Ísafold - 11.07.1908, Page 2

Ísafold - 11.07.1908, Page 2
166 ISAFOLD Það ár (1904) er afráðin hin nýja út- gáfa Skírnis. En síðan hefir viðkoman verið þessi: 1905 — 24 1907 — 57 1906 — 63 1908 ,— 79 Er gleðilegt til þess að hugsa, að félagið er að vinna sér mikla hylli meðal landsmanna; og jafnframt sýna þessar tölur, að lestrarfýsn og áhugi landsmanna á bóklegri fræðslu er óð- um að vaxa. Þetta virðulega félag á það lika skilið, að njóta ástsældar ís- lendinga. Það hefir átt mikinn þátt i því að halda við íslenzku þjóðerni um nær því heila öld og glæða þjóð- ernistilfinninguna. Það hefir fremur flestu öðru haldið við hjá oss með- vitundinni um það, að vér erum bók- mentaþjóð. Og ef það er nokkuð, sem gert hefir garð vorn frægan, þá eru það bókmentir vorar að fornu og nýju. Minna má lesendur þessa blaðs á, þá er ekki þegar eru orðnir félagar, að gegn 6 króna árgjaldi fá félags- menn allar bækur þær, sem gefnar eru út af báðum deildunum árlega, en bókhlöðuverð þeirra mun að jafn- aði vera um 14—15 kr. Félagsmaður. Raddir frá almenningi um sambandsmáliö. VIII. Vonirnar um afrek hinna íslenzku í sambandsnefndarmanna hafa brugðist herfilega. Kostir Uppkastsins hverfa fyrir göli- unum sem á því eru. Fáir hefðu víst búist við, að margir hinna fremstu sona þessa lands létu leiða sig svo í gönur, — létu leiða sig til að fá landið sitt og frelsi þess múlbundið um aldur og æfi.. En þann veg lita menn alment hér um slóðir á úrslitin. Skúli Thoroddsen á einn þakkir skilið af sinni þjóð. Hinir létu yfir- bugast. En það hefir ekki verið sannfæring þeirra um viðunandi úrslit, er hefir riðið baggamuninn — þar um ber nefndarálitið langt fram í tímann vitni; það hefir verið hræðslan um, að eng- ar réttarbætur fengjust, ef þeir höfn- uðu því, sem nú stæði til boða. Þetta er mannlegur breyskleiki, og hann fyrirgefanlegur; því afstaðan var vandasöm. En hitt er ófyrirgefanlegt, að nefnd- armennirnir skuli eftir heimkomuna berjast með hnúum og hnefum fyrir Uppkastinu og vilji nú alls ekki heyra nefnda galla á því. Með því er hætt við að þeir fyrir- geri þeirri hylli, er þeir kynnu að hafa áunnið sér ella. Á þingmálafundi, er hér var hald- inn 27. þ. m., var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum (28) svo lát- andi tillaga i sambandsmálinu: Fundurinn er mótmæltur ýrumvarpi millilandanejndarinnar og telur nauð- synlegt, til pess að lslendingar sampykki pað, að viðurkenning ýáist ýyrir pví að Island sé ýullveðja ríki og öll sameigin- leg mál uppsegjanleg, að undnteknu kon- ungssambandinu.« Þetta, sem hér er fram tekið, þótti mestu varða; en það er margt fleira athugavert. — Eg hefi haldið svo spurnum fyrir um álit manna út um þessa sýslu á frumvarpi eða uppkasti milliandanefnd- arinnar, og er mér óhætt að fullyrða að hér í sýslu kemst sá þingmaður einn að, sem hefir samrýmdar skoð- anir meiri hluta kjósenda og getur gefið skýlaus loforð um fylgi sitt og atkvæði í þá átt, sem ofanrituð fund- arályktun ræðir um. Og við næstu kosningar væri ósk- andi, að enginn þingmaður kæmist að, sem vill uppkastí þessu líf, eins og það liggur fyrir. — Patreksfirði 29. júní 1908. P. Misrótti. l»riðja grein. — Svar o. fl. Greinar vorar um misréttið í land- inu, sem komu í blöðunum í janúar og marz þ. á., hafa fengið lítils háttar hnútukast