Ísafold - 22.08.1908, Qupperneq 3
ISAFOLD
207
BindindismannahTöt.
Ein templarastúkan hér í bæ (Hlin) hef-
ir nú nýlega sent öllum stúkum á landinn
svolátandi hvöttil stuðnings atkvæðagreiðsl-
unni um aðflutningsbannið:
Þegar vanda ber a8 höndum, verður
það jafnan fyrir, að ieita vina sinna og
samherja, bæði til þess að tjá þeim sam-
hug sinn og hvetja þá, svo og jafnframt
til aö leita hjá þeim trausts og upp-
örfunar, sjálfum sér til handa.
Þann veg er og háttaö þessu erindi
voru. Yór finuum til þess, hve varbún-
ir vér erum viö hinum mikla viðburði,
sem nú fer í hönd, — að mjög skortir
á að vór séum svo vel viðbúnir sem
vera ætti undir hina a 1 m e n n u a t-
kvæðagreiðslu um aðflutn-
i n g 8 b a n n, sem fram á að fara nú
að sex vikum liðnum.
Þess vegna sendum vór yður alúðlega
vinarkveðju vora og árnaðaróskir, um
leið og vór leyfum oss með örfáum orð-
um að minna á göfugan tilgang þess
sameiginlega starfs, er vér höfum með
höndum: algerða útrýmiugu
á f e n g i s.
Lítum á aigenga viðburði kringum oss.
Sjáttm bræður vora á veginum: A n n-
ar gengur niðvirlútur og þrútinn; hann
er tötrum búinn, óhreinn og rifinn, og
hann reikar til beggja handa, rekur upp
óp og dýrsleg óhljóð, og með formæl-
ingum fellur hann máttvana niður f
sáurrennuna og bíður þar þess er verða
vill. '— Hinn horfir hátt; yfirbragð
hans er bjart og hreint og hann er
snyrtimannlegur í hvívetna; hann geng-
ur beint að verki sínu og er glaður og
ánægður.
B á ð i r þessir rnenn eru bræður vor
ir. Vór viljum að þeir verð'i báðir
jalnsælir og ánægðir. — Og til þess
miöar áfengis-útrýmingin.
Athugum í annan stað heimili þess-
ara manna. Vér þurfum ekki að lýsa
þeim hór: Fölar kimiar og tár konu
og barna, skortur fæðis og fata, sorg og
vonbrigði, — alls þessa vitum vór enn
sorglega mörg dæmi. — Og svo hitt:
Björt og hlýleg híbýli, glöð og ánægð
kona og frjálsmannleg börn, reglusemi
og samhugur í hvívetna. Ollu miðar
þar upp og áfram. Þessi heimili eru
oss sitt til hvorrar handar. Og heimilis-
menn á b á 8 u m eru bræður vorir og
systur. Vór þráum a8 geta gert hvoru-
tveggja jafnsæla. Og það teljum vér
oss bezt gera með því, að n e m a
b u r t u það sem bölinu veldur — út-
rýma áfenginu með öllu.
Og 8 j á 1 f u m oss geturekki
liðið v e 1, nema vór gerum það.
Vér skoðum oss skylt að reyna að
bæta úr böli náunga vors svo sem oss
er frekast auðið og efla hagsæld hans.
Og eins og það er hverjum einst.akling
ómetanlegur hagsældarauki að hætta
áfengisnautn — láta áfengi aldrei koma
á sitt helmili, eins er og háttað um
þjóðfólagsheimilið í heild sintii. [Um
það leyfum vór oss að vitna í meðfylg-
jandi ritgjörð um aðflutningsbannið].
Höfum í huga heimili drykkjumanns-
ins, og jafnframt heimili þess, sem af-
neitar áfenginu. Berum þau saman við
ísland fljótandi í áfengi, — og ísland
áfengislaust. Samlíkingin hlýtur að vera
sönn og hárrétt.
