Ísafold - 11.07.1908, Side 3

Ísafold - 11.07.1908, Side 3
: ISAFOLD 167 U ndirtektirnar. Patreksfiröi 6. júli 1908. Hinn 4. þ. m. var haldinn ýulltrúa- ýundur að Þingeyri fyrir V.-Isafjarðar- sýslu og Barðastrandarsýsiur, hinn þriðji í röðinni, til þess að ræða og koma betri samvinnu á um ýms mik- ilsverð þingmál — þó átti það nú sér- staklega að gilda sambandsmálið. Þar var borin upp svolátandi aðaltillaga : Fundurinn álítur, að pvi að eins beri að ganga að uppkastinu um ríkisréttar- samband Danmerkur og Islands, að á pví séu gjörðar pœr breytingar, að skýrt sé til orða tekið, að Island sé fullveðja ríki, og að sameigiulegu málin séu upp- segjanleg, að undanteknu konungssam- bandinu. Fundarstjóri var Mattías Olafsson í Haukadal — sem er eins óaðskiljan- legur hluti H. H., eins og hann vill að ísland sé óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis — og báðir voru þeir bræður á fundi þessum, Jóhannes fyrv. þm. M. Ól. las upp frumv.uppkastið grein fyrir grein, og sá ekki sólina íyrir gæðum þess. Jóh. Ól. bróðir hans f. alþm. sá einhverja galla (aý pví líklega, að hann ætlar að bjóða sig fram), en taldi þá ekki svo mikilsverða, að ekki mætti samþykkja frumvarpið eins og það lægi fyrirl — Meðal annars stóð hann á því fastara en fótunum, að einmitt frumvarpið veitti rétt til þess að bægja Dönum og Færeyingum frá fiskiveið- um hér í landhelgi, hvenær sem vera vildi, með sérstökum lögum frá al- þingi. —- Þessu mætti slá föstu, því nefndarmennirnir hefðu allir verið sammála þar um! I Margir töluðu á móti uppkastinu, en einna rækilegast tóku þeir þá bræð- ur til bæna, síra Þórður Ólafsson og Pétur A. Ólafsson kaupm. á Patreks- firði; þeim varð svo bimbult, að Matt- ias lagði niður fundarstjórastörfin og gekk snúðugt af fundi, og honum fylgdi Jóhannes og einhver önfirzk- ur hreppstjóradilkur. Þegar hér var komið, hafði fundur- inn staðið yfir fullar þrjár stundir. Þá leit svo út um stund, að ekkert yrði frekara af fundi. En loks varð honum komið á af nýju, og þá kos- inn fundarstjóri síra Þórður Ólafsson. Og fundarsamþyktin að framan þá samþykt í einu hljóði. Eftir spurnum er eg hafði úr hrepp- unum þar vestra, mun mikill meiri hluti andvigur frumvarpi millilanda- nefndarinnar, eins og það liggur fyrir. Það eru þeir bræður,Mattías ogjóhann- es, sem aðallega gangast fyrir frum- varpinu, en eg hygg að fáir fylgi þeim. Jóh. Ól. hvað ætla að bjóða sig fram aftur, og síra Kristinn Daníelsson. Heyri eg tilið mjög vafasamt, að Jóh. kornist að. Fyrv. þm. Vestmanneyinga, Jón Magn- ússon skrifstofustjóri og sambands- nefndarmaður, stofnaði til málfundar þar um sambandsmálið 30. f. m. Hann gerði grein fyrir starfi nefndar- innar, var að bera við að hrekja fram- komnar aðfinslur við Uppkastið og var mótfallinn öllum breytingum á frv., bæði að efni og orðfæri. Halldór læknir Gunnlaugsson taldi að vísu Uppkastið betra en stöðulögin, en það væri ekki trfikil meðmæli, með því að stöðulögin hefði aldrei verið viðurkend af Islendingum, heldur hefðu þeir »syfjaðir og sofandi látið þau yfir sig ganga*. Aftur á móti væri frv. miklu verra en Gamli-sáttmáli, sem það hefði þó átt að byggjast á. Alþm. Bjórn Kristjánsson, sem var staddur á fundinum, svaraði ræðu Jóns Magnússonar all-ítarlega og tók fram