Ísafold - 22.04.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.04.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisyar i viku. Yerí) árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Dppsögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blabib. Afgreidsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík miðvikudaginn 22. apríl 1908. 19. tðlublað I. O. O. F. 894248 V,. áagnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spítal. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Fllutabankinn opinn 10—2 ^/a og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm, fundir fsd. og sd. 81/* síðd. Landakotskirkja. Guðsþj.OVa og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 104/a—12 og 4 5. Landsbankinn 10^/a—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8.' Landsskjalasafnið á þrdM fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripa^am á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. !!-■_ Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 2 i/2_5i/2 í Austurstræti 20. Peningavandræðin. Þeim þokar niður lítils háttar, banka- vöxtum í löndunum, sem islenzku bankarnir eiga viðskifti við aðallega eða nær eingöngu, og færa þá þeir, bankarnir hérna, niður vexti hjá sér alveg eins, báðir samtaka og samtím- is. Þeir munu bjargast mest á lán- um þaðan, og geta því ekki lengra farið. En sú niðurfærsla liðkar sama sem ekki neitt eða alls ekki um peninga- markaðinn, hvorki þar né hér. Þar er lengi verið að rétta við eft- ir bankaófarirnar í vetur í Khöfn og hinar og þessar misfellur aðrar, er þá urðu almenningi kunnar. Annar bankinn þeirra tveggja, er þá komst í þrot í bili, reynist haía glatað öllu sínu hlutafé, 12 miljónum, og öllum sínum varasjóð, og skuldar þar að auki nál. 5 milj. kr. Það er Detailhandler-bankinn. Hlutabréf hans seldust í áliðnum f. mán. á 5 8/4 af hundraði, en síðan alís ekki. Hinn, Grundejer-bankinn, var að vísu betur staddur rniklu; en niður í 24^/2 af hndr. voru hlutabréf hans komin, er síðast höfum vér spurn af. Þetta kemur til muna við suma stærri bankana, er lánað hafa þessum hálfhrundu bönkum allmikið fé, auk þess sem þeir hafa 5 saman tekist á hendur 10 milj. kr. ábyrgð fyrir þá, móts við aðrar 10 milj. ur rikissjoði, til þess að íirra almenning enn til- finnanlegra tjóni. Undirrót þessa er, eins og oft vill verða, heldur djarflegt gróðabrall og oíraun fjárhagslegs máttar og megins ýmissa fésýslutnanna og atvinnurek- and.a. Meðal auiars er þess getið um þá Khafnarborgara, er hafa sér að atvinnu húsagerð, að þeir hafi kostað til nýrra húsa, er ekkert fæst eftir, alt að 200 miljónum króna. Þar af fullyrða fjárhagsvitringar, að sem svar- ar 100 milj. kr. í minsta lagi muni engan arð bera nokkurn tíma. Því fé muni vera á glæ kastað fyrir fult og alt. Öðrum þræði eru danskir fasteigna- menn, sem mælt er að lánað hafi hjá öðrum þjóðum fyrir milligöngu sinna sérstaklegra peningalánsstofnana einar 700 miljónir króna, einkum Englend- ingum og Frökkum, en þar kviknað uokkur tortrygni og lántregða fyrir álitshnekki þann, er óeðlilega háir bankavextir gera landinu, — undar- lega háir við það, sem gerist annars- staðar eða með höfuðþjóðum álfunn- ar. Þessu líkt er ástandið annarsstaðar á Norðurlöndum, í