Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 1
Komui út ýmist oina sinni eða tvisvar i viku. Ver?) árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eöa l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppwögn (skrífleg) bundin vib Aramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og &aupandi skuldlaus vib blabib. Afgreibsia: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Beykjavík laugardaginn 24. júlí 1909. 47. tðlublað I. O. O. F. 90869. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spítal Forngripasafn opiö á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 */a og 61/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 slM. Alm, fundir fsd. og sd. 8 x/* siM. LandakotBkirkja. ftubsþj. 9l/a og 6 á holgidögum. Landakotsspítaii f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—ö Landsbankinn 10 */*—21/*. F**rkastjórn vi?) 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þx<i.f fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúragnpasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/* — 21/*. Tannlækning ók.í Pósthússtr. 14, l.ogð.md.ll— Péí 1. Thorsteinsson Lækjartorg R eykj avík kanpir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónssou gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöbustíg 10. fer til Borgarness júlí 26. Ferðamannaland — framtíðarland. Ferðamanna-heimsóknir eru nú tald- ar svo mikilsverðar ýmislegum þroska þjóðanna, að nú á dögum vilja fæst lönd vera án þeirra. Hvarvetna er leitast við að laða tíl sín ferðamanna- strauminn; það er markmið, sem um stendur alþjóðar-samkepni. Hvernig stendur á þeirri eftirsókn? Hvers virði eru þessar heimsóknir? Þess virði meðal annars, að þær eru orðnar ómissandi þáttur í fjár- hagslegu lífi flestra landa. Það fé, sem inn kemur með ferðagestum í landið, í viðskiftum á járnbrautum, gufuskipum, hótelum, kaffihúsum og við kaup á ýmsum varningi sem aflað er í landinu sjálfu, svo sem iðnar- munum, listiðnaðar og heimilisiðnaðar, það fé hefir aukið svo stórum fjár- hagslega velmegun fjölda þjóðfélags- stétta, að sumstaðar eru ferðagestafé- lög styrkt af ríkinu; og sá styrkur þótt greiðast aftur með háum vöxtum. Þess virði enn fremur, — og það er hugsjónalegri hlið málsins —, að þær dreifa út glöggri og staðgóðri þekking á landinu flestu öðru frem- ur, og maklegum sögum af einkenni- legum og fögrum landsháttum þess; þær stofna og efla sambönd við- skifti og vináttú milli þjóðanna, veita nýjum og óstöðnum áhrifa-straum inn í þjóðlifið, auðga og breyta til. Og því eru þær smáþjóð að þarfari og hollari, sem henni er víðfrægt nafn og góður orðstír metnaðarmunur. Það hafa Svíar og Norðmenn skilið fyrir löngu. Enda er fátt talið hafa gróð- ursett innilegri samúð með þeim í öðrum löndum en einmitt hinn mikll ferðamannastraumur, sem heimsækir þau lönd á hverju sumri, og á ekki öðru að mæta þar en virkta-viðtökum, gestrisni og vinsamlegu atlæti, svo að sagan verður ekki borin öðru vísi en vel þegar heim kemur. Og heimilin eru mörg, og liggja vítt. Óvíða væri þó þjóð jafn mikils virði heimsóknir útlendra ferðamanna sem hér á landi. Yfir engri mentaþjóð heims grúfir jafn fáránleg vanþekking eins og oss. Þekking á landinu get- ur varla heitið að nái út fyrir ísland, nema með einstaka fræðimanni eða ferðagesti, sem hingað hafa komið, helzt frá Þýzkalandi. Bræðraþjóðir vorar þekkja auvirðilega litið til lands- ins, hvað þá aðrar. Hugmyndir heims- ins um landið eru hugmyndir um eitt- hvert lítt byggilegt ísflæmi; hugmyndir heimsins um þjóðina eru hugmyndir um einhvers konar skrælingja. En hvað er þá að þekkja? Hvað höfum vér að bjóða útlend- um ferðagestum? Getum vér staðist hina alþjóðlegu samkepni um ferðamannastrauminn ? Það væri meira en nóg verkefni fyrir hinn nýja viðskiftaráðunaut, þótt ekkert gerði annað en fræða heiminn um þetta. Milli Englands og Noregs—Sviþjóð- ar fara árlega fram og aftur stórir straumar af ferðagestum og á