í vissri von um að þór, kæru bræður
og systur, lftið sömu augum og vér á
þetta mál, treystum vér og því, að yð-
ur só ljúft að vinna af ítrasta megni
að góðum árangri atkvæðagreiðslunnar
10. september f haust. Þór vitið það,
ekki síður en vér, að þar er aö vinna
að einu allra mesta lfknar- og velferöar-
starfi þjóðfólagsins.
Vér árnum yður alls góðs f því starfi.
Verið örugg og ótrauð. Látiö engar
tálmanir hindra yður. Samhugur allra
mætra manna er yðar megin. Og jafn-
hagfelt tækifæri til að vinna bindind-
indismálinu gagn býðst oss ef til vill
aldrei aftur. — Leiðiti til þeirrar far-
sældar og fullkomnunar, sem oss e r fyr-
irhuguð, hún er löng eða skömm — alt
eftir því, hvernig vér notum tækifærin,
rás viðburðanna, sem fram hjá oss fer.
Beynið að hafa góð áhrif á a 11 a,
sem þór náið til.
Reynið að fá alla — eða sem allra
flesta — til að greiða atkvæði með að-
flutniugsbanninu. Fáið alla til að láta
vilja sittn í Ijósi, hvort sem þeir eru
með eða móti.
Og umfram alt: Það má ekki með
nokkuru móti viðgangast, að heitorð verði
rofið við oss um, að atkvæðagreiðslan
fari fram eins og til hefir verið ætlast,
í öllum kjördæmum landsins, — hverju
einasta hrepps- og bæjarfélagi.
Og loks vildum vór mælast til þess
af systurstúkunni, að hún að loknum
önnum veiti oss þá ánægju, að láta oss
í tó sem nánastar upplýsiugar um til-
högun og árangur atkvæðagreiðslunnar
í yðar bygðarlagi og nálægum sveitum,
þar sem drepið só á undirbúningsráð-
stafanir af hálfu stuðningsmanna máls-
ins, hvern árangttr þær bera, hvað bezt
gagnar, og eins hitt, er mest hefir orö-
ið til tálmunar.
Vór viljum vera í samvinnu við yður,
að svo miklu leyti sem oss er auðið, —
viljum geta rótt hjálparhönd öllum þeim,
sem að þessu velferðarmáli vinna, eins
og vór líka óskum engis frekar oss til
handar en að ujóta samhttgar yöar og
uppörfunar.
Tekjur Landsímans
um 2 ársfjórðunga 1908.
Símskcyti:
Innanlands.............Kr. 2304,60
Til útlanda Kr. 18,762,85
Þar afhluti
útlanda . — 15,104,39
Hluti íslands..........Kr. 3658,46
Frá útl. hluti íslands . . — 1434,38
Símaviðtal ..............— 6153,80
Talsímanotendagjald . . — 824,55
Vextir, afgjöld og aðrar
tekjur............ca*J — 1476,93
Samtals kr. 15,852,62
*) Afgjald frá talsímafélagi Reykja-
víkur er hér meðtalið fyrir 1. og 2.
ársfjórðung og er áætlað 750 kr.
Reykjavík 20. ágúst 1908.
O. Forberg.
Druknun.
Það slys vildi til 6. þ. mán., út af
Kögrinum, að stýrimanninn af þil-
skipinu Keflavíkinni tók út, og varð
eigi náð. Hann hét Magnús Jóns-
son, héðan úr bænum, röskleika mað-
ur, 35 ára gamall. Hann lætur eftir
sig konu og 3 börn ung.
Hádegismessa á morgun i dómkirk-
junni: dómkirkjupresturinn. Siðdegismessa
kl. 5: síra Fr. Friðriksson.
Áf Snæfellsnesi.
Rifinn er upp ljótur leppur
og löðrinu núið öllu i hann;
sá kefir alt, sem kjafta kann.
. Bólu-Hjálmar.
Mór hefir verið sent 31. tbl. Reykja-
víkur þ. á., stjórnarblaðsins fræga, af
því að meðal annars góðgætis er þar
einnig dálítil klausa, sem mór kemur
við. Yfir Reykjavík þeirri svífur nú
andi Lárusar Bjarnasonar. og þá þarf
ekki að lýsa henni lengur.
