Ísafold - 30.11.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.11.1907, Blaðsíða 2
294 IS AFOLD Jóiiasar-afniæiið í Kliöfn. Landar þar mintust afmíelisins (16. þ. m.) með mikils háttar, óvenju-fjöl- mennu samsæti í einum helzta al- menna veizluskála borgarinnar, Odd- fellowhöllinni. Þar voru saman komn- ir hátt á annað hundrað íslendingar og nokkrir útlendingar. Samsætið með öðrum orðum töluvert fjölmennara en hér, í höfuðstað landsins. Tíðindamaður Isafoldar í Khöfn segir svo frá ennfremur: Kvenfólkið skautaði allmargt, og mun eigi sést hafa áður jafnmargir skautbúningar á einum stað hér í Danmörku. Heiðursgestir vóru Einar Jónsson, Olav Hansen skáld og Holger Wiehe magister. Þá hafði og Henrik Ussing kennara í Sórey verið boðið; hann gat eigi komið, en sendi fagnaðar- símskeyti. Auk þessara voru fáeinir aðrir útlendingar viðstaddir — þeirra virðulegastur sendiherra Bandaríkjanna, Dr. Egan I hátíðarsalnum var reistur allhár stöpull, er á stóð brjóstmynd af Jón- asi úr gipsi. Hún var prýdd'-lárviðar- sveig, en uían um stöpulinn vafið ís- lenzka fánanum. Hátíðin hófst með því, að íslenzkir stúdentar sungu : Hvað er svo glatt. Þá steig í stólinn mag. Guðm. Finnbogason og flutti ágætt erindi um skáldið og ritsnillinginn Jónas. (Ræð- an mun birtast í Skírni, og vil eg því eigi fara að kroppa neitt úr henni hér). Þá flutti dr. Þorvaldur Thoroddsen prófessor erindi um náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson, skemtilegt og fróð- legt og með svo íslenzkum málblæ, að unun var á að heyra. Hann gat þess, að sér hefði sagt bóndi einn gamall norður í Aðalvik, að þá er þeir Jónas og Jap. Steenstrup voru þar á ferð, hafi Jónas oftast haldið kyrru fyrir heima í ferðatjaldi þeirra, en Steenstrup verið eins og köttur upp um fjöll og firnindi. Jónas mundi hafa orðið ágætur náttúrufræðingur, ef vanheilsa hefði eigi dregið úr vinnu- þreki hans og stytt honum aldur. Þýðing hans á Úrsins stjörnufræði væri meistaraverk. Þeir gátu þess báðir Þorv. og Guðmundur, að ýms ný- yrði úr þeirri bók væru svo vel kom- in inn í íslenzkuna, að ætla mætti þau mörg hundruð ára. — Vonandi fylgjast ræður Guðm. og Þorv. að í Skimi, og gefst fólki þá færi á að rýna í þær. Þá flutti Guðm. Tómasson læknir kvæði Jónasar: Ferðalok, en Valdimar Steffensen söng: Fífilbrekka gróin grund. Loks sungu íslenzkir stúdentar ýms önnur kvæði Jónasar. Fftir það var sezt að snæðingi og setið lengi. Þar rak hvert minnið annað. Hannes Hafstein rann fyrstur á vaðið. Það var höfuðræðan. Hon- utn sagðist vel og skörulega. Hann kvað Jónas fyrstan íslendinga hafa risið upp aftur í eir annar en Leifur hepni (á Vínlandi). — Hann flutti í ræðulok kveðju frá konungi til sam- kvæmisins. Þeirri kurteisi af kon- ungs hálfu var svarað með níföldu húrrahrópi fyrir konungi Islendinga. Undir borðum voru og drukkin minni íslands, Fjölnismanna, Einars Jónssonar, heiðursgestanna og kvenna, öll rökstudd með ræðum — og rétt áður en horð voru upp tekin var drukkið minni Bjarna frá Vogi, sem þess, sem mest og bezt hefir unnið að því, að Jónasarmyndin kæmist upp. — Undir borðum flutti og Jón Sig- urðsson (frá Kallaðarnesi) minningar- ljóð, er hann hafði ort og ætlast var til, að sungin væri. En tími vanst eigi til að setja lag við þau. Drukkið var og minni Hannesar Hafsteins, og mæiti fyrir því dr. Val- týr Guðmundsson, — »af því að eng- inn ætlaði að gera það«. Síðar um kveldið var sezt að sam- drykkju. Þar voru og margar ræður fluttar