Ísafold - 16.06.1909, Side 2

Ísafold - 16.06.1909, Side 2
146 ISAFOLD sér þessarar vitneskju, í atvinnuleys- inu, — að minsta kosti þegar timi Málm-félagsins verður út runninn? Þá er sjórinn. Otæmandi er hann. Ekki stendur á öðru, en að kostnaðinum sé ekki þeytt svo upp, að alt verði ókleift í örðugum árum. Er ekki unt að stunda hann lengur en þá mánuði, sem nú er við hann fengist ? Er ekki unt og óhætt að láta þil- skipin vera lengur að störfum að haustinu ? Er ekki unt að hafa hér opna báta handa mönnum að róa á, þeim er það kynnu að vilja, þegar þilskipin þryti að haustinu? Og er ekki unt að auka útgjörð botnvörpuskipanna, sem haldið er úti alt árið, og vafalaust gefa stórkost- legan arð, ef rétl er með farið? Enn er jörðtn. Reykjavík á mikið rækthæft land. Hún hefir afarmikla þörf á meiri jarðrækt. Alt af er of Iítið af mjólk og eggjum í bænum, þó að hvort- tveggja sé selt afarverði. Eins tæki bærinn við meiri kartöflum og kál- meti en hann fær. Jarðræktin veitir ekki vinnu að mun um háveturinn. En að haustinu, oft langt fram eftir þvi, og að vorinu, oft snemma. Er ekki unt, með einhverjum ráð- um, að auka þessa notasælu atvinnu? Loks er qrjótið. Við aðra bæi mundi grjótið hér verða nefnd dýrmæt náma. Getur það verið, að ekki sé unt að færa sér það í nyt annan veg en gert er? Gæti ekki bærinn sjálfur látið vinna úr þvi handa sér pípur, gangstéttaefni, húsaefni ? Gæti hann ekki reist úr því hús, fyrst og fremst handa þeim mönnum, sem hann hjálpar, og þá fært sig upp á skaftið i þeirri grein, ef vel gengi? Með þvi að færast slikt í fang virðist ekki ósennilegt, að bærinn gæti aftrað eitthvað hættulegum húsagjörðar- kippum og þá jafnframt afstýrt eftir- farandi atvinnuleysis-timum. Hann yrði þá og að einhverju leyti þiándur i götu timburhúsagjörðarinnar, sem ann- ars er vafamál, hvort ekki ætti að banna i þessum bæ. Og honum væri þá innanhandar að veita mönnum at- vinnu, þegar þörfin yrði brýnust. Vér höfum ekki á það minst, að bærinn færist sjálfur annað í fang af því, sem vér höfum vikið að, en grjótvinnuna. En ekki virðist oss neitt ódæði, þó að spurt væri, hvort óhugsandi sé, að hann geti tekið að sér fleira af þessu, ef engir einstakir menn fást til þess — og ef um það er að tefla að bjarga honum sjálfum. Er bænum ókleift að eiga báta til þess að lána atvinnulausum og blá- fátækum mönnum til róðrar, ef það er annars ráð að róa — sem senni- iega er jafn-mikið ráð nú eins og fyrir nokkurum árum? Er bænum ókleift að halda úti botnvörpuskipum, ef einstakir menn gera það ekki nægilega, og ef það er gróðavegur ? Eða er bænum ókleift að rækta eitt* hvað af landi sínu? ísafold gerir ekki annað en spyrja. Hún er enginn sérfræðingur í þessum greinum. Hún spyr eins og hver annar óbreyttur borgari bæjarins. Hún spyr í þeirri trú, að einhverjir vilji um þetta hugsa, og að menn láti ekki lenda við vll og kvíða. Hún vonast eftir einhverjum svörum frá þeim, sem góða grein kunna á þess- um efnum. Og hún spyr með algerðu skiln- ingsleysi og vantrú á það, að bær, sem með margvíslegum hætti er stór* kostlega styrktur sem höfuðstaður og aðalmentastöð landsins, að bær, sem er rétt hjá góðum fiskimiðum, á nóg af landi, sem að eins býður eftir mannshöndinni, og hefir yfir- fljótanlegt húsagjörðarefni handa sér um margar aldir, sé sjálfdæmdur til þess að verða ráðþrota og bjargarlaus. Að vér ekki nefnum það, ef