Ísafold - 17.04.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.04.1907, Blaðsíða 1
ffiemur út ýmiet einn sinni eða ■tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 'I, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Oppsögn (sanfleg) bundin vifj áramót, ógiid uema komm sé til útgefanda fynr 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti S XXXIV. árg. Reykjavík miðvikiidaginn 17. apríl 1907. Sláturfélag Suðurlands. Húsasmiðir, er kynnu að vilja taka að sér bygging sláturhúss á Frostastaðalóð í Reykjavík nú í sumar, gjöri svo vel að eiga tal við stjórn Sláturfélagsins fyrir hádegi næstkomandi föstudag í Bárubúsinu (uppi). Reykjavík, 16. apríl 1907. Síjórnin. J>ráðlaus firðritun. Geysi-framfðr. Hneykslið frá 1905. I. Einhvern tíma eigi alls fyrir löngu hugði láns-niáltól ráðgjafans hérna (ekki eignar-) sór til hreyfings að leggja stjórn- arandstæðinga flata á þeim hnykk, að gera heyrinkunnugt, hve stórum minna landsímako8tnaðurinn hefði farið fram ■úr áætlun heldur en þeir hefðu gert ráð fyrir á síðasta þingi. Það kallaði blaðið svo sem ekki ömmu sína, þó að hallinn næmi nær 60 þús. kr. En gat samt alls eigi ábyrgst, að hann væri ekki meiri, eða komið með fullglögga vitneskju um það. Það þurfti svo sem að hælast um og hrósa nokkurs konar .sigri yfir þessu. Þar má segja, að litlu verður Vöggur feginn. Sama málgagn mun og hafa verið um sama leyti að brigzla stjórnar-andstæð- ingum um, að þeir hefðu skift skoðun um landtöku símans, er aðrir komust til valda en þeir. Þeir hefðu viljað hafa ritsímann til Austfjarða áður. En vildu síðan hafa hann beint til Reykjavíkur. Það treystir nú sem oftar gleymni landsmanna. Það heldur sjálfsagt, að þeir séu bún- ir að gleyma því, að það voru einmitt fitjórnarhöfðingjarnir, er hurfu skyndi- lega frá Reykjavíkur-landtökunni og færðu sig með hana til Austfjarða. Þ e i r kúfvendu þá sem oftar, undir eins og hið útlenda vald, Ritsímafélagið norræna, sá sór stórhag i því, að leggja símann heldur til Austfjarða. Milligjöf- in þess til landsímans varð ekki meiri jen svo. jÞetta er nú sök sér. Aðalatriðið er hitt, sem málgagnið (Lögr.) steinþegir um, að á þingi 1905, þegar ritsímamálinu var ráðið til fullra iykta, var sú gagngerð breyting orðin á hraðskeytamálinu, að fengin var, einmitt þá nylega, full 0g óræk sönnun fyrir því, að hægt var að nota þráðlausa firð- ritun hér milli landa o. s. frv. Þau s,tórtíðindi höfðu gerst rétt fyrir þing, að stjórnarandstæðingar, ei n m i tt þ e i r, höfðu útvegað reynslusönnun fyr- jr því, að koma mætti á öruggu hrað •skeytasambandi ritsímalaust ekki að eins jþá vegarlengd, sem hór þurfti við, held- 11 r þrefalt lengra hór um bil. Marconiskeytin voru send þrefaltlengra en það. Þau voru send beint frá suður- pdda Englands hingað til Reykjavíkur. En þörf var engin að senda þau nema /frá norðurodda Skotlands til Færeyja, „og þá aftur þaðan til Reykjavíkur. Það ,var alt og sumt. Slík stórtíðindi mundu hafa haft þau áhrif A hvern óháðau löggjafa og stjórn- malamann um allati heim, að sá hinn sami hefði breytt alveg skoðun sinni á þessu máli. 5>á hlaut að hverfa úr sög- unni allur ágreiningur uin það, hvar bezt væri að láta ritsima taka land. Hann atti að vera blátt áfram úr sög- unni, og því einber hógómi að minnast einu orði framar á laudtöku hans, — minnast á landtöku hlutar, sem var ekki til frantar! Þ e 11 a er stórhneykslið í ritsíma- málinu : að ekki var hætt þá orðalaust við ritsimann. Það er