Ísafold - 14.03.1909, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni ef>a tvisvar i
viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis B kr. eða l‘/« dollar; borgist fyrir
miðjan júli (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD
Uppsögn (akrifleg) bnndin viö áramót, er
ógild nema komin sé til útgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlans viö blaöib.
Afgreibsla: Austurstrœti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík sunnudaginn 14. marz 1909.
16. tölublað
I. O. O. F. 893i98y2.
Aiugnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spltal
^orngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12.
íslandsbanki opinn 10—2 x/a og ö>/a—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 siM. Alm, fundir fsd. og sd. 81/* siöd.
Landakotskirkja. öuösþj.91/* og 6 á helgidögum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5.
Landsbankinn 101/*—21/*. P-xkastjórn við 12— 1.
Landsbókasafn 12—3 ogr l -8.
Landsskjalasafnið á þt.ti,, fmd. og Id. l2—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasain (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*.
Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.og3.md. 11— •
Iðnaðarmenn I
Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóö iðnaðarmanna
— Sveinn Jónsson gjk. —
Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10.
Tollhækkunin.
Frumvarpið það, eitt stórmálið á
þessu þingi, hlaut fullnaðarsamþykki
þingsins i gærkveldi, í sameinuðu
þingi. Deildahrakningnum olli mest
ágreiningur um, hvenær lögin skyldu
koma til framkvæmdar.
Sumir vildu leggja á allar áfengis-
birgðir í landinu þann dag, er lögin
gengi i gildi. En þar í móti héldu
aðrir fram þeirri meinloku, að slíkt
væri að láta lögin gilda fyrir sig fram.
Þeir höfðu íram sitt mál, þótt rangt
væri og hinum sviði það, að þeir
kaupmenn, sem mikill grunur liggur
á um að fengið hafi njósn um, að
tollhækkunin væri i vændum, löngu á
undan öðrum — líklega úr prent-
smiðju þeirri, er prentaði stjórnar-
frumvörpin, — væri látnir njóta þess
og græða á því svo tugum þús. skifti,
landssjóði til sama tekjumissis.
Síðast var þráttað um, hvort drykk-
jar-ólyfjanið »súr berjasafi* ætti að
komast hjá tollgjaldi að mestu leyti.
Það vildu io þingmenn, með einn hinna
kgkj. þm. (Ág. Fl.) í broddi fylkingar.
En 27 voru í móti og lögðu á hann
1 kr. gjald.
Það er þessi mikla tollhækkun, sem
landssjóður á að fleyta sér á aðallega
til ársloka 1911:
1. gr.
Þangað til annari skipan verður
komið á skattamál landsins skal
greiða aðflutningsgjald sem hér segir:
1. Af alls konar öli kr. 0,10 af hv. pt.
2. Af alls konar
brennivíni, rommi,
kognaki, whisky, arr-
aki og sams konar
drykkjarföngum með
8° styrkleika e. minna — 1,00 —----------
yfir 8° og alt að 120
styrkleika............— M°-------------
yfir i2° og alt að 160
styrkleika............— 2,00 ■— — —
Af 160 vínanda, sem
aðfluttur er til elds-
neytis eða iðnaðar, og
gerður er óhæfur til
drykkjarundirumsjón
yfirvalds, skal ekkert
gjald greiða.
3. Af rauðvini og
sams konar borðvín-
um hvítum (eigi freyð-
andi), svo ogafmessu-
víni.....................— 0,50---------
4. Af öllum öðrum
vínföngum, þar með
töldutn bittersamsetn-
ingum, sem ætlaðar
eru óblandaðar til
drykkjar, svo og af
súrum berjasafa (súr-
saft)....................— 1,00---------
5. Af bitter-vökva
(bitteressents, elixír og
þvl.)....................— 1,00------pl.
eða minni ílátum. Eftir sarna hlutfalli
skal greiða toll, sé varan aðflutt í
stærri ilátum.
Séu vörutegundir þær, sem taldar
eru í töluliðunum 2., 3. og 4., flutt-
ar i ilátum, sem rúma minna en pott,
skal greiða sama gjald af hverjum 3
pelum, sem af potti í stærri ílátum.