Svíþjóð ekki sízt og sömuleiðis í Norvegi. Þessa gjalda íslenzku bankarnir, þótt ekki hafi til unnið, og það með tvennum hætti. Þeim verða lán afar- dýr og torfengin þar, sem svona er ástatt og í garðinn búið, og í annan stað verðbréf þeirra torseld, meðan svo stendur. Hér hefðu ekki orðið nein vand- ræði á ferðum, ef Landsbankinn hefði getað fengið kaupendur að þeim 2 milj. í nýjum skuldabréfum, er siðasta þing veitti houum heimild til að gefa út, eða Hlutabankinn fengið kaupend- ur að þeim 2 miljónc.11 í nýjum hluta- bréfum, er þá var og fengin lagaheim- ild fyrir. Hann þóttist heppinn að geta selt i vetur þessa 1 miljón í bankavaxtabréfum. En það hrekkur skamt. Hvorugur þessi veltufjárauki kemur að notum fyr en eftirspum fer að verða eftir þeim verðbréfum erlendis. En það verður naumast fyr en þar greiðist til mikilla muna úr peninga- hag almennings og bankavextir lækka stórum. Þess er engin von, eftir öll- um atvikum og ástæðum. Það hefir lengi vakað fyrir mönn- um, sem sjálfstæði vort bera fyrir hrjósti, fjárhagslegt ekki síður en stjórnskipulegt, hve ólíkum mun betra væri fyrir oss að eiga oss fjárhagsbak- hjarl vestan Englandshafs en austan. Þar ætti bankarnir að hafa sín aðal- viðskifti, koma verðbréfum sínum par á markað og geta pangað flúið í lán- tökuþörf. Þar eru nú, í Lundúnum, bankavextir 3 — 3 l/a af hundraði, í stað 6—6 x/2 af hdr. í Danmörku og Skandínavíu. En því er nú ver og miður, að ekki er auðhlaupið að þeim vistaskift- um. Svo mikill sem er ókunnugleikinn danski á oss og vorum högum, þá eru þó til þar og annarsstaðar um Norðurlönd nfikils megandi menn, sem vita töluverð deili á mörgu hér, er lýtur að fjárhagsástandi þjóðarinn- ar. En þar, í brezka fjármálaheim- inum, varla nokkur maður. Sænfilega hagfelt viðskiftasamband við enska banka er að svo stöddu ófáanlegt af þeirri ástæðu, enda kem- ur heim við kunnugra manna frásögn, sem á því hafa vakið máls lítillega. Vér erum í enskra bankaburgeisa aug- um bæði ofursmáir og auk þess ut- an við mentaðan heiin, sem þeir kalla, peningaheiminn. Eina leiðin væri sjálfsagt að ná sér í öflugan og mik- ils háttar meðalgöngumann. En hver getur þá ábyrgst, að sú meðalganga mundi ekki verða svo dýr, að hún æti upp hagsmunina? — Sízt er við því að búast, að gripið verði til þess bakhjarls, nú í snatri, er hin fyrri bilar. Slíkt á langt í land, þarf ræki- legan undirbúning. Nokkrar ýkjusögur munu ganga um þessar mundir af lántregðu í bönkun- um hér. En töluverð er hún vafa- laust þó, og — ekki nema eðlileg, eftir öllum ástæðum og atvikum. Landsbankinn veitir að sögn alment lánbeiðendum einhverja úrlausn, oft sjálfsagt mjög smáa. Hinn mun fær- ast fult eins mikið undan nýjum lán- um, en hefir þó stutt alt til þessa meiri háttar fyrirtæki með stórlánum, t. d. botnvörpuútgerðina íslenzku og vélarbáta; sömuleiðis landbúnaðarfyr- irtæki. Landsbankinn mun vera enn aðalathvarf þilskipaútvegarins gamla. Hin mikla árgæzka til sjávarins fel- ur að svo stöddu í sér einu vonina um bráðlega viðrétting peningahörg- ulsins í bönkunum, ef sjávarvaran helzt i góðu verði og selst fijótt. Að öðru leyti er útlitið næsta ískyggi- legt, og batnar ekki fyrir ásakanir um það, sem enginn getur við ráðið. Bæjarbruni. Mánudag 13. apríl brann bærinn á Víðivöllum í Skagafirði allur nema baðstofan, — .