Ísafold - 11.07.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.07.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eðá tvisvar í viku. Verð árg. (80 arkir minst) 1 kr., er- lendis 6 kr. eða 1 '/* dollar; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn (akrifleg) bnndin riö Aramót, er ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaöiö. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugartlaginn 11. júlí 1908. 42. tölublað 1. O. O. F. 897249. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spítal Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. Ulutabankinn opinn 10—2 lft og ö1/*—7. K.. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 Ard. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síðd. Landakotskirkja. Guösþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. .T*"z.kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og l -ó.' Landsskjalasafnið á þbu., ímd. og Id. 12—1. Lœkning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, NAttúrugripasaiii á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- ' Faxaflöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness júli 13., 19., 27. og 29.; ágúst -j-, 9v 19- °g 28- BtíSa 15. Kcflavíkur og Garðs júlí 18. og 21. og ágúst 1., 4,. 11., 22. og 30. Satidgerðis ágúst 1., 12. og 23. Erlend tíðindi. Frá Marokko. Sunnan úr Marokko er að frótta gersamlegar ófarir Abdul Aziz soldáns, skjólstæð- ings Frakka, en sigur hálfbróður hans, uppreisnarsoldánsins Mulay Hafid. Landsbúar halda nú hann fyrir réttan höfðingja sinn, með því áð hann hefir haldið innreið sína í helgan höfuðstað ríkisins, Foz, og sezt þar að og tekið við varðveizlu helgra dóma. Það er Frökkum ljótur grikkur. Þeim er tveggja kosta val, annaðhvort að halda uppi hernaði gegn hinum nýja sol- dáni, Mulay Hafid, og reka hann frá völdum, eða kannast við hann löglega að völdurn kominn og sleppa hendi af Abdul Aziz. En landslýður fylgir allur Mulay Hafid og er til þess al- búinn að skera upp herör og gripa til vopna í helgum móð gegn hinurn . vantrúuðu hundum, Norðurálfumönn- um, og létta eigi fyr en enginn þtirra er þar ofanjarðar. — Við þetta er Þjóðverjum skemt. Bretar ogPjóðverjar. Nokk- uð varð almenningi víða um lönd órótt um stund fyrir nokkurum vik- um við ögrunarorð, er höfð eru eftir Vilhjálmi keisara á hertamningarmóti, þar sem heitir Döberitz á Prússlandi. Hann kvað Þjóðverja vera hvergi hrædda hjörs í þrá, þótt svo færi, að berjast yrði á tvær hendur í senn eða fleiri. Þetta var skömmu áður en þeir ætluðu að hittast úti fyrir Reval á Rússlandi, móðirbróðir hans Játvarð- ur konungur og Nikulás Rússakeisari; og fór hann sem aðrir nærri um, að þar mundi verða rætt um og ráð á lögð um enn frekari einangrun Þýzka- lands, sem eru hans ær og kýr, Ját- varðar konungs. Ummæli keisara voru birt rikistökuafmælisdag hans hinn 20., en það var 15. júni, og var svo virt af sumum, að honum hefði gengið það helzt til stóryrð- anna, að hann vildi láta eitthvað á sig minnast þá sem endranær og það á sliku merkisafmæli. Uggurinn hvarf bráð- lega. En grunt er á honum jafnan, með því að fáir geta losað sig við þá hugsun, að saman hljóti þeim að lenda áður langt