Ísafold - 22.08.1908, Page 1

Ísafold - 22.08.1908, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema kornin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blabib. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reykjavik laugardaginn 22. ágúst 1908. 52. tölublað I. O. O. F. 898219, úugnlækning ók. 1. og B. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 V* og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* ðiód. Landakotskirkja. Guðsþi'. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspftali f. sjúkravitj. 10 V*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 */*—2*/*. ,R>*3.kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 ogr l -6.' Landsskjalasafniö á þ»a., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain á sd^2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11- Faxaflöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness ágúst 28. Keflavikur og Garðs ágúst 30. Sandgerðis ágúst 23. Frídapf vefzlun. 19. ágúst 1908 Reikningar — ókvittaðir — sendist Arna Jónssyni í Völundi fyrir 25. þ. m. Tvennir eru tímarnir. Það var fyrir 5 árum, árið 1903. Jón sagnfræðingur var að semja Islenzkt pjóðerni. Hann segir sjálfur frá í formála þeirrar bókar, að hann sé reiðubúinn að verja allar skoðanir sínar, sem þar komi fram, »verja þær með oddi og egg, ef til þess kemur, því að þær eru sprotnar af langri 00 itarlegri rannsókn og íhugunn. Ein af þessum skoðunum, sem hann ætlar að verja með oddi og egg, ef til kemur, er — rannsókn hans á Gamla-sáttmála. Ef hann ætlar að standa við þetta varnar-heit sitt, þá vitum vér ekki hve nær »til þess kemur«, ef ekki nú. En hann hefir lofað þar upp í erm- ina sína. Það er ekki að eins, að hann þoli ö ð r u m að fótumtroða skoðanir sín- ar i þessu máli. Hann bregst þar sjálfur hugsjónum sínum svo raunalega illa; það er ekki lengur sama frelsisóp- ið, sem heyrist til þeirra, og í Islenzku pjóðerni forðum —; það er orðið að íslenzku útburðar-væli. Þeim skoðunum á Gamla-sáttmála, sem þessi maður hefir komist að með »langri og ítarlegri rannsókn og íhug- un«, eftir því sem hann segir sjálfur frá, lýsir hann svo meðal annars í ísl. þjóðerni (bls. 107): »ís!endingar gangast undir prent með þessum sáttmála: að gjalda kon- ungi skatt, þingfararkaup og þegn- skyldu; að viðurkenna æðsta dóms- vald konungs í vissum málum, og að halda trúnað við konung. Þetta þrent er þó jafnframt bundið þeirn skilyrð- um, að konungur haldi við þá trúnað aftur í móti, og að hann gangi að þeim kröfum, sem til skilið er í sátt- málanum*. Og hann bætir við: »Með þessum sáttmálsgreinum hafa forfeður vorir þózt tryggja þjóðinni svo víðtæk og óskorin réttindi í samband- inu við Noreg, að sem næst gekk fullu frelsi og sjálfstæði, enda er svo dýrt að kveðið í niðurlagi sáttmálans, að landsmenn skuli lausir allra mála við konung, ef út af sé brugðið skil- málunum af hans hálfuc. Undarlega bregður við um þennan mann, þegar Uppkastið kemur til sög- unnar. Þjóðin ann svo mjög fornum lands- réttindum sípum, að það er óhugs- andi að hún gangi að nokkrum samn- ingi við Dani á öðrum samnings- grundvelli en Gamla-sáttmála. Ekki til neins að fara því á flot. Því ríður á að telja þjóðinni trú um, að Uppkastið sé einmitt reist á þessum sama grundvelli. Og af því að Uppkastið er hraklegt, þá verður að gera Gamla-sáttmála enn hraklegri fyrir augurn þjóðarinnar. Það er þetta, sem Jón sagnfræðing- ur hefir verið að reyna síðustu vik- urnar. Ef vér afsölum oss utanríkismálum í hendur Dönum, þá erum vér komn- ir út af grundvelli Gamla-sáttmála. Eina ráðið til að fá þjóðina til þessa afsals, er að telja henni trú um, að með Gamla-sáttmála höjum vér af- salað oss utanríkismálunum í hendur annari þjóð. Hvar er svo rúmgott í öllum fyrri skoðunum Jóns sagnfræðings á Gamla- sáttmála, að þetta komist þar fyrir? Fyrrum rektor B. M. Ólsen samdi fyrir nokkrum mánuðum ritgerð í Andvara: Um u,pphaj konungsvalds á Islandi. Það