Ísafold - 31.10.1906, Síða 2
286
ÍSALFOD
Ferðapistlar frá Fmnlandi.
Eftir
síra Sigtrygg Guðlaugsson.
II.
(Fyrsti pistillinn er i Isafold 19. sept.).
Jóhann hertogi Gustavsson Vasa sat
í Aabo með miklum veg og prís. Hann
gerði það að ráði föður síns að hann
tók til að láta byggja austurhluta
landsins, sem mjög var í auðn.
f>ó urðu bændur aðþrengdir af aðlin-
um og gerðu uppreist í lok 16. aldar,
er lyktaði þann veg á dögum Karls
IX., að aðalsvaldið féll, en yfirráðin
færðust nú til Stokkhólms og samein-
uðust í Svíþjóð. Hlutskifti landanna
varð nú sameiginlegra en áður, en
samband það var eigi hentugt vegna
fjarlægðarinnar. Finnland var því
mjög til gagns, er settur var þar lands-
atjóri 1637, Per Brahe, mjög nýtur
maður. Frá þeim tíma eru ýmsar
þörfustu stofnamr Finnlendinga, t. d.
háskólinn, sem reistur var í Aabo 1640
og varð brátt eins og hjartað, sem
slagæðar Finnlands liggja frá. Eru
það víst sannmæli, sem höggvin eru á
fótstallinn undir standmynd af Brahe
í Aabo:
»Jagh war med Landett och Landett
med mig wáal tillfreds<,
Finnland var tíðum vígvöllurinn,
þegar Svíar og Eússar áttust við. Svo
var á dögum Karls X. Gustavs. En
þycgstu eftirköstin urðu fyrir Finnland
þau, að konungur seldi landið að léní
í hendur sænskum höfðingjum, er sátu
heima, en settu yfir það umboðsmenn
sína, er þröngvuðu hag landsbúa á
ýmsa lund, hnektu þjóðerni þeirra og
tungu.
Karl XI. tók af aftur lénin. f>að
varð Finnum hið mesta happ. f>eirri
réttarbót er það að þakka, að finskur
aðall gerðist sfðarmeir atorkumikill
frömuður viðreisnar landsins og sýndi
alþýðu engan ójafnað.
Undir lok 17. aldar gekk svo mikið
hallæri yfir landið, að 100,000 manna
biðu af bana. Eán og gripdeildir, brenn-
ur og morð geisuðu yfir. Foreldrar
lögðu sér til munns lík barna sinna.
Áður en þjóðin hafði rétt við úr þeirri
eymd og volæði, kom Karl XII. land-
inu út í Norðurlandaófriðinn mikla
1714. f>á tóku Eússar landið herskildi
hið fyrsta sinn. Með friðargerð í Ny-
stad 1621 sleptu þó Eússar landinu
mestöllu við Svía.
Tuttugu ár hin næstu fóru til að
endurreisa drottinvald Svía. Háskól-
inn tók aftur til starfa, jörðin var
yrbt og fólkið fjölgaði.
Forlög Finnlendinga á 18. öld urðu
að öðru leyti mjög svipuð sambands-
þjóðar þeirra, Svía.
f>að varð tíðinda á fyrsta áratug 19.
aldar, að Napóleon mikli ánafnaði
Finnland vin sínum og bandamanni,
Alexander I. Eússakeisara, til þess að
hefna sín á Svíum, er fengust ekki til
að gera að hans vilja og meina Bret-
um öll viðskifti við þann hluta megin-
lands álfunnar sem aðra. Eússar réð-
ust nú inn í landið með óvígan her.
Finnar vörðuat af frábærri hreysti.
En máttu eigi við margnum. Enda
brást þeim fulltingi Svía. Alexander
keisari fór þó eigi með landið sem
hernumið Iand. Hann lét það halda
stjórnlögum þeim, er það hafði áður,
setti sjálfur lögþingi Finna í Aabo
veturinn 1809 og nefndi sig stórfursta
Finnlands.