hann hefir gullnámu innan um húsin — þegar atorkan er orðin svo mikil, að menn fá að verða þess vísir! Hyað vill Island? íslendingur í Noregi, sem þar er I lýðháskóla, Snorri Sigjússon úr Svarf- aðardal, hefir ritað nýlega í eitt Björg- vinjarblað (Bergens Tidende) mjög ít- arlega grein um sambandsmálið ís- lenzka, og lýsir þar markmiði sjálf- stæðisbaráttu vorrar. Hann ræður norskum blöðum að hafa ekki Dani að milligöngumönn- um um fróðleik sinn á íslenzkum stjórnmálum, þeir sé ekki skilnings- glegstu mennirnir á slíka hluti. Þeir muni þvert á móti vera ófróðastir Norðurlandaþjóða um ísland og islenzk mál, þótt öfugl ætti að vera. Þá segir höf. í stuttu ágripi stjórn- málasögu íslands fram að þessu; og að við sögulokin verði niðurstaðan sú hin margsannaða, að vér eigum enn óglataðan allan rétt vorn. Markmiðið sé ekkert annað en að f á hann, ná honum úr höndum Dana. Þá lýsir hann i fám orðum ráð- gjafanum nýja (B. J.) og hans stjórn- arfarslegri stefnuskrá. Þetta er niður- lagið —: Hann vill ekki ganga að neinum öðrum samningi milli landanna en þeim, að ísland verði frjálst sam- bandsland við Danmörku, — að löndin verði bæði jafn-rétthá. Þá stjórnartilhögun vill hann kalla persónusamband. Hann er ekki með lýðveldinu. Inn á við vill hann einkum leggja kapp á að auka framleiðsluna. Hann vill veita konum sama rétt sem körl- um í öllu. Með þeim hætti hygst hann að geta þroskað siðferðistilfinn- ing með þjóðinni. B. J. hefir verið hinn öflugasti stuðn- ingsmaður bindindismálsins á íslandi. Þar var hann á verði, er flestir aðrir voru sofandi. Á fyrsta þingi er hann situr á ráðgjafi, sér hann ávöxt vinnu sinnar þar sem eru bannlögin, sem alþingi hefir nú samþykt. Björn Jónsson er enginn ellikarl, fullur af kreddum eða þröngsýni. Hann hyggur ekki að lífið sé að finna á sér- stökum stað eða stundu í einhverju oftrúargerfi. Hann trúir á hið jafn- skifta, frjálsa líf, þann veg sem það birtist í hverri skapaðri veru og hver- jum þeim gróðri, sem sprottinn er fram af guðshugmyndinni. Sú lifsskoðun mun að likindum móta stjórn hans. B»r brennur. Aðfaranótt þriðjudagsins 8. þ. m. brann bærinn að Flögu í Vatnsdal i Húnavatnssýslu. Kona vaknaði við það um nóttina, að henni heyrðist vera farið að rigna. En þetta var brakið í tréspónum, sem voru í veggn- um bak við þiljurnar við rúmið henn- ar. Fólkið bjargaðist út. En alt biann, eða mest all, sem var á efra gólfinu — þar á meðal mikið af fatnaði og rúmfötum, og eitthvað af peningum, sem eigandi jarðarinnar og ábúandi, Magnús kaupm. Stefánsson á Blöndu- ósi, sumpart átti, sumpart hafði í vörzlum sinum fyrir aðra. Húsakynni voru ágæt, að miklu leyti úr timbri. Alt var óvotrygt. Tjónið auðvitað mjög tilfinnanlegt. Landlækuir lagði á stað laugardaginn var í embættisskoðunarferð austur um sýsl- ur og norður, alla leið til Skagafjarðar. Bjóst við að verða um 6 vikur i ferðinni. Truarbragðakeríi og trurækni. Eftir Jean Finot. W. T. Stead segir svo nýlega, að siðan hlekkirnir, sem tengdu saman ríki og kirkju á Frakklandi, voru slitn- ir, hafi löngun vaxið þar til að þekkja, hvernig nú megi endurtengja jörðina við himininn og síðan líf vort alt. Það er maklegur inngangur að grein hins franska rithöfundar, er nýlega birtist í meiri háttar tímariti þarlendu [La Revue) og víðar, en hér fer á eft- ir ágrip af. Þó að ísafold sé ekki að öllu sammála höf., er ágrip þetta