var áður en Uppkastið kom til sögunnar. Þar kemst hann svo að orði (bls. 68 sérpr. Sbr. 39. tbl. Þjóðólfs, svar dr. Jóns Þorkels- sonar): »Það liggur í augum uppi, að all- ar skuidbindingar íslendinga i þessum sáttmála eru eingöngu miðaðar við persónu konungsins, og að þeir ganga honum sjálfum á hönd, en ekki Nor- egs ríki. Enginn Norðmaður, annar en konungur sjálfur, hefir eftir sátt- málanum neitt yfir íslendingum að segja. Það má jafnvel segja, að Norð- menn séu afskiftir i þessum sáttmála gagnvart Islendingum, sem fá ýms ný hlunnindi í Noregi, en Norðmenn engin á íslandi. Annars eru Norð- menn og íslendingar hvorir öðr- um öháðir, og hafa ekkert annað sameiginlegt en kon- unginn. Sambandið milli landanna er hreint persönusamband*. Nú segir B. M. Ó. í blaðagreinum, að vér höfum afsalað oss utanríkis- málum og hermálum i hendur Norð- mönnum með Gamla-sáttmála. Hvort er nú meira að marka? Skoðanir þessara manna meðan þeir rita með það eitt fyrir augum að leita að því, sem sannast verður fundið og réttast. Sprotnar af langri og ítarlegri rannsókn og íhugun og rökstuddar svo að ekki er um að villast. Hvort er meira að marka, þær eða hinar, sem eru svo undarlega fljótar að fæðast, órökstuddar með öllu og svo þveröf- ugar við alt það, sem þeir hafa sjálfir sannað áður að hlýtur að vera rétt? Það getur ekki verið alveg gert af sama hug hjá J. sagnfræðing, að ber- jast nú með oddi og egg á móti því, sem hann hefir áður heitið að verja með oddi og egg, ef til kæmi, berjast fyrir því, að erlend þjóð nái á oss sömu yfirráða tökunum, sem hann hefir hælt forfeðrum vorum á hvert reipi fyrir að hafa afstýrt — það get- ur ekki verið alveg gert af sama hug, segjum vér, og þessi fallegi kafli er skrifaður, brot úr formálanum fyrir ísl. þjóðerni: »Enn fremur mun eg leitast við að sýna fram á, hvernig æ 11 j a r ð a r- ástin og þjóðernistilfinn- i n g i n vakna hjá íslendingum með stofnun allsherjarríkis á íslandi, hvern- ig þær proskast og dajna við sjáljstjórn- ina og sporna lengi vel á móti öllum tilraunum Noregskonunga til að ná yfirráðum á íslandi, þar til flokka- drættir og ósamlyndi, persónuleg vald- Jýsn einstakra manna og taumlausar ástríður bera þær að lokutn ofurliði og knýja íslendinga til að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt útlendu stjórn- arvaldi. En um leið mun verða bent á, hvernig enn lifir pó ejtir sjáljstæðis- neisti í brjósti pjóðarinnar, sem hamlar henni jrá að ojurselja sig skilyrðislaust og örjar hana til að halda jast við og vernda í lengstu lög sin Jornu landsrétt- indi. Þessi sjáljstæðisneisti sloknar aldrei til Julls. Hann blossar upp öðru hvoru og knýr þjóðina til að streitast á móti kúgun og valdboði hinna útlendu höfðingja öld eftir öld. Þjóðernistil- finningin deyr aldrei út. Hún rénar að vísu og dofnar annað veifið og lætur að eins örlítið á sér bera, en reisir þó stöðugt höfuðið á milli og lœtur heyra sína gjallandi viðvörunar- röddu, þegar sem mestur voði vofir yíir þjóðinni*. Hvenær hefir þjóðernistilfinningin látið betur heyra sína gjallandi við- vörunarröddu heldur en einmitt nú ? Er það ekki mark þess, að hinn mesti voði vofi yfir þjóðinni? Og er það ekki »persónuleg valdafýsn einstakra mannac, eins og Jón sagnfræðingur talar um, sem nú er einna ófyrirleitn- ust nm að bera ofurliði íslenzka ætt- jarðarást og þjóðernistilfinning? Er ekki verið að fara fram á, að þjóðin ofurselji sig með öllu annari þjóð? Er ekki verið að kannast við full- valda rétt vorn til að semja aj oss ríkisréttindi vor — en neita þó sjálf- um fullveldisrétti þjóðarinnar ? Finst Jóni sagnfræðing að spá Jón- asar Hallgrímssonar, sem hann hefir sjálfur kosið að einkunnarorðum á bók sína ísl. þjóðerni, — finst hoti um hún vera að rætast? Það er þessi gullfallega vísa: Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða ? Er pað að treysta guði, að taka því sem nú er í boði? Er það traust á réttlátum og góðum guði, að