Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.02.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 31 r A víð og dreif. iii. Grundvöllur sjálfstæðisins. Gísli heitinn Ásmundsson á Þverá, hálfbróðir Einais í Nesi, var ein- hver merkasti bóndi hér í sýslu fyrir margra hluta sakir, á sinni tið. Hann var gáfumaður og búmaður roikill, svo að hann kostaði 4 ung- linga til æðri menta; bjó þó á harð- balajörð, hlunnindalausri. Hann sagði eitt sinn, svo að eg heyrði: Hér á landi getur ekki búskap- ur þrifist nema með meiri at- orku og meiri sparsemi, heldur en alment gerist. Eg heti veitt því eftirtekt, síðan eg komst á legg, að þeir einir menn koma fyrir sig fótunum og standa uppréttir til lengdar, sem fylgja þess- ari reglu. Þvi er nú ver og miður, að sú ástríða fylgir þorra manna alla æíi, að hfa fram yfir efnin. íslendingar búa of margir í sskulda- hrepp og lánasýslu«. Svo hefir það verið. Og sú lífsregla fer nú ekki þverrandi. Margur maður heíir flotið lengi á þennan hátt og aldrei sokkið alveg. En þeir menn hafa jafnan notið að annarra manna. Náungar þeirra og frændur hafa hlaupið undir bagga, hjálpað þeim um ábyrgðir og lán, og troðið í fleytuna þeirra, þegar hún hefir ætlað að sökkva undir þeim sökum skuldalekans. Og þeir sem hafa hjálpað þann veg, hafa jafnan verið atorkumenn og sparnaðar. Það fylgir skuldaþrjótun- u,tb að þeir vinna sjaldan ttema stop- ult og lítið. Þeir eru á sífeldu ferða- Hgi, vegna skuldaveltunnar, sem þeir hafa með höndum. Og smátn sarnan venjast hendurnar á er vinnan afrækt. að vera góður, þegar hugur mikils hluta þjóðarinnar stefnir hátt og von- ar mikils. Þjóðin vill afla sér sjálf- stæðis og hefir von um að fá það. Eti til hvers er sjálfstæði á þjóðmála- vísu, ef fjárhags-sjálfstæðið brestur? Þetta er eitt aðalatriðið, sem kosn- ingarnar næstu hljóta að snúast um. Kjósendur, verða að gera sér glögga grein fyrir vilja sínum í þessu efni. Þeir eiga að skera úr með atkvæða- greiðslu sinni, hvort eyðslubelgir eiga að hafa lyklavaldið i höndum eftir- leiðis eða sparsamir menn. Ef þjóðin er svo lítils háttar í skapi sínu, að hún kýs þann kost til handa Fjallkonunni, að hún búi í »skulda- hrepp og lánasýslu«, þá má hún kenna sjálfri sér um afleiðingarnar. Henni er innan handar að heimta lyklavöld landssjóðs úr höndum þeirra manna, sem koma landinu i kröggur, og fá þau hinum, sem líta á landsbúskapinn því líkt, sem Gísli á Þverá leit á sveitabúskapinn. G. F. Þjórsárbrúar- námsskeiðið, tr> vasana. En þá En þó að það sé ilt fyrir einstak- linginn að vera í skuldaviðjum, þá er það þó enn verra fyrir þjóðina. Það er og verra fyrir okkar þjóð en aðrar þjóðir að lenda í skuldum, sökum þess, að »sverð drottins* hangir yfir höfði Fjallkonunnar alla tíð. Eg á við það, að eldgos og hallæri geta komið yfir þjóðina, eins og fugl úr bláu klæði, og sorfið fast að börnum hennar. Þjóðin þarf að eiga fé i sjóði til að geta staðist þess háttar að- kast, ef í nauðirnar rekur. Þetta vakti fyrir gömlu mönnunum, sem stýrt hafa þjóðarskútunni alt til skamms tíma. Þeir hugsuðu því líkt sem gömlu bændurnir, er neituðu sér um munaðinn, til þess að hafa heldur eitthvað handa í milli. Þetta atferli hefir verið kallað, í smánarskyni, að »safna aurum í sjóvetling«. En þó að svo kunni að vera, að þessi að- ferð sé eigi stórmannleg, þá er hún samt góð og ttauðsynleg, eftir þvi