Ísafold - 21.11.1908, Side 2

Ísafold - 21.11.1908, Side 2
286 ISAFOLD sem á að ráða listaverkinu að Jullu og öllu, og það er ósvinna, að fara öðru á flot. Það er hann, en ekki nefndin, sem á að bera ábyrgð á því fyrir komandi kynslóðum. Það er hahn, en ekki nefndin, sem borið hefir þessa hugsjón í brjósti árum saman, eðafrá Rómaborgarárinu 1902, hefir unnað henni, hefir skilið hana, hefir klætt hana holdi og blóði listar- innar. Það er hann, en ekki nefndin, sem skilur, hvað þarf að taka burt og hverju að bæta við til þess að gera verkið að fastgreyptri samræmisheild. Þessi afskifti nefndarinnar eru ekki annað en botnlaus misskilningur á sjálfstæðri list og móðgandi afbrot við frumlegt og viðkvæmt listamannsskap- lyndi. í»að sem fundið er að. Og hvað er svo þetta, sem fundið er að? Það er hinn andlegi hluti líkneskis- ins, sálin i því, skáldskapurinn, hug- sjónirnar. Fyrst einkunnarorðin á hásætisbrík- inni: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Þeim vill nefndin hafna af trúar- vandlæting. Nú er þess tvenns að gæta, að trú og sjálfstraust eru ekki að eins sam- ræmanleg, þau er sambrœðanleg hug- tök. Og þess annars, að vér ætlum ekki að reisa Ingólfi landnámsmanni líkneski fyrir það, að hann var trúmað- ur. Það er annar þáttur í eðlisfari hans, sem oss liggur nær í þessu máli; það er ýorgöngumannseðlið. Það er vandséð, hvort kjarna þess eðl- is verði rétt lýst í jafn íám og snjöll- um orðum sem hér er gert. Og einkunnarorðin eru snildarlega valin af tvennu öðru: fyrst því, að þau eru líftaugin í eðlisfari germanska þjóð- stofnsins, og annað hitt, að þau bregða upp í skínandi birtu sjáljstceðismetnaði þjóðar vorrar, þessu, er hún þyrfti nú einna helzt að eiga. Það eitt sér eigum vér að votta höf. þakkir fyrir að hafa greypt í hásætisbrík fyrsta land- námsmanns íslands. — Nefndin skilur ekki, hvað Flótti goð- anna og Ragnarök eru að villast inn á Ingólfsmynd. Og með dómihenn- ar um þær greypimyndir er þeim traðkað niður í moldargryfju misskiln- ingsins. Þær myndir eru ekki að eins lofsöngur um kristnina; þær knýja þann, sem skilur þær að fullu, til að gleyma ekki Ingólfi Arnarsyni alla æfi. Menningin hefir varpað geislaröðli um orðið mikilmenni; hver umliðin öld hefir lagt til Ijósmagn í þann sveig. í því ljósi sýnir höf. oss Ingólf Arnarson; gerir það í greypi- myndinni um goðaflóttann og goða- hvarfið. Hvernig ? Það er menning- in forna, fornmenning allra Norður- landa, er hingað flýr í land Ingólfs. Annarsstaðar gleymist hún; hér lifir hún og gerir garðinn frægan. Og hvað er það annað en ásatrúin, sem getur verið fulltrúi þeirrar menningar? Höf. hugsar sér, að goðin komi á skýi, þevsandi í loftinu. Lengst við austur sjá þau tákn kristninnar í morg- unroðanum, hönd guðs hina miklu, og í hendi guðs Krist, þjón hans á jörðunni, sem breiðir faðminn út í móti börnum hennar. Goðin flýja, af því að dagur þeirra er að kveldi kominn í heimkynnunum fornu. Og goðin flýja til sólseturslandsins í vestr- inu, íslands; þar er þeim lengst lýst; þar bráðnarekki lífssögu-málmur þeirra hinn dýri í deiglu kristninnar. — Það er greypimyndin fyrri. Hin lýsir ragnarökum, goðahvarfinu, þegarkristni kemur til lands og goðin