6. Af tóbaki alls konar, reyktóbaki,
munntóbaki, neftóbaki og óunnu tó-
baki.................kr. 1,00 af hv. pd.
7. Aftóbaksvindlum
og vindlingum (ci-
garettum)............— 2,60------------
Vindlingar tollast að meðtöldum
pappírnum og öskjum eða dósum sem
þær seljast i.
Tóbaksblöð, sem aðflutt eru undir
umsjón yfirvalda, og notuð eru ein-
göngu til fjárböðunar, eru undanþeg-
in aðflutningsgjaldi.
8. Af óbrendu kaffi og kaffibæti alls
konar..................13 a. af hv pd.
9. Af alls konar br.
"kaffi.................18 - — — —
10. Af sykriog sirópi 6J/2 ------—
11. Af tegrasi ... 50 -----------—
12. Af súkkulaði . . 25 - —---------
13. Af kakaódufti . .13 - —---------
14. Af öllum brjóst-
sykurs- og konfektteg-
undum..................40 - — ■— —
2. gr.
Með lögurii þessum er úr gildi feld
1. gr. 1 —14 í toll-lögum fyrir ísland
frá 8. nóv. 1901 og 1. gr. i lögum
31. júlí 1907 um framlengingá gildi
laga um hækkun á aðflutningsgjaldi
frá 29. júli 1905 og skipun milliþinga-
nefndar.
3- £>"•
Lög þessi öðlast gildi þegar i stað.
Af þeim ofangreindum vörum, sem að-
flutningsgjald er hækkað á, eða nýtt
gjald á lagt og flytjast til landsins frá
12. marz 1909 þar til lögin öðlast
gildi, skal greiða aukagjald, er nemi
hækkuninni eða tollgjaldinu.
Gufuskipaferðirnar.
Tilboð Thorefélags.
Hlutafé þess aukið um
550,000 kr.
Hluthafar Thorefélagsins taka hluti
fyrir 330,000 kr., landssjóður fyrir
500,000; hlutir landssjóðs verða for-
réttindahlutir. Landssjóður á
kauparétt á hinum hlutunum.
Landssjóður fær meiri hluta í stjórn
félagsins með ráðgjafa íslands í for-
mannssæti.
Félagið tekur 600 þús. kr. skulda-
bréfalán með 1. veðrétti í sldpum fé-
lagsins.
Fénu verður varið sem hér segir:
Kr. 850,000 er áætlað að þurfa
mutii til að kaupa skip Thorefélags-
ius, sem nú eru, með þeirri breytingu,
að skift verði á KongHelge og
P e r w i e fyrir skip eins og S t e r-
1 i n g. Skip Thorefélagsins má taka
í félagið eftir virðingu.
Kr. 500,000 verður varið til þess
að kaupa nýtt skip á við S t e r 1 i n g
og 3 ný strandferðaskip.
Eftir eru kr. 50,000 í rekstursfé.
Skip hins nýja félags verða þá
þessi:
3 skip eins og Sterling,
íngolf,
Aukaskip,
3 strandferðaskip;
það eru alls 8 skip.
Fvö skipin eins og Sterling eiga
að vera með kælirúmi.
Strandferðaskipin eiga að hafa 150
smál. lestarúm, rúm fyrir 20—30 far-
þega í 1. farrými, 50 í 2. farrýnti, 9
mílna hraða.
Ætlað er á, að skipastóll þessi muni
geta annast þessar ferðir:
11 ferðir milli Reykjavíkur og út-
landa.
8 ferðir rnilli útlanda og Reykja-
víkur og Vesturlands.
9 ferðir milli útlanda og Norður-
og Austurlands.
5 ferðir frá útlöndum og kringum
land.
5 ferðir aukaskipsins.
16 strandferðir, fram og aftur.
í 22 millilandaferðum á Reykjavík
að vera fyrsti viðkomustaður hér á
landi. Með því eiga að fást reglu-
legar samgöngur við útlönd hér um
bil einu sinni á hálfum mánuði.
Gert ráð fyrir, að tillagið úr lands-
sjóði verði 60,000 kr., og úr rikis-
sjóði 40,000 kr., eins og nú.
Bókmentir og listir.
8aga mannsandans.