sem landsháttum og atvinnuvegum er háttað 1 landi voru. Og ef það er rétt, sem Gísli Ás- mundsson sagði um búskapinn 1 land- inu, þá er það satt og víst, að þjóðar- búskapurinn getur ekki þrifist, nema því að eins, að sparlega sé á fénu haldið, sem í landssjóðinn kemur. Þegar þeir menn hafa lyklavöldin í höndum að þeirri hirzlu. sem fé- glæframenn eru og eyðsluseggir, þá eru konmir vondir eyslar í góðan pott. Nú á hinum síðustu og verstu tímum er svo gálauslega haldið á fé landsins, að firnum sætir. Sá bóndi tnundi vera talinn ær og örvita, sem eyddi meira fé í versta ári heldur en nokkuru sinni i góðæri, þegar fésæld er fyrir hendi. Hann mundi vera kallaður fól eitt og afglapi. En er það þá síður vítaveit, þegar fulltrúar þjóðarinnar gera sig seka 1 því líku athæfi ? Siðastliðið sumar var eitthvert versta sumar í manna minnum um land alt. Og á þessu sumri er eytt fé landsins á allar lundir, bæði að þörfu og óþörfu, svo að nú er urn að litast 1 búrkistu Fjallkonunnar því líkt sem músavargur hefði komist í búrkistu á bæ. »Alt verður óhatningju íslands að vopni«. Nú hefði fjárhagurinn þurft Aðalt'undur Jarðræktar- félags Reyltjavíkur var hald- inn 20. Jebrúar Árið sem leið nam laDdssjóðstillagið 700 kr, en greiddi meðlitnum sínum vinnuatyrk er nam samtals kr. 665. Félagið hafði á árinu keypt sláttuvél- ina V í k i n g og á það hana og lánar þein? félagsmönnum sínum, sem þess óska. í sjóði á félagið nú við ára- mótin um 1900 kr. Vinna félagsmanna nam árið sem leið 2361 dagsv.; mestur hluti þess var túnaslétta, 1777 dagsv.; af því voru sáðsléttur meiri en nokkurntíma hafði áður verið. Hæstu dagsverkatölu, 310, hafði Pétur Hjaltested úrsmiður. Samþykt var að verðlauna vinnu fólagsmanna þetta ár með sama hætti og áður, eða 2y2 kr. fyrir hver 10 dagsv. Vegna þeirra örðugleika sem reynst hafa á þvf að fá plægingamann, var samþykt að veita til þess uppörfunar- styrk alt að 100 kr. og eigi meira en 20 aura fyrir klukkustund. Talið ver æskilegt, að fólagsmenn færu að nota tilbúinn áburð meir en þeir hafa gjört hingað til, og í þvf skyni veitti félagið uppörvunarstyrk alt að 100 kr., og veitist styrkurinn með alt að 20% af verði áburðarins, þó eigi meira en f eina dagsláttu hjá hverjum fólagsmanni. Félagið ætlar sér því að panta áburð fyrir þá félagsmenn, er þess kunna að óska og gefa sig fram um það í tíma. Stjórn endurkosin: Einar Helgason, Halldór Jónsson, þórhallur BjarnarBon. Mannalát. Jens Halldórsson smiður Seyðisfirði rúmlega sjötugur. Runólfur fiorsteinsson, fyrrum bóndi á Bakka í Borgarfirði eystra, á áttræðisaldri, blindur, drakk í ógáti kreólfn-blöndu og hlaut bana af. Valdemar Valtýsson bóndi á Jöknlsá f Borgarf. (bróðir Helga kennara Valtýssonar) vaskleikamaður, rúmlega tvftugur, fekk lungnabóigu upp úr mislingum. Ingibjörg Jónsdóttir, tengda móðir Ólafs útvegsbónda Péturssonar á Landamóti í Seyðisf., 82 ára. f>etta fólk hefir alt látist í mánuð- inum sem leið. Botnvörpungur sökk enskur fyrra laugardag, 15. þ. mán., hér utan til í flóanum, nálægt Garð- skaga, fyrir ásigling annars botnvörpu skips sömu þjóðar. Lord Rosebery hét það sem sökk, en hitt Gaul, og láDaðist þvf að bjarga mönnunum af hinu um leið og það sökk, við illan leik þó. Gaul hafði siglt með bundnu stýri og allir skipverjar undir þiljum, að borða. |>að rendi stefninu inn í miðja hlið hins skipsins. |>að skrapp