Ísafold - 22.04.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.04.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 7i Enn nm sölu á nýjmn fiski á Englandi. Svo er að sjá að þessum sjómanni, sem ritar í ísafold 1. þ. mán., hafi orðið harla óglatt af greinarstúf þeim sem stóð í 9. tbl. Ægis um þetta mál, og má því ætla að grein þessi hafi hallað þar að einhverju leyti réttu máli, eða maður honum handgenginn (Hjalti Jónsson) lítilsvirtur, og skul- um við því í bráðinni, herra A n n a r sjómaður! — athuga þessa Ægis grein. Yera má að eitthvað sé þar öðru vísi orðað en vera þyríti, en aðal- efui greinariunar hljótum við að koma okkur samaD um að er rétt, svo framar- lega sem eg á orðastað við mann, sem nokkurt skyn ber á þetta mál. f>essi Ægisgrein flyfcur fyrst nokk- urs konar yfirlit yfir, hverir fyrst hófu botnvörpuveiðar hér syðra; frá því er alveg rétt sk/rt, að eins vant- ar að geta þess, að næst eftir C o o t hefjast botnvörpuveiðar af skipinu S e a G o l d (honum er slept). Sagc er ennfremur að skipið Snorri Sturluson hafi f y r s t u r hinDa ísl. botnvörpu- skipa selt ísvarion fisk á Englandi, þar næst Jón forseti, en síðastur Marz. Getur nokkur maður, sem rétt vill hðrma, mótmælt, að þetta sé sann- leikuum samkvæmt? Loks er þess getið, að feld hafi ver- ið á fundi í Öldufélagi 250 kr. styrk- beiðni fyrir grein Hjalta Jónssonar í Lögréttu í júlím. f. á. um fiskisölu á Englandi. f>essa skýrslu Ægis hefir nú þessi greinarhöfundur notað sér til þess ekki einungis að mótmæla þessu sem rétt er frá skýrt, heldur og til að ófrægja og lítilsvirða einn hinn meeta dugnaðar- mann og frömuð hinnar ísleuzku sjó- mannastéttar, í sömu aDdráuni sem hann fer heitum höndum um Hjalta Jónsson hátt og lágt og sýnir honum blíðuatlot. Sjómaður virðist gefa í skyn, að maðurinn sé einhver flækingur, fari skip af skipi — dugiegur þó. Ályktar svo að engmn mundi hafa trúað hon um fyrir botnvörpuskipi. Öðru vísi só um H J.( með hans miklu þekkingu á botnvörpuveiðum um það bil er hann tók við Marz, og hans framúrskar- andi dugnað! Eg held liggi næst að ætla, að greinarhöf. hafi mjög takmarkað vit á því Bem hann er að fara með, og hygg því helzt að hann sé ekki sjó- maður, heldur uppgjafa sjómaður eða þá jafnvel smákaupmaður, sem áður fyrir löngu hafi sjómaður verið, og sé honum þá fyrirgefanlegt þótt þekking- in só ekki víðtæk, eða samanburður- inu ekki sem réttastur, hvor þeirra mundi færari hafa verið til formensku á botnvörpuskipi um það bil aö Marz- útgerðin hófst. f>að hlýtur öllum mönnum að vera ljóst, sem eitthvert skyn bera á sjó- mensku yfir höfuð, að til skipstjórn- ar á botnvörpuskipi þarf þekkingu og reynslu, og ekki eízt með hagnýtingu og meðhöndlun á veiðarfærinu sjálfu, botnvörpunni. iT. d. er skipstjóri, sem engin deili veit á smíði eða viðgerð botnvörpunnar, að mínu áliti ekki fær um að takast á hendur formensku fyrir sliku skipi. f>ar duga ekki orðin tóm, grobb eða sjálfsálit. Nei; for- maður á botnvörpuskipi verður að hafa tekið þátt í botnvörpuveiðum langan tíma og kynt sér meðferð hennar, sömuleiðis öll hin margvíslegu hand- tök sem þar að lúta, svo framarlega sem hann er ekki svo gjörður, að hann láti sig einu gilda, þótt