Ísafold - 17.04.1909, Side 2

Ísafold - 17.04.1909, Side 2
86 ISAFOLD Ráðg'jaíaskiftin sambandsdeilan. Danskt blaðaviðtal við ráðgjafann. Eitt þeirra blaða, er átti tal við ráð- gjafa vorn hinn nýja og hafði því nær alveg rétt eftir ummæli hans, var 0stsjallands Folkeblad, eitt hið helzta og mest metna blað danskra vinstri- manna utan Khafnar og hefir jafnan lagt gott til vorra mála. Ritstjórinn heitir Svarre. Því segist svo frá —: Vér komum inn til ritstjóra ísa- foldar, alþingisforseta Björns Jóns- sonar, og fáum óvenjulega vingjarn- legar viðtökur, eftir nýafstaðna ráð- stefnu við yfirráðgjafann (30. marz) og rétt á undan veizlu hjá konungi. B. J. ritstjóri er meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, fríður sýnum og einkenni- legur; hann er maður við aldur, með mikið skegg og grár fyrir hærum. Hann talar hægt og röddin fremur þreytuleg; auðséð að ferðin til Khafnar hefir ekki verið nein skemtiferð, enda ekki slegið slöku við hér. Hann bið- ur samverkamann blaðs vors vera veJ- kominn með því, að þakka hinn mikla áhuga blaðsins á málefni íslands. — Eg hefi veitt eftirtekt starfi þess og þykir því vænna um að tala við yður, sem eg veit, að það blað hefir öðrum dönskum blöðum framar rætt um íslands mál. Um stjórnmál vor hefi eg ekkert öðru nýrra að segja sem stendur; en lang: yður til að vita skoðun mina á einhverju sérstöku atriði, þá er eg til. — Varða viðræður við konung og stjórn Dana ráðgjafamálið eitt, eða tekur það til sambandsmálsins líka, afstöðunnar við nefndarfrumvarpinu? — Viðræðurnar taka tii allrar að- stöðu landanna sín í milli, Danmerkur og íslands. Ráðgjafamálið er útkljáð, en úrslitin verða ekki kunngerð fyr en fyrri partinn á morgun — getur jafnvel orðið í kvöld. — Eruð þér á því, að stefnuskrá meiri hluta alþingis sé konungssam- band ? — Já, markmið vort er hreint konungssamband, sem vér von- umst til vér fáum komið á með tím- anum. Sem stendur verður því ekki framgengt; en vér vonumsttil að geta snúið hugum manna hér i Danmörku á það mál, svo að það komist til fram- kvæmdar á sínum tíma. Nú er deilan um stefnu Dana og íslend- inga í fullveldis-atriðinu. Það hefir gert stefnu Dana mikið mein, að þýðingin á nefndarfrum- varpinu úr dönsku á íslenzku er r ö n g ; manni liggur við að halda, að þýðingarvillurnar séu gerðar vís- vitandi. — Hver hefir ábyrgð á þessari rang- færðu þýðingu ? — Abyrgðina hafa íslendingar í nefndinni. Allar þýðingarvillurnar halda í sama horfið, og þ a ð vekur gruninn um, að þær séu gérðar vís- vitandi. Danir hafa verið gabbaðir. í kosningabardaganum á íslandi í sumar hélt ráðgjafinn og hans fylgis- menn því fram, að í nefndarfrumvarp- inu væri fólgið oss til handa full- veldissamband við Danmörku; en í frumvarpinu sjálfu hafði verið forðast að taka það fram afdráttarlaust. Frum- varpinu átti með öðrum orðum að lauma inn á kjósendur. Vér víttum þá aðferð þegar í upphafi og héldum fram, að þýðingin væri rangfærð. Nú þykir mér