Ísafold - 09.11.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.11.1907, Blaðsíða 1
SCemur út 'ýmist sioa siani eJ5a visv. i vikn. Verð érg, (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eOa l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fraœ). Öppsögn (skrifleg) bundin riO iramót, ógild nema komis sé til itgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus viCJ blaðið, Afgreiðsla Austurstrœti 8■ XXXIV. ar Reykjavík laugardagmn 9. nóv. 1907. 71. tölublað Erlendar ritsimafrettir til ísafoldar frá R. B. Kh. 6. nóv. Landeígnarhelgi Noregs. Frakkland og Egland hafa numið úr gildi nóvembersáttmálann, er til Nor- egs kemur. Utanrikisráðgjafinn norski hefir eftir það undirskrifað nýjan sátt- mála við sendiherra Þýzkalands, Eng- lands, Frakklands og Rússlands um landeignarhelgi Noregs. Þingkosningar á Rússlandi. Kosningum á fulltrúaþingið í Péturs- borg er hér um bit lokið. Hið nýja (þriðia) þing verður mj'ög stjórnsinnað. Kh. 7. nóv. kl. 47» sd. Bankavaxtahækkun enn. Englandsbanki hefir hcekkað vexti upp í 7 af hundraði. Frakklandsbanki hefir hœkkað þá úr gi/2 upp i 4 af hundraði. Peningadýrleikinn hefir valdið mnrgu alvarlegu verzlunarhruni og verksmiðja í Sviþjóð. í Ameriku virðist vandrœðakreppan vera búin að nokkru leyti. Minning Gustaf Adolfs. Kapella Gustaf Adolfs í Liltzen var vigð í gœr með miklum hátiðarbrigðum. Vínsölubann i Þórshöfn. Samþykt hefir verið í Þórshöfn (Fær- eyjum) með 440 atkv. gegn HO, að banna þar sölu og veiting áfengra drykkja. * * * Nóvenibersáttmálinn, sam hér er á minst, var gerður 25. nóv. 1855 milli Svía konungs og NorSmanna annars vegar, en Breta og Frakka hins vegar, í ót'riSi þeirra vesturríkjanna við Rússa (KrimstríSinu). Konungur skuldbatt sig 'þar að sleppa ekki við Rússa nokkurri þúfu af landeign sinni, hvorki í landa- skiftum nó aðra leiS, nó heldur gras- nytjum né fiskiveiðum né öSrum rótt- indum á sjó eSa landi. Þar í móti hétu vesturríkiu Svíum og Norðmönnum liði sínu, ef Rússar gerðu tilkall til ein- hverra slíkra réttjnda eða gengju á þeirra hlut. Nokkur vafi lék á því, hvort sátt- máli þessi væri enn í gildi eftir skiln- aðinn með Svíum og Norðmönnum. Svíar þóttust orðnir einir aðnjótandi allra réttinda eftir honum, en Norðmenn hefðu fyrirgert þeim með skilnaðitmm ■ Nú hafa Norðmenn leyst þann vanda svo, sem hraðskeytið hermir: sagt sund- .ur sáttmálanum, en gert nýjan sátt- mála jafngóðan ekki einungis við vest- urríkin, heldur einnig bæði Þýzkaland og Rússland. Þessi bankavaxtahækkun í Englands- banka mun vera mjög svo fágæt, og .það þetta mikla stökk: úr S1/^ upp í 7, en mjög skömmu áður annað stökk gert ’þar, úr 4J/2 upp í ö1/^ Sömuleiðis tmjög fáheyrt, að Frakklandsbanka vext- ;ir komist þetta hátt, þótt ekki só mik- ið í samanburði við hitt. Færeyingar fengu ný áfengislög í vor sem leið, þar sem meðal annars kjósendum í hverri sveit eða bæjarfé- lagi er fengið í hendur atkvæði um það, ihvort selja megi eða veita áfenga drykki. ÍBæjarbúar í Þórshöfn hafa nú unnið sór mjög til sæmdar og frægðar með því að banna þar áfengi nær í einu hljóði. Miljónafélagiö nýjasta og danskur fiskiútvegur. Um miljónafélagið nýjasta heyrast nú engar frekari sögur. þó telja kunnugir eugau efa á því leika, að það komist á. það eitt ófull- séð enn, hve stórt það ríður úr hlaði. Mætti geta til, að hin fádæmamiklu peningavandræði erlendia kynnu að hafa gert því einhvern tálma eða töf í svip eða að sinni. þeir eru sjaldnast óðara af baki dotnir, Bretar, þótt fyrir þeim verði