um líður, Bretum og Þjóðverjum. Bretum illa við, að Þjóðverjar eflist það, einkum að her- skipastól, að eigi hafi þeir í öllum þumlum við þá, en Þjóðverjum finst sér misboðið, sifeldu stjái við að kvía þá inni. Fl’á Rússum. Herskipastól mestallan mistu þeir í viðureigninni við Japan fyrir nokkurum missirum, svo sem flestum er minnisstætt. En nýjum flota ætla þeir sér að koma upp hið allra bráðasta, þótt mjög skorti fé til þess. Því nema mundi það biljónum króna. En nú hefir verið gerð grein fyrir því nýlega á þingi í Pétursborg, dúmunni, að ekki verði komist af með minna en 4 biljónir eða miljarða króna til þess að rétta svo við her- varnir á landi og umbæta landherinn, að jafnvígur verði Þjóðverjum. Alt sé á tréfótum, er þar að hnigur, sem margt annað í því fyrirferðarmikla ríki. Þeir munu því fáum ægja að svo stöddu, Rússar, öðru vísi en ef það er fyrir bandalagið við Frakka og vináttumál við Breta. Frá Persum. Þar hefir verið róstusamt í höfuðstaðnum undanfar- ið, Teheran. Miklar skærur með konungi hinum unga, Muhamed Ali, og þinginu, sem faðir hans, Nasir-ed- Eddin, kom á lcgg skömmu áður en hann féll frá, en syni hans þykir vera ill arfleifð; það er honum óstýrilátt mjög, og þykir fleirum það fara mið- ur viturlega að ráði síriu. Það er síðast af þeim viðskiftum að frétta, að konungur lét vopnað lið umkringja þinghöllina, kósakka og annað, og heimta framselda á kon- ungs vald til dýflissuvistar helztu leið- toga þingsins. En því var harðlega neitað og tekið til að skjóta á her- mennina út um glugga á þinghöll- inni. Eitthvað féll af þeim. En þá var fengið stórskotalið til að skjóta á þitighölhna, og skifti þá skjótt um, sem von var. Þingmennirnir urðu að gefast upp, en þinghöllin rænd og mörg spellvirki unnii? þar í grend. — Það fylgir sögunni, að ekki muni landslýður vera þroskameiri en það i stjórnmálum, að heldur dragi hann taum konungsvaldsins og herliðsins eftir þessar aðfarir — ef þær fréttir eru þá ekki orðaðar af sjálfum »hús- bónda« lýðsins og hans mönnum. Vér gerum þaö aldrei! VII. (Síðasta grein). Frjáls þjóð í fðgru liindi. Nærri því hvert skifti, sem Jónas Hallgrímsson yrkir um ættjörðina, verða fyrir honum tvö hugtök, sem geta aldrei slitið sig sundur —: jrjáls pjóð og jagitrt land- Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjdlsir menn, þegar aldir renna. Jónas hefir trú á landinu. Hann trúir því að kynslóðirnar eftir hann, þær verði jrjálsir menn, geti fylt skógi íslenzku dalina, sem hann »söng inn í sólskin og blóm«, eins og Þorsteinn Erlingsson hefir kveðið unt hann. Og þegar hann sér Þingvallahraun þögult og dapurt, þá er það af því, að horfið er úr landi »fólkstjórnar- þingið frægt um heim.« En hann blessar þjóðina fyrir að hafa ekki týnt frelsisþránni í hörm- ungunum, fyrir að andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami. Sú trygð við sjálfstæðishugsjónina býst hann við að verði landinu til viðreisnar. Það er óhugsandi að sú trygð verði ekki endurgoldin. Verði það ekki, þá er það af því að þjóðin teflir trygðagjöldunum úr hendi sér. Hún á nú að reyna þar giftu sína í haust við kosningarnar. Velji hún þá menn, sem ganga að Uppkastinu, menn, sem vilja