Ísafold - 08.07.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.07.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu sinni eð» tTÍsyer l Tiku. Verð árg. (80 nrkir minst) l kr., er- lendis 6 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD DppsOgn (skrifleg) bundin TÍO Aramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus við blabió. Afgreibsla: Austurstrseti 8. XXXV. árg. Reykjavík miðvikudaginn 8. júli 1908. 41. tðlublað I. O. O. F. 897109. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 3—3 i spital. Forngripasafn opiO á myd. og id. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2*/s og b'lt—7. K. F. U. U. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 slód. Alm, fundir fsd. og sd. 8 '/• siBd. Landakotskirkja. Oubsþj. 9'/« og 6 á helgidðgum. Landakotsspitali f. sjúkraTÍtj. 10'/*—12 og 4—B. Landsbankinn 10 ‘/t—2 ■/«. Bankastjórn tí8 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 0—8.’ Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lnkning ðk. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasam á sd. 2—3. Tannlækning ók.irósthússtr.lé, l.og3.md, 11— t Faxafloabáturinn Ingolfur fer til Borgarness júli 13., 19., 27. og 29.; ágúst 3., 9., 19. og 28. Búda 10. og 15. Kejlavíkur og Garðs júli 8., 18. og 21. og ágúst 1., 4,. 11., 22. og 30. Sandgerðis ágúst 1., 12. og 23. Orðsending. Við undirskrifaðir, sem ætlum að bjóða okkur fram til þingmensku fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu við al- þingiskosningar í september næstkom- andi, höldum þingmálafundi í kjör- dæminu á tímabilinu 20.—31. ágúst. Nánari auglýsingar síðar, bæði í blöð- unum og einstökum hreppum. Reykjavik og Görðum, 6. júlí 1908. Björn Kristjánsson. Jens Pálsson. Vér gerum þö aldrei! VI. Leitar átthaganna. Danir hafa verið að komast að því, núna síðasta áratuginn, að það er farinn að verða býsna-mikill strokhugur í íslenzku þjóðinni. Henni hefir fundist, að hún ætti sér annarstaðar átthaga en i sambandinu við Danmörk. Ef það verður sagt um nokkura þjóð í heimi, að hún eigi sér frelsið sjálft að áttkögum, þá er það sannast sagt um íslenzku þjoðina. Landnáms- sagan er þar til frásagnar. Þeirra átthaga hefir þjóðin verið að leita. Og hún unir sér ekki fyr en hún finnur þá. Henni nægir ekkert minna en að komast þangað. Með öllu öðru eru henni boðnir steinar fyrir brauð. Og eins er um nýjasta boðið, Upp- kastið. Munur á boðum enginn annar en sá, að það er munur á steinum. Þessir steinar hafa henni aldrei verið boðnir áður. Og þó eru þeir nauðalíkir kvarnar- steinunum gömlu, sem hefir svo oft verið trúað fyrir að mala og merja sundur alla sjálfstæðislöngun vora — en þeim aldrei tekist að fullu. Þeir eru nauðalíkir. Þegar því er á botninn hvolft, þessu, sem er alt á eina bókina lært: Bláu bókina, — þá vakir ekki annað fyrir Dönum en að halda öllu 1 sama horf- inu og áður, nema par sem peim er sjáljum hagnaður að því, að breytt verði til. Vér hugsum oss, að vér göngum að samningnum. Dönum þykir vel, ef þeir fá oss sjálfa til að trúa því, að vér séum fullveðja ríki. En hvernig líta aðrar þjóðir á af- stöðu vora til Danmerkur? Þær sjá, að í