úr vissri átt. En vér get- um ekki séð, að það saki þær í r.ug- um þeirra manna, sem vilja hugleiða málið og líta á allar ástæður. Mun því réttast að eltast ekki við þann leik, heldur leggja málið í eins konar gerðardóm þjóðarinnar, jafnframt því sem því er beint til stjórnarinnar og alþingis. Um leið og vér hættum við biaða- mál þetta, viljum vér víkja að þvi, hvaðan misréttis-illgresið muni runnið inn í löggjöfina, og hvort ekki muni hægt að komast fyrir rætur þess. Stjórn og þing semur að vísu lögin og hefir mesta ábyrgðina á því, að þau séu hlutdrægnislaus, sanngjörn og réttlát. En á hins vegar þyngstan dóm skilið, ef svo er ekki. Kjós- endur til alþingis, einkum þeir sem gerast leiðtogar þjóðarinnar að ein- hverju leyti, eiga líka þátt í laga- tilbúningnum og bera því tiltölulega ábyrgð á sinu verki. Mönnum hættir oft við blutdrægni i tillögum sínum — ef til vill oss líka, þótt óviljandi sé — því sjálfselska og eigingirni villa mönnum sjónir og leiða þá af- vega óviljandi og viljandi. Stjórn og þing þyrfti sérstakrar varúðar að gæta í þessu efni. Það liggja að visu ýmsar hvatir og freistingar fyrir þeim mönnum, eins og öðrum. Það er mannlegt að vilja komast i góða stöðu og því hvöt fyrir þá að fara þær leiðir, er þeir sjá að eru slarkfærar til þess, þegar réttlætistilfinningin er ekki nógu sterk, og viljakrafturinn ekki einlægur, eða nógu vel taminn við að yfirbuga dýrseðlið í sjálfum sér. Það er hvöt fyrir menn, sem vilja vera í ráðgjafa stöðu, að koma sér við Dani, meðan þeir skipa hann. Það er hvöt fyrir hann að efla sinn flokk sem mest á því að velja þá í konungkjörnu sætin og aðstoðarem- bættin, sem fylgja honum, meðan þjóðin er á því þroskastigi, sem nú er hún. Það er hvöt fyrir þingmenn, að fylgja stjórninni og meirihlutanum á þinginu, ef þeim sýnist það vegur til að geta átt von á einhverjum glefsum, t. d. landritara, skrifstofustjóra, laga- skólastjóra, landlæknis, bókavarðar, fógeta, biskups og öðrum embættum, eða eftirlaunum, ritstörfum, milliþinga- nefndum, krossum o. s. frv.; en gott er ekki, ef menn láta þessar hvatir ráða fyrir stefnu sinni í málunum eða hag almennings. Sem betur fer eru þeir margir, sem láta ekki þessar og því líkar freist- ingar teyma sig afvega, og vafalaust er fjöldi landsmanna, sem ekki vill láta hlynna að sér með þeim hætti að gera öðrum rangt til. Vér erum því sannfærðir um, að margir kaupstaðarbúar vilja iáta sveit- irnar njóta jafnréttis, sanngirni og alls réttlætis, og muni lítið síður en oss ant um vor kæru og söguríku sveitahéruð. Vér vonum lika, að margir vilji líta á ástæður vorar og taki þær til greina við nánari athugun. En það er alt mjög þakklætis- og virðingarvert. En við þá menn erum vér vonlitlir um að dugi nokkurar rökfærslur, sem láta leiðast af hinum háskalega aldar- anda, sem farið er að bera svo mikið á hjá sumum mentamönnum, einkum í kaupstöðunum að telja gott og gilt að fara svo langt sér í hag, sem þeir komast í viðskiftum við aðra menn, hversu gikkslega, óheila eða lymsku- fulla aðferð sem þeir hafa til þess. Þessa »fínu ræningja*, sem stunda það helzt, að hafa fé af öðrum mönn- um, stoðar lítið að beita við réttum rök- um, þegar um fjármál er að tefla. Þeir fótum troða þau, hvort sem þeir vinna að því að slá einstaka menn eða heil héruð. Misréttisöldurnar