Ísafold - 09.05.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.05.1908, Blaðsíða 2
94 ISAFOLD megi taka drjúgan skerf af þeim laun- um handa sjálfum sér. Eða það, að leyfu kauptúnunum að stinga stórum fjárhæðum af verzlunum landsins í sinn sjóð. Lítil samkvæmni er með þessu lagi í Iöggjöfinni milli héraðanna, og inn. an hvers héraðs. Er því engin furða, þótt efnamenn og embættismenn o. fl. tolli illa í þeim héruðum, sem höfð eru mest út undan. (Nl.) Nokkrir Rangæingar. flýjar bækur. Leivis Wallace: Ben Húr. Saga frá dög- nm Krist8. Þýtt hefir á ielenzku Bjarni Si• monarson prófastur. Rvik 1908 (Guðmnndnr Gamalielsson). YI-j-320 bls. Mynd höf. framan við. Þetta er amerisk bók: höf. ame- riskur, nær 30 ára gömul, komin fyr- ir löngu á flest tungumál heims, nema á íslenzku ekki fyr en þetta. Fræg er hún og útgengileg, hugljúf að efni og fróðleiksmikil, einkum um aldar- far á Krists dögum í þeim löndum, er þá bygðu mentaðar þjóðir, sem kallað var, aðallega í Gyðingalandi (Jórsölum) og Ítalíu (Róm). Hún ger- ist þar mest. Byrjar á austurlanda- vitringunum og fæðing Krists, og hagnýtir sér óhaggaða nokkra helztu atburði í lífi hans, þar á meðal skírn hans, innreið í Jerúsalem og kross- festing. Hún lýsir allvel og greini- lega daglegu lífi og einkum híbýlum og þjóðháttum bæði í Jerúsalem og Róm; sömuleiðis hernaðarlífi, og þræla- vist á galeiðum o. s. frv. Bókin er eiguleg fyrir það eitt, þótt ekki væri annað, enda einkar-vinsæl af alþýðu. En fremur lítið hefir hún sér til ágæt- is annað. Skáldsaga á það að vera og er. En skáldneisti er svo sem enginn í henni. Þó er viðburðum það haglega fyrir komið, að vel elur forvitni lesanda. Slikt gerir skemti- sögur girnilegar. Kostnaðarmaður segir, að 7 afhin- um merkustu prestum vorum hafi þýtt bókina á islenzku. Svo vel hefir pdm litist á hana. Þessi þýðing, sem nú er prentuð, má heita miklu fremur góð en hitt, betri en tiðast er um hinn botnlausa sæg af þýddum sögum frá síðari ár- um og er margt þeirra háðung ís- lenzkri tungu eða miskunnarlaus mis- þyrming á henni. Þó rekst sæmilega skýr lesandi óvíóa í allri bókinni á þá hálfa blaðsíðu, er ekki gægist út úr, að bókin er ekki frumsamin á íslenzka tungu, heldur öðru máli, og að henni hefir verið snúið úr engu öðru máli en þessu, sem forfeðrum vorum á 18. öld var kent að vér œttum að depen- dera af og vér gjörum enn svo óskiljan- lega margir, eftir 2 mannsaldra ís- lenzkukenslu í mentaskóla landsins. Samtöl eru og of viða leiðinlega mikið líkari bókmáli en daglegu tali. Ekki er það viðkunnanlegt, að tína til hvert smáræði, er miður fer i orðfæri á góðum bókum, finna að orðmyndun, sem álitsmál er um, tina til það eitt og ekkert annað, eins og sumir ritdómarar gera, og tekst þá jafnvel stundum að koma inn hjá almenningi óáliti á bezíu bóknm. En hins vegar fáum vér aldrei vanið þá, sem við bókagerð fást, af vítaverðri meðferð á tungu vorri, ef ekki er minst á verstu lýtin og við þeim var- að. Það er bræðraþjóðar-tungan, sem þeim veldur langflestum. Fultaforða- tiltækjum, jafnvel í góðum bókum, sem kallaðar eru, er enginn íslend- ingur mundi taka sér í munn, ef ekki hefði sogið brjóstin hennar