samningnum er hvergi drepiðáþað einu orði, að ísland sé annað en hjálenda Danmerkur. Að öll þau heiti er forðast, sem höfð eru í öllum samningum milli fullveðja ríkja og ein eru talin réttnefni. Að Danir eru yfirpjóðin í hvívetna. Skip annarra þjóða sjá hér ekki á sjó annað en danska þjóðernismarkið. íslandi er bannað þess eigið. Eina rök- rétta ályktunin af þvi, og sú ein, sem nokkurt vit er í, er þessi: Þetta land er danskt\ Og danskar landhelgisvarnirnar! Það ýestir enn betur þá ályktun í hugum þeirra. ísland hefir ekki eftir samningnum myndugleika til að semja eitt við nokk- urt ríki í heimi, ekki svo mikið sem um sín einkatnál, þau sem Dani varðar ekkert um. Það er eitt fullveldis- markið I Ut á við er ekki annað að sjá en að alt sitji við hið sama. Aðrar þjóðir líta á oss svosem tjóðurkú Danmerkur eftir sem áður. Og inn á við situr ekki einu sinni við sama. Þar á að gera frekjulegan ágang á sjálfstæðissvið vort, þar sem er »jafnréttis«-ákvæðið o. fl. Eitt á þjóðin öll að skilja. Hún á að skilja, að það er ósæmilegt af nefndarmönnum og þeirra fylgi- fiskum að vaða uppi með öðrum eins ofstopa og hroka um það, eins og þeir gera sumir, að þjóðin eigi að ganga að þessu óbreyttu. Að vilja ekki heyra það nejnt, að það sé reynt í lengstu lög að afstýra öllum böndum, sem á að leggja á ættjörð þeirra. Að fárast jafnvel út af þeirri tilraun, að reynt sé að tnýkja þau. Vér viljum ekki, að böndin séu nein. Það á engin þjóð skilið að heita þvi nafni, ef hún er ekki fær um að standa á eigin fótum. Enda er oss allra þjóða sízt stoð að Dönum. Það liggur við, að Danmörk sé að verða kartnögl á litlutá menningarinn- ar. Bókmentum þeirra hrakar t. d. árs árlega að kalla má. Geta ekki allir íslendingar fengið andstygð á þeirri tilhugsun, að verða að því, sem safnast fyrir undir nögl- inni ? Þjóðin yfirleitt hefir andstvgð á því. Hún er komin of langt á leið í átthagana til þess að snúa við. Hún sér roðann af menningarsól- inni fram undan sér. Þangað ætlar hún að halda. íslendingum þykir vænt um sólina; það er sjálfsagt af því, að þeim hefir svo oft verið kalt. Nú ætla þeir að keppast við aðrar pjóðir í áttina til sólarinnar. Og meðan þeir eru að ráða það af, finst oss eins og einróma kliður stigi upp frá brjósti þjóðarinnar, — þungur og alvöru- mikill, eins og hann hafi verið á leið- inni meira en 600 ár. Ljóst er út aö líta, laakareið, yfir heiði. Sól gengur síð und múla, slikt langar mig þangað. Og þjóðin fylgist fetum að við hljóminn. Ferðin er byrjuð. Hún er á leið til átthaganna. Bankamir. (Yfirlýsing). Með því að eitthvað ber á milli um frásagnir af bankavaxtabréfakaupum íslandsbanka hjá Landsbankanum á síðasta missiri, læt eg þess hér með getið, a ð íslandsbanki hefir keypt af Landsbankanum í fyrra mánuði í einu lagi bankavaxtabréf fyrir '/2 íWÍlj* kr., og a ð hann hefir keypt þar að auki frá því á síðastl. nýári sumpart af Landsbankanum sjálfum og sumpart af einstökum mönnum bankavaxtabréf fyrir fram undir */* milj. kr. Reykjavík 8. júlí 1908. Sighv. Bjarnason. Ráplierra — þeytispjald. Kært Barn har mange Navne. Svo segir Danskurinn. Farand-ráðherra, flökku-ráðherra, ráp- herra — þetta alt hefir hann verið kallaður, síðan er Danir voru svo séðir að losa sig við kostnað af æðstu stjórn hinna íslenzku mála í Khöfn, þessar 24 þús. kr. um árið eða hvað það nú var, með því að láta skrija hann i Reykjavík, eins og lausamenn- irnir gera, þegar þeir ætla að vera á flakki alt árið, — þeir láta þá skrifa sig einhversstaðar þar sem þeir koma einu sinni eða aldrei árið um kring. Hjá sér hefir danska mamma hann eftir sem áður, þegar henni sýnist. Hann g e t u r verið henni svo ástfólginn og ómissanlegur, að hún megi naumast af honum sjá nokkura stund. Nú bætist við eitt nafnið enn: þeytispjaldið. Maðurinn ernú, hefir verið um hríð og verður sjálf- sagt enn nokkura stund á þönum aftur og fram utn kjördæmi Iandsins, meðan hann er að tala lýðinn upp til þess að þýðast innlimunar-uppkastið fræga, er hann lét Dani senda sig með hingað og þá félaga, bæði fyrir- fram þjónustubundnar embættisundir- tyllur sínar og þingmenskuhúskarla, og ný-ánetjaða alúðarvini sína 2 af liði stjórnarandstæðinga. Meðan hann er að hampa framan í þjóðiria þessu s e 1 z e m g u 11 i þeirra, og meðan hann er um fram alt að telja hana á að senda þá eina á þing, er hafa annaðhvort reynst h a n s óbilugir aftanihnýtingar eða hann á víst að verði það, þegnr þar kemur, hvað svo sem þeir látr. uppi nú, þá stund er þeir eru að veiða sér atkvæði kjós- enda. Sa á heimangengt frá embættinu, þessu sem hann fær 40 kr. á dag, hvern rúmhelgan dag hér um bil (8ooo-}-2ooo-(-2ooo==i2ooo um árið) fyrir að þjóna, a u k þingpeninga og annarra bitlinga, t. d. 36 kr. á d a g að sögn meðan hann sat i sambands- nefndinni. Hann þaut austur að Ölfusá hér um daginn, hafði pantað sér hentan fundardag þar, kom úr þeim róðri með 13 í hlut af 500—600 kjósend- um í þvi kjördæmi, kastaði mæðinni 1—2 sólarhringa, þá upp á Mýrar, þaðan austur yfir Hvitá, að Grund, og síðan á Akranes, heldur þar fund á föstudaginn 10. þ. m., þá heim 1 nótt eða 2, því næst austur á Rangár- velli, verður þar vikuna þá að brjóta hana til kristni, þá norður Sprengi- sand, að mælt er, og fer herskildi mælskunnar og glæsimenskunnar um alt Norðurland; liklegast líður að kjör- degi um það er því er lokið. En að honum liðnum má búast við að danska mamma vilji finna hann tafarlaust og vefja hann sínum ástar- örmum fyrir innlimunar-afrek það, er hún býst við að þá hafi hann af höndum int, eftir simskeytunum frá honum s j á l f u m alt sumarið! En alla þá tíð geldur landið honum 40 kr. hvern rúmhelgan dag fyrir að sitja með sveittan skallann við mikil- væg stjórnarstörf f þjóðar þarfir í stjórnarhöllinni í Reykjavík. Bræðrakúgildið á Akranesskaga, þetta sem hafði látið ginnast til að emja upp i Lög- réttu um, að það pyldi ekki að heyra hafðan i hámælum sannleikann um afstöðu Borgfirðinga við Uppkasts- kviksyndið, kvað nú hafa fengið hann sjáljan sendan sér til trausts og halds, og á hann að láta sitt ljós skína yfir Skagann núna á föstudag- inn, 10. þ. m. Þeir munu veravita- litlir^enn, Skagamenn. Nýr minnisvarði. Að fjallabaki. íslenzka þjóðin hefir nú sýnt, að hún skilur og elskar Jónas Hallgríms- son. Reyndar hafði hún sýnt það löngu áður