hann verði'að standa eins og glópur frammi fyrir hásetum sínum um alt það, er gjöra skal í það og það skiftið. Sjómaðurinn veit ósköp vel, hvernig háttað var þekkingu þess manns, sem hann et að leitast við að óvirða, og eius um þekking H. J. um það bil er hann gjörðist form. á Maiz, í þessum efnurn, og samt sem áður hikar hann sér ekki við gjöra að þessar ályktanir, uppkveða þennan sleggjudóm. — Maðurinn sem hann ámælir var barn að aldri þegar hann fór fyrst á þilskip; hefir síðan stundað þá atvinnu árlega og um mörg ár verið einhver mesti afla- og dugnaðarmaður á þil- skipaflota landsins, síðan verið háseti á botnvörpuskipi 4 mánuði og tekið þátt í öllum verkum og um leið notið tilsagnar hins færasta botnvörpumanns hér á landi. Og þó vill sjómaður bera það fram, að honum mundi ekki treyst til formensku á botnvörpuskipi jafnt þeim manni (H, J.), sem hefir verið að eins 1 útivist farþegi á enskum botnvörpung, áður hann gjörðist for- maður á Marz. f>á ber að athuga rangfærslurnar um, hver brotið hafi ísinn með að senda héðan ísvarinn fisk til Englands. Eg vona við komum okkur saman um það, að það er ekki H. J. — ís- varinn fiskur var um margra ára bil sendur frá Ónundarfirði á enska mark aði, frá Vídalínsfélaginu, Garðarsfélag- inu o. fl. Sömuleiðis gerði Hrólfur skipstjóri Jakob8Son tilraun til að senda ísvarinn fisk fyrir meira en ári síðan eða löngu undan H. J. Og þó maður nefni ekki alla þá botnvörpunga, sem hér við land hafa fiskað um 20 ár og hafa allir siglt með fisk sinn ís- varinn til. f>á er þetta nóg til að sanna, að H. J. er ekki fyrstur til að fara með ísvarinn fisk til Englands. En hitt stendur samt óhrakið, að í haust varð Snorri Sturluson fyrsta botnvörpuskipið, sem fór með fisk sinn þangað af þeim sem íslendingar eiga hlut í. f>að stendur óhrakið. Sjómaður segir því næst, að ekki sé nein fræðsla í því að geta um, hvað margar ferðir hvert skip hafi farið til Englands með ísvarinn fisk þegar þess sé ekki við getið, hvernig aflinn hafi verið verkaður á hverju skipi um sig. En það mun óhætt að fullyrða, að H. J. ber ekki eins mikið skyn á þá hluti, hvernig meðhöndla skal fisk í ís á útlendum markaði eins og formenn- iruir á Jóni forseta eða Snorra Sturlu- syni, hvor þeirra sem tekinn væri til samanburðar. Formaðurinn á Snorra hefir verið háseti á botnvörpuskipi samfleytt 5 ár, og formaður á Jóni forseta fulla 7 mánuði, en H. J. far- þegi 1 ferð, segi eg og skrifa — e i n a ferð. Sjómaður minnist ennfremur á, hversu þarft og nauðaynlegt sé fyrir þá sem botnvörpu-útgerð stunda, að kynna sér ritsmíð H. J. í Lögréttu um sölu og meðferð á nýjum fiski; hann telur það alveg óþarft að menn fari utan og kynni sér verklega með- ferð á því að ísverja fisk. — Bara maður hafi lesið ritsmíð H. J., þá sé manni borgið. f>essi fjarstæða finst mér vera svo mikil, að eg álít um hana þurfi engu orði að eyða, og læt hana því fara heim til sín aftur. Um styrkbeiðni H. J. er það að segja, að hún kom fram á fundi í Óldufélagi 25. jan. 1907 og var stíluð á þá leið, að»hann ætlaði sér aðleita upplýsiga um sölu á nýjum fiskiiútlöndum, einkumEng- 1 a n d i« og semja ritgjörð um þetta efni, og veitti félagið styrkinn með því skilyrði, að ritgjörð