Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar l viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eBa 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blabib. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 5. sept. 1908. 55. tölublað I. O. O. F. 898219.______________________ Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opib & mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 x/t og 6*/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siöd. Landakotskirkja. öuösþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10llt—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. J^-xkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 ogr l -6, Landsskjalasafnið á þi«t., fmd. og Id. »2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain k sd. 2—3. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- ' Faxaflöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness sept. 6. Keflavikur sept. 8. og 10. Garðs sept. 10. Tillögur Norðmanna. Andvígir Uppkastinu. Feir sjá hættuna. Fylgja Sjálfstæðismönnnm að máli. Svofelt símskeyti til Blaðskeyta- bandalagsins barst hingað frá Krist- janiu fyrir tveim dögum (sent af dr. Jóni Stefánssyni): Kristjaníu 2. sept. 1908, kl. 6 síðd. Ajtenposten (eitt helzta blað Norð- manna) flytur grein móti Uppkastinu, ejtir G j e l s v i k, prójessor í pjóða- rétti, jrægan mann um Norðurálju. Vill pað nefnist samningur (Traktat), en ékki lög, svo að gerðardómurinn (Voldgijtsdommen) i Haag dœmi i milli. Vill að sambandið verði pjóðréttar- legt, en ekki ríkisréttarlegt. Gamli sáttmáli enn i gildi. Sambandið verður ríkisréttarlegt, ej Island á að verða partur úr ríkisheild- inni dönsku (det samlede danske Rige). Ejtir uppkasti (tillögu) Gjelsviks eiga Danmörk og lsland að vera jrjáls, sjáljstæð riki, sameinuð undir einum konungi meðan arjgengur prins aj Gliicksborgarættinni lifir. Utanrikisstjórn sameiginleg 2/ ár. Þá uppsegjanleg aj alpingi eða rikispingi. Sameiginlegar hervarnir hættulegar báðum. Getur hvorugt hjálpað hinu. Danmörk getur neyðst til aðláta Island aj hendi, prátt jyrir ákvæðið um, að pað megi ekki. Það er hvorki meira né minna en tvö einna lang-áhrifamestu og við- lesnustu blöð Norðmanna, Dagbladet og Ajtenposten, sem flytja nú hvort eftir annað greinar um Uppkastið eins og þær væru runnar frá hjartarótum Sjálfstæðismanna hér heima, frumvarps- andstæðinga. Til dæmis að taka urn annað þetta blað, Ajtenposten, hefir Bj. Björnson, stórskáldið heimsfræga, kosið sér það um langan tíma til að rita í um sín á- hugamál. Höfundur greinarinnar í Ajtenposten, sem símskeytið hér að ofan greinir frá, er háskólakennari í pjóðarétti við háskólann í Kristjaníu og frægur mað- ur i þeirri grein um alla Norðurálfu. Það verður naumast kosið á æski- legri mann til að láta uppi hlutdrægn- islaust álit á Uppkastinu heldur en einmitt slikan mann sem þennan. Mann, sem hefir allra manna bezt vit á því, hvað það er, sem felst í tilboði Dana, er jrægur sérjræðingur í þeirri grein, sem langmest hnígur að að Uppkastinu, þjóðréttarfræðingur, og auk þess útlendingur, sem ekki verð- ur brugðið um í vitsmun^hrakinu samskonar góðgæti og oss islenzku andstæðingum frumvarpsins, hvað fegnir sem menn vildu. Og hvað segir svo þessi maður? Hann segir flest nákvæmlega hið sama og allir Sjálfstæðismenn hér hafa verið að segja í alt sumar. Hann segir alt gagnstœtt því, sem stjórnarliðið hér hefir verið að reyna að blekkja með þjóðina mánuðum saman, eða alla tíð síðan er Uppkast- ið kom. Fyrsta athugasemd þessa hins merka þjóðréttarfræðings er ein þeirra, sem vér höfum margbent á: að frumvarp- ið er nefnt lög en ekki sáttmáli eða samningur. Hann telur og sjálfsagt, að úrskurðarvaldið í ágreiningsmálum beggja þjóða sé í höndum gerðardóms