Ísafold - 09.05.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.05.1908, Blaðsíða 1
 Kemur út ýmist einu sinni e5a tvisvar l viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. e5a l* 1/* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (8krifleg) bundin yiö áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaas viö blaöiö. Afgreiösla: Austurstrœtl 8. XXXV. árg. Beykjavik laugardagirm 9. maí 1908. 24. tölublað Misrétti. 1. O. O. F. 895158 V2. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 í spital. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 V* og 51/*—7- K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guósþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8.’ Landsskjalasafnið á þrd.T fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.og8.md. 11— ' Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 2^/2—5V2 í Austurstræti 20. Tíðindin mikiu. Blaðskeytabandalagið hefir fengið frá því síðast 3. símskeyti um milli- landanefndina. Hið fyrsta var sent frá Khöfn mið- vikudaginn kl. 5 síðdegis, og kom hingað kl. 6,10. Það er svo orðað sem hér segir (áður birt í fregnmiða): Nefndarfrv. samþykt alt vikufresti niðurstaða Ting- valla. Þá kom annað í gær, sent frá Khöfn að hallanda hádegi, og kom hér rúmri stundu siðar: Althingi rofið kosningar ÍO september thjóðfundur febr- ar. Loks kom hið síðasta í morgun, sent frá Khöfn laust eftir dagmál, og er svar við fyrirspurn frá ritstj. ísaf. um þjóðfundar-ráðagerðina: Athings februar tjoðfund- ur sérumboð. Hraðskeyti þessi öll, frá tíðinda- manni Blaðskeytabandalagsins, flytja það eitt og alt það, er millilandanefnd- in sjálf hefir veitt heimild til að gera kunnugt að svo stöddu. Hún hefir bannað frekari frásagnir fyr en hún birtir sjálf niðurstöðu málsins, og heitir að gera það á vikufresti frá því á mið- vikudaginn var, - með öðrum orð- um : von á skýrslu liennar næsta mið- vikudag, 15- Þ- mán. Ekki er láandi, þótt forvitnin sé mikil og óþolinmæðin að bíða þangað tii, þótt ekki sé nema fáeina daga. Hér er um stórtíðindi að tefla, meiri en hér hafa gerst margar aldir, eða réttara sagt: vænlegur aðdragandi til slíkra tíðinda. En miklu er hyggiiegra að bíða eftir skýrslu nefndarinnar cn að taka of mikið mark á einkaskeytum þeim eða leyniskeytum, er hingað hafa borist þessa vikuna, ýmist beint frá Khöfn, eða frá Seyðisfirði og Akureyri. Þær fréttir geta verið réttar. En vissa er engin fyrir því, að svo sé. Og upp er þar lostið því að minsta kosti, sem nefndin hefir ætlast til að leynt færi að svo stöddu, annaðhvort beint af einhverjum neíndarmanni, eða þá öðrum þar í Khöfn, sem einhver nefndarmaður hefir sagt kunningja sínum í fullum trúnaði. Hvorugu er bót mælandi. Enginn veit, hvern ógreiða hann getur gert með þvi tnál- inu sjalfu. Það kann nefndin ein að meta. Mergurinn málsins í öllum fréttun- um er þessi, sem miðvikudagsskeytið virðist í sér geyma, að það sé þingvallafundarstefnuskrá in sem nefndin hefir samþykt. Það merkir hvorki meira né minna en að ísland skuli vera frjálst sambands- land við Danmörku í konungssam- bandi við hana með fullveldi