Ísafold - 14.12.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.12.1907, Blaðsíða 2
306 ISAFOLD Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Kh. 12. des. kl. 5 */4 sd. Útför Sviakonungs. Konungshjónin dönsku leggja d stað 17. des. til fiess að vera við útförina í Stokkhólmi, sem fer fram 19. fi. m. Myrtir byltingarhöfðingjar. Tveir byltingarflokksforingjar í Sofíu (höfuðstaðnum í Búlgaríu), þeir Sara- foiv og Gerwanow, skotnir til bana með marghleypum; fiað gerði Makedoníu- maður. Konungsfararkostnaður Dana. Til íslandsferðar konungs hafa far- ið 115,587 kr., og til þingmannafarar- innar 133,653 kr., sem farið er fram á veitingu fyrir eftir á. Druknanir. Skrifað er Isafold úr Stykkishólmi fyrir fám dögum : Það sorglega slys bar að höndum að kvöldi hins 29. f. m., að þrír menn úr Stykkishólmi druknuðu af bát, ör- skamt frá landi, svo sem J/2 viku sjávar út frá Hólminum. Þeir stunduðu róðra í Höskuldsey og voru á heimleið, sigldu með landi fram, er slysið bar að, í stinnings útsunnan- leiði, en allmyrkt var orðið; sigldu bátn- um á grunn út af litlum grashólma. Báturinn brotnaði og mermirnir týnd- ust. Mennnirnir hétn: Sakaías íónsson, 53 ára, reyndur og gætinn formaður; lætur eftir sig ekkju ogbarn. Jón Daníelsson húsmaður, 36 ára, ný- fluttur í Hólminn sunnan úr Miklaholts hrepp; lætur eftir sig ekkju og barn. Þorgrímur Ólafsson hinn þriðji, ekkju- maður, 43 ára; lætur eftir sig 4 mun- aðarleysingja. Allir voru mennirnir piúðir, og vand- aðir til orðs og æðis. Líkin fundust eftir þrautseiga leit, og voru þeir jarðaðir saman í einni gröf hér í Hólminum, að mjög miklu fjölmenni viðstöddu, 6. þ. m. Nú hafa 14 menn, flestir á bezta aldri, tynst í sjóinn úr Helgafellspresta- kalli á einu ári og sjö mánuðum, og þó Jangflestir þeirra úr kauptúninu sjálfu. Það er þungur missir, bæði fyr- ir ástvinina, og sveitarfólögin. En bót er til við hverju meini — það erhugg- unin : himnesk Þess skal og getið, að hjónin Ásgrím- ur Jóhannsson og Guðrún Eilífsdóttii á Staðarbakka í Helgafellssveit hafa 3 börn Þorgríms heitins í fóstri; hafa alið hið elzta þeirra upp að öllu leyti. S. S. Maður hafði druknað í Staðará í Stein- grímsfirði laust eftir veturuætur, L y ð- ur Björnsson; var á heimleið frá Óspakseyri í Bitru, syslumannssetrinu. Hestur hans hafði fundist í hólma í ánni morguninn eftir. Eftirmæli. Látimi er 6. nóv. þ. á. Magnús Jörgens- son tómthúsmaður á Sandi á Skipaskaga, eftir langvinna sjúkdómslegu, af magakrabba. Hann var fæddur i Elínarhöfða 14. ágúst 1830, sonur J. bónda Magnússonar og Helgu Jónsdóttur. Hann var tvikvæntur; fyrst Álffiíði Eiriksdóttur bónda á Læk ; þau voru 4 ár í hjónabandi og eignuðust 3 börn, af þeim lifir Ragnheiður, kona Haligrims Guðmundssonar verzlunarmanns á Akranesi. Siðar kvæntist hann Guðbjörgu Guðmunds- dóttur Bjarnasonar bónda í Einarsnesi, sem lifir mann sinn ásamt 2 börnum (af 4), Sig- ríði, sem nú er ekkja í Reykjavik, og Magn- úsi, sem er ókvæntur heima hjá móður sinni. Magnus sál. var öil þau meira en 40 ár, sem hér bjó, einkargóður styrktarmaður breppsfélags sins, og binn áreiðanlegasti í öllum viðskiftum. Hagleiksmaður var hann á tré; og hinn hraðhendasti og lipur til allra starfa, svo að orð var á gert. Eor- maður var hann nm 40 ár, gætinn, laginn og með allrahepnustu sjósókaurum. Hann var hóglyndur, en skipanir hans snarpar og ákveðnar. Hann átti einatt við brimleið að tefla að og frá lendingu sinni, en eigi þykir óhult leið nema blindsker nokkurt liggi niðii. Það er í minnum hafr, að eitt sinn, er hann kom úr fiskiróðri, mælti einn hásetinD, er leiðin hafði verið tekin: »Boðinn fellur, Magnús«, en hann svaraði: vEg ætla ekki út á Boða; róið þið, piltar«. Jafnframt því sem hann var virtur og eiskaður af básetum sínum, var hann sönn fyrirmynd sem húsfaðir, faðir og eiginmað- ur, gestrisinn, hjálpfús og glaður í