Ísafold - 18.07.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.07.1908, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist eina sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 1 kr., er- lendis 6 kr. eða 1 ‘/* dollar; borgist fyrir mið.jan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (skrifleg) bnndin við áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vió blaöib. 'Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 18. júlí 1908. 43. tolublað I. O. O. F. S97249. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal Porngripasafn opió á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 x/a og 51/*—7. K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siÓd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 ll% sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9x/a og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 x/a—2 V*. Rw&kaatjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og l -6.’ Landsskjalasafnið á þr.u., fmd. og Id. 12—1. Lcekning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlæltning ók. i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11— l Faxaflöabáturinn Ingölfnr fer til Borgarness júlí 19., 27. og 29.; ágúst 3., 9., 19. og 28. Keflavíkur og Garðs júlí 21. og ágúst 1., 4,. 11., 22. og 30. Sandgerðis ágúst 1., 12. og 23. það eitt væri nóg. Þau eru ekki svo fá atriðin í af- reksverkum sambandsnefndarinnar, sem sýna berum hugsunum — ekki svo mjög bernm o r ð u m, þeir seg- jast forðast ákveðin orð! — að það á að t æ 1 a þjóðina til að ganga Dön- um á vald. Og ekki að eins að ganga. Hún á að hlaupa þeim á valdi Hún á að leggja af stað undir eins, fara eins og, hún stendur, helm- ingur hennar frá orfinu og hinir hver frá sínu starfi, — og vera komin í faðminn á Dönum áður en sólin geng- ur undir 10. septemberdaginn í haust. Blekkingatilraunirnar eru ekki svo fáar, sögðum vér. En þær þ y r f t i ekki að vera svo margar. E i n þeirra væri kappnóg til þess að allir sæi, að lymskubrögðum á að beita oss. Það er rangýœrslan d pýðingu Upp- mstsins. Nefndarmenn hafa verið marg- spurðir að, hvers vegna í ósköpunum þeir hafi tekið til þeirra óyndisúrræða, að rangfæra þýðinguna. Nota sér það, að íslenzka þjóðin skilur ekki nándarnærri öll dönsku, — nota sér það til þess að segja henni rangt jrá, hverju henni sé lofað, ef hún gangi að samningnum. Framan af svöruðu þeir spurning- unni svo, að textarnir væri tveir, hefði báðir verið samþyktir, hvor í sínu lagi, og þegar í milli bæri, yrði farið eftir íslenzka textanum. Framan af sögðu þeir þetta. En hvenær hættu þeir því? Þegar þeir menn, sem skilja dönsku eins vel eins og þeir, höfðu kynt sér til hlítar Bláu-bókina. Þá sást, að þeir höfðu haugað þarna upp ósannindum. Það segir í Bláu-bókinni, að nefnd- armennirnir íslenzku hafi ábyrgð á því, að íslenzki textinn sé sainkvœm- ur danska textanum, að textarnir séu pví að eins jafngildir, að íslenzki text- inn sé í samræmi við danska textann. Og það er tekið sérstaklega fram, að »veldi Danakonungs« skuli merkja algerlega hið satna og det samlede danske rige — danska ríkisheildin-, og enn jremur að »rikjasamband« skuli merkja nákvæmlega hið sama og »statsforbindelse«. Og til hvers er það gert? Það er gert til þess að taka aj skarið um það, að ekkert