Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 2
30 ISAFOLD Ný verzlunarvara úr, stærstu beinin öll að minsta kosti, áður en kjötið er saltað. Fé!agið 8uðri. íti Hrossak.jöt til útflutnings. Fyrir fám dögum kom að máli við ísafold ungur bóndason borgfirzkur, er kvaðst vera nýkominn frá útlönd- um (á s/s Sterling) og hafa ferðast í haust og vetur um Skotland, Dan- mörku og Svíþjóð (nokkuð), í þeim erindum, að fræðast verklega um ný- jan atvinnuveg, gróðaveg fyrir landið. Það er að gera matvöru úr hrossa- kjöti og selja það öðrum þjóðum, rneðan íslendingar fást ekki til alment að leggja sér það til munns sjálfir. Hann kvað sér hafa blöskrað að sjá jafn-verðmætri fæðu kastað fyrir hunda og hrafna, eða hestskrokkana dysjaða, þegar búið er að birkja þá, og hefði hann því ráðist í að leita þetta fyrir sér, og reyna að fá hrossa- kjöt gert að verzlunarvöru. — Otilkvaddur og styrklaust? — Já, ótilkvaddur og styrklaust! — Og félaus, eða hvað? — Já, alveg félaus. — Og ókunnugur erlendis? — Já, engin kynni af öðrum þjóð- um önnur en að hann hefði verið nokkur sumur fylgdarmaður útlendra ferðamanna. Um erindislokin segir hann svo, að hann hafi komist í kynni við Sig- urð Jóhannesson stórkaupm. í Khöfn, er hafi leiðbeint sér og komið sér á framfæri við danskan stórkaupmann þar í bænum, S. E. Bruun, er reki meðal annars mikils háttar hrossakjöts- verzlun, eigi sláturhús á Rússlandi og annað í Svíþjóð, og hafi tekið vel í að koma upp hinu þriðja á íslandi, í félagi við þennan unga bóndason. Þetta á að gerast í sumar og slát- urhúsið að taka til starfa að hausti, — annaðhvort _ í Reykjavík eða á Akureyri, eftir því hvorn staðinn manninum lízt betur á. Aðallega er hugsað um afsláttar- hross. Yngri of dýr. Nema ef þau falla til muna i verði. Þá geta þau orðið markaðsvara til slátrunar. — Er ekki miklu betra kjöt af ungum hrossum en gömlum, einkum gömlum áburðarhrossum ? — Jú, en ekki þeim mun betra, að verðmunurinn náist. Enda kemur ekki gæðamunurinn fram verulega nema í því, sem er borið á borð eins og það kemur af skepnunni, að eins soðið eða reykt. En það er aðallega af bógum og lærum. Hitt, sem haft er i pylsur t. d., má vera eins af gömlum hrossum og ungúm. Sömu- leiðis er feiti, þarmar og bein jafn- góð vara af gömlu og ungu. Þarm- arnir eru mjög mikils virði, helmingi dýrari úr hrossum en sauðfé, sem Suðurlands-sláturhúsið fekk þó fyrir í haust 1500 kr. — Ern ekki afsláttarhross hér of mögur til manneldis? — Reykjavíkurhross, býst eg við. En i sveitum eru þau oft í góðum holdum. Það á að vera hægt að hafa þau það yfirleitt, þegar einhverju er fyrir að gangast og afurðir af þeim orðin góð verzlunarvara. — Hugsið þið ekki til að selja þessar afurðir hér alveg eins og er- lendis ? — Jú, sjálfsagt, ef þær ganga út og fyrir viðunaniegt verð. Hrossakjöt selst í Khöfn á 25—35 aura pundið eftir gæðum. Hér mundi að líkind- um mega selja það á 15—17 aura saltað, en 20 aura reykt. — Er nauðsynlegt að koma hér upp slátrunarhúsi til þess að geta hagnýtt hrossakjöt til manneldis? — Það yrði engin verzlunarvara að