galla frutnvarpsins, þá er hann taldi versta. Það var skoðun hans, að frv. þyrfti mikilla breytinga við, til þess að geta orðið aðgengilegt fyrir íslendinga. Þessari ræðu svaraði J. M. síðar; en Björn Kristjánsson andmælti hon- um af nýju og áttust þeir ekki við eftir það. St. Sigurðsson kennari mælti móti frv., vildi helzt að málinu yrði frestað, svo þjóðinni gæfist kostur á að íhuga það vandlegar en henni væri unt á svo skömmum tírna, sem til þess væri ætlaður. Magnús sýslumaður virtist vera írv. hlyntur. ýón fónsson þurrabúðarmaður var hræddur um að íslendingar fengju ekkert hjá Dönum, ef frv. yrði hafnað, og vildi af þeirri ástæðu taka því. Tvær tillögur til fundarályktunar komu fram, báðar eindregið á rnóti frv., nema gerðar væru á því miklar brej'tingar. Eu fundurinn kaus heldur eftir tillögu þingmanns J. M. að gera enga ályktun í málinu að svo stöddu, og voru þær því ekki bornar undir atkvæði, enda nokkrir gengnir af fundi undir fundarlokin. Fundarmaður. Reyðarfirði 27. júní. Ekki get eg sagt fyrir víst, hvernig gengur »kristniboðið eystra«-. Svo mikið er þó víst, að lleyðarfjörður mestallur, Norðfjörður og Mjóafjörður eru á móti sambandsnéfndarfrumvarp- inu, og Eiðahreppur allur, Valla mest- allur og Skriðdals sömuleiðis. Um suðursýsluna er mér ekki kunnugt. Grundarfundur ráðgjafans í fyrra dag gekk honum glæsilega í vii. Hann hafði þar með sér nærri því tvisvar 13 atkvæði eða 25 alls af 50—60 á fundinum; hinir greiddu eigi atkvæði. Sumir segja að atkvæðin hafi verið ekki nema 20. En það skiftir minstu. Hitt er nóg, að þarna rann heldur en ekki á snærið fyrir manninum. Það er hugfró í mörgurn raunum hans og hrakförum í þessum innlimunar-þemb- ingi hans öllum. Það höfðu verið þakkir til h a n s s j á 1 f s fyrst og fremst og þakkir til nefndarinnar þar næst — eins og hann hefði ekki verið í nefndinni I — þetta, sem samþykt var á fundinum. Ekki kom þetta neinum kunnugum á óvart. Fundarmenn á Grund voru yfirleitt úr þeim sveitum kjördæmis- ins, 2—3, er hafa alla tíð haldið órjúfanlegri trygð við þingmannsefni stjórnarinnar, sem nú er, dannebrogs- manninn frá Grafarholti (B. B.). Þeir eru nú sama sem eitt hold, hann og ráðgjafinn. Það er »sjálfgefið«, að árangurinn verður ósmár, er glæsi- menska ráðgjafans bætist ofan á vits- muni dannebrogsmannsins. Þingmálafundur haldinn á Akranesi í gær (10.), boðað til hans af stjórn- arliðum. Fundinn sóttu á að gizka 300 manns. Fundarstjóri sr. Jón Sveinsson prófastur. Heitar umræð- ur. Ráðgjafi (H. H.) talaði einn af hendi Uppkastsmanna, hóf umræður á tveggja tíma löngutn fyrirlestri I Þá töluðu úr flokki sjálfstæðismanna þeir Kristján Jónsson háyfirdómari og Olafur Olafs- son, frikirkjuprestur. Menn höfðu komið rakleitt af Grund- arfundinum til þess að vera þarna við- staddir, vildu fá að greiða par atkvæði líka! I En fundurinn ákvað, að þeir einir skyldu greiða atkvæði, sem heima ætti neðan heiðar (Skarðsheiðar). Þá fauk i Uppkastsmenn suma, og gengu einhverir af fundi. Tillaga kom þó fram af þeirra hendi: traustsyfirlýsing til ráðgjafans og þakk- arávarp til nefndarmanna. En tillagan var tekin aftur, eða kafnaði einhvern veginn í fæðingunni. Þá kom tillaga af hendi sjálfstæðis- manna svo hljóðandi: Fundurinn lýsir því yfir, að hann