Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 187 sem öfundin lætur í sultargörn »Lög- réttu*. 4. Ósannindi eru það, að Bjarni frá Vogi hafi verið á vegum ráðherra. Hann hefir aldrei unnið nokkurt smá- viðvik fyrir hann, að því undanskildu, að Björn Jónsson hefir gefið útdanska lestrarbók eftir Bjarna ogÞorleif Bjarna- son. Ætti Lögrétta þá að gera Þor- leifi sömu skil og kalla hann húskarl Bjarnar Jónssonar. — Höf. mun raun- ar með þessum orðum ætla að reyna að smeygja inn þeim ósannitidum, að Bjarni hafi unnið á móti nefndar- frumvarpinu sæla af hvötum Björns Jónssonar. En það er honum ofætl- un, því að Bjarni hóf baráttuna einn og af sjálfsdáðum, án þe^s að hann vissi neitt um það fyrirfram, hvort hann stæði einn uppi eða ekki. Þetta vita allir, enda má sanna svo ljós- lega að enginn geli véfengt, hversu illgjarn og heimskur sem hann er. 5. Ein höfuðlygier það, að Bjarni hafi farið með blekkingar og þjóðhræsni um landið. Það varþáþegarhverjum manni auðskilið, að réttar voru allar aðfinn- ingar hans, er hann bar fram á fundi á Seyðisfirði 12. maí í fyrra vor, og síðar voru drengilega fluttar af Ingólfi, Norðurlandi, Austra, Þjóðólfi, ísafold, Þjóðviljanum og Fjallkonunni og af Birni Jónssyni, og flestöllum máls- metandi mönnum þessa lands að Skúla Thoroddsen ógleymdum. En hefði nokkur verið í vafa, þá gat hann sann- færst af ummælum Berlins, sem var hinn eiginlegi höf. Bláu bókarinnar og frv. 6. Ósatt mál er það, að núverandi stjórn hafi ausið út fé á báða bóga í kosningabaráttunni. Er það eitt nóg sönnun, að hún af hafði ekkert fé. Því fé, sem var til ferðakostnaðar þeim mönnum, er viðast fóru til að berjast fyrir hinum rétta málstað, var skotið saman af mörgum mönnum. En Björn Jónsson sendi engan mann á sinn kostnað. Og fénu var ekki ausið út, þvi langt var frá því að mennirnir væri skaðlausir. Þeir voru og engir auðmenn, er þátt áttu í samskotun- um, því þar voru þeir fjarstaddir, er fyrverandi stjórn hafði auðgað og alið. 7. Það er auðvitað sortulygi að þessu fé væri varið til blekkinga. 8. Þá er það gjörsamlega ósatt að landssjóðsfé sé haft til þess að gjalda þenna kostnað. Þeir menn höfðu eng- an sérlegan kostnað í fyrra nema að fara i sín eigin kjördæmi, sem meiri hlutinn kaus til ýmsra starfa, svo sem í bankaráð, til endurskoðunar banka- og landsreikninga. Þurfti því ekki að endurgjalda þeim neitt. 9. Það er auðvitað vísvitandi ósann- indi, er greinarhöf. gefur í skyn að staða þessi sé veitt til þess að bæta fjárhag meiri hlutans. Auðvitað er Bjarna frá Vogi hagur að því að fá atvinnu. Og núverandi minni hluta er það sár þyrnir í augum, því að það virðist hafa verið á stefnuskrá flokksins að varna þeim manni at- vinnu. Að minsta kosti mun Lög- rétta taka sér það nærri eftir því að dæma, hversu skrafdrjúgt henni hefir orðið um fátækt hans. En henni yfir- sést ef hún heldur að meiri hlutinn einn græði á því þótt fjárhagur Bjarna Hr. Guðm. Bjarnason, formað- ur