Ísafold - 18.07.1908, Side 2

Ísafold - 18.07.1908, Side 2
170 ISATOLD — Meðan um semur. — Jón Jensson hefir nýlega samið tvær ritgerðir um sambandsmálið. Aðra um Uppkastið. Hina um samsætis- ræðu Skúla Thoroddsen 27. f. m. Hér er ekki rúm í blaðinu til ítar- iegra andmæla. En ritgerðunum verð- ur mjög bráðla svarað rækilega annars- staðar. Þ a ð er ekki hægt í stuttri blaðagrein. Ekkiaf því hve röksemdir höf. séu miklar. Ekki alveg. Heldur af hinu, hve fullyrðingarnar eru gífur- legar. Röksemdalausar fullyrðingar. Höf. byrjar á því, »að nefndin öll, að undanteknum Sk. Th. einum, hafi verið sammála um, að ísiendingar fái allar þær kröfur, sem frjálslyndustu blöð landsins lýstu sig vilja gera til nýrra laga um réttarstöðu íslands*, sem sé í blaðamannaávarpinu. V e i t ekki höf., að jafnvel það, sem oss er ætlað að fá með þessu frumvarpi, er svo óvíst, að beztu lög- fræðingar landsins deila um það, hvað í orðunum felist? Og til þess að geta sagt þetta og bætt þvi við, sem á eftir fer: að nefndin öll, nema Sk. Th., »hafi tekið til greina allar kröfur Þingvallafundarins 1907, eins og frjálslyndi flokkurinn á þingi 1907 útlistaði þær í erindisbréfi, er hann gaf mönnum þeim, er hann kaus í nefndina úr sínum hóp«, — til þess að geta sagt þetta, verður höf. að meta engis sín eigin orð í erindis- bréfinu, stíluðu af sjálfum hon- u m: meðan um semur. Hon- um finst það engisvert, hvort Dönum eru falin mál vor m e ð a n u m s e m u r, hvort það er gert svo lengi sem v é r viljum, eða hvort það er gert um ókomnar aldir, svo lengi sem D a n i r vilja. Höf. hummar þetta atriði fram af sér, þ ó a ð hann v i t i, að út af því hefir mikið til bardaginn risið. Þegar höf. tekur að rekja kosti frumvarpsins, þá er grundvöllur þeirra kosta: algert réttleysi vort. En kost- ina reisir hann hvergi á orðum frum- varpsins sjálfs, heldur á tilbúningi sjálfs sín og engu öðru. Jafnrétti íslands reisir hann t. d. á því, að »í 6. gr. er ísland látið viður- kenna, að Danmörk megi sjálf ráða sérmálum sínum eins og ísland.* Hann segir, að jafnréttið komi hvergi skemtilegar(l) fram en þarna. Ef Jón Jensson læsi þessa ritsmíð sína aftur, t. d. á morgun, þá mundi hann ekki ná upp í nefið á sér fyrir reiði. Vér ætlum nú að gera honum þann grikk, að prenta hér 6. grein frum- varpsins: JÞangað til öðrn visi verður ákveðið með lögnm, er rikisþing og alþingi setja, og konnngur staðfestir, fara dönsk stjórnar- völd einnig fyrir hönd Islands með mál þan, sem ern sameiginleg samkvæmt 3. grein. Að öðru leyti rceður hvort landið öUum sínum mdlum. Þarna eru íslendingar látnir leyfa Dönum að fara með þeirra eigin sér- mál eins og þeir vilja 1 Höf. segir (bls. 5), að utanríkismál öll verði því að eins sameiginleg eftir 25—37 ár, að þau varði ísland ekki sérstaklega. Hann veit sjálfur, að þetta er ósatt, þar sem Uppkastið nefnir að eins samninga við önnur ríki, að þeir verði ekki gerðir nema með tilbeina (Med- virkning) íslenzkra stjórnarvalda. Það er eins og maðurinn viti ekki, að til séu önnur utanríkismál, sem ísland varða, heldur en þjóða-samningar. Önnur utanríkismál segir hann, að séu »meira að nafninu til vor mál, heldur en þau séu það í raun og veru.