sér til ótímgunar. Eða mundi að öðrum kosti nokk- urum íslending detta í hug að taka svo til orða, að makkarnir hafi verið kengbeygðir(l) á hestunum (bls. 130) I stað þess að segja blátt áfram: Hest- arnir hringuðu makkann? Eða; mœttu ölturin vera blómskrýddl (ósk, bls. 173)? Eða: sjálfur hefi eg aldrei verið í Jerúsalem (bls. 78), i stað: komið til J.? Hin(!) hlýja sól Ítalíu(l) skein á rós- irnar (315). IJvað áhorjendurna snertir, treysti eg ef til vill heldur mikið á fimleik rninn! (135). Viðlíka álappalega og þetta er að orði komist á bls. 123: B. H.------- gekk út um húshlið Símonídesar, í st.: hliðið að húsi S. Hann heyrði hinn hæga ára-burð (i7i)- Honum komu í hug ófyltar skyld- ur við móður sína! (268). Fyrrum báðu menn gesti sina vera velkomna. Nú býður þessi höf. (sem margir aðrir) þá velkomna, aj pví að blessaður Danskurinn hefir það svo. Hinir þrír vitringar, hin flötu hús- þök, hin magra hönd, pegar á dögum Salómons, »með Massala« endurtók hún (40), þá hefi eg enn einu sinni mist von (113), — hver mundi kom- ast svo að orði, ef ekki væri dansk- an? Greinis-drelliiinn danski aftan við hvert örnefni ofsækir þennan þýð- anda, sem marga aðra: EgeahafiJ, Bosporussundid, AntimonaflóiVm, Oren- tesfljóti'Ú. Snorri komst af með að segja: til Upplanda, til Hálogalands, í Niðarósi (ekki: Upplandanna, Há- logalandsins, Niðarósnum). Hárið hékk niður eftir bakinu í tveim löngum fléttum! (47). Öðru- vísi taka gullaldarrithöfundar til orða, þegar þeir eru að lýsa hárprúðum konum. Orðið viðsmjörsviðartré er beint hneykslanlegur óskapnaður. Það verð- urað merkja: tré-smjörs-trjáviðartré! Nærveru við útför er stundum ver- ið að þakka fyrir í blöðum, vitanlega af því,að Danskurinn segir: nærværelse. Lítið er það betra, er þessi þýðandi talar um náveru (27), og eiga þó völ á öðrum eins gæða-orðum alíslenzk- um eins og návist og viðurvist. Fyr mega nú vera mislagðar hendur. — Það er leiðinlegt, að þurfa að vera að minnast á þessa annmarka á góðri bók. En ver er þó hitt gert, að hirða ekki ura að þurka af henni annað eins ryk og þetta, áður en hún er látiu koma fyrir almennings sjónir. — ■ — Borgarstjórakosning. Borgarstjórastöðuna hér í bæ veitti bæjarstjórn á fundi sínum í fyrra dag Páli sýslum. hinarssyni i Hafnarfirði til 6 ára, með 10 atkv. af 13 greidd- um. Kn. Zimsen verkfræðingur hlaut hin 3. En 3 bæjarfulltrúar voru fjar- staddir: Lárus H. Bj., Magn. BL, Sighv. Bjarnas. Ungm.félag Iöunn. Svo nefnist kvendeild Ungm.félags Reykjavíkur. Hún hefir skemtifund í kveld í Iðnaðarmannahúsinu (kl. 9). Þar verður glímt og sungið (söngíél. Sigf. Einarssonar) og lesin sagá (jung- frú Marín Jóhannsdóttir) og flutt er- indi (Har. Níelsson. Glímur sýndi glimufélagið Armann í íyrra kveld fyrir húsfylli eða því sem næst í Iðnaðarmannahúsinu. Það var í ágóða skyni gert til Lundúnafararinn- ar fyrirhuguðu. Þeir glíma margir prýðilega vel, Armenningar. Glímukappinn þeirra mun nú vera Hallgrímur Benediktsson, þó að erfitt sé reyndar að gera upp i milli hans og sumra hinna. Þeim fer óðum fram, og ekki verður langt að biða þangað til glíma þeirra margra er orðin að list. — Eitt væri skemti- legra að sjá hér á