en hún reisti honum minnisvarðann. Það er enn áþreifan- legra ástrikismark við hann, að sum fegurstu ljóðin hans kann hvert barn á landinu að kalla má. Jón Sigurðsson metur hún nú meira en flesta sína afreksmenn aðra. Það sýnir hún árs árlega. Það líður sjálf- sagt ekki á löngu áður en honum verður reistur minnisvarði. Þá er þriðji maðurinn, sem talað er um að reisa minnisvarða: Snorri Sturluson. Hann er frægastur íslend- ingur að fornu og nýju. Og vér ættum að verða þar á undan nágranna- þjóðunum, sem langar til að hrifsa hann frá okkur, svo sem pær ætti hann. En hann verður sjálfsagt að bíða fyrst um sinn, minnisvarðinn sá. Það verður annað að ganga fyrir, sem meira liggur á. Það er minnisvarðinn yfir Gissur Þorvaldsson. Manninn, sem myrti Snorra Sturlu- son, tengdaföður sinn, skáldmæring- inn fræga og einn hinn snjallasta sagnameistara, sem uppi hefir verið í heimi, — sveikst að honum um nótt og myrti hann. Manninn, sem á flestra rnanna mesta sök á þvi, að þessi þjóð hefir nú lifað í ánauð um hálfa sjöundu öld, — kom landinu undir konung, og var þó sjálfur ódrotinhollur rnaður. Honum er nú ráðgert að reisa minn- isvarða. Ekki svo mjög í orði sem á borði. Ekki að eins úr málmi, eins og jónasi Hallgrímssyni var gert, heldur úr miklu dýrara efnivið. Það á að efla til samskota út um alt land fyrir 10. september; og það sem farið er fram á, að verði látið af hendi rakna, er ekki peningar. Nei, það er sjálfur efniviðurinn, sem minn- isvarðinn á að verða steyptur úr. Það eru þær hinar miklu og sól- björtu vonir um nýja, islenzka, glæsi- lega gullöld. Þ æ r eigum vér að láta af hendi rakna, svona einhvern tíma fyrir haust- ið, — ef samskotamennirnir eiga að verða ánægðir, — farga þeim í minn- isvarðasjóð yfir Gissur Þorvaldsson! Samskotin eru byrjuð. En það gild- ir nærri þvi einu, hvaðan fregnir koma af landinu: samskotamennirnir fara víðast hvar burt snauðari en þeir komu. Þeim áskotnast sama sem ekkert. Þjóðin vill ekki reisa þessum manni minnisvarða. Það fer svo fjarri því. Hún hefir lært að hata hann. Þó að hún fylgdi ekki Jóni Sigurðssyni af öðru, þá mundi hún þó gera það af þvi, að hann gekk í þveröfuga átt við Gissur Þorvaldsson. Vér sjálfstæðismenn, vér viljum halda uppi minningu Einars Þveræings, með því að halda hátt uppi hinu sama merki og hann bar. Uppkastsmenn hafa eignað sér og sínu máli Gissur Þorvaldsson; — ekki í orði, heldur á borði. Najnið vita þeir að þjóðin fælist — þess vegna kannast þeir ekki við það. Og það er vitanlega hyggilegra. gtórmannlegar gjaflr fengu nokkrar líknarstofnanir hér (Holdsveikishælið, Heilsuhælið 0. fl.) hjá þýzku ferðamönnunum um daginn á Grosser Kurfúrst, 1600—i7ookr. alls, er þeir skutu saman í snatri meðan stóð á samsöng þeim úti á skipi og eftir hann, er Sigfús Einarsson og hans söngsveit skemti þeim með kveldið sem þeir fóru, fyrir fulla þóknun þó (400 rm.). Þetta gerðist á svipstundu, og gáfu sumir 100—200 rm. Skifting þessa fjár var falin þeim bæjarfóget- anum og þýzka konsúlnum. Undir háttatima í fyrra kveld höfðu þeir lagt hér upp úr bænum, stjórnar- þingmannaefnin nýju handa Kjósar- og Gullbringubúum, hinn gamli, dyggvi