« Svona lítið gerir hann úr þeim. Hann heldur þó vonandi ekki, að konsúlamálin t. d. séu innanríkis- mál. Og þó veit hann, að á kon- súlamálunum(utanríkismálunum)sprakk sambandið milli Noregs og Svíþjóðar. D a n i r hafa a 1 d r e i fengið tryggari málaflutnings- m a n n fyrir sína hönd í sambands- málinu heldur en Jón Jensson er nú orðinn. Ef h a n n ætti að vera stað- göngumaður þjóðarinnar, þá væri ekki þjóðarhróðurinn mikill með oss íslend- ingum. Eftir Uppkastinu eigum vér að af- sala oss Dönum í hendur nokkurum hluta mála vorra um ókomnar aldir. Þ a ð kallar Jón Jensson, að þeir »losi oss við þann vanda, sem fylgir vegsemdinni að vera sjálfstæð þjóð«. Og hann kallar það grýlur og fjar- stæður, að halda að Danir muni mis- beita valdinu á þessum málum vor- um. Hvað er langt síðan er Danir h æ 11 u að misbeita valdi sínu á oss ? ). J. er sama um það, eða gerir ekk- ert úr því, þó að frumvarpið heimili þeim að misbeita valdi sínu á oss eins og þeir vilja. Höf. segir um sjálfstæðismenn, að þeir hljóti að kannast við og h a f i kannast við, að vér séum innlimaðir í Danmörku með stöðulögunum 2. jan. 1871. Þetta hefir hann aldrei sagt áður. Og ekki að eins það. Það er þvert á móti öllum hans fyrri kenningum. Árið 1903 samdi höf. smákver, sem hann kallaði: Uppgjöf lands- réttindanna, sama nafninu og sam- sætisræða Sk. Th. hefir verið kölluð. í því kveri segir hann, bls. 4., að sú kenning, »að grundvallarlög Dana séu gildandi á íslandi einnig á sérmála- svæðinu«, hún hafi >ekkert við að styðjast, hvorki í stjórnarskrdnni né i lögunum 2. janúar 187iX Og á bls. 7 í saina riti segir hann, »að Danir hafi nú ekkert að byggja sína skoðun á nema ímyndanir sjálfra sín, sem þeir kalla hlutarins eðli og þess kon- ar nöfnum.« Það kveður nokkuð við annan tón nú. Nú getur höf. aldrei sagt það með nógu sterkum orðum, hvað vér sé um miklir aumingjar, og eigum mikið undir náð Dana. Hann vítir það harðlega, að nú skulum vér ekki taka því fegins-hendi, sem þeir rétta að oss, og þakka meira að segja fyrir. Hann færir reyndar engar sönnur á þetta réttleysi vort og aumingjaskap. Annaðhvort eru þær ekki til, eða hann kemur þeim ekki upp fyrir reiði. Vér ætlum að eins að minnast ör- fáum orðum á síðari ritgerðina, þá um samsætisræðu Sk. Th. Skúli hafði gert það að tillögu sinni, að ísland væri nefnt í frum- varpinu fullveðja ríki, og mintist á það í ræðunni. Jóni Jenssyni finst það skrítið, þar sem orðið »land« er haft i fyrstu grein í samræmi við Þingvallafundar- ályktunina, og Skúli þá verið með þvi. »Sk. Th. datt ekki í hug hug- takið fyr en á elleftu stundu*, segir )ón, »og þá var það um seinan að hringla með orðalagið.« Skilur Jón Jensson ekki annað eins og þetta? Skilur hann ekki, að Sk. Th. vill halda sér við ályktun Þing- vallafundarins í öllu, og það er þess vegna að hann lætur sér ekki fyrst annað detta í hug en orðið »land« ? Hvað verður svo ? Þ a ð sem sé, að Sk. Th. sér, að þegar fram liður, þá er farið að bregða út af þjóð- fundarkröfunum. Hann sér, að ís- land muni ekki verða sjálfstætt riki, eftir þessu frumvarpi. Vér afsölum nokkrum málum vorum Dönum á vald um ókomnar aldir, en þjóðfund- ur ákveðið, að vér gerðum það ekki nema m e ða n um semdi, þ. e. svo lengi sem vér sjálfir vildum. Þegar Sk. Th. sér af þessu og mörgu öðru, að Danir ætla að smeygja sér undan þvi, að gera landið að fullveðja riki, þ á vill hann hafa fullveldið skýrt og vafningalaust ákveðiði frumvarpinu. Sé það ekki nógu skýrt tekið fram að e f n i n u til, þá er að gera það með o r ð u m. En það kallar J. J. að sé »um seinan að hringla með orðalagið.« Hve nær er það um seinan, að reyna til að bjarga ættjörð sinni, ef hún er stödd í voða, eins og hún hefir sjálfsagt verið fyrir sjónum Sk. Th.? Hve nær er það um seinan ? Svarar fón Jensson þvi ekki með oss, að það sé þá fyrst um seinan, þegar ekkert verður lengur að gert — þegar útséð er um,að henniverði bjargað ? Vér sjáum ekki betur en að það sé samvizkulaus léttúð, að kalla þessa tilraun hr. Sk. Th. þvi nafni, að ver- ið sé að »hringla með orðalagið.