utanríkja, en ekki f höndum nejndar, eins og ætlast er til í Uppkastinu, og það vitanlega því síður, sem meiri hluti nefndarinnar er danskur og úrskurðar- valdið því algerlega í höndum annars samningsaðiljans, þ. e. Dana. Þá vill bann að sambandið sýni, að hér hafi tveir fullvalda þjóðareinstaklingar samið sín í milli; tvö ríki en ekki eitt. Það vildu Danir ekki að sæist, því að þeir taka það fram í athugasemd- unum við frumvarpið af hræðslu við íslenzka titilinn á Uppkastinu, að rík- isréttarsamband skuli merkja nákvæm- lega hið sama og »det statsretlige Forhold mellem«, þ. e. að sambandið sé ríkisréttarlegt. Það var eitt af þvi, sem þeir vildu halda hvað fastast í, eitt á borð við ríkisheildar-orða- tiltækið. Ekki er höf. alveg á sama máli og sumir sagnameistararnir hér og upp- gjafa-landsréttindaverðir, að hann vilji ekki gera neitt úr Gamla-sáttmála. Hann kallar hann hvorki myglaða skræðu, sem ekkert sé farandi eftir, né heldur hefir hann sannfærst um, að vér værum algerlega réttlausir með- an vér hefðum hann, svo framarlega sem vér látum ekki ginnast til að semja réttleysið á hendur þjóðinni með Uppkastinu. Hann segir þvert á móti, að sátt- málinn frá 1262, Gamli-sáttmáli, hann höfum vér aldrei brotið af oss alt fram á þennan dag, sem vér gerum, ef vér göngum að Uppkastinu. Svo að vér eigum enn óglataðan rétt vorn, hvort sem það verður mikið lengur en fram yfir kosningar í haust. En því ráðum vér sjálfir. Höf. kveður ríkið vera eitt eftir Uppkastinu; ísland sé partur úr dönsku rikisheildinni, og sambandið verði því r/fó-réttarlegt, en pjóðaréttur nái ekki til þess eins og milli tveggja sjálf- stæðra ríkja. Próf. Gjelsvik vill kveða svo á um konungssambandið sem vér Sjálfstæð- ismenn, að Danmörk og ísland séu tvö frjáls og sjálfstæð ríki, þetta sem forðast er eins og heitan eld í öllu Uppkastinu. Og lausa vill hann láta oss vera allra mála við Dani um sam- eiginlegan konung eftir það, er eng- inn ríkisarfi af Glticksborgarættinni (konungsætt þeirri, er nú situr að völdum) er til, svo sem vér sórum með Gamla-sáttmála Hákoni konungi hollustu og einum hans niðjum. Það er með öðrum orðum, að vér afsölum oss ekki í hendur Dana réttinum til að kjósa oss sjálfum konung. Þá vill höf. hafa utanríkismál- in sameiginleg um 25 ára skeið. Úr því geta þau staðið þjóðinni fyrir þrif- um, ef þau eru í höndum Dana. Eft- ir þann tíma á hvor þjóðin um sig að geta sagt þeim upp, ef hún vill. Og ekki að þurfa til þess nema sam- þykt meiri-hluta þings annars hvors ríkisins. Enda er það hið eina, sem íslendingar geta gengið að, svo fjarri sem það er þeim smánarkjörum sem í boði eru. Þá minnist höf. á hættuna, sem stafað geti af sameiginlegum hermál- um; hvorugu landinu til gagns, en báðum til tjóns og vandræða. Af ákvæðinu um það, að vér eigum að hafa sameiginlegar hervarnir með Dön- um, leiðir það meðal annars, að Dan- mörk getur orðið neydd til að láta ísland af hendi til annarra þjóða, vinna það til þess að fá sjálf að vera til í tölu þjóðanna. Svo ósjálfráðir og ósjálfbjarga verðum vér eftir þessu frumvarpi, ef því verður ekki breytt, auk annarrar hættu, sem yfir þjóðinni vofir, af hermálasambandi við Dan- mörku. * * * Svona taka þá Norðmenn í streng- inn, hver eftir annan. Þjóðkunnustu sérfræðingar. Áhrifa- mestu blöð. Svona er hljóðið í þeim, þegar þeir hafa ihugað frumvarpið rækilega. Þeir eru ekki i neinum vafa um, hvert það stefnir. Þeir blekkjast ekki af íslenzkri þýðingu á því, rangfærðri og gyltri þar, sem rétt þýðing gat orðið til þess, að miklu færri menn vildu leggja því liðsyrði. Þeir hnýta það með afteknum orð- um, að frumvarpið sé óhæjt eins og það er. Þeir segja, að það sé íslenzku þjóð- inni til margfaldrar hættu, ef hún taki við því, en Dönum til minkunar að bjóða þetta