yfir öll- um sínum málum; en að þó megi fela Dönum að fara með ýms mál fyrir íslands hönd með- an um semur, þau er eftir ástæðum landsins þykir gjörlegt, t. d. konungs- erfðir, hervarnir, utanrlkismál, pen- ingasláttu; að um önnur mál skuli Islendingar vera einráðir með konungi og verði þau að sjálfsögðu eigi borin upp í ríkisráði Dana; að auk þeirra mála, sem nú eru talin íslenzk sérmál, skuli áskilinn sér- stakur íslenzkur þegnréttur; að rétt til fiskiveiða í landhelgi hafi íslendingar einir, og að ísland hafi sérstakan fána. Mikils og almenns fagnaðar mundu þessi tíðindi fá öilum íslenzkum sjálf- stæðismönnum, ef þeim mætti treysta til íulls. En það er varasamt að svo stöddu. Því að vel gat tíðindamaður Blað- skeytabandalagsins vitnað í Þingvalla- fund, þó að ekki hafi nefndin fallist á öll atriðin í stefnuskrá hans eða þótt eitthvað hefði verið úr þessu dregið. Um það verður uggvænt nokkuð svo alt þangað til nefndarálitið birt- ist. Það því fremur, sem skeyti frá Akureyri í gær segir einn nefndar- manninn íslenzka (Sk. Th.) hafa ver- ið hinum ósamþykkan, og í öðru lagi er gefið í skyn í einkasímskeyt- um hingað utan nefndar, að innlim- unarákvæði felist í ályktun nefndar- innar. Þetta getur verið markleysa. En valt er því að treysta þó að svo vöxnu máli. Biðin til miðvikudags er ekki nein ókleif þraut Síðustu símskeytin tvö, um þing- rof og þjóðfund aðallega, virðist næst að skilja svo, að kjósendur eigi að jveita sérum- boð fulltrúum þeim, er kosnii verða 10. sept. (alþingiskosninga-daginn) til til að fara með sambandsmálið, með því að það liggur í raun réttri utan við verksvið alþingis eða alment um- boð þess, og að það þing, febrúarþingið í vetur, skuli því nejna »þjóðfund«. Hinu er ekki gott að koma heim, að tvö þing eigi að halda í febrúar næst, alþingi og þjóðfund. Og hvar eru lög til að kjósa eftir á sérstakan þjóðfund ? Siódegismessa i dómkirkjanni & morg- un kl. 5 (J. H.). Frikirkjan. Messufall þar k morgun. Prestur I ferð. Við hámessu k morgun I dómkirk- junni stigur kand. Sigurbj. Á. Gislason í stól. Franska herskipið kom hér 2. þ. mán. fyrsta skifti þ. k., hið sama og áður, Lavoisier. Spítalaskip franskt, hið sama og i fyrra, kom hér 1. þ. mán. Það heitir Saint Francois d'Assise. Strandferðirnar. Aukaskip Esbjerg kom í gærmorg- un austan um land úr Hóla-strandferð- inni og með því allmargt farþega. Hrepti bálviðri í Meðallandsvík á miðvikudaginn, var lagt í rétt og gekk svo 16 stundir. Þá slotaði veðr- inu. önnur grein. Svar o. fl. I. Umkvörtunargrein vorri Rangæinga um misréttið í landinu, sem út kom í blöðunum i vetur, hafa margir tek- ið vel. En sumum mun þó vera í nöp við hana, sem við mátti búast. Má sjá það á Norðra 10. tbl. þ. á., Reykjavík 13. tbl. þ. á. og víðar. Ekki er þó málið sjálft rætt þar, eða neinu mótmælt með rökum, heldur er vikið að þeim með rangfærslum og skökkum getgátum. Má því ætla að sumir vilji eyða máli voru með likum hætti og Eyólfur Bölverksson brennumálinu. í Reykjavíkinni er sagt frá samtali, er hnígur að undirskriftum undir um- kvörtunargreinina. Það samtal bein- ist að mér, Sig. Guðmundssyni, við