* Nær það nokkurri átt, að menn, sem sitja í nefnd t i 1 þ e s s að semja um stjórnartilhögun þjóðar sinnar um ókomnar aldir, megi ekki, hve nær sem er, krefjast af hinum samnings- aðiljunum sem allra mestra réttinda til handa landi sínu og þjóð ? — Skúli Thoroddsen hafði sagt í ræðu sinni, að Danir forðuðust öll þau hugtök, sem sýndi það, að ísland væri fullveldi; þeir töluðu aldrei um land- helgi Islands, heldur landhelgina við ísland eða landhelgi ríkisins. Jón Jensson segir: *Það vœri merki- leg aðfinsla petta, ej hún vari sönn. En hún er ósönn.t Vér skulum ekki þrátta lengi um það. Vér skulum fletta upp i Bláu- bókinni. Og þá sér Jón Jensson, að aðfinslan er merkileg. 5. gr. frumvarpsins endar á þess- um orðum: Med Hensyn til Fiskeri paa Sö- territoriet saavel ved Danmark som ved Island o. s. frv. Þetta er í ísl. þýðingunni: Um fiskiveiðar í landhelgi við Dan- mörku og ísland o. s. frv. Hvað vill hann hafa það betur, að talað sé um landhelgi við ísland ? En er ekki hægra að eigna ríkinu landhelg- ina með pvi orðalagi heldur en eftal- að væri um landhelgi Islmds, og hún eignuð því landi og engu öðru? — Stundum hefir höf. ekkert til síns máls annað en þverhöfðalegan útúr- snúning á orðum andstæðings síns. Hvað segið þér um annað eins og endinn á síðari ritgerðinni, þeirri um ræðu Sk. Th.? Skúli hafði sagt þessi orð í ræð- unni: Og um það eigum vér að hugsa samvizkusamlegast í þessu máli: að vér gerum ekki niðjum vorum örð- ugt fyrir. Vér skiljum ekki annað en að hver maður, sem er eitt augnablik laus við æsingar, hann sé á sama máli, hver- jum flokki sem hann fylgir í stjórn- máium. En hvað segir meistarijón? Hvað spinnur hann út úr þessari setningu Sk. Th? Svo látandi niðurlag á ritgerð sinni: »Sk. Th. segir að lokum, að hann hugsi nú svona »samvizkusamlega« vegna niðjanna. Það var líklegra að það væri fyrir aðra, en ekki fyrir sjálf- an hann, að hann hugsar svonall« Eftir þetta fer Jóni Jenssyni það vel, að ganga niðurlútur. Horfur í Mýrasýslu. Undir tillögu þá á Galtarholtsfundin- um, sem prentuð var hér í blaðinu og andvíg er millilandafrumvarpinu ó- breyttu, skrifuðu þessir menn: Jón hreppstjóri Signrðsson á Haukagili. Jón hreppstj. Tómasson 1 Hjarðarholti. Jón hreppstj. Guðmundsson á Valbjarnar- völlum. Gísli prestur Einarsson i Hvammi. Þórður læknir Pálsson i Borgarnesi. Böðvar oddviti Jónsson i Einarsnesi. Sigurður kand. Sigurðsson i Arnarholti. Hallgrimur óðalsbóndi Níelsson á Grims- stöðum. Sveinn sýslunefndarm. Nielsson á Lambar- stöðum. Guðmundur óðalsb. Ólafsson á Lundum. Haraldur Bjarnason bóndi á Álftanesi. Stefán prestur Jónsson i Staðarhranni. Hermann bóndi Þórðarson á Gislastöðum. Jón bóndi Björnsson á Ölvaldsstöðum. Sigurður bóndi Jónsson á Haugum. Jón bóndi Samúelsson á Hofsstöðum. Það segja kunnugir menn, að víst megi telja, að margur góður maður í Mýrasýslu muni hneigjast þar að, sem þessir menn fylgjast allir að, enda var fjöldi manna á fundinum, sem vildi hafa skrifað sig fyrir. tillögunni með þeim, þó því yrði ekki við kom- ið þar i svo fljótum svifum. Það er og bert hér, að sumir hreppstjórar eru ekki þau lítilmenni, að þeir telji sér skylt að lötra í spor sýslumanns síns hvert sem hann fer. Og óhætt er stjórnarliðinu nú, að setja spurningu við tryggleik Mýra- sýslu sér til handa, og það stóra spurningu 1 p. Undirtektirnar. Hrakfarir