Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.07.1909, Blaðsíða 2
186 I8AF0LD / VERZLUNIN DAGSBRDN f'ókk með s/s Sterling mikii) af góðum og fallegum vörum. HANDA DÖMUM: Blúsur, Hálsskraut. Storm- og andlitsblæjur, Mótorhúfur, RYK- OG REGNKAPUR. HANDA HERRUM: Fataefni aðeins í einn klæðnað af hverri tegund. Hattar harðir, mjög léttir, sérstök tegund, sem #kki meiðir ennið; einnig linir hattar. Skyrtur með linum manchettum og fl. teg. mjög smekklegar. Slifsi alveg nýir litir og margt, margt fleira. Áf Vefnaðarvöru eru altaf nægar birgðir, einnig af alls konar Klæðnaði handa konum, kðrlum og börnum. Allir velkomnir að koma og skoða vörurnar í DAGSBRUN Hverfisgötu 4. Talsími 142. l herjar-fund, sem blaðamenn úr öllu hinu brezka riki hc/fðu haldið á Eng- landi. Rosebery Aávarði hafði verið falið að taka á tmóti blaðamönnunum f?.eð ræðu. ,/Óg honum fórst það svo, ið. JAáðinu þykir vafasamt, hvort nokkur maður hefði getað gert það jafn-vel. Þau ummælin, sem mesta athygli vöktu, voru um ófriðar-viðbún- að þjóðanna. Hann er sem stendur að verða stórþjóðanna tilfinnanlegasta og fráleitasta mein. Þær ausa út miljónum eins og óhreinu vatni til þess að geta barið hver á annarri, ef eitthvað kann í að skerast. Og al- þýðan stynur lémagna undir þessum ósköpum, og verður að horfa á alla eymdina heima hjá sér. Féð gengur i manndrápatólin, en ekki í hitt að styðja mennina til þess að geta lifað siðuðu lifi. Og Rosebery sagðist vera að hugsa um það, hvort ekki væri einhver bylting í vændum, og hvort ekki segðu alþýðumennirnir í þeirri byltingu: Nú ætlum við ekki að þola þessa vitfirring lengur, þessa heimsku, sem er að mala okkur sund- ur. Hann setti sýnilega alt sitt traust á alþýðumenn veraldarinnar í heims- ins viðsjálasta máli. Og nú bar að sama brunni fynr mér eins og áður. Eg fór að hugsa um okkar ljótasta mein á þessum tímum, ófriðar, illindameinið — villi- manns-eðlið það, sem hugsar ekkert um þá þjáning, sem aðrir menn kunna að verða fyrir, ekkert um þá rosta- og ofstopaspilling, sem allar þessar ljótu hugsanir kveikja og efla, ekkert um þær afleiðingar, sem það hlýtur að hafa fyrir mann sjálfan að fylla huga sinn með þeim — hugsar um ekkert annað en það að svala geði sínu, eins og viilimennirnir í Papúu gera. Og eg fór að hugsa um það, eins og Rosebery, hvort alþýðumenn- irnir væru hér ekki eina vonin, hvort ekki ræki að því, fyr eða síðar, að þeir segðu: Þennan óþverra viljum við ekki hafa lengur. Við látum ekki bjóða okkur svona ljóta vitleysu. Við látum ekki hafa svona ljótt fyrir börnunum okkar. Við reynum að verjast þvi eins og taugaveiki og skarlatssótt og bólunni og kóleru I Eg veit, að ýmsir eru hræddir um, að við séum ekki færir um þessa landhreinsun, íslendingar. Þeir halda að þjóðin sé gagntekin af þessu villi- mannaeðli. Þeir benda á það, að sumir af allra-helztu og mentuðustu mönnum landsins séu riðnir við þenn- an ósóma. Og þeir spyrjn, hvernig muni vera um visnu trén, þegar grænu trén séu svona. En þetta er sjálfsagt misskilningur. Blaðamenskuna má telja spánnýja með okkar þjóð. Margir hafa enn ekki áttað sig á henni nærri þvi að fullu. Hún færir mönnum ný tækifæri og nýjar freistingar. Hún æsir að sjálf- sögðu upp sumt af því, sem verst er með óhlutvöndum mönnum. En þetta á ekki að verða annað en byrj- unarstig. A því er enginn vafi, að alþýðan hefir óbeit á illindunum. Hún finnur i þeim lítilsvirðinguna við hana sjálfa. Og hún lítur á þau sem spillingar- viðleitni, andlegt pestnæmi. Losni