bumars, að allra veðra er von. Líklega er engin leið að því, að kippa neinu í lið, því er hér að lýtur. Stórveldið þar í Newcastle má sín svo mikils, að næst gengur goðgá á það að anda. En harðsnúiun flokkur undir þess merki á þingi, ef þar skyldi verða hreyft tillögu um einhverja vernd fyrir saklausar skepnurnar og um leið fyrir hagsmuni þeirra, er þær eiga og hafa engin önnur ráð til að gera sér úr þeim peninga en að fela þær forsjá fyrnefnds stórveldis. Vostmanney.juin 27. okt.: Botnvörp- unyar eru heldur að verða áleitnir hér með haustinu, þótt ekki kveði eins mikið að þvi nú og i fyrra haust, enda fá þeir ekki að vera í friði fyrir vélarbátum, er jafnan eru sendir út, þegar þeir sjást í landhelgi, og eru þeir nú orðnir svo varir um sig eða styggir, að sjaldan verða lesin númer á þeim. F á 1 k i n n var hér nál. 10. þ. mán. um 1 sólarhring — síðan ekki sést; var þá veður mjög gott, en þá ber minst á veiðum i landhelgi, heldur er það einkum eftir óveður eða i enda þeirra, svo og á nóttu i björtu veðri og tunglskini. Lundaveiði var i góðu meðallagi. Fýlungaveiði með lakasta móti; hefir eigi orpið i vor sakir kuldanna. Fartöflu-upp- skera með allralakasta lagi, varla helming- ur á við meðalár sakir binna miklu aust- ansforma í snmar, sem gjörskemdu garðana. Maðkur tr afarmikill i úteyjum, svo að færa hefir orðið niður itölu fjár í þeim nm 2/s eða meira. Dálitið hefir aflast af sjó, þá er gefið hefir að róa, einkum lúða og skata. Skurðardr hefir verið með lakara móti. Hvaö vísindin se&ja. Birzt hefir á prenti nú í snmar ágætt kver, þýtt úr dönsku og heitir Matur og drykkur, eftir Chr. Jiirgen- flen nokkurn, háskólakennara og sér- fræðing í meltingarsjúkdómum. |>ar er einD kapituli (21.) um áfenga drykki og einn kaflmn þar á þessa leið: Meira en vafasamt er það, hvort áfengi flýtir meltingunni; en það hefir því helzt verið talið til gildis. Til allrar hamingju ryður sú skoðun sér meira og meira til rúms, að áfengi sé mannkyninu skaðvænlegast alls munaðar, þegar tillit er tekið til áhrifa þess i heild sinni. Áfengi freistar mannsins og svíkur hann á djöfullegan hátt. f>að lykur hann ÍDn í töfraheira. f>að kveikir ímyndun um aukinn þrótt og fjör; það dregur úr líkams- og sálarþrótti, en kveikir ímyndun um, að hvort- tveggja vaxi. f>að kælir líkamann, en mönnum finst það hita. Á þennan hátt freistar það meira en nokkur önn- ur munaðarvara, og knýr til endur- tekinnar og aukinnar nautnar — til ofdrykkju. Oll gæði áfengisins eru sjónhverfing- ar einar! Nýjustu vísindarannsóknir hafa sannað, aldrei getur annað leitt af vínnautn — enda þótt í hófi sé — en veiklun og þróttmissi. Koma af- leiðingarnar einkura í ljós á hinum æðri andlegu eiginleikum,'á sjálfsþekk- ing, stilling, skynsemi, hógværð og hug- speki. Kemur þetta og deginum Ijós- ara fram á þeim, er drukkið hafa að nokkrum mun. |>eir verða viti sínu fjær, skamma eða berja konur sínar, eða drýgja glæpi. Áfengi er deyfandi (narkotiskt) tauga- eitur, en alls eigi fjörgandi, styrkjandi, nærandi eða hitandi. Heimskaustsleitendur, herforingjar og vinnuveitendur viðurkenna þetta nú fyllilega. {>eir sem ekki neita alko- hols geta unnið bæði betur og lengur en hinir, hvort Bem um andlega eða likamlega vinnu er að ræða. f>ví lakara sem viðurværið er, því hættulegri verða áhrif áfengisins. - Lff8ábrygðarfélögin hafa meðal ann- ara komist að þeirri niðurstöðu, að jafnvel svonefnd hófnautn vins auki móttækileik fyrir og geti enda valdið veikindum, og stytti mannsæfiua. Geta því bindindismenn fengið talsvert ódýr- ari lífsábyrgðir en aðrir. Hagfræðisskýrslur þjóðanna skýra frá því, að mjög mikill hluti af öllum þeim sæg, er árlega