Ísafold - 18.08.1909, Side 3
I8AF0LD
215
Island,
Eftir Martin ^Andersen Nexö
í Politiken.
Mikið haf, sem iítið hefir verið ferð-
ast um, er milli Danmerkur og ís-
lands, eyðilegur, þungur sjór, og enn
er sem vér heyrum dunur af ferðum
útflytjenda fyrir þúsund árum; svo
lítið hefir verið þar um umferð síðan.
íslendingar hafa sætt sama hlutskifti
eins og títt er um útflytjendur, hafa
sjálfir orðið að annast sambandið við
móðurlandið. Hafið hefir ekki flutt
mikið af gestum þangað norður. Bor-
ið hefir það við, að konungssnekkja
hefir komið þangað. En konunga-
ferða er að engu getandi. Tilgangur
þeirra er sá, að strá sandi á tómlætið
°g gylla hina daglegu ómensku. Ekki
hefir heldur verið lögð fyrir oss nein
ný reynsla úr konungsförinni, er oss
gæti að haldi komið eftirleiðis. Þar á
móti hafa hleypidómarnir orðið meiri
á báðar hliðar, misskilningurinn farið
vaxandi.
Á hinu ríður oss, að mikið verði
um kynni óbreyttra hversdags-manna
frá báðum hliðum — og æskumanna;
og í því efni mun íslandsferðar Póli-
tikurinnar verða að nokkuru getið;
þessi byrjun, — sem tókst svo vel og
varð svo arðsöm — hlýtur að hafa á-
hrif á ferðamannastrauminn. Danir
eru ferðamenn miklir. í hugum þeirra
er þrá eftir að færa út kvíarnar, og
oft er þá farið gömlu þjóðbrautirnar.
Alstaðar þar sem menn hafa komið
sér saman um, að eitthvað merkilegt
sé að sjá fyrir sunnan okkur, standa
Danir í halarófu og bíða þess þolin-
móðir, að að þeim komi að verða frá
sér numdir. Suðurlönd eiga forn í-
tök í oss, útþráin hefir smámsaman
orðið að andvarpi eftir meiri sól. En
sú kynslóð, sem nú tekur við stjórn-
taumunum, er ekki kveifarleg, og hún
hlýtur að breyta þessu eins og fleiru.
Kalt vatn og íþróttir eru að koma oss
í samræmi við það loftslag, sem vér
höfum; og þetta mun enn betur tak-
ast, ef vér leitum að loftbreyting norð-
an við oss, en ekki sunnan við. Og
nú er verið að kanna af nýju gamlar
leiðir til nýrrar veraldar: mikilfeng-
legrar náttúrufegurðar og þjóðar, sem
vér uppgötvum, oss til mikillar furðu,
að er bræður vorir.
Á íslandi hafa menn árangurslaust
verið á gægjum eftir oss hvert árið
eftir annað, og vonbrigðin hafa haft
þau áhrif, sem vér megum ekki mis-
skilja. Þjóðaflokkur beitir þar fyrir
sig sínum beztu kröftum, sem yztu
útvörðum norðanmegin — og slitur
sambandið sundur hörðum höndum,
svo að mennirnir verða að bjarga sér
eins og þeir bezt geta eða farast. Þeir
bjarga sér svo vel, að þeim er sæmd
að, en i hugunum er nokkur gremja
gegn heimaþjóðinni. íslandsfarar munu
eftirieiðis skilja þessa gremju og þykja
vænt um hana, vegna þess hugarfars,
sem þar kemur fram.