glímufundum en verið hefir, það sem sé, að menn kæmi til glímunnar allir eins búnir, ef bændaglíma væri. En ef hún væri ekki sýnd, og flokkaskiftingin ekki af handahófi, þá ætti hvor flokkur að eiga sinn búning, hvor með sínum lit. Það væri miklu skemtilegra ásýndar en að sjá búningana hvora með sinni gerð, marglita og alla vega skjöldótta. Það væri t. d. að taka einhver munur að sjá alla glímumenn- ina i líkum búningi þeim, sem þeir voru í, Hallgrímur Benediktsson og Sigurjón Pétursson. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri mintist eítir mótið nokkrum orðum á glímulistina. Sagði í ræðulok, sem • satt er, að oss væri það mikil hneisa, höfuðstaðarbúum, ef svo sem fjórir glímumenn héðan, Lundúnafararnir tilvonandi, þyrfti að sitja heima fyrir það eitt, að styrkur fengist ekki nóg- ur til fararinnar. En það ætti að vera óþarfa-kvíðbogi. Faxaflóabaturinn nýi, Ingóljur, hafnaði sig hér í morg- un eftir 8 daga ferð frá Björgvin. Skipstjórinn heitir Sigurjón Péturjóns- son, 27 ára gamall, ættaður af Eyrar- bakka (bróðir Sigurðar læknis Jónss. í Khöfn); hann hefir átt heima í Staf- angri 4 ár, kvæntur þarlendri stúlku og flytja þau sig nú hingað alkomin. Báturinn er nær 70 smálestir að stærð, tekur um 60 farþega í 2. far rými og nál. 40 í 1. farrými, hefir um 9 mílna hraða í vökunni, er smíð- aður úr stáli, traustur mjög og vand- aður i alla staði. Skipshöfnin hrepti vonzkuveður, blindbyl og rok á mið- vikudag suður undan Ingólfshöfða, og gjörir hún mikið orð á því, hve bát- urinn hafi reynst prýðilega. Hann hefir kostað 66 þús. krónur. Hólastrandið. Danska björgunarskipið Svaja kom á helginni til Hornafjarðar beint frá Khöfn að reyna að ná Hólum á flot. Esbjerg hafði tal af Svöfu á þriðju- daginn, með merkjum, og lét hún vel yfir, að það mundi lánast. Veðrátta viknna frá 26. april til 2. maí 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 4- 4.6 - 2.2 4- 1.2 - 4.4 - 1.0 b 1-2 M - 1.0 - 0.9 4- 2.0 - 4.0 - 1.9 - 2.0 Þ h 0.3 - 0.4 4- 0.9 - 1.8 - 0.4 - 1.6 M r 2.0 H r 2.0 0.0 - 1.0 - 1.7 - 4.0 F 4 2.7 - f- 4.0 4- 2.8 - 0.2 - 1.7 - 4.5 F - 1.1 - 0.3 + 0.5 - 5.0 - 2.2 - 5.6 L - 1.2 1.6 0.0 - 2.0 - 0.2 [- 5.2 Reykjavíkur-annáll. Ekki um sölu & nýjum fiski á Englandi, heldur smá-athugasemdir. Loksins hefir þá Ægisgreinarhöfundurinn frægi (8]ómaðurinn) eftir langa mæðu getað fengið mann i lið með sér til þess að leit- ast við að litilsvirða hinn viðurkenda dugn- aðarmann, skipstj. Hjalta Jónsson, i 19. thl. ísafoldar, sem eðlilega tekst þó heldur ófimlega. Allir, sem þá grein lesa (aðrir en feðurnir sjálfir), hijóta að lesa hana með fyrirlitningu, meðal annars vegna þess, að hún fæst aðallega við að hæla öðrum þeirra tveggja, er hana hafa skrifað. Hann á að vera ekki minna en frömuður hinnar is- lenzku sjómannastéttar (!). En það er svo fyrir að þakka, að hetri sjómannastétt eigum við en það, að hann sé sá bezti. Þeir félagar leitast eðlilega við af öllum mætti að hrekja grein mina i 14. tbl., en geta hvergi með rökum sýnt fram á, að þar sé nokkuð skakt, t. d. um fiskisöluna nýju á Englandi, þar sem eg sagði, að H. J. hefði gjört það fyrBtur msnna, að senda isvarinn fisk til