hér inn á höfn til vistakaupa, en hélt síðað til Englands með skipbrotsmenn- ina. Jón forseti botnvörpungur (skipstjóri Kolbeinn Þorsteinsson) kom inu f gær eftír viku útivist, með um 14000 fiska, er hann hafði aflað fyrir Vestfjörðum mest og nokkuð í Jökuldjúpinu. Druknan. f>að slys varð nýlega vestur á Breiða firði, að bát hvolfdi í lendingu við Haga á Barðaströnd, á heimleið úr Flatey, og druknaði formaðurinu, KristjáD Snæbjörnsson, bóndi 1 Haga, ungur efnismaður mikill, son- ur Snæbjarnar hreppstjóra í Hergilsey Kristjánssonar. Aðrir björguðust. Hér er frekari skýrsla um það en í sfðasta bl., er samið hefir aðallega þar til kjörin, undirskrifuð nefnd. Af nemeudunum 50 voru 35 úr Ár- nessýslu, 9 breppum, og 15 úr Rang árvallasýslu, 7 hreppum þar. Tólf voru bændur. Að meðtöldum aðvifandi áheyrendum var tíðast húsfyllir við fyrirlestrana, alt að 100 manns stundum. f>ar á með al voru gamlir, gráhærðir öldungar, sem hlýddu á erindin með mikilli at hygli. f>au voru um: jarðrækt (þar á með- al plægingar og sáning), girðingar, á- burðarhirðing, garðrækt. trjiíplöntun m. m. Enn fremur um skapnað hús- dýra og líffæri þeirra, sjúkdómsorsakir og ráð við þeim. Loks um kynbætur og fóðrun búpenings, meðferð mjólkur, fituhlutföll hennar o. s. frv. Dagskráin var þessi: Kl. 8%— 9% umræðufundur meðal nem- enda um námsgreinar frá deginum áður, uppl. o. fl. 9%—10% dagverður. 10%—11 söngæfingar. 11 — 3 fyrirlestrar. 3 — 4 miðdegisverður. 4 — 5 söngur. 5 — 7% umræðufundir. 7%— 8 leikfimi. 8 — 9 kvöldverður. 9 —10% íþróttir og skemtanir. Á hverjum fundi var kosinn fundar- stjóri og skrifari. í fundarbyrjun var sungið eitthvert ættjarðarkvæði. f>essi mál voru rædd og um þau gerðar fundarályktanir. 1. Búnað a rs a m vi nna í sveit- u m. Samþ. þessi tillaga: Fundurinn skorar á fundarmenn að vtnua að því, að koma á almennri fé lagevinnu við jarðabætur, hver í sinni sveit. 2. Íslenzkaríþróttir, skemt anir og ungmenDafélög. Nefnd var kosin til að gera tillögur t því máli. Hún lét uppi það álit sitt, að slíkur félagsskapur mundi vera mjög vel til þe88 fallinn, að veita þjóðinni andlegan og líkamlegan þroska, og að skipulag það, sem Ungmennafélög Reykjavfkur og Akureyrar hafa, muni vera hið bezta fyrir slíkan félagsskap. Sömuleiðis að afarnauðsynlegt sé fyrir framtíð þjóðar vorrar að æskulýður hennar eflist sem mest að lfkamlegri atgervi, og telur íþróttir forfeðra vorra, avo sem glímur, sund, skíðahlaup, skautaferðir, handahlaup, tafl o. fl. mjög vel til þess fallna. En með því að tiltölulega fáir leggja stund á þessar íþróttir, og ekkert sam- band milli þeirra, sem þær stunda, telur nefndin Bnjallast ráð til að gera íþróttirnar almennar, að ungmennafé lög komist upp sem víðast í sveitum landsins, og að æskulýðnr þjóðarinuar fylki sér sem þóttast um stefnuskrá þeirra. En stefnuskrá þeirra er í fám orðum 8Ú, að efla það alt, sem verða má þjóðlífi voru til gagns og sóma. Þess vegna telur nefndin sjálfsagt, að félög þessi starfi að því, að auka lestur góðra rita og bóka, gangast fyr- ir málfundum, styðja bindindismálið af alefli og gjöra yfir höfuð að áhuga- málum sínum alt það, sem getur orðið til gagns á stærri eða minni svæðum þjóðlffsins. — Nefndin hyggur enn- fremur, að líkur séu til þess, að þar sem ungmenDafélög komist á fót, geti þau stögvað þann fólksstraum úr sveit um til sjávarþorpa og kaupstaða, sem