vill að frumvarp sambandslaganefndarinnar verði samþykt með nauðsyulegum breyt- ingum, er tryggi fullveldi íslands yfir öllum sínum málum 0g fult jafnrétti við Danmörku. Tillagan var samþykt með óllum greiddum atkvœðum, 34. Fundurinn stóð á 7. tíma V eðrátta vikuna frá 28. júni til 4. júli 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 15.0 15.0 17.8 18.0 16.7 9.2 M 14.7 10.2 10.5 9.0 8.8 9.0 Þ 12.4 12.0 12.1 11.0 7.7 8.0 S1 11.7 7.6 12.1 11.3 7.2 8.7 F 11.2 10.1 12.5 11.0 5.1 8.6 F 12.5 11.5 16.8 10.5 11.3 8.2 L 13.0 11.6 15.2 11.0 6.1 6.8 Þýzku giöfunum, frá Grosser Kurftirst, sbr. síðasta bl, hefir nú verið skift þannig, að Holdsveikraspítalinn fær 500 kr., Heilsuhælið fyrirhugaða 800 kr., Barna- hælið hér í bænum 163 kr. 45 a. og kvennafélagið Hringurinn 163 kr. 45 a. Samtals 1626 kr. 90 a. Þýzkar eru raunar gjafir þessar engan veginn allar, með því að far- þegar voru margir enskir, sumir frá Vesturheimi og víðar að. Getið er um meðal Vesturheimsmanna allmik- inn auðkýfing, er boðið hafði með sér 30 farþegum af skipinu í skemti- ferð suður um Frakkland og Ítalíu, að þessari norðanför aflokinni, og vildi bæta við sig í þann hóp einni heldri stúlku hér úr bæ, en hún þá ekki. Eitt iymskuráðið. Það er eitt lymskuráðið, sem beitt hefir verið til að veiða fylgi með Upp- kastinu alræmda, að blað eitt í Khöfn, Vort Land, var látið hauga megnum ónotum og illindum j'fir hina dönsku satnbandsnefndarmenn, landa sína, fyrir gunguskap við íslendinga í nefnd- inni. Þeir hafi, Danir, hopað á hæl fyrir Islendingum, látið undan þeim alstaðar hér um bil og látið þá ganga sigri hrósandi af hólmi, íslendinga! Það er bersýnilegt, til hvers ref- arnir þeir eru skornir. Það er ætlast til, að [ietta komist í íslenzk blöð, og að af því sann- færist þjóðin hér, lendsbúar (Be- folkningen) »þar uppi« um ágæti Uppkastsins og afrek nefndarmanna hinna íslenzku. Þeir hafi hlunnfarið Dani, og það svo, að dönskum blöð- um blöskri! Kænlega farið að, eða á að vera kænlega farið að. Alt af gert ráð fyrir oss, Grænlendingunum áíslandi, — þeir vita fæstir, Danir, annað en að hér búi sama þjóðin og á Græn- landi —, nógu vitgrönnum til þess, að gleypa hverja beitu, sem fyrir oss er rent. Fyrir kunnuga er ekki 'mörgum blöðum um það að fletta, hvar hér liggur fiskur undir steini. Prófessor Henning Matzen, einn langhelzti maður í sambandsnefndinni og sjálfsagt langmestu ráðandi, vel slægur maður og ófyrirleitinn, er yfir- drotnari nefnds blaðs, Vort Land, og kemur þar ekkert á prent, sem hon um er ógeðfelt. Það er með öðrum orðum, að þarna er hann að láta skamma sjálfan sig! Það er sama og Hyllingar-för alþingis. Blaðið Vort Land í Khöfn flytur 28. f. mán. þá nýstálegu skýringu á Danmerkurför alþingismanna 1906, að það hafi verið hyllingarför af hendi alþingis á fund hins nýja konungs. Ráðgjafanum (H. H.) hafi verið skipað (paalagt) að sjá um, að hún væri far- in; það gert að skilyrði fyrir að kon- ungur kæmi hingað og heimsækti oss. íslendingar áttu að koma ýyrst til hans. En ókeypis átti ferðin að vera fyrir þá. Þeir áttu að hylla hann í ríkis- höfuðstaðnum, segir blaðið. Það var þeirra sjálfsögð skylda. (Ekki í Kópa- vogil). Sé þetta rétt hermt, hefir hittt er- indið, sambands-endurskoðunin, verið ekki annað en