Að nokkuru leyti er dönsku að-
gerðaleysi um að kenna, hve lélega
vitneskju menn hafa hér heima um
það, hvernig til hagar á íslandi, en að
nokkuru leyti er það ísiendingum sjálf-
um að kenna. Allir helztu menn þeirra
hafa komið til Danmerkur, og að
miklu leyti fengið mentun sína þar;
en sú kynslóð, sem fekk framgengt
viðreisn íslenzkrar þjóðar, hefir, svo
að mikið hefir á borið, einangrað sig
í Danmerkur-vist sinni, ef til vill af
óþýðum ótta við það að missa eitt-
hvað, sem þeim var eiginiegt, við
nánara samblendi, ef til vili líka af
varfærni-löngun, sem myndast hefir
heima hjá þeim. Þeir hafa komið fram
og talað hyggilega — um umbætur,
um meiri sjálfstjórn, sumir um skiln-
að; en það, sem i raun og veru er
um að tefla, hina miklu, instu ástæðu,
hafa þeir ekki sagt oss. Meðal allra
tilkvæmdarmanna þeirra virðist þann
manninn hafa vantað, sem gat virt
alt smástaglið vettugi og lýst hreyf-
ingunni í stórum og einföldum drátt-
um, sýnt oss, að hér er æskan að
láta til sin taka.
Þessa höfum þá vér sjálfir orðið
vísari. Danir munu fyrst um sinn
halda áfram að sigla til íslands, stút-
fullir af fornsagna-hugmyndum. Þegar
þeir ganga á land, eru þeir við þvi
búnir að hitta nokkura önuga menn,
fjnndsamlega öllu því sem danskt er,
niðja hinna fornu ættarhöfðingja, þjóð,
sem sitji við fornsagnalestur eða þvaðri
um lýðveldi — og fyrir þeim verður
það sem dásamlegast er alls, þjóð,
sem er að lifa æsku sína. Hér er
engin fornsaga, hún er iooo ára göm-
ul — á botni mannkynssögunnar; hér
starfa menn, meðan dagur vinst, önn-
um kafnir, heil þjóð, en litil, — ekki
nema tæpar hundrað þúsundir manna
— þjóð, sem lifir lífi, er myndast hefir
með henni sjálfri, og fylkir sér þétt
utan um sína eigin lifandi tungu, sín
eigin lög, sín eigin stórmenni. Síð-
ustu öldina hafa þeir verið að undir-
búa sig í kyrþey, án þess að veröld-
in vissi neitt af því, og eru þess nú
albúnir að stökkva aftur sem æsku-
menn fram á vígvöll tímans, eftir þús-
und ára hvíld. Fjölmennir eru þeir
ekki — ekki fleiri en svo, að vér
Danir getum þetta eina skiftið látið
oss finnast sem vér séum stórveldi;
en æskan leggur veröldina undir sig
með trú sinni, ekki með mannfjölda,
og hver veit nema þessir tnenn vinni
heiminn? Yfir hverju nýfæddu barni
svífur óljós tilfinning þess, að það
eigi mikla og dularfulla framtíð fyiir
höndum; þeirrar tilfinningar verða
menn hér varir f auknum mæli. Ó-
neitanlega hefir nokkuð fyrir okkur
borið: við leggjum af stað til þess að
koma að sögulegri gröf — og rek-
um okkur í stað þess á þjóðar-vöggu.
