Ísafold - 21.11.1906, Page 3
ISAFOLD
307
Botnvörpunga-eltingaleikur.
Seint gleymum vér yfirmanninum á
Heklu í fyrra, C. G. S c h a c k höf
uðsmanni, langvaskasta og ötulasta
Strandgæzluskipsformanninum, sem vér
höfum haft, en nutum ekki nema fá-
eina mánuði, líklegast meðfram einmitt
af því, hver afreksmaður hann var.
Hann mun hafa þótt nokkuð kola-
frekur. Kolin eru uppgangssamari í
hörðum eltingaleik við botnvörpunga
en inni á höfnum, eða á hægu lulli
með 8tröndum fram sólarsinnis alla
leið. Og í annan stað mun ekki hafa
verið trútt um, að yfirmenn hans í
flotamála3tjórninni dönsku væri smeyk-
ir um, að Bretastjórn kynni að þykja
hann heldur ófyiirleitinn, er hann
hefði hendur í hári þegna þeirra á
veiðum hér við land.
Hann er nú genginn úr herþjónustu.
|>að var gengið fram hjá honum rang-
látlega hvað eftir annað, er hann átti
von á frekari embættiaupphefð eftir
almennri venju og reglum. Við það
eótti hann um lausn frá embætti nú í
Bumar.
Siðan hefir hann ritað í uýbyrjað
danskt tímarit, Gads danske Magasin,
skemtilega og fróðlega grein um botn-
vörpunga hér við land og eltingaleik
danska varðskipsins við þá.
Margt í greininni er oss fullkunnugt
áður; en Dönum er það ekki og því
ritað þeim til fróðleiks. En ýmsu seg-
ir hann líka frá, sem vér vitum ógjörla.
Hnitmiðun á afstöðu botnvörpungs
við ólöglega veiði segir höf. sé eigi
hvað sízt áríðandi vegna þess, hve
Btjórnin enska einkanlega sé eftirgangs-
8öm um að ekki sé gengið á rétt þegna
sinna. Hann segir, að hún biðji þrá-
sinnis um nákvæma skýrslu um, hvar
sá eða sá sektaður botnvörpungur
hafi verið staddur, er hann var höndl-
aður og sektaður hér fyrir landhelgis-
brot. Og vei þeim dönskum herskips-
Stjóra, sem þá hefir ekki skjöl og skil-
ríki 1 góðri reglu, segir hann. Dan-
mörk er smáríki, bætir hann við, en
England stórveldi (og eins Frakkland
og þ>ýzkaland). f>ví veitir sannarlega
ekki af að fara varlega.
þegar herskipið hefir gengið úr
skugga um, að botnvörpungur eða
botnvörpungar eru i landhelgi, er
dregin upp varðgæzluveifan og milli-
þjóðamerkið stattu við! f>ví er
vanalega ekki gegnt. f>á er skotið
púðurskoti úr fallbyssunni. Sé því
ekki gegnt heldur, er skotið fallbyssu-
kúlu fyrir framan stefnið á botnvörpu-
ekipinu. J?á lætur skipstjóri sér segj-
ast að öllum jafnaði. En eg hefi þó
orðið að skjóta þrívegis fallbyssukúlum
fyrir botnvörpung, áður hann næmi
Staðar. Lög leyfa að hefta botnvörp-
Ong með valdi, ef hann lætur ekki að
kúluskoti, þ. e. að skjóta á hann þar
til er hann nemur staðar. En þar
Verður auðvitað að gæta mestu varúð-
ar og minnast þess, að hér á smáþjóð
Við stórveldi. f>ví miður leikur enginn
Vafi á því, að danskur herskipsyfir-
tnaður, sem færi eftir áminstum fyrir-
tnælum og yrði manns bani, eins eða
fleiri, eða skemdi skipið til rnuna,
mundi ekki eiga upp á pallborðið hjá
fitjórninni dönsku, þótt hann hefði ber-
Býnilega rétt fyrir sér. Sá annmarki
tylgir því, að vera lítillar þjóðaroghafa
ef til vill yfir sér stjórn, sem er ekki
80m allra öruggust eða einbeittust.
Í>ví sagði eg jafnan við fallbyssumann
minn — eg vissi að hann var manna
^ándvissastur og beinskeytastur:
8kjóttu rétt fyrir framan hann, en
hann ekki. — f>að bar til fyrir
111 árum suður í Ermarsundi, að
enskt varðskip skaut á franskan botn-
VorP«ng, aem gegndi ekki þegar á hann
Var ýrt, og varð 2 manna bani. Eg
veit ekki, hvað yfirmanninum var gert.
