Ísafold - 30.11.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.11.1907, Blaðsíða 1
^emur út ýmist einu sinni eða vísv. í viku. Verð úrg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða i‘/9 doll.; borgist fyrir miðjan jnlí (erlendis fyrir fram). öppsögn (skrííleg) bundin við áramót, ógild nema komm sú til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við blaðið. Afgreiðsla Ausiurstrœfi 8, XXXIV. arg. Heykjavík laugardaginu 30. nóv. 1907. 74. tölublað + Árni B. Thorsteinsson f. landfógeti andaðist í fyrri nótt, eftir nokkurra vikna legu, nær áttræður að aldri, f. 5. apríl 1828, sonur Bjarna amtmanns, konferenzráðs Þorsteinssonar (f 1876) og konu baus Þórunnar Hannesdóttur biskups Finnssonar. Hann útskrifað- ist úr Reykjavíkur lærða skóla 1847, varð kandidat í lögum 1854, sýslu- maður i Snæfellsnessýslu 1856—1861, landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík 1861 —1874, er hann var losaður við bæjarfógetaembættið, og eftir það land- fógeti eingöngu til 1904, er það em- bætti var lagt niður, — alls 43 ár. Hann var og lengi konungkjörinn al- þingismaður, og mörg ár forseti í efri deild. Hann var kvæntur (1861) frænd- konu sinni Soffíu Hannesdóttur kaup- manns Johnsen, er lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra: Hannesi cand. jur. og bankaritara, Arna ljós- myndara og tónskáldi, Bjarna, og Þór- unni, konu Franz sýslumanns Siem- sens; önnur dóttir þeirra, Sigríður, er dáin fyrir nokkrum missirum, var gift Páli sýslumanni Einarssyni. Arni heit. landfógeti var alla tið orðlagður reglumaður og iðjumaður við embættisstörf, vitmaður og prúð- menni í allri framgöngu, ástríkur eig- inmaður og heimilisfaðir, valinkunnur og mikilsvirtur sæmdarmaður i hvi- vetna. Brezkur konsúll á íslandi er skipaður Þórshafnar- konsúllinn í Færeyjum, Woodhouse, og kvað eiga að sitja þar eftir sem áður, en hafa hér í seli um hásumar- timann eða skreppa hingað við og við. ísland á með öðrum orðum að verða að því leyti til færeysk hjáleiga! Svo kvað eiga að gera einhvern ís- lending hér að varakonsúl, launalaus- um og án skrifstofukostnaðar; og er ósennilegt, að nokkur íslendingur fari að taka það að sér, fyrir »upphefðina« tóma og einkennisbúninginn. Lagastaðfestingar. Lögin öll frá alþingi í sumar, 71 að tölu, kváðu hafa verið borin upp í rikisráði og staðfest 22. f. mán. Valurinn danski, herskipið, hélt á stað heimleiðis i fyrra dag, en en er væntanlegur aftur í janúarmán. með nýjan yfirmann og nýrri skipshöfn. Amundsen höfuðs- maður hefir getið sér allgóðan orðstír hér; verið fretnur vel veiðinn á botn- vörpunga-illþýðið. Samdrattur Lsleiidingfa vestan hafs og austan. Beinni og greiðari samgðngur. II. (Siðari kafli). Gagnið að þeim væri ómetanlegt. Fyrst kipt burt þeim hitium nær ókleifa þröskuldi, sem vestanmenn eigi yfir að stíga, er komast vilja heim hingað. Nú er svo um búið, að leiðin vestur er allgreið og furðu-ódýr, fyrir þá er vestur flytja sig búferlum eða vistferlum. Allir leggjast á eitt, stjórnendur ríkjanna vestan hafs og flutningafélögin miklu, að laða menn þangað, til að byggja landið og vinna þar, en gera að því skapi örðugt fyrir að hverfa aftur heim til átthaganna. Það er þrefalt eða fjórfalt dýrara og að því skapi vafningasamt. Með beinum skipaferðum milli ís- lands og Canada (Quebec eða Monfr- eal) mundi ferðin jafndýr báðar leiðir og jafnfljót, ekki lengri en nú