Ísafold - 22.04.1908, Blaðsíða 2
74
ISAFOLD
Fimleg fataskifti.
Þar eiga að sjálfsögðu ýmsir högg
í annars garði, sem eru stjórnarliðar
og stjórnarandstfcðingar.
Enginn þarf að ímynda sér, að
stjórnarandstæðingar hafi alt rétt fyrir
sér og hinir alt rangt.
Enginn óhlutdrægur dómari mundi
vilja halda því fram.
Eg tel mig að miklu leyti milli
flokka, og mér finst stjórninni stund-
um gjört rangt til af mótstöðumönn-
um hennar.
En það verð eg þó ^ð segja, að
ekki getur mér annað en blöskrað
einn löstur á hennar ráði og hennar
flokksmanna. Hann er þessi:
Hvert skifti er stjórnarandstæðing-
ar fá þokað sínum málum það á veg
með þjóðinni, að von er um sigur,
þá hoppa hinir yfir um, rétt áður en
til úrslita kemur, og hremma sigur-
launin.
Sjáum nú t. d. sjálfstæðismálið.
Minnumst þess, hvernig stjórnarmenn
(í Lögréttu, Rvík, Norðra og víðar)
æptu í móti því í fyrravetur og vor,
gerðu gys að Þingvallafundinum og
ristu naprasta nið þeim er að honum
studdu o. s. frv.
Minnumst ennfremur árangurslausra
tilrauna þeirra til að draga úr ein-
beittum sjálfstæðiskröfum stjórnarand-
stæðinga á þingmálafundum síðasta
vor.
En nú, þegar augljóst er orðið, að
þjóðin er samhuga um kröfur Þing-
vallafundarins í sjálfstæðismálinu, —
þá tjá þeir sig af hug og hjarta fylgj-
andi því máli, i söviu viynd, sem áð-
ur var bannfærð, og stendur nú ekki
sá öðru en að hafa sem fimleg-
ast fataskifti.
Auðvitað er það höfuðatriðið, að
málið nái fram að ganga, — vér fá-
um fulla viðurkenningu fyrir rétti vor-
um til fullkomins sjálfstæðis, hvernig
sem flokkarnir leika hvor á annan.
En þess er að gæta, að auk þess
sem leikurinn er ranglátur gagnvart
minni hlutanum, hefir hann spillandi
áhrif á þjóðina alla og dregur úr eðli-
legum þroska hennar.
Þeim heiður, sem heiður heyrir.
En þann veg erflestum kappleikum
háttað. Óá sterkari ræður — lætur
kné fylgja kviði, beitir valdi þegar
annað þrýtur og hlífist ekki við mið-
ur sæmilegum tökum.
En við hverja kappglímu eru glímu-
dómarar, nú orðið. Og þótt glímu-
menn vilji beita óleyfilegum tökum,
þá eiga dómendur að afstýra því og
dæma þeim sigurinn, er knálegast
glímir með viðurkendum brögðum.
Hér á pjóðin að sitja í dómarasæt-
inu. Hún á að skipa á óæðra bekk
þeim, er bolast og níðast á keppi-
nautum sínum.
En eg er hræddur um, að hana
vanti til þess nægan þroska. Því er
nú ver og miður.
Rykið af aðganginum sezt í augu
henni, svo að hún missir sjónar á
því, hvernig glíman fer fram í raun
réttri. Og hún gleymir hinum réttu
glímulögum.
En hver kveður þá upp hið rétta
dómsorð?
Það gerir auðvitað sagan, — á sin-
um tima.
G. B. nokkur hefir tekið sig til í
Lögréttu nýlega og farið að gera grein
fyrir stefnumun þjóðmálaflokka vorra,
stjórnarliða og stjómarandstæðinga. En
meiri fjarstæðu hefi eg aldrei rekið
mig á. Þar er gjörsamiega rangt skýrt
frá.
