Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisrar í vikn. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1 V* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Cppsögn (skrifleg) bnndin við Aramót, er ógild nema komin sé tjl dtgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus við blaöið. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginu 22. febrúar 1908. 8. tölublað Til þess að gefa öllum börnum kost á að sjá allar myndir, sem sýndar eru í Reykjavik Biograftheater verða framvegis hafðar aukasýningar hvern þr.iðjudag og t^1 cí3H hvern laugardag ^ olvJCI. Verð aðgöngumiða hið vanalega. 0 0® Sýning kl. 9 síðdegis hvern virkan dag, en á sunnudögum frá 6—10. 1 I. O. O. F. 892288 Vs A ugnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 í spítal. Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 V* og 6 */■—17. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8x/t sibd. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landnkotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn ÍO1/*—2»/t. Bnnkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8/ Landsskjalasafnið á þrd.t fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- ' Brunahótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og Emtudaga kl. 31 /2—5 !/2 í Austurstræti 20. Samsöngurinn, sem haldinn var í Bárubúð 15. og 16. þ. mán., undir stjórn hr. Sigfúsar Einarssouar, verður endurtekinn þar næsta miðvikudagskvöld, með uokkr- um breytingum. Auk þess að frú Valborg Einarsson syngur, verða þar sungin ný kórlög, t. d. rímnalag, sem Sigfús hefir raddsett fyrir karlakór. Prestkosningaréttur og brauðasamsteypa. 1 Um framkvæmd hinnar miklu hrauðasamsteypu, er lögleidd var á siðasta þingi, segir svo i 3. gr. þeirra laga, brauðaskipunarlaganna: Landstjórnin hlutast til um, að þær breytingar á skipun prestakalla, sem að ofan eru ákveðnar, komist á eftir því sem prest.akóllin losna, svo fljótt sem því verður við komið. Þar með búið. En — þá er spurn: hvernig fer um prestkosningarétt safnaðanna í samsteypubrauðunum ? Er þetta lagafyrirmæli svo að skilja, að þar sé hann enginn lil, þau brauð skuli veita með gamla laginu, sem numið var úr lögum fyrir fjórðung aldar, — að alveg fornspurðum söfnuð- unum ? Að prestkosningarétt hafi þeir ein- ir söfnuðir á landinu, .sem engin brauðasamsteypa kemur neitt nærri, þó að ekki standi neitt um það í lögum frá sama þingi um veitingu brauða, sem ekki einungis endurnýja hitin fyrri rétt um hluttöku safnaða í veitingu brauða, heldur auka hann að mun, einkutn að þvi leyti, að nú eiga söfnuðir að mega velja um allct umsækjendur. Getur það verið, að sama löggjaf- arvaldið setji á sama þingi tvenn lög, er önnur veita undantekningarlaust ölium söfnuðum landsins svo rífa hlutdeild i veitingu brauða, að það er hér um bil sama sem fullkomið veit- ingarvald, en hin fyrirmuna fulium fjórðung allra safnaða á landinu alla hlutdeild í ráðning sálnahirða sinna? Eða er þetta ein af mörgum al- ræmdum flausturs-gloppum hins ís- lenzka löggjafarvalds? Eðlilegast er að hugsa sér, að það hafi ætlast til, að fyrnefndri lagagrein skyldi svo sem að sjálfsögðu beitt með fullri hliðsjón á brauðaveitingar- lögunum, að alveg