Framtíð íslendinga liggur enn utan
við sjóndeildarhringinn. Þeim er eins
farið og öllum æskumönnum, að ráð-
settum og rosknutn mönnum þykir
það óljóst, sem fyrir þeim vakir; en
menn eiga ekki að taka því sem nýtt
er með óbifanlegutn kennitigarkerfum,
heldttr eingöngu með opnum, hleypi-
dómalausum hug. Þeir finna hjá sér
þrá eftir að ráða sjálfir yfir framtíðar-
örlögum sínum, og þeir kunna að hafa
verið stóryrtari en þeim hefir i raun-
inni búið í brjósti; það hendir sérhvern
óþolinmóðan ungling, og ekki þarf
það að spilla sambúð hans við heim-
ilið. Alt of íhaldssöm mótspyrna frá
heimilisins hiið hefir átt sinn þátt í
þessu, og sumpart er það áreiðanlega
að kenna því, að æskan metur of
mikils hin ytri tákn, en sumpart stund-
ardeilum og afstöðu flokkanna í land-
inú, sem eðlilega visa hver öðrum
yfir í moldarbakkann á móti. Að
minsta kosti virðist mönnum vera að
hægjast í skapi af meðvitundinni um
það, að frá stjórnmála sjónarmiði sé
það fengið, sem verulegt er, og að alt
sébúið undir þroskann inn á við. Flagg-
málið er ekki lengur það undirstöðu-
atriði, sem það var áður. Menn verða
þess mjög varir, að hugirnir séu að
hneigjast að þeim skilningi, sem kend-
ur er við Hannes Hafstein, og eðlis-
munur er á þeirri kynslóð, sem kom
málefni íslands áfram til sigurs og
næstu kynslóðinni. Hinir ungu hafa
ekki í sér skilyrði gremjunnar, þeir
sjá raun bera vitni um það sem veru-
legt er: ísland ræður sjálft yfir sínum
fjármálum, setur sín eigin lög, getur
sjálft mentað embættismannaefni sín,
hefir dómsvaldið í sínum eigin mál-
um. Þeir þekkja ekki til neins hat-
urs, þeim þykir vænt um hina mildu
dönsku náttúru, sem fyllir út þá nátt-
úrufegurð, sem þeir hafa sjálfir fyrir
augum, og býr í hugum þeirra sem
hlýleg endurminning gegn vetrarmyrkr-
inu; þeim er ánægja að því að koma
hingað suður. Þeim er Danmörk það
landið, sem er hug þeirra næst, þeir
lita á það að hálfu leyti sem ættjörð,
góða fóstru; og lengra hefir sennilega
aldrei neitt land komist með annað
land. Svipað þessu er hugarfar þeirr-
ar kynslóðar, sem á að taka við fyrstu
framtíðinni; og því sem nú berst ti
Danmerkur verður þá helzt líkt við
undiröldu eftir gamlan storm — það
hjaðnar niður.
En eitthvað nýtt getur komið; eng-
inn veit, hverja stefnu nývakin þjóð
kann að taka. Stekkur hún beint inn
á yngstu framsóknarbrautirnar, þar setn
æskulýður Danmerkur er hka á ferð-
inni? Eða hygst hún að verða að
fara eftir reynslu mannkynssögunnar
og leita framtíðargæfu sinnar í lands-
sjálfstæði ?
■ Dönsk stjórn má að minsta kosti
ekki verðá þar þröskuldur á leiðinni.
Hún er skyldug til þess fyrst og fremst
vegna okkar og þeirra sem enn yngri
eru, mannanna, sem eiga að taka við
og taka afleiðingunum af því, sem
gerist hér á landi. íslendingar eru
)jóð, og óskir þeirra sem þjóðar verða
að vera fullvalda. Það ber oss nú að
íöndum, sem annars hendir oss nær
jví aldrei, að vér erum hinir mátt-
meiri þetta skiftið.
Það er líkast því sem framþróunin
ætlaði sér að reyna í eitt skifti kenn-
ingar vorar um þjóðaréttinn á oss
sjálfum. Vér höfum komist í sömu
raunina áður og ekki staðist hana;
iað hefir að verulegu leyti veikt frið-
samlega baráttu vora gegn ofureflinu.
Atferli vort nú getur orðið oss sjálf-
um afdrifamikið á ókomnum tíma;
svo getur farið, að vér búum til for-
dæmi, sem beitt verður gegn oss sjálf-
um.
Önnur hliðin á málinu er sambúð
vor við íslendinga; hlutverk vort er,
eftir veikum mætti, að koma þjóð,
sem er að vakna, inn á framþróunar-
brautina. Vér verðum að líta á at-
lerli hennar með móðurlegu langlundar-
geði, ekki stinga með títuprjónum í
stjórnmálunum, jafnvel þótt það sé í
rvi skyni gert að gjalda líku líkt. Til
hvers er verið að stofna þetta nýja
kennaraembætti í íslenzku og fela það
dönskum manni? ÖUum öðrum en
nöldrunarseggjum stendur á sama um
það, hvernig ríkisréttar-samböndum var
háttað fyrir 600—700 árum; það er
dagurinn í dag, sem oss varðar um.