hneyksli, sem seint gíeymist og fyrirgefst aldrei. Það er þeim engin bót í máli meiri- hlutamönnum á þingi síðast, þótt þeir vissu ekki meira en þeir vissu um notk- ttn loftrita hingað og þangað út um heim. Þeir áttu kost á að fræðast um það í tæka tíð, og þeim var skylt að gera það. Þeint var skylt að látaekkiblekkj- astaf vanþekkingarhjali »húsbóndansi og skósveina hans. Þeim var skylt að vita betur en það, að þeim rynni niður hver hégiljan annari verri um það, hvernig loftskeyti bærist, það t. d. sé um 8 stunda strit við að koma 3 orðum yfir eitt lít- ið fjall; um glötun skeytanua í skörð- unum í Reykjanesfjallgarði; um bana- tilræði af þeirra völdum við mann uppi á M/rum. Þeim var engin vorkunn að vita meira en ómálga börn. Og þeim v a r loks engin vorkunn að vita það, að þó að sá galli væri þá enn á loftskeytum, að fleiri viðtökustöðvar gæti hirt skeytin en til væri ætlast, þá var sá annmarki bagalaus hór, og bagalítill erlendis fyrir skeyti hóðan; alt af var hægt að nota leynistafróf, ef launung var áríðandi. En til þess að taka út fyrir allar æs- ar, þá var meiri hlutanum engin of- ætlun að hallast að því hyggilega ráði, að fresta málinu til næsta þings, bæði til þess að sæta enn betri kjörum um loftskeytasamband en þá buðust, og eins til hins, að vitajhvort ekki yrði búið þá að finna bót við áminstum ann- marka. Eiumitt það kom fram von bráðara. Það kom fram í haust, er Vald. Paul- sen gerði sína miklu og merkilegu um- bót á loftskeyta-aðferðinni. Það mun ekki mega furða sig neitt á því, að hið fjölfróða, óhlutaræga og skil- rfka málgagn, er hér um ræðir, skuli ekki vera farið enn að fræða lesendur sína á þeirri nyung, á loftritnnaumbót V. P. ? Hvernig mundi nú standa á því? Það hefir talið hyggilegra að stein- þegja, ekki einungis um það, í hverju umbótin er fólgin, heldur einnig um hitt, hvert gengi hún hefir hlotið á einu missiri. Að t. d. Bretar einir og Bandaríkja- menn í N.-Ameríku hafa gefið 8—9 milj. kr. fyrir einkarétt fyrir henni þar í landi. Þeirri fúlgu hefir e i 11 fólag sttar- að út fyrir hana, — félagið sem Arm- strong lávarður í Lundúnum stendur fyrir. Þingrof eða frestun. Úr bréfi af Austfjörðum í miðjum marzm. Eg er yður alveg sammála um, að full ástæða og brýn nauðsyn bó að rjúfa þingið og stofna til nýrra kosn- inga, áður en samið er við Danastjórn eða þing um samband íslands og Dan- iiierkur. í rauninni virðist mér þetta svo sjálfsagt, sem nokkuð getur verið. því það getur aldrei verið r a n g t, að leyfa þjóðinni að láta í Ijósi álit sitt á svo afarmikilsverðu máli — hinu langmikilsverðasta máli, sem íslenzkt löggjafarþing hefír átt um að fja.Ha., En það getur verið bæði rangt og skaðlegt, að leyfa henni það e k k i. Hversu vissir sem þeir menn þyk- jast um meiri hluta fylgi, sem vilja halda öllu í sama fari sem nú er, þá er þó yfirlýsing þjóðarinnar sjálfrar enn sterkarisönn- u n en persónuleg sannfæring þeirra. En skyldi þeim nú skjátlast, þá er það — ja, eg veit ekki hvað —, mundi of ríkt að kveðið að nefna það stjórn- arfarslegan glæp, að fyrirmuna þjóð- inni að koma vilja sinum að við þéssar samningaumleitanir ? Eg þekki ekkert það atvik í þing- sögu íslendinga, að þinginu hafi verið jafn-áríðandi að v i t a sig hafa þjóð- ina að bakhjarli, sem þetta, þar með talið ritsímamálið ; þar var að eins um peninga og efnahag að tefla — að vísu í miklum mæli —, en í þessum samn- ingum g e t u r orðið teflt um tilveru þjóðarinnar sem þjóðar, eða henni lagðir