óskerðum kosn- ingarétti safnaðanna, en gleymt að- setja reglur utn það, hvernig söfnuð- irnir skyldi neyta kosningarréttar sins, er samsteypubrauð losnuðu sitt á hverjum títna, sem verða mun þó í 19 dæmum af 20, ef ekki fleiri Fyr má nú vera meinloka. Um það þurfti einmitt að setja greinilegar reglur. Slikt er bersýnilegt löggjafarmál, en ekki umboðs-sjórnar. Því annaðhvort þurfti að skipa svo fyrir berum orðum, að það af tveim- ur samsteypubrauðum, sem fyr losn- aði, skyldi leggja undir nágrannaprest- inn að söfnuði eða söfnuðum forn- spurðum; eða þá að það mætti því að eins gera, að söfnuðurinn kysi hann, en samsteypunni frestað að öðrum kosti til prestaskifta í ná- grannabrauðinu, og þá kosið í báðum brauðunum óbundnum kosningum — fyrra brauðið veitt með þeim fyrir- vara. Slíkar reglur eða því líkar getur engin umboðsstjórn sett. Og eru þá brauðaskipunarlögin í rauninni óframkvæmanleg eins og nú er frá þeim gengið, nema með því að brjóta prestkosningalögin; en það væri fullkomin óhæfa, hneykslanleg- ur réttarsviftir. Þetta mun verða útlistað næst með dæmum og bent á einu tiltækilegu leiðina til að komast fram úr þeim ógöngum. Bankarnir Hvað að þeim er báðum. Eftir M-r. II. (Síðari kafli). Hlutabankiun (íslandsbanki). Það er eins og síðast segir, að hann var, nýi bankinn, stofnaður út úr vandræðum, þeim vandræðum, að hinn gamli, Landsbankinn, reyndist allsendis ónógur til að fullnægja pen- ingaþörf landsmanna og ekki tókst að finna nein nýtileg ráð til að efla hann til hlítar, eins og þá stóð á. Veltufé hins nýja banka var látið vera 2 miljónir, en leyft að auka það upp í 3. Það var að vísu margfalt á við það, sem Landsbankinn var látinn byrja með. En þó sýnilega alt of naumt skamtað, ekki nema til bráða'birgða, að eins til að bæta úr bráðaþörf. Til þess að gera báðum bönkunum jafnt undir höfði, vil eg minnast á, hvernig Hlutabankinn hefir leyst sitt hlutverk af hendi i aðalatriðunum. Eg get verið því fáorðari um hann sem hann hefir rekið bankaviðskifti svo stuttan síma og hefir verið aðallega undir yfirstjórn útlendra manna, sem voru ekki aldir upp við verzlunarstörf hér á landi, og höfðu því of lítil skilyrði til að geta stjórnað peningastofnun á hagfeldan og hollan hátt bæði fyrir bankann sjálfan og landsmenn. En svo voru mikil peningavandræð- in hér, að það má telja víst, að þjóð- in hefði komist í mestu kröggur, ef banki þessi hefði ekki verið stofnað- ur, þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem á honum hafa verið. Þessir annmarkar eru einkum í þvi íólgnir: 1., að banki þessi veitti reiknings- lán af alt of skornum skamti; 2., að hann beitti alt of lítilli var- úð í því, að eyða að óþörfu láns- trausti manna, bankanum sjálfum og almenningi til hnekkis. Slík lánsaðferð verður ekki vítt um skör fram. Hún sýnir bæði mjög svo ónóga umhugsun um almennings heill, og ónógan skilning á því, hvað bankan- um sjálfum er fyrir beztu, og hún sýnir loks skort á mannúð og kurt- eisi við þá, sem bankinn er að skifta við. 3/ Þá hefir íslandsbanka ekkiverið ljúft að lána fé sitt um langan tíma í senn, lána það þangað tii að lánþegi gæti endurgoldið það af eigin ramm- leik; og vegna þess, að lánþegar neydd- ust yfirleitt