Ísafold - 01.05.1907, Side 2

Ísafold - 01.05.1907, Side 2
106 IS AFOLD Akbrautir og þjóövegir. i. sambandsland, eftir því sem Þingeyingar hafa verið fengnir til að samþykkja. Já, skárra er það nú líka f r e 1 s i ð!! Nú virðist mér ekki illa við eiga, að rifja upp, til samanburðar, Avarp blaðamanna frá 12. nóv. f. á. Þar er ætlast til þess, að Island verði viðurkent frjálst sambandsland Danmerkur með þeim hætti, að í sambandslögum, er Island tekur óháð- an þátt í, verði »kveðið á um það, hver málefni íslands hljóta eftir ástæðum landsins að vera sameig- inleg mál þess og ríkisins«. Eins og allir menn sjá, ætlast Avarpsmenn ekki til þess, að nein önnur mál verði sameiginleg en þ a u, er h 1 j ó t a að verða það. Og þar sem ekki er ætlast til þess, að hliðsjón sé þar höfð á neinu öðru en ástæðum landsins, þá liggur það í hlutarins eðli, að þegar ástæður landsins breytast, þá áskiljum vér oss jafnframt rétt til þess að breyta samn- ingunum. Eitt einfalt dæmi nægir til skýring- ar. Það hefir þann kost, að þar er að tefla um hlunnindi á báða bóga. Gerum ráð fyrir, að vér komumst að þeirri niðurstöðu, að oss sé of- vaxið um sinn að hafa löggæzlu í landhelgi. Vér viljum semja við Dani um hana. Danir segja: Ekki förum við að verja landhelgina fyrir okkur sjálfum. Það væri fráleitt og hlægilegt. Við verðum þá að eiga rétt á sömu land- helgisnotum eins og þið. Gott og vel, segjum við. Þá semj- um við um þetta. — Þessi mál hljóta pá ejtir ástœðurn landsins að vera sam- eiginleg. Nú vex auðmagn hér í landinu. Oss er ekki framar nein nauðsyn á strandgæzlu Dana. Vér erum færir um hana sjálftr. Vér tökum hana að oss. Og samningurinn um landhelg- ina nær þá ekki lengra. »í öllum öðrum málum* (en þeim, er hljóta eftir ástæðum landsins að vera sameiginleg) »skulu Islendingar vera einráðir með konungi um lög- gjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konung í ríkis- ráði Dana«, segja Avarpsmenn enn fremur. Hér er girt fyrir allan vafa, allar deilur eftir á um stjórnarafstöðu vora til Danmerkur. Hér er engin þoka. Þetta er að vera frjálst sambands- land. Og hvað sem úr þessu verður dreg- ið, getur Island ekki orðið frjálst sam- bandsland. Sumir hafa verið að lá þeim mönn- um, sem haldið hafa uppi umræðum um sambandsmál vort í vetur. Ein- hver undra-hyggindi eiga að ' hafa ver- ið í því fólgin að þtgja, að skýra málið ekkert fyrir þjóðinni, og að láta Dani vera sem allra-ófróðasta um það, hvað fyrir oss vekti. Já, skárri hefðu það nú verið hygg- indin líka! Fundarályktun Þingeyinga sýnir, hvort með öllu er vanþörf á að skýra málið. Þar nyrðra er sýnilega þokan svört. Og sennilega er hún það víðar. Eg er að hugsa um, hvernig á henni stendur. Engum ætla eg nokkura hvöt til þess að vilja gera ættjörðu sinni tjón. Hvernig vikur því þá við, að Þíng- eyingar geta gert aðra eins ályktun um sambandsmál vort? Mér finst að það muni stafa af því, að eftir þetta áratuga skraf um »sérmál« vor hafa svo margir mist sjónar á þvf, að öll mál, sem koma þessu landi við, eru vor mál. Svo framarlega sem vér erum sérstök, frjáls þjóð, þá eru þau í eðli sínu öll sér- mál vor. Sama verður uppi á teningnum, ef litið er á málið í ljósi sögunnar. Eftir Gamla-sáttmála var ekki nema eitt sameiginlegt mál til: konungur. Og eftir Gamlaisáttmála voru landsmenn lausir allra mála við hann, ef hann hélt ekki samninga sína við þá. Svo konungssambandið var líka í raun og veru sérmál. Ef vér semjum um að fela Dönum einhver mál vor, og ef vér semjum um að veita þeim einhver hlunnindi eða þiggja einhver hlunnindi af þeim, þá