En slíkt getur sá maður gert, sem á
stórveldi að bakhjarli. (f>að varð út
úr því allmikil rekistefna. Frakkar
urðu uppvægir. En með því að full
sönnun fekst fyrir því, að enska her-
skipið hnfði ekki farið feti framar en
lög leyfðu, sló því uppþoti niður.
Drotningin ritaði nánustu vandamönn-
um hinna vegnu skipverja áatúðlegt
samhrygðarbréf og sendi þeim peninga-
gjöf. f>á sljákkaði alveg í Frökkum.
— Rit8tj.).
Botnvörpungar leita sér undankomu
á alla lund, einkum hinir ensku. f>eir
eru þá stundum mjög ófyrirleitnir.
f>eir hafa það til að reyna að rekast
á herskipið, í því skyni að geta kent
því um. Yfirmaður verður því aðgæta
mestu varúðar og láta ekki glepjast af
því, hvernig botnvörpungur snýst við.
f>á segir höf. ítarlega frá viðureign
sinni við botnvörpunginn Kitchener
frá Hull í fyrra vor. f>eir sáu bann
af herskipinu, þegar það kom fyrir
Dyrhólaey, vera að draga inn vörpuna.
f>að sést oft á því, að gufan frá vind-
unni kemur í rykkjum upp um reyk-
háfinn. Herskipið stefndi því á hann
með fullum hraða og hafði uppi stað-
námsmerkið. Botnvörpungurinn tók
þegar á rás, er hanu varð herskipsins
var. f>að leyndi sér ekki, að hann
hafði skorið frá sér vörpuna til að
tefja sig ekki. Honum voru send 2
púðurskot. Hann gaf því engan gaum.
f>á var skotið kúlu rétt fyrir framan
hann. Hann hélt rásinni áfram alt
um það. Eg þóttist sjá, segir höf., að
eg mundi mega til að senda fallbyssu-
kúlu gegn um reiðann á bonum, til
þéss að sýna honum, að hér væri al-
vara á ferðum. f>ó hleypti eg enn af
nýju skoti fyrir framan hann svo
nærri, að sjórinn skvettist upp um
hann. f>á hægði hann loks á sér. f>á
var herskipið komið mjög nærri botn-
vörpungnum; það hafði verið í hrað-
skreiðasta lagi. En þá stefnir hann
beint í leið fyrir herskipið, um leið og
hann hægði á sér. En honum hepn
aðist þó ekki það sem hann ætlaði
sér: að koma fram árekstri.
Við fréttum á eftir, að hásetarnir
höfðu þröngvað skipstjóra til að nema
staðar. f>eim leizt ekki á blikuna, er
fallby8sukúlan lenti rétt við stefnið á
skipinu.
Vörpuna þóttist skipstjóri hafa mist
frá sér útan landhelgi, rétt áður en
hann bar inn fyrir landhelgismarkið.
f>egar hann var spurður að, því hann
hefði lagt á flótta, úr því hann hefði
haft svona góða samvizl^u, og ekki
gegnt, þegar skotið var, svaraði hann
af mikilli ósvífni, aö hanu hefði ekki
tekið eftir því, að herskipið hefði verið
að skjóta á h a n n, fyr en síðasta
skotið reið af.
Mikill munur segir höf. sé á því,
hvernig skipstjórar haga sér fyrir rétti,
eftir því, hverrar þjóðar þeir eru. f>ar
segir hann að f>jóðverjar beri langt af
öðrum. Sakborningur, skipstjórinn,
stígur prúðbúinn á skipsfjöl (á her-
skipinu), hneigir sig fyrir réttinum og
játar ætíð brot sitt óðara en fram eru
borin rök fyrir því. f>að leynir sér
ekki, að þar er við að eiga mann, sem
lært hefir 3 ár samfleytt hlýðni og
aga á þýzka herskipaflotanum.
Hátterni enskra botnvörpuskipstjóra
er þeim svo gagnólík, sem framast má
verða, þó að ekki eigi þeir allir óskilið
mál. f>eir komu oftast nær fram fyrir
réttinn í skítugum erfiðisfötunum,
stundum með báðar höndur í buxna-
vösum, og líta mjög tómlátlegum aug-
um á alt, sem um er að vera, dómar-
ann og hervaldið, eins og það komi
þeim ekki minstu vitund við. fegar
þeir eru spurðir um, hvort þeir jati
sig seka, segja þeir ætfð n e i, hversu
óræk rök sem eru annars vegar,meira
að segja þó að þeir hafi verið staðnir
að verki, með vörpuna niðri á botni.