kænlegur fyrirsláttur af ráðgjafans hendi til þess að fá ís- lendinga til að koma til Danmerkur. En slegið upp á því lauslega síðar- meir, þegar þeir voru þangað komn- ir, þingmeun. Þetta stendur í langri og rækilegri ritstjórnargrein i blaðinu (í 2 tbl.) og er- hún líklegast innblásin af yfirdrotn- ara þess, próf. H. Matzen, manni, sem er auk annars mjög handgeng- inn hirðinni dönsku og dönskum stjórnarhöfðingjum. Það er ýmislegt fleira fróðlegt í þessari grein, sem verður líklega rninst á síðar. Kátleg-t embættabraU. Einhvern tlma snemma í f, mán. hefir ráðgjafinn lagt það til við hans hátign, að cand. jur. Einar Arnérsson skuli vera skipaður 2. kennari við lagaskólann frá 1. ágúst. Þótt nóg handa honum 2 mánaða ofanálag, þótt mágurinn fengi 3. Konungur samþykkir þá tillögu 30. júni. En þá hefir ráðgjaf- inn verið búinn að sjá sig um hönd og þótt hart að vera að láta sig muna um ef L ö g r é 11 a tæki að skamma hiua helgu þrenning, sem fyrir henni ræður, þá skrifstofustjórann hjá ráðgjafanum (J. M.), landlækni og landsins æðsta guðfræðis-kenniföður. Þ e 11 a hlýtur hvert mannsbarn á landinu að skilja. Kviksyndið þarf að hylja ekki ein- ungis með nógum tálbrúm, heldur einnig með margföldum og marg- flæktum blekkingum. Fra-Hskur vísikonsúll nýr er aðeins ókominn hingað, i stað Chr. Zimsen, er fengið hefir lausn frá þeirri stöðu. Hinn nýi konsúll er alfranskur maður, og heitir Brielouin; var viðurkendur 16. mai. peuuau 1 mauuu, enua var pa mauunnn (E. A.) farinn að vinna af kappi i Upp- kastagyllingarverksmiðju stjórnarinnar, og hart að láta hann svelta á meðan. Hann gerir sér þvi lítið fyrir, ráðgjafinn, setur hann í emhættið frá 1. júli! Gajínfræðaskólinn á Akureyri. Skólastjórinn þar, Jón A. Hjaltalín, hefir fangið lausn frá þvi embætti frá 1. okt.þ.á Fornmenjavörður er skipaður frá 1- þ. mán. cand. phil. Matt. Þórðarson og jafnframt umsjónarmaður með Forngripa- safninu. Héraðslæknar. Þessir 4 læknar hafa fengið 24. f. m. konungsveitingu hver fyrir sínu héraði: Steingrímur Mattiasson fyrir Akureyrar- héraði. Þórður Edilonsson fyrir Hafnarfjarðar- héraði. Sigurjón Jónsson Höfðhverfingalæknir fyrir Svarfdælahéraði. Jón Jónsson Hróarstungulæknir fyrir Þistilfjarðarhéraði. Nýkomið! Margar tegundir af hvítu lérefti. — Mikið úrval af hvítum og mislitum smékksvuntum frá 1,10. — Svörtum og misl. Caschemir-s\ö\\im frá 5,50—17,00. — Kven-léreftsnærföt og hvít pils, mesta úrval í bænum og lægst verð. Miklar birgðir af hvítum borðdúkum, frá 1,25—10,00, af ýmsum stærðum. Mikið af servíettum og handklœðum. — Einnig hörléreýt tvibr. á 0,75 al. — Hörrekkjuvoðir 2X3 al. á 2,00. Höfuösjöl eru nú seld með 25 °/0 afslætti. Engin kaupskylda þótt inn sé komið í Brauns verzlun Hamborg Talsími 41. Aðalstræti 9. 140 141 144 137 —- Hann smeðir í eldhúainu og sef- ur í loftinu hjá piltunum — þarna — vinnumönnunum . . . . ? — Já, já. —- Og þið vitið engin ráð til að láta honum batna? — Vitum ekkert, höfum engin ráð. Frú Sorg þagnaði við. f>egar hún tók til máls aftur, var röddin óþýð og nöpur. — J?0*'*'8' 6r nú alt saman gott og bleesað, jómfru Stafa; en ekki er eg þó almennilega ánægð með ykkur. í því bili sneri hún eér við og Ieit fast á Ingiríði. Ingiríður hrökk svo við af þessari sýn, að titraði í