eigum vér alls ekki að líta á það sem sameiginleg mál. Það gerir ekk- ert annað en að villa. Og það er alveg rangt. A alt slíkt eigum vér að líta sem vor mál, er vér höfum samið um við Dani. Annað er það ekki. Með slíkum hætti þyrfti ekki Nýi- sáttmáli að verða lakari en Gamli- sáttmáli. Og það væri svívirðing, ef hann yrði það. Með slíkum hætti yrðum vér frjáls sambandsþjóð. En með engum öðrum hætti. E. H. Ingólfsmyndiu. Kaupmaður Thor Jensen (Godthaab) gefur allan pappa á Ingólfshúsið, þetta sem á að hafa um hlutaveltu til ágóða fyrir Ingólfsmyndina, — utan húss og innan, og allan farfa á það innan húss. Skrifað er ísafold frá Khöfn 16. f. mán., að Einar Jónsson vinni af kappi að Ingólfsmyndinni. »Hún verður all- mikið bákn, 6—7 álnir á hæð«. Viðsjál umboðsmenska. P. J. Thorsteinsson kaupmaður frá Bíldudal lögsækir Salomon Davidsen stórkaupmann í Khöfn um 70,000 kr., er hann hafi átt að draga sér ranglega í umboðssöluviðskiftum þeirra um mörg ár undanfarin, einkum fisksölu til Spánar. f>eir kváðu eiga helming í þeirri kröfu móts við hr. P. J. Th., Geir Zoéga og Th. Thorsteinsson kaup- menn í Reykjavík. Málið er rekið fyrir verzlunardómi og farmanna (Sö- og Handelsretten) í Khöfn. Lagamenn kváðu fullyrða, að málið fari aldrei svo, að Salomon Davidsen verði ekki gerð 30,000 kr. skaðabóta-útlát í minsta lagi; þau muni verða eitthvað þar í milli og 70 þús. Sal. Davidsen þessi mun hafa rekið umboðssölu fyrir fleiri íslenzkar verzl- anir, sem er ekki ólíklegt að vakni við og hreyfi sig eitthvað, ef dómur félli á hann í þessu máli. Landsverkfræðiugur Jón þorláksson hefir samið mikið fróðlegt yfirlit yfir ástand flutningabrauta og þjóðvega, eins og það var í fyrra, og tillögur um vegagerðir á þeim; og fylgir þetta yfirlit hinu nýja vegalagafrumvarpi stjórnarinnar. Hér er samdráttur úr þeirri ritgerð, með frábreyttu orðlagi þó víða, fyrir stuttleika sakir eða annars. A kbrautaskrá. Verkfræðingurinn telur þær upp, akbrautirnar, sem nú eru lögboðnar og fyrirhugaðar, tíu að tölu. Hann segir þær vera 375 rastir (km.), sama sem tæpar 50 mílur danskar eða 10 þing- mannaleiðir. f>ví 1 röst (km.) er sama sem 2/15 mílu; 30 rastir sama sem 4 mílur. Hann leggur nú til, að við sé bætt rúmum 20 röatum; og keniur sú við- bót þann veg fram, a ð ný akbraut sé lögð um Grímsnes frá Ingólfsfjalli upp að Geysi, a ð Holtaveginum (f>jórsá — RaDgá ytri) sé bætt við ak- brautirnar, en a ð Geysisvegur frá f>ingvöllum 8é úr feldur. f>á yrði akbrautaskráin sem hér segir: 1. Borgfirðingabraut .... 2. HúnvetDÍngabraut .... •• 39.6 - 3. Skagfirðingabraut .... •• 25.6 - 4. Eyfirðingabraut •• 26.0 - 5. f>ingeyingabraut •■ 37.6 - 6. Fagradalsbraut .. 35.0 - 7. Austurbraut .. 96.0 8. Bakkabraut ,.11.0 “ 9. Grímsnesbraut ..56.0 - 10. fúngvallabraut •• 36.5 - Samtals 396.7 — eða hér um bil 53 mílur. Borgfirðingabraut (1) byrjar 3 röst- um fyrir ofan Borgarnes, við vegamótin þar, Iiggur yfir Norðurá hjá Stafholts- kastala, yfir f>verá á Lundahyl og á þjóðveginn rétt fyrir norðan Kláffoss- brú. Húnvetningabraut byrjar við brygg- juna hjá Blönduósi og endar vestan við Víðidalsá hjá Steinsvaði; liggur yfir Vatnsdalsá hjá HDausum. Skagfirðingabraut milli Sauðárkróks og þjóðvegarin8 fyrir neðan Víðimýri, yfir Sæmundará neðan við Geirmund- arstaði. Eyfirðingabraut frá Akureyri fram að Saurbæ. þingeyingabraut frá flúsavík að Einarsstöðura. Fagradalsbraut frá Búðareyri við Reyðarfjörð upp að Egilsstöðum. Austurbraut (7) er akvegurinn frá Reykjavík austur yfir Rangá ytri. Bakkabraut er vegurÍDn frá Selfossi ofan á Eyrarbakka. Grímsnesbraut