Ágúst Bjarnason: Yfir-
lit yfir sögu mannsandans.
Austurlönd. Rv. (Sig. Krist-
jánsson) 1908.
í þessari grein bókmentanna eigum
vér íslendingar ekkert til áður. Því
er hér mikil þörf á fræðslu. Rj,t
þetta, sem alls á að verða 4 bindi,
er eins konar yfirlit yfir sögu trúar-
bragðanna og heimspekinnar. Síðasta
(IV.) bindið er áður út komið. Það
er um heimspeki og vísindi 19. ald-
arinnar og er sú bók mikill gróði
bókmentum vorum. Nú er I. bindi
ritsins nýkomið út. I þvi lýsir höf.
helztu trúarbrögðum mannkynsins.
Vér lítum svo á, að nokkur þekk-
ing á helztu trúarbrögðum heimsins
sé miklvæg þjóð vorri. Hún hefir
hingað til ekki átt kost á því að
kynna sér á sinni tungu önnur trúar-
brögð en gyðingdóminn og kristin-
dóminn. Öllum öðrum trúarbrögð-
um hefir lengst af verið lýst svo sem
væri þau hið svartasta villumyrkur og
þau nefnd einu nafni heiðni. Af þvi
hefir leitt þröngsýni og umburðar-
lyndisleysi i trúmálaskoðunum. Rit
þetta mun stuðla að því að færa sjón-
deildarhringinn út, gera menn víðsýnni.
Það sýnir þeim, að margt er göfugt í
öðrum trúarbrögðum og að drottinn
hefir birt öðrum en Gyðingum og
kristnum mönnum ýmislegt háleitt og
fagurt. Að vita það, gerir oss um-
burðarlyndari gagnvart öðrum trúmála-
skoðunum. Og á engan hátt getur slík
þekking rýrt vora trú. Ef kristin trú
þolir ekki samanburðinn, þá væri hún
ekki það, sem hún er sögð að vera.
Á þvi er og lítill efi, að yfirburðir
vorrar trúar í ýmsum atriðum koma
einmitt skýrt í ljós við samanburðinn.
Fátt er í raun og veru ókristilegra
en hugsunarófrelsi og illindi við þá,
er öðru vísi hugsa en vér. Það er
kominn tími til að kirkjudeildirnar
kristnu, eða ýmsir menn innan þeirra,
sjái að sér í þeim efnum. Þar hafa
þær lengi steininn klappað, þvert ofan
í dæmi meistarans. Og eitt hið bezta
ráð til þess að venja menn af þeim
hugsunarhætti, hyggjum vér vera það,
að láta þá kynnast öðrum trúarbrögð-
um og skoðunum þeirra manna, er
öðrum augum líta á tilveruna en vér
1 ýmsum efnum.
Höf. ætlast til, að ritið verði 4
bindi. Lítil líkindi eru til að hann
fái lokið því styrklaust. Undanfarin
tvö ár hefir hann notið styrks af al-
þingi. Ef nú væri hætt að styrkja
hann, mundu 2 síðari bindin að lík-
indum ekki koma út. En i þeim
ætlar hann að lýsa:
í II. bindinu: andlegrisögu Grikkja
og Rómverja, hinni kristnu kirkju
og miðaldaspekinni, en
í III. bindinu: heimspeki og vísind-
um endurreisnartímabilsins alt til
loka 18. aldar.
Bækur um slikt efni ætti að geta
orðið allri alþjóð mentunarauki, ekki
sízt þegar þess er gætt, hve fróðleiks-
fúsir íslendingar hafa verið. Ef þau
2 bindin vantaði, yrði bindin, sem út
eru komin, ekki nema að hálfu gagni.
Höf. mun að visu ekki koma hér
með rieinn frumlegan fróðleik, heldur
styðjast við ýms beztu rit Norðurálfu-
þjóðanna í þessum fræðum; en sjálf-
sagt má treysta þvi, að lýsing hans
sé sæmilega rétt og hlutlaus. Sér-
þekking skortir oss til þess að dæma
um rit þetta, en einna hugnæmust og
fegurst finst oss lýsing hans á Búddha-
trúnni. Skoðanir sínar á gyðingdómn-
um, reisir hann á biblíurannsóknum
síðari tíma og fylgir þar ákveðnustu
ruðningsmönnunum.