aukist hefir svo ískyggilega á síðari árum, og að þau að því leyti geti orð- ið þjóðinni til gagns. Beztu og beinustu leiðina til að koma upp þessum félögum telur nefndin vera, að þeir menn, sem áhuga hafa á raálinu, reyni að fá í lið með sér hina beztu menn sveitar sinnar, og starfi í sameiningu við þá, að stofnun ungmeunafélaga. Og hygg- ur nefndin, að vel geti slíkt félag orð- ið til gagns, þótt ekki séu nema fáir að byrja með, enda má telja þaðvíst, að þar sem slfkt félag kemst á fót, muni hinir betri menn fljótt fylgjast með starfi þess, sem á að stefna til svo góðs fyrir þjóðfélagið. Fundurinn telur mjög æskilegt, að ungmennafélög verði stofnuð sem fyrst í sveitum, þar sem þau eru ekki enn komin á fót, og skorar á fundarmenn að vinna að því eftir mætti. 3. Aðflutningsbannsmálið. Eftir langar umræður var samþykt Bvolátandi tillaga með 29 atkv. gegn 11: Fundurinn aðhyllist aðflutningsbann á öllu áfengi, þegar fengin er víssa fyrir því, að mikill meiri hluti þjóðar- innar er því fylgjandi. Ennfremur var samþykt svolátandi viðaukatillaga: Komi ekki lög um aðflutningsbann, telur fundurinn æskilegt að hækka toll á öllum áfengum drykkjum. 4. Borðhald í sveitum. Eftir talsverðar umræður var svo- látandi tillaga samþ.: Fundurinn telur æskilegt að sam- eiginlegt borðhald með knífum og göfl- um verði alment til sveita, þar sem húsakynni og aðrar ástæður leyfa, og telur sór skylt að styðja að því. 5. Mentun bænda. Sigurður Sigurðsson flutti erindi um það efni, og spunnust þar út af miklar umræð- ur. Erindið mun síðar verða birt á prenti. 6. Lífsábyrgðir. Samþ. svo- látandi þessi lillaga: Fundurinn álítur nauðsynlegt að tryggja líf sitt, og hvetur alla unga menn til þess. 7. HÚ88tjórnarnámsskeið fyrir húsmæður og hús- mæðraefni. Svo látandi tillaga samþ. : Fundurinn telur æskilegt, að um- gangskensla sú í matreiðslu, er ráð- gerð var á síðasta búnaðarþingi, kom- ist á fót sem fyrst í Árnessýslu og Rangárvalla. 8. íslendingar og útlend- i n g a r . Sigurður Sigurðssson flutti erindi um, hvernig nota ætti reynslu annarra þjóða í búnaði og öðru, og mintist um leið á það, hvað þingi og stjórn hætti við að taka útlendinga fram yfir inn- leuda menn til ýmissa sýslana og greiða þeim jafnvel hærra kaup en innlendum. 9. Blaðakaup og blaðalest- u r. Eftir langar umræður var samþykt þessi tillaga: Fundurinn telur æskilegt að menn kaupi í félagi helztu blöð vor, en gangi alfarið á snið við þau lakari. Samþykt var og þessi tillaga : Fundurinn skorar á alla bændur og bændaefni, er fylgjast vilja með í öll- um búnaðarmálum þjóðarinnar, aðganga f Búnaðarfélag íslands. 10. M ó ð u r m á 1 i ð. |>orfinnur |>órarinsson hóf þær umræður með fróðlegri tölu. Eftir langar umræður voru samþykt- ar þessar tillögur: a. , Fundurinn óskar eindregið eftir að íslenzka þjóðin hreinsi og fegri móðurmál sitt og haldi því hreinu og sérstæðu. b. , Fundurinn óskar eftir, að prest- ar reyni að afstýra því, að börn verði látin heita skrípanöfuum og fleiri nöfn- um en einu. c. , Fundurinn lýsir því yfir, að hann er mótfallinn ættarnöfnum. 11. Vátrygging nautgripa. Samþykt þessi tillaga: Fundurinn telur vel til fallið, að nautgripaábyrgðarfélög komist sem víð- ast á fót og helzt í hverjum hreppi. 12. Lestrarfélög. Samþykt þessi tillaga: Fundurinn telur nauðsynlegt, að lestr- arfélög komist sem fyrst á fót þar sem þau eru enn eigi til, og að valdar séu í þær góðar og nytsamar bækur. 