einn bóndann, því eg ferðaðist um sýsl- una, þ. e. kom í alla hreppana, og hitti í sumum (4) þeirra 2 — 3 bænd- ur, en í sumum marga. Eg finn því ástæðu til að mótmæla þessu samtali, og lýsa það helberan ósanninda-upp- spuna að því er mig snertir. Einnig mótmœli eg algjörlega tilganginum, sem þar er látinn vera með umkvörtunar- skjalinu, samning þess o. s. frv. Fiskiveiðar og Því hefit verið sleg- landbúnaður. ið fram, eftir að nefnd grein vor kom út, og oít áður, að landbúnaðurinn njóti mikils stuðnings, og ekki síður hinu, að Iítið sé hlynt að fiskiveiðunum, en að mest gjöld komi þó frá þeim til landssjóðs, (sjá Reykjavík 3. tbl. þ. á., ísafold 5. tbl. þ. á., Norðra 7. tbl. þ. á., Skirni bls. 155 f. á., Alþýðublaðið o. fl.). Vér ræddum ekki um fiskiveiðarn- ar; þær eru að nokkru leyti annað en kauptúnin sem vér nefndum. En fyrst þeir eru sí og æ að vitna í fiski- veiðarnar og landssjóðstekjurnar af þeim, þá er ekki úrhættis að benda á grundvöllinn sem bygt er á í þessu efni, því að jafnan varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fnndin. I Frey 1906, 5. tbl, er mjög góð ritgjörð eftir hr. G. G. ráðunaut um atvinnuvegi vora. Þar er sýnt fram á, að hvalveiðamenn og fleiri útlend- ingar greiði meira en helming af út- flutningsgjaldi af fiski og lýsi, og að það séu því að eins 32 aurar, sem koma á skippundið af fiskinum. Hef- ir þetta því litii eða engin áhrif á fiskverðið hjá kaupmönnum, sem greiða gjaldið. Ráðunauturinn segir meðal annars: — Eg hefi minst á þetta við allmarga fiskikaupmenn. Þar á meðal einn stærsta fiskikaupmann landsins, sem verzlað hefir mjög tnikið með saltfisk mörg undanfarin ár. Þeim hefir kom- ið saman um, að peir tœkju ekkert til- lit til útjlutningsgjaldsins, pegar peir dkvaðu jiskverðið. Ohætt mun því að fullyrða, að megnið af útflutnings- gjaldinu af fiski og lýsi, ef ekki alt gjaldið, beri að skoða sem gjald á verzlunum, sem allir verzlunarmenn þeirra borga að réttri tiltölu við verzl- unarmagn þeirra hvers um sig. Sé þetta rétt, þá greiða útflutnings- gjald þetta í raun og veru útlending- ar, kaupmenn og allir lar.dsmenn. Er þá óhætt að minki gutnið af gjaldi fiskiveiðanna til landssjóðs. Önnur gjöld til landssjóðs koma nokkuð óréttlátlega niður á landsmenn. Vonandi tekst skattamálanefndinni að benda á umbætur, en aðra vegi verð- ur hún þá að finna en að íþyngja sveitimum enn af nýju. Ábúðarskatturinn er goldinti af hverju jarðarhundraði, en húsaskattur- inn af hverjum fullum 500 kr. í hús- eignum einstakra tnanna, sem ekki fylgja jörðu og ekki bera þinglesnar veðskuldir. Tekjuskatturinn af eign er réttmæt- ur. Hann bera tekjur af eignum allra landsmanna. En líklega borgast hann betur af eignum sveitabænda, sem lítið er annað en jarðeignir, og ekki er hægt að draga undan framtali, held- ur en af peningaeign, sem meira er af í kaupstöðunum. Tekjuskatturinn af atvinnu nær ekki nema aðeins til þeirra, sem hafa meira en 1000 kr. í tekjur af annari atvinnu en landbúnaði og fiskiveið- um. Margir kaupstaðarbúendur munu því lausir við bein gjöld til lands- sjóðs. Lausafjárskatturinn, sem