Ísafold - 06.02.1909, Síða 2

Ísafold - 06.02.1909, Síða 2
26 ISAFOLD bæði kennarar og nemendur, svo og viðstaddir gestir. Þessi eru helztu mál er rædd voru: 1. Borðsiðir í sveitum. Umræður hnigu að þvi, að æskilegt væri, að sameiginlegt borðhald kæmist á í sveit- unum, að borðað væri með hnif og gafli og að menn gengi hreinir á höndum til máltiða og gættu yfir höfuð þrifnaðar við borðhaldið. 2. Dýraverndun. Lögð var áherzla á að vanda meðferð búfjár og gera sem minst að fugladrápi og eggjaráni. 3. Islenzkar ípróttir. Um það mál urðu miklar umræður og lutu að því að leggja bæri meiri stund á iþróttir en verið hefir, einkum glimur, sund, skíða ferð og skauta, hlaup og stökk o. s. frv. Því var beint til ung- mennafélaganna, að ryðja braut þess- um iþróttum og fleirum. 4. Um dans, hvort hann væri góð og holl skemtun. Skoðanir voru mjög skiftar; sumir töldu hann óholla skemt- un. Fleiri virtust þó vera á því, að hóflega stiginn dans væri góð skemtun. 5. Hlutajélavið Reykjajoss. Máls- hefjandi Guðm. ísleifsson á Stóru-Há- eyri. Rætt var um það fram og aftur, og töldu margir æskilegt, að komið væri upp klæðaverksmiðju á Reykja- fossi. 6. Líjtrygging. Umræður um það mál hóf ísólfur Pálsson á Stokkseyri og skýrði það á ýmsa vegu. Voru menn alment á eitt sáttir um það, að líftrygging væri nauðsynleg. 7. S'óngur í sveitakirkjum. Það var viðurkent, að söngur í kirkjum væri betri en verið hefði áður, jafnvel þótt honum væri enn víða ábótavant. Margir lögðu áherzlu á það, að tek- inn væri upp sá siður, að sem flestir syngi í kirkjunni og hefðu með sér sálmabækur. 8. Um vinnumensku og lausamensku eða hvort betra væri að vera vinnu- maður í sveit eða lausamaður. Mjög skiftar skoðanir, og fóru sumir ómjúk- um orðum um lausamennina. Það álit kom fram, að menn ættu ekki að gerast lausamenn mjög ungir eða ekki yr en þeir hefðu öðlast nokkra lífs- reynzlu. 9. Heimilisprijnaður. í þvi máli tal- aði umferðakenslukona hér sunnanlands i matreiðslu, jungfrú Ragnhildur Pét- ursdóttir og taldi hvað helzt væri ábótavant um þrifnað á heimilum. Mintist hún og fleiri á það, að nota bæri vatn og lojt til þrifnaðarauka framar en alment gerðist. 10. Urn túngirðingalögin frá 1903 urðu nokkrar umræður, er lutu helzt að því, að bændur gætu eftirleiðis átt kost á hagkvæmum lánum til að kaupa fyrir girðingavír frá útlöndum. 11. Tóbaksbrúkun. Þessi tillaga bor- in upp og samþykt: Fundurinn telur tóbaksbrúkun skaðlega og óskar þess, að unglingar venji sig ekki á hana. 12. Vátrygging sveitabaja. Umræð- urnar lutu að því, að óumflýjanlegt væri fyrir sveitirnar að koma á fót brunabótasjóðum, samkvæmt lögum um vátrygging sveitabæja frá 20. okt. 1905. 13. Um pegnskylduvinnu. Umræður um það mál hóf Sigurður Sigurðsson ráðunautur og var samþykt svolátandi tillaga: Fundurinn er hlyntur hug- myndinni um þegnskylduvinnu. 