Englands. Eg get sýnt þetta og greint rök fyrir þvi annað sinn, ef vill, þegar að eins ei átt við botnvörp- nngana hér íslenzku, sem hann var að tala nm Ægis-sjómaðurinn; þar segir hann, að Snorri Sturluson hafi gjört það fyrstur. Nú segja þeir háðir i ísafold, að það bafi verið gjört hér frá Islandi 20 ár. Þessu líkar eru rökfærslurnar, þegar þeir eru að hrekja grein mína. Eg hirði ekki að ’tina upp fleira af þvi tægi; það er lltill fróð- leikur í þvi. Allir hljóta að sjá, hvað greinar þeirra eru veglegar, vera að eyða tima i það að óþörfu, og byrja á því að litilsvirða mikinn framfara- og dug- naðarmann eins og H. J. er. Þessar tvær greinar þeirra hafa inni að halda töluvert af sleggjudómum um H. J. Hann á lltið að vita og ekkert að kunna að botnvörpuveiðiaðferð, — ekki einu sinni að smíða hotnvörpu (!). Yæri þetta að ein- hverju leyti á rökum bygt (sem það auð- vitað ekki er), þá virðist mjög einkennilegt að sjá þegar maður les grein þeirra i ísa- fold, að rétt þegar lesarinn er að enda við hana, þá koma þar fiskifréttir, og þar er meðal annars sagt frá því, sem satt er og rétt, að Marz bafi komið inn laugar- daginn fyrir páska með 38 þús. fiska eftir fáa daga, og farið út aftur snemma páska- dag. Þetta bendir með fl. á alt annað en þess- ir tveir félagshræður halda fram. Ægis-greinin var þess verð, að svara heuni, og þess vegna gjörði eg það, — ísa- foldargreinin þeirra er tæplega þess virði, og þesB vegna ætla eg að láta henni að öðru leyti ósvarað en hér er sagt. Brunabótavirðing samþykti hæjarstjórn i fyrra dag á þessnm húseignum, í kr.: Bjarna Sæmundssonar, Þingholtsstr. 8,735 Bjarna Þórðarsonar, Bergstaðastr. 4,086 Einars JónasBOnar, Laufásveg 16,196 Jens Eyólfssonar, Grettisgötu 12,418 Runólfs Stefánssonar, Skólavörðust. 8,889 Sigurðar Jónssonar, Grettisgötu 7,105 Sveins Þórðarsonar, ÚðinBgötu 3,898 Thor Jensens, Fríkirkjuveg 55,100 Tryggva Matthíassonar, Skólav.stíg. 3,409 Elliðaárnar. Einar sýslum. Benediktsson vill selja hænum veiðirétt i Bugðu og Hólmsá. Bæjarstjórn visað þvi máli til vatnsveitunefndar. Elliðaárnefndin fekk á siðasta fundi veitt ar 700 kr. til að gera eldhús i Elliðaár- hólm. Erfðafestulönd Bæjarstjórn hafnaði i fyrra dag forkaupsrétti að Norðurmýrar- bletti 17—18, er Guðm. Ingimundarson sel- ur á 5000 kr. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingf. Guðmundur Gislason trésmiður selur 15. april Sigurjóni Ólafssyni trésmið húseign nr. 40 B við Njálsgötu á 4,600 kr. Jón Pétursson skipstjóri selur 1. maí Rnnólfi Steingrímssyni háifa húseignina Gíslaholt við Vesturgötu 3,250 kr. Annar sjómaður. héraði miklu betra en hér er að ven- jast — ein eða fleiri tunnur (224 pd.) — Semjið sem fyrst um kaup við Árna Jóhannsson, Bjarka. Frá 14. maíer 1 kvistherbergi til leigu hjá Eyvindi Arnasyni, Oðins- götu 10. 2 samstæð herbergi til leigu, sólsæl, við miðbæinn. Ritstj. vísar á. Stúlku óskar undirrituð að fá sem fyrst til að ræsta og taka til á morgnana. Gunnh. Thorsteinsson. 