klæðskera-deildarinnar, býður alla velkomna til að skoða þær miklu birgðir af fatatauum, sem hann hefir undir hendi, sérstak- lega mun hann bjóða góð kjör þeim, sem panta föt hjá honum á næstkomandi tveimur vikum þ. e. til 7. ágústmánaðar. Föt, sem hann sníður, fara áreið- anlega vel. batni. Minnihlutamenn græða meira, því að þeim megiti er meira en helm- ingur þeirra rnanna, er honum hafa sýnt þann drengskap að vera í ábyrgð- um fyrir hann. Þessi fjárveiting og starfveiting væri því eigi síður til þess að bjarga fjárhag minni hlutans. 10. Ósönn eru orð þau, er höf. nefir eftir ráðherra um það, hvers vegna hann kvaðst eigi vilja nafngreina mann eða menn, þótt hann hefði þá eða hann í hug. Hann taldi þar til þá ástæðu, ?ð nagdýrin hefði nægantíma til þess að þjóna lund sinni, þegar veitingin kæmi. Málsvarar minni hlutans þekkja ekki, hver styrkur er i því fólginn að segja satt; en hitt vita þeir, að ætíð sér einhverstaðar tannaförin, ef rotturnar eru iðnar að naga og að ætíð loðir eitthvað við, ef menn eru ausnir auri með nógu mikilli frekju og sannleik- inn látinn vera nógu fjarri. Þessir menn brigzla öðrum um fá- vizku og vankunnáttu, og gera það með þeirri frekju, sem heimskum mönnum einumergefin og fákænum. En eitt kunna þeir. Þeir kunna rottunnar iðn — að naga. — v. Hóraöslæknirinn erlendis. Guðmundur Hannesson héraðsiæknir brá sér til útlanda í fyrra dag á Ster- ling. Verður erlendis 1—2 mánuði. Slysför. Maður féll út af bryggju á Isafirði i^.þ.m., og druknaði. Hann hét Halj- dan Brynjóljsson, kvæntur maður, átti heima í Hnífsdal. Maðurinn var drukkinn, og lífgunartilraunir árangurs- lausar. Stykkishðlmsbryggjan vigð. Frá Stykkishólmi er skrifað 21. þ. mán.: Sunnudaginn 18. þ. m. var vígð íafskipabryggjan í Stykkishólmi að við- stöddum fjölda manns, á að giska nær 700, fyrst og fremst úr kaup- túninu sjálfu, úr flestum hreppum sýslunnar og víðar að. Bryggjan var fánum skreytt, og við brúarsporðinn var reistur ræðupallur og söngpallur. Thorefélagsskipið Kong Kelge hafði komið hér deginum áður norðan um land og lá inni í sundinu. En kl. n árd. á sunnudaginn kom annað stærsta Thorefélagsskipið Sterling sunan úr Rvík, og rendi þegar inn á höfnina og rakleiðis að bryggjunni. Var skipið laglega skreytt. Ekki allfáir farþegar innlendir og útlendir komu með skip- inu, og gengu nú af skipsfjöl þurum fótum á land. Veðrið var skínandi fagurt. Sólin helti ljómandi geisla- flóði yfir láð og lög. Vita allir sem til þekkja, hve yndislega fögur útsjón- in er yfir Breiðafjörð í slíku veðri, enda fanst útlendingum mjög til um það. Klukkan 2 síðd. gekk hrepps- nefnd Stykkishólmshrepps og hafnar- nefnd að bryggjusporðinum og söng- sveitin, er frú Kristín Sveinsdóttir hafði forustu fyrir. Var mannfjöldinn þá allur þar saman kominn. Eptir að söngsveitin hafði. sungið Eldgamla Isafold sté G.Eggerz sýslum. í ræðustól- inn og flutti snjalt erindi. Að því búnu gekk fram ung hvítklædd stúlka (Ebba Sæmundsd. kaupmanns