til þess, að taka sjálf- skuldarábyrgðarlán til að eins eins árs, þar sem þeir voru í raun og veru færir um að, lúka við lánið á tveimur eða fleiri árum, þá er það ekki nema eðlilegt, að allur fjöldinn af þessum lánþegum hafi orðið svikarar við bankann. í sambandi við þessi þröngu láns- kjör bankans má þó geta þess, hon- um til réttlætingar, að hann mun ekki hafa gengið mjög hart að mönnum með greiðslur á þessum lánum á gjald- daga. bíðasta ár mun íslandsbanki hafa tekið alveg fyrir að veita sjálfskuldar- ábyrgðarlán, sem er miður farið, því sé þeim mannúðlega og hyggilega beitt, þá geta þau þó bætt nokkuð úr reikningslánaskortinum. Vonandi er, að þessi sjálfskuldarábyrgðarlán verði aftur veitt, þegar bankanum eykst veltufé. Og loksins er að minnast á eitt atriði enn. Það eru víxillán Hlutabankans. Því fer fjarri, að hann hafi farið þá eina leið, sem við á: að veita víxillán í litlum mæli í samanburði við sjálfskuldarábyrgðarlán t. d. Virð- ist alt benda til þess, að hann vilji helzt koma á eintómum vixillánum, hvað sem liður samgöngum innan- lands og verzlunarástandinu í landinu. Það er eins og íslandsbanki hirði lítið um þá meginreglu, sem banka- búðirnar gömlu höfðu: að biða yfir- leitt eftir borguninniþangað til lánþegar gátu greitt skuldina af eigin rammleik. Og einnig gleymt því, að bæði verzl- unarmenn og almenningur þarf venju- lega kring um heilt ár til þess að velta við eins árs viðskiftum sínum, að undanteknum fáum verzlunum á landinu, sem reka ekki vöruskifta- verzlun. Vixillán hér á landi í stærri mæli er skaðræði fyrir almenningsheillina, og verða að blóðsugu á alla þá mörgu, sem þurfa að endurnýja víxla sína hvað ofan í annað og greiða x/4 °/0 sektargjald, eða hvað sem á að kalla það, í hvert skifti sem víxillinn er endurnýjaður. Þegar svo er ástatt, að ef til vill meiri hluti viðskiftamanna bankans stendur ekki i skilum, meiri hlutinn stendur frammi fyrir bankanum eins og óreiðumenn, án þess að banka- stjórnin geti gert sér grein fyrir, af hverju óskilsemin stafar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekki að furða, þótt sú skoðun skapist, að allir séu á hausnum, og að eýtir 2 ár verðiann- arhver maður á landinu gjaldprota. Sönn undirrót að óskilvisi manna er einkum sú, að lánsgrundvöllurinn var skakt lagður\ fyrst hjá Landsbankanum vegna veitufjárskorts, og því næst eink- um hjáíslandsbanka, sem að nokkru leyti má líka kenna veltufjárskorti, en einn- ig misskilningi á viðskiftahögum þjóð- arinnar. Aðalstjórnarvald bankanshefir verið útlent og alveg ókunnugt öðr- um viðskiftum en erlendum. Við- skiftahugsun þess og reynsla var dönsk, og hlutu því afleiðingarnar af viðskiftahugsunarhætti þess að hafa áhrif á lánsviðskiftin. Það er eins og um sumar þýðingar vorar á dönskum lög- um, sem stundum hafa verið lögleidd, en áttu alls ekki við hér. Og af þessu mun það leiða, að ís- landsbanki leggur svo mikla áherzlu á að lána víxillán, sem, eins og áður er sagt, eiga ekki við viðskiftakring- umstæður vorar eins og stendur. Það má ef til vill telja það til nokkurra málsbóta, að væri lánin veitt um lang- an tíma, eða við hæfi landsmanna, þá yrði þess ekki langt að bíða, að veltu- fé bankanna þryti. En