Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 2
218 ISAFOLD Norðmenn taka af skarið. Uppkastiö inniimar ísland. Svo bregðast krosstré — Svofelt símskeyti barst frá Kristjaníu í gærkvöldi, tveim dögum eftir skeytið mikla hér á undan, sent af sama manni (dr. J. St.) : Kristjaníu 4. sept. 1908, kl. 6 siðd. Gjelsvik kveður Uppkastlð inn- limun íslands og Morgenstjerne ofstœkisfullan hœgrimann með engri tiltrú. Þar taka þeir af skarið ! Nú getur stjórnarlýðurinn farið að hafa upp fyrir sér um Norðmenn allar hinar sömu vammir og skammir, sem hann hefir látið út úr sér um Uppkasts- andstæðinga hér fyrir það, að þeir hafa kallað Uppkastið innlimunarskjal og þess háttar heitum, því að nú er svo komið, að vér erum ekki einir um þau nöfn. Próf. Gjelsvik fer eins og öðrum góð- um mönnum, að hann sér því fleiri hættur á því að taka Uppkastinu, sem hann kynnir sér það betur. Því meiri gallagrip oss íslendingum til handa, sem hann íhugar það lengur. Og nú kveður hann afdráttarlaust upp úr um það, að ef vór göngum að frumvarpinu, þá göngum vér að því, að ísland verði innlimað Danmörku. — Og af því að Danir hafa í hendi sór allar breytingar á Uppkastinu, þeir hafa úrskurðarvaldið, pá stendur sú innlimun um aldur og œfi, eða svo lengi sem Danir vilja. Það er svo að sjá af skeytinu, sem próf. Gjelsvik hafi farið að hrekja um- mæli Bredo Morgenstjerne um Upp- kastið, mannsins, sem stjórnarblaðanefn- urnar hór hafa verið að hampa öðru hvoru framan í þjóðina svo sem ein- dregnum stuðningsmanni frumvarpsins. Hann mun hafa skrifað einhverjar lof- klausur um það í eitthvert Kristjaníu- blaðið í vor. (Hann er prófessor í lög- um við háskólann þar). En í skeytinu er svo mælt, að hann só ofstækisfullur hægrimaður með engri tiltrú. Já, Bredo Morgenstjerne kannast allir við síðan árið 1905, af framkomu hans 1 skilnaðarmáli Norðmanna og Svía. Það er ekki of mikið sagt, sem mælt er í skeytinu. Hann var einhver hin íheldnasta sál, sem bólaði á í allrl þeirri deilu. Hann var einn þeirra örfáu Norðmanna, sem var algerlega mótfallinn skilnaði við Svía fyrir þremur árum 1905. Ritaði af miklu ofstæki á móti þeirri stefnu. Og það er ekki of mikið í lagt, þó að hann sé talinn hafa litla iiltrú, því að hann misti hana sem só alla árið 1905 fyrir afturhaldssama framkomu sína í skllnaðarmálinu. Og þó er þetta maðurinn, sem stjórnar- blaðanefnurnar hór eru sífelt að vitna til og bera fyrir sig. Ef nafn hans ætti nokkuð að sanna, þá væri það helzt það, að það sem hon- um þætti gott og blessað, þætti viðun- nnandi frjálslyndum mönnum hraklegt og afleitt í alla staði, líkt. og Uppkastið. Svo að það er einstaklega hlægilegt að vera að vitna til þessa manns, eins og innlimunarblöðin hafa verið að gera út úr vandræðum. Rétt í því vór erum að lúka við þessar línur, berst oss nytt símskeyti í hendur (frá Sveini Björnssyni, cand. jur.): Khöfn 4. sept. 1908, kl. 9 siðd. Morgenstjerne játar í A ftenposten, að með Upp- kastlnn verði ísland ófullvalda (nsuveræn) og