Ísafold - 08.07.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.07.1908, Blaðsíða 2
162 ISAFOLD Undirtektirnar. VIII. Mýrasýslu 8. júli kl. 10!/, (talskeyti). Stjórnmálafundur haldinn í gær í Galtarholti á Mýrum. ioo kjósendur á fundi, og fjöldi manna að auki> Fundarstjóri Sigurður Þórðarson sýslu- maður. Fjörug ræðuhöld. Ræðumenn: Jón Jensson, Einar Hjörleifsson, Jó- hann í Sveinatungu, Hannes Hafstein, Ari Jónsson, Jón Sigurðsson frá Haukagili, Böðvar Jónsson í Einars- nesi, Sigurður Hjörleifsson ritstjóri og Þorsteinn Erlingsson skáld. Fundurinn stóð yfir á 6. tíma. Tillaga kom fram (frá J. S. í Haukagili): Fundurinn krejst pess, að qerðar verði hinar ítrústu tilraunir til að ýá pœr hreytingar á Uppkastinu, að Island sé og verði jullveðja ríki, jajnrétthátt Danmörku. Fundarstjóri neitaði að bera tillöguna upp, hótaði að segja af sér fundarstjórn- inni, ef það yrði gert. Aleit- aði enn jremur að bera það undir at- kvæði, hvort upp skyldi bera tillög- una. Og sleit jundinum samstundis. Þetta atferli þykir ekki bæta mál- stað þeirra Uppkastsmanna. Eru sýni- lega hræddir. Jón Jensson hélt langa tölu um þrjá menn: Skúla Thoroddsen, Björn Jónsson, og ekki sízt Kristján Jóns- son. Menn álíta að hann hafi ekki bætt fyrir sér með ræðunni. Margir töluðu ágæta-vel, ekki sízt Jón frá Haukagili, væntanlegt þing- mannsefni sjálfstæðismanna í því kjör- dæmi. Þingmannsefni stjórnarliða eru þeir Jón Jensson og Jóhann í Sveinatungu. Tíðindamaður vor átti tal við 3 kjósendur eftir fundinn, sem höfðu verið í vafa um Uppkastið áður, en tjáðu sig nú vera ákveðna móti þvi, eftir þenna fund. Árásir Jóns Jenssonar á fyrnefnda 3 andstæðinga sína mælast ákaflega iila fyrir. IX. Þingmálafund átti að halda á Sveins- stöðum í Húnavatnssýslu laugardaginn er var, að undirlagi Stefáns kennara Stefánssouar og Jóns í Múia o. fl., en varð ekki úr vegna þess, hve fáir sóttu fundinn (einir 13). Þá var haldinn fundur daginn eftir (sunnud.) á Blönduósi, eftir auglýsing á Sveinsstaðafundinum, sem fáir sáu. 20 manns á fundi. Ræðumenn: Jón í Múla, Jón læknir, Stefán kennari og Þórarinn á Hjaltabakka, allir fjórir með Uppkastinu. Hinir þögðu, sem í móti voru. Engin atkvæðagreiðsla. Sýslumaður og fleiri meiri háttar Húnvetniningar hafa boðað til almenns þingmálafundar á Sveinsstöðum 26. þ. m. -----986----- Grosser Kurfiirst skemtiskipið þýzka lagði af stað að- faranótt mánudags áleiðis til Spitzberg- en. Ekki fengu farþegar full-lofað komuna, veðurblíðuna fádæmamiklu og fegurð landsins. Þeir skemtu bæ- jarmönnum laugardagskveldið með lúðrahljómleik á Austurvelli, 2—3 stundirjsamfleytt, og byrjuðu á: 0 guð vors lands, af sérstakri kurteisi við oss, sem var of lítt launuð — klöpp- uðu fáeinir menn, í stað þess að það hefði öll mannþyrpingin kringum völl- inn átt að gera. Margt stórmenni var meðal farþega á Grosser Kurftirst, þar á meðal kon- ungsson eða konungsfrændi nákominn austan frá Síam, Mahidol að nafni, unglingspiltur. Jónas Lie er dáiun. Nú er hann einn eftir, Björnstjerne Björnson. Einn eftir þeirra þriggja, skáldjöfr- anna miklu og heimsfrægu. Einn eftir þeirra þriggja, fóstbræðr- anna á námsárunum, en