frá Tngólfsfjallí um Grímsnes upp að Geysi þingvallabraut frá vegamótum hjá Geithálsi austur að fúngvöllum. f>essar 3 brautir, sem hér eru síð- ast taldar, kvíslast allar út úr Aust- urbrautinni. (ísafold ber ábyrgð á öllum brautar- nöfnunum, nema 6. og 10. tl. Verk- fræðingurinn táknar hina vegarkaflana öðruvisi). Af þessum 396 röstum eða 53 mfl. um heldur verkfr. að lokið muni 171 röstum eða 23 mílum í þ. á. lok (1907). f>á eru eftir 225 rastir eða 30 míl- ur, er hann gizkar á að muni kosta 9/10 noílj. eða 900 þús. kr. og hugsar sér lokið við á 10 árum. f>ar eru með- taldar í þeim kostnaði brýr á stórár allar á akbrautaleiðinni: Norðurá og f>verá f Borgarfirði, Víðidalsá, Vatns- dalsá, Ytri Rangá og Brúará f Biskups- tungnm (á Grfmsnesbrautinni). Húnvetningabrautin verður dýrust hinna ólögðu akbrauta, 210 þús. kr.; þá Grímsnesbrautin 175 þús. kr., en Borgfirðingabraut og f>ingeyingabr. 135 þús. kr. hvor. Tvær akbrautir vill verkfr. láta vera í fyrirrúœi, með því að byrjað er á þeim fyrir nokkru og sú byrjun kem- ur eigi að tilætluðum Dotum fyr en brautunum er lokið eða því sem næst. f>að er Borgfirðingabrautin og Fagra- dalsbrautin. f>á nefnir hann til kaflann frá Rauða- læk í Holtum austur yfir Rangá ytri, og því næst f>ingeyingabrautina, sem standi til að verða flestum að notum tii kaupstaðarflutninga, en þeir séu kostnaðarsamir mjög í því héraði. Af framantöldum 10 lands-akbraut- um eru f>ingvallabraut og Bakkabraut fullgerðar, og Austurbrautin, sem er þeirra langlengst, nærri fullgerð — vantar að eins nokkuð í Holtunum. Borgfirðingabrautin er tæplega hálf- nuð eða verður í haust; búnir 2/3 at Eyfirðingabraut og 2/6 rúmir af Fagra- dalsbraut. En ekki byrjað á hinum. Botnvörpungarnir íslenzku.. Marz (Hjalti Jónsson) kom inn í í vikunni sera leið með frek 30,000' af vænum fiski yfirleitt. Jón forseti (Halldór f>orsteins- son) kom á sunnudaginn (28.) með 25—30 þús. Hann er búinn að fá síðan vertíðarbyrjun sem svarar um 800 skpd. af verkuðum fiski. f>að mun vera milli 50 og 60 þús. kr. virði. Mælt er, að ársútgerðin, ásamt vöxt- um af skipsverðinu m. m., muni kosta 110 þús.; og má kalla vel að verið, að hafa fengið helminginn af því á nál. 2 mánuðum. f>riðji botnvörpungurinn ízlenzkij, C o o t í Hafnarfirði, kvað hafa verið búin að afla alls um 50 þús., er hún kom inn síðast; og mun það vera engu lakari árangur að tiltölu, með því að hún er svo lítil í samanburði við hina- og útgerð að því skapi kostnaðarminni- • I ------ Ósvikið framlag. Orð er á því haft um þessar mundir, og ekki um skör fram, hve drjúgt og vel Húnvetningar hafi lagt til lækna- stéttarinnar (slenzku, er 5 af 7 höfuð- staðar embættislæknum vorum eru það- an upp runnir: Guðmundarnir 3, Sæ- mundur Bjarnhéðinsson og f>órður Sveinsson, og — allir bændasynir;, hinir 2 eru þ a ð Hka, Björn Ólafsson og Mattías Einarsson. Mundu slíks gerast mörg dæmi ann- arsstaðar, að almúgamenn í einu hér- aði legðu til á sama tíma jafnstóran skerf í eina embættisstétt lands sins og ekki kostarýrari en hann er yfir leitt ? i K onungsmyn din. Með síðustu ferð er ísafold skrifað frá Khöfn, að umboðsmaður nefndar- innar ætli að láta prófessor Bissen dæma um sýnishornið að henni, sem þeir ætla að gera að fyrirlagi nefnd- arinnar, Einar Jónsson og Kai Nielsen,. og þykir ekki sennilegt, að próf. B. fari að leggja á móti landa sínum, né heldur hitt, að nefndin fari að verða á öðru máli en hinn mikli danski prófessor. Einar er nú byrjaður á sínu sýnis- horni, segir bréfritarinn.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.