sambandið verði ekki einu sinni realnnion. Oft kemur góður þá getið er! Svo Bredo Morgenstjerne hefir þá snúist á móti Uppkastinu 1 Jafnvel hann sór á því stórfelda galla, þegar hann tekur að ihuga það betur. Ja, þá eru gallarnir áreiðanlega ekki litllr! En hvað gera nú stjórnarblaðakútarn- ir hér 1 Ekki geta þau nú farið að svívirða Bredo Morgenstjerne eins og okkur hinna, ofan á alla hjálpina í vor meðan hann var ekki búinn að reka augun í innlim- unarglufurnar á Uppkastinu. — Svo bregðast krosstró sem önnur tró. Nú ættu höfuðstaðarbúar ekki að þurfa að velta því lengi fyrir sér, á hvorn veginn alt er að snúast. Þeir ættu að sjá það og skilja, að Dönum og málaflutningsmönnum þeirra hór heim mundi aldrei hafa tekist að fá með Uppkastinu nema ö r 1 í t i ð minnihluta brot þjóðarinnar, e f það væri ekki eitt ginninga-ráðið, hvað þeir skamta henni ákaflega nauman tíma til umhugsunar og ákvæða. Alt í kring um oss eru menn að sjá æ betur og betur hinar stórmiklu hætt- ur, sem þjóðin opnar faðminn fyrir, ef hún gengur að frumvarpinu án þess að gerbreyta því. Alt í kring um oss eru hollvinir, sem ráða oss frá því. Róttlætistilfinning frænda vorra aust- an hafs, Ættjarðarást landa vorra vestan hafs. Frelsisóskir og róttarvitund beztu manna þjóðar vorrar sjálfrar. Háttvirtu höfuðstaðarbúar! Þér kannist við söguna af Gunnari á Hlíðarenda, þegar hann varðist einn mörg- um mönnum með bogann í hendi, en brost- inn strenginn. Hann kvaðst aldrei sóttur verða, meðan hann kæmi boganum við. Bað Hallgerði að snúa sór streng af lokki úr hári sér. En hún neitaði. Og Gunnar v a r ð sóttur. Sýnið þér nú einu sinni að þór elskið landið yðar heitara en alt annað, að þór viljið engu öðru bjarga fyr en ættjörð- inni. Hún verður aldrei sótt, svo lengi sem hún kemur boganum við. Og boginn er það, sem hún hefir hingað til varist með erlendu valdi og yfirráðum meira en sex aldir. Boginn er sjálfstœðisrétt- urinn. En erlend þjóð hefir slitið streng- inn. Og nú heitir ísland á yður til hjálpar. Þjóðin hefir aldrei þurft hjálpar yðar fremur en nú, kæru háttvirtu kjósend- ur. Frelsi hennar liggur við. Snúið henni bogastreng, svo að hún fái varist enn og verði ekki sótt. Svo að dómur sögunnar taki ekki á yð- ur of hörðum höndum. Konurnar geta hjálpað til. Æskumennirnir getahjálpaðtil. A 11 i r geta lagt til einhvern skerf, sem vilja. Neitið ekki landinu um lokkinn! Fyrirspurn. Er heimilt að selja ósótthreinsuð föt eft- ir berklaveika sjúklinga ? Svar: 4. gr. laga 23. oktbr. 1903, um varnir egn berklaveiki, mælir svo fyrir: Ef erklaveikur maður deyr eða skiftir um heimili, þá skal húsráðandi tilkynna það héraðslækni eða sótthreinsunarmanni, sem skipaður er af héraðslækni og skal hann annast, að sótthreinsað sé tafarlaust á heimilinu, að svo miklu leyti, sem þurfa þykir, herbergi þan, er sjúklingurinn hefir avalið i langvistum, svo og eftirlátin föt og sængurfatnaður sjúklingsins. Þessa muni má eigi senda í þvott eða aðgerð, selja, gefa eða