Ísafold - 14.12.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.12.1907, Blaðsíða 1
TSCenmr út ýmist eina sinni eöa visv. í viku, YerÖ úrg. (80 &rk. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1 l/j doll.; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). (Jppsögn (skrifleg) banG>». v ö iramót, ógiid nema komm sé tií útgefanda fyrir 1. október og kau • andi sknldlans viö blaðiö. Afgreiösla Austumtrœii #■ XXXIV. arg. Reykjavik laugardag'inn 14. de>». 1907. I 77. tölublað líeni, vidi, vici. Hvað tjáir þó Pétur og Páll ug jafn- vel Mattías beri oflof á þá mótora, Æem þeir eru agentar fyrir, þegar öllum lýð er Ijóst að Dan-mótorinn ber höfuð og herð- ar yfir keppinautana. Röksemdir: Dan einn steinolíumótora hefir prisv- ,ar fengið gullmedalíu (í Marstrandi904, í París 1905, í Bergen 1907) og alls IS sinnum verið verðlaunaðpr. Það á því heima um Dan hiðforn- kveðna: Kom, sá og sigraði. ísafold keniur næst miðvikudaginn 18. þ. m. Jón Ouðniundsson 15/i2 1807—1b/12 1907. Enn flytur árið þetta í skauti sínu aldarafmæli eins stórmerkismanns þjóð- ar vorrar : mannsins, sem einna mest bar á og mest kvað að á endurreistu þingi landsins fullan fjórðung aldar framan af æfi þess — öðrum en Jóni Sigurðssyni, — og kallaður var ogkalla mátti með sanni eitt hans bezta sverð; tnannsins, sem hóf fyrstur hér á landi sæmilega tilkomumikla og skörulega blaðamensku, og hélt henni uppi meira en tvó tugi ára; mannsins, sem bezta þroskaskeið æfi sinnar vann að sjálfstæðismáli landsins og öðrum vel- ferðarmálum þess, smáum og stórum, með frábærri elju og atorku, árvekni og ósérhlífni, staðfestu, einurð og þreki; mannsins, sem aldrei hvikaði, aldrei brást góðum málstað og r.étt- um eftir beztu vitund, þótt ekki horfði hann í að skifta um leið, ef vænleg- ar þótti til sigurs, að viturra manna dæmi, sem heimskingjar einir lasta og kenna við stefnuleysi; mannsins, sem enginn kunnugur gat efast um, að léti allar sínar gjörðir í almenn- ingsmálum stjórnast af óslökkvanlegri ættjarðarást. Það er maðurinn, sem nefndur er í fyrirsögn þessarar greinar og kend- ur var lengst við blaðið Þjóðólf, er hann stýrði meira en 20 ár. Hann var bláfátæks kotungs son hér í Reykjavík (Melshúsum), eti hóf sig með frábærri iðni og ástundun, kjarki og þreki til stórmikils vegs og gengis með sinni umkomulitlu þjóð, — ekki til metorða né valda, heldur þess almenningstrausts og almenn- ingsþokka, sem er völdum og met- orðum mætari. Hann var forseti á alþingi nokkrum sinnum og varafor- seti á mörgum þingum, helzti maður í bæjarstjórn hér og oddviti hennar langa stund, í ýmsum nefndum, er höfðu stórmál til meðferðar, og leysti alt slíkt jafnan af hendi með stakri árvekni, röggsemi og áhuga. Það er nú liðinn að kalla má rétt- ur þriðjungur aldar síðan er hann lagðist tii hvíldar (f 81/5 1875), dauð- lúinn eftir þungt dagsverk og óslæ- lega unnið. En gjörla man hin eldri kynslóð höfuðstaðarins eftir hinum glaðlega og viðræðugóða, upplitsbjarta og drengilega, kjarlynikla og fjörlega, gamla manni, sem gekk hvatlegar en margurheilfættur, þótt stórfatlaður væri frá æsku. Hún minnist hans og aðrir landsmenn eiga að minnast hans með ásthlýjum hug, og með einlægri virð- ingu og alúðarþakklæti fyrir dyggi- lega og atorkusamlega unnið nyt- semdardagsverk í þarfir þjóðar sinnar. Það má ekki minna vera en að fæðingarbær hans og höfuðstaður landsins minnist hans á morgun með fána á hverri stöng, og þeim sem flestum íslenzkum. Reykjavikur-annáli. Dánir. GaÖný Arnadóttir (Garðastr. 