skifta landinu við Dani og láta þá fá gef- ins 29/30 hluta af óðalseign vorri, en oss sjálía halda eftir þangað til vér lognumst út af svo sem þjóð, sogumst niður í danska manniðu, og íslenzkt þjóðerni fer eins og skuggi yfir varir þeirra manna, sem nefna það, — velji þjóðin þá menn, þá hef- ir hún teflt úr hendi sér launum fyr- ir alla þá trygð, sem hún hetir lagt við sjálfstæðishugsjónina fornu. En þau sjálfskapaviti vill enginn gera. Eitthvert mesta böl hverri þjóð og hverjum einstakling •— það er van- traustið á sjálfum sér. Að treystasl aldrei til að standa, nema að halla sér upp að öðrum. Að treystast aldrei til að sigla, nema að fara í kjölfar annarra. Að treystast ekki einu sinni til að liggja eða skríða öðruvísi en aðrir hafa gert það. Að verða að dagtröllum fyrir þá sök eina, að nú vill enginn lengur vera nátt-tröll. Sízt heilar þjóðir. Það er þetta svívirðilega vantraust á sjálfri þjóðinni og öllum hennar kröftum og hæfileikum, setn nefndar- menn og þeirra fylgifiskar eru sí og æ að halda að henni. Þeirra tíu boðorð eru öll eins: Þú skalt ekki treysta sjálfri þér! Þeir hafa sagt það sjálfir. Sagt það, að þeir treysti ekki pjóðinni til að standa á eigin fótum; hún yrði að styðja sig við Danmörku. En þjóðinni stendur nákvæmlega á sama, hvers peir treysta henni til. Hún treystir sérsjálj. Og það ríður baggamuninn. Hún treystir sér til að rækta land- ið sitt ein, til að eiga það ein, til að elska það ein. Hún treystir sér til að láta spár Jónasar Hallgrímssonar rætasf að láta dalina verða fagra og fylla þá skógi. Hún treystir sér til að halda á merki Jóns Sigurðssonar — algerlega hjálparlaust af Dönum, sem nú eru að láta blöð sín svívirða hann, kalla hann ofstækisfullan Danahatara o. s. frv. Hún treystir sér til að prýða lengi landið það sem lifandi guð ltefir fundið stað ástarsælan — eins og Jónas kvað. En til eins treystir hún sér ekki. Hún treystist ekki til að gera neitt af þessu í böndum. Og því vill hún k u b b a sundur gömlu fjötrana — þeir eru farnir að slitna, tetrin — en ekki leggja á sig aðra nýja, sem hún ræð- ur ekkert við. Oss þykir vænstum landið, það er fegurst fyrir sjónum vorum, þegar vér viturn, að vér höfumhjálpað náttúrunni til að gera pað jagurt. Vér, en ekki aðrar þjóðir. En vér getum það ekki með nokkr- um öðrum hætti en þeim, að verða frjálsir menn, ganga með öllu óheítir af annarrar þjóðar yfirráðum. Að öðrum kosti ræktum vér ekki landið. Það verða þá aðrir að gera fyrir okk- ur. Aðrir að stjórna plógnum. Aðr- ir að sá. Aðrir að fá uppskeruna. Og ætli hún taki ekki heldur að kólna úr því, ást vor á landinu? H ú n hefir þó haldið við þjóðerni voru fram á þennan dag. Skyldi hún verða oss jafnhelg, þegar Danir eru teknir að eiga landið með okkur? Það þarf að fara að eitra fyrir þann kotungshugsunarhátt, að álykta sem svo: Vér eigum að vera í sambandi við Dani, svo frantarlega sem það er unt. í stað þess að segja: Vér eig- um að losna við þá, svo framarlega sem pað er unt. Hugsið ykkur muninn á þvi, ef vér befðum aldrei snúið á háls oss neina útlenda konungs-snöru eða konungs- ríkis. Hugsið ykkur muninn á sjálfstjórnar- tímabili voru eða því sem nú er. Berið saman fossaflið