meira skuli felast í íslenzku orðunum heldur en sagt er á dönskunni. En hvernig stendur nú á, að nefnd- armenn taka það til bragðs, korna sér saman um það, allir nema Skúli, að þeir skuli rangfæra þýðinguna? Það er ekki til nema eitt svar við því. Og svarið fyllir út í spurning- una. Ej þeir hefðu nú pýtt rétt Uppkast- ið, eins og það var á dönsku, og eins og það er i raun réttri, eins og ætl- ast er til að vér göngurn að því, — ef þeir hefði gert það, þá vita þeir, að þjóðin muni ekki fús til að ganga að því. Þeir vita, að hún muni al- drei fást til að gangast undir það, að vera brot úr danskri ríkisheild, partur úr dönsku ríki, óaðskiljanlegur hluti Oanaveldis um aldur og æfi. Þess vegna leggja peir rangt út og segja: ' sland skal vera hluti úr veldi Dana- conungs. Með öðrum orðum: Kon- ungur Dana skal líka vera konungur Islands. Sjá ekki allir muninn á því? Þeir vissu enn fremur, að íslenzka rjóðin mundi aldrei vilja gangast und- ir það, að Danmörk og ísland séu ríkiseining, því að ríkiseining merkir, að um eitt ríki sé að tefla. Og í Uppkastinu er sagt, að þetta ríki sé danskt (det saml. danske rige). Þess vegna verða nefndarmenn að halla þarna á sannleikann: rangfæra þarna þýðinguna líka. Segja, að ísland og Danmörk skuli vera í ríkjasambandi. Ekki í ríkis-eining, eins og Danir segja að vér eigum að verða, heldur í ríkja-sambandi. Og svona þýða þeir fleira. Nú eru nefndarmenn alveg í vand- ræðum. Þeir standa þarna vitaber- skjaldaðir. Þeir geta ekki borið fyrir sig nokkra afsökun á því, hvers vegna þeir hafi þýtt rangt. Þetta eitt, þótt ekki væri fleira, ætti að vera nóg til þess, að þjóðin sæi við blekkingunum og hafnaði Uppkast- inu rneð öllu, eins og það er nú. Það eitt ætti að vera nóg til þess að sjá, að leiðin er ekki hrein, sem oss er ætluð að sigla til samnings við Dani. í danska textanum standa skerin upp úr, svo að allir sjá þau, sem skilja dönsku, og geta varað sig á þeim. í íslenzku þýðingunni eru þau komin í kaf, og rjómalogn yfir. En lognöldurnar eru blékkingar. Það á öll þjóðin að fá að sjá. Og sjái hún það ekki, þá er tekið að líða undir æfikvöld þjóðargiftu vorrar. Hamingja þessarar þjóðar hefir þá lokað augunum. Maður druknaði hér í Sundlauginni sunnudaginn var, Ingimar Hoffmann, frá konu og 2 börnum. Hann hafði farið í laug- ina í forboði sundkennarans, með því að maðurinn var ölvaður, sökk þar og var örendur áður en náðist. Norsk-íslenzkt hlutafélag allstórt var stofnað 24. f. mán. í Niðarósi, með 430,000 kr. höfuðstól, er Norðmenn, ýmsir helztu fésýslu- menn þar í borginni m. fl., eiga í 200,000 kr., en hitt íslendingar, og mun vera mikið af því fólgið í eign- um félaganna Völundar, Mjölnis, Högna og Bátasmíðastöðvar Reykja- víkur, en þær stofnanir allar eignast hið nýja hlutafélag. Það ætlar að reka verzlun á alls konar húsagerðar- efnum, einkum trjávið frá Norvegi, og standa fyrir húsasmíði. Enn frem- ur ráðgert, að það stofni gangvéla- verksmiðju og fáist við hafnagerð. Þeir hafa gengist fyrir að koma fé- lagi þessu á fót, Einar Benediktsson sýslumaður, Friðrik Jónsson kaupmað- ur og Magnús Blöndahl verksmiðju- stjóri. Fyrir félaginu ræður 3 manna stjórn, einn Norðmaður, konsúl Bratt i Miðarósi, og 4 íslendingar, þar á meðal Magnús Blöndahl, og er hann framkvæmdarstjóri þess hér. Það