munu vera runnar inn i löggjöfina frá þessum mönnum, beint eða óbeint. Þær sverja sig í ættina til þeirra. Ekki er auðgert að afstýra misrétt- inu. í þvi efni verður íslands óham- ingju flest að vopni. Landsmenn sjálfir geta þar um miklu ráðið, en eru sjálfs síns böðlar. Langlíklegasta ráðið mun vera það, sem hinn frægi stjórnvitringur Washington lagði löndum sínum Bandaríkjamönnum og þeir hafa fylgt jafnan síðan: að skifta nógu oýt um ýorseta. Með því lagi er bezt um það búið, að lýðveldi verði ekkl að ein- veldi. Eftirlaun þyrftu þá ekki að vera mikil. Þjóðin getur haft þau eftir vild sinni, eins og annað, ef hún að eins vill það alvarlega. Meðan sú regla er ekki tekin, verð- um vér að vona, að löggjafar vorir hafi alla sanngirni við landa sína, og telji sér það sóma, að bæta úr göll- unum, sem á eru orðnir. Þá menn, sem vinna að misréttinu í löggjöfinni og þar með eyðingu sveitanna, og vilja ekki nú bata úr pví, viljum vér biðja að hugleiða enn eina af plágum vorum, og óskum að þeir svari þremur spurningum henni viðvíkjandi, sem vér leggjum hér fyrir þá. 1. Til er hér á landi lítið og lág- fætt dýr, sem tófa nefnist eða refur. Þegar tófa kemur í kindahóp, þá lætur hún vinalega við kindurnar, veltir sér og viðrar sig upp við þær. Þær trúa henni og elta hana; en þá bítur hún þær í nefið eða hálsinn og sýgur úr þeim blóðið. Síðan étur hún alt sem ætilegt er af þeim. Fyrir þetta er tófa dæmd af lífi, og er því skotin eða gefið inn eitur o. s. frv. Þetta er að vísu nokkuð harður dómur fyrir tófu, af því hún er talin skyn- laust dýr, og þekkir ekki hvaða af- leiðing starf hennar hefir fyrir þjóð- ina. Mundi nú samt ekki heimsku- legt af þjóðinni að láta hana hafa frelsi ? 2. Ef tófa hefði skynsemi, eins og ’sumir halda, vegna kænskunnar, sem hún sýnir — og ef hún t. d. vildi taka að sér að gæta kindanna og lof- aði í því efni öllu fögru, svo að henni væri trúað fyrir þeim, en hún sviki loforð sín, biti kindurnar og sygi úr þeim blóðið, eins og skynlausu dýrin, hvern dóm ætti hún þá að réttu lagi skilið ? 3. Mundi ósanngjarnt að lands- sjóður legði fram styrk til að eyða refum, svo að þær blóðsugut eyði ekki sveitirnar og landið að meira eða minna leyti? Hin unga og upprennandi kynslóð mun naumast þola það, að þeir menn, sem völdin hafa eða ráðin, misbrúki stöðu sína. Völt ráð verða hjá þeim að gera þjóðinni sama sem ómögu- iegt, að koma fram ábyrgð á hendur æðstu valdhöfunum. Eða þó löggjaf- arnir gangi í bindandi flokka til þess að geta ráðið sumum málum eftir vild sinni. Þjóðin hlýtur að sprengja af sér einveldis- og ófrelsishlekkina, fyr eða síðar, með einhverjum drengi- legum og góðum ráðum. Þjóðin á rétt á að vera svo frjáls sem hægt er. Hún þarf að vísu lög, fáorð og skýr, en umfram alt sann- gjörn lög, sem hún getur sjálf sam- þykt og þekt. Hún getur ekki gert sér að góðu ótal flausturs-lagasmíðar, er hún veit lítið eða ekkert um, en er þó skipað að hlýða, að viðlögðum þungum refsingum, hversu hlutdrægnis- fult sem það er eða ranglátt, eftir ýms- um ástæðum. Hinar lögboðnu reglur þurfa að gefa þjóðinni ýagra fyrirmynd til eftir- breytni. Með þeim þarf að víta alt ranglæti og hegna ekki síður þeim sem voldugir eru en vesalir, svo að þjóðin geti borið virðingu fyrir lög- unum og traust til valdhafanna, og