ganga í björtum klæðum fram af fjöllum ís- lands og inn í logarauða kvöldsólina, um leið og hún gengur til viðar. Sólin á austurhimninum hækkar. Hvað nú á að gera. Hvernig er þá afstaða málsins nú? Hún er sú, að höf. neitar að láta frá sér listaverkið öðruvísi en hann hefir gengið frá því, kemur vitanlega ekki til hugar að láta skemma það fyrir sér. Og nefndin hefir lagt árar í bát, þótt ekki sé hún komin að. Segir hvorki af né á um neitt. Þ a ð er hjálpin, sem ætlast var til 1906, að Einari Jónssyni kæmi frá oss íslendingum. Undir þei'rri grímu hefir nefndin starfað til þessa — frá sjónarmiði annarra en sin að minsta kosti. Og þó hefir starf hennar orð- ið honum bæði til skaða og skapraun- ar. — Eg vona að allir sjái, að þetta ráð- lag er óhæfilegt lengur. Og úr þess- um ógöngum er ekki nema ein sæmi- leg leið, sú, að Iðnaðarmannajclagið sjálft skerist nú í leikinn og ráði mál- inu sem fyrst til lykta. Sómi þessa máls er sómi félagsins. Það tók fyrst málið að sér. Og það af svo miklum áhuga, að það lætur ekki hér við lenda. Skerst í leikinn áður en höf- undurinn neyðist til að selja öðrum myndina. Og gerir það með þeim einum hætti, að selja honum sjálfdæmi i málinu. — Annaðhvort erum vér færir um að eignast líkneski Ingólfs Arnarsonar, eða vér erum það ekki. Séum vér það ekki og högum oss eftir því, þá hefir E. J. verið ver leikinn heldur en oss er blygðunarlaust að þola. Séum vér Jœrir um það, þá er oss jafnmik- il hneisa að láta ganga í þessu þófi lengur. Og eins er enn að gæta. Þess, hvort það er óviðráðanlegur dómur á þjóð vorri, að hana þurfi að jafnaði að iðra þess eftir á, hvernig henni hefir farist við sina mestu listamenn. Getum vér ekki sjálfir sveigt þann dóm undir áhugamikinn og öflugan vilja? K. Mannalat. Látin er í Khöfn í sumar (5. ágiist) ekkja Hilmars Finsens landshöfðingja, frú O 1 u f a F i n s e n, komin nokk- uð á áttræðisaldur (f. 1836), og hafði verið 22 ár ekkja (H. F. dáinn 1886). Hún var aldönsk að kyni (f. Bojesen), en undi sér vel hér á landi (1865 — 1882) og bar mikla rækt til landsins síðan. Hún var atgerviskona og vel að sér. Þau hjón áttu 3 syni og 3 dætur. Yngsti sonurinn, Arni, dó nýorðinn stúdent (1883, druknaði í Khöfn, á sundi), og dóttur sina hina elztu, Ragnheiði, mistu þau á þeim missirum. Hún var gift dönskum sjóliðsforingja, H. H. Koch. Jón Fin- sen heitir annar sonurinn, sem á lífi er og er bæjarfógeti í Ringobing, en hinn, Ólafur, bæjarfógeti í Nyköbing á Falstii. Önnur dætranna, Anna, er gift norskum málfærslumanni, en hin, Olufa, ógift i Khöfn. Frú Olufa Fin- sen sál. var nokkuð geðbiluð mörg ár hin síðustu, sem hún lifði. Að Höfn í Borgarfirði lézt 17. þ. mán. bóndinn þar, Torfi Péturs- s o’n Sivertsen, mætur maður á bezta aldri, rúmlega fertugur. Hann var sonur Péturs heit. Sivertsen, er lengi bjó í Höfn, og síðari konu hans Steinunnar Þorgrimsdóttur prests í Saurbæ Thorgrímsens, og bróðir þeirra sira Sigurðar P. Sivertsen á Hofi t Vopnafirði og frú Sigríðar konu síra Magnúsar Andréssouar á Gilsbakka. Kvæntur var hann Þór- ur?ni Ríkharðsdóttur, ættaðri úr Suður- múlasýslu, er lifir mann sinn ásamt syni þeirra á barnsaldri, Pétri Fjeldsted. Torfi sál. var maður prýðilega