Stejnimunur með flokkunum, eins og
par er lýst, er alls ekki til. — Skikuð
-aill pnpriniy npma spm neyðarknct —
þegar alt þrýtur annað. Ékki af því,
að skilnaður sé beint frágangssök;
því fer fjarri; heldur hinn, að mjög
er óhyggilegt að reyna ekki annað áð-
ur. En G. B. parý að ýta stjórnar-
andstœðingmn undan sér og yfir á skiln-
aðarbrautina, til pess að hans flokkur
hafi sœti í »Frjálsu sambandslandi<c og
si par einn uvi hituna, — pvi landi,
sem stjórnarandstceðingar hafa jyrstir
manna og einir numið og rcektað.
Þann veg er að pví jarið, að haja
buxnaskijti á stjórnmálavísu.
Dæmi nú hver sem vill um aðferð-
ina. Eg tel hana ósæmilega hverjum
manni, og þá ekki sizt þeim, sem van-
ur er að rita með þessu fangamarki
(G. B.).
Hitt var sjálfsagður drengskapur,
eins og nú er högum háttað, að rétta
bróðurhönd þeim, sem fyrir sátu í
»Frjálsu sambandslandi« og bjóða þeim
samvinnu.
Veritas.
Snmarfagnað ætlar Ungmennafélagið
hér í bæ að hafa á morgun með þeim
hætti, að ganga i sbrúðgöngn nndir islenzka
fánannm nm stræti borgarinnar og stað-
næmast i Lækjargötu fyrir framan hús
Magn. Blöndahl verksmiðjustjúra kl. 8 sið-
degis. Þar flytja þeir ræðnr á veggsvölnn-
nm, Einar Hjörleifsson ritstjóri og Guðm.
læknir Hannesson.
Leikhús fyrir i&ndið.
Indriði Einarsson hefir verið það
djarfari en aðrir, sem hafa verið að
hugsa um þetta mál síðustu árin, að
hann hefir látið það uppi. Hann sem-
ur um það rækilega ritgjörð í júlíhefti
Skírnis í fyrra.
— Tilgangurinn með línum þess-
um er, segir hann, að vekja menn til
að hugsa um leikhús fyrir landið, eða
þjóðarleikhús og jafnframt að gera
eins konar áætlun um, hvað slík stofn-
un mundi þurfa að kosta.
Og höf. býst við, að fyrsta svnrið,
sem slík tillaga muni fá, sé það, að
enn sé ekki kominn timi til þess.
Það er skýlaust þokusvar — háís-
lenzkt.
Honum þykir ekki líklegt, höf., að
neinn muni svara að hér vanti leik-
ara. Hitt verði fremur fundið til, að
íslenzk leikritasmið sé enn á svo lágu
stigi.
En mótbáran er barnaskapur, ekk-
ert annað.
Ef vér eigum að bíða eftir leikhús-
inu þangað til skáldleikasnillingarnir
eru komnir, þá megum vér vafalaust
biða nokkuð lengi. Leikhúsið er eitt
aðalskilyrði þess, að þeir komi.
— Skáldið, segir hr. I. E., sér hér
leikritin sín sjaldan eða aldrei leikin;
en það er bezti skólinn, sem hann
getur gengið í. Af því sér hann bet-
ur en af nokkuru öðru, hvað hann á
að varast, hvað áhorfendunum þóknast
bezt og hvað tekur þá bezt um hjart-
að. Leikritahöfundur, sem fer þess á
mis, á ákaflega brattan og erfiðan
gang upp í fullkomnunarhjallann.
Það liggur í augum uppi, að því
lengur sem vér látum dragast að
koma oss upp leikhúsi, því lengur
dregst það, að vér eignumst leikrita-
höfuud — og því seinna komumst
vér í tölu menningarþjóðanna í þeirri
grein.
Einn hinn mesti skaði, sem nú er
gerður bókmentum vorum, hann er
áreiðanlega sá, að hér vantar leikhús.
Fyrir io árum var miklu minna mein
að því. Þá voru efni-viðirnir miklu
smærri í viðburðaríka skáldleika. Nú
er efnið nóg. Nú finna það allir.
Og Indriði Einarsson hefir bent á
það öllum öðrum betur. Og menta-
mennirnir tala um það sín í milli, að
við þetta sé ekki unandi lengur, þjóð-
in hafi ekki lengur efni á því að vera
leikhúslaus. Leikskáldin koma á eftir
— rétt á eftir eða samtímis. Hér
eins og annarstaðar.