fjötrar um fætur til framsóknar síðar, ef slælega er fylgt málstað henn- ar og rétti. Mér finst hér að eins vera um eina kröfu að tefla, ef þing fæst ekki rofið, þá nefnilega, aðengin nefndverði k o s i n til samninga við danska þing- menn, og engra samninga Ieitað um samband ísands og Danmerkur, fyr en eftir a ð næstu reglulegar kosningar til alþingis hafa f a ri ð f ram. Vér höfum beðið lengur, og getum vel beðið 2 ár enn. Og þessi krafa hefir þann mikla kost, að hún g e t u r ekki komið í bága við þann hluta stjórnar og þings, sem telur það fyrirkomulag gott, sem nú er. Eða því skyldi það ekki vera gott í 2 ár, sem er gott og fullnægjandi frambúðar-fyrirkomulag? — 23. tölublað Auðvitað getur það verið stórskaði, að geta ekki notað tækifærið dú til að semja, þegar fremur sýnist blása byr- lega. En svo gæti farið, að betra væri heima setið, ef ekki er alt sem bezt í garðinn búið. Stöðulögin svo nefnd hafa þó þann mikla kost, að tslendingar hafa aldrei samþykt þau, heldur er þeim þröng- vað upp á þá, þau valdboðin; og þá kalla eg ver farið en heima setið, ef væntanlegar samningatilraunir yrðu til að negla þjóðÍDa við þau eða annað lítið betra — ef til vill líka verra —, eins og þegar Alberti negldi þingið, sællar minningar. Vitanlega getur væntanleg samn- inganefnd ekki bundið þjóðina. En yrðu verk hennar vegin og létt fund- in á þingi (1909), þá er alt hennar starf ónýtt, og þeim peningum kastað á glæ, sem varið er til hennar, auk þess sem döusku þingi og stjórn mandi þykja það kynlegt ráðlag, að islenzka þjóðin sendi umboðsmenn til samninga, sem ekki er i samræmi við umbjóð- anda sinn. Og þó er hitt ekki sfður að óttast: áhrif þau, sem nefndin kynni að hafa á næsta þing, þegar hún tæki að kyrja gamla sálminn : að meira sé ekki með nokkru móti fáanlegthjá Dönum, — og gæti þá ef til vill, til áréttingar máli sínu, sýnt boðskap frá dönskum stjórnarhæðum: annað hvort þetts, eða þá a 11 8 ekki neitt! Mannalát. 19. febr. þ. á. andaðist í Marshland i Manitoba Jótt ‘Beriediktsson frá Hólum í Hjaltadal, 68 ára gamall, son- ur Benedikts prófasts Vigfússonar á Hólum og Þorbjargar Jónsdóttur prests KonráSssonar að Mælifelli. Kona Jóns sál. Benediktssonar var Sigríður Hall- dórsdóttir prófasts á Sauðanesi Björns- sonar. Þau hjón bjuggu lengi á Hólum og áttu 5 börn, 4 sonu og 1 dóttur, Sigríði, sem var fyrsta kona W. H. Paulssons 1' Winnipeg, dó hór á landi 1883. Konu sína misti Jón 1884; en 1888 fluttist hann til Vesturheims með sonum sínum, sem allir eru á lífi, bú- settir nálægt Marshland. Þeir heita Benedikt, Halldór, Björn og Gunnai. Jón var einbirni föður stns og þótti hafa verið alinn upp við heldur mikið eftirlæti og orðið fyrir það minna að manni en ella mundi. En góðmenni var hann sagður. Þeir sem druknuðu 8. f. m. á bát undan Jökli með Níels BreiðfjÖrð Gíslasyni Gunnarssonar frá Bíldsey, voru: Torfi Þorgrímsson frá Stykkishólmi, ókvæntur; Guðmundur Jónsson frá St.- hólmi, kvæntur; Kristján Magnússon frá Hjallasandi, ókvæntur; Mattías Mattfasson af Sarðsströnd • og hinn 5. frá Rúfeyjum, sonur Þorláks bónda Bergsveinssonar. Formaöurinn, Níels Breiðfjörð, lætur eftir sig konu og 8 börn. 6. f. m. lézt Jónatan Magnús- s o n skipstjóri t Ólafsfirði. Hann varð bráðkvaddur á heimleið frá Akureyri. Hafði verið ölvaður. 15. f. m. fórst Halldór Guð- m u nd s so n frá Önundarfiröi í snjóflóði nálægt Birnustöðum í Mýrahreppi. Hann var um tvítugt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.