Ísafold - 06.04.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.04.1907, Blaðsíða 2
82 ÍSAFOLD « iem vill eiga herskipaflota, en þarf ekki að nota hann til neins. Meðan Danir kosta strandvarnirnar, liggur það nokkurn veginn í hlutarins eðli, að þeir eiga aðgang að landhelginni, fara ekki að verja sjálfum sér landheigina, eins og eitt blað þeirra komst nýlega að orði. þegar litið er á málið frá þessari hlið — að Danir sjálfir heimta að hafa strandvarnirnar með höndum fyr- ir eigin hagsmuna sakir —, þá fer að verða nokkuð lítið vit í eftirtölunum. Eða er það Ranngjarnt, að neitaoss um að hafa strandvarnirnar í vorum höndum, en telja það jafnframt eftir oss, sem til þeirra er kostað? Og ekki væri mikill vandi að sanna, að a 11 a r eftirtölur þess fjár, sem Danir verja til íslands að nafninu til, eiga við álíka mikið að styðjast. íslendingar ættu að hætta því hjali. 3. E. Eftir Einar Jónsson frá Galtafelli er mynd á f r j á I s r i b ý n i n g svo nefndri í Khöfn, sem Politiken segir tilkomumesta af öllu því, sem þar er sýnt. Hún heitir afturelding (Daggry) og er af nátt- trölli, sem rænt hefir menskri stúlku, er það heldur á um hægri öxl sér nak- inni, en reiðir vinstri hnefann mót aftureldingunni, sem veldur því, að tröllið er að verða að steini. þrátt fyrir þetta gengi E. J. hjá Dön- um jafnvel úrskurðar íslenzkur Khafn- erindreki konungsmyndarnefndarinnar, að hann »geti ekki komið til greina* til að eftirmynda konungslíkneski, og fer að semja við óþektan, d a n s k a n ungling, sem segist hafa meira að segja verið látinn lofa skjólstæðing miili- mannsins (erindrekans) 500 kr. fyrir að útvega sér verkið! Og svo þykist nefndin hér bæta vel Og viturlega úr skák, er hún úrskurð ar, að þeir skuli keppa um verkið, E. J. og K. N. (hinn danski viðvaning- ur). En því fær hún ekki t. d. ein- hvern f>jóðverja til þess að keppa við E. J.? f>jóðverjar munu vera manna vanastir við að búa til konungsmyndir og keisara. Ekki gat hún haft Dani sér til fyr- irmyndar i þessum samkepnisúrskurði, því varla munu þess dæmi, að þeir láti aðra en s i n n a r þjóðar listamenn keppa um listaverk, sem þeir vilja eignast. Enda naumast nokkurt dæmi þess, að kept sé um einfalda stand- mynd af manni, þar sem enga hugsjón er um að tefla og ekkert hugvit kem- ur til greina. f>að mun vera siður, að fela þess konar verk blátt áfram til- teknum manni, sem er trúandi fyrir því, e f ekki ræður neinn undirlægju- skapur, — undirlægjuskapur undir ein- hverja y f i r-þjóð. Nýtt samkomuhús hefir K. F. U. M. eignast hór í bæn- um n/lega, allmikið og veglegt, við Skólastræti, þar sem áður var Félags- hakaríið, þetta sem brann í fyrra haust. í’aö mun hafa kostað milli 20 og 30 þús. kr. Þar af 10 þús. kr. styrkur eða gjöf frá Dönum, þ. e. Kristilegu félagi ungra manna í Danmörku. Hús- ið er þrílyft, að háum kjallara með- töldum, með flötu þaki. Aðalsamkomu- salurinn, á efra lofti, tekur um 300 manna. Niðri eru kenslustofur og lestr- arherbergi m. m. Matsala er í húsinu, kaffiveitingar o. fl. Húsið var vígt á skírdag með sálma- söng og ræðum að viðstöddum fjölda bæjarmanna, auk