þar á meðal forntnerk stofa, Víðivallastofa, útskorin. Kvikn- að hafði út frá eldavél. Alt óvátrygt. Skaðinn mörg þús. Efnaheimili. Bóndinn heitir Sigurður Sigurðsson. Maður bjargaðist nauðulega úr dyra- lofti: fleygði út rúmfötum og sjálf- um sér ofan á þau 2 mannhæðir. 81kturhÚ8 Suunlendinga. 1. Eins og kunnugt er orðið, hafa bændur hér sunnanlands komið sér saman um, eftir rækilega ihugun, að stofna sláturfélag og reisa sláturhús í Reykjavík, fyrsta sameignar- og sam- vinnu-sláturhús hér á landi. Sláturhúsinu var komið upp í sumar sem leið, og það tók til starfa 1. okt. Sjálfu húsinu og fyrirkomulagi þess hefir áður verið lýst hér í blaðinu. Húsið mun hafa kostað uppkomið rúmar 18 þús. kr. með brunni, vatns- veitu um það frá honum og skolp- ræslu til sjávar. Lóðin undir því og sem því fylgir kostaði nálægt 22 þúsund kr. Sláturhúsið er í alla staði vel vand- að og fullnægir þeim kröfum, sem gjörðar eru annarsstaðar og gjöra verður til slíkra stofnana. Frá þeim tíma er það tók til starfa og til nóvemberloka var slátrað í því nálægt 10,000 fjár. — Síðan hefir verið slátrað í því fram að þessum tíma rúmum 30 stórgripum. Hér er skýrsla um kindatöku úr hver- jum hreppi fyrstu 74/2 vikuna: 1. Mýrdal 34 2. Asahreppi 399 3. Fljótshliðarhreppi . . 419 4. Holtamannahreppi . . 278 5. Hvolhreppi .... 289 6. Rangárvailahreppi . . 392 7. Biskupstungnahreppi . 1009 8. Gaulverjabæjarhreppi . 343 9. Gnúpverjahreppi . . 276 10. Grafningshreppi . . . 172 11. Grímsneshreppi . . . CO O 12. Hraungerðishreppi . . 475 13. Hrunamannahreppi . . 726 14. Laugardalshreppi . . 252 15. Sandvíkurhreppi . . . 169 16. Skeiðahreppi .... 328 17. Villingaholtshreppi . . OO 18. Þingvallahreppi . . . 315 19. Ölfushreppi .... 221 20. Kjalarneshreppi . 209 21. Kjósarhreppi .... 300 22. Mosfellssveit .... 493 23. Andakilshreppi . 348 24. Hálsasveit 245 25. Lundarreykjadalshreppi 104 26. Reykholtsdalshreppi 528 27. Skorradalshreppi. . . n7 Samt. 9277 Langflest er féð úr Arnessýslu, eða alls 5123 kindur, — enda hefir hlut- deild í þessum félagsskap verið þar almennari og meiri en í hinum sýsl- unum. Ur Rangárvallasýslu hafa komið í sláturhúsið samkvæmt skýrsl- unni 1777, úr Borgarfirði 1340, og úr Kjósarsýslu rúmt 1000 fjár. Kjötið af fénu var selt í bæinn, en nokkuð saltað og sent út. — Það munu hafa verið sendar út nálægt 290 tunnur af kjöti. Þar af var búið að selja er síðast fréttist 255 tunnur. Kjötið í þeim seldist sem hér segir að mestöllum kostnaði frádregnum, i kr.: nr. 1 80 tunnur á 68 nr. 2 100 — á 60 nr. 3 7S — á 58 Kostnaðurinn á hverja tunnu alment talinn að vera 8—9 kr., þegar alt er reiknað, ílátið, salt, flutningur, sölu- laun og vinnan að salta. Frá þessu verði kjötsins, sem hér er tilfært, er þó ekki dregið nema verð ilátsins, flutningur og sölulaun. Bezta kjötið seldist á 74 kr. tunn- an, og er það langhæst verð, sem fengist hefir fyrir íslenzkt kjöt, svo menn viti. Sláturhúsið hefir síðan það tók til starfa keypt fé fyrir 110 þúsund kr.; en svarað út til félagsmanna 99,620 kr. Kostnaðurinn við rekstur slátur- hússins, vinnulaun og fleira nálægt 7% til jafnaðar af allri fjárhæðinni; en allur kostnaður utn 9°/0. í haust