vænt um að sjá, að hinn danski ritari nefndarinnar (Dr. Knud Berlin) hefir fallist á mínar skýringar. — Nú, þá má kveða svo að orði um ágreininginn: Islendingar krefjasl algers fullveldis, en Danir synja? - Já. — Vonist þér þá til að nokkuð geti bundið enda á ágreininginn nú, eða verða forsetar að telja för sína hingað árangurslausa ? — Nei, Iokið verður ekki ágrein- ingnum, en því fer fjarri, að ferð vor sé farin til engis. Árangurinn er sá, að nú kemur stefna hvors aðila hreint fram. Vér höfum að voru leyti haldið fram skýrt og skorinort vorri stefnu, og Neergaard hefir að sínu leyti látið uppi mjög greinilega, en einkar-ljúf- mannlega, fyrir hönd hinnar dönsku stjórnar, hið sama eða mjög líkt og dr. Berlin. Mér virðist sem hann hafi mikinn vilja á að hliðra til við oss áður langt líður. En nefndarfrumvarpið mun falla bæði hér og á íslandi. Ef til vill verður borið fram á ís- landi alveg nýtt frumvarp. Eg hygg þó, að málinu verði lokið með lipurð á alþingi. Það á ekki við, þegar mælt er til vináttu og góðs samkomulags við annan, að byrja á því að reka honum utan undir. Og mín stefnuskrá er sú, að varð- veita góða sambúð við Danmörku, af því að eg hefi meiri trú á mætti sólarinnar en stormsins — svo að eg hagnýti orð spakmæla-sögunnar fornu. Það mundi vera langt of ógáfulegt, ef við héldum að oss ynnist nokkuð á með afli stormsins. Vilji maður sætt- ast við nábúa sinn, þá á aflið það ekki sem bezt við. — Eg skil yður þá rétt, að þér séuð ekki á því að skilja við Dan- mörku eða leita sambands við neitt annað ríki. — Já, eg er hvorki með sambandi við neitt annað ríki né heldur með lýðveldi. Eg trúi ekki á lýðveldið; það eru ekki heldur til tíu lýðveldis- menn á íslandi. Jafn-örlítil þjóð sem vér erum ætti ekki að standa ein sér, og eg held, að konungsættar-vernd geti orðið oss til góðs, jafnvel í kon- ungssambandi einu. Raunverulega vernd vitum vér að Dantnörk getur enga veitt íslandi; en landinu getur orðið gagn að því, að hafa yfir sér hlífiskjöld konungakyns þess, er ber ættjöfurlegan ægishjálm yfir svo mörg- um þjóðhöfðingjum álfu vorrar. (Hér hafði skolast nokkuð í tíðindamauni). — Haldið þér, að til sé nokkur hagsýnileg leið ö n n u r en vilji meiri- hluta alþingis til þess að samrýma skoðanir Dana og íslendinga í sam- bandsmálinu ? — Nei, það held eg ekki. Eg þekki vel kenningu um rétt konungs til að leggja málið beint fyrir þjóðina, t. d. fyrir ríkissamkomu. En það er ekki annað en hugarburður, og ekkert stjórnarfarslegt gagn að þvi. Alþingi verður að annast velferðarmál íslands — aðrar leiðir en sú eru undanbrögð og ekki annað. Björn Jónsson hverfur aftur að ráð- gjafamálinu, sem hann kveður ráðið vera fram úr, hvað sem líði sambands- málinu. — Og það eftir þingræðislegum reglum ? skjótum vér inn í. — Já, eftir þingræðislegum reglum sömu og tíðkast hér í Danmörku; en úrslitin verða ekki gerð heyrinkunn fyr en á morgun. — Svo að þá mun samt vera óhætt að óska yður til hamingju? Ráðgjafinn tilvonandi brosir —: Já, það býst eg við að sé óhætt. En vafinn er sá, hvort þetta er þá nokkur hamingja. Eg hefi spornað i móti því í lengstu lög, að eg yrði tilnefndur, en fekk þar engu um þokað. Málum var þar komið, að svo hlaut að fara. Veðrátta vikuna frá 11.