félagsmanna, meyja og sveina. Þeir fluttu ræður, síra Jón Helgason (form. fél.) og síra Friðrik Friðriksson stofnandi þess (fyrir 9 árum). Inflúenzan. Hún hefir áreiðanlega borist hingað með póstskipinu í f. mán. Gekk í Khöfn þegar það iagði á stað hingað þá, a,n n a ð skiftið í vetur, ef hún er þá ekki beinlínis landlæg þar. þetta er fjórða Bkiftið, sem hún gengur hér, svo menn* viti fyrir víst. Hin skiftin voru: 1890, 1894 og 1900. Sumir læknar telja ekki ósennilegt, að sumar þungar kvefsóttir, er hér gengu milli 1860 og 1870, hafi verið inflúenza. En þeir fullyrða ekkert um það. Með vægasta móti þykir hún vera í þetta sinn. En fer mjög hratt yfir. Skilur Iíklegast fáa eftir. Síðast, árið 1900, taldi héraðslæknir Reykjavíkur, seu þá var, landlæknir Guðm. Björnsson, sanni nærri, að 90% af bæjarbúum hefði fengið sóttina. Með öðrum orðum ekki undan gengið nema 10. hver maður. (Sjá ísafold 13. júní 1900). Við búið, að líkt fari sóttin að nú. Hún var þá 3 vikurrúmarað vinna upp bæinn, frá miðjum maí og þang- að til viku af júní. Hún kom með strandbátunum snemma í maímán., að norðan cg vestan. Með líkum aðförum ætti hún að vera búin að lúka sér af hér seint í þ. mán. þá taka sveitirnar við. því ekki er neitt viðlit að ætla sér að stöðva hana. það er reynslan búin að margsýna. Hún getur stöðvast við stærstu þrösk- uldana, sem til eru hér á landi, svo sem Skeiðarársand eða Mývatnsöræfi. En varla annarsstaðar. Sennilegt, að hún verði búin að lúka sér af fyrir slátt. Og væri það góðra gjalda vert. því má ekki gleyma, að þó að sótt þessi virðist nú vera með vægasta móti, þá g e t u r meinleysið farið af fyrir henni, ef mjög tómlátlega er við henni látið. Fyrir því mun engin vanþörf á, að brýna fyrir almenningi eftirfarandi meginreglur um meðferð hennar, erland- læknir (G. B.) birti í áminstri ísafold- argrein, fyrir 7 árum. því vitaskuld hafa flostir gleymt þeim á þeim tíma. 1. Sjúklingarnir eiga að vera í rúm* inu þangað til allur sótthiti (feher) er horfinn. 2. peir eiga ekki að koma undir hert loft fyr en hósti er horfmn, 3. Enginn má vera skemur inni en 8 daga, hversu létt sem veikin legst á hann. Alt er undir því komið, að fara nógu varlega með sig. Sóttin var alls ekki skæð talin*, er hún gekk hér sfðast. Og þó fengu 32 sjúklingar lungnabólgu upp úr henni af 502, er héraðslæknis (G. B.) var vitjað til. þeir geta hafa verið miklu fleiri. En af þeim 32 dóu 7. Alls dóu 10 af þe8sum 502. Læknir bætir því við, að sér sé kunnugt, að fleiri hafi dáið; en hann viti ekki tölu á þeim. »Mjög er algengt, að menn leggjast tvisvar eða þrisvar, og er seinni legan jafnan verri en hin fyrri. Allur þorri manna er lengi eftir sig og nær sér ekki fyr en að nokkrum vikum liðn um. Öll þessi illu afdrif eru aðallega því að kenna, að menn fara ekki nógu varlega með sig fyrst framan af, með- an á veikinni stendur*. Að verjast megi veikinni með kam fóru eða áfengi, einkum konjaki, segir sami höf. að sé ekki annað en dönsk hjátrú. En í kíníni muni vera nokk- ur vörn (30—50 centigrömm á dag; sumir taka tvo 35 ctgr. skamta á dag). Sveitarstjornar-og