Ísafold - 10.11.1906, Síða 1

Ísafold - 10.11.1906, Síða 1
áCemar út ýmist einu sinni eOa tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l* 1/, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Oppsögn (sknfieg) bantfin v 9 iramót, ógild nema kom;n sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við biaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 XXXIII. arg. Reykjavík laugardaginn 10. nóveiuber 1906 74. tölublað. Augnlœkning ók. 1. og 3. þrd. kl. ‘2—8 i spítal 'Forngripasat'n opió A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */a og ó1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 l/t siod. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10a/*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 */*—21/*. Bankastjórn við 12—1. .Landsbókasafn 12—3 og 6—8/ Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 LHKdpóstar al2:ll nval9:ll nv3:l2 a7:!2 nval4:12. Póstskip 20:111 21:111 23: II t vf 25: II t 27:11 vf 1:12 vf2:12t 5:12 vf8:12 11:12 12:12 17:12. fer upp í Borgarnes 18. dóv.; 3., 13. og 21. des. Suður í Keflavík m. m. fer hann 13. nóv. og 18. des. Verzlunin Edinborg Vefnaðarvörudeildin *4 D Takið eftir: W ■r* Ný tegund af kven-kápum <S> D i 'D JX QC verð kr. 9.75 at> bct Dn 1 D © Sömnleiðis telpu-kápum sr —s >■ w verð kr. 3.00 P Nú með Yestu koma ullarsjölin marg-þráöu Reykjavíkur Biograftheater Frá Id. 10. til ld. 17. þ. mán. verða þessar myndir sýndar: Christofer Columbus Með járnbraut um Sviss VÍ8tráðninga8krifstofan Dularfull fyrirbrigði Eíkistaka Friðrika 8. Uppþotsgabb Skift um börn Flökkulíf. f>essar myndir ætti hver maður að sjá. þær eru allar ágætar. Frestið því eigi að koma þangað til það er orðið ofseint. — J>etta stendur aðeins yfir 8 daga. Sýning á hverju kvöldi kl. 7 og 9. Hljóðfæraeláttur á hv. kvöldi. Aðgöngumiðar seldir £ atundu áður en sýning byrjar. Eins og einn maður. Eins og einn maður þurfum vór ,a,S koma fram og e i g u m vér að koma fram í væntanlegum samningum um sambatidið mtlli Islands og Datimerkur, tim ný stöðulög, nýjan sambandssátt- mala, í stað »garnla sáttmá)a«. Allir stjórnmalaflokkar, allar stéttir, Æillir þeir, er það mál flytja og nokkurs /eru unt komnir. Er það ofætlun? Þingmenn stigu spor til þess í sumar, fyrsta sporið. Þeir gerðu tilraun til að tala einum rómi frammi fyrir Dönum um það, er vór gerðum tilkall til af þeirra hendi, •«g tókst það sæmilega. Þeir höfðu það Jag, að sneiða hjá að minnast á það, er I>eir voru ósamtnala um. Lótu að eins tuppi það, er þá skildi ekki á um að tneinum mun. Það var góðra gjalda verð byrjun En lengra verðum vór að komast. Fyrir oss liggur að flytja mál vort, -ajálfsforræðiskröfut vorar, fyrir dönsk- tim fulltrúum, t hinni fyrirhuguðu milli- iandanefnd, fá þær viðttrkendar þar og 'því næst af þingi Dana, jafnt sem al- þingi. Eru nokkrar hinar minstu líkur til þess, að það lánist, ef oss ber þar í milli .sjálfurn og sitt vill hver? Vór v e r ð u m að vera þ a r sammála, iþjóð og þittg og þeirra talsmenn. Hitt er santa sem að spila úr hönd- um sér fyrir fram hálfri sigurvoninni, ■ef ekki ailri. Ttmanum til þings á sumri komattda, koniingskomtinnar og millilandanefndar- skipunarinnar eigum vér að verja til að verða sammála um sjálfstæðiskröfur vor- ar. Tilhögun sórmálastjórnarinnar felst eigi þar í. ITut hatta megnm vér þrátta áfrarn, ef vill. En liitt ekki. Sammála og samtaka eins og dugandi 'drengjutn samir og þjóðræknum ísiend- ingum. Sammála um, að gera oss ekki að góðu annað eða mittna en: að ráða einir Qieð kottungi sérmálum vorum, og a ð sérmála8viðið sé ekki haft þrengra en það, að vér getum neytt tálmunarlaust allrar orku til að taka þeim andlegum og efnalegum þroska, sem land og lýð- ur á til í sér, — að þar ráði v o r i r hagsmunir og engra annarra, tengdra nó ótengdra. Tilslakanir höfum vór reynt, og reynt til hlítar. Vér höfum og reynslu fyrir því, að það sem Danir kalla í dag alls- endis ótakandi í niál, þykir sem gera muni ragnarök ríkis síns, þótt í hæsta lægi valdi einu lykkjufalli í stjórnfræð- isprjóni þeirra, — það hið sama er orðið vel fært á morgun, ef svo ræður við að horfa. Vér höfum aldrei átt betra færi á að fá vilja vorum framgengt en nú. Er þá ekki ábyrgðarhluti að liggja á liði sínu um að fylgja honum óslælega eftir, og eins og einn maður? Danskir stjórnmálamenn hafa aldrei verið betur við búnir en nú að ljá oss eyra. Þeir hafa áður sjaldan sem