Skáldsagnalistin er alt af að þrosk-
ast hér á landi. Vér megum búast
við að eignast ef til vill upp frá þessu
fyrirtaks-sagnaskáld á hverjum manns-
aldri. En munurinn á sagnaskáldi og
leikskáldi er enginn annar en sá, að
annar þarf að alast að kalla má upp
við leikhús; hinn ekki. Ekkert er
líklegra en að Einar Hjörleifsson væri
nú leikskáld, ef leikhús hefði verið I
bænum þegar hann var í skóla.
Og hugsum oss menningarbraginn,
sem færðist á bæinn, ef hér kæmist
upp leikhús. Hugsum oss muninn á
fólkinu, þegar það færi að sjá hugs-
unum sínum veitt eftirtekt af lands-
ins frægustu skáldum. Og ekkert er
jafnvíst sem það, að aðsóknin að slíku
leikhúsi mundi stórum margfaldast við
það, sem nú er.
Fæstir þeirra skáldleika, sem hing-
að til hafa verið samdir og leiknir hér
á landi — fæstir þeirra hefði í raun
og veru getað staðið af sér nokkra
gagnrýnisskúr, sem úr lofti hefði kom-
ið. Og auk þess hafa þeir verið leikn-
ir í þessum leikhúsgrenjum, sem allir
vita nú, hvernig eru. En samt sem
áður er húsfyllir áhorfenda kvöld eftir
kvöld, viku eftir viku, hvenær sem
íslenzkt leikrit er leikið.
Indriði Einarsson segir í ritgjörð
sinni:
— Svo ann landsfólkið þjóðerni
sínu, þjóðsögum og íslenzkri menn-
ingu, að hvenær sem einhver getur
vakið óminn frá einhverjum streng í
þjóðarhörpunni í leikriti, þá streyma
allir að, sem komið geta, hundruðum
saman, til að sjá það, og þó getur
höfundurinn kept við hvern útlendan
meistara, hvort sem hann er gamall
eða nýr.
Eg segi ekki nema það: Hvað þá
ef hér væri leik'iús sem yndi væri í
að koma fyrir allra hluta sakir — í
stað þessa kumbalda, sem hundruð
manna fælast — og leiknir væri ís-
lenzkir skáldleikar, sem hver þjóð
þættist af að eiga.
Hvað verður gert?
Næstu ár verður ekkert undanfæri
undan því, að komið verði upp nýju húsi
— ef ekki á algerlega að hætta að
leika í þessum bæ. Þessi leikhúsnefna,
sem nú er, er með öllu óhæfileg lengur.
Það var gert fyrir io árum og var
rúmgott í byrjun. Það þótti þá ekki
vera neitt grýtukorn, fremur en Templ-
arahúsið, þegar það var reist, eða
Breiðfjörðshús. En nú er þar óver-
andi orðið fyrir þrengslum, bæði leik-
endum og áhorfendum, fyrir utan alt
annað ilt, sem að því er.
Þrír leikhúsnefnu-kumbaldar hafa
verið reistir á síðustu 20 árunum.
Allir hafa þeir átt að duga helmingi
lengur en raun hefir orðið á. Og
enginn þeirra hefir vitanlega verið
boðlegur: hvorki skáldleikunum né
leikendunum, né áhorfendunum. Úr
tveimur hefir verið flúið. Og úr hinu
þriðja verður flúið — ef ekki næsta
ár, þá hitt. Og hvað verður pá gert?
Eg veit það ekki. En hitt veit eg,
hvað vér eigum að gera, ef vér viljum
sjálfum oss vel.
Kvöldið, sem leikendurnir leika 1
síðasta sinn í Iðnaðarmannahúsinu,
leikendurnir, sem lagt hafa á sig 15
ára erfiði og fyrirhöfn, og ekkert feng-
ið að launum annað en hlýleg orð
þakklátra áhorfenda, en oft óþökk,
— kvöldið það eigum vér að leiða
þá inn í nýtt leikhús, sem vér hefð-
um reist á fallegasta óbygðum bletti
í bænum — pjóðarleikhús —, leikhús,
sem endist að minsta kosti 100 ár og
væri búið hinum bezta leikhúsbúnaði
að nútíðarháttum. Það eigum vér að
gera og ekkert annað. Ekki að fara
að reisa fjórða kumbaldann — í guðs
bænum ekki fjórða kumbaldann.