henni hver taug. Frú Sorg var ofboðsleg ásýndum. And- litið lítið, hrukkótt, og svo saman- skorpið neðanvert, að varla* sáust kjálkarnir. Tennur hafði hún eins og sagartennur, og þétthærð efri vörin. Augabrúnirnar ein hárskauf. Hörund- ið kolmórautt. Ingiríður hugsaði, að jómfrú Stafa sæi víst ekki það, sem hún sá. Hún sá, að frú Sorg var ekki í neinni manns- mynd; hún var skepna. |>egar frú Sorg kom auga á íngi- ríði, gleuti hún upp munninn, svo að ekein í beran tanngarðinn. — þegar þessi stúlka kom hér, sagði hún við jómfrú Stöfu, hélduð þið að hún væri send hingað af guði. sáuð það í augum hennar, að guð hafði sent hana til þess að bjarga eyninum. Hún gat verið með vitstola fólki. Nú, hvernig hefir það tekist ? — það hefir ekkert tekist. Hún hefir ekkert gert. — Nei, eg hefi séð um það, sagði frú Sorg. jþað var mér að kenna, að þið létuð hana ekki vita, hvers vegna henni var boðið að vera hér. Ef henni hefði verið sagt það áður, mundi húu ekki hafa átt von á elskhuganum á hverri stundinni, ekki verið svo von- góð um hún fengi að sjá hann. Ef hún hefði ebki haft um það svo sterk- ar vonir, þá hefði ekki vonbrigðin orðið jafnsár. Ef vonbrigðin hefði ekki gert hana aflvana, þá gat vel verið hún hefði getað hjálpað eitthvað vitfirringnum. En nú hefir hún ekki borið það við. Henni er illa við hann, af því að hann er ekki sá, sem hún og rak vel á eftir orðunum. |>ér, sem er ami að því, að nokkurt blóm vaxi í garðinum þínum, hvernig í ósköpun- um áttu að geta haft hjá þér unga stúlku í húsinu! það er aldrei svo, að því sé ekki samfara glaðværð og fjör. Og það á ekki sem bezt við í þínum húsum. — Nei, eg hefi oft verið að hugsa um það. — Blessuð komdu henni fyrir hjá einhverri heldri konu, það ætti að vera vel hægt, eða einhverstaðar, sem hægt er, og það sem-allra fyrst. Hún stóð upp til að kveðja. — Ja, erindið var ekki annað en þetta, sagði hún, eg ætlaði bara að ráða þér til þess arna. En hvernig líður þér ann ars? — Sverð nístir hjartað meðan sól er á lofti, anzaði jústizráðsfrúin. Eng- inn hugsun sinnir öðru en honum, þegar hanu er heima. Jp0tjta akifti er það miklu verra en vant er. Eg get ekki buið við þetta áfram, þ a ð veit eg----------- Ingiríður hrökk upp úr leiðslunni; jústizráðsfrúin hringdi bjöllunni á öagt, fór niður í forstofuna. |>á stóð frú Sorg úti á svölunum á tali við jómfrú Stöfu. |>ær tóku ekki eftir henni. |>að datt alveg ofan yfir Ingiríði; hún tók eftir, að gamla konan, þessi bálfgerði kryplingur, háfði eitthvað geymt undir öllum köstunum, líkast silkigrisju. jpví hafði verið stungið undir köstin og vel búið um. Ingi- ríður var lengi að átta sig á, hvað þetta væri, þangað til loksins hún sá það. Hún sá það voru tveir stóreflis- leðurblökuvængir, sem hún var að reyna að fela svo, að ekki bæri á. Nú varð Ingiríður heldur en ekki forvitin; hún reyndi að gildra svo til, að hún sæi framan í hana, en þess var enginn kostur, því að hún sneri alt af frá henni og horfði fram á hlað. f>a(5 mikið sá hún þó, þegar hún brá upp hurðinni, að einn fingurinn var lang- lengstur, og fremst á honum var stór og bogin kló. — Alt í híbýlunum eins og var, spurði frú Sorg, alt í sama farinu? — Já, göfuga frú Sorg, sagði jómfrú Stafa.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.