Ísafold - 18.07.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD Itl hafði víðar um fundarhaldið, og sóttu hann þvi fleiri en til var ætlast. Sent var út í Stykkishólm eftir Ingólfi Jónssyni verzlunarstjóra, sem mun hafa verið ætlast til að yrði þingmannsefni stjórnarmanna í móti Bjarna. Ingólfur kom og á fundinn, talaði þar fimm mínútur, en bauð sig ekki fram. Þeir töluðu all-lengi, Lárus og Bjarni. Loks bjóst Lárus til, er langt var liðið á kveld, að tala enn svo lengi, að Bjarni kæmist ekki að, en fundarmenn skildu það, og hreyfðu sig hvergi. Loks hætti Lárus, og hafði þá talað tvær stundir fullar. Bjarni svaraði, en stutt fremur. Þá tekur Lárus enn til máls, og var þá illorður mjög. Þá gengu fundarmenn út. Lárus talaði þá enn við sjálfan sig um hríð, en þagnaði síðan. — Svo segja menn, að stórum hafi hann bætt fyrir Bjarna með þessu hátterni, og hafi Bjarni nú eindregið fylgi um alt kjördæmið. (Þetta er eftir símtali úr Norðurárdal, frá einum fundarmanni). Rangæingar stofnuðu til þing- málafunda hjá sér 14. og 16. þ. m., við Þjórsdrbrú fyrir vesturhreppa sýsl- unnar, og á Seljalandi fyrir austur- hlutann. Þjórsárbrúarfundurinn stóð 6 stund- ir, kl. 1—7; átti að byrja kl. 11, en beðið eftir ráðgjafanum, sem hafði gist 'í Hraungerði um nóttína. Um 120 kjósendur flest á fundi á að gizka, og nokkrir aðrir. Umræður allmiklar og fjörugar, allar um Uppkastið góða. Auk ráð- gjafans töluðu af utanhéraðsmönnum Björti lónsson ritstjóri og Jón Olafs- son Þá töluðu af innanhéraðsmönn- um 4 þingmannsefni: stjórnarliðarnir Eggert prestur Pálsson og Einar bóndi á Geldingalæk Jónsson, og stjórnar- andstæðingar Sigurður Guðmundsson frá Selalæk og Þórður Guðmundsson hreppstjóri i Hala. Enn fremur sýslu- maður (Björgv. V.) margar ræður. Loks tóku til máls Kjartan prófastur í Holti og síra Þorsteinn Benedikts- son; þeir eru og stjóinarliðar. Með Uppkastinu töluðu stjórnarliðar allir, en hinir í móti. Þingmannsefni stjórnarandstæðinga vildu láta fresta málinu, — fresta kosningum til vors og þingi til 1. júlí n. á., og pví enga atkvæðagreiðslu hafa um það að svo komnu. Þeir báru því ekki fram neina fundarályktunar- tillögu. En fundarstjóri, Björgvin sýslumaður, sem var allur á bandi með ráðgjafanum, hélt hinu fram og gerði tilraun í þá átt, jafnvel ítrekaða, en sú viðleitni fór út um þúfur, enda mun honum hafa virzt stjórnarliðum (Upp- kastsmönnum) horfa óvænlega, og iauk við það, að hann lét bóka í fundargerð, að atkvæðagreiðsla hefði engin orðið. — Tillagan, sem fundarstjóra langaði til að fá samþykta, fór í þá átt, að fund- urinn teldi »óráðlegt að hafna kostum sambandsnefndarfrumvarpsins*. (Hann varðist allra frétta um, hvað gera skyldi við ókostinai). Af Seljalandsfundi er ófrétt enn. — Reykvíkingar hurfu suður aftur að Þjórsárbrúarfundinum afloknum. Suðurför þeirra félaga Halldórs Jóns- sonar og Jóns sagnfræðings hafði orðið ekki góð þeim til handa. Þeir fengu hvergi komið á fundi nema í K e f 1 a- v í k, og var sá þeim mjög mótsnuinn. í hinum hreppunum vita menn af 2 stjórnarfylgifiskum mest; í sumum eng- um. Með því að búa sig út fyrir fram með nöfn nokkurra Seltirninga (6—7), hafði þeim tekist að hafa saman lögmælta tölu meðmælenda undir væntanl. þingmenskuframboð (12). — Kjósarför kváðu þeir vera hættir við. Dáinn er 11. þ. m. merkisöldungurinn Ó 1 a f- ur Sigurðsson dbrm. í Ási í Hegranesi, fyrrum þingmaður Skag- firðinga (1865—1867), meira en hálf- níræður að aldri (f. 1822), valinkunn- ur sæmdarmaður, búhöldur mikill og framfaramaður fram á elliár, íróður um margt og vel að sér. Þrírsynir hans lifa hann, þar á meðal Björn augnlæknir í Reykjavík. Þingmalafandur í Galtarholti. Jón Jensson og ráðgjaflun. Uppkastsmenn hræddir um sig. Ólögum beitt viö kjósendur. Af þessum fundi eru nú komnar greinilegar fréttir; og er þetta viðbót við talskeytið í síðasta blaði, eftir einn fundarmánninn. — Komnir voru á fund- inn margir hinna helztu kjósenda úr allri Mýrasýslu, því fundarstaðurinn er mjög nálægt niiðbiki sýslunnar. Þar var ætlast á að væru eitthvað rúmt 100 kjósenda, en margt fleira kvenna og yngri manna. Fundurinn var hafður úti og var veður hið bezta. Sigurður Þórðarson sýslumaður setti fundinn og stakk upp á sira Magnúsi á Gilsbakka fyrir fundarstjóra, en hann stakk aftur upp á sýslumanni, og var það þegjandi samþykt. Böðvar Jónsson kandídat frá Einars- nesi bar fram þá tillögu, að hver ræðumanna talaði ekki lengur í fyrsta sinn en hálfa eða tvo þriðjunga úr klukkustund, með því hér mundu vera milli 10 og 20 ræðumenn, en kjósendur langaði til að heyra sem flesta; en úr öðrum héruðum hefði heyrst, að sumir ræðumenn töluðu þar timum saman og kæfðu með því fund- ina. Ekki vildi fundarstjóri bera upp þessa tillögu, eins og hann var þó skyldur til, en skaut þó til ræðumanna, að vera sem stuttorðastir. Stungu menn saman nefjum um það, að sýslu- maður vildi láta ráðgjafann njóta sín sem bezt og takmarka ekki mælsku hans. Jón Jensson talaði fyrstur og mælti eindregið með Uppkastinu óbreyttu; kvað þar fengið alt hið bezta, sem vér hefðurn æskt. Annars var þessi orða- slitringur, sem hann hreytti út úr sér, mestmegnis skammir um einstaka fjar- stadda menn [Björn Jónsson ritstjóra, Kristján Jónsson háyfirdómara og Skúla Thoroddsenj, og svo gremjuyrði um ísafoldarblað, sem hann tók upp hjá sér og var lengst af að rífast við. Ó- víst taldi hann, að hann gæfi kost á sér til þings. — Enginn rómur var gerður að ræðuslitringi hans og engin hönd klappaði. Jóhann í Sveinatungu talaði og með frumvarpinu og bauð sig til þings. Auk þeirra talaði ráðgjafi (H. H.) bæði oft og lengi, og varði Uppkastið af móði og mælsku. Móti ráðgjafa og þeim Jóni töluðu þeir Böðvar oddviti Jónsson í Einars- nesi, Jón hreppstjóri Sigurðsson á Haukagili, Einar Hjörleifsson, Sigurð- ur ritstj. bróðir hans, Ari Jónsson rit- stj, og Þorsteinn Erlingsson; og létu þeir hvergi sinn hlut. Síðan var borin upp tillaga sú, sem skeytið segir frá, og stóðu undir henni 16 meðal hinna merkustu kjósenda sýslunnar, og var að heyra meðal á- heyrenda, sem tillagan hefði góðan byr; en þá stendur ráðgjafi upp og telur tillöguna of óákveðna að orða- lagi, því þetta, sem hún fari fram á, vilji hann og allir. En hins gat hann ekki, eða lézt ekki sjá, að tillagan fer einmitt fram á það, að Uppkastinu sé breytt svo, að það standi ljóst og ó- tvírætt, að ísland sé fullveðja ríki og jafn-rétthátt Dönum. Við þetta kom kurr í menn og kröfðust þeir, að til- lagan væri borin upp. En þá hefir