gef- inn, vel mentaður og vel látinn af öllum sem hann þektu, enda prúð- menni í allri framgöngu, hreinlund- aður og yfirlætislaus. Hann var bú- höldur góður, en fremur óhraustur að heilsu síðari árin. Síðustu árin tvö sótti á hann mikil sjóndepra, sem læknar fer.gu ekki við ráðið, en hefir vafalaust staðið í sambandi við veiki þá er lagði hann í rúmið í sumar og þá í gröfina. -----98G------ Laugarnesspítali. Þar er skipaður kennimaður settur prestaskólakennari, cand. theol. Har- aldur Níelsson. Viihjálmur óþögii. Frá því var sagt hér i blaðinu fyr- ir skemstu, að lausmælgi Vilhjálms keisara gerði enn á nýjan leik slæm- an grikk hans æðsta ráðgjafa, Búlow ríkiskanzlara, sem ber aðalábyrgð á orðum og gjörðum keisara, er til stjórnmála kemur, og að búist væri við töluverðri sennu út af því, er þing kæmi saman, ríkisþingið, í önd- verðum þ. mán. Búlow hafði beð- ið keisara lausnar, en hann ekki viljað veita, með því að hann hlaut að kenna sjálfum sér um, að kanzlar- inn komst í vanda, þann, að bera ábyrgð á miður gætilegu hjali keisara og raupi af því, er hann hefði gert Bretum til greiða og þægðar, en þeim líkaði illa að heyra; það átti að sýna og sanna, að þeim þyrfti enginn ótti að standa af mikilfenglegum herskipa- stólsauka Þjóðverja; en Bretar grun- uðu hann þar um undirhyggju og hugsa enn meira en áður um að auka sinn flota. Það ugðu margir, að umræður á þingi út af því rnáli mundu verða Búlow til falls. En nú segir símfrétt frá því í fyrra dag, að hann hafi haldið velli og sitji kyrr í embætti. En þingið talað ut- an að því, að keisari væri gætnari í orðum eftirleiðis. Sjálfsagt hefir verið haglega búið um þær snuprur, vegna kurteisiskyldu við hátignina. En súrt í broti alt um það fyrir slíkan höfðingja, að láta segja sér svo til siðanna. Búlow hefir verið ríkiskanzlari frá því 1900 og eru þeir Vilhjálmur keis- ari miklir vinir. þjóðhöfðingjaskifti. Ritsíminn flytur þau tiðindi nýjust utan úr heimi, að þau séu bæði látin, keisarinn yfir Kínaveldi og keisarafrúin gamla, fóstra.hans, sú er ríkjum réð þar í rauninni og- hafði ráðið fiátt upp i hálfa öld. Keisarinn hét Kwangzu og hlaut keisaranafn 1875, þá þrevetur. En ríkisstjórn annaðist æskuár hans og lengur þó rniklu ekkja afa hans, Hien- fongs keisara (f 1861), en rnóðir föð- urbróður hans og fyrirrennara, Tungtsjí keisara (1861—1875). Hún nefndist T s u - s h i, skörungur mikill og vel viti borin, ráðrík- og drotnunargjörn. Kwangzu keisari varð fullveðja 1889 og tók þá við rikisstjórn. Hann vildi hafa meira samblendi við Norðurálfu- ríki en verið hafði áður og taka sér snið eftir þeim um ýmsar framfarir að dæmi Japana. En það líkaði ern- bættalýðnum illa, mandarínum, og var drotningin gamla á þeirra bandi. Hún tók ráð af keisara fyrir 10 árum (1898) og lét taka af lífi framfararáðunauta hans, þá er höndlaðir urðu; hinn helzti þeirra fekk forðað sér á náðir Englendinga. Upp frá því réð drotn- ing mestu, en keisari svo sem engu. Nú eru þau bæði dauð samtímis, hvern- ig sem það hefir atvikast, hún nær hálfáttræð (f. 1834), en hann rúmlega hálffertugur. Það er ófrétt enn, hver við völdum hefir tekið yfir hinu mikla riki, »mið- ríkinu«, er þeir svo nefna