Afturhaldsalda sú, er gekk yfir
álfuna alla eftir fall Napóleons, gerði
og vart við síg í afskiftum Eússa-
keisara af Finuum. f>ings var eigj
kvatt nm langan aldur. Prentfrelsi
var takmarkað. Finnum farnaðist þó
furðuvel, og um miðja öldina hefst
blómatímabil í finskum bókmentum.
f>á eru þeir í broddi lífsins, þjóðskáld-
in raiklu, Euneberg og Topelius.
Alexander keisari II kvaddi þings
1863. Efnahagur þjóðarinnar blómgast.
Hún stóðst vonum framar mikið hall
æri, er yfir landið gekk árin 1865—
1867. Landssjóður keypti einmitt það
ár (1867) fa8teignir höfðingjalýðsins og
seldi bændum.
Skömmu eftir það, er Alexander III
er kominn til rikis, fer að bera á inn-
limunarumleitun af Eússa hálfu og
ágerðist þar til er eigi var annað
sýnna en að eytt mundi öllu frelsi
og sjálfstæði landsins. þar til er alt
í einu breyttist veður í Iofti í fyrra
haust og þjóðin varð aftur aðnjótandi
svo ríflegrar sjálfstjórnar, að vel unir
við.
það má sjá á þessu stutta yfirliti
yfir sögu Finna, að æfiferill þjóðar-
innar hefir verið fremur hrjóstrugur
og stundum þyrnum stráður. Landið
er fremur kalt og uppskera bregzt þar
oft. Landsréttindi sin og frelsi hafa
þeir einait átt að meira eða minna
leyti undir öðrum sér meiri og mátt-
kari, oft orðið að verja það oddi og
egg og átt lítið athvarf hjá drotnum
sínum þegar að þrengdi. þó hafa
þeir jafnan unnað landinu, sem befir
•agað þá strangt með sín ísköldu él«,
eins og kveðið er um annað land,
aldrei mist sjónar á því, hve freLið
er dýrmætt og sjálfstæðið ómissandi í
Iífsbaráttunni.
þegar íslendingur hugleiðir þetta,
þá fer eigi hjá því, að honum finnist
vera ættarmót með sinni þjóð og
Finnum. þess vegna hefi eg sett hér
þetta yfirlit. En æfikjörin skapa þjóð-
iruar, lyndisfar þeirra og háttu. þegar
eg kom til Finnlands, vissi eg í bráð-
ina ekki hvernig á því stóð: mér
fanst eg vera kominn heim til íslands
aftur; mér fanst eg kannast miklu
betur við það, sem fyrir mig bar, en
þar sem eg hafði farið um áður á
ferðinni.
Eg sá þar gróa innan um grjótið
býsna-margar blómjurtir hinar sömu
sem heima. Mér varð starsýnt á
háan klett við höfnina í Hangö. Eg
sá heldur lítilfjörleg húsakynni og
sumstaðar fremur fátækleg, þar sem
eg fór um. En betur en þetta alt
fanst mér eg kunna við fólkið.
Háraliturínn ljósgulur, augun smá,
andlitið fremur grannleitt, svipurinn
dálítið þreytulegur, alvarlegur og
athugull, málrómurinn hreinn, öruggur,
orðin (finskan) skýr, hljómfögur og
einatt með aðaláherzlu á fyrstu sam-
stöfu, framkoman hæglát, jafnvel
feimnisleg, eigi vel aðlaðandi fyrst í
stað, en viðmótið því hlýlegra, sem
viðkynningin verður meiri. þetta alt
fanst mér eg kannast við að heiman.
Og mér skíldist, að þar mundi felast
bak við sú lund, er væri hvorki mjög
ör né fljótfær, en ákveðin, þrautgóð
og góðgjarnleg.