gerist milli Reykjavíkur og Khafnar, sem íslendingum er tíðfarnast. Tíðar milli- ferðir og reglulegar, t. d. x sinni á mánuði rneiri hlut árs, mundu gera mönnum jafnhagkvæma alla tíma árs til austurfarar, eftir peirra hentug- leikum, — eftir því einkanlega, hvenær þeir hefðu losað sig við eigur sínar vestra, er fara ætluðu alfarið, í stað þess að þurfa að sæta nærri tiltek- inni ferð á afmörkuðum tíma. Það mundi vitaskuld jafnframt greiða fyrir vesturförum heldur en hitt. En það er tóm heimska að láta sig neinu skifta. Fyrir þeirn er greitt og mun verða greitt nógsamlega hvort eð er. Enda ættum vér að vera upp úr því vaxnir, að vilja leggja nokkurt haft á jafn-frumleg mann- réttindi og farfrelsi er og vistfrelsi. Þá væri og ekki minna varið í fyrir oss þá hina mörgu, sem hugs- um eigi til vistferla vestur um haf, að eiga jafnhægt með að skreppa þangað kynnisför eins og nú til Dan- rnerkur, — kynnisför til landa þar og kynnisför á fund þarlendra manna og að skoða Vesturheim, eitthvað af honum, kynnast með hægu móti heimsmemfingarlífinu þar og öllum fráinförunum. Mundi vera nfinna i það varið en að skoða þetta gamla brot af heiminum, þennatx gamla afkyma, sem nefnist Danmörk, eða aðallega þann litla blett af henni, sem heitir Kaupmannahöfn ? Eða gerum ráð fyrir, að heldur færi úr þessu vaxandi en þverrandi sú fýsn ungra manna, að bregða sér út fyrir pollinn nokkur missiri til að afla sér einhverrar mentunar, einkum verklegrar, og hverfa síðan heim aft- ur til þess að vínna ættjörðinni gagn, verða henni nýtari menn eftir en áður, mundi þá Ameríka vera síður til þeirra hluta fallin en Danmörk eða Noreg- ur, — Ameríka með sinn urmul af skólurn og mentastofnunum, hagfeldum verklegum mentastofnunum, þar semer þar á ofan alsiða, að námsmenn vinni á sumrum fyrir skólavistinni á vetrum ? Þá eru ótalin verzlunarviðskiftin, sem hægt er að hafa milli Amerikn og Islands með vissum ferðum. Vér þörfnumst vestan að fóður- kornsbirgða, hveitis og haframjöls, og þar næst trjáviðar. Þetta mundum vér fá alt ódýrara þann veg, beina leið og millimannalaust, og trjáviðinn betri miklu en hinn norska. Loks ails konar vinnnvélar. Þar í móti getum vér látið alla vora uli, unna og óunna, og alla þá síld, er vér getum aflað hér. Bezti mark- aður fyrir það hvorttveggja vestra. Enn fremur rnundi vel verkaður harð- fiskur seljast prýðisvel rneðal landa í Ameríku, alt fram undir 150 kr. skpd. að kunnugra sögn. Um eina þessara vörutegunda, féðurkornið (mais o. fl.), veltur á svo miklu, að nógu ódýrar birgðir af því fyrir alt landið mundi koma búpen- ingsrækt hér á landi í hinn mesta blóma og gera búpening vorn fulltrygga eign, hvernig sem áraði; en ótrygð þeirrar eignar hefir staðið efnahag landsbúa fyrir þrifum framar flestu öðru. En eru beinar samgöngur kleifar? Þær stytta vanaleið héðan til Can- ada hátt upp í helming. Vanaieiðin er fyrst til Englands og þaðan til Canada (Quebec). Sú sjóleið hvor- tveggi samanlögð mun vera um 900 vikur sjávar, en milli Reykjavíkur og Quebec tæpar 500 vikur. Þar við bætist þetta, að skifta urn skip á Eng- landi, oftast með töluverðum flutn- ingi eða ferð á landi. Sjóleiðin til Ameríku héðan beint, t. d. vestur i Fagureyjarsund, milli Nýfundnalands og Labrador, má heita alveg jafnlöng sjóleiðinni beint til Khafnar. Þá er eftir þriðjungur leið- ari, rifur þó, en það er innfjarða leið og elfar. Hví skyldi