í æðum þjóð- arinnar þá, og valdagræðgis-istruna á öllu því sálnasmælki, sem nú er að kútveltast fy.rir fótum þeirra manna, er merki þjóðarinnar hafa í höndum, og telja það skyldu sína að halda því uppi og bera það fram. Gera þar ekki annað en flækjast fyrir. Hugsið ykkur muninn á því, hvað oss mundi vaxa mikið afl á því að reyna d krajtana. Vera sjálfir í tölu sjálfstæðra þjóða. Hugsið ykkur, hve miklu fleiri og Ullarsala, Vegna þess að margir bændur hafa farið þess á leit, að við seljum fyrir þá u 11 — hreitia og óhreina — á erlendum mörkuðum, tilkynnum við hérmeð, að ullinni verður veitt viðtaka i húsi nefndu Kaupangur (næst við Sláturhúsið) í Reykjavík frá þessum degi til 18. þ. m. G. Gíslason & Hay. meiri stórmenni vér gætum lagt til heiminum, þegar aðrar þjóðir eru hættar að tnuna eftir því, að vér sé- um e k k i til. Þegar þær kannast við oss í sinni þjóðatölu, og greiða fyrir oss svo sem þær geta bezt, af því að þær sjá það stórvirki, að vér höfum haldið trygð við sjálfstæðis- hugsjótiina, svo fámenn þjóð sem vér erum. Hugsið ykkur muninn, þegar hætt er að beita ofríki og kúgun við þær mannsálirnar, sem veikastar eru fyrir og minst er í spunnið, eins og svo oft er leikið. Og með þeim hverfa ofríkismenn- irnir, kúgararnir. Hugsið ykkur þann mun, að hætta að sjá hér á götunum í Reykjavík þóttaleg andlit með yfirvaldssvip, sem halla undir flatt, og löðra i hroka og fyrirlitning á öllum nema sjálfumsér. Sá, sem berst djarflega fyrir sjálf- stæði landsins, hann vinnar trúlega að því að græða þessi og önnureins þjóð- félagsmein. Og hann gerir meira. Hann kemur þjóðinni fyr eða síð- ar í skilning um, að henni þykir aldr- ei landið sitt jafnfagurt og þá, að hún elskar það aldrei jafn-heitt og þá, að hún vill aldreisíðurmissaþað en þá — þegar hún finnur að frelsisþrótturinn ólgar í æð- um hennar, og blómknappur sjálf- stæðisins er nýsprottinn út. Þ a ð eru trygðagjöldin fyrir að hafa ekki brugðist sjálfstæóis-hugsjóninni, að hugsjónin rætist. Og að þ v í viljum vér allir vinna, Sjálfstæðismenn, í þessari stjórnmála- baráttu, sem nú er nýbyrjuð, — að nú loks verði íslendingar, eftir hálfrar sjöundu aldar hörmungar, — nú verð- um vér jrjáls pjóð i jögru landi. Bókmentafélagið. Siðari ársfundur Reykjavíkurdeild- arinnar var haldinn í Iðnaðarmanna húsinu 8. þ. m. Hið helzta, er þar gerðist var þetta: Forseti skýrði frá athöfnum deild- arinnar þetta ár, einkum bókaútgáf- unni; hefði deildin þegar gefið út Sýslumannaæfir III. b. 4. h., íslenzkt fornbréfasafn VIII, 3 og 2. hefti af Skírni (og 2 kæmu síðar á árinu, eins og ákveðið er). Hann lagði og fram ársreikning Hafnardeildarinnar og skýrði frá fyrirhuguðum bókaútgáfum þeirrar deildar (1. Lýsing íslands eftir dr. Þorv. Th. I. b. 2. h.; 2. íslend- ingasaga eftir B. Th. M. II. b. 3. h., 3. Safn til sögu íslands IV. b. 2. h. og 4. Saga Jóns Oiafssonar Indíafara 1. h.). Engin af bókum Hafnar- deildarinnar væri þó enn hingað komin. Stjórn deildarinnar var öll endur- kosin (forseti Knstján Jónsson háyfir- dómari, skrifari Har. Nielsson cand. theol. og bókavörður Morten Han- sen skólastjóri), nema yfirkennari Geir T. Zocga, er beiðst hafði undan end- urkosningu