Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 219 ♦ ♦ I a í m ♦ ♦ gffin I DAG, 5. septembep, opna eg bina nýju biið mína og skösmíðavinnustofu í Þíngholtsstræti nr. 2 (á neðra horni Þingholts- og Bankastrætis). Látið ekki hjá líða að koma og skoða mitt feikilega mikla og fjöl- breytta úrval af skófatnaði og sannfærast um, að verðið er lægra en annarsstaðar. Virðingarfylst JSárus 3. JSúóvígsson. ♦ ♦ t t t Orðsending. Það sem viðskiftamenn mínir, gamlir og nýir, skulda mér, óska eg að þeir vildu borga mér fyrir 25. þ. mán. Um leið og eg hérmeð þakka þeim öllum fyrir góða verzlun, ber eg það traust til þeirra er eitthvað eiga óborgað, að þeir verði jafnfúsir að borga mér eins og eg var að lána þeim. Rvik 5. sept. 1908. Virðingarfylst Gísli Jónsson. Lítið nú a vetrarsjölin í Th. Thorsteinssons vefnaðarvöruverzlun i Ingölfshvoli. 8tórt úryai, smekkiegt og ódýrt að yanda, Hólar koma við á Hornafirði ef ástæður leyfa. Reykjavík 4. sept. 1908. C. Zirnsen. Þvotta- og straustofa. Eg undirrituð, sem lært hefi að straua í Kaupmannahöfn, set á stofn frá 1. okt., pvotta- og straustoýu í Aðalstræti 18. 3ué6jörg Suómunósóotíir, núverandi Bergstaðastíg 66. Haustsala! Til þess að rýma fyrir nýjum vörum, sem von er á með Sterling og Vestu verður frá 3.—15. þ. mán. slegið 2O5 af verði á nokkrum kjólaefnum, musselíni, baðmullardúkum, silki, manchettum, flibbum o. fl. Ennfremur verða sumarglófar og musselínleifar selt fyrir hálfvirði. Notið sem fyrst þetta góða boð I Hvergi fást jafngóðar vörur fyrir jafnlágt verð. V efnaðarvöruverzlun Egils Jacobsens. Fataefni Agætar og ódýrar kartöflur, hvítkál, piparrót, sellerihöfuð og lauk selur Liverpool. Uppboðsauglýsing. Eftir kröfu Karls Einarssonar mála- flutningsmanns og að undangengnu fjárnámi 16. júlí þ. á. verður seldur við opinbert uppboð, sem haldið verð- ur næstkomandi þriðjudag 8. þ. m. í Breiðfjörðshúsi i Aðalstræti, ýmislegur smábúðarvarningur, svo sem: flibbar, slaufur, sápur, burstar, barnaglingur, greiður, kambar, rammar o. m. fl. Við sama tækifæri verður selt nokk- uð af algengustu húsmunum t. d. borð, stólar o. fl. sem fjárnámi hafa verið teknir upp í bæjargjöld. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. Sölu- skilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um Bæjarfógetinn i Rvík 4. septbr. 1908. Halltlór Daníelsson. Góðan kost, mliku betri en jafnframt dýrari en alment gerist, geta nokkrir menn fengið á hótel ísland nú þegar eða frá 1. október í viðbót við þá, sem fyrir eru. Talan er takmörkuð, vegna væntanl. gesta. Menn snúi sér sem fyrst til forstöðukvenna hótelsins. Lifandi pálmar og aðrar blaða- og blömplönt- ur fást á Stýrimannastíg 9. Jón Eyvindsson. Dugleg og reglusöm stúlka, sem kann að reikna og skrifa, getur feng- ið atvinnu við nýlenduvöru verzlun hér, frá 1. okt. Eiginhandar tilboð merkt: »Skyldu- rækin«, sendist afgreiðslu þessa blaðs. Ungmennafél. IÐUNN heldur hlutaveltu dagana 24.—25. okt.þ.á. og eru menn vinsamlega beðnir að styrkja hana með gjöfurn, er verð- ur veitt móttaka af undirrituðum. Reykjavík 5. sept. 1908. Guðrún Helgadóttir. Sigurborg Jónsdóttir. Hildur Guðmundsd. Vigdls Torfadóttir. Bjórg Zoega. Sojýía Siemsen. Elísabet Kristjánsdóttir. Auglýsingar í iðnaðarritið Smið sendist Rögnvaldi Ólafssyni. Ágætt smíðaverkstæði til leigu frá 1. okt. í Bjarka við Grund- arstíg. Nægilegt rúm fyrir 3 hefil- bekki. Herbergi íil leigu. Reglusamur og þrifinn maður getur fengið eitt eða tvö herbergi með húsbúnaði til afnota frá 1. okt. á Laugav. 