Eystra- salts-ströndinni þýzku liggja þýzkir ferðamenn þúsundum saman á sumrin og — láta sér stundum leiðast. Og svo skyldi ekki annað þurfa til að stefna straumnum til íslands en segja þeim rétt frá landi og lýð, fræða þá um hve hér væri margt og mikið að sjá — meira að sumu leyti en nokkurt annað land hefir að bjóða. Það er satt, hér vantar eitt af því sem flest lönd prýða: skógana. Þeir gera ferðalífið miklu unaðslegra. En hingað ferðast þó gestir aðallega til að sjá nýja fegurð í nýju landi. Og hér er náttúran sérkennileg. Hún er íslenzk eins og fólkið. Hingað gæti þeir ferðast, sem vildu sjá land með hvortveggja í einu: viltri og hrikalegri fegurð, og spaklegri og sólblíðri nátturu, land, sem hlær í gosum, grætur í fossum, en bros þess er sveitasæla. Ur Evrópu og Ameríku sækir fiest efnafólk — nær eingöngu efnafólk — til Noregs og Sviþjóðar, þúsundum saman. Það veit ekki af íslandi. Það leitar huganum að áhrifum af náttúr- unni. Það veit ekki að hér eru hraun og hellar og hverar og gjár og gljúf- ur og jöklar og fossar og fjöll, — að hér eru hlíðar og hvammar og heið- ar og dalir og firðir og vötn og ár og eyjar og sólarlag, — að hér er fegurð og menning og saga, — að hér er víkingaöldin svo nærri, af því hér verður ekki farin mílu-breiður blettur svo, að ekki minni eitthvað á forna frægð, sterkar og örlagaþrungnar ástríð- ur, — að hér er nýtt starfsvið vís- indamönnum og ný og öflug áhrif listamönnum og skáldum, — að hér er hreint og hressandi loftslag, — að hér er í stuttu máli land, — sem þeir er þekkja koma til hvað eftir annað, sömu gestirnir, af þvi að alt af koma þeir heim með ný og ný áhrif. Og það er hið rétta ferða- mannaland. Þingvellir — Geysir — Gullfoss og héruðin sem leiðin liggur um þangað austur, — það er a!t sem flestir ferða- gestir sjá. Fæstir fegurstu vötnin (Mý- vatn, Hvítárvatn), fæstir íslenzka jökulsýn, fæstir Surtshelli eða Borg- arfjörð ofanverðan, eða Fljótshlíð með Þórsmörk, fæstir norðlenzka dali, fæst- ir Ásbyrgi, flestir minst af íslenzkri fegurð. Eða árnar sumar. Hvílíkur heimur af vanmetinni fegurð. Og meira en fegurðin ein. Fiskisælar smá- ár hér á landi eru sem bezt fallnar til flugnabeitu-veiða, sem Englending- ingar, þeir er fiska sér til skemtunar, hafa svo miklar mætur á. Skemti- veiðar í norskum ám eru ekki lítils virði fyrir Noreg sem ferðamanna- land. Þær þyrfti ekki að vera það heldur hér. — Vér getum ekki vænst hingað ferða- gesta þjóðinni til verulegs gagns með- an ekki er meira gert en nú er til að beina hug þeirra til landsins. í öllum ferðamannalöndum eru til öflug félög sem hafa eingöngu með höndum þetta mál. Hér er ekkert. Þar er haft vak- andi auga á öllu, sem geti aukið hóp- inn meira þetra árið en hitt. Hér er bókstaflega setið lokuðum augum og auðum höndum, meðan hinn evróp- iski ferðamannastraumur, sem sækir til fjallanna á Norðurlöndum, er í ár- legum vöxtum. Útlendir blaðamenn, sem hér hafa komið, spá því, að til hins dásamlega jökul-hringsýnis ís- lands muni stefna landkönnunarþrá æ fleiri og fleiri enskra og þýzkra ferða- gesta. En þessir ensku og þýzku ferða- gestir vita ekki af neinni dásamlegri jökul-hringsýn á íslandi. Hér þarf að rísa upp félag eða fé- lög sem taka að sér þetta mál. Það skiftir svo miklu um framgang þess. Mjög líklegt að þau gæti komist í sambönd við sams konar félög á Norð- urlöndum. A væntanlegri ferðamanna- skrifstofu félagsins yrði að vera látin i té öll fræðsla um landið, sem ferða- gestir óskuðu, og vel og skipulega skráð lýsing á merkisstöðum landsins og hagkvæmum farleiðum. Þá þyrfti að beina ferðum útlendinga víðar um land. Það má gera betur, þegar útlendir ferðamenn eru farnir að komast upp á eitt, sem þeir þurfa að læra: en það er að fá sömu mætur og landsmenn á góðum, islenzkum reiðhesti. Þeir þurfa að verða reiðmenn eins og við og þykja vænt um klárana. Láta ekki þá ánægju ónotaða, sem fæst á fall- egum spretti. Að minsta kosti þang- að