Indriði Einarsson hefir sjálfur gert
og fengið húsgerðameistara til að gera
kostnaðaráætlun um slikt hús, nokk-
urn veginn eins nákvæma og hægt er,
og honum telst svo til, að það mundi
kosta uppkomið 164 þús. krónur.
Leikhúsið verður að eiga sig sjálft, og
landssjóður yrði að lána féð. Danir,
segir hann, hafa lagt fram til síns
þjóðarleikhúss (kgl.leikh.) eftir 1870
fé sem þvi svarar, að kostnaður slíks
leikhúss, sem hér er um að tefla,
væri lagður fram af landssjóði, og 10
þús. kr. árlega að auki. Þetta ættum
vér að vera aurnari, að geta ekki
komið oss upp leikhúsi, þó að ekki
væri nú farið fram á annað en að
landssjóður lánaði féð til húsgerðar-
innar.
Hr. I. E. leiðir svo góð og skýr
rök að sinu máli, að það er engum
manni ofætlun að sannfærast um, að
það er handvömm, ef landið kemur
sér ekki upp leikhúsi sem fyrst.
Nú parj að reisa einhvers konar
leikhús mjög bráðlega. Vér gjöldum
þess á marga lund, að það var látið
ógert fyrir 100 árum, sem þá var
hægðarleikur, en nú erum vér að bis-
ast við. Sú ættjarðarást, sem nær
ekkert út fyrir samtíðina, hún er ekki
mikils virði.
Ef vér kæmum oss upp sæmilegu
leikhúsi, mundi leikritahöfundum ekki
verða eftir 40 ár greiðari vegurinn að
frægðarmarkinu heldur en Jónasi Hall-
grímssyni var? Vér verðum að muna
eftir því, að vér getum eignast aftur
Jónas Hallgrímsson, og þá megum
vér ekki fara illa með hann — vér
megum ekki fara illa með hann tvis-
var. Þá vita aðrar þjóðir, að vér
skiljum hann ekki og að vér höfum
ekki átt skilið að eignast hann.
Allri þjóðinni verður leikhúsmálið
að verða áhugamál.
Og þeir, sem er það orðið áhuga-
mál, mega ekki þegja.
Þjóðinni verður að skiljast, hverja
braut hún á að halda, til þess að veg-
ur hennar verði sem mestur. Hún
verður að læra það af þeim þjóðum,
sem eru lengra komnar en hún.
Hún verður að eignast og ala upp
syni, sem bera frægð hennar út um
heiminn. Hún, eins og aðrar þjóðir.
Og hún má ekkert láta ógert til þess,
sem í hennar valdi stendur. — Sú
þjóð, sem hefir ekki efni á að eiga
fræga syni, hún hefir ekki efni á að
lifa, sagði Guðm. Finnbogason einu
sinni, og það er eitt hið snjallasta,
sem nokkur íslendingur hefir sagt.
greiðir til að eignast fræga syni —
ej hún vill pað sjálj.
Einn er sá, að það sé nú ekki lát-
ið dragast lengur, að komið sé hér
upp leikhúsi. íslenzkur maður er
suður í Kaupmannahöfn og yrkir leik-
rit á dönsku, af því að hér er ekkert
leikhús til. Honum er það sómi —
en oss er það minkun.
Engin þjóð kannastvið oss í menta-
þjóða tölu, fyr en vér eigum leikhús.
Og þangað til úthýsum vér öllum
leikritaskáldskap.
Óskandi væri, að rriálið yrði rætt
sem mest þangað til í febrúar næsta
ár.
Þá er alþingisár.
Listavinur.
Millilandanefndm.
Einhver tíðindi úr henni var verið
að fleipra með hér um bæinn und-
anfarna daga, og borin fyrir hraðfrétt
til Austra, höfð þar eftir dönsku blaði.
En það er áreiðanlega eintóm mark-
leysa.