er lagður á lausafjárhundrað, það er telja ber fram til tíundar, bætir ekki úr skák. Hann er goldinu af fénaði og af skip- um, sem ganga til fiskiveiða. Þessi lausafjárskattur er og verður illa þokk- aður. Hann kemur mjög misjafnt niður á landsmenn — auk þeirra sem lausir eru við hann. Þar er t. d. sama gjaid af 48 ám, sem gera í Rangárvallasýslu rúmar 500 kr., og af einu þitskipi, sem gerir upp undir 20,000 kr. Hann liggur beint á at- vinnustofninum, og dregur því úr allri framleiðslu, sem þörf er á að styðja og efla, og hann liggur á at- vinnustofni þessum hvort sem hann er allur t skuld eða ekki, og hvort sem nokkur beinn ársarður verður af honum eða ekki. Loks er skattur þessi svo erfiður viðfangs, að kostnað- urinn að reikna hann af fénaði og innheimta étur hann líklega upp allan, og mikið meira, ef öll fundarhöld bænda o. fl. út af honum eru með- talin (vor-hreppaskil, haust-hreppaskil og þing). Tollarnir þykja sumum slæmir. Þá er þó ódýrt að heimta saman, og enda réttmætt að þeir sem eyða fé landsins fyrir munaðarvöru, til óþarfa eða skaða, greiði nokkuð í landssjóð. Kaffi- og sykurtollinn er helzt álíta- mál um hvort kemur réttlátlega niður. Sveitirnar gætu brúkað minna af þeirri vöru, en gera það líklega ekki. Um sláttinn er þar víða hóflítil kaffi- brúkun og enda á vetrum vegna kuld- ans í óhituðum bæjum. Gestrisni svonefnd f sveitum á iíka sinn þátt í kaffibrúkuninni. Lága tolla á aðflutt- um vörum, sem framleiða má hér á landi, væri ekki hægt að segja rang- láta. Þá sjá margir hins vegar ofsjónum yfir því hvað hlynt er að landbúnaði með styrkveitingum. Og er þá oft- ast vitnað í búnaðarstyrkinn og þ. h. Þeir telja hann veittan landbúnaðinum eða sveitunum. Þeir gá ekki að því, að kauptúnin njóta þess fjár einnig beint og óbeint, né hins, hversu æski- legra er, að þau njóti þess fyrir að rækta landið kringum sig heldur en að flytja til sín frá útlöndum hey og garðamat, kjötmat, mjólkurmat, smjör- líki o. fl. með styrk úr landssjóði (gufuskipaferðastyrkinum). Ekki líta þeir heldur á það, að margir telja fram- búðarvelliðan þjóðarinnar undir þvi komna, að landið sé ræktað og yrkt eftir föngum. Né hitt, að nú getur landbúnaðurinn ekki kept við sjávar- útveginn, eða við atvinnu þá, er lands- sjóður veitir, og er því sumstaðar að leggjast í valinn. Fáir virðast líka gera mikið úr þeirri sterku ástæðu, að jarðabæturnar gera menn oftast að nokkru leyti fyrir eftirkomendur eða landið, einkum i sveitum. Arðurinn er seintekinn, og í sveitum er sjaldan hægt að selja ræktaða bletti skaðlitið, eins og í kaup- stöðum. Jarðeigendur geta vanalega ekki endurgoldið umbæturna nema sér til skaða. Fyrir þetta er sérstök ástæða til að styrkja jarðræktina. Mikil björg og blessuti er það óneitanlega, sem Ægir gefur; en dýr er fórnin, sem hann tekur með köfl- um, og þung er sorgin, sem af þvi leiðir; því má gjarnan líta á það unt leið og lagt er á móti styrk til jarð- ræktar. Annað atriði, sem Iengi ætlar að verða vitnað í og líklega er rétt gert, er fjárböðunarkostnaðurinn. Bændur i Rangárvallasýslu háðu þó ekki um það fé; því í henni hefir