til járnbrautir koma, sem ekki yrði mjög langt að bíða, ef eðlilegur vöxt- ur kæmi í ferðamanna-heimsóknina, — eðlilegur eftir náttúrufegurð landsins og aðsókninni annars staðar. Et ferðamannastraumnum yrði beint til íslands, þá er eitt víst: hann mundi draga samgöngurnar í vorar hendur. Fjárhagslegur hagnaður yrði ekki hvað sízt að því fé, sem inn kæmi á gufu- skipum. £n sá auður væri óhugsandi í öðrum vösum en landsmanna. Persneskur siður. Það er siður i Pers- Tdrasvampur. landi við jarðarfarir, að hverjum manni í líkfylgdinni er fenginn svampur í hönd við líkhúsið. Er ætlast til, að menn noti hann til þess að þerra burt saknaðartárin. Um það leyti er guðsþjónustan er á enda, gengur einn af ættingjum hins látna hringinn í kring með krystalsskál í hendi og hvíslar að hverjum manni: »Eruð þér hættur að gráta?« Síðan eru all- ir beðnir um tárin. Kreista þeir úr svömpunum vandlega ofan í skálina og maðurinn þakkar fyrir þessa dýr- mætu dropa með mestu virktum. Þeit eru síðan geymdir sern helgi- dómur. Menn álíta sem sé, að tár- um þessum fylgi undrakraftur og að þau séu eftirlifendum allra meina bót. Skák er mest tefld í Kanada, en minst á Rússlandi og Spáni. Fjölfiafasta Það er Helena Ítalíudrotn- drotning ing vafalaust. Hún er Evrópu. málari, myndhöggvari, skáld, fiðluleikari og tölu- vert góð á öllum sviðum. Auk þess er hún hugprúð og hjartagóð, eins og allir þekkja frá jarðskjálftanum i Mess- ina. Ekkjur eru mjög mikils metnar í Kína sökum þess, að menn halda, að mennirnir þeirra sálugir biðji fyrir þeim á himnum. En giftist þær aftur, er úti um dálætið. Það er talið ganga glæpi næsl, að giftast tvisvar í Kína. Leifar af villimannaeðlinii. Eg sat hér um daginn við að lesa minnihluta-blöðin. Eg þarf naumast að lýsa því, sem þar bar fyrir augun og læsti sig frá augunum inn í hug- ann. Ókvæðisorð út af engu, alger- lega tilefnislausar getsakir, ósannindi, sem enginn fótur var fyrir — þetta var efnið, eins og kunnugir munu fara nærri um. Sumt af róginum innlendur iðnaður. Sumt aðfengin vara, úr útlendum blöðum og tima- ritum, frá óvitrum og, að því er virt- ist, miður vönduðum mönnum. Alt illa ritað, andlaust, klunnalegt, klúrt. Ekkert bragð að því, annað en ill- girni-bragðið. Eg fór að spyrja sjálfan mig, hvers vegna eg væri að lesa þetta. Hvort það væri ekki skömm að fara svona með tímann. Hvort það væri ekki illgjörð við sjálfan mig að láta þrýsta þessu inn í hugann. Hvort það væri ekki einstakasta flónska að leggja á sig þá þjáning að finna “il andstygð- ar, í stað þess að lesa eitthvað fallegt, sem vekti unað, eða eitthvað fróð- legt, sem auðgaði andann ^ð nýjum hugsunum, eða eitthvað skemtilegt, scm gerði lundina létta. Og eg gat líka farið út í blessað sumarloftið, horft á heiðan himininn og spegil- sléttan, glampandi sjóinn og fagurblá fjöllin og iðgræna jörðina, og fengið töðulykt og fuglakvak í ofanálag. Ætli það væri ekki nær? Og eg stóð upp og hugsaði með mér, að nú skyldi eg haga mér eins og maður og lauga hugann í fegurð- inni eftir allan óþverrann. Þá var komið inn til mín með stranga af eftiriætis-blaði minu. Það er enskt. Það vinnur að því af mik- illi kappsemi og enn meira andríki að gera mennina frjálsa, leysa af þeim þá fjötra, sem þeir eru alt af að leggja á sig sjálfir, fjötra hleypidómanna, vanþekkingarinnar, ofstopans, illvilj- ans, sjálfselskunnar. Það er eitt af mestu siðmenningaröflum með brezkri þjóð. Eg hætti við að fara út, og fór að lesa þessi blöð, sem mér höfðu verið færð. En það var eins og eg hefði þeirra ekki full not. Óbragðið frá hinum lestrinum sat í huganum. Eg gat ekki gleymt blöðunum, sem eg hafði verið að lesa áður. Alt, sem eg var nú að lesa, minti mig ein- hvern veginn á þau, jafn-fjarskylt þeim og það var. Eitt af því, sem eg las, var kyn- legur kafli úr ársskýrslu til löggjafar- þingsins í Ástraliu frá yfirvaldsmanni Breta í Papúu. Þar segir svo: »Stundum er örðugt að líta á málin frá sjónarmiði