sýslumaður aftur upp orð ráðgjafans og neitar með öllu að bera upp til- löguna; heimtar að henni sé breytt. Þessu broti á öllum fundarreglum svöruðu tillögumenn því, að þeir skor- uðu á fundarstjóra að bera undir fund- inn, hvort bera skyldi upp tillöguna eða ekki. En þessu neitar fundarstjóri líka, og segist þá segja af sér fundarstjórn og geti þeir kosið annan; fer hann þá í þeim svifum burt úr fundarstjóra- sætinu. Ráðgjafa þótti víst nóg um, og skaut því að honum, að þeir gæti komið með breytingartillögu; þá áttar sýslu- maður sig eitthvað og kemur aftur í formannssætið og fer að skeggræða um það við einn og einn tillögumann, að þeir taki tillögu sína aftur; fekk hann víst loks eitthvert vilyrði fyrir því hjá formælanda, með því að ókyrð var komin á fundinn og fjöldi manna mjög gramur fundarstjóra fyrir hlut- drægni hans og þingsafglöp, og þótti mörgum sem hann óttiðist að verða í minni hluta, en þætti væn- legra að vinna einn og einn mann í sumar. Enda var hér ekkert svigrúm, því hann fór þá úr formannssæti í annað sinn og sagði fundi slitið. Þannig sleit fundinum í Galtarholti og hafði hann þangað til farið að öllu vel fram og rólega, og enginn maður talað þar öðruvísi en kurteislega, nema Jón Jensson, sem beindist þar óhæfi- lega að fjarverandi mönnum. Margir töluðu þar vel, þar á meðal Jón hreppstjóri Sigurðsson í Haukagili, og töldu það margir, að þar ættu Mýramenn gott þitigmannsefni úr sín- um hóp, einarðan mann og prýðilega vel máli farinn. Lélegust þótti mönnum tala Jóns Jenssonar og sérstaklega tölur Jóhanns í Sveinatungu; en sýslumaður þótti minka við framkomu sína, því að hann er alment vel látinn, og menn höfðu ekki vænst þessarar hlutdrægni af honum; og virtu menn svo, sem hræðsla um ófarir Uppkastsins hafi of mjög raskað stillingu hans um stund- ar sakir. 1 — Oskiljanleg blindni. — Manna rækilegast og röksamlegast ritar gegn Uppkastinu alræmda lög- fræðiskandidat Magnús Arnbjarnarson, í 3 siðustu tbl. Þjóðólfs; Þessi eru niðurlagsorð ritgerðar hans: Verði frumvarpsuppkast millilanda. nefndarinnar að lögum án gagngerðra umbóta, þá væru það slík firn, sem ekki eru dæmi til. Ef íslendingar, sem þykjast nú, eftir eðlilegum, sögu- legum og lagalegum rétti, vera alfrjáls- ir og óháðir nokkurri annari þjóð, og þykjast stöðugt hafa reynt að varð- veita þenna rétt sinn, og hafa síðustu áratugina verið að berjast fyrir að fá hann viðurkendan, færu nú, ótilknúðir og ókúgaðir af erlendu valdi, að ganga að nokkrum samningi eða sáttmála við Dani á öðrum grundvelli en þeim, að þeir (íslendingar) fái fullkomlega viðurkendan þennan rétt sinn, það væri óskiljanleg blindni! Það væri ekki einu sinni hægt að segja, að Islendingar hefðu selt sjálf- stæðisrétt sinn — enda væri það lítið betra —; því hvar er andvirðið? Þetta tal manna um fullkomið sjálf- stæði og sjálfræði hefði þá ekki verið annað en eintómt glamur 1 Því að hvaða nauðsyn knýr íslend- inga til þess nú, að hrapa að því að ganga að þessum samningi við Dani, án þess að honum verði breytt þann- ig, að sæmd Islendinga og rétti sé borgið ? Það nær þá ekki lengra en að samningarnir stranda, og hafa íslend- ingar þá óbundnar hendur (óglataðan rétt sinn). Það er gleðilegur vottur um þroska almennings, hvernig