keppinaut- anna siðar. Þegar Ibsen og Björnson eru ekki nefndir einir saman, þá er þriðja mann- inum bætt við: Jónasi Lie. Hann er hið þriðja heimsfræga höf- uðskáld Norðmanna á aldarhelmingn- um síðasta. Hann er fæddur 1833; deyr hálf- áttræður. Og er þá orðinn blindur og ellimóður. Hann varð stúdent 1851 um sama leyti og stórskáldin hin, landar hans. Var með þeim í »Stúdentaverksmið- junni* svo nefndri (hjá Heltberg gamla), þar sem visast þótti að koma fyrir tornæmustu stúdentsefnunum. Þar hafa þeir verið allir: Ibsen, Björnson, Lie, Vinje, Garborg o. fl. Og fæstir verið miklir námsmenn. Hugurinn hefir ekki unað við tómlætið, sem nám- - inu er svo oft samfara. Skólanámi er víða svo háttað, bæði hér á landi og annarstaðar, að það bælir hugann og tekur ekki til greina séreðli nokkurs manns. Og undir því einu getur ekkert frjálshuga og þróttmikið ung- menni setið. Svo var um Jónas Lie og þá fóst- bræður, að þeir fundu sér annarstaðar yndi en í náminu. Lie varð þeirra síðastur til. Hann reit ekki fyrstu bók sína, Den jremsynte, fyr en hann var orð- inn 37 ára gamall (1870). Norðmenn hafa varla tekið nokkurri bók með öllu meiri vinsældum en þessari sögu. Norðmönnum þykir jafnvænt um Jónas Lie eins og oss um nafna hans Hallgrímsson. Skáld heimilanna hafa þeir nefnt hann. Og bækur hans er sjálfsagt víðlesnari í Noregi en nokkur önnur skáldrit. Það er pekkingin á mönnunum, sem Jónas Lie er svo auðugur af, að spáð er að bækur hans muni jafnvel verða lengur lesnar en sumra enn meiri samtíðarskáldanna. Kona Jónasar Lie, Thomasine, dáin fyrir nokkurum missirum, var hans hægri hönd í öllu hans starfi. Hann eignar henni alt hið bezta og mesta, sem hann hefir ritað, og tók aldrei á heilum sér upp frá því er hann misti hana. ísafold heitir því lesendum sinum, að sagan, sem kemur út í blaðinu, næst á eftir Herragarðssöguni yndis- legu eftir Selmu Lagerlöf, skuli verða fyrsta saga Jónasar Lie (Den fremsynte), sem þá var tekið af svo miklum vin- sældum. Óguðlegum ofsóknum verða þeir alstaðar fyrir, Uppkasts- menn, af óhappatölunni 13. Hún eltir þá á röndum um alt land, skömm- in sú arna. Getið þið hvað þeir fá mörg atkvæði á Stokkseyri? Og á Selfossi ? Viíi menn: iy. Og á Sveinatungufundinum, sem þeir boða sjálfir til, koma iy! Er hún ekki níðangalega hláleg, töluskömmin? Eitt heimastjörnar-herbragðið. Þeir kunna mörg herbrögð, heima- stjórnarmenn, og beita þeim óspart. Eitt er það, að búa svo um hnút- ana á málfundum þeim, er þeir stofna til, að þar taki helzt ekki aðrir til máls en þeir sjálfir. Minnisstætt er ráðið, sem þeir höfðu til þess hér í vor, skömmu eftir heim- komu »húsbóndans« og hans manna úr sambandsnefndarförinni frægu: að hálffylla fundarhúsið fyrir auglýstan fundarupphafstíma sínu samansmöluðu safni og láta fundarstjóra sinn því næst afsegja að bera undir atkvæði tillögu um að hafa fundinn úti undir berum himni á hentugasta stað og í bezta veðri, til þess að kjósendur gæti hlýtt á ótálmaðir, hvaða flokk sem fyltu, — ótálmaðir af þrengslum og loftleysi. Með því lagi tókst þeim að flæma andmælendur sína af fundi fyrir fram, auk þess sem þeir létu fundarstjóra sinn