fátækralegin nýju Nokkrar athugasemdir eftir G. G. I. Það sýnist í fljótu áliti hafa verið mikið og vandasamt verk að semja lögin þau (frá 10. nóv. 1905) samtals (85 + 80) 165 greinar. En það sóst, ef að er gáð, að það hefir ekki verið eins mikl- um erfiðleikum bundið og margur hygg- ur, sízt fyrir lögfróðan mann, því þau mega .beita samansett úr }fmsum eldri lögum, sem að ymsu leyti snerta sveit- arstjórn og fátækramálefni. Að vísu má finna í þeim nokkur nymæli, sum efa- laust til bóta, sum meinlaus og gagns- laus, en sum til engra bóta, jafnvel til ills eins. Aðalkost laganna tel eg það vera, að þar eru samandregin í eitt öll þau laga- fyrirmæli, sem snerta fátækramálin, og er það óneitanlega mikill hægðarauki fyrir sveitarstjórnir, að þurfa ekki að leita að því innan um alt lagasafnið, sem við á x hvert skifti. Mér virðist þó sum nymælin hefði mátt missa sig og jafnvel nokkur fyrir- rnæli eldri laga, sem tekin eru upp í þessi lög; mér virðist þau ekki bygð á þeirri sanngirni, nó fela í sér það jafnrótti, sem ætlast mætti til af lög- gjöfum vorum. Og skal eg svo leyfa mér að benda á nokkur atriði þessu til sönnunar. I sveitarstjórnarlögunum, 45. gr., eru taldar upp allar tekjur sveitarsjóðanna, þar á meðal (8. 1.) : Fimtungur af alls konar fiski, sem veiddur er á o p n u m b á t u m á helgum dögum. Þó þetta sé tekið’úr fátækralögum frá 8. jan. 1834, þá er það mjög svo óeðli' legt og ósanngjarnt. Hver getur talið það sanngjarnt, að opnir bátar, fremur en þilskip, greiði Vs hluta af sínum helgidaga afla? Því mun verða svarað, að ekki sé unt að hafa eftirlit með helgidagaafla þilskipafina. En eg hygg að hver þilskipaformaður (skipstjóri) skrifi hjá sór, hve mikið aflast hefir á hver- jum degi; mætti þvi af dagbók skipsins auðveldlega sjá, hvað aflast hefir á helg- um dögum. Allir vélarbátar,“sem til fiskjar róa á helgum dögum”og'!(ekki hafa þilfar, eru, eftir þessu, skyldir að láta % hluta af afla sínum til fátækrasjóðs; en hinir, sem eru með þilfari,“”eru undanskildir; þeir fá að halda afla sínum óskertum!! Þetta nær og_ekki til þeirra manna, sem veiða lax á stöng á belgum dögum, af því þeir, eða ef þeir, láta ekki afla sinn i opinn bát. En eí einhver fcregður sór út á bátkænu til að taka lax eða silung úr neti á helgum degi, þá ber honum að skila fátækrasjóðnum fimtung af veiði sinni! Eins og þetta lagaákvæði er mjög svo ósanngjarnt og hefir alla tíð verið óvin- sælt, þannig getur staðið svo á, að sveit.- arstjórninni verði ókleift að hirða fisk þann, sem á þennan hátt áskotnast fátækrastjórninni á einum degi, þó fiski- menn láti hann af hendi, svo að hann verði engum að notum, því ekki eru þeir (fiskimennirnir) skyldir að slægja hann og salta. Þeir eru að minni hyggju lausir við þennan % hlut aflans, ef þeir bjarga honum undan sjó og láta næsta hreppsnefndarmann vita af honum. En það hefir stundum við borið í góð- um aflaárum, að mönnum hefir veitt fullerfitt að bjarga sínum eigin afla und-. an skemdum, og; þá þyrfti varla að bú- ast við því, að menn gætu snúist við að smala saman fiski af mörgum fleyt- um í víðlendum veiðistöðum