Það, sem sagt er um mig, undirskrif-
ar hann reyndar ekki, en ritstjórinn ber
ábyrgð á því. Þeir eru svo þægilegir,
þessir leppar, til þess að núa í þá öllu
löðrinu, og þykjast svo sjálfur hvergi
nærri koma.
Um mig er sagt í blaðinu, að eg hafi
í fyrra ætlað að ráðast inn í hús í for-
boði sýslumanns, til að taka þar út mis-
lingaveikan son, sem þar var sóttkvíað-
ur, og haft þá í frammi hegningarverð
orð og atferli við sýslumanninn.
Ekki er þess getið, h v a r í heimin-
um þessi atburður hafi gerst. Líklega
á það þó að hafa verið í Stykkishólmi;
því að þar var í fyrra þessi sóttkvíun,
sem tókst svo meistaralega, sem kunn-
ugt er. Og sýslumaðurinn er þá sótt-
kvíunarstjórinn þar, merkisyfirvaldið
Guðm. Eggerz.
En öll er greinin eintóm ósannindi,
eða þetta sem sumir kalla »Reykjavíkur
sannleika.« Eg hefi aldrei átt mis-
lingaveikan son í sóttkvíun hór á landi,
og aldrei dottið í hug að taka nokkurn
mann úr sóttkvíun með valdi, og ekki
haft nein þau orð við hr. Guðm. Egg-
erz, er honum sóu ekki fullboðin.
Annað mál er þaö, að í fyrra hótaði
Guðm. Eggerz mór því að setja mig í
a r r e s t, og vissi eg þó ekki, hvað eg
hefði til saka unnið.
Það gengur fjörugt til í Rússítt.
Af því eg hafði gilda og góða votta
að þessu, þá langaði mig til að athug-
að væri af dómara, hvort sýsiumenn
rnega að ástæðulausu hafa slíkar hótan-
ir í frammi.
En ástæðan til þess, að eg slepti þessu,
var eittkum sú, að eg bjóst við, að yrði
landsstjórnin svo væn, aö setja dómara í
málið, mundi hann engiun anttar verða
en einmitt Lárus Bjarnason. Guðm.
Eggerz hefir farið svo margan snúning
í hans þágu og dæmt fyrir hann svo
marga og merkilega dóma, aö það hefði
að líkindum þótt koma vel heim, að
Lárus gjörði aftur eitthvaö honum við-
komandi.
Eg vildi ekki Lárus fyrir dómara,
ekki af því, að eg væri hræddur um,
aö málshátturinn: »hrafnarnir kroppa
ekki augun hver úr öðrum«, mundi
sannast á þessum heiðursmönnum, Guð-
mundi og Lárusi. En eg vildi ekki
vera Orsök þess, að honum yrði ef til
vill þvælt út í slikt vastur, og hann
tafinn um leið frá vísindaiðkunum sín-
um og uttdirbúningi undir stöðuna, sem
hann á að takast á hendur fyrir »þjóð-
ina sína«, og hann er svo vel að kom-
inn, eins og öllu öðru.
Annað, sem mór er gefið að sök í
Rvíkur-greininni, er hvorki meira nó
minna en það, að á fundi í Stykkis-
hólmi 12. f. m. hafi eg lagt hendur á
fundarstjóra (náttúrlega Guðm. Eggerz!
og sagt eitthvað ljótt við hann um leið.