14. Um bóka lestur og blaða. Fundar- menn voru yfirleitt hlyntir lestrarfé- lögum, en töldu æskilegt, að menn vönduðu sem mest val á bókum til þeirra. Og um blaðakaup voru flestir þeírrar skoðunar að kaupa baeri helzt þau blöð, er væru bezt að öllum frá- gangi og þá fyrst og fremst að máli. 15. Kirkjurakni. Álit manna var, að kirkjurækni væri að hnigna, en ráðið til að bæta úr því meini væri meðal annars það, að kenningarjrelsi presta vceri aukið og kirkjusöngur bættur. 16. Framhald búnaðarnámsskeiðsins. Svolátandi tillaga var samþykr: Fund- urinn skorar á smjörbúasamband Suð- urlands að hlutast til um við Búnaðar- félag íslands að slíkt námsskeið sem þetta verði haldið hér eftirleiðis. Ólafur ísleifsson flutti fyrirlestur um hugsunarhátt og menning bænda- lýðsins. Um gagnsemi þessara námsskeiða skal hér eigi rætt, en þó hygg eg, að skoðun manna, er þekkja til þeirra sé sú, bæði hér á landi og erlendis, að þau hafi góð áhrif og veki menn til áhuga og starfa. Ekki má búast við miklum lærdómi á svona stuttum tíma, enda ekki aðal- tilgangurinn að kenna, heldur að vekja og glceða áhugann og Jræða um ein- stök atriði í búnaði. En þessi námsskeið eru aðallcga ætluð þroskuðum mönnum, bændum og bændaefnum. Til þess að hafa þeirra full not, væri æskilegast, að þeir, er þau tækju, hefðu einhverja undirbúningsmentun eða lijsreynslu. Unglingar innan við tvítugt geta fæstir fært sér þessa fræðslu i nyt, svo vel sé. Að öðru leyti má geta þess, að skilyrðin fyrir því, að þessi stuttu námsskeið geti orðið að notum og náð tilgangi sínum eru þessi: 1. að kenslustaðurinn sé haganlega í sveit settur og liggi vel við samgöng- um; 2. að ketinarar og nemendur geti búið saman og umgengist hverir aðra meðan námsskeiðið stendur yfir; 3. að kennararnir séu starfinu vaxnir, og að kenslan sé Jjölbreytt; 4. að nemendurnir séu þroskaðir menn og sýni áhuga á því að færa sér í nyt það sem þeir sjá og heyrn. Ef þessum skilyrðum er fullnægt, má gera sér beztu vonir um góðan og happasælan árangur af búnaðar- námsskeiðunum. En þessi skilyrði eru því miður ekki alstaðar til, og því er það fá- sinna að ímynda sér, að þessi náms- skeið geti gert alstaðar sama gagn. Að Þjórsártúni er hentugur staður fyrir slík námsskeið. Þangað geta sótt menn úr tveimur stærstu og fjölmenn- ustu landbúnaðarsýslum landsins. Þar eru húsakynni óvenjulega góð eftir því, sem gerist i sveit, og að vestan- verðu við ána er einnig rúm gott og þar geta menn fengið gisting, og styður þetta alt að því, að þarna geta margir verið í senn og fært sér í nyt það sem fram fer á námsskeiðinu. Kennslukrafta má útvega sæmilega góða og fjölbreytta að Þjórsártúni, án stórkostlegs kostnaðar. En jafnvel þó að skilyrðin séu betri á þessum stað en viðast hvar annar- staðar, þá er ekki þar með víst, að það sé frágangssök að halda slík náms- skeið í öðrum héruðum landsins, siður en svo. Við bændaskólana eru þau einkar hentug að flestu leyti, enda gert ráð fyrir því í lögunum um stofnun þeirra, að þau skulu haldin þar. Það mætti og halda þau víðar, enda hefir það staðið til. Það var áformað, að innan Búnaðarsambands Vestfjarða skyldi haldin 2 búnaðar- námsskeið í vetur, og innan Búnaðar- sambands Austurlands var einnig í ráði að halda eitt eða fleiri námsskeið á þessum vetri. En hvað sem um þetta er að segja að öðru leyti, þá er einkar áríðandi, að vandað sé til þessara námsskeiða svo sem frekast er hægt, hvar sem þau eru haldin, því það er skilyrði þess að þau geri gagn og beri bless- unarríkan ávöxt. 