Halldórs- sonar) og klipti á bandið er strengt var fyrir bryggjusporðinn, um leið og sýslum. lýsti bryggjuna heimila til almennings nota. Síðar gekk allur mannsöfnuðurinn út á bryggjuenda að hliðinni á Steríing. Á þeirri göngu var sungið: »Ó fögur er vor fóstur- jörð«. Þar úti bauð oddviti hrepps- nefndarinnar, Magnús Blöndal, gest- ina vel komna, en Ingólfur verslunar- stjóri Jónsson varaoddviti, mælti fyrir minni bryggjusmiðsins G. E. J. Guð- mundssonar og jafn framt sungið kvæði til Guðmundar, er Baldvin bókavörður Bergvinsson hafði ort. Eftir að nokkur fleiri kvæði (helst ættjarðarljóð) höfðu verið sungin gengu rnenn á land. Var þá um 20 verka- mönnum og smiðum, er starfað höfðu að bryggjunni, veitt sjókolaði og kaffi. Töluðu þar Hjálmar kaupmaður Sigurðsson og Sig. próf. Gunnnars- son. Þá var hlé um stund. En kl. 6 síðd. hafði hreppsnefndin og hatnar- nefndin boð inni í G.-T.-húsinu. Auk nefndanna voru þar nokkrir fleiri Hólmverjar, konur og karlar, auk heiðursgestanna, bryggjusmiðs og konu hans, skipstjóranna af Thore- félagsskipunum tveimur og skipstjór- ans af flóabátnum Varangri, Sigurðar verkfræðings Thoroddssen og fleiri gesta úr Rvík. Mælti þar Sæm. kaupm. Halldórsson fyrir minni al- þingis, er stutt hefir bryggju-smíðið með ríflegum styrk, Ingólfur versl- unarstjóri fyrir minni skipstjóranna, Sig. próf. Gunnarsson fyrir minni »Thorefélagsins« og sýslum. fynr minni kvenna. Eftir þið skemti almenningur sér við dans og söng undir berum himni langt fram á kvöld. Daginn eftir lagði Kong Helge að bryggjunni og tók 160 hesta frá kaup. mönnum hér, áleiðis til Danmerkur. Heppsnefndin hefir ráðist í mikið síðustu 3 árin; keypt Stykkishólm, komið bryggjusmiðinni í framkvæmd og komið fram dýrri vegargerð hér í kauptúninu, með ströndinni endi- langri. Fyrir þeirri vegargerð hefir staðið Jón skósmiður Guðlaugsson og leyst starfið vel af hendi. Geta skal þess að bryggjan er 632 fet á lengd, 15 fet á breidd, tvísporuð. Bryggjuhöfuðið er 118 X 47 feú og kostar að sjálfsögðu eitthvað yfir 40,000 kr. I hrepsnefndinni eru nú þessi árin: Magnús Blöndal oddviti, Ingólfur Jónsson varaoddv., Sig. Gunnarsson próf., Jósafat Hjaltalín snikkari, Jósep Jónsson bókb.; en I hafnarnefnd: G. Eggerz sýslum., Sæm. Halldórsson kaupm., og Ingólfur Jónsson versl- unarstj. Kauptúnið og héruðin í kring vænta sér mikils hagræðis af bryggjunni. Erl. ritsímafréttir til tiafold.r. Khöfn 21. júli Clemenceau fallinn. Flotamálaþref hefir steypt Clemenceau skyndilega, sem verið hefir yfirráðgjafi Frakka siðan 1906. Frá Grikkjum. Ráðuneytisskifti á Grikklandi. Rhal- lys tekur við stjórn. Frá Persum. Krónprins Persa tekur þar við ríkis- stjórn eftir f'öður sinn. Ófriður i Marokkð. Kabýlar í Marokkó berja á Spán- verjum. Gufuskipin, Sterling fór héðan til útlanda i fyrra kvöld. Meðal farþega voru: ferðamannasveitin danska sem hingað kom, ú sarna skipi, ennfremur Gnðm. Hannesson héraðslæknir, Magnús Pétursson læknir, Chr. Fr. Nielsen