stjórnarþjónn Halldór Jónsson gjald- keri, og hinn nýdubbaði spámaður hennar, Jón Jónsson sagnfræðingur, er komist hefir alveg nýverið og heldur skyndilega til sannleikans viðurkenn- ingar um Uppkastið góða, flytur hér þess lof um allar jarðir, ýmist við »húsbóndans« hægri hlið eða í föru- neyti við einhvern af hans mörgu hátryggu þjónum og innfjálgu átrú- endum. — Sumir segja, að þeir hafi ekki komist á stað fyr en með morgn- inum í gær. Til ferða þeirra féiaga hefir það spurst síðan, að þeir hafi lagt upp frá Hafnarfirði og haldið a ð f j a 11 a- b a k i til Grindavíkur. Ferðinni til þess heitið að »kristna« Grindvikinga — koma flatt upp á þá og brjóta þá til kristni að fornum sið, fá þá síðan til að »forskrifa« sig og sannfæring sína Uppkastinu og »húsbóndanum«, og þar næst til að heita þeim, stjórnarþingmannaefn- unum, atkvæði sinu 10. sept. Eftir það skyldi ferðinni haldið áfram út i Hafnir og þá á Miðnes, inn í Garð og Leiru, Keflavík, Njarðvík o. s. frv. sem leið liggur alt til Reykjavíkur. Sigurinn talinn því auð- unnari, sem fleiri fylkin hafa undir þá gengið — að sjálfra þeirra frásögn, — því þá list hafa þeir af honum numið, »húsbóndanum«, þeir og þeirra sam- herjar, að hrósa sigri af hverjum fundi, eins og þegar h a n n s j á 1 f u r er að senda R. B. héðan hraðskeytin til »dönsku mörnrnu* um að alt af sé að vaxa hér fylgið með Uppkastinu og að ekkert standist fyrir h 0 n u m s j á 1 f u m, hvar sem hann lætur sjá sig, sína glæsilegu persónu. Hann mun orða sjálfur símskeytin, en lætur skrifarann sinn einn senda þau. Siðaðra manna háttur er það ella að jafnaði, er þeir leita fyrir sér um þingmensku og skjóta á málfundum í því skyni, að gera þá jafnan and- stæðingum sínum viðvart um þá fundi, til þess að þeir geti einnig sætt færi til viðtals við kjósendur. Það þykir vera hentugt á báða bóga. En það þykir stjórnarmönnum ekki hentugt. Þeir búast líklega við að geta komið ár sinni betur fyrir borð hins vegar, með þvi að 1 æ ð a s t og láta myrkrið gæta sin, — myrkur i t v ö f a 1 d r i merkingu. Að suðurförinni aflokinni með sjálf- sagðri sigurfrægð, ef að vanda lætur um sams konar ferðalög húsbóndans og hans manna annarra, mun eiga að bregða sér upp í Kjós einhverja nóttina, ekki of bjarta, og taka þ a r hús á kjósendum. Verði þeim að góðu, félögum 1 Gufuskipin (áætlunarferðir). S/s. Laura (Aasberg) kom 5. þ. m. frá Khöfn og Skot- landi með marga farþega, þar á meðal: Eggert Claessen yfirréttarmálf.m. og hans frú, Östlund ritstjúri (frá Ameriku), frú E. Lund (lyfsala) með dóttur sinni, læknis- frú Chr. Bjarnhéðinsson með dóttur þeirra hjóna, H. Bryde stórkaupm., Ólafur ólafs- son konsúll (H. P. Duus), Þorkell Þorkels- son cand. mag., Ölafur Þorsteinsson frá Eyrarbakka, 0. m. fl. Daginn eftir, 6. þ. m. kom Thoreskip Kong Helge frá Khöfn og Leith, og hélt i gær áfram ferð sinni vestur um land og norður. Loks komu Hólar í gær frá Khöfn eftir viðgerðina. Farþegar: M. Blöndahl verk- smiðjustjóri og sira Hafsteinn Pétursson — hann hélt norður i land á Helga kongi og ætlar að gerast þingmaður Húnvetninga.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.