einhver steinn i brekkunni, þá verður almenningsálitið í þessu efni að skriðu, sem kæfir ósómann og liggur ofan á honum með sínum heljarþunga. Eg hélt áfram að lesa blaðið. En eg má ekki segja meira af þeim samanburðar-hugrenningum, sem lest- urinn vakti. Þær yrðu ísafold of langt mál. Ziethen herskipið þýzka (ekki skemtiskip), sem hingað hefir komið áður á sumrin, liggur nú hér á höfninni; kom í gær- morgun. Hringferð um ísland. Þýzbur prófessor, dr. Ebeling og frú hans. í gærdag, 23. júlí, var lokið skemti- legri 47 daga ferð. Prófessor dr. Max Ebeling frá Berlín og kona hans lögðu upp frá Reykjavík 7. júní. Fylgdarmaður þeirra var Ogmundur Sigurðsson skólastjóri frá Hafnarfirði. Þau vóru með 9 hesta og ætluðu sér að kanna vandlega Suðurland. Þau skoðuðu fyrst nákvæmlega Þingvelli og umhverfi Geysis, og komu 12. júní að Fellsmúla. Daginn eftir ætluðu þau upp á Heklu. Þau fengu niða- þoku, en samt tókst þeim að komast upp að neðra gígnum. Þá létti þok- unni, og nú tókst þeim að komast upp að efra gígnum i glaðasólskini. Jökulárnar í Rangárvallasýslu voru nokkuð örðugar, en slysalaust komust þau yfir þær, og 16. júní settust þau að á Þorvaldseyri til þess að búa sig undir að komast upp á Ej jaf jallajökul. Um miðnætti var ferðafólkið komið upp á tindinn Sólin var nýgengin undir og á vesturloftinu var óstöðug- ur, glóandi eldroði. Smátn saman dvínaði hann, en kom nú fram i norðri og færðist til austurs, af því að farið var að liða að sólaruppkomu. Og þá var eins og alt ísland stæði í ljósum loga! Þau komust enn fremur upp á aust- urhluta hins mikla jökulflæmis, Mýr- dalsjökul; þar hefir enginn maður farið áður upp. Þau hvíldu sig einn dag í Vík, en lögðu upp frá Litluheiði 20. júní, og komust að rótum jökuls, sem þau nefndu Thorvaldsensjökul; jökulhlíðarnar eru þar þverhniptar en þrep í þeim hér og þar. Eftir hálfr- ar sjöttu stundar ferð frá tjaldinu, um kl. 2 um nóttina, voru þau komin upp á tindinn, sem er 1450 metra hár. Um hádegi komu þau aftur að Litluheiði, höfðu þá verið 20 stundir á ferðinni og voru allþreytt. Nú héldu þau áfram ferðinni yfir Mýrdals- og Skeiðarársanda og kom- ust að Sandfelli við rætur Öræfajökuls. Þar tók presturinn við þeim af mikilli alúð og gestrisni. Þaðan lögðu þau 'upp á hæsta tind íslands, Hvannadals- hnúk, 2119 metra háan. Tindurinn sjálfur, sem er íshvelfing með mörg- um sprungum og gjám, var ekki auð- veldur uppgöngu, alveg ókleifur öðru- vísi en með fjaligönguáhöldum nútím- ans. Hinn ágæti uppdráttur danska herstjórnarráðsins kom í góðar þarfir og allri ferðinni var lokið á 16 stund- um, sem er tiltölulega fljót ferð. Nóttin var notuð í þetta sinn eins og til annara fjallgangna, af því að að degi til eru skyndilegar veðurbreyt- ingar og tíðar þokur í háfjöllunum nálægt suðurströndinni. Þeim hafði þá tekist að komast heilu og höldnu á hina miklu útsýn- isstaði íslands. Yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi fóru þau á jökli og þau tóku af sér krókinn norður fyrir Horna- fjörð með því að riða fjörðinn. Þegar þau komu í næsta gistingarstað, að Hólum, voru ferðakofortin full af vatni, nesti og föt á floti þar. A þrem dögum fóru þau þaðan um AI- mannaskarð og Lónsheiði til Djúpa- vogs, komu þangað 3. júlí. Gufu- skipsferð gátu þau ekki fengið þaðan til Reykjavíkur fyr en 24. júlí, svo að þau afréðu að nota tímann til þess að fara hringferð um ísland. Þau fóru um Höskuldsstaði, Brekku við Lagarfljót, Eiríksstaði, Möðrudal, Gríms- staði, Mývatn, Háls, og