aldrei fengist til að brjóta þann odd af oflæti sínu, að leggja sig niður við að hugsa mál vort eða rannsaka frekara en líkt, og þegar kría sezt á stein. Nú er andinn allur annar orðinn. Svo er skilnaðarskrafinu fyrir áð þakka, þótt ekki væri annað. Konungskoman verður sama sem er- indisleysa, ef ekkert rsetist úr eftir hana um stjórnarhagi vora, eða um sjálfstæðis- brestinn aðallega. Oss er bæði ljúft og skylt að taka konungi með hinni mestu vinserad og kurteisi. En svíkja megum vór hvorki sjálfa oss né hann með yfirdrepskap og upp- gerðri ánægju með stjórnarhagi vora. Vér þykjumst vita með vissu, að hann sé allur af góðum vilja gerður oss til handa. En sú góðvild getur því að eins kom- ið að nokkuru haldi, að hann só ekki dulinn þess, er oss bagar og hann má bætur á ráða, hann og hans stjórn. Um það eigum vér því að kveða upp úr hreinskilnislega og afdráttarlaust, einum rómi, eins og einn maður. Erlendar ritsímafréttir til Isafoldar. Khöfn % kl. 9 árd. Ráðgjafaskifti nokkur í Norvegi. Hægrimennirnir Hagerup-Bull og Vinje frá völdum. Vinstrimennirnir Berge hreppstjóri fjármálaráðgjafi og Aarrestad direktör búnaðarmálaráð- gjafi. Kosningar i Bandaríkjum. Kosningar hafa farið svo á sam- bandsþingið í Washington, að sam- veldÍ8manna-meirihlutinn hefir þokaBt úr 112 niður í 70. Kvenfrelsi á Englantli. Frumvarp um kosningarrétt kvenna borið upp á þinginu í Lundúnum. I»ingkosningar á Rússlandi. Kosningar á fulltrúaþingið (dúma) takmarkaðar. 5>i í]í þessi fáu ráðgjafaskifti í Norvegi merkja það og ekki aunað, að kosn- ingarnar þar í haust hafa gengið vinstri- mönnum f vil fremur en hinum og fyrir þvi runnið sundur aftur flokka- sambræðingur sá, er gerður var fyrir fátn missirum, þegar sem hæst stóð hólmgangan við Svía. Michelsen enn við völd eftir sem áður og hans helztu samvinnumenn. J>að er flokkur Roosevelts fcrseta, sem gengið hefir til muna saman í fulltrúadeildarkosningum 4. þ. m., en er þó allstyrkur enn. Mætti nokkurs til geta um, bvað því veldur, mundi helzt mega grípa á andróðri hans gegn auðvaldsríkinu og þar með fylgjandi margvfslegri þjóðfélagsspillingu. Bn auðvaldið ræður mjög kosningum í því mikla lýðfrelsislandi. Naumast mun það vera stjórnin brezka, er borið hefir upp á þingi frumvarp um kosningarrétt kvenna, heldur einhver þingmaður; og eru það þá minni tíðindi en ella. Brezkir kvenfrelsispostular hafa sótt það mál ákaflega fast einmitt á þessu ári, en fengið daufa áheyrn hjá ráðgjöfunum, þeim Campbell Bannerman og hans félögum, svo frjálslyndir sem þeir eru. Fréttin frá Rússlandi merkir líklega takmörkun á kosningarrétti til full- trúaþingsins. Hann var órífur heldur áður. Nú hugsar keisarastjórnin sér liklega að búa svo um huúta, að fáir komist á þing aðrir en íhaldssamir þægðargripir henni til handa, og verði þjóðræðÍ8fyrirheitið frá í fyrra þar með eintómt gabb. Reykjavíkur-annáll. Barn slasaðist hér á mánudaginn, 4 ára gamall piltur, er á Guðm. Pétursson nudd- læknir: kubbuðust af því í renmsmiðju 4 fingur á vinstri hönd npp við hnúa og þumalfingur marðist mjög illa. Þetta var í smiðju GÍBÍa Finnssonar (Vesturgötu 88). Hann var ekki við sjálfur. Þar ganga margar vélar, hlifarlausar við aðvifamii óvitnm. Dáinn 2. þ. m. i Landakotsspítala Hannes bóndi Jónsson frá Glórn i Gnúpverjahreppi, 28 ára. Fasteignasala. Þinglýsingar frá í fyrra dag: Einar M. Jónasson cand. jur. selur Frið- finni Péturssyni nr. 23 við Bergstaðastræti á 5,500 kr. Guðjón Sigurðsson úrsm. selur Kristni Jóns- syni trésmið mad. Möllers hús gamla lóðar- lanst á 850 kr. Jóhannes Jóhannesson kaupm. selur Jóna- tan söðlasmið Guðmundssyni nr. 8 við Vitastig á 8,000 kr. Hjónaefni. Ásgeir Torfason efnafræðingur og ungfrú Anna Ásmundsdóttir. Hjuskapur. Grimur Jónsson og yngism. Sumarlina Pétursdóttir (Grettisgötu 31), 8. nóv. Innbrot var gert fyrir helgina siðustu hér i járnverzlun Gisla Finnssonar og stolið nál. 10 kr. Meira var þar ekki að hafa þá. Vélarbátur kom hér á þriðjudag 5. þ. m. eftir 4 vikna ferð austan af Seyðisfirði norðan nm land. Varð veðurfastur tvivegis, á Siglufirði og Patreksfirði, 9 daga hvort skiftið. Báturinn heitir Gammur og er eign útvegshónda Björns Gislasonar. Formaður Oddur Guðmundsson. Hásetar 3. Messað á morgun í dómkirkjunni á hádegi af sira Jóni Helgasyni með altaris- göngu, en síðdegis kl. 5 af sira Jðni Þor- valdssyni frá Stað.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.