umhoösmaður, Bayer bankarit- ari (ísl. B.), Mr. Lister (frá Elliðaánum) við 5. mann og fleiri útlendingar, Bjarni Erlends- son til Leith, 0. fl. — Til Vestmanneyja fórn b—10 farþega. Kong Helge fór héðan 21. júli beint til Khafnar með hrossafarm, rúm 300 hrossa úr Reykjavik og Stykkishólmi, og aðrar is- lenzkar afurðir. Brún meri, sögð 8 vetra, nýlega járnuð, Z klipt á vinstri lend — hefir tapast. Ósk- ast sem fyrst haldið til skila. llelgi Zoega. Reynið Boxcalf-svertuna Sun; þér brdkið ekki aðra skósvertu úr því. Hvarvetna á íslandi hjá kaupmðnn- um. Buchs litarverksmiðja, K-inprnnnnnhnfii. Beizli af vagnhesti hefir tapast við Elliðaárnar í gær. Finnandi beðinn að skila til Helga Zoega. Harmoniumskdli Ernst Stapfs, öll 3 heftin, 1 bókverzl- un ísafoldarprentsm. REYKIÐ aðeins vindla og tóbak fri B. D. Krfisemann tóbakskonungi i Amsterdam (Holland). 8KANDINAVIBK Riportkaffi-Siirrogat Kabenhavn — F Hiorth & Co- Þann 23. þ. m. andaðist Rannveig Eiriks- dóttir, kona Kristjáns Jónssonar á Laugaveg 18 (Vegamótum). Jarðarförin fer fram föstu- daginn 30. júlí frá heimili hinnar látnu. Hús- kveðjan byrjar kl. Il'/S. hifln, ung stúlka getur fengið vist nú þegar eða 1. ágúst. Ritstjóri vísar á. Hotel Dannevirke I Grundtvigs Hus Stadiestræde 88 ved Raadhuanladsen, KBben- havn. — 80 herbergi meB 130 ramum A 1 kr. 60 a. til 8 kr. fyrir rúmif) meh ljósi og hita. Lyfti- v*I, rafmagnslýsing, miBstöövarhitun, baö, góöur matnr. Talslmi H (60. Viröingarfylst Peter Peifer. Teiknipappír í örkum og álnum fæst i bökverzltiti Isafoldarprentsmiðju. Paa Gruud af Pengemangol sælges for llt Pris: finulds, elegante Herrestoffer for kun 2 Kr. 89 0re Al., 2 ’/4 br. Skriv efter 5 Al. til en Herre- klædning, opgiv Farven, sort, en blaa eller mörkegraamönstret. Adr.: Kladevaveriet Viborg. NB. Dámekjoleklæde i alle Farver, kun 89 0. Al. dob.br. Hel eller dels- vis modtages i Bytte Uld á 65 0.pr. Pd., strikkede Klude 25 0. pr. Pd Toiletpappír hvergi ódýrari ei. i bókverzlun Isa- foldarprcntsmiðju. 12 henni hafði ættarmetnaðurinn anúist í framtakssemi, með honum aftur í að- gerðalausa óánægju og gremju. Hann var vel að sér og vel gefinn; á sínum betri atundum veitti hann prívat tilsögn í málum. En svo kom vínið af nýju, og þá hvarf hann vikum sam- an, og kom síðar heim til Arkar í eymdarlegasta ástandi. Systir haus vanu sér inn nóg fyrir þau bæði. Hún lét peninga i budduna hans, meðan hann svaf; hún brosti við honum, þegar haun var kominu drukkinn heim á kvöldin; hún bjó til mat fyrir hann — eius góðan mat og hún gat. Hann át og drakk og þakk- aði aldrei. En þetta var líka henaar eiai veik- leiki, frökiu Falbe ; húu sagði það með sjálfri sér í einrúmi. Anuars var húu lipur, ódeig, röggsamleg og sí-starfandi. í Örkinni stóð meiri beygur af henni en sjálfri madömu Spackbom, og jafn- vel þeir áræðnustu af illþýðinu gengu á tánum, þegar þeir fóru fram hjá tröppuskör frökin Falbe. það var annars vandræða-trappa, fornfáleg, og