gera það til frekari tryggingar, að hóta því, að ráðgjafinn tæki alls ekki til máls, ef fundur væri haldinn úti, — í blíðalogni, svo al- tíðir sem útifundir eru þó hjá »dönsku mömmu*. Þeir höfðu það fram með þessari aðferð, að enginn tók til máls nema hann sjálfur, húsbóndinn þeirra, enda mörðu fram þá tillögu, er hon- um líkaði, og lét síma út yfir pollinn jafnharðan glæsilegan sigur sér til handa og mömmu sinni fyrnefndri. Annað herbragðið er endalaus mála- lenging, svo langar fundarræður, að fáir endast til á að hlýða. Það var í fyrra á aðalþingmálafundi Reykvíkinga, að 2. þm. þeirra, sem þá var, land- læknir G. B., var látinn byrja fundinn á i3/* stundar fyrirlestri, sýnilega i því skyni, að fundarmönnum færi að óróast og fáir fengi að taka til máls aðrir, en þeir einir stæði eða sæti kyrrir til fundarloka, er þyrði eigi annað, vildi eigi baka sér reiði eða vanþokka stjórnarhöfðingjanna, svo sem eru henn- ar brauðbítar flestir eða brauðbita von- biðlar, en þeirra tala er, — ekki legio að vísu, en hátt upp í það. Herbragð þetta hepnaðist illa í það sinn, með þvi að stjórnarandstæðingar urðu þolbetri og höfðu því mikinn meiri hluta, er til atkvæða kom, en hinir gengu af fundi allmjög sneyptir og halakliptir. En uppgefnir eru þeir félagar ekki á því bragði alt um það. Nú síðast á Selfossfundinum 2. þ. mán. talaði ráðgjafinn meira en 2V2 stundu samfleytt. Og var það bert öllum viðstöddum, að refar þeir voru til þess skornir, að þingbeimur ókyrð- ist og færi að gæta hesta sinna eða búast til brottfarar miklu fyr en ella mundi. Því að ekki hafði maðurinn raunar meira að segja en vel hefði mátt luka af á 20—30 mín. Svo fór og, er til atkvæða var loks gengið, að mjög marga vantaði, er verið höfðu á fundi, þá er hann stóð sem hæst. Það var ekki honum að kenna eða hans fylgifiskum, að uppskeran varð ekki meiri en þetta, sem kunnugt er, 13 atkv. af 80—100 á fundi. Ekki er hætt við, að þeir leiki ekki þetta bragð áfram alt um það. Þeir hælast um, er á það er minst, og treysta því örugt. Lúalagið það er beint eitt atriði i stefnuskrá þeirra. Mannalát. - Tveir landar eru nýlega dánir í Kaupmannahöfn, Sigurður Eiríksson þjóðhagasmiður nafn&unnur og háaldr- aður orðinn, ættaður af Snæfellsnesi, hafði alið mestan aldur sinn i Dan- mörku, fyrst á Suðurjótlandi (á veg- um Grams kaupmanns i Ballum), en síðar í Khöfn. Var kvæntur danskri konu og á mannvæn börn í Khöfn upp komin. Hinn er Fnðrik Eggertsson klæðskeri hér frá Reykjavik. Likið af honum fanst í bæjarsikinu einu í Khöfn og veit enginn með hverjum hætti það hefir þangað komist. Erlend tíðindi. Svo fór um forsetatilnefning í Bandaríkjum af hálfu samveldismanna x8. f. mán., sem spáð var, að fyrir henni varð T aft hermálaráðgjafi hjá Roosevelt forseta með geysimiklum atkvæðamun, meira en 700 af 980 atkv. alls á fundinum. Því fylgdi nær því óstjórnlegt lófaklapp og fagn- aðaróp i móti forsetanum, Roosevelt, hvenær sem hans nafn var nefnt á fundinum. Hafði sá ólmandi staðið um ®/4 stundar. Þeir heyrðu lætin þau öll heim til sín í Washington í talsima, forseti og Taft, og eru þó mörg hundruð rastir þar í niilli. Roosevelt er þetta