prentað hér sem sýnishorn þess, hvern- ig visindamenn, sem aðhyllast hina nýju stefnu hugsananna rita um þess- ar mundir. Engum dylst brsytingin, þeim er hugsa svo sem 25—30 ár aftur í tímann —: Trúin er æðst af öllu góðu. Án hennar yrði oss lífið likt og ef vér lifðum i myrkri. — Trúarbragðakerfi er óhugsanlegt án trúar, en öll einlæg trú er jafngild trúarbrögðum. Trúarbragðakerfin leysast sundur, því að þau þróast fram og verða að eins konar trúrækni, þ. e. trúarsviði, þar sem trúarsetningarnar týna sínum tilteknum fyrirmörkum og taka á sig gervi ótiltekinnar löngunar. Trú og trúrækni hafa alla tíð verið til. Trúarbragðakerfin eru nýgerfing- ar. Það er fyrst með þeim Búddha, Konfúcíus, Zarathústra, Móse, Kristi, Múhamed, að greinaföst trúarbrögð komast á. Þeir vanmeta framtíðina, sem halda, að ekki sé hugsanlegt mann- kyn án trúarbragðakerfa. Vér skulum trúa á mannsandann. Hann er víðfeðmnari og djúptækari en allir heimspekiskólar. Hann sem hefir sjálfur búið þá til og tekur þá alla. Glötun einhvers trúarbragðakerfis eða heimspekiskerfis merkir ekki hið sama og glötun mannsandans. Á leiðinni upp á við til stjarnanna hefur hann sig upp yfir allar umbreytingar trúar- bragða og íhugana, sem verða á vegi hans. í baráttu frjálsrar hugsunar við trú- arsetningar geta trúarsetningarnar ekki átt nokkra von á að fara með sigri af hólmi. Hernám visindanna, sem allir eiga aðgang að nú á dögum, grafa meir og meir undan öllum trú- fræðisgreinum. Allir verða að játa, að sí og æ eru lönd að ganga undan trúarbrögðunum. Engum dettur í hug, að þau muni hverfa aftur sigri hrós- andi til að taka bætur. Það mundi oss þykja jafn-fjarstætt og tíminn stöðvi göngu sína. Trúarbrögðin verða að semja frið við frjálsa hugsun til að halda sér við. En frjáls hugsun gref- ur grundvöllinn undan trúarbragða- kerfunum. Vísindin hafa veitt hroka mannsins rothögg. Með sannfæringunni um, að jörðin er ekki annað en dropi í eyðslu- sömu búi alheimsins, dirfist ekki mað- urinn nú á tímum að krefjast neinn- ar sérstöðu gegnt guðdóminum. — Það er hörmulegt að vita, hvernig ruglað er saman hugtökunum trúar- bragðakerfi og trúrækni. Trúarbragða- kerfin eru óhugsandi án tiltekinna helgisiða, og þau eru safn af föstum trúarsetningum. Trúræknin er ekki annað en ein tiltekin hljð á manns- andanum. Maður, sem telur sig ekki til neins trúarbragðakerfis, getur verið trúræk- inn, guðhræddur. — Trúræknis-þroskinn, sem tekur á- hrifum af nútiðaríhugun, gerir lífsskoð- un vora æ frjálsari, Stirðnaðar trúar- setningarnar týna sinu sérstæða verð- mæti og eru knúðar til að fylgja frjálsri hugsun. Allir kirkjusiðir og trúarsetningar munu því færast æ nær þeirri trú- rækni, sem ókomnar kynslóðir mann- kynsins munu þýðast. Sú trúrækni mun varpa útbyrðis þeim villum, sem skilur sundur sálir — til þess eins að halda eftir þeim sannleika, sem tengir þær saman. — Menningarþróun og þjóðlífsframfarir sýna ljóst, hve mikii þörf er á félags- skap meðal mannkynsins. Með hver- jum degi, sem líður, færast þjóðflokk- arnir nær hver öðrum. Vísindi og bókmentir verða sameign þjóðanna. Það er eins og alheimsleg hugsun líði í lofti yfir andvígum skoðunum og á- hugamálum. Trúarbrögðin verða að hlíta . lög- máli lífsins eins og allar mannlegar tilstofnanir. Fjarri fer því, að þær skilji hugi manna; þar eiga þær að leitast við að sameina þá. Sá íágur mun sannarlega renna