öðrum kosti. Hér kunna meun ekki þá aðferð að því, sem til þess þarf. Kjötið gengur alls ekki út erlendis nema með það sé farið eins og þar hafa menn vanist, bæði fyrirtaks- hreinlega og með vandlegri aðgrein- ingu eftir því, hvar af skepnunni kjötið er. — Og það hafið þér lært? — Já, eg hefi fengið rétta tilsögn i því. Sömuleiðis að ná úr beinun- um svo að vel fari. Þau eru tekin — Geta þá beinin verið góð út- flutningsvara sér í lagi, staðist flutn- ingskostnað o. s. frv. — Já, sú er reynslan annarsstaðar. Það eru 5 vörutegundir sem af hrossunum fást: kjöt, feiti (sem gera má úr. ágætan áburð), þarmar, bein og húðir. Húðirnar má herða eins og þær eru og selja hér, eða salta þær og senda út til verkunar (sútun- ar). — Má ekki súta þær hér? — Jú, líklega. En þær eru ann- ars sendar að jafnaði til Þýzkalands saltaðar. Það er betri markaður fyrir þær þar. Þar eru stórar verksmiðjur, sem gera úr þeim alldýra vöru og útgengilega með litlum kostnaði. — Hafið þér ákveðið og ábyggilegt loforð fvrir að sláturhúsið komist upp? Og hvað mundi það kosta? — Eg á það víst, ef eg get ábyrgst að það fái töluvert að gera, sem eg trúi ekki öðru en að eg geti, þegar al- menningur veit af þessu. Það er gizkað á að það muni kosta um 20 þús. kr. vSamsöngur. Hér var haldinn á síðustu helgi, 2 daga í röð, all-tilkomumikill sam- söngur undir stjórn hr. Sigfúsar Ein- arssonar söngskálds og með 3 nýjum lögum eftir hann, við þessar íslenzku vísur: Vorið er komið og grundirnar gróa (Þ. J. Th.), All af fækka umra skjól (Þ. E.) og Þú ert friður, breið- ur blár (Þ. G.), er áheyrendum gazt mikið vel að öllum, ekki sizt miðlag- inu, sem er efninu mjög svo sam- felt. Þau voru öll með há-íslenzkum blæ. Lagið við Vorið er komið 0. s. frv. einkarljúft og skemtilegt. Þau verða sjálfsagt mikið vinsæl. Höfuðþáttur í samsöngnum var hljóðfærasláttur þeirra frúnna Val- borgar Einarsson og Ástu Einarsson. Það var fræg tónsmiði eftir Beethoven (septett, op. 20), er þær léku saman á piano af tiltakanlegri list og prýði- lega samhentar, hvíldarlaust meira en hálfa stund, og var mesta unun á að heyra. Af því sem söngsveit hr. Sigfúsar Einarssonar fór með, auk islenzku lag- annanýju,kvað mest að brúðarsöngnum úr Lohengriu eftir Richard Wagner, í islenzkri þýðingu eftir Bjarna Jóns- son frá Vogi. Nýr söngmaður ungur, Einar Ind- riðason, söng tvö lög útlend (GounodJ með laglegum hljóðum, en eigi mikl- um, og skýrum framburði. Ekki er það minkunarlaust höfuð- staðnum, hve laklega samsöngvar þess- ir voru sóttir, til þess að gera, svo mik- ið sem var i þá spunnið og undir- búningurinn sýnilega mikill og mjög' vandaður. Hér getur ekki göfugri íkemtanir né veigameiri en slikir samsöngvar eru, auk þess sem höfuðstaðarbúar ættu að láta sér vera bæði ljúft og skylt að sýna maklega viðurkenning öðru eins eins starfi og hr. S. E. leysir hér af hendi. Það á að itreka samsöng þennan næsta miðvikudag, 26. þ. mán. Gufuskipin. Ceres (Gad) lagði á stað héðan sunnndagskveldið 16. þ. m. til Anst- fjarða og þaðan út, með millilandanefndar- mennina alla — ætlaði að