4), 73 ára, dó 8. des. Rannveig Jónsdóttir (Skólastr. 3), gift kona, 82 ára, dó 5. des. Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Elin Jónsdóttir selur 9. desbr. Ágúst Eirikssyni húseign nr. 35 við Bergstaða- stræti með 538 ferálna lóö á 5000 kr. Jóhann T. Egilsson trésmiðnr selur 7. desbr. Sturlu Jónssyni kaupm. og Gisla Þor- bjarnarsyni búfræðing húseign nr. 40 við Bergstaðastræti. Jóhannes Nordal selur 6. desbr. Hannesi Thorarensen sláturhússtjóra og Jóni Jakobs- syni landsbókaverði s/s af húseign nr. 27 við Laufásveg og bænum Eystra-Steinsholti (i sameign við hann) á 10000 kr. Sigurður Asbjörnsson trésmiður selur 10. desbr. Ivari Ivarssyni hús ign nr. o við Laufásveg með 800 ferálna lóð á 6800 kr. Sveinn Jónsson trésmiður selur 7. desbr. Sverri Sverrissyni trésmið 2726 ferálna lóð við Laufásveg á 2726 kr. Uppboðsafsal 23. nóvbr. til handa sira Lárusi Benediktssyni fyrir húseignunum nr. 29 við Hverfisgötu á 5600 kr. og nr. 17 B við Skólavörðu8tig á 6500 kr. Hjúskapur. Ásmundinus Jónsson (Hverfisg. 56) cg ym. Friðrika Stefánsdóttir, 7. des. Bjarni Sigurðsson trésm. (Njg. 32) og ym. Guðbjörg Einarsdót.tir. Pálmi Pétur Sigurðsson (Grtg. 40) og ym. Sigriður Asbjörnsdóttir. Valdimar Ágúst Jónsson verzlunarm. (Smiðjustig 6) 0g ym. Magðalena Jósefs- dóttir. Manntal í Reykjavík reyndist vera í lok októbermán. 10,300. Veðurblífta söm enn. Hitinn sem hér segir: Rv. Bl. Ak. Gr. Sd. 8. +3.0 +-3.9 +-1.5 Md. 9. +0.4 -i-0.7 O.Ö —1.2 Þrd. 10. —1.0 +2.0 +1.0 —1.5 Mvd. 11. 0.0 -^4.7 0.0 —1.5 Fd. 12. +0.2 +3.2 -i-5.0 +-1.0 +-2.7 Fsd. 13. +3.0 +2.5 +0.5 Ld. 14. —1.6 +L5 +1.5 +0.4 Nobelsverðiaunin. Þetta er sjöunda árið, sem þeim er úthlutað. Það er alt af gert 10. desbr., andlátsdag gefandans, Alfreds Nobels, fyrir 11 árum. Símskeyti skýrði frá um daginn, hverir hlutu (sjá síðasta bl.). Þeir eru engir heimsfrægir, nema söguskáldið brezka, Rudyard Kipling; en eiga ef til vill eftir að verða það. — Meðal fyrri ára verðlaunaþega er Björnstjerne Björnsson (1903). Fyrsta árið, sem verðlaunum þeim var út- býtt, hlaut þau meðal annarra Rönt- gen hinn þýzki, sá er geislana fann, þá er við hann eru kendir. Ein verð- launin (friðar) hlaut í fyrra Roosevelt Bandarikjaforseti, fyrir sáttamiðlunina með Rússum og Japönum auk ann- ars. Verðlaunaféð er um 700,000 kr. á ári og skiftist í 5 hlutí. Fær því hver verðlaunamaður um 140,000 kr. Þó má skifta þeim í tvent eða þá veita ein verðlaun 2 mönnum í samein- ingu, og hefir það stundum vetið gert. Alfred Nobel, þessi sem stofnféð gaf, er verðlaunin er veitt af vöxtum þess, var sænskur maður, frægur fyrir það, að hann fann heimsins aflmesta sprengitundur, dynamit, sem farið var að nota fyrst 1866. Hann græddi á því of fjár, og gerði úr þvi mestöllu dánargjöf, sjóð, sem nam 30 milj. kr., og mælti svo fyrir, að verja skyldi vöxtum af þeim sjóði á hverju ári »til verðlauna handa þeim, er unnið hefði árið á undan mannkyninu mest gagn«. Vöxtum skyldi skifta í 5 hluti jafna, og skyldi veita : 1. skamtinn þeim, er gert hefði hina mikilvægustu uppgötvan í eðlis- fræði; 2. þeim er