og sungið fram eftir nóttu. Loks stíginn dans um hríð. Þótti þetta verið hafa hin bezta skemtun. Margt likt með skyldnm. Þeir eru að segja, að þar sé margt líkt meS skyldum, ráðgjafanum okkar og stjórnvizku-iæriföður hans hinum danska, Alberti, — að þeir séu alllíkir bæði í sjón og reynd. Það er eitt, sem orð hefir verið á gert núna í haust sórstaklega, að þeir eru báðir bendlaðir við hin alræmdustu sorpblöð hvor sinnar þjóðar. Það komst upp um Alberti í haust, og varð að umræöuefni á þingi, að hann hafði haft leynimök við ábyrgðarmann saurblaðsins Middagsposten í Khöfn, hlíft honum við afplánun hegningar- dóms fyrir illyrði um saklausan mann og haft hann með því góðan við s i g. Þeir voru æfir út af þeim ósóma, all- ir óháðir þingmenn Dana og öll óháð blöð í landinu. En þá gerum vór það betur, íslend- ingar. Vér höfum ráðgjafa, sem hefir ekki einungis mök við einn hans nóta hér, Middagspostsritstjórans, og er hans alda- vin og fóstbróðir, heldur er eigandi blaðs hans, eitin af eigendum þess, og samverkamaður viö ritstjórn, eöa var það að minsta kosti tii skamms tíma. Má vera, að hann só hættur .því nvt, síöan er mannasaursgreinin birtist (»Konginn vantar —«). En ekki veit almenningur betur en að meðeigandi blaðsins só hann enn, nó heidur annaö en að sömu mæt- ur hafi hann enn á ábyrgðarmanninum sem áöur — var t. d. í samsæti með honum fám dögum síðar, þar sem annar aldavin hans, ráðgjafans, og einn helzti hirðgæðingur mælti fyrir minni ábyrgðarmannsins; og það e f t i r a ð hann (ábm.) hafði sýnt af sér þá karl- mensku, að s k á 1 d a sig frá faðerni að tóðri grein, er yfir vofðu ill eftirköst fyrir það, þ ó a ð bæði þeir og aðrir þektu mark bans á hverju orði í grein- inni, þó að hljóðbært væri orðið þá, að hann hafði gengið um bæinn raupandi af því, hvað hún væri smellin hjá sér og hvað hann hefði sérstaklega »náð sór vel niðri á Halli«, og þ ó a ð sömuleiðis væri hljóðbært orðið, að grein sú, er ábm. kvað hafa orðið misgrip á (í svefn- rofum!) og mannasaursgreininni, fæddist ekki fyr en 2—3 dögum síðar, — smá- tíndist í sneplum frá honum 1 prent- smiðjuna m á n u-daginn eftir að blaðið var út komið 1 a u g a r-daginn fyrir með mannasaursgreinina! Kom til Norge, Far, der skal De se Fjelde! er haft eftir raupsömum Norð- manni. Komið þið til íslands! þar skuluð þið sjá sómasamlegt samband sorpblaðs og ráð-herra! gætum vór sagt við dönsku þingmennina, sem hneyksluðust á mök- um Albertis við Middagspostsritstjórann. Erlendar ritsimafréttir til Isafoldar frá R. B. Kh. 26. nóv. kl. 4 sd. Þýzk ófrelsislög. Þýzka stjórnin hefir lagt fyrir ríkis- þingið félagsskaparfrumvarpið, er fyr- irskipar að mœla skuli á þýzku á öll- um fundum, sem haldnir eru í heyr- anda hljóði. Þó mega stjórnarvöld veita undanþágur frá þvi. Viðsjár enn í Portugal. Enn eru viðsjár töluverðar í Portú- gal. Þjóðvaldsinnar eflast, að mun. Járnbrautarslys. Hraðlest milli Barcelona og Valencia hrundi í gœr niður af brú yfir Canes- elfi. Fundin til þessa 20 lík; 80 sárir. Khöfn 28. nóv. kl. 51 /„ sd. Þingmannaheimsóknin. Rikisþingmenn þeir, er voru í íslands- förinni í sumar, halda veizlu í kveld og bjóða Iiafstein í hana. Prússar og Pólverjar. Prussastjórn hefir laqt fyrir lands- þingið frumvarp, sem veitir stjórninni heimild tit að taka lögnámi pólskar fasteignir til þjóðlegra (prússneskra) fyrirtœkja. 