því er þann veg að svara, að fyrir heill þjóðarinn- ar er langmest í varið, að lánpegar jái lánin veitt til svo langs tíma, að peir geti endurgoldið pau án annarra hjálp- ar og á réttum tíma samkvœmt samn- ingi, o% einnig að lánin séu veitt svo há, að lánpegi geti Jramkvamt jyrir- ætlun sina með peningana án pess að jara ef til vill vegna Jjárskorts á mis við pað, sem var aðalskilyrði jyrir pvl, að jyrirtækið gœti staðist nauðsynlegan kostn- að. Á hinu atriðinu: að útlánsféð end- ist skamt, bera bankarnir enga ábyrgð; það er skylda þings og stjórnar, að sjá landinu fyrir nægilega sterkum lánsstofnunum, og það er euginn efi á því, að lánsstofnanir þær, sem vér enn höfum, eru alt of veikar. Fyrir því þarf stjórnin að gæta þess í tínia, að þær verði gerðar sterkari áður en þær komast í þrot. Ef flokka skal bankalánin eftir þörf- um landsmanna, sem er óhjákvæmi- legt, ef bankarnir eiga að geta komið að tilætluðum notum, þá mundi þessi flokkaskifti eiga við í jafn-fátæku landi eins og land vort er: 1. Reikningslán, er séu veitt 'hverjum valinkunnum, dugandi manni á landinu, sem getur lagt fram sæmilega trygg- ingu fyrir láninu og rekur a. verzlun; b. einhvers konar iðnað; c. stundar jarðabætur, reisir bú eða eykur við bústofn sinn; d. stundar sjávarútveg eða kaupir þiiskip. 2. Sjáljskuldarábyrgðarlán, sem yrðu miklu minni, þyrfti að veita einkum til þess, að reka með frjálsa ársverzl- un, á meðan lánþegar eru að bíða eftir ársafurðum sínum og eru að koma þeim í peninga. 3. Víxillánum mætti bregða fyrir sig þar, sem bankarnir hafa aðsetu, þegar t. d. reikningslánið á einhverj- um tima árs hrekkur ekki, eða ekki er hægt að greiða sjálfskuldarábyrgðar- lán að fullu á réttum tíma o. s. frv. Það skal tekið fram, að þegar svo stendur á, að kaupmenn t. d. kaupa inn- lenda vöru, erþeir eigaað vísankaupanda fyrir ákveðið verð, þá geta meiri hátt- ar víxillán átt vel við og lánþegi þó tekið sér þau hættulaust, til þess að geta borgað vöruna hér á landi, og bankinn getur líka veitt víxillánin á- hættulítið gegn tryggingu í farmskjöl- unum fyrir vörunni. Við slíka verzl- un geta víxillán átt heima, en ekki við almenn viðskifti manna í milli innanlands, þar sem ígildi víxlanna liggur ekki neinstaðar handbært. Sé slíkum skilyrðum ekki til að dreifa, — en svo mun sjaldnast vera hér á landi, — þá má skoða þessa bankavixilverzlun hér, í þeim mæli sem hún er rekin, eins og handveðs- lánsverzlun (Pantelaanerforretning) af versta tægi. Það segir sig sjálft, að séu banka- lánin veitt við hæfi þjóðarinnar, likt og bankabúðirnar veittu vörulánin fyrrum, þá hljóta þau að vera nokk- uð dýrari hér á landi en annarsstað- ar; en þótt þau séu jafnvel lítið eitt dýrari en þau hafa verið undanfarin ár, þá geta þau komið að fullum not- um, ef þau að eins mega standa hæfi- lega lengi; því atvinnuvegir hér á landi, sérstaklega landbúnaður, gefa jajnan og tnikinn arð, miðað við veltu- jé pað sem i peitn stendur, sem er alt of lítið. Hver ráð eru til pess að kotna bankalánunum í rétt horj? Til þess eru tvær leiðir, sem fara verður jafnhliða: 1. Fyrst verða bankastjórnirnar að rannsaka nákvæmlega, hvort þjóðar- eignin hefir yfirleitt aukist síðustu 2 5 árin