lána öðrum, fyr en þeir hafa ver- ið sótthreinsaðir, og ekki má fá öðrum til íbúðar herbergi, sem berklaveikur maður hefir búið i, fyr en það hefir verið sótt- hreinsað. Frú Oda Nielsen. Hennar er von á Vestu hingað til bæjarins, 13. þ. m., þeirrar hinnar góð- frægu leikkonu Dana. Og ætlar að dveljast hór rúma viku; fer aftur á sama skipi til útlanda 22. sept. Þennan vikutíma, er hún stendur hér við, ætlar hún að syngja fyrir höfuð- staðarbúum nokkur kvöld í Bárubúð, fyrsta skifti þriðjudagskvöld 15. þ. m. (sjá augl. hór í blaðinu). Hún er roskln kona, ári betur en hálfsextug, gift Martinius Nielsen for- stjóra Dagmarleikhússins í Khöfn, þess- um, sem ætlar sjálfur að leika aðalhlut- verkið í hinu nýja leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar, Óðalshóndanum. Frú Oda Nielsen hefir farið víða um lönd, þrásinnis til Noregs og Svíþjóðar, til að syngja eða leika, og hvarvetna verið tekið forkunnarvel. Svo að ekki ætti það að verða síður gert hór, á sjálfu gestrisnislandinu. Stórmikil sæmd væri oss að mörgum slíkum aufúsugestum, sem frú OdaNielsen er. Væntanlega verða margir til að fagna henni vel, og Leikfólagið til að gangast fyrir því. U ndirtektirnar. Þessar eru fregnir af fundinum við Lagarfljótsbrú 23. þ. m., greinilegri en símfregnirnar síðast: Fundurinn hófst kl. 5 e. h. Jón Olajsson talaði fyrstur. Til- gangur þess, sem hann sagði, var sá einn að reyna að sannfæra menn um, að vér hefðum engan rétt til neins, ís- lendingar, og að Gamli-sáttmáli væri enginn til, þ. e. a. s. hefði aldrei orð- ið hér að lögum! Menn undu hraklega málstað Jóns, sem von var, og voru þá sumir að kalla í hann og minna hann á íslend- ingabrag, en Jón skaut við því skoll- eyrunum. Næstur talaði Jón í Múla af viðlika fjálgleik. Þá tók til máls Þorsteinn Erlingsson og mæltist vel að vanda. Hann tætti svo sundur ræður þeirra nafna, að eigi varð heil brú í á eftir, en þing- heimur klappaði Þorsteini lof í lófa í ræðulok. Það er víst óhætt að segja, að 9/10 fundarmanna hafx látið í ljósi ánægju sina yfir óförum þeirra nafna með þessum hætti, lófaklappinu. Þá talaði næstur Sveinn Olajsson í Firði. Honum mæltist vel og var gerður góður rómur að ræðunni. Þá töluðu þeir aftur, Þorsteinn og Jón (Ól.), og beið Jón ávalt lægri hlut. Síðastur talaði sira Magnús Bl. Jóns- son í Vallanesi. Hann talaði á móti frumvarpinu af miklum krafti. Kvað það skömm og hneisu þjóðinni að taka tilboðum Dana opnum örmum Jyr en þau væri i fullu samræmi við réttarkröfur hennar. Hann skoraði á kjósendur Suður-Múlasýslu að kjósa þá menn eina á þing, sem æsktu gagn- gerðra breytinga á Uppkastinu. Jón Ól. kvað það ósatt — beint ofan i sjálfan sig áður — að þeir nafnar vildi eigi ýmsar breytingar á frumvarpinu, en þeir ætluðu bara að jara öðru vísi að pví að fá þær heldur en hinirl Síra Magnús spurði, hvort munur- inn á aðferðinni væri ekki sá, að þeir ætluðu að spyrja Dani f y r s t að því, hvaða breytingar þeir mundu vilja loja okkur að gera við Uppkastið — til þess þeir gengi að því. Jú, sagði Jón Olajsson. En hæðnis-hljóð i öllum þingheimi brauzt á. svipstundu fram. Mönnum fanst þeir yrðu að launa Jóni svarið með því að raula íslendingabrag — höfundinum til dýrðar: Enþeir fólar,sem frelsi vort svíkja,o. s. frv. í Seyðisjjarðarbæ hefir síra Bjórn Þorláksson því nær hvert einasta at- kvæði. Svo eindregnir eru Seyðfirð- ingar gegn innlimuninni. Þaðan var símað í fyrra dag, að hinn frambjóðandinn, dr. Valtýr Guðmunds- son hefði sent kjósendum yfirlýsingu þess efnis, að ekki kcemi til mála að hann yrði með jmmvarpinu nema pvi yrði gerbreytt. Upp á* annað skyldi engum koma til hugar að kjósa sig. En við þá yfirlýsing er mælt að hann hafi mist með öllu fylgi þeirra manna meðal Seyðfirðinga, er áður ætluðu að greiða honum atkvæði. Þann veg eru kosningahorfurnar þar eystra. Sjálfstæðishugsjónin er miklu vísari en Uppkastið að sigra við kosningar um ait Austurland. Kjósendum er yfirleitt orðið það ljóst, hvílíkur þjóðarvoði felst í frum- varpinu, nema því verði breytt. Vísa kosningu er óhætt að segja að þeir eigi hér í Gullbr. og Kjósar- sýslu, þingmannaefni Sjálfstæðismanna, Björn Kristjánsson kaupm. og síra Jens Pálsson. Málstaður þeirra hvarvetna hlotið eindreginn byr á fundunum. Annað þingmannsefni Uppkasts- manna, Jón sagnfræðingur sem var, hætti að sækja fundina, þegar hann hafði þreifað á því til hlítar, að hann hann hafði ekki nema skapraun af. Hitt þingmannsefnið ekki eins vitur. Og ráðgjafinn ekki heldur. Nema á Lágafelli. Þar beitti hann fvrir Uppkastið ein- um skrifstofustjóranum sínum, — en sat sjálfur hjá og horfði á, hvernig hann fór að verða skussi. í Suður-Múlasýslu er Jón óðalsbóndi Bergsson á Egilsstöðum talinn af öll- um öruggur um kosningu. Sökum heilsulasleika hefir hann engan þingmálafund getað sótt. En eigi að siður er honum vís yfirgnæf- andi. meiri- hluti atkvæða í sýslunni. Heilar sveitir, og þær eigi allfáar, þar sem því nær hver einasti kjósandi fylgir þeim Jóni Bergssyni og Sveini Ólafssyni. Svo er t. d. um Skriðdal, Velli, Eiðaþinghá, Mjóafjörð, Norð- fjörð, Beruness og Geithellna hreppa. í hinum hreppunum eru atkvæðin skiftari milli frambjóðendanna á víxl. Þó meiri líkur til að bœði þingmanna- efni Sjálfstæðismanna hljóti kosningu. Þeir voru á ferð þar um kjördæm- ið nú fyrir mánaðamótin, frambjóð- endurnir þrír: Sv. Ólafsson, Jón frá Múla og J. Ól. og héldu alls 11 þingmálafundi. Þorsteinn Erlingsson var og í för með þeim og héldu þeir báðir, hann og Sv. Ólafsson, vel uppi málstað Sjálfstæðismanna gegn frekum innlimunarboðskap þeirra nafnanna, enda er mælt að fylgi þeirra hafi stórum rýrnað við yfirreiðina, eink um J. ÓI. í Norður-Múlasýslu et Jón Jónsson bóndi á Hvanná talinn hafa langmestan kosningarbyr. Fylgismönnum Einars bónda á Eiríks- sfóðum fer og daglega fjölgandi, eftir þvi sem málið skýrist betur fyrir kjósend- um. Framboð hans var seinna ráðið en Jóns, en þó talið sennilegast að hann nái viðlíka miklu kjörfylgi. Þeim fylgja