400,000 króna víxlafölsun. Sveitakaupmaður í Sandved á Sjá- landi, Poulsen að nafni, hefir vcrið höndum tekinn fyrir 400,000 kr. vixla- fölsun. "Veðrátta við sama fram yfir miðja viku, sifeldir útsynningar með snjókomu öðru hvoru. Hlánaði i fyrri nótt. Mara- þiða i dag með mikilli leysing. Lik veðrátta norðanlands og austan. Þó á norðan á Seyðisfirði fyrri part vik- unnar. Tólf stiga frost á miðvikudaginn á Blönduós með sunnanátt. — Þessi tafla sýnir hitann: Rv. Bt. Ak. Gr. Sf. Sd. 2.4 -6.0 -+8.5 +11.3 +17.9 +6.4 Md. 25. -1-4.1 —4.8 +3.0 +2.0 +7.6 Þrd. 26. -t-5.7 —4.9 +6.0 +11.0 +3.0 Mvd. 27. -4-2.0 +12.1 +6.5 +11.6 +4.7 Fd. 28. —0.8 0.0 +2.5 +13.0 +4.4 Fsd. 29. +2.1 +2.2 +1.5 +2.0 +3.5 Ld. 30. +3.1 +3.0 +5.5 +2.5 +7.1 Kartöflur. Verzlunarfirma í Kaupmannahöfn vill komast í viðskiftasamband við kaupmenn í verzlunarstöðum á ís- landi. Tilboð merkt KartofieP 16531 má senda Aug. J. Wolff & Co. Ann. Bup. Köbenhavn. Leikfél. Reykjavikur. sunnudaginn i. des. kl. 8 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. Nýja, iestrarí‘éla§rid. Þeir, sem kynnu að vilja takast k hendur umsjón á lestrarstofu og ann- ast útlán bóka 3 stundir á dag, sendi skrifleg tilboð til undirritaðra. Ágúst Bjarnason. Björn Bjarnason. Laufásvagi 35. Laufásvegi C. Almennur borgarafundur fyrir Rvik Undirskrifaður bæjarfulltrúi leyfir sér hér með að boða til almenns borg- arafundar fyrir Reykjavík þriðjudaginn 3. desbr. kl. 8 siðdegis í Báruhúsinu.- 1. Umræðuefni vatnsveita bæjarins. 2. Borgarstjórinn tilvonandi. 3. Bæjarstjórnarkosningin sem i hönd fer. 4. Önnur má! sem fram koma k fundinum. Reykjavik 29. nóv. 1907. Kristjan Þorgrímsson. Maður, sem er þaulvanur öllunr utanbúðar verzlunarstörfum og fisk- verkun óskar eftir fastri stöðu frá næstu áramótum eða seinni parti vetr- ar, við áreiðanlega verzlun helzt sunn- an- eða vestanlands. Einnig er mað- ur þessi vanur verkstjórn við alt hið- stærra trésmíði, sem fyrirkemur við- stórverzlanir, svo sem húsasmíði, bryggjusmíði og skipasmíði. Tilboð sendist i lokuðu umslagi á skrifstofu ísafoldar, merkt C. H. Jörðin Ufra-Sel í Hrunamannahreppi fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum (1908). Lýsing á jörðinni er þannig : Tún í ágætri rækt gefur af sér í meðalári 200 hesta af töðu. Flæðiengi 130— 140 dagsláttur, stararflóð og miklar vall-lendisslægjur að auk, sauða- og hrossabeit góð, afréttarland mikið,. torf- og reiðingarista ágæt. A jörð- inni er nýbygt timburhús vel vandað,- næg önnur hús og hlöður í góðu lagi. Jörðin er mjög hæg, nálægt akbraut og rjómabúi. Menn snúi sér til hr. Gísla Einarssonar i Asum við Reykjavík, sem gefur nánari upplýs- ingar, en aðallega ber að semja við undirritaðan, sem er nú eigandi og ábúandi téðrar jarðar. Efra-Seli 18. ttóv. 1907. Bjarni Guðinundsson. • -----------------------------------------(I 1. Hér i blaðinu verða 15 auglýsingar i þeeeari umgjörð tölumerktar (meðl—15). Hver 8em heldur þeim aaman og sendir þœr unglingablaðinu TJnga íslandi fyrir lok maimánaðar nœstkomandi. fœr aent geflns og kostnaðarlauat kverið B arnaaö gur 1. • -----------------------------------------i ► Góða kli, mjólkandi, vorbæra, vill Björn í Grafarholti (Gröf) selja (eða skifta fyrir skurðarkú) nú þegar. Hvítur fjaðralbúi tapaðist 16. nóv. Finnandi skili honum til Stefa- níu A. Guðmundsdóttur. Tai þið rní lagið! Grammophons-plöturnar eru komnar í verzl. á Bergstaðastræti i. Ryper Onskes tilkjöbs eller forhandling ved N. Andersens Delikatesseforretning »Exellent«, Markevejen 35, Bergen (B. A. E.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.