fyr en fisk- urinn er ef til vill orðinn skemdur, jafn- vel ónýtur til alls. Tilskipun um sunnu- og helgidagahald frá 28. marz 1855 bannar í 1. gr. alla ónauðsyn lega vinnu á helgidög- um >eða hávaðamiklar skemtanir«; en í 2. gr. leyfir hún ekki að eins öll nauð- synleg heimilisstörf, heldur og um hey- skapartímann að þurka hey og hirða það. Ennfremur leyfir hún fiskimönn- um ekki einungis 5>að bjarga veiðiskap síuum og veiðitólum«, heldur og, ef svo- ber undir, »að róa til fiskjar þegar brim og gæftaleysi hefir lengi tálmað sjósókn«. I þessari tilskipun er ekki nefnt á nafn, að greiða þurfi nokkurn hluta af helgidagaaflanum til fátækrasjóðs né annara stofnana. En í 10. gr. er svo ákveðið, að fóbótum skuli það sæta, ef brotið er á móti fyrirmælum tilslcipun- arinnar. Hvernig verða nú fyrirmæli helgidaga- tilsk. samrýmd við sveitarstjórnarlögin frá 10. nóv. 1905? Mér skilst að hver sá, sem veiðir fisk á opna báta á helgum degi, verði eftir þessum nýju lögum undantekningarlaust að láta % hluta af afla sínum, hvort sem hann fer á sjó af brýnni þörf, eða að nauðsynjalausu, og þá virðist mór sú tilhliðrun, sem helgidagatilsk. veitir fiskimönnum, koma að nauðalitlu haldi, og er þess þó hvergi getið í sveitar- stjórnarlögunum nýju, að nokkur grein helgidagatilskipunarinnar só úr gildí. numin. Um Reykjavíkurshéraðs- læknisembættið kváðu þeir sækja;: Guðm. Hannesson, Sæmundur Bjarn- héðinBson, Sigurður Magnússon kandí- dat (í Khöfn), Jón Hjaltalín Sigurðs son og Steingrímur Mattíasson. Norðurland gengur að því vísa, að Guðm. Hannesson fái embættið. — Segi þeir n ú, að »stjórnarfjendur< geri æ f i n 1 e g a ráð fyrir ranglæti hjá stjórn- inni og skeytingarleysi um almennings hag. Abyrgðarfélag fyrir vélarbáta- etofnuðu Seyðisfirðingar 3. f. m, A stofnfundinum skrifuðu menn sig fyrir vátrygging 25 vélarbáta, er virtir voru 8aratala rúmar 80 þús. kr. Búist við, að vátrygt verði hjá félaginu þettæ ár fyrir fullar 100 þús. kr. — Félagið ábyrgist % hluta af virðingarverði bátanna og fær 3000 kr. styrk úr landssjóði til vátrygginganna. Burt af þingi vilja 40 kjósendur í Neshreppi inn- an Ennia hafa þingmann sinn, þm. Snæfellinga, Lárus nokkurn H. Bjarnason. f>eir hafa, um leið og þeir rituðu ráðgjafanum þingrofsáakor un, sent þingmanninum 15. febr. svofelda áskorun: Skyldi svo ólíklega fara, að ráðherra íslands eigi sinti áskorun vorri frá í dag um þingrof á næsta vori, skorum vér undirritaéir kjósendur í Neehreppi innan Ennis á yður, herra þingmaður, að leggja niður þingmensku yðar svo tímanlega, að ný þingmannskosning geti fram farið fyrir næsta þing, svo að aéð verði, hvort meiri hluti kjósenda í kjördæminu verði oss ekki sammála um, að þér hafið brugðist vonum þeirra með framkomu yðar 1 þingmálum, sér staklega f hinu stærsta velferðarmáli þjóðarinnar, landsréttindamálinu. (40 nöfn). Reykjavíkur-annáll. Barnaskólinn. Bæjarstjórn samþykti f fyrra dag þá tillögu skélansfndar, að auk- in væri fjárveiting til skólaviðbótarinnar um 460 kr. til þess að gera ibúð handa dyraverði i kjallarannm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.