taka Jóhannes sýslumann á Seyðisfirði — þar með ráð- gjafann. Þær sigldn og með mönnnm sin- nm, ráðgjafafrúin og konur þeirra Skúla Thoroddsen og Jóns Magnússonar skrifstofu- stjóra, ásamt kjördóttnr þeirra hjóna, jnng- frú Þóru. Ennfremur Ásgeir Sigurðssoa konsúll, Eorherg simastjóri, Bjarni Benev diktsson kaupmaður frá Húsavik 0. fl. S/s Sterling (Em. Nielsen) kom í fyrra dag af Vestfjörðum, með nokkuð af far- þegum, en ekki alla, sem til stóð — komst ekki inn á Stykkishólm fyrir byl, beið þar úti fyrir nær sólarhring, og skildi þar eftir kaupmennina Einar Markússon, Sæmund Halldórsson og Jón A. Egilsen. — Fer, 4 morgun til útlanda. U! Þeir, sem vilja taka að sér að halda uppi ferðum ura ísafjarðardjúp frá 1. maí til 1. nóv. næstk., sendi tilboð um það til nefndar, er sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu hefir kosið til að semja um málið. — Tilboðin þurfa að vera komin til nefndarinnar fyrir 15. april næstk. Opinber styrkur til ferðanna verður um 3000 krónur og lætur nefndin að öðru leyti i té allar upplýsingar, er menn kunna að óska þessu viðvíkjandi. í nefndinni eru: Sigurður Stejánsson, prestur í Vigur; Jón Laxdal, verzlunarstjóri á ísafirði; Halldór Jónsson, búfræðingur á Rauðam. Því nafni nefnist félag, er búnað- arnemendurnir við Þjórsárbrú (20. jan. til 1. febr.) stofnuðu með sér. Því er ætlað: 1., að vinna að því eftir megni, að ályktunum þeim, er samþyktar hafa verið á f undum búnaðarnáms- skeiðsins þ. á., verði ráðið til lvkta og framkvæmdar eins og til var ætlast, einkum um stofnun og viðgang ung- mennafélaga og málfunda; 2., að ryðja braut þeim tillögum og bendingum, er komu fram í fyrirlestr- um kennaranna við búnaðarnáms- skeiðið; 3., að vinna að því, að slík búnað- arnámsskeið verði haldin við Þjórsár- brú eftirleiðis, og að þeir gangi í fé- lagið, er þau sækja; 4., að styðja og efla hvers konar umbætur og framfarir í þeim héruð- um, er félagið nær til, og hafa vakandi auga á öllu þvi, er verða má þjóð- inni í heild sinni til gagns og gengis. Formaður félagsins er Ólafur ís- leifsson dbrm. við Þjórsárbrú. Reykjavíkur-annáll. Borgarstjóraembættið kom bæjarstjórn sér saman um á siðasta fundi að auglýsa laust, og skyldi umsókn um það sand til bæjar- stjórnar fyrir 1. mai. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórn á siðasta fundi á þessum húseignum i kr.: Magnúsar Blöndahl, Lækjárg. 6 A 26,671 Bergsteins Magnússenar, Hverfisg. 34 14,460 itetils Þorsteinssonar, Helgastöðum 14,232 Guðrún r Árnadóttur, Brautarholti 4,001 Danska samsöngva stendur eða stóð höf- uðstaðarbúum til boða að heyra í sumar, hefði bæjarstjórn viljað styðja það fyrir- tæki. Hún synjaði á siðasta fundi mála- leitun fyrir hönd hljóðfæraleikarafiokks i Khöfn, er söngskáldið August Enna stýrir, nm að sjá þeim fyrir ókeypis vist hér á meðan, hljóðfæri við samsöngvana, sam- söngssal 0. s. frv. Erfðafestulönd. Bæjarstjórn hafnaði á sið- asta fundi forkaupsrétti að þessum erfða- festulöndum, er Ásgeir kaupra. Sigurðsson selur verzlunarhúsinu Copland & Berrie Ltd. í Edinbnrgh fyrir 56,676 kr. Bókbindaravelli .... 