fyllir sjúkrahús, geð- veikraspftala og fangelsi, er þangað kominn vegna áfengisnautnar. f>á er og áfengisnautn oft aðalá- stæða til fátækta og sjálfsmorða. Allur sá kostnaður, er af áfengis- nautn leiðir — beinlfnis eða óbeinlínis — er alveg gífurlegur. Sóst það bezt, er hann er borinn saman við fjárhæðir þær, sem varið er til kenslu, korn- kaupa o. s. frv. Ekki fer komandi kynslóð varhluta af menjum vínnsutnarinnar. Börn drykkjumanna fæðast veikluð og verða jafnan fremur óhraust. Engin menningarbót er nauðsynlegri og mikilvægari en að takmarka áfengis- nautnina. — Hvað þjóðfélögin eigi að gera í því efni, skal látið ósagt hér. En af hverjum einstakling verður að minsta kosti að heimta mestu hófsemi. Nú sannast það á flestum, að maður- inn kann sér aldrei hóf. þess vegna er algert bindindi einasta örugga úr- ræðið. * * * Heldur kveður hér við annan tón en t. d. fyrir 10—20 árum, á fyrstu árum bindindishreyfingarinnar, er upp reis hér hver af öðrum hinna hávitrustu og hálærðustu há-höfðingja með nóg- um rengingum og litilsvirðingarorðum um kenningar bindindismanna, er þeir sögðu vera úr ofstækisfullum, ef ekki hálf geggjuðum enskum og amerfskum humbúgistum, — einmitt hinar sömu og nú flytur aldanskur, frægur sér- fræðingur á það mál, maður, sem er bæði dr. med. og prófessor, en það er í augum raargs eins mörlandans, af heldra tægi ekki sízt, nokkurn vegÍDn sama sem að þekkja hér um bil alt milli himins og jarðar eða í jörð ogá, og vita um það betur eD allir aðrir. Hvað segja þeir nú? Seyðisfirði 23. okt. Borgarafundurinn um vinveitingaleyfið til handa Wallan hinum norsaa var, eins og til stóð, haldinn 12. þ. m. og lauk svo, að synjað var um leyfið með 54 : 48 atkv. Urðn þar all- heitar umræður, og likaði sumum miður úrslitin. Mestu mun þar hafa ráðið — auk fylgis hindindismanna —, að bæjarmönnum mörgum fanst miður við eiga að veita leyfið ókunnum útlendingi, en synja um það gömlum og vel metnum borgara bæ- jarins. Yona eg, að þetta verði okkur til góðs eins, þó skiftar væri skoðanir i hráð. Með framfaramálum okkar má telja símasambandið um hæinn, 6em nú er nær fullgert, og er nú ekki sparað að >hringja upp«. Þá er skólahúsið. Nú er afráðið að koma því upp á næ6ta sumri, og hefir norskur húsameistari tekið það að sér. Rann ætlar að leggja til efni og smiði (i Kristjaniu) fyrir 17,000 kr. Flutningur hingað og járnþak aukreitis, og eins að reisa húsið. Atvinna er bér næg: við fislfiveiðar 8látrun, húshyggingnr o. s. fl. Fiski er allgott, en fremur litið stundað. Haustið hefir bætt töluvert upp sumar- veðráttuna: sóskin og suðvestanvindur síðan um miðjan sept. til jafnlengdar þ. m. Fjártaka mikil og verð á fé hærra en nokkru BÍnni úður. Kjöfverð: 21—25 a., mör 23—26 a., j ærur 60 a pd. Meðferð á kjöti miklu hetri en áður og hreinlegar gengið að öllum slátrunarstörfum; má vænta góðs árangurs af þvi, er á markað- inn kemur erlendis. Norðurmúlasýslu (Loðmf.) 18. okt.: Tíðin mjög góð nú i mánuð undanfarið, þar til fyrir viku, er fór að snjóa, og er nú töluverður snjór á fjöllums Við Loðmfirðingar keyptum okkur vél- arbát i haust og notum hann tii að flytja fólk og vörur milli Seyðisfj. og Loðmundar- fjarðar, förnm með hann hlaðinu hér inn i árósinn og látnm hann liggja i Lónunum milli þess, sem hann er hrúkaður. Tel eg þetta mikla framför fyrir sveitina. Ekki er minst á landstjórnarmál nú í sláturstíðinni, nema ef vera skyldi Dagfara, þvi hann fæst víst ekkert við »slagteri«. Austri man ekki eftir neinu nema rkt5-herranum, þá sjaldan hann gægist undan pilsfaldinum, og við og við minnir hann ú, að konungurinn sé til.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.