hef- ir aðalaðsetu hér í Rvík. Um prestskosningu í Olafsvík 9. þ, mán. er skrifað þaðan: Mörgum þykir kynlegt, að síra Signrður Guðmundsson, som verið hefir hér aðstoðarprestur nærfelt 2 ár, skyldi ekki fá nema fjhluta atkvæða á við óþektan kandídat; þvi óhætt er að segja, að hann hefir virzt hverjum manni vel þann tima sem hann hefir verið hér og reynst góður ræðumaður. I landsmálaskoð- uoum sinum er hann frjálslyndur og má búast við að hann verði nýtur klerkur. E. Dómarar á þingi. Víst á 2—3, ef ekki öllum þing- málafundum þeim, er ráðgjafinn hefir sanið sig á í sumar, hefir hann lagt mikið út af því, hve illa ætti við, að æðstu dómarar landsins væri að vas- ast í þingmálum. Sumir segja, að þeirri athugasemd rafi verið beint til allra dómara í landinu, æðri og lægri. En það er iklega ekki rétt. Honum getur ekki verið úr minni liðið, að á 3 þingun- um síðustu, þessum sem hann hefir ráðið fyrir, hafa setið margir dómarar alveg átölulaust af hans hálfu. Meiri rluti þeirra hefir að vísu fylgt hon. um að málum á þingi, og verið þar að auki einn þeirra mágur hans, ann- ar mágur vísiráðgjafans (landritarans) og hinn þriðji ný-umventur syndari úr liði stjórnarandstæðinga. En engin áhrif getur þ a ð haft á æðsta gæzlu- mann laga og réttlætis í landinu (ann- an en sjálfa hátignina). Aðrir láta sér um munn fara, að maðurinn hafi kveðið svo fast að orði um háyfirdómarann að minsta kosti á einhverjum fundinum, að hneyksli væri að láta hann vera að vasast í þmgmálum. En liklega eru þ a ð ýkjur. Til eru sjálfsagt svo ófyrirleitnir stjórnarandstæðingar, að þeir mundu vilja spyrja, hvort þessi sannfæring h a n s h á g ö f g i (þ. e. ráðgjafans) mundi nú vera jafn óbifanleg — ej háyfirdómarinn, sem nú er, héti ekki Kristján fónsson, og ej hann væri ekki einn þeirra hinna örfáu konungkjörnu þingmanna, er dirfst hafa að fara aðra leið á þingi en húsbóndi þeirra, stjórnin, enda ver- ið fyrir það þokað úr konungkjörna sætinu, og það einmitt af hon- um sjálfum, H. H., og ej þessi sami Kr. J. hefði eigi sýnt sig í því nýlega að láta miður vel við Uppkasts-getn- aðinum hans og þeirra félaga. En hótfyndnisaðdróttanir væri það og annað ekki, eins og flest, sem stjórn- arfjendur láta úti í hans garð. Þetta er ný og gáfuleg og glæsileg stjórn- speki, að dómarar eða yfirdómarar að minsta kosti eigi að koma hvergi nærri þingmálum. Þeir taka vafalaust djúpt ofan fyrir henni, allir hans flokks- menn og bljúgir embættisþjónar. En hvernig fer hann með yjirdóm- arann Jón Jensson? Er það ekki ein- mitt fyrir hans áeggjan og að hans undirlagi, ráðgjafans, að hann sækir nú einmitt þessa dagana mjög fast eftir þingfararumboði hjá Mýramönn- um ? Spyr sá sem ekki veit. En bátt er hann sýnilega vaxinn upp yfir alla sína fyrirrennara, ráð- gjafinn þessi, alla stjórnarhöfðingja landsins frá því er alþingi hófst af nýju, 1845. Því allir hafa þeir haft þá reglu, að leita einmitt sérstaklega til yfirdómara landsins, er þeir skip- uðu hina konungkjörnu sveit á al- þingi. Allir hafa þeir verið konung- kjörnir, meðan til vanst, háyfirdómar- ar vorir, og meðdómendur í yfirrétti flestallir, meðan ekki brutu af sér náðina þá fyrir ónóga fylgispekt við stjórnina, en sú skyssa hefir þeim örsjaldan á orðið, sem kunnugt er, öðrum en einmitt þessum, sem nú er