Eg hefi orðið fyrir því, að skipstjóri,
sem öll skipshöfnin bar vitni í móti,
hefir samt þrætt. f>eir þykjast ekki
hafa verið staddir i landhelgi, þótt svo
að yfirmaðurinn á herskipinu og for-
ingjarnir geti unnið eið að því, að svo
hafi verið; og séu þeir spurðir, hvers
vegna þeir hafi þá lagt á flótta og
ekki staðnæmst, þótt dregið væri upp
merki og skotið fyrir þá, þykjast þeir
ekki hafa séð merkið, ekki heyrt skot-
ið, og kúlan, sem lenti beint fyrir
framan stefnið, segjast þeir hafa hald-
ið að ætluð hafi veríð öðru skipi, sem
lá ^ mílu burtu. Stundum eru þeir
með rosta og hóta manni parlament-
inu og stjórninni brezku, segja, að
Danmörk skuli fá að kenna á slikri
lögleysu. Einn slíkur kumpánn, sem
hafði orðið að skjóta fyrir 3 fallbyssu-
kúlum, áður en hann staðnæmdist,
sagðÍ8t hafa orðið svo felmtraður, er
kúlurnar þutu um hann, að hann hafi
ekki vitað, hvað hann gerði.
Höf. finnur það að botnvörpuveiða-
lögunum íslenzku, að hegningin komi
ójafnt niður, er hún er söm hvort sem
nokkur afli er í skipinu eða ekki, þeg-
ar það er handsamað. Hann segist
hafa náð í fyrra 2 frönskum botnvörp-
ungum með 25,000 kr. veiði í sér af
fiski hvorn.
Skipstjórarnir grétu, þegar fiskurinn
var tekinn frá þeim, og Frakkastjórn
leitaði á eftir hófanna við stjórnina í
Khöfn um, hvort ekki væri nein leið
að því, að fá þann skaða bættan að
einhverju leyti, með því hann færi al-
veg með útgerðarmeunina. En því
var neitað.
Höf. tekur það fram, að ekki sé til
mikils fyrir varðskipið að sigla með
landi fram í sömu átt alla tfð. Botn-
vörpungar hafi andvara á sér meðan
herskipið er að komast í hvarf. |>á fari
þeir óðara inn fyrir landhelgismarkið
og fiski þar í ró og næði. Eina ráðið
sé, að villa þá, snúa við, þegar dimt
er orðið og koma að þeim um hánótt.
f>á verði þeir aldrei óhultir um sig.
|>ví að eins, að hver botnvörpunga
veiðin reki aðra, með sekt og upptæk-
um afla og veiðarfærum, standi þeim
stuggur af varðskipinu og vari sig á
að hætta sér inn fyrir landhelgis-
markið.
Einmitt það gerði kapt. Schack.
Enda bra svo við, þegar hann var bú-
icn að vera hér við land um hríð, að
botnvörpungar hættu alveg að sjást í
landhelgi.
Höf. segir enga von um, að land
helgisbrotum létti, meðan ekki sé ætl
að nema eitt skip til strandgæzlunnar,
og það skip, sem er þar að auki ætlað
að gera annað meðfram. Ilt hafi það
verið viðfangs áður, en nú sé það orð-
ið hálfu verra, eftir það er Norðmenn
tóku til að senda síldveiðaskip hingað
hundruðum saman og afla á þau við-
líka mikið og heima fyrir, við Norveg.
f>að blöskrar honum, og finst nær að
bæði Danir og Islendingar reyni að
láta ekki hinn mikla sjávarauð kring-
um landið ganga sér úr greipum.
Mannalát.
Sýslumaður Vestmanneyinga, Magn-
ús Jónsson, hefir orðið fyrir þeirri
þungu raun, að missa konu sfna, frú
Jóhönnu Andreu Oddgeirsdóttur
(prests Guðmundsen), eftir fárra ára
hjónaband, hans annað. Hún lézt snögg-
lega 17. þ. m. Hafði legið um sinn
f brjósthimnubólgu, en var batnað
mikið og komin á fætur. En fekk
verkjarkast óþolandi ogvar örend eftir
litla stund. Góð kona og vel að sér
ger. f>eim hjónum hafði orðið 4
barna auðið, er 3 lifa, kornung.