Danmörk tengir ekki íslendinga við
sig með því að grafa upp mygluð skjöl
— enda er þjóðin ekki slíkir laga-
snápar; og höldum vér uppi lagarétti
gegn vilja landsmanna, þá farnast oss
illa. Góður hugur utan heimilis er
dýrmætari en illur hugur heima fyrir.
Samband vort við ísland verður að
öllu leyti að grundvalla á hugarfarinu.
Fyrir því verður það ekki miðað við
neinn tíma — góðvild þekkir engan
uppsagnarfrest. En Danmörk verður
í þessu sambandi að hugsa um sjálfa
sig sem móður, skilja svo mikið, sem
hún getur, og hugsa ástúðlega til æsku-
mannanna, sem eru að leggja úr garði
.— þeir þurfa þess. Þá spyrna þeir
aldrei fótum við móður sinni — jafn-
vel ekki við fóstru sinni, en hveifa
heim til hennar aftur fyr eða síðar.
Um ritsímafréttir
verður mönnum mjög tíðrætt hér
í bænum, síðan er uppvíst varð um
falsskeytið í síðustu viku. Sögurnar
af þeim fréttum, sem með símanum
berast, eru sumar miður glæsilegar.
Fullyrt, að slúðrið og ósannindin
renni í sífellu hér um bil. Alt til
tint, sem við beri hér í höfuðstaðn-
um eða sagt sé að við beri, og tafar-
laust flutt norður og vestur á lands-
enda. Verði maður drukkinn eða týni
hann hesti, viti fólk það samdægurs
eða að morgni næsta dags á Akur-
eyri og ísafirði. Svona lýsa menn
þessu.
Fyrir miðjan þennan mánuð kom
eitt skeytið til stöðvarstjóra á Vest-
urlandi, þess efnis, að ráðgjafi væri
kominn til Reykjavíkur og að Lárus
H. Bjarnason hefði eflt flokk til þess
að taka á móti honum með ópum
og pípublæstri við landgöngu. Þang-
að hefði safnast múgur og margmenni;
en ekkert orðið úr óspektum, af því að
L. H. B. hefði vantað, þegar til hefði
komið.
Þessar og þvílíkar eru sögurnar.
Og eru þær samt um þessar mundir
smáræði í samanburði við þær, sem
sagðar voru í vetur og vor um þing-
tímann, einkum um meiri hluta þings-
ins og ráðgjafa.
Fjöldi manna hefir verið og er sár-
gramur út af þessu. Og því er ekki
að leyna, að alþýða manna kennir
þetta, með rétíu eða röngu, að mjög
miklu leyti starfsmönnum símans.
Sú skoðun hefir skiljanlega fengið vind
í seglin við það, sem upp hefir
komist um falsskeytin til Norðurlands
og Austra.
Vér skiljum það vel, að eftirlit með
þessu sé örðugt. En væntanlega knýr
vitneskjan um það, hvert álit lands-
menn hafa á símanum að þessu leyti,
símastjórnina til þess að gera það sem
í hennar valdi stendur til þess að af-
stýra þessu háttalagi eftirleiðis, og
vanda sem bezt valið á starfsmönn-
um símans.
Nýtt ráðuneyti i Danmörk.
Eftirfarandi símskeyti kom til ísa-
foldar 16. þ. mán.:
Holstein Ledreborg lénsgreifi er orð-
inn yfirráðgjafi, en veitir engri sérstakri
stjórnardeildýorstöðu. Neergaard erfjár-
málaráðgjafi, J. C. Christensen hermála-
ráðgjafi, og Thomas Larsen fólkspings-
maður samgöngumálaráðgjafi. ^Aðrir
kyrrir.