vel látinn af sín- um flokksmönnum og fleirum þó, betur en nokkur fyrirrennari hans, fyrir hans miklu karlmensku og skörungs- skap og aðra mannkosti. En um Taft vita menn, að hann fylgir sörnu stjórnarstefnu sem Roosevelt, og er mjög svo mikilhæfur maður, en skortir orðsnild á við hann. Taft fekk heimsókn 5000 manna þennan dag, að samgleðjast honum. Dáinn er 24. f. mán. Grover Cleve- land, er var Bandaríkjaforsexi fyrir mörgum árum tvivegis, 1884—88, og 1892—96, úr flokki sérveldis- manna, valinkunnur atkvæðamaður og stórmikils metinn fyr og síðar. Stolypin, yfirráðgjafi Rússakeisara, hefir lagt fyrir þing, dúmuna, laga- frumvarp um fasta ársþóknun handa þingmönnum, 4000 rúflur eða rúm- ar 7000 kr. um árið, en 45 kr. drag- ist frá fyrir hvern vanræktan fund. Býst við betra fylgi almúgamanna á þingi fyrir þessa ríflegu þóknun; þeim finst það vera stórfé. Kvenfrelsiskonurnar á Englandi láta mikið á sér bera um þessar mundir. Sunnud. 21. f. m. hefðu þær stofn- að til málfunda í Hydepark í Lund- únum, með hátiðargöngu um borgar- stræti. Tuttugu ræðustólar í Hyde- park og mannfjöldi þar sagður nær heilli miljón. Frú Pankhurs heitir mestur ræðuskörungur þar. Það lá við, að utan af nenni væri rifin hver spjör áður hún kæmist í ræðustólinn. Sænskur bankagjaldkeri, I.indholm, hefir játað á sig að hafa stolið frá bankanum úr sjálfs sín hendi 783,000 krónum. Enskur herskipafloti geysistór kom fyrir skemstu til Kristjaníu og til Esbjerg í Danmörku, í hertamninga- ferðalagi. Seint í þ. m. standa til stórmiklar hertamningar af hálfu enska flotans í Englandshafi, allar með leynd. Um miðjan þ. mán. ætla þeir að hittast í Niðarósi, Vilhjálmur keisari og Hákon konungur. Keisari verður þar á ferð að var.da. BoldsíelMsgerillinn fundinn (?) Send hefir ísafold verið úrklippa úr frönsku blaði afarvíðlesnu, Matin í París, er flytur 19. f. mán. eftir stór- merku blaði ensku, Standard, þá frétt frá San-Fransisco, að fundist hafi eftir tilvísun eða bending skozks vísinda- manns, dr. Munro, er heima á í Yoko- hama i Japan, gerill sá eða baktería, er holdsveiki veldur, og sé hann nauða- líkur berklaveikisgerlinum. Munro skýrir og frá því um leið, að laugar eða ölkeldur nærri Konsatson í Japan hafi læknað holdsveika menn. Sokkið kaupfar. Frézt hefir frá Skotlandi, að á Leith- firði hafi sokkið fyrir skemstu kaup- far, er hingað átti að fara til lands, Anna (Hansen), fyrir ásigling annars skips, og stýrimaður druknað, en mannbjörg orðið að öðru leyti. Sú missögn hafði hingað borist, að skip þetta hefði átt að sökkva í Meðal- landi og að það hefði verið með frystivél, er fara átti til Vestmanneyja. Þobkalegar aðfarir. Fyrir 3—4 vikum barst sú fregn úr Vestmanneyjum, að þar hefði verið á ferðinui þá daga ekki færri en 5 kosningasmalar að safna undirskrift- um undir þingmenskuáskorun til fyrv. þingmanns þess kjördæmis, Jóns Magn- ussonar skrifstofustjora, og að þeirri áskorun fylgdi ströng skuldbinding um að kjósa hann í haust, ef hann gæfi kost á sér. Það fylgdi sögunni, að vel mundi smölunum hafa veiðst nöfn á þetta skjal, og væri á að gizka % kjósenda klafabundnir þann veg til að kjósa þennan mann, hann