Finnum hefir líka stundum verið
líkt við landið þeirra, með lágUm
ásum og þúsund vötnum, lygnum og
djúpum. Og það hefir komið í ljós,
að þeir eiga meira hjá sér en borið
hefir á út í frá.
Tungan þeirra, finskan, er mjög ólík
öðrum Norðurálíutungumálum. Hún
kvað vera mjög orðmörg og orðhög.
Hún er afarfjölskrúðug að fallending-
um. Nafnorð eru með 15 föllum.
þau koma í staðinn fyrir forsetningar
í öðrum málum.
Talo þýðir bær, talon bæjar ; talossa
í bænum ; talosta út úr bænum; tal-
oon inni í bæinn; talolla við bæinn:
talolta frá bænum o. s. frv.
Orðin hafa jafnan aðaláherzlu á
fyrstu samstöfu, aukaáherzlu á 3., 5.,
o. s. frv. Glöggur munur er gerður á
löngum samstöfum og stuttum. Málið
er auðugt um hljóðstafi og fyrir söng
fanst mér það vel lagað.
Sænskan hefir verið aðalmentamúl
Finnlendinga og töluð af heldra fólk-
inu; það var einkum sænskt. Alþýða
skilur hana óvíða um land. Nú ryður
finskan sér mjög til rúms í bókum,
akólum og í stjórnarerindum. Heldur
allur þorri Finna henni mjög fram.
En í móti hefir staðið sá hluti lands-
búa, er á sænska tungu mælir.
Bindiiidismannatombóla.
þær eru að mörgum finst orðnar að
landplágu, tombólurnar hérna í Eeykja-
vík. Tugum skifta þær á hverju
hausti. Markmiðið er þar látið helga
meðalið. Mörg þarfleg fyrirtæki fá
litinn sem engan stuðning annars
kostar. Sá leggur þeim margur 5 kr.
styrk í lukkuhjólinu, sem lætur ekki
50 a. af mörkum hins vegar, ef beðið
er beint um peninga. Taka verður
fólk eins og það er.
það er líkt og um álögur í lands-
sjóðs þarfir hér og annarsstaðar.
Tollar eru langt um dýrari en beinir
skattar. En fólk lætur miklu heldur
10 kr. í tollum en 5 kr. í beinum
sköttum.
En úr því að eða m e ð a n verið er
með þe8sar tombólur, er rétt, að hver
hlynni að því með tombólugjöfum og
tombóludráttum, sem honum er mest
áhugamál.
Fyrir því ættu nú bindindismenn og
bindindisvinir að hugsa eftir tomból-
unni hér á næstu helgi til stuðnings
húskaupum G.-T.-reglunnar og um leið
breyting annars áfengisveitingahússins
hér í áfengislaust veitingahús m. m.
Reykjavikur-annáll.
Dáin 27. þ. m. ekkjan Ingibjörg Jónsdóttir,
móðir Valg. heit. Breiðfjörð kaupmanns,
88 ára.
Hjúskapur Árni Jónsson og yngismær
Branddís (juðmundsdóttir (Bergststr. 31).
Gnðmundur Davíðsson kennari við Barna-
skólann, og ym. Málfriður Soffia Jónsdóttir
(Laugaveg 68).
Gnnnlaugur Magnússon og ym. Sofffa
Jónina Bjarnadóttir (Grettiss. fj7).
Öll 27. þ m. í Fríkirkjunni.
Thorefélag. s/s Ingi kongur kom i gær frá
útlöndum og Austfjörðum, með töluvert af
vörum og allmarga farþega, kaupafólk
austan að. Fer í kveld vestur um land og
norður.
Gullbrúðkaup. Talsímaskeyti frá
Blönduós á hádegi í dag segir svo:
Hér var í gær haldið gullbrúðkaup Páls
hónda Ólafssonar á Akri og Guðrúnar
Jónsdóttur. Um 70 manns i veizlunni.
Gullbrúðkaupshjónunum afhentar að gjöf
nál. 300 kr. frá sveitungum þeirra. Annað
félag afhendi þeim að gjöf 50 kr. klukku.