sjálfir, Kín- verjar, öðru mannflesta ríki í heimi (300 milj., en Bretaveldi 400 milj.), en tvö ein ríki víðlendari, Bretaveldi og Rússa. Og mun það rautiar ekki á miklu standa. Það kváðu vera lög þar í laudi, að keisari tilnefni eftir- mann sinn, en ekki látið vitnast fyr en að honum látnum, hver fyrir kjöri hefir orðið. V atnsveitumálið. Uppþotið út af því er nú alveg hjaðnað niður. Það var síðasta mál á dagskrá í bæjarstjórn í fyrra kveld og biðu margir áheyrendur eftir því langt fram á nótt; bjuggust við snarpri sennu þá, með því að kunnugt var, að 1 eða 2 bæjarfulltrúar höfðu róið undir æsingarnar, munu hafa ætlað að afla sér með því alþýðuhylli. En þeir lögðu alveg árar í bit, er fram kom skýrsla vatnsveitunefndarinnar á fund- inum, sem bar saman við það, er hr. Holger A. Hansen segir hér í síðasta bk Bæjarstjórn hafði ekkert þar við að athuga. Borgarstjóri skýrði og frá að gefnu tilefni, að það lítið sem út af bæri reglunni um að láta fátæka fjölskyldumenn í bænum ganga fyrir vinnu við vatnsveituverkið, þá stafaði það af því, er þeir, sem jhefðu tekið að sér eitthvað af verkinu fyrir ákvæð- iskaup (akkord), réðu í vinnu til sín hvern sem þeim sýndist; það gæti nefndin engu ráðið um; þeir yrðu að ráða því. En það næmi litlu. Bæjarfógetaskifta í Reykjavík er von nú um áramót- in, með því að bæjarfógeti Halldór Daníelsson hefir sótt um, yfirdómara- embættið þetta, sem laust er, og er e i n i umsækjandinn. Altalað er, að í hið vandfylta sæti H. D. muni setjast Jón Magnússon skrifstofustjóri, fyrrum sýslumaður í Vestmanneyjum og þar einstaklega vel látinn. Veðrátta vikuna frá 15.—21. nóv. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 2.4 3.9 ' 3.5 4-L7 7.3 11.0 M -H).4 4-0.5 0.5 -4-5.0 2.2 6.6 Þ 1.2 0.0 4-1.5 4-4.2 2.2 3.6 M 0.0 4-8.0 4-3.0 4-8.0 4-2.5 1.5 F -f-2.5 8.5 4-4.5 4-9.5 4-4.3 4-0.5 F 0.4 1.5 1.0 4-2.6 4-1.0 1.6 L 0.0 4-2.1 4-0.2 4-3.0 3.8 2.0 Reykjavíkur-annáll. Dánir. Porsteinn Sigurðsson skósm. Klapparstig 24, 28 ára, dó 14. nóv. Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Baldur Benediktsson selur i sept. siðastl. Sveini G. Gislasyni trésmið húseign nr. 9 við Klapparstíg með 411 ferálna lóð á 5800 kr. Einar M. Jónasson cand. jur. selur 23. maí Hallgrimi Jónssyni húseign nr. 27 við Bergstaðastræti á 7000 kr. Guðmundur Jakobsson trésmiður selur 5. okt. Páli Guðmundssyni byggingarlóð við Laugaveg (78) á 2000 kr. Páll Guðmundsson trésmiður selur 29 okt. Kristni Guðmundssyni og Eyólfi Guð- brandssyni húseign nr. 26 við Njálsgötu með 387 ferálna lóð. Hjúskapur. Egill Þórðarson frá Ráða- gerði og ym. Jóhanna Halldóra Lárusdóttir, 14. nóv. Gissur Hans Víum Jónsson frá Bárugerði á Miðnesi og ym. Rannveig Pétursdóttir, s. bæ, 7. nóv. Guðjón Bárðarson, Frakkastig 10, og ym. Ingveldur Pálsdóttir, 14. nóv. Jón Jónsson frá Nýlendu á Miðnesi og ym. Guðrún Hákonardóttir, 15. nóv. Sigurður Runólfsson gistihúsráðandi í Borgarnesi og ym. Jóhanna Rögnvaldsdótt- ir, 14. nóv. Sigurjón Ólafsson skipstj., Skólavörðustig 17A, og ym. Guðlaug Sigurðardóttir, 14. nóv. Þorgrímur Jónsson, Hafnarfirði, og ym. Guðrún Guðbrandsdóttir, 7. nóv. Prestvígsla. Hinn nýi biskup, herra Þórhallur Bjarnarson, -vígir á morgun i dómkirkjunni