lund, enda hús þeirra hjóna opinn áfangastaður gesta og gangandi. Hinir mörgu burtförnu æskuvinir hans og samtíðarmenn, ásamt eftirlifandi vinum og kunningjum, viður- kendu og minnast þess: að hann var hrein- bjartað göfugmenni, sem mun guð sjá. Einn vinur hins látna. Avarp til íslenzkra kvenna frá kvenstúkunni Arsól nr. 136 í Reykjavik. Þjóð vor á við marga erfiðleilca að striða, og hver sannur Islendingur, kon- ur sem karlar, vilja af öllum mœtti starfa að þvi að sigra þá. Nú er tœlci- fœri fyrir höndum að gjörsigra og gjöra útlœgan einn af skœðustu óvin• um lands vors, og fiá má enginn sann- ur œttjarðarvinur liggja á liði sínu, og með línum þessum viljum vér sérstak- snúa máli voru til íslenzkra kvenna, og skorum alvarlega á allar konur og stúlk- ur lands vors, að gjöra alt þeim frek- ast er unt til fiess að flýta fyrir þeirri stund, að allir áfengir drykkir verði landrækir gjörðir. Og hverjum œtti að vera það starf tjúfara en kvenfólk- inu ? Karlmennirnir segja stundum, að þeir hafi svo mikla ánœgju af víninu, að þeir megi ekki missa alveg af því; en svo lánsöm er þó þjóð vor, að fáar is- lenzkar konur eða stúlkur munu vilja gjöra fiaú orð að sinum orðum. En áreiðanlegt er fiað, að fœkka mundi sorgarstundum sumra kvenna vorra, ef Bakkus yrði brottu rekinn. Hver getur talið tár og andvörp von- svikinna kvenna og harmfirunginna mœðra, þegar vínið var að spilla dáð og sœmd ástvina þeirraf Dœmi fiess eru mörg og hörmuleg; og hver getur sagt um, yfir hverjum ógæfan vofir, á meðan þessum óvini guðs og manna er leyfð landsvist f Rísum fiví upp, íslenzku konur, og látum eigi á oss sannast, að ánauðar- ok öfugs hugsunarháttar á liðnum öld- um hafi svo úr oss dregið dáð og dreng- skap, að vér getum engin áhrif haft á helztu velferðarmál lands vors. Snúum oss eindregið að því, að þeir einir verði kosnir á nœsta alþingi fijóð- ar vorrar, sem í fullri álvöru vilja gjöra Bakkus útlœgan. Látum eigi stjórnmál glepja oss sýn í þessu máli, því sem betur fer eru nýt- ir menn í öllum flokkum, sem sjá böl- vun vinverzlunarinnar. Það má heldur eigi gleyma fiví, að vér getum haft stór- mikil áhrif á hina álmennu atkvœða- greiðslu um aðflutningsbannið, þrátt fyrir alt ófrjálslyndið og seinlœtið í réttindamálum vorum. Hvetjum vini málsins til drengilegr- ar framgöngu og styðjum þá með ráð- um og dáð. Sannfœrum þá sem eru á báðum áttum, og spyrjum mótstöðu- menn vora, hvort þeir séu færir um að bera ábyrgð állrar fieirrar ógœfu, sem framhald vínverzlunar mundi hafa í för með sér hjá þjóð vorri. Störfum biðjandi í trú von og kœr- leika, og mun þá vel farnast. (Önnur blöð landsins eru vinsamlega beð- ia að taka þessa grein). SYiakonungur hinn nýi. Hinu tiyi konungnr Svía, elzti sonur Oscars annars, er sig nefnir G u s t a f V., er maður kominn fast að fimtugu, f. 16. júní 1858. Hann hefir att til muna við stjórnarstörf, bæði í veikinda- forföllum föður síns og tíðum utanföi- um, og eins fyrir hans hönd í Norvegi; en lítinn orstír getið sér fyrir stjórn- hyggindi, stillingu eða hóf. Með Norð- mönnum var hann beint illa þokkaður, og færði stórþingið um eitt skifti niður lífeyri hans úr ríkissjóði Norðmanna um meira en helming, eða úr 80,000 kr. niður í 30,000. Það var árin 1893-—- 1898. Hanu verður aldrei konungur vor Norðmanna, mælti merkur Norðm. í eyru þess, er þetta ritar, mörgum missirum áður en nokkur maður hafði skilnað ríkjanna á vörum sór. Var svo að heyra, sem þeir ætluðu sér beint að gera uppreisn, er faðir hans fólli frá og hann ætti að taka ríki. Það mun hafa borið rninna á óþokkasæld hans þar heima í Svíþjóð; en þó nokkuð. En vera má að betur rætist úr, er á reynir og hann tekur til aðráðaríkjum á sjálfs sín ábyrgð* Amma hans, Jósefína drotning, á að hafa sagt svo eiuhvern tíma um sonu sína, þá Karl (fimtánda) og Oscar: Karl reynir með öllu móti til að verða illa þokkaður, en