sakir heilsubilunar. í hans stað var kjörinn féhirðir Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri. Nýir félagar hosnir á fundinum 9 (auk 70 á febrúar-fundinum). En merkasta málið, er til umræðu kom, var þó svonefnt »heimflutnings- mál«. Um það mál hefir áður staðið hörð og löng deila rnilli deildanna um mörg ár (laust fyrir 1880 og nál. 1890); vildu flestir menn hér á landi fá Hafnardeildina flutta heim og sam- eina báðar deildirnar í eina hér í Reykjavík. En fyrir mótspyrnu helztu leiðtoga meðal Hafnar-íslendinga fekst sú sameining ckki. Nú hefir málið verið vakið upp af nýju af stúdent- um í Höfn og hefir exam. juris Gísli Sveinsson einkum gengist fyrir því. Hann hreyfði því á júlí-fundi Reykja- víkurdeildarinnar í fyrra, en forseti hennar (Kr. [.) óskaði eftir, að Hafn- ardeildinni væri sýnd sú kurteisi, að málið væri hafið í þeirri deild, með þvi að það væri hún, sem niður ætti að leggjast. Eftir þeirri bendingu hafa þeir og farið, Hafnar-íslendingarnir, er nú eru heiniflutningnum fylgjandi. En sam- kvæmt bréfi, er nokkurir þeirra hafa ritað Reykjavíkurdeildinni og lesið var upp á fundinum, hafa þeir ekki getað fengið það mál tekið fyrir þar í deildinni fyrir mótspyrnu forsetans, dr. Þorv. Thoroddsen, og nokk- urra manna, er andvígir eru sagðir heimflutningnum og mestu ráða þar um bókaútgáfur og annað. Forseti (Kr. J.) kvaðst líta svo á, að með því að ekki mundi vera unt að neita þvi, að mönnum þessum hefði verið varnað að koma málinu undir úrskurð Hafnardeildarinnar, yrði þessi deild að taka málið til íhugunar, og með því að nauðsyn bæri til að breyta lögum félagsins í ýmsum greinum, hefði stjórnarnefndin orðið ásátt um að bera fram svo látandi tillögu: að kosin sé nefnd, 4 félagsmenn, með forseta sjálfkjörnum, til að endurskoða lög félagsins, og sér- staklega segja álit sitt um og gera tillögur um, hvort nú sé ráðlcgt að sameina báðar deildir félagsins í eina heild. Nefndin skal hafa lokið starfi sínu fyrir árslok. Um þetta mál urðu allmiklar um- ræður, og leyndi það sér eigi, að flestir ræðumenn voru heimflutning- num sinnandi af alhug. Og var til- laga stjórnarneíndarinnar samþykt tneð öllum samhljóða atkvæðum, og í nefnina kosnir, með forseta: lektor Þórh. Bjarnarson, dr. phil. Jón Þor- kelsson, prestaskólakennari Jón Helga- son og bóksali Jón Ólafsson. Óhætt er að fullyrða, að aldrei hefir Reykjavíkurdeild félagsins staðið með meiri blóma en nú. Fjölgun télagsmanna er órækast vitni þess. Aldrei hefir þeim fjölgað eins stór- kostlega og fjögur síðustu árin (þau ár öll hefir Kristján Jónsson verið forseti). Mestan þátt í því á án efa Skírnir hinn nýi, undir ritstjórn þeirra Guðm Finnbogasonar og Ein- ars Hjörleifssonar. Það er bókin, sem mest er sókst eftir að lesa af öllum félagsbókunum. Fróðlegt er að líta yfir aðsókn að félaginu undanfarin 20—30 ár. Árin 1881—84 ganga allmargir í félagið (81: 25; 82: 16; 83: 58 og 84: 25), en næstu ár þar á eftir miklu færn: árin 1885—91 þetta frá 3 upp í 16; en frá 1892—1904 enn færri, svo sem hér segir: 1892 1893 1894 1895 1896 1897 1898 2 o 1 2 4 2 3 1899 1900 1901 1902 1903 1904 S s 8 S 2 8

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.