5. 5. Veðrátta vikuna frá 2.4—30. janúar 1900. Hv. If. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 1.6 —1,4 1,0 0,6 —3,5 2,0 0,5 Mánnd. 2.0 -1.2 1,6 —3,0 -1,6 -2,5 -0,5 Þriðjd. 1,3 0,7 2,0 4,0 2,0 6,7 8,8 Miftvd. -2,0 -2,7 -2,9 0,5 —3,6 2,1 4,3 Fimtd. -0.5 -0,4 -2,0 -1,5 —8 6 -1.8 3,5 Föstd. -4,6 -3,3 0,2 -16 -8,7 -0,6 -0,2 Laugd. 1,0 —0.5 -2,0 -6,5 -9,0 —2,7 -1» Rv. = Reykjavik; íf. = ísafjörður (nýbœtt viðl; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr. = Grim8fltaöir; Sf. = Seyðisfjörður; í»h. = Þórshöfn i Færeyjum. Kjörskrá til alþingÍH liggur til sýnis þessa daga í bæjar- þingstofunni. Nú riður á, að kjós- endur líti eftir, hvort ekkert nafn vantar á hana, sem þar á að standa. Ekki er aftur tekið, ef það er van- rækt, meðan timi er til. Allir karl- menn hálfþrítugir eða eldri með óskertu mannorði og ekki i vinnumensku eiga kosningarrétt til alþingis, ef þeir gjalda minst 4 kr. til sveitar í aukaútsvar. Örþrifaráð. Brjóstumkennanlegt er að horfa á landsins æðsta valdsmann hérlendan lúta svo lágt til þess að halda i valda- hnossið, sero nú hefir hljóðbært orðið nýlega. Hann eða hans menn kváðu vera að safna undirskriftum undir áskorun til hans um að sitja kyrr og hreyfa sig hvergi af valdastólnum, hvað sem þingið segir eða meiri hluti þess. Sumir segja, að skjalið sé traustsyfir- lýsing til hans, og þá ekki bein, held- ur að eins óbein áskorun svo vaxin, sem nú var mælt. En það stendur nokkurn veginn á sama, hvort heldur er. Það er í kaupstöðunum þremur, sem þetta fargan kvað vera á ferðinni, Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði. Og mælt er að stjórnarherinn sé að undir- búa samkynja atlögu að 4. kaupstaðn- um, sjálfum höfuðstaðnum. Fyrir nokkrum dögum heyrðist hér á ritsímastöðinni svo orðað skeyti frá Akureyri: Akureyri undirskrifar! Sama kveld var tjáð þar í heyranda hljóði (eins og hitt): Fjögur símskeyti send til Seyðisfjarðar í dag! Og var það skilið svo, sem lotið mundu þau hafa að einhverjum sams konar framkvænadum þar eystra. En þarf vitaskuld ekki að hafa verið. Víst er það aumkunarlegt. Mikið má þeim manni þykja við liggja, sem annað eins tekur til bragðs eða lætur aðhafast í sínar þarfir. Kjördæmi þessi öll höfðu svarað allgreinilega í sumar, er þau voru spurð með lögmæltum hætti, hvernig þeim líkaði þessi stjórn, sem nú höf- um vér yfir oss og alt hennar at- hæfi. Það svar varð öðru vísi, mjög á annan veg en hún mundi kosið hafa og gert sér beztu vonir um, hégóm- legar vonir að vísu og heimskulegar. En greinilegt var svarið og verður eigi aftur tekið. Ekki fyr og ekki öðru vísi en á næsta kjörfundi, hvort sem ’nans er langt eða skamt að bíða. En nú er sýnilega verið þó að reyna að ginna kjósendur til að taka svarið