heil þjóð skuli nema staðar á hálfnaðri leið að lullveldismarkinu, þegar hún veit hvar það er, sér frelsisroða horf- inna alda varpa á það birtunni og standa boðinn og búinn til að lýsa henni þangað? Er það traust á guði að eigandi landsins, þjóðin, gengur að þeim kostum eftir alt saman, að annar ábúandi og allir hans niðjar, miklu auðugri og voldugri, skuli hafa allar nytjar af hans eigin óðalseign til móts við hann >g hans niðja að tiltölu? Mega ekki einu sinni hlynna neitt að jörðunni öðruvisi en ejtir samkomulagi við þennan óviðkom- andi ábúanda. Er það traust á guði, að verða feginn að sigla með nokkur spyrðubönd í hlut heim í grýtta og hættulega innlimunar-vör, pó að vér eigum rétt á að fara alfrjálsir um alla landhelgi vora hringinn í kring, óheftir af allra þjóða yfirráðum? Er pað að hrista aj sér hlekkina, að taka frumvarpinu? Engum Uppkasts- manni dettur í hug að bera á móti því, að ef Uppkastið verður að lög- um, þá höfum vér þar með afsalað oss sögulegum rétti til að vera full- valda ríki. Það verður í jyrsta skijti, er vér sampykkjum sjálúr á oss yfir- ráðajjötra erlendrar pjóðar. Er pað að hlýða réttu, ef vér göngum að þvi ? Nei, hlíti þjóðin því, þá hlít- ir hún ekki réttlætinu. Það er eng- inn maður til með allri þjóðinni,sem finnur ekki, að hún á sögulegt og laga- legt tilkall til meiri réttar en þess, sem Uppkastið veitir. Oss er neitað um rétt vorn nema að nokkru leyti. En nokkur hluti réttar er óréttur. Nokkur hluti réttlætis er ranglæti. En réttlætinu einu eigum vér að hlýða — öllum hluta þess. Er pað að biða góðs, að samþykkja Uppkastið? Höfum vér nokkurn tíma haldið að svona hrakleg mundu bardagalokin verða? Jiefir þjóðin ekki mátt þola meira og bíða lengur, að hún þurfi nú að glata gæfu sinni á að þiggja það, sem skamtað er svona úr hnefa til að reyna, hvað hún er lítilþæg — hvað henni hefir farið aftur frá þvi er hún átti með sig sjálf. En eyjan hvíta á að eiga sér ajtur vor. Raddir frá almenningi um sambandsmalið. XIV. Jökuldal 29. júli 1908. Almenn óánægja hér með frum- varp millilandanefndarinnar. Furða, að jafn góður drengur og vitur sem sýslumaður okkar, skyldi binda sig svo fast við frumvarpið, að hann greiddi atkvæði móti breytingatillög- um Skúla Thoroddsen, sem hefðu bætt frumv. svo stórkostlega, að þá gátu allir íslendingar fallist á það, og var það þó ekki gallalaust að heldur. Frumvarpið er ó t æ k t af því fyrst og fremst, að utanríkismál og her- varnir eru óuppsegjanleg mál. I öðru lagi af því, að orðalag text- anna er svo ósamhljóða og frumvarp- ið svo óljóst, að um það má þvæla og þæfa á ýmsa lund, svo úr verði tóm botnlaus hringiða. í þriðja lagi af því, að dómsfor- seti hæstaréttar skuli vera sjálfkjörinn oddamaður nefndar þeirrar eða gjörð- ardóms, er ekki getur komið sér sam- an um oddamanninn, sem skera á úr um það, hver mál séu sameiginleg með löndunum eða ekki, ef út af því rís ágreiningur. Og í fjórða lagi af því, að fullkom- ið jafnrétti íslendinga í Danmörku og Dana á íslandi er óuppsegjanlega ákveðið í frumv. Fleiri galla frumvarps þessa hirði eg ekki að nefna. Þessir nægja til að sýna, að það er ekki á vetur setjandi. Eða hver vill binda öldum og óborn- um slíkan bagga að vel athuguðu máli? XV. Við tsafjarðardjúp 8/8 1908. Mikið er nú ritað og rætt um sam- bandsmálið, og vel sé þeim, sem bezt skýra fyrir almenningi það voðatafl, sem teflt hefir verið í vetur með landsréttindi íslands og sjálfstæði þjóð- arinnar. Að undanteknum fáeinum stjórnar-dindlum minnist enginn mað- ur hér á uppkats-ófétið öðru vísi en með megnri gremju, og fáir hugsandi menn og sannir íslendingar munu vera fylgjandi þeim ósóma. En því var eg hissa á, hve mörg- um var hverft við, þegar innlimunar- frumvarpið kom í dagsbirtuna. Eg hélt þó að engan þyrfti að undra fram- komu stjórnarmanna í þessu máli fremur en öðrum, þann, sem með tímanum hefði fylgst og séð hvaða ráðum var beitt til að komast í