sú álitist verðlaunaverð og hann fullnægði að öðru leyti því sem styrkbeiðnin tók fram. En svo fór að lokum, þegar dæma átti um ritgjörðina i sambandi við styrkbeiðnina, að félagið neitaði að greiða styrkinn með 23 atkv. gegn 8. Að þessi umgetni maður hafi átt nokkurn þátt í því, hvernig atkvæða greiðslan fór um þetta mál, er ekki rétt; hann er varaformaður félagsins, en stýrði þá fundi, og hafði þess vegna engin áhrif á úrslit málsins. En þeir sem vilja, geta lesið yfir nefnda rit- gjörð og íhugað, hvort hún gefi tilefni til að verja til hennar 250 kr. af landsins fé, þar sem höfundur hennar hefir beðið um þetta fé samkvæmt því, sem að ofan segir, en aldrei lagt fram neina skýrslu um, að hann hafi fram- kvæmt það sem þar er beiðst styrks til. Samkomulag og fólagsskap meðal Bjómanna er eg höf. samdóma um að nauðsyn beri til að styðja og styrkja. En eftir framkomu höf. að áminstri grein, hygg eg hann illa kjörinn til 'að koma slíku til leiðar, því að aðferð sú, sem hann notar í þessu máli, mun fremur verða til að spilla en bæta samkomulagsviðleitni meðal sjómanna hér. 1 af 23. Gufuskipin. Laura (Aasberg) fór ann- an í páskum til útlanda. Farþegar: frúrn- ar M. Lund og S. Bjarnhéðinsson hvor með sina dúttur unga, vélstjóri af Yalnum, Steen agent, og fjöldi manna til Yestmann- eyja. Þá kom i gærmorgun Watnheserfingja- gufuskip Prospero (i stað Eljunnar) frá útlöndum og Seyðisfirði, og hélt áfram vestur um land og norður samdægurs. Farþegar hingað: Guðl. Býslumaður Guð- mundsson (í skattanefndina), 0. Forherg ritsimastjóri o. fl. Siðustu nóttkom Thortgufuskip Sterling af Vestfjörðum og fer af stað i kveld til út- landa. Farþegar hingað veBtan að voru meðal annarra prófastarnir sira Sigurður Gunnarsson i Stykkishólmi og Ólafur Ólafs- son í Hjarðarholti, Vestur-íslendingur Sig- urður Jósúa Björnsson, er hér hefir dvalist frá i fyrra, frú Steinun Þorsteinsdóttir frá Bjarnarhöfn o. fl. Aflabrögð. Þau eru fyrirtak enn í Vestmann- eyjum eða voru, er síðast fréttist. Laugardaginn fyrir páska t. d. meiri landbnrður en dæmi eru til. Salt- skortur mikill þar og stórbagalegur. Endist ekkert þótt verið sé að smá- senda þangað. — Veitir ekki af 200—300 tunnum á dag. Þilskipin héðan voru búin að afla fyrra hlut þ. mán, betur en alla vetr- arvertíðina í fyrra, 7—13 þús. á skip, meðaltal víst full 10 þús., af vænum þorski og vel feitum. Botnvörpungarnir íslenzkn komu um hátíðirnar hlaðnir hver eftir ann- an, Marz t. d. laugardaginn fyrir hvíta- sunnu með 38 þús. eftir fáa daga, er hann hafði fengið alt á Selvogsmið- um. Fór aftur páskadag snemma. Fórn Abrahams (Frh.I. þeir, sem þykjast prédika kærleiks- boðskapinn, hafa gert Abel að óbóta- manni, en Kain að hugprúðri hetju sem með blóðugum höndum hrifsar til sín hrós og aðdáun heimsins. — Komið vinir, látum oss vegsama Kain, og vera honum líkir á alla lund ! — hvað, ernokkur yðar hikandi? — áfram,áfram! — skjótið, berjið og drepið menn — prestarnir hafa kent oss það! Og eg segi yður það enn einu sinni, og það verð- ur aldrei of oft endurtekið: — réttur þjóðar til þess að ráða sér sjálf verð- ur aldrei of dýru verði keyptur. Feð- ur vorir gáfu blóð sitt fyrir þetta land, og við hlið þeirra börðust