24. — Uppl. hjá Gísla Jónssyni. Nokkrir ferðamannaliestar, eign þýzkra ferðamanna, verða seldir á opinberu uppboði þriðjudaginn 8. þ. m. við hótel Reykjavík hér í bæn- um. Þaí eru stór orð að segja allir hlutir, en óhætt er að segja að flestir nauðsyulegir hlutir til heimilisþarfa fáist í verzlun Jóns Þórðar- sonar, Þingholtsstræti 1, með eins góðum kjörum og bezt er annars staðar. 2 herbergi með eldhúsi eru til leigu 1. okt. í Miðstræti 8 B. Altaf kemur eitthvaö nýtt með hverri skipsferð í verzl. Jóns I»órð- arsonar, Þingholtsstræti 1. Fyrir litla, bamlausa fjölskyldu eru 3 herbergi og eldhús til leigu uppi Laufásveg 4. Lampar og lampaglös nýkomin í verzlun Jóns Dórðar- sonar, Þingholtsstræti 1. Grundig og samvittighedsfuld Undervisning i Musik (Piano & Harmonium) samt Dansk (Læsning & Konversation) tilbydes af Anna Christensen, Tjarnarg. 5 Elev af Musikkonservatoriet i Kbhvn. Fæði fæst keypt frá i. október á Bókhlöðustíg 9. (uppi) S. Guðmundsd. Agæt herbergi lyrir einhleypa í húsi Einars Hjörleifssonar, Stýri- mannastíg. selur verzlun G. Matthíassonar þenna mánuð með lO°/0 afslætti. Þar á meðal dúka, sem eru mjög hentugir í SKÓLAFÖT handa dreng- jum. Kynnið ykkur vörurnar i Lindargötu 7. Þakkarorö. Fyrir mína og systkyna minna hönd nær og fjæryerandi votta eg öllum þeim i Rvik og Vestmanneyjum beztu þakkir, er heiðruðu út- för föður mins sáluga og sýndu hiuttekningu við fráfail hans. Magnús Þorsteinsson, Mosfelli. Þess er vert að geta sem gert er. JÞað hefir af ógreindum ástæðum dregist alt of lengi að geta þess opinberlega, að þegar við undirskrifuð urðam fyrir því sjúkdómstilfellí, að börn okkar, 5 að tölu, og móðir annars okk- ar lágu i taugaveíkinni l fleiri vikur, þá var það Þórður Thoroddsen læknir, sem manna mestog bezt rótti okkur hjálparhönd, bæði með læknis- hjálp og þeirri aðdáanlegu aðhjúkrun, sem honum er lagið við sjúklinga. Einnig lóði hjúkrunarfólag bæjarins okkur hjúkrunarkonu sina i mánuð án alls endurgjalds, og á hún sannarlega þakkir skilið fyrir sitt starf. í>ess- um og öllum öðrum sem á einn eða annan hátt réttu okkur hjálparhönd við þetta tækifæri biðjum við af alhug góðan guð að launa af rikdómi sinnar náðar, þegar þeim mest liggur á. Lindargöta nr. 80. Reykjavík. Jóhannes Sigurðss. ÞuríðurGuðmundsd. Sérstakt kærleiksverk. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, bæði •instaklingum og félögum, sem með aðstoð og fjárframlögum stuðluðu að þvi, að rétta okkur hjálparhönd til að geta komið 2 blindum börn- um okkar á blindrastofnun í Danmörku. Við óskum og biðjum að guð launi þeim fyrir hjálp- semi þeirra við okkur og börnin okkar. örettisgötu i Reykjavík, 2. aept. 1908 Jón Jónseon. Þórlaug Pálsdóttir. Budda hefir fundist. Vitja má til Kristínar Sigurðard. Laugaveg 20. Kvenbelti fundiö: Vitja má á skrifst. bæjarfóg. gegn borgun þess- arar auglýsingar. — Tapast hefir jörp hryssa 8 vetra aljám- uð, mark á eyrum: boðbíldur aftan hægra, spjaldbundin í tagli, mark á því: JAsm. Ar. Vogum. Oskast skilað til Asmundar Arnasonar, Hábæ i Vogum. Dakkarávarp. Hjartans þökk flyt eg þeim öllum, sem styrktu mig með fégjöfum til spítalavistar. Sér- staklega þakka eg Hólmfríði Gisla- dóttur, sem mest gekst fyrir því og þeim hjónum V. T. Hallgrímssyni og konu hans, er ólu önn fyrir mér árum saman. Franska spítalanum í Rvík, 1. sept 1908. Sveinn Einarsson (frá Stykkishólmi). Stulka í vetrarvist óskast á fáment en gott heimili, frá 1. okt. eða nú þegar. Upplýsingar