— Hvað sem þessu líður, þá játa eg
þab, að eg á bágt með að sjá rangsleitni
og ofríki beitt, einkum þó af mönnum,
sem eg met heldur lítils, en þó eru
næsta miklir á lofti, reigingslegir og
spertir. — En eg vil nú bera það und-
ir alla, Sem eg hefi kynst fjær og nær,
hvort þeir þekkja það til mín, að eg
verði að ástæðulausu svo æstur og
ofsafenginn, sem Rvík segir. í raun
réttri er frásaga blaösins ekkert annað
en ný sönnun og játning um það, hve
afar-erfitt það er, aö komast af illinda-
laust í umdæmi þeirra Lárusar og Guð
muttdar fyrir þá, sem óvanir eru lífinu
hér. Lárus er altaf að reyna að koma
mönnum betur og betur í skilning um
þetta. Og þó skilur það enginn til fulls,
sem ekki reynir þaö sjálfur.
En tímarnir breytast. — Snæfelling-
ar eru uú óðum að vakna og hrista af
sér okið, yfir höfuð allir hinir skynsam-
ari og betri rnenn hór, og það er sann-
arlega skemtilegt að sjá þennan glað-
lega ánægjusvip, er hjá þeim sem öðr-
um fylgir frelsinu og meðvitundinni um
að gjöra það, sem rótt er.
Eg get ekki í þetta sinn skrifað neitt
af þeim ógrynnum, sem hóðan er að
segja. Seinna mætti það ef til vill
smám saman.
Lárus er nú héðan vikinn, eftir að
hafa setið hér á veldisstóli 14 ár, jafn-
lengi og Neró ríkti forðum yfir Róm-
verjum.
Vissulega þyrfti sýsla þessi aö fá nýt-
an og góöan og róttvísan mann í hans
stað, og um það gjörum við okkur von
í lengstu lög. Ennþá er þó ekki búið
að veita sýsluna.
Bjarnarhöfn 10. ágúst 1908.
Jón O. Magnússon.
Veðrátta
vikuna frá 16. ág. til 22. ág. 1908.
Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
8 10.6 12.5 14.4 14.0 14.4 10.0
M 9.5 11.4 16.3 13.0 10.1 9.3
Þ 10 0 10.8 15.0 15.0 14.4 10.5
M 10.5 11.3 13.2 12.0 10.8 9.7
F 8.4 7.8 8.3 8.0 10.5 11.8
F 8.3 6.4 6.8 4.0 7.6 10.8
L 6.5 5.7 9.2 6.9 9.8 9.5
Frídagur verzlimarmanna.
Hann var haldinn í Kópavogi mið-
vikudaginn er var, að viðstöddum
mörgum þúsundum manna (þegar flest
var). Gengin héðan flokkganga suður
þangað kl. io að morgni með lúðra-
sveit í broddi fylkingar. Hátíðin sett
kl. 12. á hád. (Tr. Gunnarsson). Ræðu-
höld: Minni íslands (Þ. J. Thorodd-
sen), minni verzlunarmanna (Ol. Rósen-
krans), minni Reykjavíkur (Benedikt
Sveinsson).
Verðlaun voru veitt fyririr sund,
glímur, hjólreiðar og hlaup. Þessir
hlutu verðlaun:
Sund: Stefán Ólafsson i. verðl.,
Símon Pétursson önnur 2. v. og
Þorst. Björnsson 3. v.
Glímur: Jónatan Þorsteinsson söðla-
smiður 1. v., Snorri Einarsson 2. og
Guðbrandur Magnússon prentari og
Magnús Tómásson, báðir 3. verðl.
Hjólreiðar: Kristinn jóhannsson 1.
verðl., Grímur Arnason Bakka 2. verðl.
og Arni Þorsteinsson Hafnarf. 3. vl.
Hlaup: Ólafur Magnússon ljós-
myndari 1. verðl. og Guðbr. Magn-
ússon prentari 2. verðl.
Seinni part dags skemtu menn sér
með dansi og leikum í mörgum hópum
víðs vegar um túnið.
Flugeldar seint um kvöldið. Há-
tíðinni lokið kl. 10.
Bezta veður um daginn.
204
að hérna væri ágætt að hafa sýning-
una, hérna undir einu eplatrénu.
þegar fiðluleikurinn hófst, komu til
nokkrir menn, karlar og konur, svo
að úr varð dálítil áhorfendasveit. En
það var þó hart á, að þau hr. Blom-
gren og frú hans gæti haft sýningar.