Johan Ludvig Carl Christian Tido
Holstein, greifi í Ledreborg, sem nú
er orðinn yfirráðgjafi í Danmörk, er
fæddur 10. júní 1839, og er því ný-
kominn á áttræðisaldur. Kandídat i
stjórnfræði varð hann 1866. Hann
varð þingmaður 1872, og sat á fólks-
þinginu til 1890. Þá sagði hann af
sér þingmensku og hætti afskiftum af
stjórnmálum. Upphaflega var hann
hægrimaður, fremur en nokkuð ann-
að, en færðist smámsaman yfir í lið
vinstrimanna, og var einn af þeirra
allra-helztu mönnum frá 1885, er bráða-
birgðafjárlögin voru fyrst gefin út, til
1890. Þá örvænti hann um, að nokk-
uru lagi yrði komið á dönsk stjórn-
mál og fór úr landi. Siðan hefir hann
ekki skift sér af stjórnmálum, fyr en
nú, er hann hefir verið kvaddur til
og honum tekist að mynda nýtt ráðu-
neyti. Hann er afburða-vel máli far-
inn. Þegar hann var nálægt þrítugu,
tók hann katólska trú, og skömmu
síðar samdi hann og gaf út ádeilurit
gegn lúterskunni.
Falsskeytið.
ísafold hefir verið beðin fyrir eftir-
farandi línur:
Hr. ritstjóri!
í tilefni af grein þeirri er stóð í síS-
ustu ísafold um falsskeytiS til Norður-
lands, vildi eg biSja ySur, sannleikans
vegna, aS ljá eftirfarandi línum rúm.
MeS því margir munu ráSa það af
greiniuni, enda þótt það só ekki sagt
beinum orðum, að eg hafi verið riSinn
við samningu eða sendingu skeytisins,
þá lýsi eg því hórmeð yfir að þetta
er tilhæfulaust.
Slíkur barnaskapur hefSi mór aldrei
getað komið til hugar, og eg hafði enga
hugmynd um að nokkurt þvílíkt skeyti
hefði verið sent, fyr en það var á al-
mannavitorði. Eg býst við að yður só
því ljúfara að flytja þessa leiðróttingu,
sem eg hefi ástæðu til að ætla aS yður
só ekki ókunnugt um að þetta er satt.
Sömuleiðis er það ekki satt að e g
hafi borgað nokkrum manni fó fyrir að
kannast við að hafa komið með skeytl
það, sem um er að ræSa.
Ofanritað er eg reiðubúinn að stað-
festa með eiðl.
Yirðingarfylst
Jónas Guðlaugsson.
* *
*
Oss er ekki ljóst, hvers vegna Jón-
as Guðlaugsson vill fara að bera það
af sér hér i blaðinu, að hann »hafi
verið riðinn við samningu eða send-
ingu« falsskeytisins. Enginn hefir
borið það á hann í ísafold, svo að
þessi afsökun er beinn óþarfi — þó
að það sé að hinu leytiuu alveg rangt,
sem hann þykist hafa ástæðu til að
að ætla, að oss sé kunnugt um, að
hann sé saklaus af því. Oss er ekk-
ert um það kunnugt, hvorki til né
frá.
Og oss virðist það skifta mjög litlu
máli fyrir hann sjálfan. .Maður, sem
hafður er til alls þess, sem Jónas er
látinn gera við »Reykjavikina«, eykur
hvorki né rýrir sæmd sína með ofur-
litlu falsskeyti.
Og í þessu máii er það miklu al-
varlegra, sem á hann er borið, en að
hafa verið riðinn við samningu eða
sendingu skeytisins. Hann er sakað-
ur um það að hafa tælt mann til að
bera ljúgvitni, þegar yfirvöldin voru
að rannsaka mjög ísjárverða ávirðing,
sem einn af starfsmönnum landsins
hafði gert sig sekan í. Þetta hefir
hann ekki af sér borið.