geti breytt samkvæmt þeim eins og siðuðum og góðum mönnum samir. Mikill valdboðinn strangleiki lamar viljakraft og framsóknarhug þjóðar- innar. Mikið frelsi, samfara trausti á hinu. rétta og góða, göfgar mannsandann. Upp með réttlaíið, ýrelsið og kar- leikann til allra landsmanna. Þá mun þjóðinni vel farnast. Nokkrir Rangœingar. -----3SG------ Ekki ríki. Sæmilega glöggvan skilning munu flestir landsmenn nú hafa fengið á því, að Uppkastið sæla ætlar oss alls ekki að verða ríki, heldur nokkurn veginn sama og nú erum vér eftir danskri skoðun: óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Þeim er kunnugt, hve vandlega er sneitt hjá í öllu Uppkast- inu sérhverju orði, er þá merkingu gæti haft í sér fólgna, en nefndar- mönnum hinum Islenzku sagt, eða þeir látnir segja oss, að það og það eigi að merkja ríki. Með öðrum orðum: talað fyrst við pá eins og óvita, og þeir látnir aftur tala við oss eins og óvita eða þá ólæsa á mælt mál. Og til enn frekari áréttingar fella þeir tillögu Skúla um að setja inn í Uppkastið orðin: ýullveðja ríki. Þeir voru þá, Danir, búnir að fá svo mikið vald á félögum sínum hinum íslenzku, búnir að heilla þá svq fast, að þeir standa upp með Dönutn í möd tillögu Skúla I Vér erum alt af að fá nýja og nýja staðfesting þess, hvað Danir eru að fara, — ef staðfestingar þyrfti við. Nú fyrir skemstu er oss send klausa úr Times í Lundúnum 21. maí þ. á. með fréttapistli frá Khöfn um nefnd- arálit sambandsnefndarinnar. Kunn- ugir vita, að fréttaritarinn er maður úr ritstjórn Berlings í Khöfn og mjög handgenginn formanni nefndarinnar, I. C. Christensen yfirráðgjafa. Hann segir þvi vitaskuld einmitt það, sem J. C. Christensen vill láta segja heim- inum. Og hvað er það? Að íslendingar fái nteð Uppkastinu aukna heimastjórn (home rule), en nefnir ekki á nafn hvorki sambands- ríki né sambandsland I Það þarf ótrúlega einfeldni til að trúa enn kviksyndinu og treysta eftir alt þetta og því um líkt. Mis-sæl er þjóðin. Mis-sæl er þjóðin, oss dónunnm dýr. (J. Þ. Th.). Hr. ritstjóri! Eg veit ekki, hvort þér hafið tekið eftir því, að mildirík hendi vorrar háu landsstjórnar — eg var nærri því búinn að skrifa: hasælu I — býtir ekki blessun sinni jafnt á alla. Hún skipaði fyrir skemstu menn í embætti við 2 fyrirhugaðar kenslustofn- anir, sem taka eiga til starfa hér í haust. Onnur er kennaraskólinn, en hin lagaskólinn. Þær eiga að taka til starfa báðar sama daginn, 1. okt. Frá þeim sama degi eru kennara- skólaembættin veitt, eins og flestum mun finnast sjálfsagt og eðlilegt. En hin, lagaskólaembættin ? Þau eru veitt frá 1. júli. Kennararnir þeir, við lagaskólann, eiga að fara að fá laun, og auðvitað miklu hærri laun en hinir, pretn mán- uðum áður en skólinn byrjar, áður en þeir fara að vinna nokkurt handarvik að embættinu ! Og hafa þó fengið mörg þúsund króna styrk áður til þess að búa sig undir embættin. En kennararnir ekki 1 eyri. En þeir vinna a n n a ð. Það er satt. Annar þeirra er um þessar mundir á ferð og flugi um landið að afla sér og öðrum kjörfylgis, austur og vestur, suður og norður. En hinn situr sveittur við að gylla Uppkasts-víra- virkið dýra með skörulegum varnar- skjölum í stjórnarblöðunum. Vera má, að það sé enn meira nauðsynjaverk, enn meiri vísinda- menska en lagakenslunni fylgir. En hvort það getur