komu til Akur- eyrar 14. júlí, og héldu þaðan eftit sveitum suður til Reykjavíkur, land- veg alla leið. Margt hefir fyrir augun borið og örðug hefir ferðin verið nokkuð, segir prófessor Ebeling. En fylgdarmaður- inn var öruggur og hafði mikla þekk- ingu á landinu, og alla leið komumst við, án þess að nokkurt óhapp bæri að höndum. Hestarnir lita líka til- tölulega vel út við heimkomuna. Frá vfsindalegum athugunum ferðarinnar um Suðurland verður síðar skýrt í tímariti Jarðfræðifélagsins i Berlín. Guðsþjónustur. H&degismeesa sira Jóh. Pork.; iiðdegismessa síra Har, Níelsson. Þjóðhátíðin. íþróttirnar. Þær verða miklar og margs konar þetta sinn. Óvenjumiklar sem að likindum lætur, svo mikill íþróttabær sem höfuðstaðurinn er að verða. 1. ágúst. Kl. 2 síðd. hefst mílukapphlaup frá Árbæ og niður á Austurvöll; þrenn verðlaun. Kl. Skrúðganga úr Suðurgötu suður að Skerjafirði. Þar verður Sundskálinn vígður með ræðum og söng, og kappsund hefst í þrem flokkum (100 metra langt), í 1. flokki þrenn verðlaun, 2. og 3. ein. Þá reynir 1. flokkur sig á 500 metra sundi, þrenn verðlaun. KI. 8 um kvöldið knattleikur á Melunum. 2. ágúst. Kl. 9. árd. verða veðreiðar á Mel- unum, stökk, skeið og tölt; þrenn verðlaun alt. Kapphlaup (100 metra), þrenn verðl. Hjólreiðar sama. KI. 111/* skrúðganga frá Austurvelli upp á Landakotstún. Kl. 12 hátíðin sett (minni íslands, konungs, íslendinga erlendis, sungin kvæði). Kl. 2 síðd. hástökk, þrenn verðlaun; langstökk sama. Kl. 28/t kapphlaup á Austur- velli 1000 metra, þrenn verðlaun. Kappganga sama. Kl. 4: ræður á hátíðarsvæðinu (minni Rvíkur og kvenna). Kl. 5 kappglíma i tveim flokkum (yfir 135 pd. og upp undir 135 pd.), þrenn verðlaun. Bænda- glima. Reiptog. Kl. 6 siðd. er dans. Kl. 7 útbýtt verðlaunum. Ogœjuborgir. Ógæfusamasta borg í Vesturheimi er vafalaust Bærinn Valparaiso í Suður-Ameriku, þó að nafnið þýði Paradisardalurinn. Borgin var síofnuð af Spánverjum árið 1536. 1596 skemdu Englendingar bæ- inn og f)órum árum síðar kveikti hol- lenzkur sjóræningi i borginni og brann hún öll til kaldra kola. 1822, 1851 og 1880 komu jarðskjálftar og gjör- eyddu miklum hluta borgarinnar. 1866 skutu Spánverjar á bæinn, hrundi þá fjöldi húsa og margir fórust. 1891 hófst uppreist í bænum og lét þá fjöldi manna lífið — og nú fyrir skömmu eyddi jarðskjálfti bænum að mestu. Annars er höfuðstaðurinn í Portúgal, Lissabon, einhver ógæfusamasta borg heimsins. Verða naumast upp talin öll þau slys, er borgin hefir orðið fyrir. Hér er að eins getið nokkurra. Árið 1147 komu enskir og þýzkir krossfarendur og eyddu borginni. 1373 brendu kastisiskar hersveitir bæ- inn með öllu. 1384 var setið um borgina og 7000 manna dóu úr hungri. 1640 voru þar bardagar og blóðsút- hellingar. 1667 settust Frakkar um bæinn og höfðu hann á valdi sínu í heilt ár. 1744 eyddist bærinn af landskjálfta. 1755 kom nýr jarð- skjálfti, jarðskjálftinn mikli, stóð þá ekki steinn yfir steini og 35000 manna fórust. 1835 hófst þar borgarastyrjöld og þá létu lífið margar þúsundir manna. 