vera ókleift að kornast þetta ? Fjögurra sólarhringa ferð er nú algeng á millilandagufuskipum vorum beint milli Leith og Reykjavíkur, ekki hraðskreiðari en þau eru. En það samsvarar hér um bil 5 lj2 sólarhr. beint milli Rvíkur og Khafnar ogj 9 sólarhr. héðan til Quebec. Mundi það þurfa að vaxa mjög i augum, að vera viðlíka lengi og jafn- vel skemur þó rnilli Rvíkur og Quebec en nú er alvanalegt að vera milli Rvíkur og Khafnar? Líklega mundi Montreal verða höfð á sumrum fyrir endastöð, til að stytta sér landleiðina, á járnbrautum; en þangað er x/2 sólarhr. lengra. Þar er lagnaðarís á vetrum að jafnaði. Þetta er alt þrekvirkið. Það mun engin bera upp í sig, að leiðin, sem Leifur hepni fór á opnu skipi fyrir rúmum 900 árum, og það meira að segja frá Norvegi, sé nú ófær gufuskipi t. d. á v.;?< Vestu eða Ceres. Ætti þó helzt að vera svo sem þriðjungi stærra, og að vera eign landa vestan hafs og austan í sam- lögum. Er það ókleift? Eða þá að leigja slíkt skip? Það yrði vitaskuid miklu dýrara. Yrði lítið fyrir skipið að gera á vetrum fyrir oss, gæti það verið í flutningum annarsstaðar. Sömuleiðis ef það hefði lítinn flutnir.g .héðan vestur. Þá er ekki annað er. fá sér flutning til Englands eða Spánar. Eitt rnundu þær gera, slíkar beinar ferðir rnilli íslenzku bygðanna vestan hafs og austan, ásamt þar meðfylg- jandi viðskiftum: þær mundu bæði losa um tjóðurhælinn danska í hugum manna hér, og venja ónefnda þjóð af að hugsa til mjólkurbelju hve nær sem á oss er minst, — ef enn kynni að eima eitthvað eftir af þannig vöxnu »bræðraþeli«. Það væri ekki einkis virði. V atnsmýrarmálmleitin. Borinn kominn nú 220 fet niður. Hitti þar fyrir hart lag aftur, eftir mikla mýkt. Og er nú hætt að bora að sinni. Þarf vitaskuld að grafa gíg niður, með á að gizka 20—30 þús. kr. kostnaði. Fyr er ekki hægt að vita, hvort eigandi er við málmnám þarna eða ekki. Einar Hjörlelfsson er væntanlegur heim vestan um haf á Ceres í dag eða á morgun. Fyrirlestrum hans og skáldsöguflutn- ingi hefir veriS tekið forkunnarvel með- al landa vestra, í Canada og Bandarík- jum. Lárus Sigurjónsson hefir ritað langa grein í Lögberg 10. f. mán. um lestur hans á hinni óprentuðu sögu O f u r e f 1 i þar í bænum þá fyrir fám dögum, kafla úr henni, og lýkurhinu raesta lofsorði bæði á söguna sjálfa og þáeigi síður á flutning hennar. Heiðurssamsæti hólt stjórnar- nefnd Lögbergs hr. E. H. 28. f. mán. að heimili J. J. Vopna, veglegt gesta- boð og hið prýðilegasta í alla staði. Forseti Lögbergsfélagsins, T. H. Johnson þingmaður, stýrði samsætinu. Sigtrygg- ur Jónasson þingmaður mælti fyrir minni íslands og W. H. Paulson fyrir minni Canada. Fyrir þeim minnum báðum voru sangin kvæði eftir E. H., — áður kveðin. M. Paulson flutti aðalræðuna, fyrir minni heiðursgestsins, en hann þakkaði og fór einkarhugðnæmum orð- um um viðtökurnar vestra og sóma þann er sér væri sýndur. Blaðið telur heimboð þetta hafa verið eitt hið ríkmannlegasta, rausnarlegasta og skemtilegasta, sem haldið hafi verið með íslendingum þar vestra á síðari árum. — Samsætismenn voru um 60. Farþegar hingað á Sterling um dag- inn voru 16 alls, þeirra á meðal Sigurður Magaússon læknir (bróðir Jóns Magnússon- ar skrifstofustjóra), frú Kristin Benedikts- dóttir frá Khöfn, frk. Valdis Böðvarsdóttir af Akranesi, og frá Ameriku Vilhjálmur Hákonaison frá Stafnesi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.