og engan annan, hver svo sem kynni að bjóðast þeim. Fáir munu hafa trúað þessari sögu meira en svo. Að minsta kosti fengu menn sig ekki til að trúa þeirri ósvinnu á annan eins mann og J. M., að þetta væri með hans ráði gert, eins yfir- mannsins í umboðsstjórn landsins, sem ber að gæta þess, að hlýtt sé lands- lögum, en það er ein meginregla í kosningalögum vorum til alþingis, að kjósendur skuli vera alfrjálsir og óbundnir fram á kjördag. Það er einmitt gert til þess sérstaklega, að varðveita óskorað kjörfrelsi, að strang- lega eru fyrirskipaðar alveg leynilegar kosningar. Þessa trú á samvizkusemi hr. J. M. styrkir og sú aðferð hans á þingmála- fundi í Eyjum 30. f. m., að þar skyldi eigi bera upp neina tillögu í sam- bandsmálinu, með því að kjósendur mundu eigi hafa haft tíma til að átta sig til hlitar á sambandslagafrumvarp- inu. En tveimur eða þremur vikum fyrir þann dag, 30. júní, var þó ætlast til, að þeir væru búnir að átta sig svo rækilega einmitt á því máli, aðalmáli næsta þings og þjóðfundar, að þeir vildu hafa á þing einmitt einn nefndar- manninn og aðra hönd sjálfs ráðgjaf- ans, mann, sem ekki mátti þá á fund- inum heyra nefndanokkura hina minstu breyting á Uppkastinu góðal En, svo ótrúlegt sem það mun mörgum virðast, þáhefir undirskrifta- smölunin farið fram, og skjalið, sem kjósendur voru látnir skrifa undir, hefir ísafold 1 höndum. Það er svo orð- að, sem hér segir (leturbreytingar hér gerðar): Jafnframt því, sem vér undirritaðir kjóg- endur til alþingis i Yestmannaeyjasýslu vottum hr. alþingismanni, skrifstofustjóra Jóni Magnússyni þakklæti fyrir unnið fulltrúastarf i þarfir lands og þjóðar, lýs- um vér þvi hér með yfii, að vér berum samhuga traust til hans til að vinna á- fram að fulltrúastarfi á alþingi fyrir vora hönd og þjóðarinnar, og skorum því fast- lega á hann að gefa kost á sér hér fyrir þingmann við hinar næstu kosningar til al- þingis, og skuldbindum vér oss tii þess að mæta á kjörfundinum og greiðn iion- um þar atkvædi, ef hann verður í kjöri og vér þá staddir hér á Eyju. Þess œtti ekki að þurfa að geta, að svona löguð skuldbinding, sem hér er skráð með feitu letri, er gersamleg markleysa, og ætti meira að segja að vera hegningarvert, að fá menn til að skrifa undir annað eins. Forsending afsögð. Hinn ungi, efnilegi maður, Ásgeir Torfason efnafræðingur, sem lét senda sig fyrir skemstu forsending vestur f Dali að keppa um þingmensku við Bjarna frá Vogi, en gafst upp á miðri leið og hvarf suður til síns heima, hefir afsagt þeim stjórnarhöfðingjun- um að fara fleiri forsendingar, og hafa þeir nú att þeim til hólmgöngu við Bjarna Ingólfi nokkrum Jónssyni verzl- unarstjora í Stykkishólmi, sem er 1) mágur hins fyrv. þingmanns Dala- manna, valdsmannsins á Sauðafelli, 2) bróðir annars æðsta valdsmannsins á landinu, landritarans, 3) á verzlunar- skuldir að heimta að Dalamönnum. Þetta alt telja þeir honum harla byr- vænlegt, ekki sízt síðasta atriðið _ gleymandi því, að skuldheimta er er nú orðið handónýtt kosninga-kúg- unaráð, með því að atkvæðagreiðsla er öll gersamlega leynileg og þar með alfrjáls.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.