aftur, ef frétt þessi er sönn, — taka það aftur ólögleg-i. Hugsunin sú, að ekki muni það vera full-ljóst öllum lýð, að slík aftur- köllun, ef henni fengist framgengt, er ólögleg, er markleysa. Eða þá, að hægt muni vera að láta d ö n s k u mömmu renna niður þeirri heimsku, að kosningarnar í sumar hafi verið ekkert að marka. Nú komi hinn s a n n i þjóðarvilji fram, sá, að halda í drenginn hennar, bera hann á hönd- um sér áfram, meðan hann lifir! Hlæja skyldi að ósköpunum, ef þau væri ekki hneyksli um leið. Gufuskipin. Thoreskip Sterling (Em. Nielsen) lagði 4 stað frá Leith hingað i gærmorgnn. Kemur þá væntanlega á mánn- dagskveld eða nóttina þá. En um Ceres hefir ekki frézt, að hán sé komin til lands- ins enn, og er þá tölnvert á eftir áætlun. Kappgllmur. Það gerðist í Bárubúð mánudags- kvöldið er _ var, að glímt var um siljur- skjöldinn Ármanns, þann er mesta glímumanni Reykjavíkur er veittur í heiðursskyni. Glímurnar hófust kl. 9, og troðfult hús, svo að fjöldi manna varð frá að hverfa. Það mun flestum hafa fund- ist, áhorfendum, að ekki hafi hér ver- ið öðru sinni betur glímt. Enda óspart látið í Ijósi: hverjum glímu skiftum að kalla tekið með dynjandi lófaklappi. Tólf menn glímdu. Við þau glímu- lok, hin fyrstu, stóð enginn uppi byltu- laus; en þrír voru jafnastir: höfðu 11 vinninga og sína byltuna hver. Það voru þeir Guðmundur Stefánsson, Hallgrímur Benediktsson og Sigurjón Pétursson. Nú gengust þeir að. Það var önnur glíman. Lokin þau, að þeir lágu hver fyrir öðrum. Jafnir sem sé enn, og ilt að gruna um úrslitin. En þau urðu þó það hið þriðja sinn, að Hallgrímur Benediktsson vann þá báða félaga sína — og hlaut skjöldinn. Það er annað sinn, sem um hann er glímt, og H. B. hlotið hann bæði skiftin. Vinni hann skjöldinn þriðja sinn, er hann eign hans úr því. 8kautakappför á Tjðrninni. Það er eins og hér sé komið gróð- urmagnað íþrótta-loftslag síðustu miss- erin; þær spretta upp hver af annari með óvenjumiklum blóma. Ein þeirra er skautalistin. Hún á stórmikið fylgi og áhuga að baki sér hér í bæ, meira en nokkuru sinni áður; það sást sunnudaginn er var. Þá var stofnað til skauta-kapp- farar á Tjörninni. Ekki þreyttu reyndar fleiri förina þá en 23 menn talsins; en það mun hafa stafað miklu fremur af hævesku og alkunnri íslenzkri hlédrægni um að eiga þátt í sýningum fyrir almenn- ingi, heldur en hinu, að verið hafi af áhugaleysi. Hringskeiðið alt, geysi- stórt, var umkringt áhorfendum, þéttri röð víðast hvar. Skeiðsvellið sjálft voru tveir hringar samlægir, er tveir kappraunamenn skyldu renna í einu (A innri hring, B ytri), þangað til þeir skiftast á að hálfnuðum hring (A ytri, B innri). Kappförin hófst kl. 2l/t, í stað kl. 2, sem auglýst hafði verið — stundvísin íslenzka lét sig þar ekki án vitnisburðar fremur en vant er — og stóð fulla kl.stund, sjálfsagt helm- ingi lengur reyndar en þörf var á, fyrir ónægan viðbúnað og slaklega stjórn, enda mikið á vant, að stjórn- endum væri hlýtt, — ekki ný bóla; sumar meyjar jafnvel sýnt af sér þá heldri-mensku, að