mæður vor- ar með byssur í höndum sér. f>essar sléttur og þessi fjöll námu þeir sér til eignar og niðjum sínum; — í blóði rann upp sól þeirra, og í blóði sígur sól vor til viðar! Vér höfum ekki valið þetta hlutskifti, heldur þeirþarna á slóttunni, þeirra og annarra þjóða menn og konur. — Krossfestið, kross- festið! er hvarvetna hrópað út um heiminn; látum oss taka undir það, látum oss færa oss í nyt fengna reynelu. Festið yður sjálfa á kross þjáninganna, farið að hinna dæmi; enginn láti við það lenda, að vera að eins maður og breyta svo sem slíkum samir. Innið af hendi það sem krafist er, fórnið yður sjálfum og börnum yðar, gefið og gefið án afláts, ekkert er of mikils vert. Heyrið óp þeirra þar neðra, heyrið, alt mannkynið hrópar eins og þeir: krossfestið, krossfestið! — Vinir og félagar, — áfram, áfram, — drepið aðra og látið þá drepa yður! það voru ekki orð van der Nath’s eingöngu, heldur öllu fremur hreimur- inn i rödd hans, s*em hreif flóttamenn- ina, svo að þeir sneru aftur; og af nýju kom yfir þá sá vígamóður, að þeir skeyttu hvorki sárum né bana. Allir sneru þeir aftur til stöðva sinna uppi á fellstindinum, — nema einn. Van der Nath sá hann þar, sem hann hélt áfram að mjaka sér niður brekk- una, og hljóp á eftir honum, — Hví grætur þú, vinur? mælti hann og leit framan í manninn. Já, grát þú og grátum aliir saman ! Grát- ið, þér konur hinum megin hafsins, grátið yfir heimsku yðar og harðýðgi, grátið feður yðar, konur og mæður, látið tár yðar streyma ótæpt, eins og blóðið fossar hér meðal vor; það er eftir yðar eigin tilhlutun. En þú, vin- ur, snú þú við og kom með mér! Maðurinn nam staðar ráðþrota; svo mælti hann lágum rómi: — Hún dóttir mín er þarna. — Gef þú þá þitt Ilf fyrir hennar líf! Vera má að konungur himins og jarð- ar lfti á fórn þína og þyrmi dóttur- inni vegna fórnfýsi þinnar; vera má að hann miskunni saklausa barninu, sem enn hefir ekki átt færi á að gera neitt ilt; af mönnum er aldrei fyrir- gefningar að vænta. Maðurinn leit raunalegu augnaráði f norður, en fór síðan að klffa upp klettana aftur. Van der Nath hafði aldrei séð þenna mann, vissi ekki hvað hann hét eða neitt um hann, en hann sá að hann hafði afráðið, hvað hann átti að gera, þótt ófús væri, og gekk nú rólegur að sameiginlegu markmiði. Hann faðm- aði hann að sér, kysti skegg hans og kinnar og mælti: — Gefið —---------gefið — — — þreytist aldrei á að gefa! Og svo leiddust þeir aftur til fé- laga sinna, til þess að deyja þar hvor á sínum stað. Neðan frá sléttunni heyrðist æðis legur aðgangur; skotliðið var aukið og dreifði sér til hliða, til þess að magna áhlaupið, og stórskotadrífan hófst. Van der Nath stökk upp á hæstu klettsnösina, varpaði af sér treyjunni, fletti frá sér fötunum og Btóð með bert brjóstið gegnt fjandtnönnum sfn- um, en skot þeirra hvinu svo ört, að eigi var unt að greina í milli og varð af þeim einn samfeldur voðahvinur. Geðshræringin var komin á hæsta stig; brjóstið gekk alt í öldum og heilinn virtist vera uppþornaður. Hann otaði stæltum hnefum að óvinum sínum, sem sóttu æ nær og nær, eins og til þess að leggja meiri áherzlu á bölbæniruar, sem hann hugðist að ausa yfir þá. En hann hafði ekki nægilegt afl í raddfærunum, tungan loddi