1—2 herbergi til leigu frá 14. maí í Grjótagötu 10. Vegamál. Bæjarstj. samþykti i fyrra dag þá tillögu, að ekki skyldi að sinni tak til greina neina beiðni um veg yfir Meiana. Hún samþ. á sama fundi að láta leggja steinflögugangstétt meðfram HverfÍBgötu og að taka til þess 1200 kr. lán. Man Æskan eftir morgundeginum ? líl ?n°l nl Fnlnllnr lu LU 10 31 ísfattur Fra Vestmanneyjum. Þaðan er enn að frétta sama land- burðinn hvenær sem á sjó gefur. En það var nú raunar aldrei hina vikuna — látlausir landnyrðingar. Salt hefir þrotið þar hvað eftir ann- að. En nú nýkominn loks 1400 tunna saltfarmur. Fyrir skemstu voru þar og þrotin kol, og ennfremur mottur utan um fisk og borð. Og fiskbursti engin til lengur! Allir fiskreitir fullir og hver skýlis- nefna. Kaup geysihátt. T. d. sex- tugum karli, ófærum að róa, goldnar 170 kr. í kaup vertlðirnar báðar, auk fæðis, húsnæðis og þjónustu. á smekk- | slopp- svuntum og barna- J hjá Gísla Jónssyni, Laugaveg 24. er dýr vara, en verður ekki tekinn með höndun- um tómum. 3 ádrátt- arvörpur 70—80 fðm. langar fást i Bergstaðastræti 1. Stúlka getur þegar fengið góða atvinnu við innanhússtörf. Það kæmi sér vel ef hún gæti fleytt sér hvað lítið sem er í ensku. Lysthafendur geri viðvart í Vesturgötu 38. Leikfélag Reykjaviknr: Þjóðníðingurinn verður leikinn í Iðnaðarmannahúsinu sunnudag 10. maí, kl. 8 siðd. í síðasta sinn. Tekið á móti pöntunum í afgreiðslu ísafoldar (ekki í talsíma). Takið eftir. Undirskrifaður hefir til leigu eða sölu gott fiskverkunarpláss. Sömu- leiðis til sölu hús og lóðir á góðum stöðum í bænum. Bjarni Jónsson kaupmaður. Laugaveg 30. Telefon 101. Margskonar emailleraðar vornr svo sem: Könnur, Katlar, Pottar, Spaðar, Ausur o. fl. ódýrt hjá Gísla Jónssyni, Laugaveg 24. Atvinnu á Austfjörðum í sumar geta enn feng- ið nokkrar stúlkur og karlmenn, sem vant er fiskverkun. Hátt kaup í boði. semjið fyrir 12. þ. mán. við Jón Arnason kaupmann í Vesturgötu 39. Uppboðsaugíýsing. Eftir beiðni Olafs bónda Ólafssonar á Þúfu í Kjósarhreppi verður laugar- daginn 16. þ. m. þar selt á uppboði ýmsir búshlutir, kýr, hross og sauð- fé. Uppboðið byrjar kl. 12 á hád. Hreppstj. i Kjósarhreppi Neðra-Hálsi 7. mai 1908. Þórður Guðmundsson. ísafoldar sem skifta um beimili eru vin- samlega beðnir að 1 fyrst í afgreiðslu blaðsins. Hjólhestar rkz; staðastræti 1. — Sá keyrir ekki með lífið í lúkunum, sem kaupir hjól sitt þar. láta þess getið Vaðmál frá „Silkeborg Klædefabrik“ er ódýrasta og haldbezta fataefni sem hægt er að fá. Mikið úrval á Laugaveg 24. Harmoniumskóli Ernst Stapfs, öll 3 heftin, í bókverzl- un ísafoldarprentsm. V iðskif tabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Verð: 8, 10, 12, 15, 20, 25 og 35 aurar. Frjálst sambandsland þarf hver góður íslendingur að eignast og lesa vandlega. Bóksalar hafa það til sölu. Biðjið þá um það. Ritið kostar aðeins jo aura en það hefir að geyma ýmsan fróð- leik, sem aldrei firnist. Dragið ekki að kaupa það. Sálmabokin (vasaútgáfan) fæst nú í bókverzlun ísafoldarprentsm. með þessu verði: i,8o, 2,25 og gylt í sniðum, i hulstri, 330 og 4 kr. 1P. Schannong K.m.höfn selur fegursta og ódýrasta legsteina. Umboðsm. er Einar Finnsson, Klapparstíg 13A, Rvík, sem gefur allar upplýsingar um útlit og verð. Teikniléreft nýkomið í bókverzlun ísafoldarprent- smiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.