háyfirdómari, Kr. J. Hann var konungkjörinn á 8 þingum. En — viltist þá úr stjórnarflokknum. Þar með var hann rækur ger úr lífverð- inum. Og nú er svo komið, að ósvinna er talin af honum að vera nokkurn skapaðan hlut um þingmensku eða þingmál að hugsa. Messur i dómkirkjunni á morgun: kl. 12 á hád. sira B. H.; siðdegi# kl. 5 Bjarni Jónsson cand. theol, Enn um slMtuvélar Með góðu leyfi ísafoldar vildi eg fá enn rúm fyrir ofurlítinn lokapistil um þær, úr því eg varð til að hefja umræður um það mál í blaðinu. Fyrst dálitil leiðrétting: I síðasta málslið greinar minnar í 14. tbl. ísafoldar þ. á. hefir komist að smávilla. Þar stendur: »En ef línur þessar gætu orðið til að kenna mönnum og til« o. s. frv.; en þar átti að standa »kenna mönnum- var- kárni við sláttuvélakaup*. A engu stendur, hvort þetta er prent- eða pennavilla; en leiðrétta vil eg það hér með. Út af grein minni hafa spunnist umræður: 4 greinar í Isafold um sláttuvélar, sem sé ein ritstjórnargrein og 3 aðsendar. Eg ætla að vikja örfáum orðum að þessum greinum. Fyrst er þá ritstjórnargreinin. Þar eru nefndir og upp taldir þeir menn, er Búnaðarfélagið hefir fengið vottorð hjá um sláttuvélareynslu sína. Er nú nógu fróðlegt, að lesa þessi vottorð í búnaðarritinu og bera þau saman við það, sem nú er framkom- ið i málinu. Þar er og skýrt frá umsögn Sig- urðar ráðunauts Sigurðssonar. Ráðu- nauturinn kennir það »afdráttarlaust meðfram« kunnáttuleysi þeirra, er meðhöndlað hafa sláttuvélar, að þær hafa reynst misjafnlega. En eg er ekki viss um, að allir séu honum samdóma að þessu leyti. Þar er og frá því skýrt, að ráðu- nauturinn segi það mishermi, að S. Fjeldsteð hafi ætlað að kaupa sláttu- vél þá, er eg mintist á. Hann hafi að eins fengið hana til reynslu. Eg á ekki sök á þessu mishermi að öðru en því, að hafa það eftir og trúa því, styrktur í trúnni á því, að sjá S. F. slá með vélinni, og heyra hann segjast mega og ætla að skila henni aftur. En er ekki nauðalítill munur á þessu tvennu, að taka vél til reynslu, og hinu, að kaupa har.a með því skil- yrði, að mega skila henni aftur, ef svo sýnist? Þá er grein kaupmanns B. H. Bjarnasons. Sú grein er nær eingöngu um, hvern þátt kaupmaðurinn hafi átt í útvegun sláttuvéla, og tekur ekki til min nema að því leyti sem hann seg- ir, að eg virðist helzti fljótfær í dóm mínum um nytsemi sláttuvéla. En nú hefi eg engan dóm kveðið upp um nytsemi sláttuvéla yfirleitt, eins hver maður getur séð, sem les og skilur grein mína; svo fljótfærnina má því kaupmaðurinn skrifa á sinn eigin reikning. Þá er grein Halldórs skólastjóra Vilhjálmssonar á Hvanneyri. Það er um þá grein í stuttu máli að segja, að hún er að minni skoð- un ágæt í alla staði. Þar eru veittar nákvæmar leiðbeiningar, mikilsverðar fyrir hvern þann, er ætlar að kaupa sláttuvélar. Þar er auðsjáanlega hvorki verið að fegra né lasta. Höfundur- inn á beztu þökk skilið fyrir greinina. Þá er síðast grein eftir Agúst Helga- son dbr. í Birtingaholti. Eftir hann var áður_ komið út í Búnaðarritinu vottorð um sláttuvélarpynslu hans. Þessi grein er sýnu nákvæmari og er hér nú talað jafnt um löst og kost. Reynsla Agústs er sú, að á starengi og mjúkum jarðvegi slái vélin mjög vel, en hins vegar telur hann ómögu- legt að slá með henni nema vel slétta jörð. Á harðvelli slái hún of fjarri