Seyðfirðingar allir (hreppsbúar), Loðmfirðingar, Borgfirð- ingar og Jökuldælir, svo og þorri Fijótsdæla og Fellamanna; en atkvæði dreifð í Úthéraði, Vopnafirði og á Langanesströndum. Þar nyrðra hafði enginn frambjóðandi átt tal við kjós- endur, annar en Jóhannes sýslumaður, þangað til nú rétt fyrir mánaðamótin, er þeir Jón og Einar héldu fundi með Vopnfirðingum og Strandamönnum, enda óx þeim þar fylgi að stórum mun. Svo að kosningarhorfum Jóhann- esar sýslumanns fer mjög hnignandi, þrátt fyrir almennar vinsældir hans, A Guttorm Vigfússon (fjórða fram- bjóðandann þar) minnist enginn. Hann virðist vera með öllu úr sögunni. Þegar annað þrýt.ur. — Það var heldur ófrýnileg sjón að horfa framan i suma Uppkastsmenn, kveldið sem þeir vorn að lesa fregnmiðann hér á götunum, fremsta skeytið hér í blaðinu i dag. Þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera af andlitinu á sér. Þetta var svo illyrmislegur löðrungur beint framan i þá. Þá taka þeir sig til, nokkrir þeirra, og hera það út um allan bæ, að skeytin muni vera sett saman hér i bænum. Ristu ekki dýpra þá en að gera ráð fyrir, að engum dytti í hug að spyrja simann. Gera þó loks þá vísindalegu uppgötvun eftir langa mæðu — og byrja samhliða á þvættingi um það, að Einar Benediktsson muni hafa sett þetta saman i Kristjaniu og sent svo heim. Yitanlega er slik aðdróttun um svo mætan mann ekki ósvifnari heldur en marg- ar aðrar dylgjur hvimleiðustu leppalúða stjórnarinnar hér. En öllum er velkomið að sjá skeytin i skrifstofu ísafoldar og nöfnin undir. Vér höfum getið nafna þeirra hér i blaðinu, er skeytin hafa sent (dr. J. St., sem nú er staddur i Kristjaniu og cand. jur. Sv. Bj.). Á götu-fregnmiðanum i dag frá Sjálfstæðisblöðunum þremur hefir misprent- ast, að siðara skeytið væri frá Kristjaniu; það er sent frá Kaupmannahöfn (af Sv. Björnssyni cand. jur.). Veðrátta vikuna frá 30. ág. til 5. sept. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 2.0 1.5 3.0 2.0 5.3 10.3 M 7.0 6.9 7.0 3.5 6.1 9.4 Þ 5.2 1.6 5.0 0.1 6.2 7.7 M 3.2 1.1 4.4 1.0 3.2 7.1 F 6.1 6.4 5.0 2.5 3.0 5.6 F 8.4 9.0 8.6 5.0 7.3 6.3 L 6.5 7.7 9.0 6.0 10.4 8.6 Misprentað i síðasta blaði: fremstu bls., 1. gr. 10. 1. a. 0.: heit f. heiti, 4. d., 3. 1. a. 0.: dreyfa f. dreifa og í smáletursklausunni um Lombroso 2. bls. 1. d.: (prófessor i geðlækningafræði) þrem mánuðum síðar f. þrem árum síðar. Kngin síðdegismessa i dómkirk- junni á sunnudaginn. Allir atvinmiveitendur í bænum muna að sjálfsögðu eftir þeirri skyldu sinni, að gefa hverjum kosningabærum manni, sem þeir hafa að einhverju leyti yfir að segja, lausn Jrá sfórjum sínum alþingis og aðflutn- ingsbanns kjördaginn, 10. september næstan. Það er svo sjálfsagt, að hver mað- ur fái að njóta kosningaréttar síns í svo mikilvægu máli, sem nú er efst á baugi með þjóðinni, svo sjálfsagt, að hver og einn einasti atvinnuveit- andi í bænum gefi öllum kjörbærum mönnum lausn frá starfi sínu þann dag, hverrar kjörmálaskoðunar sem hann er sjálfur eða hans