11,058 ferálnir Helgastaðabletti . . . 4,050 — Hraunprýðislóð .... 13,230 — Fasteignasala. Þinglýsing frá síðasta bæjarþingi: Guðmundur Guðmundsson selnr 19. febr. Ásmundi Guðmundssyni hálfa húseign nr. 25 við Be’gstaðastræti á 1150 kr. Jens B. Waage selur 10/IO ’06 Axel Carl- quist ‘/8 af 10,000 ferálna lóð við Skóia- vörðu tig á 339 kr. Hjúskapur. Friðrik Ágúst Pálmason (Rauð- arárstíg) og ym. Sigriður Jónsdóttir 15. febr. Lausn frá prestskap hefir fengið 20. þ. m. Janus prófastur Jónsson að Holti í Önundarfirði, v. 1876. Sjómenn eiga kost á að vátryggja sig með vildarkjörum í Dan (sjá augl. á 4. bls.) og ættn sizt að leggjast það undir höfuð nú fyrir vertiðina. Veðrátta vikuna frá 16. febr. til 22. febr. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s — 6.5 - 9.0 -P 7.3 -i-12.4 — 6.0 + 1.0 M -3- 2.6 - 5.5 -P 7.0 — 6.8 4- 0 9 + 2.3 Þ -P 0.8 - 3.5 — 7.7 -4-12.0 4- 4.9 -4 0.3 M -f 0.1 - 2.2 4- 4.0 4- 7.0 + 0.5 -4 15 F — 3.5 - 7.4 -3- 6.0 4-11.0 + 3.5 + ií.2 F — 0.4 - 4.5 - 6.0 4- 6.6 -4 3.5 + 7.7 L fi- 1.0 - 1.2 -r 3.0 4- 6.0 -4 4.5 4- 20 Eftirmœli. |>að hefir dregist lengur en skyldi að geta láts emnar hinna merkustu gamalla kvenna í Eangárvallasýslu, Guðrúnar Halldórsdóttur frá Reyðar vatni, sem andaðist þar 22. júní 1906, rúmlega níræð. Hún er fædd að Eeyð arvatni 16. júní 1816. Foreldrar henn- ar voru Halldór Guðmundsson Brlends- sonar á Keldum og.. Ingibjörg Hall- dórsdóttir, ættuð úr Ölfusi. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Reyðar- vatni þar til er hún var á 17. ári, en þá giftist hún 1. nóv. 1832 fyrri manni sínum Böðvari Tóma3syni, sem hafði ári áður gerst ráðsmaður að Reyðar- vatni, frá Sámsstöðum í Fijótshlíð. Fyrstu hjúskaparárin dvöldust þau á Reyðarvatni; en 1834 fluttust þau að Reynifelli og bjuggu þar fram til 1836. f>á fluttu þau aftur bú sitt að Reyðar- vatni. |>ar átti hún heima æ síðan tíl dauðadags, að 4 árum undanteknum, er hún varð 1 bili að yfirgefa þetta æsku- og óskaheimili sitt, vegna sandauðnar, sandárið og fellisvorið mikla 1882. f>á raátti heita að Reyðarvatn væri sand- kafið og lítt byggilegt, eins og fleiri Jarðir þar um slóðir. |>eH8* * kjó ;bún 4 Efra-Langholti í Hrunamanna- hreppi; en fluttist þaðan aftur til son- ar síns Tómasar Böðvarssonar á Reyð- arvasni vorið 1886, og þurfti eigi að hverfa þaðan Iffs úr því. Allan búskapartíraa sinn bjó Guð- rún sál. blóma og rausnarbúi, og var heimili hennar jafnan talið eitt hið glæsilegasta og góðfrægasta þar í sveit á þeim tímum. Bnda var hún í hví vetna kvenskörungur mikill: — full af tápi, fjöri og röskleik, samfara góðri ráðdeild, þrifnaði og þolgæði; þurfti hún oft á því öllu að halda við for- stöðu slíks stærðarheimilis^ og upp- eldi fjölda barna, auk ails annars. Hún eignaðist með fyrra manni sínum 11 börn: 6 syni og 5 dætur. Af þeim komust 7 upp, er öll hafa gifsfc og orðið nýtir menn. Meðal þeirra er Tómas bóndi á Reyðarvatni, sem mörg- um er að góðu kunnur. Hjá honum dvaldist hún i góðu skjóliöll sín ekkju og elliár til dauðadags. Enda voru öll börn Guðrúnar