Ingiríður mæltist til of mikils. f>að lá
svo illa á þeim í dag.
Og það var illa farið, að Ingiríður
hafði farið með þau þarna inn f garð-
inn. Hún hefir sjálfsagt ekkert hugsað
út í, að gluggarnir á sumum gesta-
stofunum vissu þangað út að. Frú
Blomgren var rétt að kalla þotinburt
í miðjum klíðum; hún heyrði að ein-
um stofuglugganum var lokið hrana-
lega upp. Hugsið ykkur, vitfirringur-
inn hafði heyrt hljóminn, og hugsið
ykkur, hann hljóp út um gluggann og
niður til þeirra.
Frú Blomgren hægði, þegar hún sá,
hver það var, aem stóð við gluggann.
það var ungur maður, fríður og þokka-
legur. Hann var snöggklæddur, en
að öðru leyti búinn snoturlega. Ró-
Iegt augnaráðið, varirnar brosandi,
og hann strauk hárið upp frá enninu.
206
Hr. Blomgren tók ekki eftir neinu
nema þvf, sem hann var að gera;
hann hafði allan hugann við það, og
leit ekki upp úr. Frú Blomgren þurfti
ekki annað að gera eu að kyssa á
fingurna í allar áttir, og hafði gott
tóm til að taka eftir öllu.
Íngiríður var orðinn allur annar mað-
ur á einni svipstundu. Engin heimasæta
er jafnmikil blómarós og hún var nú.
Geislana lagði úr augunum skærari en
nokkru sinni áður, og andlit hennar var
orðið bvo bjart, að birtuna lagði frú því.
Og allir lágu þræðirnir í geislaglitinu
upp til hans, Bem stóð við gluggann.
Hann var ekki að tvínóna við það,
steig upp f gluggakistuna og hljóp
niður á jafnsléttu. Gekk til blinda
mannsins, og bað hann að ljá sér
fiðluna sfna.
Ingirfður brá við, greip fiðluna af
blinda manninum og fekk hana gest-
inum.
— Spilaðu nú valsinn úr V e i ð i-
mannsbrúðinni, sagði hún.
Gesturinn tók til að spila, og Ingi-
ríður brosti, en hún var öll svo ójarð-
nesk að Bjá, að frú Blomgren var á
208
að það hlaut að gagntaka hverja sál;
það hlaut að geta látið hjörtu bráðna.
En fimleika snillingarnir gömlu fóru
ekki að dansa að heldur. það var
orðið Iangt sfðan er þau höfðu hitt
Btúdentinn í Uppsölum, og þau voru
búin að steingleyma, hvað þau voru
gagntekin af fiðluleiknum daginn þann.
|>au grunaði ekki, að hann byggist
við þau færi að dansa.
Gnnnar Hede leit á Ingirfði til að
fá vitneskju um, hvers vegna þau væri
hætt að dansa. Hann horfði í augu
hennar. þau voru f miðri glóandi
geislahvirfing, svo himinlifandi hýr að
sjá, að hann hætti að spila.
Hann stóð kyr stundarkorn og horf^j
á hópinn f kring um sig. Alt fólkið
horfði á hann, en þó svo ókyrt og
undarlegt augnaráðið.
Hann gat ekki spilað, þegar aliir
einblíndu svona á hann. Hann gekk
þaðan burt. Hann sá nokkur alblómg-
uð eplatré lengst niðri í garði. |>ang-
að fór hann.
Hann sá, að þessu gat ekki verið
svona háttað, sins og hann hafði hald-
ið áðan. Að Gústaf hefði lokað hann
Erl. ritsímafréttir
til ísafoldsr.
Rhöfn 21. ágúst.
Bretar og Þjóðverjar.
Þeir Vilhjálmur keisari og Játvarð-
ur konungur hafa fundist. Saman
dregur með Bretum og Þjóðverjum.
Mylius Erichsen.