var svarað út af áœtluðu verði fjárins eða hverrar kindar 4/5 hlutum þess. Afganginum var svo ráð- gjört að skifta upp síðar, þegar búið væri að selja kjötið og ganga frá reikningunum. Fyr var það ekki hægt, með því að óvíst var um, hvernig það mundi seljast, sem sent var út úr landinu, og hver kostnað- urinn yrði á resktri hússins. En á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 10. þ. m., var skift milli félagsmanna nálægt 2/g hlutum af þessum 4/5 hlutum, sem eftir stóðu af hinu áætlaða verði, og þótti það gott. Meðal útgjalda sláturhússins eru talin nálægt 2000 kr., sem tapaðist á innmatnum í haust. Þetta tap stafar af því, að innmaturinn gekk ekki út, og ollu því meðfram mikil veikindi í bænum um það leyti, sem aðal- slátrunin fór fram. II. Ymsir hafa orðið til þess hér í Reykjavík að hallmæla þessari slátur- hússtofnun, og sumir hafa kent hana við einokun. Eigi er mér samt kunn- ugt um, við hvað það hefir að styð- jast, nema þá tóma ímyndum þeirra hinna sömu og ókunnugleika. Ekkert er í lögum Sláturfélagsins, er bendi í þá átt, að það sé eða eigi að verða einokunarfélag En félagið hefir þann nfikilsverða tilgang, sem að áliti flestra skynbærra manna á ekkert skylt við einokun, að vanda sem bezt alla með- ferð kjöts og annarr-i afurða slátur- fénaðar. í sambandi við þennan tilgang er það og markmið félagsins að bæta verkunina á því kjöti, sem saltað er og selt, hvort heldur það er gjört hér eða erlendis. Það situr illa á kaupmönnum, ekki hvað sízt þeim er farið hafa með kjöt- söluna að undanförnu, að tala um einokun í sambandi við Sláturfélagið og sláturhúsið. Þeir hafa nú haft með höndum verkun og sölu á ís- lenzku kjöti um langt skeið. En hvernig hefir það gengið ? Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að meðan svo var, að þeir voru einir þar um hituna, var öll meðferð og verkun kjötsins yfir höfuð mjög bágboriti. Kjötið, sem saltað var og sent út, var tíðast meira og minna gjörspilt með of sterkri söltun, og álit þess á útlendum markaði þar með stórhnekt og spilt. ÖIl þau ár, sem kjöttökukaup- mennirnir höfðu yfirráðin yfir kjötinu, verkun þess og aölu, kom þeim aldrei til hugar að gjöra neitt verulegt, sem ' manndáð væri í, til þess að bæta verkun þess og útvega betri markaði fyrir það erlendis. Þá brast þar bæði vit og vilja. Þeir gerðu sig ánægða með gamla sleifaralagið, sem verið hafði og var á þessari verzlun, og hugsuðu um það eitt, að ná sér niðri í verzlunarviðskiftunum við sveita- bændur, ef svo bar við, að þeir sköð- uðust á kjötsölunni. A síðustu árum er það að eins einn kaupmaður, sem eg hefi heyrt getið um að gjört hafi tilraun til að bæta verkun kjötsins hér og útvega betri markað fyrir það. Það er R. Riis á Borðeyri. Um kjötkaupmennina hér í Reykja- vík er það að segja, að sumir þeirra hafa þessi síðustu ár komið sér upp sláturhúsum og bætt með því nokkuð úr hinum frámunalega sóðaskap og kæruleysi, er áður viðgekst við slátrun hér. Fyrstur til þess varð Jón Þórð- arson kaupmaður, er jafnan hefir látið sér vera ant um góða sölu ísienzkra afurða. En gagngerð breyting til batnaðar á öllu því, er Jýtur að slátruninni og meðferð og verkun kjötsins, er fyrst nú að komast á bér með sláturhúsi bænda. Minna má á það í sambandi