veg- semdina, hvaða menn voru valdir í félagsskapinn og hvaða ritstjórar og blöð völdust til að halda honum uppi. Það gat hver skynsamur maður vitað fyrir fram, hvað gerðir slíks stjórnar- félagsskapar mundi hollar landi og lýð, hvort heldur unnið var utan lands eða innan. Hér hefir sjaldan heyrst mikill burt- farartónn í mönnum, en nú má ósjald- an hryra hann, ef stjórnarmönnum taksit að fá sambandslaga-frumvarps- foraðið staðfest óbreytt. Það er víst, að unga fólkið, og margir hinna eldri, munu kunna illa við sig undir stíg- vélahælum hinna dönsku, þegar þeir fara að vaða hér uppi til lands og sjávar. Skringilegir glapstigir. Margur hefir furðað sig á hinni miklu glámsýni Jóns Jenssonar, er hann leit á Uppkastið sæla í vor, en vitaskuld minna á hinu, að hann þarf að »standa við« það sem hann sagði þá, úr því að hann hafði einu sinni kveðið upp úr um það, — þó að heilskygnir menn hafi alla tíð síðan verið að reka sig á og sannfærast um æ fleiri stórgalla á því. Hér í blað- inu var fyrir skemstu gerð nokkur grein fyrir hvernig standa mundi á þeirri hrapallegu missýning. Norður- land hefir nú (8. þ. m.) skýrt það mál fult eins rækilega, sem hér segir: Ekki leynir það sér í ritlingi Jóns Jessonar, hvernig á þvi stendur, að honum er svo ant um, að vér tökum þessu, sem nú er i boði, og að það miklast honum svo, langt um alla skynsemi fram. »Réttindaafsalið« frá 1903, sem hann hefir svo mikið talað um, er enn að vefjast fyrir honum. Honum finst, að vér höfum þá kastað öllum vorum rétti á glæ, og að nú megum vér þakka fyrir, að hafa annað eins og þetta upp úr krafsinu. En nú vill svo skringilega til, að jafnframt því, sem Hannes Hafstein kemur með þetta samnings-tilboð frá Dönum, færir hann ómótmælanlega sönnun fyrir því, að ríkisráðs-kenn- ingar Jóns Jenssonar hafa verið rang- ar. Eftir þvi sem málið horfir nú við, hefir »réttinda-afsalið« ekki verið annað en heilaspuni, eins og allir leið- togar Heimastjórnarflokksins og Fram- sóknarflokksins héldu fram 1902 og 1903. Kenning Jóns Jenssonar var, eins og menn muna, í stuttu máli þessi: íslandsráðherrann getur ekki flutt íslandsmál i ríkisráði Dana annan veg en samkvæmt dönskum grundvallar- lögum. Þegar vér samþykkjum það stjórnarskráratriði, að ráðherra vor eigi að flytja mál vor í ríkisráðinu, þá viðurkennum vér þar með, að hann sé danskur grundvallarlagaráðgjafi. Og það er sama sem að vér viður- kennum innlimunina. Jón Jensson hefir stöðugt verið að fullyrða, að þann veg hljóti hver dansk- ur maður að líta á það, sem gert var 1903. Svo kemur þetta Uppkast 1908. Nú er oss sagt velkomið að taka ráð- herrann út úr rikisráðinu, án nokk- urrar grundvallarlagabreytingar. Með öðrum orðum: Danir viðurkenna nú nákvæmlega það, sem Heimastjórnar- og Framsóknarflokkarnir héldu fram 1903, að hinn nýi Reykjavikurráðherra sæti alls ekki í ríkisráðinu samkvæmt grundvallarlögum Dana, heldur sam- kvæmt stjórnarskrá íslands. Þessi viðurkenning er ef til vill merkasta atriðið, sem fengist hefir framgengt í nefndinni. Vér höfum fengið sannanir þess, að hinn málsað- ilinn, Danir, litur alls ekki svo á, sem vérhöfum áfsalað oss neinum réttindum 1903, og allar hrakspár Jóns Jensson- ar um afleiðingarnar af þvi margum- talaða réttinda-afsali eru orðnarað engu. Ef vér höfum átt nokkurn rétt fyr- ir 1903, þá eigum vér hann enn. Og eftir því getum vér hagað oss og eigum vér að haga oss. Jóni Jenssyni hefir orðið svo mik- ið um það, að Hanneá Hafstein hefir komið sérkreddum hans í sambands- málitiu fyrir kattar nef, að hann hefir nú gengið i bandalag við Hannes Haf- stein um nýtt, ómótmælanlegt rétt- inda-afsal. Svo skringileg getur villan orðið, þegar menn hafa á annað borð kom- ist út á glapstigu. Prestvígsla. Sunnndaginn 16, þ. m. vlgði prestaskóU- forstöðumaður síra Þórhallur Bjarnarson í veikindaforföllum biskups cand. theol. Guð• mund Einarsson prest til Nesþinga.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.