steinn í götu fyrsta sprettinn. það eru Danir, sem þykja eiga það heldur að sér. En vera má, að þeir fari nú að taka upp annað lag. Hann hafði gengið ekbi vel, hinn nýi útvegur mikla mannsins í Esbjærg, sem hingað kom í sumar í för með konungi, konsúls Lauritzens. Hann Bendi hingað í vor 6 nýjar fiskiskútur, er mikið orð fór af, þegar þær voru að leggja á stað heiman að. f>ær áttu svo sem að nhjálpa við« sjávarútvegin- um »þar uppi«. þær komu heim að áliðnu sumri mjög lítt fiskaðar, og kunnu þau tíðindi að segja og fyrir sig að bera, að þær væri of smávaxn ar í sjó að leggja hér. f>ær kváðu hafa verið rétt á borð við vestfirzku skúturnar, er þar hafa fiskað margt ár og oft mætavel. Enda ganga þær sögur af þeim vestra, hinum dönsku sægörpum Lauritzens þessa, að þeir hafi vel flestir kunnað engu miður við sig inni á höfnum við veigar og aðra gleði en að draga lóð á djúpmíðum. En missagnir geta það vel verið. Einum 8bipstjóranna fer þó orð af, að hann hafi verið vel stundull og ötull. Enda hafi veitt drjúgum til jafns við hina alla eaman lagða. Afiinn sagður allur lítið á annað hundrað skpd, sem mundi samsvara 7—8 þús. kr. Og mun það skamt hrökkva fyrir útgerðar- bostnaðinum. En frægir urðu þeir kappar, er heim kom, fyrir þá norður- pólsför! Blöð fiuttu myndir af þeim og lofsamlega æfiþætti. f>au kunnu og frá að segja allmerkilegu veiðarfæri, er þeir hefðu notað: geysilöngum taumum með önglum á hér og þar og á þeim fiskbeitu. Er svo að sjá, sera þeir ímyndi sér, að það »kljádýr« hafi íslendingar aldrei séð, og fundist mik- ið til um. Talið líklega fiskiútveg sínum stórmikla viðreisnar von að þeirri »bræðraþels«-nýlundu. En hann kvað alls ekbi vera af baki dottinn fyrir þetta, Lauritzen sá, heldur hafa nú ráðið sér íslenzkan erindreka eða yfirumsjónarmann yfir væntanlegum útveg sínum hér, og hafi sá þegar keypt fyrir hann einhver ver- gögn suður á Miðnesi, þar með frysti og fshús, — ef ekki víðar. Gufuskipin. S t e r 1 i n g (Em. Nielsen) kom til Khafnar í fyrra dag. HafSi verið að eins rúma 8 sólarhringa hóðan og komið þó við bæði í Leith og Kristjánssandi. Vesta var ókomin í gær til Isa- fjarðar. S k á 1 h o 11 var í fyrra kveld á Pat- reksfirði. Hólar voru í gærmorgun í Yest- manneyjum. L a u r a kom á mv>. vestan að með fjölda farþega. Fer á morgun út. Einar Hjðrleifsson hefir ferðast í sumar og haust víða um íslenzku nýlendurnar í Cauada og Bandaríkjunum nyrztu, flutt fyrirlestra og lesið sögur eftir sig. Honum hefir verið hvarvetna vel fagnað og mikill rómur gerður að máli hans. Lesturinn snild, sagan ágæt, — segir í Lögb. 3. f. m.; þá hafði hann lesið kafla úr hinni nýju sögu, er har.n hefir 4 smíðum (Of- urefli). Fyrirlestrarnir voru tveir, annar um andlegar frelsishreyfingar hór á landi, en hinn um frelsiskröfur vor íslendinga. Þess hefir verið getið í íslenzkum blöðum, að hann het'ði farið eða ætlað að fara vestur að Kyrrahafi. En það er ekki rétt. Hans er von heim hingað fyrri part vetrar. Mannalat. Hinn 30. f mán. varð presturinn að Stað í Steingrímsfirði, H a n s Hallgrím- ur J ó n s s o n, bráðkvaddur þar að heimili sínu, rúml. fertugur að aldri. Hann var fæddur 24. nóv. 1868 að Staðastað, sonur Jóns Sveinssonar (próf- asts Nfelssonar) bróður Hallgríms bisk- ups, og konu hans Elinborgar Hans- dóttur Hoffmanns, sem lifir enn, en Jón dó 1868. Síra Hans heit. útskrifaðis úr latínuskólanum 1888 og af prestaskól- anum 1890, með I. eink. Vígðist að Stað í Steingrímsfirði 1892. Hann var kvæntur Ragnheiði Magnúsdóttur