íslendingum, — bjóða þetta þjóðfélagi með sinu djúpmót- aðu þjóðarséreðli og óglötuðum sjálf- stjórnarrétti á slíkum tímum sem nú eru, þegar reynt er að friðhelga slíka kjörgripi hvers þjóðfélags, sem Is- lendingar eiga. Vér getum bætt við öðru, sem Norðmenn gera sjálfsagt ekki fyrir kurteisi sakir. Bætt því við, að það er s j á 1 f u m o s s til háðungar og engis annars, að vera að deila um það, hvort oss sé betra að glata fullveldisrétti vorum um ókomnar aldir eða gera það ekki. Það er vottur um svo hörmulegt þroskaleysi í stjórnmálum. Það er höfuðstaðnum til því meiri sæmdar, sem hann er óskiftari í því máli, sem hann greiðir réttleysis- postulunum færri atkvæði kjördaginn, 10. september. Próf. X. M. Gjelsvik, sá er greinina hefir ritaS í Aften- posten, norska blaðið, og skýrt er frá hér í skeytinu á undan, varS háskóla- kennari í þjóSarétti viS háskólann f Kristjaníu fyrir fám árum ; tók viS af Hagerup. Hann er einn meS lang-helztu þjóS- róttarfræSingum á NorSurlöndum; og aukadómari í hæstarótti. Einkar skarp- skygn og stórmikils metinn vísindamaSur, fastúSugur, róttsýnn og háfrjálslyndur. Hann var mikiS viS riSinn deiluna milli NorSmanna og Svía og þótti koma þar viturlega fram sem annarstaSar ; gat sór frægan orSstír í þeirri deilu. Og jafnviturlega kemur hann fram í þessu máli, deilunni milli Islendinga og umboSsmanna Dana hér, íslenzku stjórn- arinnar svo nefndu. En ætli hún hafi ekki einhver ráS, sú lita, aS hola honum niSur í einhver- jum flokkinum, sem allir hans skoSun- arbræSur hór eiga aS vera i eftir henn- ar höfSi, gera hann t. d. að angurgapa eSa spekúlant? Einhverju verSur hún aS launa hon- um löSrunginn. Opnar það ekki angnn á öllum? Hvað er það, sem hefir ýtt svo undir þessa þjóð, að hún tekur alt í einu til, fyrir nokkrum áratugum, að heimta frelsi og sjálfstæði sér til handa, — krefjast þess, að hún fái s j á 1 f að ráða landinu sínu ? Það er það, að þá rennur það upp fyrir henni með óvenju-miklum skærleik og birtu, að í öllum hörm- ungunum hafi hún þó aldrei glatað réttinum til þess að eiga með sig sjálf. Það er þá, er hún finnur gim- steininn í sorpinu, sjálfstjórnarrétt- inn. Öll þau ár hafa flestir mestu og beztu snillingar landsins setið við að fága þennan gimstein, mann fram af manni enn sem komið er. Öll þau ár hafa íslenzkir stjórn- málamenn og sagnfræðingar — hver í kapp við annan — lagt sig í fram- króka um að sanna það, að landið væri óglötuð óðalseign þeirra, sem landið byggja, landsmanna sjálfra, ís- lendinga einna. Vér höfum lært að elska þá mest, sem bezt hefir tekist að sanna það, svo sem er um Jón Sigurðsson. Vér höfum lært að elska hann fyrir það, að hann hefir staðið allra manna fastast við þá stefnu, að vikja aldrei jrá rétti landsins. Og þegar hans naut ekki lengur við, þá hlupu aðrir undir merkið; það mátti ekki falla niður. Það hefði ver- ið að týna aftur gimsteininum, sem var nýlega fundinn. Á hvað er nú lagt mest kapp með þjóð vorri? Annars vegar á það, að afsala sér ékki þessum dýrmæta rétti vorum, hvað miklum brögðum og ginningum og glæsilegum svika-loforðum sem heitið er í staðinn. Gera það ekki vegna þess, að á honum getum vér flotið til lands að fullveldis-ströndinni. Og hinum megin er kappið lagt á það, að leggja sig i framkróka um að sanna réttleysi landsins. Það er ekk- ert sparað til þess nú, að reyna að koma þjóðinni til að finnast það, að hún eigi ekkert með sig sjálf. Mennimir, sem hafa skrifað hverja bókina á fætur annarri um forn lands- réttindi vor, ríkisréttindi, fullveldis- réttindi; menn, sem hafí verið að ljúka við það fyrir nokkrum mánuð- um, að færa sönnur á þau óskoruð; menn, sem þá hafa enn fremur tekið það fram, að þau séu hinn eini samn- ingsgrundvöllur, sem vér eigum að viðurkenna svo sem undirstöðu nýrra sambandslaga milli vor og annarrar þjóðar, — þeir hafa ekki verið annað að gera í alt sumar en að ganga á bak orða sinna upp á landsins kostn- að. Þeir hafa verið einstaklega frakkir og framir að t a 1 a um markið, sem þjóðin eigi að keppa að, en þegar reynt hefir á — þegar þeir eiga s j á 1 f i r að fara að hjálpa henni til þess, fara að leggja á sig að berjast fyrir hana gegn erlendum yfirráðum og ósvífnu innlendu kúgunarvaldi — hverir eru þá fljótastir að hlaupa frá hugsjónum þeirra ? Þeir sjálfir.