starfsmenn, að annað mundi hvarvetna talinn glæpur i öllum kjörfrelsis-löndum. Enda dett- ur engum húsbændum það í hug annarstaðar, þó að í minni málum sé en þessum. Þeir vita sem er, að það er ekki lengi að komast upp; fyrst manna í milli — og þaðan ekki langt í blöð- in. Menn ættu að fá að losna frá störf- um sinum kjördaginn, ekki síðar en einni stundu fyrir hádegi; þá hefst kosningin (kl. 12). Og að sjálfsögðu má ekki ætla mönnum of litinn tíma til kosninganna. Það er sama sem að banna þeim þær með öllu. Óviljaverk? Það er sjálfsagt óviljaverk, að stjórn- arhjörðin hér í bæ lýkur einni blekk- ingargrein sinni, sem hún er að sá hér út meðal almennings, á þessum orðum : Hér er í húji heill Islands. Þetta segir stjórnarhjörðin alveg óviljandi; hún segir það satt. ísland hefir aldrei þurft þess frem- ur við, að gæfusamlega takist til við alþingiskosningar, heldur en einmitt nú, þegar verið er að ginna menntil að glata réttindum landsins og semja á það æfinlega fjötra í fyrsta sinn. Ef ekki er átt við, að þjóðinni standi bráður voði að pessu, vegna pessa sé heill hennar í húfi, þá getur það ekki átt við hitt, að henni standi nokkur voði af því, að hafna Upp- kastinu. Henni stendur ekki meiri voði af stöðulögunum nú heldur en henni gerði í fyrra. En Sjálfstæðismenn vilja ekkert fremur en að þjóðin samþykki aldrei stöðulögin, hvorki hin gömlu frá 1871 eða hin nýju frá 1908, Upp- kasts-endemið alræmda. Hann er annars of ógeðslegur, munnsöfnuður stjórnarliðsins um and- stæðinga sína þessa dagana, til þess að aðrir en bláber skríllinn hugsi til hans með öðrum hug en andstygð. í þessum sama pistli til kjósenda kalla þeir röksemdir allra manna á móti frumvarpinu, þar á meðal hinna þjóðkunnu norsku stjórnmálamanna: advokat Fr. Voss og próf. Gjellsviks: ósvífnar blekkingar, rangfærslur, lygar, lagakróka, hártoganir og útúr- snúninga. Líklega eru ummæli B. Morgen- stjerne, eftirlætisgoðs þeirra, talin þarna með! Biskupsembættiö. Hallgrímur Sveinsson biskup sækir um lausn frá embætti frá 1. október þ.á. sakir heilsubrests. Hann hefir setið í því embætti full 19 ár, vígður 30. maí 1889. Ranghermi er Þa^> aem borist hefir hér út um bæinn, að norðan, að hr. Björn Sigfússon á Kornsá sé að nokkru hlyntur frumvarpi sambands- nefndarinnar. Hann var undir eins 1 vor á móti því, og hefir verið í alt sumar. Hann er maður of glöggur og óbráður á sér til að sjá ekki jafn- greinilegan voða, þegar gætt er að, — og manna óháðastur því, sem er móti sannfæring hans. Þrír menn druknuðu af bát frá Bakka.firði eystra, er Hólar fóru þar um á norSurleið i síðustu ferð (í ágúst). Skipverjar á Hólum fundu bátinn á reki (á hvolfi?) og tvo menn látna í honum; hinn þriðji hafði losn- að við bátinn og að líkindum sokkið. Mælt er, að menn þessir hafi verið Jón nokkur Hall frá Höfn í Bakkafirði og sonur hans seytján ára, en hinn þiiðji sunnlenzkur, og er ekki getið nafns hans; yfirleitt er fregnin óljós enn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.