Væri eitthvað úr nefndinni að frétta,
sem hljóðbært hefði orðið eða mætti
verða, mundi Blaðskeytabandalagið hér
hafa fengið óðara vitneskju um það,
og sömuleiðis landritarinn, sem nú
er æðsti stjórnandi landsins innlend-
ur. En hann hafði ekkert skeyti feng-
ið í gærkveldi.
Um fullkomna eindrægni Islend-
inga í nefndinni er það eitt við að
styðjast, að stjórnarandstæðingar hreyfa
sig hvergi. Það er mikið að marka.
Þeir mundu ella naumast hafa verið
lengi að binda skóþvengi sína og
halda heimleiðis aftur. Heíðu ekki
talið sig hafa neitt að gera þá í nefnd-
inni framar.
Erl. ritsímafréttir
til ísafoldar.
Kh. 18. april kl. 8'/, árd.
Borgarbruni.
Voðabruni í Boston. — Skaðinn skift-
ir tugum miljóna í dollurum.
Höfíingjavig.
Landstjóri i Galliziu myrtur. Það
gerði rúthenskur stúdent og af stjórn-
mála-ástœðum.
Frá Marokkó.
Bardagar i Marokkó.
Samein.félag.
Eitt höfuðskip Samein.félags United
States, ósjófœrt i New York fyrir
árekstur.
* *
*
Boston er höfuðstaður í Massa-
chusettsríki í Bandaríkjum, stórauðug
borg og mestur verzlunarstaður þar í
landi annar en New York. Þar fædd-
ist Benjamín Franklín.
Gallizía er eitt af löndum Austur-
ríkiskeisara, gamalt konungsríki. Rúm-
ur hel'mingur landsbúa er Pólverjar,
en Rúthenar hitt og sæta álögum og
yfirgangi af Pólverjum. Rúthenar eru
grískkaþólskir, en Pólverjar rómversk-
kaþólskir.
Gufuskip United States (Bandaríkin)
var stærsta skip Samein.félagsins
danska, nokkuð meira en 10,000 smá-
lestir alls. Oscar II. og Ólafur helgi
eru viðlíka stór, fám smálestum minni.
Ella eru stærstu skip félagsins ekki
nema tæpur 7» á við þau. Fréttin
segir ekki, hvort skipið er beint ónýtt
orðið, eða gera má við það.
Veðrátta
vikuna frá 12. til 18. apríl 1908.
Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
s F 5.3 h 3.9 h 3.5 h 0.8 h 1.6 h 5.7
M - 3.8 - 4.8 - 6.0 h 3.5 - 7.0 - 6.1
Þ þ 6.3 h 4.2 - 4.8 h 2.5 - 1.0 - 4.6
M h 4.3 h 5.1 - 7.5 h 4.0 -10.0 _ - 6.5
F F 7.3 h 6.6 - 6.2 - 2.4 - 8.4 - 7.3
F - 5.9 - 5.0 h 5.5 - 4.8 - 3.3 - 8.5
L h 2.5 h 2.5 h 2.6 h 2.2 h 6.7 h 1.6
Hvergi á landinu frost vikuna sem leið,
alla dimbilviku.
Sama bliðan síðan bér um bil. Þó of-
urlitið frost i morgun alstaðar, sem siminn
tii nær, með þvi að bjartviðri er mikið og
við norðurátt, frá 2 til 6 stig (Akureyri).
En norðankafald i Eæreyjum (Þórshöfn) í
morgun með nær 5 stiga frosti.
Vetrarlok.
Veturinn, sem kveðnr í dag, hefir
verið svo mildur og vægur, að varla
gerast slíkir fleiri en 3—4 á öld.
Enginn þvílíkur nú síðan 1879—80.
Flann hafði verið þessum öllu vægari
þó. Heyjaskorturinn eftir sumarið
komið hvergi að gjaldi. Orðið unnið
að jarðabótum og jafnvel húsa mest-
an veturinn, líkt og vor eða haust.
Sama árgæzka til sjávarins. Land-
burður af fiski í helztu veiðistöðum,
bæði á opin skip og þilskip, ekki sízt
botnvörpungana íslenzku, þessa fáu
sem vér eigum.