snæfelska mikilmennisins. Hann byrjaði yfirreið sína á Eyja- hreppi, þingstaðnum þar, Þverd, 7. júli, með þvi að í þeim hluta kjördæmisins, Hnappadalssýslu, hefir hann átt sér löngum hina allra-undirgefnustu áhang- endur. Þar hitti hann fyrir Bjarna frá Vogi, og varð þar litill fagnafund- ur, með því að B. kvaðst hafa hugsað sér að verða honum samferða um kjördæmið. Og það efndi hann pretta- laust. Þar á Þverá gekk mikilmenn- inu (L. H. B.) alt að óskum — það samþykt, er hann vildi vera láta, með 26: 1 atkv., þ. e. 2 X 13 atkv. gegn 1. Næsti fundur var á Búðum, 9. júlí, mjög hentuglega völdum stað sakir einstakrar höfðingjahollustu þess manns, er þar ræður fyrir, en almenn- ingi miður hentugum, og fundardagur sá sýnilega valinn vegna þess, að þann sama dag var prestskosningar- fundur í Ólafsvík, og keppinautur mannsins, héraðsprófasturinn (síra S. G.), því forfallaður. Þar á Búðum marðist fram með 1 atkvæðis mun honum geðfeld tillaga. Atkvæðin urðu 13 með, en 12 á móti. Og hafði verið lengi leitað að manni í þrett- ánda atkvæðið. — Þeir kannast orðið við heilla-töluna þá, stjórnarliðar. Þá er næsti fundur í Olajsvík, dag- inn eftir, 10. júlí. Þar vill að vanda þingmaðurinn fyrv., L. H. B., ráða því, hverjum sé falin fundarstjórn. Það átti að vera hans aldyggur þjónn, héraðslæknir Halldór Steinsson. En ekki fekk hann nema örfá atkvæði, og var í þess stað kosinn nær í einu hljóði Einar Markússon kaupmaður. Þetta var bókað af því er á þeim fundi gerðist: Lárus H. Bjarnason setti fundinn og skýrði frá, hver tilgangur^ hans væri. Fundarstjóri kosinn Einar Markússon kaupm., skrifari Sigurður prestur Guðmundsson. Lárus Bjarnason útlistaði hverja grein samningsfrumvarpsins; lýsti ágæti þess, og sýndi fram á, hver hagnaður það væri fyrir íslendinga, að ganga að samningnum. Að ræðu sinni lokinni gekk Lárus af fundi og sást þar ekki framar. Sigurður prófastur Gunnarsson fór því næst í gegnum alt frumvarpið og lýsti kostum þess og göllum, og kvað þá svo yfirgnæfandi, að hann vonað- ist til, að enginn kjósandi íslendingur láti reyra sig þeim viðjum, sem af samþykt frumvarpsins hlýtur að leiða. Bjarni Jónsson frá Vogi tók í sama streng; kvaðst ekki geta gert mikið úr kostunum; en með samþykt frumv. væri bæði sá lagalegi og sögulegi réttur fallinn úr höndum vorum, og þvl ógjörningur að ganga að því óbreyttu. XÍrni Magnússon mælti á móti frumv. og lýsti óánægju sinni yfir fram- komu millilandanefndarinnar. Því næst var borin upp svolátandi til- laga frá Sigurði prófasti Gunnarssyni: Fundurinn telur að vísu jrumvarp sambandslaganejndarinnar geyma ýmsa kosti, en hafi pó hins vegar svo mikla galla, að órdðlegt sé að ganga að pvi án mikilvagra breytinga, er fari í pá átt, -að tryggja landinu jullveldi yfir öllum slnum málum. Samþykt með 40 atkv.; enginn á móti. Fundi slitið. Einar Markússon. Sig. Guðmundsson. Þess er getið í öðrum skrifum vest- an að, að L. H. B. hafi ekki gengið af fundi þegar í stað að aflokinni sinni ræðu, heldur hafi síra Helgi Árnason verið tekinn til máls, og það annan veg en honum (L.) líkaði, enda sá hann fyrir sitt óvænna. — Þá var fundur degi síðar á Grund í Eyrarsveit. Þar var kominn Guðm. Eggerz, hið setta yfirvald Snæfellinga. Þóttust menn skilja, að það væri að undirlagi L. og þyrfti hann að hafa hann þar sem víðar fyrir fundarstjóra. Það fekst og fyrirstöðulaust. Sá byr- jaði fundaratjórnina á því, að láta þess getið, að hann hefði verið beðinn að skýra frá, að Lárusi hefði verið af- hent áskorunarskjal um þingmensku- framboð