frumvarpsupp- kastinu til þessa hefur verið tekið, og um það, að alþýða hefur ekki blinda trú á hinum svo kölluðu »betri mönnum«, sem veita Uppkastinu fylgi sitt. Staka (Kveðin að Graltarholti 7. þ. m.). Hér er engum sköpum skeytt, Skorið er frelsið niður. Stjórnarþýjum þykir heitt; Því er enginn friður. E. Franskt skemtiferðaskip kom hér í fyrri viki, allstórt og einkarfrítt, er fyrir ræður frönsk hefðarkona, madame H e r i 0 t, stór- auðug, á að sögn_i40 niilj. franka, og hefir með sér í sínu boði 6 föru- nauta, karla og konur, jafnt af hvoru; þar á meðal er allfrægur málari, Charles Cottet. Fólk þetta fór alt til Þingvalla, Geysis og Heklu. Því leið- beinir Þorgrímur Gudmundsen kenn- ari. Skipið liggur hér á meðan. EH. ritsímafréttir til ísafoldar. Khöfn “/, kl. 7'/s. Bryan er til nefndur forsetaefni sér- valdsmanna (í Banduríkjum). Blaðið Dannebrog (i Khöfn) átelur afskifti Norðmanna af íslandsmálum. Enskt bankalán. Bankastjóri Emil Schou, er fór utan í öndverðum þ. mán. að leita fyrir sér um bankalán í Lundúnum, kom aftur á Sterling 14. þ. m. og lætur mikið vel yfir erindislokum; gat þó ekki staðið við nema 3 daga í Lund- únum. Hann skýrir ekki nánara frá, hverju sér hafi ágengt orðið; er ef til vill ekki fullséð um það; en aðrir nefna eitthvað á aðra milj. kr., er ádráttur hafi fengist um, gegn veði í íslenzkum bankavaxtabréfum. Lárus og Bjarni. Skrifað er ísafold úr Stykkishólmi 14. þ. m.: Nú í morgun fór Breiðafjarðarbát- urinn (Geraldine) á stað héðan og inn í Hvammsfjörð. Þeir voru meðal farþega, félagarnir Lárus og Bjarni (frá Vogi), sem héðan fer við bezta orð- stír. Fanst flestum mjög um rök- færslu hans (B.) fyrir máli voru, og afburðamælsku. Enda var L. sem leiksoppur í hendi hans. L. hafði einatt að undanförnu hótað Bjarna að fylgja honum eftir á fund Dalamanna og mæla þar með honum. Bjarni bað hann vera vel kominn þangað. Við eruni ekkert hræddir um að hann (L.) eigi þangað mikið fremdarerindi, að minsta kosti ef hann hefir ekki fundarstjóra í vasanum og lætur hann gera fundarafglöp til þess að rugla fundinn; þvi þarf naumast að gera ráð fyrir þ a r. Um íkveikjuglæp varð uppvíst nýlega á Isafirði á hendur Bjarna nokkurum Sigurðssyni verzlara frá Borg. Eldur kviknaði f húsi hans með búð aðfaranótt 1. júlí, en tókst að slökkva áður en húsið skemdist til muna. Þó var fólk í húsinu uppi yfir búðinni hætt komið; stökk út á nærklæðum. Grunur lagð- ist á húseiganda, Bjarna þennan, sem var snarað í gæzluvarðhald, og játaði á sig glæpinn von bráðara; hann hafði fengið til förmann sinn, Sigvalda Guð- mundsson, að kveikja í húsinu. Háskólapróf. Margir íslendingar hafa gengið undir ýms próf við Khafnarháskóla í f. mán., þó enginn embættispróf. Geir G. Zoéga lauk fyrri hluta prófs í mannvirkjafræði við fjöllistaskólann með 1. eink. Guðmundur Sk. Thoroddsen lauk fyrri hluta læknaprófs með 1. eink. og þeir Björgólfur Ólafsson og Vern- harður Jóhannsson með 2. eink. Magnús Gislason fyrri hluta lög- fræðisprófs með 2. eink. Forspjallsvisindapróf hafa þessir stú- dentar af hendi leyst: Ásgeir Gunn- laugsson, Pétur Halldórsson, S'gfús Maríus Jóhannsson og Sveinn Valdi- mar Sveinsson með ágætiseinkuun, Alexander Jóhannesson með 1. eink. og Jón Jónasson með 