En þungan toll hefir Ægir tekið af
oss í móti, svo sem hann á oft vanda
til: nær 3 tigu vaskra drengja á litlu
svæði og á 1—2 vikum.
Feita letrið i ráðgjafa-málgagninn.
Innan um venjulegan illindavaðal í
garð ísafoldar og stjórnarandstæðinga
prentaði ráðgjafa-málgagnið (Rvík) í
síðustu viku með feitu letri heilmikla
klausu um eitthvað, sem á að hafa
gerst í millilandanefndinni, og full-
yrðir um leið, að ísafold hafi einnig
fengið fregnir af því, en haldi því
leyndu.
Nærri má geta, að málgagnið tnuni
ekki vita mikið um það, hvort ísa-
fold hefir frétt nokkuð úr nefndinni
eða ekki neitt. Þann veg einn er sú
vitneskja hugsanleg, að íslendingar
allir í nefndinni hafi komið sér saman
um, að rjúfa þagnarskyldu þá, er þeir
höfðu undirgengist í upphafi, og að þeir
hefðu ennfremur komið sér saman um,
hverju þeir ættu að ljósta upp af því,
sem þar hefir gerst, og rita eða láta
rita bæði ísafold og öðrum blöðum
landsins. Hefði hitt verið, að stjórn-
arandstæðingar í nefndinni hefði brugð-
ið trúnaði sínum og gerst lausmálir
við ísafold, fer enginn maður að
ímynda sér, að þeir hefðu rokið til
samtímis og skriftað það fyrir ráð-
gjafanum og hans mönnum. En öðru
visi gat ekki ráðgjafamálgagnið fengið
neitt um það að vita, hvað ísafold
hefði spurt eða ekki spurt.
Sannleikurinn er nú sá, að skýrsla
blaðsins um, hvað ísafold hafi spurt
úr nefndinni eða ekki spurt, er ein-
tómur reykur og uppspuni. Þar er eng-
inn flugufótur fyrir. Annaðhvort
skáldar blaðið þetta sjálft hér, eða það
á séreinhvern kunningja suður í Khöfn
til að skálda handa sér.
Msrgurinn málsins í þessari »spurn«,
sem blaðið lætur svo mikið með,
virðist vera það afrek dýrlings þess
og yfirdrotnara, »yfirvaldsins mikla«,
að hann (L. H. B.) hafi »samið ritkorn
um réttarstöðu íslands, sem lagt hefir
verið fram í nefndinni af hálfu ís-
lendinga«(l). Ritkorn það mun eng-
inn maður hafa heyrt nefnt á nafn,
hér fyr en þetta í ráðgjafamáltólinu.
Að minsta kosti hefir ísafold ekki
borist nokkur stafur um það né nokk-
ur fregn um nokkurt handarvik þar
eftir áminst »mikilmenni«; hann
hefir ekki verið nefndur á nafn í
nokkru bréfi, sem hún hefir fengið
frá Khöfn í vetur. Sennilegast er,
að frásögn þessi um frammistöðu hans
eigi rót sína að- rekja til alþekts sjúk-
dóms, er hann hefir þjáðst af langa
hríð og virðist þá því miður ekki
vera rénaður enn.
Öðru aðalatriðinu í spurninni, að
»íslendingar í nefndinni séu sam-
mála«, er ótrúlega einfeldnislega til
getið að ísafold vilji leyna, með því
að naumast hefði hún nokkurn tíma
átt meiri sigri aó hrósa en ef sú frétt
væri sönn og áreiðanleg.
Því hvað merkti hún?
Það, að ráðgjafinn og hans menn
hefði steingefist upp við sirin mikla
og látlausa andróður gegn stefnuskrá
stjórnarandstæðinga í sjálfstæðismál-
inu, gegn Þingvallafundarályktuninni
o. s. frv., og gengið i lið með vor-
um mönnum.
Það væri hvorki meira né minna.
Það væri því ekki lítilsvert, ef
treysto mætti frásögn blaðsins um það
atriði. En mun nokkurum manni
þykja það eigandi undir, sem les
um leið það sem á eftir fer í feitu
klausunni ?
IV