sál. dáin á undan henni, nema Tómas, og Helga kona Jakobs fyr hreppstjóra í Auðsholti í Ölfusi. Böðvar mann sinn misti hún 18. júnf 1870, eftir farsæla sambúð í 38 ár. En rúmu ári sfðar giftist hún annað sinn, Helga Bjarnasyni, og lifði með honum til 1887; þá misti hún hann. það bjónaband var barnlaust. Hispursleysið var eitc af aðalein- kennum Guðrúnar sál., samfara einurð og hreinskilni. Mannamun kunni hún ekki og vildi ekki kunna, annan en gæða mun eða mannkosta; mundi henni hafa verið sama, hvort hún átti við konung eða kotung, miljónamær- ing eða öreiga. Hún mundi hafa met- ið báða og gjört báðum jafnt fyrir jafna kosti; sjálfsagt hafa virt þann meira sem var innrætisbetri. Á heimili sínu var hún sjórnsöm, starf3öm og mikilvirk, og röggsamleg til alira ráða og dáða, einnig fyrir- hyggjusöm og framsýn kona. Til marks um það skal þess getið: að hauBtið eftir grasleysissumarið 1881, en fyrir fellisvorið 1882, vildi hún fyrir hvern mun láta skera sem mest af fénaði búsins — vildi ekki treysta komandi vetri, þ. e.: ekki setja fjölda fjár á vetur án þess að fóður væri til handa því. En eins og flestir aðrir tímdi bóndi hennar ekki að lóga pening sínum svo mjög, en sefcfci líkt og aðrir mikið á vogun. Eigi fekst Guðrún þá meira um það, — var ekki að nöldra og kæra, eins og sumir, þá þeir eru ráðum bornir. En um vorið (1882), þegar féð var borið beim og lá dautt í hrönnum, og henni eitt sinn varð litið á þá sorglegu valkesti, varð henni þetta að orði: »þar kom sá sem tímdi að skerai; og svo var ekki meira um það. Svona var hún í flestu raun- góð og traust. þá var ekki ónýtt að leita ásjár til hennar, er í nauðir rak, og mátti því margur hrÓBa; því hún var mjög hjartagóð og hjálpsöm bág- stöddum — eftir þvi snarráð og fylg- in sé til framkvæmda; — má til slíks höfðingsskapar telja það, að auk þeirra mörgu barna, er húu átti sjálf, fóstr- aði hún að miklu eða öllo leyti upp 3 börn. Og ótaldir verða þeir mörgu, sem hún greiddi fyrir — bæði eldri og yngri. Til þess hafði hún og sér- stakt færi, þar sem hún var ljósmóðir í Rangárvallahreppi 28 ár. þeim starfa gegndi hún ekki síður en öðru með sérlegum dugnaði, þolgæði og hepui, ávann sér með því, eins og flestu öðru, velvild, virðingu og traust allra á sín- um tíma. Guðrún sál. var á yngri árum vel á sig komin: rúmllega meðallagi há, vel vaxin, fríð sýnum, svipmikil og sviphrein, og að öllu hin gervilegasta. Henni svipaði einna helzt til Bergþóru gömlu — og mátti, eins og hún, nefn- ast »skörungur mikill og drengur góð- uri; svo munu og allir minnast henn- ar, sem hafa þekt, og óska, að slíkar væru sem flestar íslenzkar konur. Gamall ndbúi. Hinn 27. oktbr. f. á. andaðist á heiraili sfnu Álftárósi í Mýrasýslu bændaöldungurin Erlendur Sigurðsson, eftir 65 ára búskap á þeirri jörð, rúmra 85 ára að aldri, fæddur 21. júlí 1822. Hann var tvíkvæntur, og faðir 11 barna. Fyrri kona hans (1842— 1886) var Guðný Einarsdóttir; hún dó 11. okt. 1886, 88 ára gömul. Síð- ari konu sína, Bjarndísi Sigurðardóttur gekk hann að eiga 11. ágúst 1888; hún liflr mann sinn. Erlendur