1859 kom gula sýkin og deyddi helming borgarbúa. Eru þetta þó að eins hið helzta, af öllu, sem bær- inn hefir orðið fyrir og margt ótalið enn. Eitt kunna þeir. Málsvarar minni hlutans hér á landi, ritstjórar eða leyniritstjórar hinna fá- ránlegu blaða flokksins, kunna vel við að gera sannleikanum lágt undir höfði. Þá atvinnngrein kunna þeir. Augljósnr sannanir þess má finna í hverjum dálki i hverju blaði þeirra. En einna augljósast dæmi þess, hversu þessar rottur þjóðfélagsins vinna, er fregn sú sem látin var berast norður í land og »Norð.ri« síðan var að dylgja um. Hún var sú, að landvarnarmenn hefði helt eitri ofan í Sigurð heitinn á Fjöllum. Sú fregn sýnir til fulln- ustu vitsmuni, góðgirni og samvizku- semi þessara dýra. — Þá eru og næg dæmi hins sama í öllum þeim ill- kvitnu getsökum til Bjarnar Jónssonar ráðherra, sem aldrei linnir. Er þar um auðugan garð að gresja, en síð- asta dæmið nægir. Það eru ummæli »Lögréttu« um veitingu viðskifta- ráðunautsstarfans. Engin þörf er að leiða neinum getum um, hver ritað hafi greinina, en þó má þess geta að allar líkur eru til þess, að einhver spekingur flokksins hafi leitað sér skjóls að baki ritstjórans. Því að ritstjórinn mundi hafa vegið betur orð sín sjálf- ur, en þeim er hægt um vik, sem þjónar lund sinni í skjóli annars. Hirðmaður einn hann er einkar meinn, trúið honum vart hann er illr og svartr. En öfundsjúkur er hann og illvilj- aður Bjarna frá Vogi, hver sem hann er. En ummæli höf. um Bjarna ætlast hann til að séu fyndin og þarf því eigi að svara þeim, því að höf. fer hér sem jafnan, að klaufahátturinn ber illviljann ofurliði og ónýtir tilraun hans að ná tökum á hlátri manna. Spuni hans um hvatir ráðherra og framferði meiri hlutans er þess eðlis, að benda verður á, hvað verið hefir að starfi í sál höf., þegar hann hrúgaði saman þeim ódæma-ósannindum, sem þar eru og engu eru betri en sagan um líflát Sigurðar. Nagdýrseðlið hefir þar verið að starfi. Greinin er hálfur annar dálkur á fremstu síðu og er fróðlegt að sjá, hve mörg ósannindi rúmast i svo stuttu máli, þótt dregið sé frá flest það, sem ósatt er sagt um Bjarna. Því eru hér töluliðir við. 1. Staðan er ekki veitt með 12000 króna launum, heldur 10000 kr. Þetta er auglýst i iögbirtingablaðinu fyrir löngu. 2. Þótt staðurinn úr fjárlögunum sé rétt hermdur, þá skrökvar þessi lög- fræðingur því, að lögin geri ráð fyrir tveimur með 6000 kr. launum hvor- um. Þar stendur að eins »til við- skiftaráðunauta alt að 12000 kr.« Hins er ekki getið, hversu margir þeir eigi að vera eða hvernig þeim skuli launa. Sannleikurinn er sá, að uj)p- haflega var ætlast til að þeir væri fVfeir og hefði 10000 kr. í laun hvor. Þess vegna voru veittar 10000 kr. í auka- fjárlögum handa þeim tveimur í hálft ár, 5000 kr. hvorum. í samræmi við þessa fjárveiting var í ráði að setja 20000 kr. veitingu í fjárlögin handa tveimur, 10000 kr. handa hvorum. En sparnaðarstefnan ónýtti það og mátti þó ekki minna vera en tveir. Því að bæði er starfinn ærinn fyrir ekki að eins tvo, heldur 10 menn, og hins vegar mátti velja tvo menn, sem væri hvor annars uppbót að þekk- ing og hæfileikum. Þá var vitað að að fult gagn mátti verða að fjárveit- ingunni, en nú er það ofraun hverjum einum manni að vera jafnfær til alls, sem hann þarf að gera og mun hann í ýmsu meir verða að hjálpast við brjóstvit en bókvit, hversu sem fer. Hitt kom aldrei neinum til hugar að bjóða slíkum ráðunaut minna en 10000 kr. Því að hann mun eiga gnótt erf- iði, þótt hann þurfi eigi að safnaskuld- um. — Hpr er að fullu sýnt, að ráð- herra hefir veitt starfið samkvæmt til- ætlun þingsins, en eigi brotið flár- lögin. 3. Greinarhöf. segir, að laun þessí sé »bitlingur«. Sannleikurinn er þó sá, að aldrei mun hafa verið heimtað meir.a starf af neinum manni, en af þessum viðskiftaráðunaut. Mun því öllum auðskilið að þetta bitlingshjal er hin mesta, fjarstæða, hversu hátt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.