marraði í heuui, með 13 mörgum skörum app eftir; að lokum varð húa eins brött og stigi. það var eitt sem Flóin hafði mikið gaman af, uð renna sér niður handriðið frá lofti til gólfs með smá-hoppi skör af skör — það er að segja, þeger frökin Falbe var í skólanum. Aunars var frökinin alt af vingjarn- leg við Flóna, svona að sínum stranga hætti. Á kvöldin, þegar madama Spáckbom var við lækningar, sat Elsa uppií stofu hjá þeim Falbe og var að lesa eða skoða myndir meðan frökinin var að leiðrétta stíla. Kæmi svo Kristján heim, leit systir haus á hann örskjótu augnaráði, og eftir því hveru- ig augnaráðið var, fór hitt, að Elsa var annaðhvort send niður eða eggjuð á að vera. Kristján hafði þá til að fara að leika við hana eða tefla damm; og frökin Falbe leit upp úr stíluaum með bros- inu hýra, ef þau hlógu verulega vel hvort að öðru. Alt um það skemti Flóin sór enn betur uppi á lofti hjá illþýðinu. þar lá sérkeunilegt dularfult húm yfir öll- Um hinum kynlegu krókum og kym- 16 meister gamla, gat hún fengið hanu til að spila; en það var ekki oft. þvf að nú var komið svo fyrir þess- um gamla hljóðfærasnilling, að honum var meint við að heyra hljómleik. því varð hann helzt að vera dálftið hýr; en þá gat hann Ieikið fram stua- ur og grát í gamla hljóðfærinu, og Flóin sat orðlaus á rúmbríkiuni og grét með. Svo leugi sem hann hafði eitthvað að drekka, hélt hann áfram að spila, og gerði ýmist að syngja undir eða segja henni frá, hvað það var, sem hann lék; og svona varð úr að hanu sagði frá æsku sinni fullri af von og söng og glaðværð; þegar hanu hefði leikið iCommers mit deu Göttinger Studeutent, og þegar hinn mikli Spohr hafði einu sinni klappað á kolliun á sér og sagt: »Er wird es weit bringeu !* (það verður maður úr honum). Og Schirrmeister gamli varpaði af sér Ijósgulu parrukinu, svo að hún gæti sjálf séð kollinn, sem hönd hins mikla meistara hafði hvílt á. »— Ja—ja — er hat es auch weit gebragt — der alte Schweinigel!« (það 9 Spackbom; þvl að þessi lærði læknir hafði »hætt við þau«. — Orkin henuar madömu Spáckbom var ekki eins vönduð og Nóa. það var — skemst af að segja — gamalt skrifli sem stóð því að eins, að reist var upp með öðru nýrra og traustara. Eu með því að það gat ekki látið sér lynda — fremur en aðrir, sem farnir eru að eldast — að taka við stuðning frá ungviðinu, hallaði það sér æ meir út á hliðina, til þess að mótmæla sam- bandinu; og því slútti það ógnandi fram yfir bratta brekkuna, sem lá austanvert niður að höfniuni og brygg- juuum. Húsið Btóð á strætishorui, bvítmál- að götumegin og rautt á afturhlið. Allrar veraldarinnar hlykkir, vindiug- ar, skádyr, húsaukar og æxli virtust hafa sent fulltrúa til þessarar Arkar; þarna stóð hún í öllum sínum afkára- skap og var jafn torráðia gáta hús- gerðarlist nútímaus sem Örkia hans Nóa. En seig hlaut hún að vera alt um þftð; því annars hefði víst illþýðið löngu verið oltið uiður í kjallara —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.