sál. var lengstum búskapar síns við mjög góð efni; enda var hann um 40 ára tíð til allra stétta hæstur gjaldandi sveitar sinnar (Alftaneshrepps), og mun tillag hans til fátækrasjóðs þá gjarnast(hafa verið frá 15—20 vætt. á landsvísu. Auk þess var hann bjargvættur sveit- unga sinna, þegar á lá, og bætti tíðum drengilega úr heyja og bjargar skorti. Erlendnr sál. var þéttur í luud, dulur og ókvartsamur; sérlega tryggur og vin- fastur maður, umhyggjusamur húsfaðir við skylda og vandalausa, og bezti ná granni. Hann var og trúmaður í betra eða bezta lagi. Einn af vinum hans. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Nauðungaruppboð á búseign nr. 29 við Hafnarstræti á Akur- eyr> 29. mai. Austurhelmingi húseignar nr, 24 við Laugaveg í Rvík 21. marz. (Ekki hluta Gísla kaupm. Jónssonar). Innköllun erfingja dbús Runólfs Þorsteinssonar frá Bakkagerði i Borgarfirði_eystra, 6 mán. frá 5. marz. 4 herbergi og eldhús með stóru eymslurúmi fæst leigt 14. maí i góðu húsi miðbænum. Ritstjórinn viaar á. Um leið og eg þakka viðskiftavin- um mínum fyrir undanfarin viðskifti, vil eg tilkynna þeini, að eg frá i. marz næstk. hætti allri verzlun með n}>tt kjöt. Allskonar niðursoðnar vörur, sem vert er að kynna sér verð á, smjör, smjörlíki, ostar, kæfa, tólg o. fl. verð- ur því eftir þann tíma selt í búð mrnni, Þingholtssræti i. Það, sem selt er í stærri kaupum, er afgr. í Pakkhúsdeildinni, inngangur frá Ingólfsstræti. Virðingarfylst Jón Þórðarson. Margra ára roynsla hefir sýnt og sannað a?) s j ó f ö fc era lang- ódýrast og lang-bezt hjá JES ZIMSEN. Boígarstjóra-embæi í Reykjavík verður samkvæmt lögum nr. 86, 22. nóvember 1907 veitt frá 1. júli þ. á. um næstu 6 ár. Embættinu fylgja laun 4500 lcr. og skrifstofufé ijookr. Umsóknir ber að senda bæjarstjórn- inni fyrir 1. maí þ. á. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 20. febr. 1908. cTCaílóór HDaníolsson. Sjómenn hafa lýst því yfir, að hvergi hér í bæ fáist betri eða ódýrari sjófatn- aður en í verzlun Jóns Þórðarsonar Þingholtsstræti 1. Húsnæði tii leigu á góðum stöð- um frá 14. maí næstkomandi. — Hús til sölu ennfremur/ Semja ber við Þorstein Gunnarsson, Þinsholtsstræti 8. i þjnglioltsstræti \ er orðlögð fyrir hvaðsaumaðsé vand- að og fötin fari vel. Ýmsir af fín- ustu herrum bæjarins hafa látið sauma á sig og ekkert mishepnast. Erfiðismenn og sjómenn ættu að nota sér það lága verð, sern er á til- búnum fötum, saumuðum á þessari saumastofu. Kostakjör. Frá 23. þ. m. til 4. marz verða ýmsar nýjar vörur, bvo sem: vetrar- húfur margar tegundir, sokkar og skóhlífar af öllum stærðum og fl., seldar með mjög niðursettu verði í verzlun Sveins Ingvarssonar á Laugaveg 57. Jöröin Bakki i Melasveit fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jörð- in liggur við sjó, hefir stór og grasgefin tún, ágætar ntantúnsslægjur, gott beitiland, nokkra selveiði, eggvarp, mótak rétt við túnið, — góðir borgunarskilmálar. Semjið við undirritaðan, fyrir næstk. marzmánaðarl. Kalastaðakofi 14. jan. 1908 Jón Sigurösson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.