verið lögum samkvæmt að verja lagaskólafjárveit- ingunni til kosningasmalaferða m. m. í stjórnarinnar þágu, — það gæti hugsast að sumum kynni að finnast álitamál. Eða niátti þá ekki fara eins að við kennarana, láta þá fá laun frá I. júlí og láta þá vinna fyrir þeim með sama hætti og hina? En þeir eru ef til vill ekki af því rétta sauðahúsi. »Mis-sæl er þjóðin« o. s. frv. mega þeir segja, veslings kennararnir. Fáýróður. Lýðlendu-gunnfáni. Danir vilja náðarsamlegast veita oss leyfi til að hafa íslenzkan kaupfána hér innanlands, en banna oss alveg að sýna hann öðrum þjóðum eða utan landhelgi. En gunnfána er goðgá í þeirra augum að nefna að vér höfum annan en Danir nokkurn tíma, t. d. ef svo færi einhvern tíma, að vér kæmum oss upp dálitlum her, sem yrði þá líklegast varla minni að tiltölu en danski herinn, — að tiltölu við fólks- fjölda. En hvað gera heimskingjarnir, sem löndum ráða vestan Englandshafs, Bretar ? Þeir eiga að visu ekki hjálendur neinstaðar og eru ef til vill fyrir það minni háttar en Danir. En lýðlendur eiga þeir hingað og þangað um heim- inn. Ein þeirra heitir Ástralía og er lítið eitt minni en Norðurálfan öll, með nokkurum miljónum manna. Hún er orðin nýlega bandaríki, með líku sniði og Bandaríkin í Norðurameríku. Nú hefir ísafold borist nýlega frá skilríkum manni erlendis eftirrit eftir smáfréttaklausu úr enskum blöðum, Daily Telegraph, Times 0. fl. 18. maí þ. á: The Australian flag instead of the Union Jactc now flies from all military ftagstaffs in the Commonwealth. An order to this effect was passed by the Federal Execntive Council last month in pursuance of a resolution of the Eederal Parliament carried a year ago. For some time past the naval forces of the Commonwealth have used the Federal flag. Þetta er á íslenzku: ^Astralíuýáninn í stað hins brezka (Union Jack) blaktir nú á öllum her- manna-fánastöúgum í rikinu (Ástralíu), Skipun um það var út gefin af sam- bands-framkvæmdarstjórnarráðinu mán- uðinn sem leið eftir ályktun sambands- þingsins frá í fyrra. Nokkurn tíma undanfarinn hefir herskipalið rikisins (Ástralíu) notað sambandsfánann. Sambandsfáni þessi er, segir heim- ildarmaður vor, heiðblár að lit með 6 stjörnum og brezka merkið í öðru horninu efra. Kanada hefir einnig sinn herfána, segir hann, bæði á sjó og iandi. En ísland má ekki hafa kaupfána, því síður herfána. Því er gert lcegra undir höfði en enskum nýlendum. Einn af átján. Það er einn af átján óleysanlegum mótsagna-rembihnútum nefndarmanna, að þeir kykjast hafa gengið óánægðir að Uppkastinu; mundu hafa viljað láta það vera alt öðruvísi, ef þeir hefðu einir mátt ráða. En viljað sam- þykkja það, svo að þjóðin sjálf gæti fengið að greiða atkvæði um það. »Hafni hún því, ef hún vill. Taki hún því, ef hún vill«. Það er ekki á að sjá, að þeir séu sérlega óánægðir með það núna orðið. Þeir fara með ofsa og æsingi um öll héruð, og reyna að hamra það inn í heila hvers manns, hvað Uppkastið sé dásamlegt. Það er ekki þeim að þakka, hvað lítið þeir vinna á. Oceana hin þýzka, skemtiskipið, kom í gærkveldi seint og fer aftur í kveld, sömu leið hér um bil sem Grosser Kurfúrst. Og farþegatala hin sama, 320. En meira en helmingur þeirra frá Vesturheimi: Chicago, Boston, New York, Was- hington.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.