Þau eru nær hálfáttræð að aldri (74 ára).
Meðal barna þeirra eru þeir Bjarni prestur
í Steinnesi og Ólafnr skrifstofustjóri i
Khöfn.
Breytingin á Hvanneyrarskólannm,
Eins og kunnugt er, verður Hvann-
eyrarskólinn ekki búnaðarskóli eftir-
leiðis, heldur bændaskóli.
Um það er ekki að þrátta, þótt eg.
og fleiri hyggi e k k i gott til þeirrar
breytingar.
En það er búið að kveða upp dóm-
inn og honum verður fullnægt.
En það er annað í sambandi við'
þessa breytingu, sem eg ,vil leyfa mér
að athuga lítið eitt.
Jörðin Hvanneyri með allri áhöfn er
boðin til Ieigu, eða með öðrum orðumf
landsstjórnin beinir þeirri spurningu að
mönnum, hvort þeir vilji ekki reka-
búið fyrir eigin reikning. Hún vill
sýnilega síður, að það verði rekið með'
líku fyrirkomulagi og undanfarið.
En hefir hún þá athugað það mál
rækilega frá öllum hliðum?
það er einkum ein hliðin, sem mér
sýnist skökk og stendur hálfgerður
stuggur af.
Eg get ekki hugsað mér að nokkur
maður tæki búið og jörðina á leigu f
öðrum tilgangi en að g r æ ð a á þvír
enda er það mjög sennilogt.
Gerum nú svo, að maðurinn, senr
happið hlyti, væri sluDginn gróðamað--
ur og jafnframt vel sérdrægur. Hanns'
myndi geta dregið til sín mikið fó af
búinu, jafnvel mörg þúsuud ^krónur,.
án þess að á því sæi til muna.
Gerum ráð fyrir, að hann seldi ávalt
verðmætustu skepnurnar úr búinur
hann gæti samt sem áður skilað jafn-
miklum búpening að tölunni til, þeg-
ar hann færi frá búinu eftir 2—3 ár.
þetta er eitt dæmi; en fleiri mætti
telja.
F.g vona að mönnum geti skilist, að
hér er um mikilsvert atriði að tefla:
að eignin muni ganga úr sér og lands-
sjóður bíða fjármissi, ef jörðin og búið*
verður selt á leigu, líkt og fslenzka
verzlunin forðum.
Auk þess verður að líkindum hætt
að vinna þar jarðabætur; en það er
óþolandi; þó mikið sé búið að vinna
að þeim, þá eru mörg handtök eftir,.
nauðsynleg til þess, að jörðin geti
framleitt alt það, sem náttúran hefir
fólgið í skauti hennar.
Eg hefi ekki tíma til að segja meira
í þetta sinn, en vil beina þeirri ósk
minni til allra hugsandi íslendinga, að'
þeir taki málið til rækilegrar athug-
unar; og jafnframt vil eg skora á
landsstjórnina að gera sitt til, að það
verði leitt til lykta á þann hátt, að
afleiðingarnar verði til gagns landi og
lýð til frambúðar, hvað sem líður
stundarhag landssjóðs eða einstakra
manna. Og því marki hygg eg muni
bezt náð, eins og nú horfir, með þvír
að sami maður reki búið áfram fyrir
landssjóð, sem það hefir gert undan-
farið með fágætri atorku og skörungs-
skap, og hafi ástæður til að kenna
bændaefnum að v i n n a bæði jarða-
bótavinnu og fleira, er að landbúnaði
lýtur.
Staddur í Eeykjavík, 23. okt. 1906,
Sigurjón Kristjánsson.
Ingólfsmyndarsióðurinn. Kvenfé-
lagið íslenzka (form. frú Katrin Magnússon)
hefir sýnt af sér þá góðvild og þann höfð—
ingsskap, að gefa i þann sjóð af fátækt -
sinni ÍOO kr.