vera að spigspora á skautum á sjálfu skeiðsvellinu, og skeyta ekki margitrekuðum skipunum um að fara burt. — Ekki tiltökumál, þótt stórhöfðingjar sumir hefðust líkt að. Þeir eru hátt upp hafnir yfir lög og reglur, og lotningin fyrir þeim svo takmarkalaus, að ekki má orða við þá að hlýðnast settum reglum. Verðlaun hlutu meira en helming- ur af kappraunamönnum, eða 13 alls. Þeim var skift í fjóra flokka. í 1. flokki piltar innan 12 ára; í öðrum flokki frá 12—15 ára; í 3. flokki 13—18 ára og loks í 4. flokki menn þaðan af eldri. Fyrstu flokkarnir 3 runnu 500 stikur hver, en 1000 stika skeið hinn fjórði. Þessir hlutu verðlaun: I. 1. verðl. Adolf Láraseon (1 min. 37 Bek.) 2. — Magnás Jónseon (1.45'/5) 3. — Emil Thoroddsen (1.56*/5) II. 1. — Páll Nolsoy (færeyskur, 1.20) 2. — Páll Skálason (1.23'/,) 3. — Tryggvi Q-annarsson (1.30) m. 1. — Eyþór Tótnasson (1.04) 2. — Láðvik Einarsson (1.19) 3. — Einar Pétnrsson (1.211/*) IV. 1. — Sigurjón Pétursson (2.211/,) 2. — Magnás Tómasson (2.25 l/s) 3. — Magnás Magnásson (2.35S/B) Aukaverðlaun fyrir fimlegt hlaup hlaut Herluf Clausen, sveinn úr 1. flokki, fer prýðis-laglega á skautum. Form. félagsins, dr. Björn Bjarna- son, birti úrslitin síðar um daginn á Tjörninni og stjórnin afhenti verð- launamönnunum gripina, en mann- fjöldinn tók undir fagnaðaróp. Form. mintist nokkrum orðum þessa atburðar, fyrstu skauta-kappfarar hér á landi, þótt í smáum stíl væri, og bað áheyr- endur Ijósta upp árnaðaróp fyrir skautalistinni. Þá var dansað nokkuð (á skautum) um kveldið, tvenn friggjarspor m. m., og þaðan farin armganga hringinn i kring um skeiðsvellið. Þá heim. Það má heita stórmikill skautahraði, að fara 500 stikur í hring á ekki lengri tíma en 64 sekúndum, svo sem sá gerði er hraðast rann, (Eyþór Tómasson), þegar þess er gætt, að svellið var síður en ekki ákjósanlegt, og engum hraðskautum til að dreifa, en skautakappför annarstaðar ekki bor- in við öðruvís en á þeim. Það verð- ur naumast sagt að nokkur þeirra hafi runnið tiltakanlega vel, skaulakapp- anna, handa-vingsið lýtalega mikið, í stað þess að hafa hendur á baki. En það er vitanlega skautunum að kenna (hraðskautaleysinu) og þar næst óvana. Svo að það er ann- marki sem á fyrir sé að hverfa furðu- fljótt. Onnur kappför líks kyns er í vænd- um áður langt um liður. Þar verða bæði stálin stinn, er eigast við með- al annara þeir Sigurjón Pétursson glímukappi og L. Múller, skautakapp- inn norski. Ef haldið er vel og áhugasamlega í það horf, sem nú stefnir, þá ætti ekki að líða á ýkja-löngu þar til er íslendingar eru aftur orðnir sannköll- uð iþrótta-þjóð. Gott meðan svona gengur! Framförin er á skautum. Uppþotsfundur var reyndur aftur í Bárubúð hér í vikunni, fyrir undirróður einhverra óhlutvandra manna, sem eru sí og æ að reyna að villa almenningi sjón- ir með ýms konar blekkingum og spana hann upp til bráðræðisályktana sjálfum sér til óþurftar, þótt hins vegar eigi að vera. Meðal annars átti að fá samþykta vantraustsyfirlýs- ingu til borgarstjórans, út af vatns- veitumálinu, en