2. eink. Læknaskólinn. Embættisprófi við þann skóla iauk í f. mán. Sigvaldi Stejánsson með 2. eink. Veðrátta vikuna frá 12. júlí til 18. júlí 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 118 9.8 10.5 8.5 8.4 9.8 M 12.0 13.9 14.5 11.2 7.4 8.6 Þ 10.8 12.0 12.0 12.0 9.2 8.8 M 11.4 13.1 16.9 11.8 6.4 10.8 F 11.1 9.7 9.8 13.0 8.7 9.8 F 10.7 10.5 12.0 10.0 12.8 10.6 L 12.0 12.0 14.0 13.5 9.2 8.7 Gufuskipin (fa8tráðnu). Sterling (E. Niehen) kom 14. þ. m., tveim dögum undan áætlun, frá Khöfn og Leith með um 70 farþega. Fór á rúmum 3*/a sólarhring milli Leith og Keykjavikur, og stóð þó við 7 tima i Vestmannaeyjum. Ná- lægt helming farþega voru Bkemtiferðamenn, þar á meðal 20 Þjóðverjar í hóp eðafélagi, karlar og konur, og ferðast hér til Þing- valla, Gieysis og Giullfoss, og 5 aðrir þeim frálausir; ennfremur 10 enskir ferðamenn. Meðal hinna má nefna Emil Schou banka- stjóra og hans frú (frá Englandi), Friðrik Jónsson kaupmann, Boga Th. Melsted sagn- fræðing, franska konsúlinn nýja M. Jean- Paul Bríllouin, frú Katrínu Briem (frá.Viðey), Mr. Berrie stórkaupm. fráLeith, Braun stór- kaupmann frá Hamborg, Ólaf J. lafsson tannlækni frá Chicago, ym. Joh. Finnboga- son og Kristínu Biering, stúdentana Georg Ólafsson, Guðm. Ólafsson, Geir Zoéga 0g Vernharð Jóhannsson. Prospero kom miðvikud. norðan um land og austan með nokkra farþega og fór aftur í morgun vestur um land og norður; Magnús Blöndahl verksmiðjustjóri tók sér far með því. Tækifæriskaup á g’ufuskipi. Gufuskipið Premier frá Grimsby, sem næstliðinn vetur strandaði á Hörgslandsfjörum (milli Skaftáróss og Hvalsíkis) í Vestur-Skaftafellssýslu, er til sölu. — Skipið er að sjá óbrotið og verður selt þar sem það er og eins og það er með akkerum, festum, ljóskerum, áttavitum og öðru tilheyr- andi, setn er um borð í skipinu. — Skriflegum boðum í skipið veitt við- taka til 15. ágúst. Helgi Zoega, ______________Reykjavik.__ Enskar húfur. Stærsta úrval i bænum, fleirf hundruð úr að velja í Vesturgötu 11. Viðg/erö á slitnum fötum fæst á Laugaveg 27 B. Tækifæriskaup á Humber-reiðhjólum. Menn snúi sér sem fyrst til utidir- ritaðra. Blöndahl & Einarsson, Lækjargata 6. 3 herbergi og eldhús til leigu í Suðurgötu 8 frá 1. okt. D. Östlund. 5 herbergi ásamt eldhúsi til leigu i.okt. Miðstöðvarhitun. P. Östlund. í fjarveru minni hefir trésmiður PéturVngimund- arson, Laufásveg 16, urnsjón með húsi mínu. Gand. juris Einar Arnórsson gegnir málfærslustörfum. Einar M. Jónasson, yfirréttarmálfærslumaður. Hænsnabygg, mais, laukup, og allskonap niðupsuðuvöpup nýkomið í verzlunina í Yesturgötu 39. Hvergi betra verð. Jón Árnason.________ Búðarstúlka óskast að verzlun hér í bænum. Um- sóknir, merktar: BúðarstörJ, sendist í skrifstofu ísafoldar. Verzunarbúö iil feigu. ©. éstlunó. Untlirritaður vill fá duglegan ferðahest leigðan í 8—io daga túr. ________B. H, Bjarnason, Kartöflur nýkomnar til Guðin. Olsen. Ullarsala. \'egna þess að margir bændur hafa farið þess á leit, að við seljúm fyrir þá ull — hreina og óhreina — á erlenduin mörkuðum, tilkynnum við hérmeð, að ullinni verður veitt viðtaka í húsi nefndu Kaupangur (tiæst við Sláturhúsið) í Reykjavik frá þessum degi til 18. þ. m. G. Gíslason & Hay.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.