gert hefði hina merki- legustu efnafræðislega uppgötvan eða umbót; 3. þeim, er sama afrek hefði unn- ið í lifeðlisfræði eða læknisfræði; 4. þeim, er samið hefði bezta og snjallasta skáldritið í hugsæislega átt; og 3. þeirn, er mest og bezt hefði að því unnið að efla bróðerni meðal þjóðanna og að afnámi fastaherliðs eða að draga úr þvi, svo og að þvi, að koma á allsherjar-friðarsamkomum og fjölga þeim. Verðlaunum úthluta ýrnsar vísinda- stofnanir og visindafélög í Stokk- hólmi, öllum nema friðar-umbuninni; hana dæmir mönnum 5 manna nefnd, er stórþingi Norðmanna kýs. Það er eigi látið neinu skifta, hverr- ar þjóðar sá er, sem verðlaunin hlotn- ast. Erfingjar Alfreds Nobels vildu fá ónýtta dánargjöf hans, og varð úr mál. En þeir sáu sitt óvænna og sættust á það, fyrir dálitla uppbót eða ívilnun. Þeir samþyktu og ýms- ar minni háttar breytingar á erfða- skránni, þar á meðal að ekki skyldi binda sig í verðlaunadómum eingöngu við síðasta ár undanfarið, og að ekki þyrfti að útbýta verðlaununum á hverju ári, ef enginn þætti hafa fyrir þeim unnið, heldur mætti geyma þau til næsta árs, en þá skyldi leggja þau við höfuðstólinn, ef eins færi. Þó skal úthluta verðlaununum öllum minst fimta hvert ár. Stofnsjóðurinn varð á endanum 27 milj. kr. Vextirnir eru að vísu ríf- lega 1 miljón að kostnaði frádregn- um, en þar af er x/10 hluti lagður við höfuðstólinn, og þar næst kring um 200,000 varið til ýmissa stofnana og vísindalegra framkvæmda, sem eru að einhverju leyti tengd við dánargjöf- ina og það sem þar að lýtur. Strand. Tóta heitir eða hét dálítill gufu- bátur, er gengið hefir um ísafjarðar- djúp undanfarin sumur, eign Péturs M. Bjarnarsonar á Isafirði. Um mið- jan í. mán. átti að setja hann upp til vetrargeymslu hjá Dvergasteini í Alftafirði. En það fór svo, að hann rak þar á land og brotnaði svo, að litlar þ}'kja vera horfur á að við verði gert, og hafði verið óvátrygður. Símslit enn siðustu dagana tvo einhver- staðar milli Akureyrar og Seyðisfjarð- ar. Engin veðurskeyti komið frá Seyðisfirði né nokkurt orð frá útlönd- um. Messað á morgun i báðum kirkjum á hádegi og siðdegis i dómk. (S. Á. G.). Gufuskipin. S/s Sterling (Em. Nielsen) fór héðan áleiðis til útlanda 12. desbr. um miðjan dag, með um 25 farþega, þar á meðal alþm. Björn kaupmann Kristjánsson, konsúl, D. Thomsen kaupm., Th. Thorsteins- on, Lyder Höjdahl frá Vestmeyj. Ennfr, 5 danska trésmiði, er starfað hafa að bryggjugerð og varningshúsa i Viðey fyrir P. J. Thorsteinsson & Co., Kristján Bene- diktsson trésmið, 7 enska sjómenn (strand- menn) og ýmsa útlendinga aðra. Jarðarför Arna Thorsteinsons landfógeta í fyrra dag var einhver hin fjölmennasta, sem hér eru dæmi til. Lektor Þórhallur Bjarnarson flutti hús- kveðju, en dómkirkjupr. talaði í kirk- junni; hana hafði bæjarstjórn látið tjalda svörtu og ljósum prýða kórinn. Sigfús Einarsson tónskáld söng fáorð minningarljóð, er ort hafði Þorsteinn Gíslason, áður en líkið var út hafið úr heimahúsum. Þess láðist að geta m. fl. í hinum fáu minningarorðum um þennan merkk- manu hór í blaðinu um daginn, að hann var aðalstofnandi helzta sparisjóðsins hór á landi, Sparisjóðs Reykjavíkur (1872) og aðalstjórnandi hans alla tíð, þar til er Landsbankinn sogaði hann í sig (1888).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.