upp, að allar trúarsetningar og trú- ræknissiðir, sem varpa skuggum á mannsandann, munu mást burtu. Þá mun undirstaða allra trúarbragða, frjó- stöngull þeirra allra hinn guðdómlegi, spretta fram i allri sinni dýrð. Hann hefir jafnan verið sú hin hressandi lind, sem trúarbrögðin hafa ausið úr þrótt sinn. Trúarbragðakerfin sjálf munu detta í mola, hvert af öðru á sama staðnum, er þau fengu að líta ljós dagsins. Með þeim hætti munu og trúar- setningar hverfa, til þess að trúrækn- in komist að, hún sem er inning á þeirri eilífðarþrá, er sameiginleg er öllum mönnum. — Grimmilegasti sjónleikurinn, sem trúarbragðakerfin hafa leikið, eru of- sóknir þeirra i nafni trúarinnar. Eti jafnskjótt og umburðarsemi og mann- úðleg meðaumkun fá framgang í trú- arbrögðunum, munu þau verða bjart- ari og sæluríkari. Hatur á öllu nýju mókar, þó að vér vitum ekki af, i hverju manns- brjósti. Sé þetta hatur vakið, þá ver það sig með hverju sem hendi er næst. Menn ioka sig inni í sinum gömlu skoðun- um og troða upp í allar rifur fyrir ljósinu, sem leitar á. Sáttfúsari menn leitast aftur við að samþýðast því sem bezt að auðið er. Þeir skreyta hús sín eftir sniði tímans. í slíkum meiri og minni háttar byltingum fálmar hugurinn i myrkri og leitar að leið til ónýtis. Baráttan æsir geðið og gerir það beiskt og ósáttfúst. Smám saman ryður Ijósið sér fram; þvi að sannleikurinn á öllu öðru meiri mátt til að ryðja sér til rúms. Leiðinni iýkur þar, að rikin láta þjóðirnar eiga sinn þátt í ríkis- stjórninni og trúarbrögðin veita skyn- seminni rúm i trúarsetningunum. Á að neyða með valdi þá hugi, sem kunna ekki hinu nýja ástandi? Gamla húsið, sem er rétt komið að hruni! Það getur komið á hverri stundinni, að flutt verði úr því. Bar- átta til þrautar mundi ekki valda öðru en að auka beiskjuna. Látum mannsandann starfa frjálst og fram- farir renna upp af valdi sannleikans sjálfs. Flytjum fagnaðarboðskap friðar og sáttfýsi. Mannlegar ástriður munu eins fyrir því vinna sitt starf. Þær munu leitast við að knýja fram sigur hugsjónanna með ofsóknum og of- beldi. Það er hlutverk göfugra anda, að mýkja og draga úr beiskjunni. Umburðarlyndi er spaks manns þolin- mæði og eingöngu dygð viturra manna. Þegar öllu er á botninn hvolft, er dauðinn forlög allra trúarsetninga; enda eiga þær ekki tilkall til annars. Þegar aldinið er alþroskað, getur ekk- ert aftrað því að falla af trénu; það mundi ekki vera því til annars en gagnslausrar byrði. Eins koma vis- indi og heilbrigð skynsemi sér hjá því að hlaða greinar sínar úreltum skoðunum. Verum umburðarlyndir gömlum hleypidómum og örvasa trúarsetning- um, og opnum hugann fyrir nýjum sannleiks-gestum, sem berja að dyrum. Trúræknin varðar ekki annað en aðstöðuna við hið eilífa og óendan- lega og er al-séreðlisleg. Eðli henn- ar hefir séð um fyrir fram, að henni verður ekki þrýst inn undir neinar trúarsetningar eða reglur. Hún þarf hvorki að halda á kirkjum eða trúar- greinum eða prestum. í trúrækninni geta þeir allir fund- ist, sem trúa á eilifan leyndardóm, allir sem bera í brjósti sér vonarþrá eilífðarinnar. Innihald þessarar eilifð- arlöngunar varðar engu. Hitt er alt, að hún sé til í raun og veru. 1 öllum trúarbrögðum er trúrækni. Hún bindur engum skildaga öðrum en þeim, að hugur mannsins sé trú- rækiun, »kki að hann sé I neinu trúar- bragðafélagi. Skilin á þessa lund mun trúræknin verða hér eftir