------ Svo alúðlegur málaflutningsmað- ur Dana er ráðgjafinn, að hann læt- ur þýða fyrir íslenzka alþýðu eina hina lang-illgirnilegustu árás á Gamla-sátt- mála, sem nokkurs staðar hefir sést, eftir danskan lögfræðing, og ætlasttil að það hjálpi eitt með öðru til að sannfæra landsfólkið um réttleysi þess. Og sumir þeir íslendingar, sem áður hafa hampað hæst fornum landsrétt- indum vorum, slást nú í lið með þessum mönnum til að rífa þau niður ögn fyrir ögn. Og hvers vegna er það gert? Það er gert af því, að það sem nú er verið að bjóða þjóðinni, Uppkastið fræga, er svo hraklegt í alla staði, að fylgismenn þess vita, að sú þjóð, sem á einhvern rétt til að eiga með sig sjálf, hún missir hann, ef hún tekur við þvi, sem Uppkastið hefir að bjóða. Það er pess vegna. að nú verður að snúa öllu við. Það er þess vegna, að sömu menn- irnir verða nú að segja sama hlutinn svartan, sem þeir sögðu áður hvítan; að þeir, sem áður stóðu á þvi fastara en fótunum, að Gamli sáttmáli væri frelsisskrá vor íslendinga, verða nú að gera hann að innlimunarskjali. Það verður fyrst aðskrökva því að þjóðinni, að hún hafi afsalað sér réttinum í hendur annarri þjóð, áður en hugsanlegt er að hún verði gint til að ganga öðrum eins voða í greipar og Uppkastið er. Þetta verða þeir að gera, sömu mennirnir, sem hafa haldið eindregið fram landsréttindum íslands, áður en Uppkastið kom til sögunnar. Opnar petta ekki augun á öllum óháðum kjósendum ? Sjá þeir ekki, hvað verið er að vinna ilt verk, þegar verið er að ginna landsmenn til að semja á hendur sér þennan órétt með því að reyna að telja þeim trú um að þeir eigi ekki heimting á öðru? Sjá þeir ekki á því, hvað smánar- lega lítið felst í Uppkastinu, þegar þjóðinni er ógerningur að líta við því, nema hún gleymi pví áður, að hún á fulla heimting á að eiga með sig sjálf? Erl. ritsímafréttir ti] ísafoldar. (Kristjanfuskeytin þrjó prentuð á öðrnm stað hér í blaöinu). Khöfn «/» kl. 1286. Bólan eykst í Kristjaniu. Fáninn á Esjutindi! Núna í vikunni gengu þær upp á Esju, jungfrú Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og frú Jóhanna Jónsdóttir á Reykjum í Mosfellssveit. Þær voru 1 klst. og 40 mín. frá hlaðinu á Mógilsá upp á hæstu eggjar. Jung- frú Laufey hafði með sér islenzka fánann á stöng og festi stöngina á efstu brún, og má sjá fánan frá bæ- jum á Kjalarnesi. Atkveeðagreiðslan um aðflutnings-bannið. Gleymið henni ekki i þingkosninga- hitanum, góðir hálsar! Hún fer fram jafnhliða alþingiskosningum og er með öllu vandalaus. Auk kjörseðils, sem nöfn þingmanna- efna eru letruð á, fær kjósandi ann- an seðil, sem á er skráð Já og Nei. Sé kjósandi meðmæltur aðflutnings- banni, þá gerir hann X fyrir framan Já. Sé hann banninu mótfallinn, setur hann X við Nei. Annars er farið með þennan seðil að öllu leyti eins og kjörseðilinn, hann brotinn saman þann veg, að letrið snúi inn og stungið niður í atkvæðakassann svo að enginn sjái hvernig hann er merktur. Athöfnin er smávægileg, en þó mik- ilsverð. Þegar þér setjið merkið á seðilinn þá minnist þessara orða hins finska vísindamanns: Það er óhugsanlegt að mannkynið eigi bjarta og jarsæla jramtíð i vænd- um, nema öruggum lokum verði skotið jyrir alla ájengisnautn. — a.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.