13. Búnaðarnámsskeið við Jbjórsárbrú. í því máli er eftir- farandi áskorun send til Smjörbúasam bands Suðurlands: Með öruggri samfæringu og lifandi tilfinningu þess, að búnaðarnámsskeið það, seut nú er hér að enda, muni hafa víðtæk og vekjandi áhrif á alt félagslíf og framfaraáhuga hér í sýsl- unum, samfara því að auk þekkingu og búnaði, skorum vér á Smjörbúa- samband Suðurlands, að hlutast til um, að slíkt námsskeið verði haldið þar eftirleiðis. 14. Búnaðarsamband Suð- u r 1 a n d s. Málshefjandi Sigurður Sigurðsson. Að loknum umræðum samþykt svohljóðandi tillaga: Fundurinn telur nauðsynlegt að stofn- að sé bÚDaðarsamband fyrir Suðurland, og telur æskilegt að Sntjörbúasamband- ið gangist fyrir að koma því á fót. 15. Vátrygging sveita- bæja. Samþykt þessi tillaga: Fundurinn telur æskilegt, að bruna- bótafélög verði stofnuð í öllum sveitar- félögunum, og skorar alvarlega á fund- armenn að styðja að framgangi þess máls hver í sinni sveit. 16. Fráfærur. Um það mál komu fram ýmsar skoðanir, er hneigð- ust aðallega að því, að muni vera arð samast færa frá. 17. Uppblástur og sand- g r æ ð s 1 a. Málshefjaudi Einar Helga- son. Kosin nefnd er lagði fram itar- legt álit, er samið hafði |>orf. |>órar- insson frá Drumboddsstöðum. Tillög- ur nefndarinnar voru samþyktar, þess ar: a. , Fundurinn skorar á unga bú- iausa menn f Rangárvalla og Arness- sýslum, að bindast samtökum um að standa á verði mót uppblæstri lands ins, með því að vinna einn dag á ári að því, að hefta eyðing grasi gróins lands og að styðja að viðgangi melsins og annarra sandplantna, t. d. gulviðis og gráviðis, eða einhverju því öðru, er miðar til að klæða landið. b. , Fyrst um sinn skal þessi vinua í Rangárvallasýslu eingöngu ganga til að varna sandfoki og til sandgræðslu, en i Arnessýslu þarf ekki að binda sig við það eingöngu, heldur aðeins það, sem mest er um vert í hverri sveit. c. , Kosnir skulu 7 menn í hverri sýslu, Árness og Rangárvalla, til að koma málinu í framkvæmd út um hér- uðin. 18. Lýðskólar. Málshef jandi Sigurður Sigurðsson. þessi tillaga samþykt: Fundurinn álítur einkar-æskilegt að stofnaður verði lýðskóli eða uug- mennaskóli, fyrir Arnessýslu og Rang- árvalla, moð svipuðu fyrirkomulagi og er í sams konar skólum í Danmörku og Noregi, en með hlíðsjón á efnahag og ástæðum manna hér, og væntir þess, að sýslunefndir og hóraðsbúar þessara héraða vinni að því, að slíkur skóli komist á fót sem fyrst. 19. Dýraverndun. Samþykt þessi tillaga: Fundurinn óskar að, þau ungmenna- félög, sem þegar eru komin á fót og sfðar verða stofnuð, styðji að því eft- ir megui, að bæta meðferð á skepn- um, og minka mjög fugladráp og eggja- rán. Auk þess skorar fundurinn á alla fundarmenn, að gera alt sem í þeirra valdi Btendur til þess að tálma allri iilri meðferð á skepnum, og telur æaki- legt, að sem flestir riti vekjandi grein- ar í blöðin það áhrærandi. 20. Almennur kosninga- réttur. Samþ.: Fundurinn er því meðmæltur, að all- ir fullveðja menn, konur jafnt sem karlar, hafi kosningarrétt til alþingis o. s. frv. 21. Söngur í sveitakirk- jum. Um það mál urðu nokkrar umræður, og urðu fundarmenn á eitt sáttir um það, að söng f sveitakirkjum væri víða ábótavant. 