við góm- inn, alt sem hann sá var eins og í þoku, hann heyrði háreystina og kúluþytinn, en hann var búinn að gleyma því, sem samfara var slíkum þyt; hann var gjörbreyttur. þá sló gamli Jan van Gracht hann í hnés- bæturnar með byssu sinni, dró hann niður af klettinum og hrópaði í eyru hans: — Rólegur, Abraham, rólegur! Hann var búinn að leggja aftur augun, þegar í hann var kipt, en opn- aði þau samstundis. það leið ofurlítil stund áður er hann gæti áttað sig á því, hvar hann væri staddur. Blóðið sauð enn í æðunum; það var eins og heilinn hringsnerist í höfðinu á honum og svitinn rann niður um bakið. Jan van Gracht sá, að hann vildi segja eitthvað, og lagði því eyrað við munn hans. — Hefi eg verið vitskertur? spurði van der Nath aivarlegur. — O nei, Bvaraði Jan þurlega; slikt ber einatt við, eg hefi orðið þess var fyr — hjá öðrum. En höldum nú áfram að skjóta — áfram! —eina ráð- ið er að hafa nóg fyrir stafni. — Sér þú manninn, sem liggur þarna á knján- um? — Já, einmitt hann. Eg hefi miðað á hann tveim skotum, en ekki hæft; — reyn þú nú gæfuna og lát mig sjá! Van der Nath hafði ekki heyrt nema stöku orð af því, sem gamli maðurinn sagði, en hann sá það, að eina ráðið til þess að halda jafnvægi í þessum voða-aðgangi var að hafast eitthvað að. Hann náði sér von bráðara og tók til að skjóta úr byssu sinni, róleg- ur og eftir tilteknum reglum, eins og hann væri að skjóta til marks; — þó með það eitt fyrir augum, sem hver góður hermaður telur meatu skifta: — að vinna tjón og drepa menn! — Hver rækarlinn ! sagði Jan gamli, sem var rétt hjá honum, — þér tókst þó að hitta náungann. Eg hélt að hann yrði ekki hæfður með skoti. Tundurskeyti sprakk með voðalegum gný rétt fyrir framan þá; flísarnar þeyttust í allar áttir og neyðarópi laust upp bak við þá. Þeir sneru sér við og sáu að trúboðinn lá þar flak- andi í sárum. Hann var rifinn á hol hægra megin og rifbeinin stóðu ber út úr cárinu. Hann virtist vera með- vitundarlítill og því ekki kenna sárs- aukans, og þrátt fyrir voða-sárið á síðuuni var hann að reyna að ná bifl- íunni sinni, er hrotið hafði spölkorn frá honum. Van der Nath hrærðist til meðaumkunnar við þessa sorgarsjón og ætlaði að fara og hjálpa trúboðan- um, en Jan gamli, sem alstaðar hafði augun, aftraði honum frá að aðhafast slíka heimsku. Hver hin minsta hreyfing var hættu- Ieg. Ef hatti var haldið á lofti, þá tættu kúlurnar hann í sundur; og liðsmaður sá, er van der Nath hafði snúið aftur, var skotinn gegnum höfuð- ið, er hann var að færa sig tíl. Ná- kvæmlega miðuðu tundurskeyti laust niður og reif sundur þrjá lifandi manna- búka og þeytti blóðregni og kjötflyks- um í allar áttir. Fallbyssuskotunum var aðallega beint upp á fellstindinn, og afleiðingarnar urðu þar ægilegar. þótt ekki væri liðnar nema örfáar mínútur síðan er skothríðin hófst, var alt orðið umturnað ; og af varnarliðinu stóðu nú uppi að eius þrír tugir vígra manna. Eu þótt vörnin væri þannig orðin veigalaus og vonlaus, og ef til einmifct þess vegna, varð vígahugur þeirra hamsluus enn af nýju. j?eir skriðu inn í hverja smugu, er þeir fundu. Dauðastunurnar og neyðaróp- in gerðu þá utan við sig, svo að þeir gleymdu sínum eigin þjáningum. Löng- unin fcil að vinna