Fórn Abrahams.
(Frh.).
f>á heyrðist jódynur úti. Jafnskjótt
lukust upp bæjardyrnar og van der
Nath kom inn. Hann var eigi samur
og áður til að sjá. Augun hvörfluðu
til og frá um stofuna, dauf og tómleg,
eins og alt lff á bak við þau væri út-
kulnað. Hann hélt á biflíunni sinni í
hendinni, en slepti henni óviljandi, er
hann var kominn inn, og tók ekkert
eftir því. Bókin datt á gólfið og hann
sparkaði henni frá sér með fæt-
inum. Slíkt var honum býsna ólíkt.
Hann rólaði að veggnum, þar sem
hékk myndin af konunni hans. Hann
staðnæmdist fyrir framan hana, greip
um ennið svo sem til að koma lögun
á ruglinginn inni fyrir, og mælti eina
og í leiðslu:
— Aleinn.
Hann ypti öxlu að sjálfum sér og
öllum öðru ; hann vildi feginn gráta,
en hann átti ekki til nein tár; hann
vildi biðjast fyrir, en hann átti
engin orð; og inn í dauðþjáðum heila
hans stigu hugsanirnar ógeðslegan
Beiðkvennadans. Stundum sóttu þær
svo ákaft aðhonum, að hann gat eigi
fylget með og alt varð aðóskiljanlegum
óskapuaði; stundum fóru þær reikandi
gegnum sáraumt höfuðið á honum,
komu hver eftir aðra með engu milli-
bili eða hurfu gjörsamlega, svo að við
gein auðnin tóm, er ekkert gat fylt
upp í.
— Aleinn, mælti hann öðru sinni
og horfði á myndina á veggnum.
f>að var ómerkilegur svartkrítar-
uppdráttur eftir viðvaning. Fáeinir
stórgerðir drættir bentu til um andlits-
fall hinnar framliðnu, en stórir sót-
blettir bak við.
Van der Nath mundi eftir, að um-
renningur, er hafði einhvern tíma
fengist við að bera liti á húa-
veggi, hafði einu sinni komið í sveitina
og farið bæ frá bæ að vinnu sinni.
Maðurinn litaði húsgögn og gerði
andlitsmyndir, hvort sem heldur vera
vildi, hvorttveggja hér um bil eins.
Einhverir létu hann reyna sig við
það; borgunin, sem hann setti upp,
var ekki mikil, og alstaðar var það
jafnlélegt sem hann gerði. Kona van
der Nath aumkaðist yfir manninn,
sem hélt sig geta gert hvað sem væri;
hann gerði hana fulltrúa um, að
manni hennar mundi koma heldur en
ekki vel að fá mynd af henni. Hún
var á báðum áttum, treysti honum
lítt, en var þó forvitin í, hvernig hon-
um tækist, og eyddi tveimur stundum
til að sitja fyrir honum; svo kallaði
hann það. Eigi mundi það sannleik-
anum samkvæmt vera, að fullyrða, að
honum hefði tekist betur í þetta sinn
en endranær. En hún var ánægð
með hlykkjótt strikin, eftir að málar-
mn hafði fullhermt það fyrir henni, að
myndin væri mjög lík henni.
Van der Nath varð líka mjög glað-
ur, þegar þunt pappírsblaðið var lagt
fram fyrir hann. það kumraði í honum
hláturinn og hann klappaði á hand-
legg konu sinnar. Og svo var myndin
hengd upp á vegginn. J>ar hékk hún
árum saman; fólkið, sem sá hana,
kinkaði kolli og lét vel yfir; og þá er
van der Nath hafði sagt því, að þetta
væri mynd af henni Söru sinni, kinkaði
það kolli aftur og sagðist hafa þekt
hana undir eins. Já, hann hafði haft
ánægju af henni, þessari nauðalélegu
mynd; hann var Htilþægur.
Konan hans, já, hann mundi eftir
fyrsta skiftinu, sem hann hafði *setið
uppi« með henni, og á hve löngum
kertum hún hafði kveikt, þegar hann
kom að finna föður hennar og bað
yngstu dóttur hans. f>að var farsælt
hjónaband, farsælt eftir því, sem það
var stutt. Að tveim árum liðnum
fæddi hún honum soninn ísak. f>au
völdu sveininum það nafn, af foreldr-
unum, sem hétu Sara og Abraham, og
svo — svo féll hún frá.
L