Lýsing hans á aðallega við ytri
hlið trúarbragðanna. l7t í hitt fer
hann ekki í þessari bók, atf hverju
trúarþörf mannanna sé sprottin og
hver sé raunréttur uppruni trúarbragð-
anna. Hann lætur og ósagt, livort
nokkur veruleiki felist bakvið trúar-
vonir mannanna. Sumt í bókinni
virðist jafnvel fremur benda í þá átt,
að hann trúi ekki á neina æðri til-
veru. Úr þeirri miklu vandaspurn-
ingu verður heldur ekki leyst nema
með því, að sanna ódauðleik manns-
sálarinnar eða öllu heldur framhald
lífsins eftir dauðann.
íslenzku höf. er ábótavant í sumu.
En svo er um marga mentamenn
vora. Honum er það vorkunn að
meiri, sem harin hefir numið skóla-
lærdóm sinn í Danmörku og dvalist
þeini flestum lengur erlendis. Hins
vegar er málið víða mjúkt og þýður
blærinn.
Ymislegt má finna að lýsing hans
á kristindóminum, og ekki er neitt
undarlegt, þótt surnir kennimenn vor-
ir hafi sitthvað við hana að athuga.
En ósæmilegt væri að synja honum
um styrk til útgáfu ritsins fyrir þá
sök. S v o niikið umburðarlyndi
ættum vér þó að hafa í byrjun 20.
aldar.
Stafróf viðskiftafræðinn-
ar. [Að miklu leyti eftir
H. D. Macleod: E c 0-
nomics for Beginn-
ers]. Kenslubók i Verzl-
unarskóla íslands eftir Jón
Ólafsson. Rv. 1909
(Sig. Kr.) 216 bls.
íslenzk verzlunarlöggjöf.
Sundurlaust ágrip helztu
aðalatriða. Kenslubók i
Verzlunarskóla íslands og
handbók fyrir kaupmenn og
verzlunarmenn, eftir J ó n
Ó 1 a f s s 0 n. Rv. 1908.
18C bls.
Hvað sem öðru liður, eru þetta
bækur sem bráð þörf er á. Meðan
ekki kemur ítarlegt, islenzkt rit í
þeirri fræði, viðskiftafræðinni, samið
af einhverjuni sérfræðingi í þeirri grein,
þeirra er nú eigum vér eða erum að
eignast, — á meðan er bráð þörf á
jafnfróðlegum og handhægum bókum
sem þessum.
Fyrri bókinni, Statrófi við-
skiftafræðinnar, er vikið við
úr ensku. Hún er eftir nafnkunnan
viðskiftafræðing og bankamann í Lund-
únum. Hún er í 11 kapítölum. Einn'
þeirra merkastur er sá um 1 á n s-
t r a u s t i ð. Höf. hefir haldið mjög
á lofti nýrri skoðun á því og mis-
jafnlega tekinni af mörgum, þeirri, að
lánstraustið sé sjálfstæður framleiðslu-
þáttur og arðberandi höfuðstóll engu
síður en handbærir peningar eru. Aðrir
merkastir kaflar eru um það, er höf.
nefnir ólíkamlegan líkamsbundiu auð;
réttindi eða ólíkamlegan auð; stafró:’
bankastarfanna; arð — o. fl.
í einunt þeim kapítula (IX.) er t.
d. fyrirtaks-hugvekja um skijting vinn-
unnar. Það er ekki annað en hin
alkunna kenning annars viðskiftafræð-
ings Englendinga og frægari niiklu,
Adams Smiths.
Höf. hagnýtir dærni eftir hann um
títuprjónagerð, hve miklu muni á dags-
verkinu, ef hver gerir sitt handtak við
þá smíði, en þau eru 18. Annað
enn betra dæmi tekur hann eftir J.