með 46 nöfnum kjósenda úr Eyrarsveit! En ekki voru þar komnii nema 13 eða 14 af því liði, en 22 kjósendur alls af báðum flokkum. Af fyrnefndum 13 eða 14 áskorunar- mönnum greiddu þó að eins 8 at- kvæði tillögu Lárusar með óbreyttu Uppkastinu; hinir drógu sig út úr á undan atkvæðagreiðslu. Tveir greiddu atkvæði á móti; nokkurir, sem annars voru andvígir frumvarpinu, greiddu og heldur eigi atkvæði. Lárusar- smalar tíðka að vanda að fara um sveitir bæ frá bæ til þess að narra menn að rita undir áskorunarskjöl. Einkurn eru til þess hafðir hrepp- stjórar og oddvitar. Þó eru þar frá heiðarlegar undantekningar, eigi all- fáar nú orðið. (Þetta er úr bréfi frá einum fundarmanni). Þá er þessu næst að segja af fundi í Stykkishólmi 12. júlí. Afhonumhefir ísafold fengið svo látandi skýrslu: Árið 1908 sunnudaginn 12. júlí var samkvsemt fundarboði frá fyrver- andi alþingismanni L. H. Bjarnason fundur haldinn í Stykkishólmi til að ræða um sambandsmálið milli íslands og Danmerkur. Fundarboðandi setti fundinn og stakk upp á fundarstjóra sýslumanni G. Eggerz, er var samþyktur með 23 atkv. gegn 22. Ritari var kosinn Hjálmar Sigurðs- son. Þá tók til máls fyrverandi alþingis- maður L. H. Bjarnason, er hélt langa og snjalla ræðu, og skýrði málið frá sinni hlið og sinna fylgismanna. Þar eftir talaði prófastur Sigurður Gunnarsson um málið, og sýndi fram á ýmsa mikilvæga aguúa á frumvarp- inu og nauðsyn þess, að breytingar yrðu gerðar á því. Næstur talaði kand. Bjarni Jónsson frá Vogi, langt erindi og snjalt, á móti frumvarpinu. Fleiri umræður urðu um málið bæði með og móti. Að endingu komu fram þrjár tillögur: Nr. 1. Fundurinn álítur heppilegast að engin ákvörðun verði tekin í sam- bandsmálinu að þessu sinni. Feld með 43 atkv. móti 29. Nr. 2. Fundurinn er hlyntur frumv. millilandanefndarinnar. Feld með 44 atkv. móti 28. Nr. 3. Fundurinn telur að vísu jrumv. sambandslaganejndarinnar geyma ýmsa kosti, en haja pó jajnjramt svo mikla galla, að óráðlegt sé að sampykkja pað, án mikilvagra breytinga, er Jari í pá átt að tryggja landinu Jullveldi yfir öllum sínum málum. Samþykt með 43 atkv. Mótatkvæða var ekki leitað. Þar eð fundarstjóri fór af fundi meðan á síðustu atkvæðagreiðslu stóð og tók með sér fundarbók, varð fund- urinn eigi lengri. Stykkishólmi 13. júli 1908. Hjálmar Sigurðsson, fundarskrifari. Við undirskrifaðir kjósendur til al- þingis í Snæfellsnessýslu vottum hér með, að það sem að framan er skráð, sé samkvæmt því, er fram fór á fund- inum. Torfi J. I ómasson. Jón xi. Fgilsen. Bjórn Sveinsson. Guðm. P. Bœfvngsson. Sveinn Jónsson. Jósajat Hjaltalín. Hannes Andrésson. Hjalti Jónsson. Jón Jónasson. Af hátterni hins setta yfirvalds (G. E.) á fundinum er ísafold skrifað það frekara, að hann hafi rokið burtu og náð með sér fundarbókinní, meðan fundarskrifari var að tala og varaðist ekki slíkt tiltæki, sem varla var von. Fundarmönnum ofbauð önnur eins ósvinna; hún mun ekki hafa bætt fyrir Uppkastsmönnum, ofan á marg- víslega rangsleitni, undirskriftasmölun með skuldbindingum um að kjósa hinn fyrverandi þingmann og engan annan o. s. frv. Eftir þessar ófarir þaut L. inn í eyjar og þaðan upp á Skógarströnd, kvaddi þar til fundar, en þar kom annaðhvort einn eða enginn að sögn. Við það bregður hann sér inn í Dali, með því að haft hafði hann í heitingum við Bjarna frá Vogi að hafa það kjördæmi undan honum. Hafði stefnt þar til fundar í Búðardal, úr Suðurdölum, nágrenninu við valds- manninn á Sauðaíelli. En kvisast

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.