við einokunarhjal manna hér, að fyrir nokkrum árum voru veittar af þing- inu 2000 kr. til að styrkja stofnun sláturhúss o. s. frv. Búnaðarfélagið átti að hafa umsjón með notkun fjár- ins, og í tilefni af því sneri það sér til bæjarstjórnarinnar í Reykjavík og bauð henni meðmæli sín um styrk af þessu fé til þess að koma upp mynd- arlegu sláturhúsi. En bæjarstjórnin vildi ekki eða þóttist ekki sjá sér fært að leggja út i þetta fyrirtæki. Loks eru það bændur sjálfir, sem taka málið að sér, ræða það og undir- búa og koma því í framkvæmd. Fyr- ir þetta eiga þeir heiður og þokk skilið hjá hverjum þeim manni, er ann þessu máli, og lætur sér ant um sóma lands og þjóðar. Um verðið á kjötinu frá sláturhús- inu er það að segja, að það hlýtur, eins og eg hefi áður haldið fram, að miðast við það verð, sem fæst fyrir vel verkað sams konar kjöt héðan á erlendum markaði. Þetta kjöt, sem sent var út í haust, seldist á 25—30 aura að frádregnum öllum kostnaði. Það var nokkuð hærra verð en sams konar kjöt var selt fyrir hér í bænum í haust er leið. En þess er einnig að gæta, að salan á þessu útflutta kjöti hepnaðist mæta- vel. Annars eru kjötsöluhorfurnar nú því miður ekki góðar. Stafar það bæði af nfisjafnri verkun á kjötinu sem sent var út í haust héðan af landi, og því hve mikið barst að af kjöti, en mark- aðurinn fyrir íslenzkt kjöt takmarkað- ur enn sem konfið er.. E11 eina ráðið til þess að bæta úr þessu: laklegri sölu á kjötinu altnent, og þvi hve markaðurinn er lítill fyrir það, er að koma upp sláturhúsum alstaðar þar sem það á við og ástæður leyfa, samfara vandaðri meðferð A kjötinu, betri verkun og greinilegri flokkun pess eftir gœðum. Sláturhús eru nú komin upp hér i Reykjavík, á Akureyri og í Húsavík. í ráði er að stofna á þessu ári slátur- hús á Sáuðárkrók, Blönduósi, Hvamms- tanga og Seyðisfirði eða Búðareyri. Einnig hefir komið til orða að stofna sláturhús á Vopnafirði, ísafirði og jafnvel í Höfn í Hornafirði. Sláturfélag Suðurlands hefir í huga að koma upp sláturhúsi í Borgarnesi, eins konar útbúi frá sláturhúsinu hér. Eru Borgfirðingar og Mýramenn mjög áfram um það* sem eðlilegt er, og virðast ekki ætla að láta neina erfið- leika aftra sér, hvorki neitun bank- anna hér um peningalán eða neitt annað. Það má því svo að orði kveða, sem almennur áhugi meðal bænda um alt land sé vaknaður á því, að koma verkun og meðferð kjötsins og sölu þess í viðunanlegt horf. Bændur hafa tekið málið að sér, og með því er það konfið á góðan og réttan rek- spöl, er horfir landi og lýð til veru- legra heilla. Sigurður Sigurðsson. • • »■I ■ Hólum hlekst á. Föstudaginn langa hefir strandferða- bát Hólum hlekst á í Hornafiaði, lent á sandeyri þar, líklega á innsigling, og ekki losnað aftur. En óskemt var það, er sent var til Eskifjarðar að sírna fréttina hingað. Gufuskipið frá Wathnes-erfingjum var fengið .á Seyð- isfirði að skreppa suður til hjálpar, að ná úr skipinu vörum ef á þyrfti að halda. Það heitir Edda. Ekki annars getið en að farþegar hafi bjarg- ast viðstöðulaust. Valurinn danski fór austur á Horna- fjörð í fyrra dag til frekari aðstoðar, ef svo skipaðist, fyrir tilmæli afgreiðslu- manns félagsins hér og með samþykki landritara.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.