Skip hans Danmark komið til Björg-
vinjar. Góður árangur.
Gufusklp. Sterling (E. Nielsen) fór
béðan í gær til útlanda. Nál. 70 farþegar;
þar á meðal: prófessor Panl Hermann (frá
Þýzkalandi), R. Braun kaupm. i Rvik, Brann
kanpm. (frá Hamborg), Sigurður Jónsson
læknir (frá Eyrarb.), Newmann (Marconi-
stöðvar-vörðnr) með frú sinni og börnum,
frú Philipsen, Sigvaldi Stefánsson cand med.,
frú Guðriður Meyer; stúdentarnir: Bogi
Ólafsson, Georg Ólafsson, Gnðm. Ólafsson,
Geir Zoéga, Hjörtur Hjaitarson, Ingvar
Signrðsson, Jakoh Jóhannesson, Jón Signrðs-
son (frá Rallaðarnesi), Oddur Hermannson,
Skúli Thóroddsen og Yernh. Jóhannsson.
Enn fremur Sveinn M. Sveinsson snikkari,
jungfrúrnar : Ingibjörg Signrðard., Ragnh.
Þorsteinsd. (Tómáss.), Guðrún Jafetsdóttir,
Guðrún Thorsteinsson, Ingibjörg Guðmunds-
dóttir; verzlm.: Rristinn Briem (til Skot-
lands), Geir Thorsteinsson, Gunnar og Samú-
el Thorsteinsson; enn fremur margir Eyja-
menn, ýmsir útlendir ferðamenn, 0. fl.
Lampa-úrval
— fagurt — fjölbreytt —
— ódýrt —
Hengihmpar — Ballancelampar —
Borðlampar — Vegglampar — Stand-
lampar — Náttlampar — Amplar —
Lugtir og alt lömpum tilheyrandi er
að vanda lang-ódýrast í
verzlun B. H. Bjarnason.
Nýkomió!
Spegipylsa
Servelatpylsa
Matvæli alls konar, niðursoðin
Kartöflur nýjar
Laukur
Sleifar fl. tegundir
Handkörfur
i verzlunina Vesturgötu 39.
Jón Arnason.
1 vor tapaðist úr Vogum þriggja
vetra hryssa, jörp, fá hár hvít í enni,
og hvítur hófur á öðrum afturfæti;
mark: blaðstýft aftan vinstra; ferða-
mark Z klipt á lendina.
Klömbru í Austur-Eyjafjallahreppi
28. júlí 1908.
Ingvar Pálsson.
Nýtt f jármark Bjarna Þórð-
arsonar frá Reykhólum, nú til heimilis
á Bíldudal, er: Afeyrt hægra, hvat-
rifað og gat vinstra.
201
veginn tekist að losa á sér hendurnar,
og þegar þeir komu að sækja hann,
hafði hann staðið þarna einn og óbund-
inn, og hann hafði tekið upp stól,
hamslaus af reiði, til að þeyta honum
i hausinn á hverjum sem inn kæmi.
þeir höfðu séð sér þann kost vænstan,
að snúa við og læsa dyrunum, bvo að
bann kæmist ekki út. Biðu þess eins,
að bóndinn og vinnumennirnir kæmi
heim, svo að hann yrði bundinn af
nýju.
Ekki var hann þó alveg útbrunninn,
vonareldurinn, sem þeir höfðu kveikt i
brjósti hennar, kunningjarnir gömlu;
enn var eftir neisti. Hún vissi að Gunn
ar Hede var nú með lang lakasta móti,
en hún hafði ekki heldur annars vænst.
Og enn var hún ekki úrkula vonar.
Henni hafði ekki vaxið hugur af æfin-
týrunum þeirra. Heldur af ást þeirra,
hinni miklu.
Hún bað mennina að lofa sér að
koma inn til vitfirringsins. Hún sagði
hún þekti hann, og hann mundi ekk-
ert gera sér. En mennirnir sögðu að,
þ e i r væru engir vitfirringar. Hanu