Lindargötu 7. (verzl. G. Matthíassonar). Tapast hefir úr geymslu í Skild- inganesi steingrár klárhestur, merktur: B. 1. á lendinni. Finnandi er vin- samlega beðinn að gjöra viðvart í Brauns verzlun Aðalstræti 9. Fríkirkjupresturinn hefir fengið 14 daga hvild frá störfum sín- um. Messað verður því ekki 2 næstu sunnudaga, (12. og. 13. eftir trínit.). Embættisverk, sem gera þarf á með- an, framkvæmir síra Friðrik Friðriks- son. Hann er að hitta í húsi Kristil. unglingafélags. Stofa til leigu við Vesturgötu nr. 24. Herbergi á neðsta gólfi í hotel ísland, út að Aðalstræti, fæst leigt nú þegar. 228 þar tók hann hana upp úr gröfinni, þar apilaði hann fyrir hana í kotinu í Bkóginum, þar vann hún að því með honum, að hann yrði albata. En það var ekki að eins, að endur- minningm um hana vaknaði. Þeim skaut líka aftur upp í hug hans, óhrif- unum, eem hann hafði tekið af henni. Hann fann ástina streyma um sig all- an. Hann fann hina sömu ofurþrá til Ingiríðar sem hann hafði fundið á kirkjuBtaðnum í Roglanda-sveit, dag- inn Bem hún var tekin frá honum. í hræðBluheimuuum, í öræfauðniuni miklu, — þar h a f ð i þá vaxið blóm, eem gat huggað hann og glatt með ilmi og fegurð og yndisleik. Og nú fann hann, ftð áatin mundi aldrei kólna; hún mundi lifa og aukast til eilífðar. Óræktuð öræfajurtin hafði orðið flutt inn í blómgarð lífsins; þar festi hún rætur og óx og dafnaði. Og þegar hann fann þetta, þá visei hann að sér var borgið, að myrkrið hafði ekkert við honum. Ingiríður var þögnuð. Húu var þreytt, eina og hún væri nýkomin frá etröngu dagBverki. En hún var yndis- 229 lega róleg, eins og hún vissi það með sér, að betur hefði hún ekki getað lokið því. Hún fann, að hún hafði aigrað. I>ögnin varð löng; Gunnar rauf hana. — Eg lofa þér, að eg skal ekki gefast upp, sagði hann. — þakka þér fyrir, sagði hún. Fleira var ekki talað stundina þá. Gunnari fanst, að hann gæti aldrei sagt henni, hve hann ynni henni heitt. I>að varð ekki sagt með orðum. J?að varð ekki öðruvísi gert en að sýna það hverja stund og hvert augnablik allan liðlangan æfidaginn. guði að treysta, hlekki hrista, hlýða r éttu — g ó ð s að bíð a. 0 g g óður sonur g etur ei s éna göfgamóður með köldu blóði, v i ð j um r eir ð a 0 g meiðslum marða, marglegaþjáða, — 0 g f á ei bjargað. Góður sonur vill alt af leggja sig fram til að bjarga œttjörð sinni. 10. september nœstan eiga allir góðir synir íslands kost á því. Þá sést, hvað œttjörðin d þá marga. 225 — Hvað hirðirðu um mig eða hana móður þína ? Blessaður, þú skalt bara verða brjálaður aftur. jþá ertu ánægður; þá færðu frið. Hún hristí hannn til einu sinni enn. — Til að losna við hræðslu, segirðu. En þú hirðir ekki um þann, sem ekki hefír annað gert en að bíða þín og þrá þig alla sína æfí, og það þó að henni yrði aldrei að þeirri von, að þú kæmir. Ef þú hugsaðir nokkuð um aðra en sjálfan þig, þá mundirðu gera það, sem göfugra væri: þú mundir reyna að aigrast á sjúkdómi þínum og gera alt til þess að þú yrðir al- bata. En þú hugsar ekkert um aðra, hvernig sem þ e i m líður. Bæði í leiðslu og draumum kem- urðu til dyraDna alt öðru vísi en þú ert klæddur. J?á gætu steinar viknað af að heyra þig biðja um hjálp. En i rauninni viltu ekki að þér sé hjálp- að. |>ú skapar þér þá óra, að þú haf- ir þyngri raunabyrði að bera en allir aðrir. En þeir eru til, sem hafa mátt þola meira en þú.--------- Nú leit Gunnar Hede Ioksins upp, og horfði á hana djarft og einarðlega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.