bónda á Hrófbergi, er lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra mjög ungum. Síra Hans heit. var maður fáskiftinn ogyfir- lætislaus mjög, enginn atkvæðamaður í embætti nó utan, en tryggur og vin- fastur. Jón Valdason, bóndi í Skólabæ, er hór andaðist 28. f. m., komitin yfir sextugt, var mesti iðjumaður og ráð- vendnis. Lætur eftir sig ekkju og 1 dóttur barna, vart tvítuga. Bergþóra Jónsdóttir heit. Arasonar frá Skálholtskoti og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur, en kona Guð- brands Eiríkssonar í Stöðlakoti, er lózt hér i fyrra dag, varð bráðkvödd, var vel metin og vel greind röskleikakona. Meðal barna þeirra hjóna er ungfrú Ingibjörg leikfimiskennari. Veðrátta. Rigningartíð yfirleitt þessa viku, með 8—9 stiga hita að morgni þrd. og mvd., en síðan við frámark. Bjart veður og fagurt í dag, við norður. Kafaldsfjúk norðanlands, með 3. stiga frosti á Blöndu- ós og Akureyri, og 5 stiga á Grímsstöð- um á fjöllum. (Landssíminn er tekinn til að birta veðurskeyti frá þeim stöð- um og Seyðisfirðl). Málmnámið. Gull og aðrir málmar. Nú hefir gull fundist í tveimur sýn- ishornum, er náðst hefir í þessa dagana, annað á 119 fet og hitt á 124 feta dýpi í Vatnsmýrinni. Það er viðlíka djúpt og þar sem það fanst fyrst í hitt eð íyrra, og þó all- langt þaðan, 20—30 fet. Má það heita merkileg tilviljun, ef hizt hefir í sömu örmjóa æðina. Hitt virðist öilu líklegra, að gullið liggi þarna ekki í örmjóum æðum, heldur öðru vísi, og þá öllu líklegra til arðs eða ávinn- ings. En ekki er enn leyst úr þeirri spurn- ingu, hvort gull þetta er nokkurs virði, þ. e. hvort svo er mikið um það, að nokkurs ábata sé von á því að grafa eftir því, — grafa regluleg námugöng niður til að ná því. Þvf svo slysalega hefir til tekist um rannsóknaráhöldin, jarðborinn aðallega, að hann hefir verið valinn af því tægi, er mylur það sem fyrir verður, í stað þess að hafa hann hins vegar: að hann taki það upp í kólfum, alveg eins og það liggur í jörðinni. Nú verður því að dæla upp mulninginn úr nafarhol- unni með vatni og rannsaka síðan þá blötidu. -i eð því að gullið er málma þyngst, getur það einmitt orðið eftir í holunni, er annað næst upp, — örsmá gullkorn. Borinn er nú kominn 136 fet í jörðu niður, og hefir hitt þar fyrir afarhart grjótlag eða málms. Engu minna í varið en gullfundinn er þetta zink, sem fundist hefir, og það ekki færri enn 3 lög af því, jafnvel allhreinu. Þvísvo segja málmnámsfræð- ingar, að þar sem zink finnist í jörðu, bregðist aldrei, að eitthvað sé þar um aðra málma. Og þó að svo væri ekki, þá er zinkið tómt harla mikils virði, enda svo um það sem aðra málma, að gull er þeim ekki hóti mætara, ef minna hefst upp úr að nema það en þá. Fá- ist 100 kr. virði í zinki eða kopar úr 1 smálest af grjóti eðx leir með jöfnum tilkostnaði og 50 kr. virði í gulli, sjá allir, að meiri er ábati í þeim hinum ódýru málmum en því. Hór er í stuttu máli enn óráðin gáta eða tæplega hálfráðin, h v o r t þeir, sem lagt hafa fé og fyrirhöfn í Vatns- mýrarmálmleitina, hafa upp úr því hlaup en ekkert kaup, e ð a hór bólar á vísi nýrrar mikils háttar auðsupp- sprettu, sem getur gjörbreytt högum og horfum höfuðstaðar vors og meira að segja landsins alls. Enskum botnvörpung hafði hlekst á rétt fyrir utan leguna á Sauðárkrók núna á miðvikudaginn, í bálviðri. Vélarbátur úr kauptúninu fór út að bjarga fólkinu, og náði skip- verjum öium, en komst ekki með þá að landi, heldur hrakti undan og hafði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.