óvinunum mein var öllum öðrum tilfinuingum yfirsterk ari, og hugrekkið óx út yfir sín yztu takmörk. Hvert sinn er einhver féll eða fekk sár, æptu hinir hástöfum af reiði og hétu að hefna þess grimmi- lega. Ný hætta ógnaði þessum þrjátíu vonlausu hetjum, sem ýmist skutu á óvini sína eða formæltu þeim. Skot- gríðarnar voru færðar fram og sefctar þann veg, að þeim mátti beita að fells- tindinum. Á svipBtundu var búið að stilla þær eftir vegarlengdinni, og nú gengu þær eins og vel Bmurðar sauma vélar. Af skrölti þeirra, þrumugný fallbyssnanna og skothvellum smá- byssnanna varð slíkur voða-samhljómur, sem ómögulegt er að lýsa. Skotin rifu upp klefctana, einB og verið hefðu úr viði, og fyltu loftið flísaéljum, eins og snæfok væri. Léti nokkur verjand- inn á sér bera, var honum vís dauði. En svo æstir voru þeir, að langt var frá því að þeir gættu nauðsynlegrar varúðar, heidur létu þeir ginnast fram úr fylg8num sýnum, í von um að geta senfc óvinunum maklegar kveðjusend- ingar. Hanskúpan á einum var klofin svo nákvæmlega, sem með læknishendi hefði verið gert; annar var þrifinn hátt á loft upp og féll dauður niður utan við varnargarðinn, tíu skrefum þaðan er hann hafði legið. Umboð Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja ísl. vörur gegn mjög 8anngjörnum umboðslaunum. G. Sch. Thorsteinsson. Peder Skramsgade 17. Kjöbenhavn. Með Sterling er komið mikið úr- val af Leir, Gleri og Postulínsvörum; þar á meðal Bollapör meðáskrift: Gleðilegt sumar. Etiskar húfur, mjög hentugt í sumargjafir. Kartöflur, Lauk- ur, Appelsínur, Spegipylsa, Servelat- pylsa, Svinahöfuð, söltuð, Svinasylta. Te-kex og Kaífibrauð fl. tegundir m. m. Ennfremur flestar þær vörur er fólk þarfnast til hátíðarinnar fást með góðu verði í verzi. Vestur- götu 39. Jón Arnason. Hús til leigu með görðum og blómreitum við Skólavörðustíg (Eski- hlíð) og við Hauðarárstíg, afarlág leiga. Semja ber við cand. jur. Einar M. Jónasson, Laufásveg 20. REYKID aðeins vindla og tóbak frá B. D. Krusemann tóbakskonungi í Amsterdam (Holland). Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst nú í bókverzlun ísafoldarprentsm. með þessu verði: 1,80, 2,25 og gylt í sniðum, í hulstri, 3S° og 4 kr. Leikfélag Reykjavikur: Þjóðníðingurinn verður leikinn í Iðnaðarmannahúsinu sunnudag 26. þ. mán., kl. 8 siðd. Tekið á móti pöntunum í afgreiðsiu ísafoldar (ekki í talsíma). Gufushipafélagið Thore e|s Sterling fer frá Kauptnannahöfn i). mai í stað 7. maí. Þessi breyting er gerð vegna Generalstaben sem kemur upp með skipinu. í þess stað fer aukaskip frá Kaup- rn.höfn 7. maí (áætlunardag Sterlings) áleiðis hingað til Reykjavíkur. Bæði skipin koma við i Ixith. Sterling fer héðan til Austfjarða 2/. maí; fljót og góð ferð fyrir fólk, sem xtlar austur að leita sér atvinnu. Viðskiftabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Verð: 8, 10, 12, 15, 20, 25 og 35 aurar. Idrætsbogen. ómissandi bók fyrir alla leikfimis- og sports- menn, með nál. 1000 myndum, kemur út i 40—50 heftum á. 30 aura. má parta í hók- verzlun Isafoldar. Taublákka óefað bezt í bókverzlun ísafoldar. Okeypis til reynslu. 10 bréfsefni, spánýjar tegundir, nýkomnar í bók- verzlun Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.