einkenni á hugsandi mönnum. Trúarbragðakerfin munu veslast upp og hverfa með öllu, en trúræknin eða þráin eftir þvi, sem er ekki af þessum heimi, mun ávalt halda áfram að vera förunautur hverrar hugsandi veru. Hugsjónaleitin verður ekki skilin frá mannmum. Eðlilegur andi getur jafnilla verið án hennar eins og eðlilegur líkami án tiltekins súrefnis- forða. Mannsandinn, vikkaður og dýpkað- ur, opnar oss þá paradís, er oss hef- ir svo lengi langað eftir. Vér skil- jum betur og betur, að Guð er í oss öllum, eins og vér erum allir i Guði. Eins og fiskar sjávarins lifa i sjónum og sjórinn er í þeim, eins lifuin vér í Guði og Guð í oss. Til eru sálir, sem liggja i dái; en dýpst i grunn- inum lifir guðsvitundin. Inst i sálar- djúpi hverrar hugsandi veru vakir eitthvað guðdómlegt. Virðum þetta með öðrum; þá fyrst getum vér vænst að aðrir virði það með oss. Þessi virðing á báða bóga er aðal- skilyrði friðsamlegrar þróunar fram á við til trúrækninnar, hennar, sem er hin eina eðlilega kirkja, sameiginleg öllum mönnum. Erl. ritsímafréttir til íiafoldar. Kh. »/•• Landskjdlftar d Suður-Frakklandi og Spdni. Menn hafa farist hundruðum saman. Laudar erleudis. ---- Kh. % Haukur Gislason cand. theol. tók hér nýlega prestsvígslu og er nú orð- inn aðstoðarprestur í Álaborg á Jót- landi. Trúlojuð eru hér í Höfn þau Sig- valdi Stejánsson læknir og Margarethe Mengel-Thomsen, dönsk hjúkrunarkona. Jón Kristjánsson (háyfirdómara) lauk hér lögfræðisprófi í gær með I. ein- kunn, óvenju hárri. Heimspekispróf hafa þessir tekið: Ólajur Pétursson frá Hrólfskála (I. eink.) og Hjörtur Hjartarson^ trésmiðs (II. eink.). Undir hebreskupróf gekk Asmund- ur Guðrnundsson í dag og hlaut ágætis- einkunn. Látinn er hér í borginni fyrir nokkru Sigurður Jóhannesson, stórkaupmaður. Eirikur Magnússon, meistari í Cam- bridge hefir sagt af sér bókavarðar- embættinu nýlega, enda er hann nú hálfáttræður að aldri. En »eigi er að sjá að elli hann saki«. Minnið og fjörið er við fulla heilsu. Hann er um þessar mundir að vinna að ritgerð einni mikilli um Eddukvæðin og upp- runa þeirra. Samsöngur 1 Bárubúö. Hr. Gunnar Matthiasson. __________________*-> Nýkominn íslenzkur söngvari frá útlöndum. Það er nóg til að fylla húsið. Og sex, sjö lög ásöngskránni, sem fæstir hér hafa heyrt. Söngvarinn kemur upp á pallinn, eða réttara sagt inn í skemmuna, sem pallurinn hefir verið gerður að með »skreytingunni«. Er það loftleysið, sem háir honum, svo að hann nýtur sín ekki ? Hann syngur Ijómandi smálag, enskt. Röddin ágætlega skóluð, fram- burðurinn vandaður. En hann hefir litla rödd, eða sést það ekki fyrir lag- inu? Jú, þarna kemur lag úr Faust- óperunni (Gounod), sem ætti að láta hljóðin njóta sín. Þau eru lngleg, þýð, en lítil, — of lítil. Hann syngur seren- ötu eftir Sv. Sveinbjörnsson (við enskt smákvæði eftir Longfellow), en óheyr- anlegt pianissimo þeim sem fjarst erú. Og þó er skemtilegast að heyra hann syngja lægst og stiltast; þá sést æfingin svo vel. Eitt lag syngur hann á ís- lenzku, R ó s i n eftir Á. Th., ogannað, þegar hann er klappaður fram. Frk. Elin Matthíasdóttir syngur á íslenzku einsöng í tveim lögum, og þau systkinin saman tvo tvisöngva, á ensku. Frk. Kristrún Hallgrímsson leikur undir, og einu sinni sóló, fræga són- ötu eftir Beethoven (Sonate pathetique Op. 13., nokkuð af henni). — t.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.