tókst ekki, þótt mik- ill hefði verið hafður viðbúnaður I því skyni. Meiri hluta fundarmanna vissi það, sem er, að sá maður (P. E.) hefir stundað embætti sitt af mikilli atorku og samvizkusemi og stakri lipurð, þann stutta tíma, sem hann hefir því þjónað. Þeir höfðu ætlast til, forsprakkar fundarins, að gasstöðvarmálið yrði og tekið til meðferðar á fundinum, til ámælis bæjarstjórn og borgarstjóra. En enginn fekst til að hefja máls á því, er til kom. Einhver aðfinslu-ályktun var gerð um verkstjórn við vatnsveituna. En helzt er svo að sjá, sem hætt hafi verið eftir á að fylgja henni fram; það var ekki búið að tilkynna hana nefndinni i gærkveldi. Björgunarskip nýtt er hingað komið fyrir fáum dögum, frá sama félagi í Khöfn, Switzer & Co., cr hitt gerði út, Svöfu. Þetta nýja skip er að mun stærra en hitt og hefir verið skirt í höfuð á elzta og frægasta þilskipaútgerðarmann- inum islenzkum, Geir Zoéga kaup- manni. G e i r þessi á að hafa hér fasta stöð árið um kring. Sjónleibar. Nú er komið hér á sjónarsviðið enn af nýju Æfintýri á göngu- f ö r (Hostrups), sem seint eða aldrei fyrnist, með nýjum leikendum mörg- um. Þó leika sömu menn Skrifta- Hans og Kranz birkidómara, þeir Árni Eiríkson og Kr. Ó. Þorgrímsson, og skemta ekki miður en áður. Systurn- ar Jóhanna og Laura eru og dável leiknar hjá þeim frú Stefaniu og jgfr. Guðrúnu Indriðadóttur. En assessor Svale (Fr. G.) miður. Ejbæk tekst mikið vel (Jens Waage); hinn stúdent- inn sæmilega (Þ. J.). Frú Kranz (frú Eufemia Waage) er leikin af mikilli greind, en er ekki nógu þroskamikil ásýndar. Alþýðufyrirlostur fluttu þeir Magnús Einarsson dýra- læknir og Sigurður Sigurðsson ráðu- nautur í námsskeiðsferð sinni austur um daginn, sína 3 hvor þeirra, — Magnús 1 við Þjórsárbrú um höfuð- skepnurnar og á Eyrarbakka og Stokks- eyri sinn á hvorum stað um blóð- hitann. Sigurður flutti 2 erindi við Þjórsár- brú, um samanburð á afkomu manna í sveitum og i kaupstöðum, og um efnahag.almennings og horfur. Þriðja erindið flutti hann að Reykjafossi i Ölfusi, samanburð á sveitalífi og kaup- staðalífi. Um innbrotsþjófnaðinn hér fyrir jólin í Austurstræti, annað húsið, nr. 10, hefir nú loks uppvíst orðið: að úrin bæði hefir tekið ungur járnsmiður hér í bæ, laust tvitugur, Ingvi að nafni Guðfinnsson. Hann týndi öðru þeirra (silfurúrinu) á götu fyrir hálfum mánuði og fann það Árni nokkur Arnason dómkirkjuþjónn, hélt því hjá sér og fór loks með það til úrsmiðs að láta á það glasið, sem hafði brotnað. Sá kannaðist við það og bar á hann, að hann mundi vera ekki vel að þvi kominn, en gerði ekki lögreglu viðvart fyr en það seint, að þjófurinn hafði fregn af og rauk til og fleygði hinu stolna úrinu, gull- úrinu, frá sér í salerni niðri i fjöru. Hann var handtekinn siðan, og játaði á sig glæpinn von bráðara. Utn hinn stuldinn, peningaþjófnað- inn í Austurstræti 8, alt óvíst enn; og þykir ólíklegt eftir atvikum, að hann sé af sama manns völdum. IXSf* Næsta blað miðviku- dag 10. þ. m.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.