—17. apríl 1909. Hv. íf. Bl. Ak. Gr. ,Sf. >h. Sunnd. 4,5 8,4 14) 1,0 3,0 2.0 6,2 Mánud. 9,0 0,7 0,8 2,6 2,0 2,7 6,6 Þriðjd. 4,0 b,4 3,5 3,6 0,6 1,0 6,5 Miðvd. 4,5 8,4 4,6 4,5 3,2 2,5 6,« Fimtd. 4,0 -0,8 1,5 0,8 -1,2 0,0 1,0 Föstd. a,6 1,5 1,6 2,6 » 2,4 «,7 Laugd. 4,2 0,4 8,0 5,0 1,8 1,3 6,6 Rv. = Reyk.javík; íf. = ísafjörður [nýbætt viðl; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; ör =* Grims8taðir; Sf. *= Seyðisfjörður; I»h. *= Þórshöfn i Færeyjum. Baðgjaílnn er jafnaðarlega til viðtals í embætt- isskrifstofu sinni hvern rúmhelgan dag kl. 2— 3V2, til þingloka. Rammalistar. Með s/s Sterling hefi eg fengið stórt úrval af rammalistum, mjög góðum og ódýrum. — Hvergi fást myndir ódýrara innrammaðar en hjá mér undirrituðum. Jón Zoéga. Talsimi 128. Bankastræti 14. Aminning Þeir sem eiga báta eða annað án leyfis liggjandi á lóðinni kringum Batteríið, eru hér með ámintir um að hafa tekið það i burtu fyrir i. maí þ. á., að öðrum kosti verður það meðhöndlað sem óskiJaeign. Reykjavík 16. april 1909. Björn Gfuðmundsson. Ný stórgróðalind. Norskt miljónafélag. Hér er maður nýkominn frá Nor- vegi að ganga frá stofnun miljónafé- lags, er ætlar sér að fara að reyna að hagnýta fossaflið í Skjálfandafljóti til þess að vinna áburðarefni úr 1 o f t i n u, eftir nýfundinni aðferð og harla hugvitssamlegri; og nefnist félagið Skjálfandi. Maður þessi er af islenzku höfð- ingjakyni, bróðursonarsonur Jóns Espó- líns sagnameistara (f 1836), en hann var hálfbróðir sammæðra Stefáns amt- manns Þórarinssonar á Möðruvvöll- um (f 1823), er mikil ætt er frá komin hér á landi og annar kynþátt- ur samt meiri og frægari frá móður- bróður hans, Ólafi Stefánssyni stift- amtmanni (f 1812). Hann heitir S a m- úel Johnson, þessi frændi vor, og er hæstaréttarmálfærslumaður í Krist- janíu. En frægastur maður í hans ætt í Norvegi er Gísli Kr. Johnson guðfræðisháskólakennari (f 1893). Hr. Sam. Johnson þessi ferðaðist hér í fyrra austanlands og norðan, og festi hönd á fossana í Skjálfandafljóti. Til atvinnureksturs þess, er hann hugsar sér að hagnýta við fossaflið, þarf 20—30 milj. kr. og gizkar hann á, að af því muni helmingur ílendast hér. Lögum samkvæmt er meiri hluti félagsstjórnarinnar íslenzkur og hefir félagið skrifstofu sina og varnarþing hér á landi. Kynbróðir vor þessi er hinn mesti íslandsvinur, atkvæðamaður mikill og fremdarmaður i sínu landi. Utsala Frá í dag til sumardagsins fyrsta verða sjöl og öll eldri tau seld með 15% afslætti í verzlun Augustu Svendsen. Þ. 13. þ. m. þóknaðist drotni að kalla heim til sin heittelskaðan eiginmann minn Guðmund Guðmundsson, eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 21. þ. m. frá heimili hans. Húskveðjan byrjar kl- I e. h. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Ánanaustum, Reykjavik. Húsnœði. Góð 4 herbergja íbúð og einstök herbergi til leigu í miðbænum. Upplýsingar í Lækjargötu nr. 6 B. Magnús Blöndahl. Umsækjendur fyrir nemendur þá, sem ætlað er að ganga undir gagnfræðapróf hins alm. mentaskóla, eru hér með (samkvæmt 9. gr. prófreglugjörðar fyrir gagn- fræðadeild mentaskólans) ámintir um, að senda umsóknirnar svo tímanlega, að þær verði komnar í hendur undir- skrifaðs skólastjóra ekki seinna en Það var hann, sem tók svo drengi- lega svari voru við Dani og bar á oss mikið lof á málfundi í Khöfn í haust, svo sem getið var í vetur í ísafold. ■----—— Stjórnarbyltingin i Miklagarði. Af henni barst þessi hraðfrétt hing- að í gær frá Khöfn. Ungtyrbir aflstola. Dómsmálaráðgjafl myrtur o. fl. Afturhaidsmenn bomnir að stjórn. Þingtíminn lengdur. Samkvæmt heimild í konungsbréfi 1. þ. m. um lenging þingtímans um 4 vikur eða 8. maí hefir ráðgjafi lengt þann tíma að sinni til næsta laugar- dags, 24. þ. m. En helzt búist við, að alveg nauðsynlegt muni vera að lengja hann til mánaðarloka. Gufusbip Barden, frá Ellefsen bvalara á Mjóafirði, kom austan að nú í vikunni með efni i Heilsuhælið fyrirhugaða, er hann sýnir hælinu þann höfðingsskap að flytja hingað frá Norvegi ókeypis. Far- þegar hingað að austan meðal annara var Axel Y. Tulinius sýslumaðnr og hans frú, og Jóhann L. Sveinbjarnarson prófastur, Benedikt Sveinsson borgari í Mjóafirði m.fl. Farþegar hingað á Sterling 11. þ.m. vorn auk ráðgjafa og deildarforsetanna m. fl. frá Kaupmannahöfn þær systur frú Yal- gerður Benediktsson (með 3 börnum) og frú Sigriður Jaoobsen, Magnús SigurðsBon yfirréttarmálafærslum. og frú hans, Gunnar Egilson stud. mag. og unnusta hans frk. Guðrún Thorsteinsson, Bogi Brynjólfsson cand. jur., kaupmennirnir Jón Brynjólfsson Th. Thorsteinsson, Hörri.ig cand. mag., Guðm. Zophoniasson stud. art., Þórhallur Daníelsson kaupm. frá Hornafirði, Torfi Tómasson verzlunaragent frá Stykkishólmi. En frá Leith komu Hannes S. Hansson kaup- maður, Finnur Ólafsson verzlunarumhoðsm., Geir Thorsteinsson verzlunarmaður. Frá Ve8tmanneyjum komu með skipinu P. J. Thorsteinsbon kaupm. og tengdasonur hans Eegert Briem óðalsbóndi i Viðey, er brugð- ið hafði sér snöggva ferð til eyjanna. Aðflutningsbannið. Frumvarpið það, um bann gegn aðflutning áfengis frá ársbyrjun 1912, var samþykt við 3. umr. í neðri deild 15. þ. m. með is atkv. gegn 7, með þeim einum breytingum, er meiri hluti nefndar í málinu bar upp eða lagði til með, og horfðu til bóta lögunum, en hinar feldar, er þeim voru til skemda eða fyrirstöðu, yfir- leitt með 13 eða 14 atkv. gegn 8—10. Frumvarpið á nú eftir að komast gegn um efri deild. Apelsín ur, Kartöflur, Laukur, Gulrœtur nykomið til CJuðm. Olsen. Sigriður M. Reykdal. Reikningur yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins í Keflavik árið 1908. T e k j u r. Kr. au. 1. Sparisjóðsinnlög............ 