þá Guðbrand Björnsson prestaskólakandídat, pretjj; að Viðvík í Skagafirði, og settan prestaskólakennara, háskólakand. í guðfræði Harald Níelsson; hann stígur i stól. Dularfull fyrirbrigði, Hr. Einar Hjörleifsson flytur erindi um það mál, hvað líður rannsókn þess, á morgun fund- arsal Kristilegs félags ungra manna (K. F. U. M.) við Amtmannsstig. Byrjar kl. 5 stundvislega. Gufuskipin. S/s Laura ókomin enn. Thoreskip Sterling (Em. Nielsen) fór héðan tiltekinn dag, 18. þ. m., áleiðis til Leith og Khafnar. Farþegar 18, þar á meðal Sveinbjörn Guðjohnsen gullnemi frá Alaska og systir hans frk. Þóra Guðjohn- sen, Magnús Hjaltested úrsmiður, frú Reincke nuddlæknir, Pelersen kvikmyndaleikhússtjóri, Guðbrandur Jónsson stud. art., Bergemann verzlm. Nýjar ofsókuir. Þeim þykir ekki á- rennilegt, stjórnarblöðunnm, að ráðast beint i mótiyfirlýsingunni um daginn frá 18Tilrauna- félagsmönnum um dularfull fyrirbrigði og svariEinars Hjörleifssonar, þar sem hrakt- ar voru aðdróttanir að honum og Indr. Indriðasyni í sambandi við það mál, og gerir nú annað þeirra, Lögr., í þess stað tilraun til að ófrægja I. I. með gömlum bæjarþvaðurs-samsetningi þess efnis, að »andarnir« hafi ætlað að »hræða unga fallega og gáfaða stúlku til þess að giftast honum« I! Erl. ritsímafréttir til ísafoldar. Khöfn. 19. nóv. Keisarinn i Kina og ekkjudrotningin þar bœði dauð. Bulow ríkiskanzlari situr kyrr(í em- bœtti). Rikisþingið óskar orðgœtni keisarans. Stjérnarvaldaaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa i Dbú Einars Gislasonar frá Hringsdal við Arnarfjörð innan 6 mán. frá 26. nóv. Dbú Jóns Helgasonar kaupm. á Akureyri innan 12 mán. frá 26. nóv. Þrbú Guðmundar Jónassonar í Brimnes- hjálegu í Seyðisfirði innan 6 mán. frá 26. nóv. Dbú Þorleifs Guðmundssonar frá Gildals- eyri í Tálknafirði innan 6. mán. frá 26. nóv. Þrbú Bjöms Olsens kanpm. á Patreksfirði innan árs frá 26. nóv. Þrbú Péturs sál. Jónssonar pjátursmiðs i Reykjavik innan 12 mán. frá 26. nóv. Leikfélag Reykjavikur: Skugga-SYeinn leikinn í kveld og annað kveld (laug- ardag og sunnudag 22. og 23. nóv.) í Iðnaðarmannahúsinu. Stórt úrval af vetrarkápuefnum skozkum, einlitum, röndóttum, er nú komið í vefnaöarvöruverzlun Bgill Jacobsen’s. Uppboð á húsgögnum og ýmsu fleira verður haldið á Laugaveg 31, á mánu- daginn kemur, þann 23. þ. m. Langur gjaldfrestur. Sjá götuauglýsingar. Jönatan Þorsteinsson. Með s/s Laura koma regnkápur fyrir telpur og stúlkur í miklu úrvali og eftir nýjasta sniði og tízku. Egill Jacobsen, veínaðarvöruverzlun. Einar Hjorieifsson flytur fyrirlestur um Rannsökn dularfullra fyrirbrigða í satnkomusal K. F. U. M. næsta sunnudag 22. nóv. kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar kosta 50 aura og fást í afgr. Isafoldar og við inngang- inn. . Móálóttur hestur, mark blað- stýft fr. vinstra hefir tapast. Finnandi beðinn um að skila honum til G. Zoega. Stórt úrval í öllum litum af og sömuleiðis alls konar broderingum fæst í vefnaðarvöruverzluninni hjá Egill Jacobsen. Kr. Knudsen, Skibsmægler. Befragtning, Kjöb og SalgafDamp- og Sejlskibe. Agentur og Commission. Christianssand, S. Norge. Telegr.adresse: Nesdunk.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.