Papúumanna, og fyrir því varasamt að spá í eyðurnar um það, hvað úr þeim kunni að verða. Eg get þess til dæmis, að tveir menn úr fjöllunum hinumegin við Rigo komu fyrir rétt hjá mér. Þeir voru sakaðir um að hafa skotið spjótum að lögreglumönnum, og þeir játuðu á sig glæpinn. Eg skýrði fyrir þeim með nokkurum túlkum, að þetta mættu þeir aldrei gera oftar. Mér brá þá í brún; mennirnir báðu um að verða hengdir. Eg spurði, hvers vegna þá langaði til að láta hengja sig. Mér var svarað því, að eina ánægja þeirra væri sú að skjóta spjótum að lög- reglumönnum, og þar sem eg segði, að þetta mættu þeir aldrei gera oftar, þá vildu þeir ekki lifa. Það er ekki að því hlaupið að setja sig í hugan- um í spor slikra manna, og enn örð- ugra er að gera sér í hugarlund, hvernig þeir muni verða, þegar tnenn- ingin er komin inn í þá.« Þegar eg las þetta, fór eg að hugsa um, hvort nokkur ástæða væri til þess fyrir okkur íslendinga að undrast þetta villimanna-eðli, sem hinum brezka valdsmanni í Papúu þykir svo kyn- legt. Við höfum reyndar ekki af spjótalögum að segja. Lögin hafa vanið menn af þeim. En er ekki alveg sama villimanna-eðlið í þessutn . hamsleysis-skömmum, sem eg hefi verið að lesa, um ráðgjafann og þá menn, sem með einhverjum hætti sýna það, að þeir eru honum sam. mála, eins og í spjótalögum ósiðaðra manna í Papúu? Er ekki nákvæm- lega sama hugarfarið hjá hvorum- tveggju mönnunum? sagði eg við sjálfan mig. Erum við ekki innan um villimenn, þegar við komum nærri þessari blaðamensku? Líklegast hugsa nú flestir sér þess- ar skammir vera af alt öðrum toga spunnar en manndrápa-tilraunir villi- mannanna, sagði eg enn fremur við sjálfan mig. Þeir eru ekki að berjast um neitt. Þeir eru að eins að full- nægja þessari hálfskringilegu löngun til þess að skjóta spjótum að lög- reglumönnum. En blaðamenn minni hlutans eru að berjast við að ná völdunum aftur, munu menn segja. Og til þess nota þeir það ráðið, sem þeir telja líklegast. Það kemur ekki málinu við, hvað úr því ráði verður, ef það er lagt á siðgæðisvogina. En þetta er bardaga-aðferð nútíðarmanns- ins eftir völdum, sem villimaðurinn hefir enga hugmynd um. Og eg fór að hugsa um samtal, sem mér hafði verið sagt af, við einn blaðamann minnihlutans. Honum var bent á þnð af einum af flokksbræðr- um hans, að þessar skammir sann- farðu engan skynsaman mann. Þær gætu verið hættulegar. Þær æstu skynsama menn til mótspyrnu o. s. frv. Þá átti blaðamaðuritin að hafa svarað, að blöðin séu ætluð múgnum, og hann fari eftir stórum orðum, en leggi það ekki á sig að leita sann- leikans í neinu máli. Markmiðið sé að æsa hann upp, því að um hann muni nokkuð við atkvæðagreiðslu; en ekki hitt, að sannfæra skynsama menn. Þetta bendir að vísu á, að alt sé gert með hugsuðu ráði, að sið nútíð- armanna. En sé þetta ekki látalæti, fyrirsláttur, til þess að hafa manninn af sér, þá er það vafalaust sjálfsblekk- ing. Og ailir vita, að nóg er til af henni. Mennirnir halda ekki þetta í raun og veru, þó að þeir vilji telja sér trú um það. Allir vita, að blaða- lesendur hér á landi eru ekki sá múg- ur, er lætur ærast af bersýnilegum rangfærslum og staðlausum illindum. Sá hugsunarlaus múgur, sem blaða- maðurinn á að hafa gert ráð fyrir, er ekki til hér á landi. Og þar sem eitthvað er til af venju fremur fáfróð- um mönnurn og lítilsigldum, má ganga að því vísu, að þeir verði aðal- lega fyrir áhrifum af þeim nágrönn- um sínum, sem meiri hafa þekking- una og greindina. Svo að það væri óðs manns æði, sem engum er ætl- andi, að hugsa sér að fara fram hjá skynsömum mönnum og reisa allar sínar vonir á hinum óskynsamari. Skammirnar eru ekki fram komnar af hugsuðu ráði. Þær eru eingöngu ánægja hlutaðeigandi blaðamanna. Og sú ánægja er alveg sama eðlis eins og ánægja Papúumanna. Hún er leifar af villimanns-eðlinu. Eg hélt áfram að lesa i enska blað- inu. Eg rakst þar á frásögn utu alls->

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.