B. Say, viðskiftafræðinginn franska.
Hvert einasta spil í spilaheild fer um
70 manna hendur, þar sem spilagerð
er fullkomnust, hver þeirra vinnur
að þeim sitt hið sérstaka verk; einn
litar bakið á þeim, einn prentar lit-
ina á myndirnar, einn umgerð mynd-
anna á framhliðinni, o. s. frv. o. s. frv.
flver þessara manna kann venjulega
að eins sína iðn. Sumstaðar eru
vitanlega ekki ráð á svo miklum
mannfjölda. Það er talið svo til að
30 menn búi til 15500 spil á dag
eða meira en 500 hver. En ætti
einn maður að búa til eitt spil að
öllu leyti sjálfur, mundi hann ltoma
af t v e i m u r á dag, eða 60 spilum
allir 30 í stað 15500. Þetta smá-
dæmi eitt sér sýnir vel þann feikna-
mikinn hagnað, er hlýzt af vinnu-
skiftingunni.
Þá er kaflinn um samvinnufélags-
skap einn af mörgum góðum í þess-
ari bók. —
Hitt ritið, Verzlunarlöggjöf-
i n, er talsvert styttri bók og frum-
samin að öllu. Þar er alveg unnið á
óplægðri jörð, og það eitt er mikils
um vert.
Það er ætlast til, að báðar þessar
bækur verði kendar í Verzlunarskól-
anum eftirleiðis; höf. hefir flutt þær
í köflum fyrir nemendum jafnóðum
og þurft hefir. Það er með öðrum
orðum, að bækurnar eru fyrirlestrar
hans þar í þessum kenslugreinum.
Slökkvilið i Hafnarfirði.
Frumvarp um stofnun slökkviliðs i
Hafnarfirði hefir efri deild samþykt,
eftir tillögu síra Jens próf. Pálssonar.
Sóknargjöldum
vilja þeir breyta, hafa borið upp
frv. um það, Jósef Björnsson, Steingr.
Jónsson og Aug. Flygenring, afnema
frá næstu fardögum preststíund af
fasteign og lausafé, offur, lausamanns-
gjald, lambsfóður og dagsverk, en
leggja þess í stað i1/^ kr. nefskatt til
prestslaunasjóðs á hvern mann, 15 ára
eða eldri, er telst til þjóðkirkjunnar,
hvort heldur er karl eða kona og í
hvaða stöðu sem er. En til þjóð-
kirkjunnar teljast allir þeir, sem eru
ekki í einhverju kirkjufélagi utan þjóð-
kirkjunnar, því er prest hefir eða for-
stöðumann, er fengið hefir konung-
lega staðfestingu.
Þá vilja þeir ennfremur afnema frá
næstu fardögum kirkjutíund af fast-
eign og lausafé, kirkjugjald afhúsum,
ljóstoll, lausamannsgjald, legkaup og
skylduvinnu sóknarmanna við kirkju-
bygging. Sömuleiðis í kirkjufjárhalds-
sóknum niðurjöfnun á kirkjusöngs-
kostnaði og kirkjugarða, á prestskosn-
ingakostnaði og safnaðarfulltrúaþókn-
un; og skal greiða þann kostnað all-
an úr sjóði sóknarkirkjunnar. í öðr-
um sóknum skal jafna öllum þeim
kostnaði niður á þann hátt, að sama
gjald komi á hvern 15 ára gamlan
safnaðarlim eða eldri.
Hver 15 ára gamall þjóðkirkjumað-
ur á að greiða 75 a. gjald á ári til
kirkju sinnar.
Skólabækur.
Stefán Stefánsson skólastjóri vill
láta stjórnina skipa 5 manna nefnd,
er annist um að samdar verði og út-
gefnar hentugar skólabækur í fræði-
greinunt þeim, sem kendar eru í hin-
um æðri mentaskólum landsins.
Skilnaö ríkis og kirkju
vill Jón frá Hvapná láta neðri deild
alþingis skora á landsstjórnina að
leggja fyrir næsta alþingi frumvarp um.
V eizlun arlöggj öí.
Hana vill Sigurður Sigurðsson láta
stjórnina taka til rækilegrar athugun-
ar, sérstaklega réttindi hérlendra kaup-
manna og verzlunarfélaga, rétt manna,
karla sem kvenna, til verzlunar í kaup-
stöðum, löggiltum verzlunarstöðum
og sveitum, sem og rétt til lausa-
kaupaverzlunar og umboðssölu, og
leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til
laga um þau efni.