líklega enginn kláði verið. O. Myklestad taldi að sönnu kláða hér, en gat ekki rökstutt það. Lakara mundi líka fyrir kaup- túnin að fá kláðakindur til slátrunar en heilbrigðar, þar sem urn það var að tefla. Hlunnindi Lítið er aftur getið um kauptún- alt hitt, sem kauptúnin anna. njóta aðallega og er þó þess vert að nefna. Auk hinna mörgu og stóru atriða er vér bentum á i fyrri grein vorri, má nefna: styrkveitingarnar til fiski- veiðasjóðs, vélarbáta, bryggjugerða, fiskimats 0. fl. eða fjárhæðirnar til margs konar skóla i kaupstöðunum, bókasafna og annarra safna, ýmissa fé- laga, skemtana og fyrirlestra, eða til dómkirkjuprestsins eða kirkjugarðsins og organleikara í Reykjavik, eða ábyrgðarinnar hennar vegua. Ekki er heldur minst á hinar rík- mannlegu atvinnugreinar, er landssjóð- ur er látinn borga óspart, svo sem feit embætti, eftirlaun og styrktarfé til visinda og bókmenta, til opinberra bygginga og jafnvel til brúargerða og vega m. fl., og fá þó sveitirnar ótrú- lega lítið af öllu þessu fé og yfir höfuð litið af öllu fé landssjóðs. í fjárlögunum sést að vísu ekki, hvernig öllu eftirlauna- og styrktar- fénu er varið. Líklega fær þó Rang- árvallasýsla engan eyri af því. Marg- ar smáu fjárhæðirnar eru tilfærðar, en ekki hinar stóru. Þær sem ekki sjást þar, nema þó meira en m þús. kr. Símajargið. Hið þunga farg, sem figgur á þjóðinni útaf símanum, hefir naumast verið lagt á hana vegna Rang- árvallasýslu eða sveitanna. í fjárl. eru 2 ára tekjur hans taldar 100 þús. kr., en gjöldin meira en 545 þús. kr. Mismunur frekar 445 þús. kr. Nýir símar eru að vísu í þessu, en ekki er gott að vita, hvenær þeim linnir og kostnaðinum til þessa, ef ritsím- inn ætti sér framtíð. En velti hann um koll bráðlega, þá situr þjóðin eftir með byrðarnar. Til nýju síma-þverlínanna er eigin- lega veitt öll áætlaða fjárhæðin og þá dregið frá með þessum orðum : — Hér af væntist frá hlutaðeig- andi félögum, .... oftast um l/3 hluti. Þetta er óvanaleg lagasmíði og lítt skiljanleg. Svona réttarhá fekk þó ekki aðallína suðurlands að vera. Hún er því nr. 3 að verðleikum, enda ligg- ur hún ekki til kauptúna. Eyratbakka- þverlínan er einnig undir þessurn tölulið. Konungskoman í surnar bendir ekki á neitt jafnrétti. Stjórn og þing brúk- ar svo sem 2—3 hundruð þús. kr. af almannafé handa gestum sínum, sjálfum sér og ýmsum Reykvíkingum aðaliega, en sníkir út 18 reiðhesta kauplaust hjá Rangárvallasýslu, og mikið af hestum viðar uiíi landið. í næstu fjárlögum mun þjóðin fá að sjá fjárhæðina, og þá sennilega að greiða liana einhvern tima. Heiðursmerkin svo nefnd, sem stjórnin virðist hafa mætur á, benda heldur ekki á það, að hún vilji jafnan rétt i landinu. Það er að segja, jafn- an rétt milli landshlutanna eða at- vinnuveganna. Latidbúnaðurinn á þar sem annarsstaðar ekki upp á háborðið. Um misrétti milli þjóðmálaflokk- anna tölum vér ekki um hér. Allur sá sorgarleikur er einn fyrir sig. Lítið réttlæti er það, að launa em- bættismönnum landsins og uppgjafa- embættismönnum þess svo hátt, að kauptúnin, sem þeir eiga heima i,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.