rót. V e 1 slétt tún, sem eigi að tvíslá, telur hann gott að slá með henni fyrri sláttinn, en of loðslæga segir hann vélina, ef ekki eigi að slá nema einu sinni. Litla bletti borgi sig ekki að slá með henni. Ágúst brúkaði vélina samtals hálfan mánuð á Birtingaholtsengjum síðastl. sumar og sló dagsláttu með henni á 2 dukkustundum. En hvað margar dagsláttur hann sló með henni alls og alls þennan hálfa mánuð, gefur hann ekki skýrslu um. Agúst endar grein sína á því, að því miður séu tún og engjar tiltölu- lega óvíða svo slétt, að slá megi með vélum, og þess vegna geti sláttuvélar ekki orðið algeng verkfæri hér á landi að svo komnu. Þetta er greini- leg samsinning þeirrar skoðunar, er eg lét uppi. Eg sé ekkert eftir því, að eg hreyfði þessu sláttuvélamáli. Málið, sem er mjög mikilsvert í sjálfu sér, hefir grætt, stórgrætl á umræðunum í ísa- fold, og ábyggilegar skýrslur um not- hæfi vélanna fengist fyrir þær. Fyrst hefir málið grætt ofannefnda ágætisgrein Halldórs sbólastjóra á Hvanneyri og allar hinar mikilsverðu leiðbeiningar og bendingar, sem felast bæði i þeirri grein og grein Ágústs í Birtingaholti t. d. bendinguna um sameign sláttuvéla þar sem það á við. Allir sem hyggja á sláttuvélakaup þurfa að kynna sér greinar þessara manna. Þá hefir og annað væntanlega áunnist, sem er ekki lítilsvirði. Áður voru hugmyndir manna óljós- ar og dómar um sláttuvélar og vott- orð um þær yfirleitt of einhliða. Nú er mönnum óhætt að dæma það rétt að vera: 1., að sláttuvélar eru fyrirtaks-gott verkfæri þar sem rótmjúkt, vel slétt eða rennislétt starungsengi er. 2., a ð ómögulegt er að slá með vélinni nema vel slétta jörð. Á harðvelli er hún ónothæf, sömuleiðis á túnum, nema fyrri slátt, þar sem tvíslægja er fyrir- huguð. 3., að ekki svarar kostnaði að kaupa vélina til að slá litla bletti, en til þess að kaupin séu tilvinnandi þarf kringum 20 vallarteiga slétt útengi, er vélin sé nothæf á. Það virðist því eiga langt í land, að sú hugsjón verði að framkvæmd, að sláttuvélar komist »inn á hvert einasta heimilú. Vera má að þær verði umbættar til muna og lagaðar betur eftir íslenzkum jarðvegi. En mikið má, ef duga skal á þýfi og snögga jörð eða harðlenda. Öflun heyja er stærsta höfuðatriði íslenzks landbúnaðar. Þar geta sláttu- vélar og önnur góð verktæn komið að góðu haldi; en sláttuvélar þó varla nema sumstaðar. Það er annað, sem enn meira er um vert, ef til vill langmest um vert fyrir landbúnaðinn enn sem komið er. Það er v e r k u n eða þurkun á grasinu, þegar búið er að losa það. Hugsum oss allan þann tíma, alt það erfiði og alla þá fyrirhöfn, sem til þess gengur. Það er oft skemst verið að losa grasið. Og hugsum oss óþurkasumrin og alla hina breyti- legu veðráttu. Tilbúningur súrheys og sætheys ætti því að vera m e s t a áhugamál landbúnaðarins. Súrheys- eða sæt- heysgjörð þyrfti að komast »inn á hvert einasta heimili«, þar sem land- búnaður er stundaður. Súrheys- eða sætheysgjörð þyrfti að vera fyrsta mál á dagskrá hjá þeim, sem landbúnað unna og um landbúnað hugsa, og er kynlegt, að svo skuli ekki vera enn. En um það atriði áttu ekki þessar línur að vera. Hafi svo ísafold þökk fyrir rúmið sem hún góðfúslega hefir lánað sláttu- vélunum. Stafholti 15. júní 1908. Jóhann Þorsteinsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.