15432.77 Vextir fyrir 1908 ............. 241.92 2. Diskonto...................... 226.27 3. Vixlar innleystir .......... 12419.00 4. Vextir af lánum............... 335.20 5. Ýmwlegar tekjur................ 29,34 Samtals 28684.50 Gjöld. 1. Lánað gegn: a. Sjálfsskuldarábyrgð . . . b. Ábyrgð sýslufélags . . . 2. Vixlar keyptir............. 3. Útborgað af sparisjóðsinn- lögnm....................... 4. Ýmisleg gjöld.............. 5. Vextir af innstæðufé með sparisjóðskjörum............ 6. í sjóði 31. des. 1908 .... Samtals A c t i v a. Kr. au Skuldabréf fyrir lánum: a. Sjálfskuldar- ábyrgðarlán kr. 3920.00 b. Lán gegn á- byrgð sýslu- félags .... — 2000.00 -------------- 5920.00 2. Vixlar óinnleystir............ 1955.00 3. í sjóði 31. des. 1908 .... 1056.63 Samtals 8931.63 P a s i v a. Kr. au. 1. Innieign 80 samlagsmanna . 8602.44 2. Varasjóður..................... 329.19 Samtals 8931,63 Stjórn sparisjóðsins i Keflavik 31. des. 1908. Kristinn Danielsson Þorgr. Þórðarson p. t. form. p. t. gjaldkeri. Arnbjörn Úlafsson. Reikning þennan höfum við endurskoðað og ekkert fundið við hann að athuga. Keflavik 23. janúar 1909 Sig. Þ. Jónsson Ólafur V. Ófeigsson Ostar eru beztlr í verzlun Einars Arnasonar. Til leigu ágæt ibúð, stofa, kam- ers, eldhús, geymsla; sérstaklega lág ieiga. Tödu selur Guðm. Olsen. Kr. au. 3920.00 2000.00 14374.00 7072.25 19.70 241.92 1056.63 28684.50 15. maí næstk. Reykjavík 16. apríl 1909. Stgr. Thorsteinsson. Touskinn. Áreiðanlegt Lundúna- firma vill komast í beint samband um íslenzk dýraskinn. Menn snúi sér til P. C. Hartmann, 16 Great Saint Helens, London E. C. A Hveríisgötu nr. 3C fást þorskanetaslöngur keyptar. Efri íbúðin í húsinu á Hverf- isgötu 3 C, einhver langfallegasta ibúð i bænum, er til leigu, semja ber við Björn Rósenkranz. Einkar-hentug herbergi til Ieigu. Semjið sem fyrst við Eyvind Arnason, Laufásveg 2. Agœtar íbúðir til leigu frá 14. maí í Grettisgötu 1. Peningabudda fundin; vitjist Laufásveg 37. 2 berbergi og eldhús óskast til leigu frá 14. maí. Tilboð merkt herbergi afhendist i afgr. ísaf. Lifandi blóm, óvanalega falleg, fást í Þingholtsstræti 18. Svanlaug Benediktsdóttir. 3 herbergi með eldhúsi til leigu 14. maí nk. Jón Lúðvígsson Þingholtsstræti 1. Til leigu jrá 14. mai heil hús og einstakar íbúðir. Gisli Þorbjarnarson. 1—2 herbergi til leigu 14. maí á Sigríðarstöðum (gömlu). Metta Einarsdóttir Kvistherbergi til leigu frá 14. maí, Óðinsgötu 10. Eyvindur ^Arnason. Stórt herbergi í miðbænum með forstofuinngangi óskast til leigu. Afgr. vísar á. Fræsölu gegnir eins og að undanförnu Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg 13. 2 herbergi til leigu frá 14. maí á Stýrimannastíg 8. Herbergi með húsgögnum og rúmi óskast til leigu á góðum stað. Skrifið F. Oiafsson, Iðnó, Reykjavik. Budda fundin. Vitja má í Grettisgötu 50. Gott húspláss er til leigu frá 14. maí hjá Ara Antonssyni Lindargötu 9.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.