tekst það ekki. Oscar reynir með öllu ntóti til að verða vel þokkaður, en tekst það ekki. En þó fór svo, að Oscar varð mikið vel þokkaður í Svíþjóð, er stundir liðu, og hafði sjálfur gott yfirlæti af Norð- mönnum. Nafna Gustafs konungs hinn næsta á undan honum, Gustaf IV. Adolf, ráku Svíar frá ríkjum fyrir tæpum 100 árum, 1809, með því að hann hagaði sór líkara brjáluðum manni en heilvita, og tóku til konungs yfir sig föðurbróður hans, er nefndist Karl XIII., en kusu honum að eftirmanni barnlausum Jean Baptiste Bernadotte hinn franska, er nefndist síðar Karl Johan XIV og varð forfaðir hinnar nýju konungsættar. Hann var konungur Svía og Norðmanna 1818— 1844. Gustaf Adolf heitir elzti sonur hins nýja konungs, af þremur, er nú er orðinn konungsefni Svía, maður hálfþrítugur og kvæntur fyrir nokkurum missirum bróð- urdóttur Játvarðar Englakonungs. Hann re hertogi að nafnbót, kendur við Skán. Sigfús Svainbjdrnsson fasteignasali i Reykjavik makaskiftir á veðbandalausum, á- litlegum eignum og hóflega veðbundn- um húseignum hér í bænum. Rimileg peningamilligjöf ekki látin standa fyrir sanngjörnum maka- skiftum. Leikfél. Reykjavikur. Sökum veikinda eins leikandans varð Föðursystir Charley’s ekki leikin síðastl. sunnudag, eins og til stóð, en verður nú leikin í síðiista sinn sunnudaginn 15. des. kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahús- inu. Tekið á móti pöntunum í afgreiðslustofu Isafoldar. Miðvikudaginn 18. þ. m. verður seldur við opinbert uppboð, sem hald- ið verður í húsinu nr. 58 við Lauga- veg, ýmislegur smá-búðarvarningur til- heyrandi þrotabúi Benonýs Benonýs- sonar. Uppboðið hefst kl. 11 f. m. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Bæjarfógetinn í Rvik 14. des. 1907. Halldór Daníelsson. Slaturfélag Suðurlands. Til sveitamanna og sjávarmanna. Félagsmenn! Eftir næstu ára- mót geta starfsmenn Sf. Sl. í Rvík veitt viðtöku til sölu fyrir yðurr smjöri, tólg, kœfu hangikjöti, kdlfakjöti, rjúpum, endum 0. s. frv. — góðum vörum. Væntum vér að þér unnið Sláturhúsinu (sölubúðum þess) við- skifta yðar með allar slíkar vörur, er þér hafíð að selja. Einnig verður veitt viðtaka sláturfénaði (nautgripum),. eftir nánari upplýsingum frá deildar- stjórunum. Utanfélagsmenn I Ef þér haf- ið ofantaldar vörur að selja, þá finn- ið að máli forstjóra Siáturfélagsins,. hr. Hannes Thorarensen, Laufásvegii 31, áður en þér seljið öðrum. Sjávarmenn! Einnig þér ætt- uð að hafa tal af forstjóranum (H. Th.), er þér komið til bæjarins með fiskivörur. Hann hefir beztu sambönd: við sveitabændur, og er líklegur til< að geta selt vörur yðar- betur en þér annars eigið kost á. Félagið vill stuðla að beinnm viðskiftum milli sjá- varmanna og sveitamanna. Það hefir nú gott húsrúm, til vörugeymslu. Virðingarfylst Framkvæmdarnefnd Sf. Sl. Nu er ekki dýrt að spýta mórauðu, því Nobels-Skraaið kostar að eins 1,98 pr. pd. i verzl. á Bergstaðastræti L Uppboðsauglýsingv Laugardaginn 21. þ. m. verður selt við opinbert uppboð, sem haldið verð- ur á Vigfúsarkotslóð hér í bænum,, ýmislegur íverufatnaður, rúmfatnaður,, búsáhöld og talsvert af höggnu grjóti,- tilheyrandi dánarbúi Ragnheiðar Jóns- dóttur frá Vigfúsarkoti. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. Söluskilmálar verðai birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík 14. des. 1907. Halldór Daníelsson. í verzl. á Bergstaðastræti 1 fæst Kaffii no. i á 0,56 pr. pd. Stein- olía Royal daylight á 0,15 pr. pt. Gullstássið og plettvaran hjá Birni Símonarsyni er alveg dæmalaus. Grammophonplötur og Nálar fæst í verzl. á Bergstaðastr. 1. Ríka fólkið þarf ekki að fráfælast að koma inn í búðina hans Björns Símonarsonar gull- smiðs, þótt mikið orð sé af því gert, hvað alt sé þar ódýrt, því þar er hægt að fá margt, sem hverjum efnamanni sæmir að gefa og þiggja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.