t. d. Flestir munu vera á því, að eigur almennings séu miklu meiri nú en þá. Bankastjórnirnar verða að komast útyfir svartsýnina. Þærmega ekki dæma þjóðarhaginn eftir nokkr- um mönnum í Reykjavík, sem farið haía á höfuðið. Bezta ráðið er því að kynna sér vel, hvað eigum almenn* ings líður altnent, en fara ekki eftir ein- stökum dæmum sem fyrir koma, því oft er það, að þótt einhver verði gjald- þrota, þá er það kyrt í landinu, sem gjaldþrotamaðurinn átti, hefir ekki eyðst eða farið forgörðum, heldur skijt utn eiganda. Þess vegna eru nokkur gjaldþrot engin ábyggilegur vottur um efnaleysi heillar þjóðar. Þau geta verið að kenna óhepni þess manns, sem fyrir þeim verður, bankalána-fyrirkomu- laginu o. s. frv. Bankastjórnirnar verða því að vera hæfilega bjartsýnar, trúa á góða framtíð landsins, og rann- saka hag pess yfrleitt. 2. Annað skilyrðið er, að landsstjórn- in sjái um, að bankarnir hafi nægt veltufé og fái það aukið / tíma, áður en eignir manna jara að Jalla í verði vegna peningaskorts. A þessu síðara atriði ríður einnig mjög mikið. Bræðratungueignin var seld í haust dönsku hlutafélagi fyrir 20,000 kr. Binar sýslurn. Bene- diktsson átti hana áður, keypti hana fyrir nokkrum árum fyrir eitthvað undir 10 þús. kr. jþað var einn hinna dönsku blaða- manna í konungsförinni í suraar, Svenn Poulsen, sonur profess. Emil Poulsens, leikarans fræga, sem leizt svo vel á þá eign, að hann festi kaup á henni og fekk síðan í félAg með sér einhverja landa sína, sem hafa það bein í hendi, að þeir eru ekki einungis vaxnir þvf að greiða kaupverðið, heldur að Ieggja fram það sem jörðin (eignin) getur frekast móti tekið til umbóta og til að kaupa fyrir þá áhöfn, er hún getur borið með þeim umbótum. Hér mun því standa til mikils hátt- ar búnaðarframfara-tilraun, með ótak- mörkuðum fjárafla líklega. Að öðru leyti er ísafold svo frá skýrt af kunnugum, að félagið ætli sér fyrst um sinn að efla búskap ábúenda þeirra, sem nú eru á jörðunum. það munu vera 6 býli, heimajörðin með 5 hjáleigum, alls nær 100 hundraða að nýju mati, koma þar upp fólagsrjóma- búi, er bændur geti sent mjólk til a 11 árið 0. s. frv. •Fyrirætlunin er því næst að láta mæla vandlega og rannsaka, hvað jörð- inátilísér: jarðveg, áveitustaði, blett til plægingar o. s. frv., og þá fyrst, er ábúendur hafa fengið áhuga á því að taka þátt í umbótum á býlum sínutu, að auka fjármagn félagsins með nýjum hlutabréfum og taka til við meiri hátt- ar mannvirki, fyrirhleðslu í Tungufljót, útgræðslu engja og túnbletta m. m.« Bittvað er af íslenzkum mönnum meðal hluthafa í félaginu, og er þess getið, að meiri hlutinu í stjórn þess séu eða eigi að verða íslendiugar. Ekki virðist vera nein þörf að am- ast við svona tilraun, ef henni verður stjórnað með ráðdeild og fyrirhyggju og félagið hefir þolinmæði til að bíða svo lengi sem þarf eftir arði af hluta- bréfum síuum. Gefist það upp áður, verður tilraunin naumast til annars en að auka vautraust á íslenzkum búnaði, ekki einungis meðal Dana — sem lítil er eftirsjá f — heldur meðal Íslandiuga. það eru þ e i r, sem eiga að hafa gagn af slíkum tilraunum. Danir hafa nóga gróðavegi aðra en íslenzkan landbúnað.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.