22. Fjárhús og fjárhirð- i n g. i msar bendingar komu fram í umræðum um hagkvæmt fyrirkomulag á fénaðarhúsum 0. s. frv. og var samþ. þesBÍ tillaga: Fundurinn óskar þess, að bændur þeir sem eru eigi farnir að bæta fénaðar- hús sín, geri það sem fyrst, eftir því sem efni og ástæður leyfa. 23. Rætt um fólksstraum- inn úr sveitunum í kaup- s t a ð i n a. Um það mál urðu all- langar umræður, er lutu að því, að nauðsynlegt væri að hefta þann straum, og beutu á ýms ráð til þess. 24. Vigfús Guðmundsson í Haga flutti erindi um i ðjusem i, sparsemi og reglusemi, og var gerður að því góður rómur. Enufremur flutti Ólafur ísleifsson dbrm. fyrirlestur um það, hver áhrif vér hefðum á aðra með framkomu vorrí, og var lokið lofsorði á það er- indi. Var það ósk manna að báðir þeir fyrirlestrar kæmu á prent. Sunnudaginn 26. jan. fjölmentu nem- endurnir til Kálfholtskirkju, og voru kennararnir með í förinni; héldu nem- endurnir uppi söngnum í kirkjunni við messugerðina. — Að henni lokinni var öllum boðið inn , og þágu góðan beina hjá presti, síra Ólafi Finnssyni. Við lok uámsskeiðsins, 1. febr., buðu Árnesingar Rangæingum til samsætis, ásamt Sigurði Sigurðssyni, er einn var eftir kennaranna, og húsbændunum beggja vegna við brúna. — Kjartan Guðmundsson plægingarmaður hafði orð fyrir hönd Arnesinga og bað Rang- æinga vera velkomna. Af hálfu Rang- æinga þökkuðu þeir Guðjón Jónsson í Bjóluhjáleigu og f>orsteinn Jónsson á Hrafnstóftum. Sig. Sigurðsson mælti fyrir minni nemeDdanna, og enn fleiri ræður voru haldnar, fyrir minni ís- lands 0. s. frv. Við þjórsárbrú 1. febr. 1908. Bergur Jónsson, Skálholti. Bngilbert Sigurðsson, Kröggólfsstöðum. Guðjón JónSson, Bjóluhjáleigu. Samvizku-önot. Síðasta Lögrétta flytur þjösnaleg hrakmæli um Guðmund Friðjónsson. Nánasta tilefnið virðist vera saman- burður hans hér í blaðinu nýlega á heiðurslauna-verðleikum skáldanna Ein- ars Hjörleifssonar og Guðm. Magnús- sonar. Naumast er til það mannsbarn í stjórnarliðinu, sem finnur ekki með sjálfu sér, bvílík fjarstæða það er, að gera þá jafna, E. H. og G. M., og kátbroslegri vörn er varla hægt að hugsa sér en að láta það helgast af dálitlum vaxtamun á því, sem birzt hefir eftir þá af skáldritum. Það veit hvert mannsbarn í stjórnarliðinu, hvað þá aðrir, að hefði E. H. verið stjórn- arinnar megin í landsmálaskoðunum, en hinn meðal stjórnarandstæðinga, mundi þeirra hafa verið gerður helm- ings rnunur í minsta lagi í verðlauna- veitingu, ef G.M. hefði þá einu sinni verið látinn hafa nokkurn eyri. Það er ilt að verjast þeirri hugsun, að meiri hlutinn á þingi líti stundum á landssjóð eins og herfang, er hann eigi með að skifta á meðal sinna manna. En samvizku-ónot út af því hrist af sér með hrakyrðum um þá, sem gerast svo djarfir að hafa orð á því, eins og G. F. gerði um daginn. Menn, sem varpað hafa smámsam- an fyrir borð hverri hugsjóninni á fætur annari til að koma sjálfum sér áfram og til að þóknast valdhöfum, sem brotið hafa af sér mætra manna fylgi og hollustu, ausa þá auri illyrða og lastmæla, sem fylgja fram fögr- um hugsjónum og frjálsmannlegum, tneð þeirri elju og röggsemi og þeirri frumlegri ritsnild, sem G. F. á Sandi er lagið, og virðandi vettugi vel- þóknun allra höfðingja og hylli alþýðu, ef þvi er að skifta, — umkomulaus alþýðumaður, sem hefir ekkert við að styðjast í baráttunni fyrir því, sem hann hyggur rétt vera, gott og fagurt, annað en sína fágætu andans atgervi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.