Hitt skiftir engu, hvort hann hefir
goldið 10 krónurnar af sínum eigin
efnum, eða annar maður hefir lagt
þær til. Ritstj.
Dr. C. K. Austin
heitir maður, sem kom með konu
sinni hingað með Vestu á laugardag-
Notið tækifærið!
Frá deginum í dag gef eg
10% afslátt
af öllum mislitum sumar-
skófatnaði (þó ekki strigaskóm).
Komið meðan nógu er úr að velja.
Virðingarfylst
Lárus Gf. Lúðvigsson,
Þingholtsstr. 2.
inn, og fór aftur með henni á mánu-
dagskvöld. Hann er Bandaríkjamaður,
en búsettur í París. Hann les íslenzku
reiprennandi, er áskrifandi islenzkra
blaða, og hefir eignast og lesið eitt-
hvað töluvert af nútiðarbókum íslenzk-
um. Þau hjón höfðu kynst mag.
Guðm. Finnbogasyni í París, og
óvenjumikið fanst þeim um gáfur
hans.
Gufusbipin. Yesta lagöi af stað
héðan til ntlanda á mánudaginn. Með henni
tókn sér far meðal annarra: Frk. Hulda
Hansen, kapt. Dan. Bruun, stúdentarnir í>ó-
rarinn Kristjánsson, Skúli Thoroddsen og
Kristján Björnsson, og tveir iðnaðarmenn,
sem ætluðu á Árósa-sýninguDa: Karl Bartels
og Jón Halldórsson.
F 1 0 r a lagði af stað i gær vestur um
land til útlanda með marga farþega, þar á
meðal 18 menn, sem eiga að leggja sima
milli ísafjarðar og Bolungavíkur.
Fiðluleikari
er kominn hingað til bæjarins, hr.
Groth Johannessen. Hann er Færey-
ingur að uppruna, en hefir í mörg ár
verið i Edinborg á Skotlandi, og á
þar heima nú. Á leiðinni hingað kom
hann við á Seyðisfirði, og hélt þar
hljómleika tvö kvöld. Austri lætur
hið bezta af þeim, ségir að sumt af
þvi, er hann lék hafi verið »svo vanda-
samt, að ekki leggi út í það aðrir en
sérstakir listamenn í þessari grein, og
leysti hann það prýðisvel af hendi,
sem og önnur alþýðlegri lög, er hann
spilaði af mikilli list og andagift.«
Hann heldur samkomu á föstudags-
kvöldið kemur í Bárunni.
Concert
heldur fiðluleikarinn
Groth Johannessen
frá Edinburgh,
með aðstoð fröken G. Þorkelsson og
hr. Brynjólfs Þorlákssonar, á f ö s t u-
dagskvöldið í Bárubúð.
Aðgöngumiðar kosta kr. 1.00.
Nánar á götuauglýsingum.
Píanó, »full tricord«, i valhnot-
arkassa, er til sölu hjá Grahame, Lauga-
veg 46- ______________________
Óskast leigt austanbæjar, niðri
3 herbetgi og eldhús, góð geymsla.
Semjið við Björn Árnason, Laugaveg 5
Fundið brúkað reiðhjól. Vitjá
má til Guðm. Árnasonar næturvarðar,
Grjótagötu 10.
Harmoniumsköli
fimst Stapfs öll 3 heftin, i bókverzi
■n ísafoldarprentsna.
Hotel Dannevipke
i Grundtvigs Hus
.StaáiostrmJe 88 veá Itaadhuspladseu, Kðben-
havn. — 80 herbergi meb 180 rumum A I kr. 60
a. til 8 kr. fyrir rúmift meft ljósi og hita. Lyfti-
vAl, rafmagnslýsing, mibstðbvarhitan, bab, gó»-ur
matur. Talsimi H (60. Virbingarfylst
Ptfer PeHer.
Teiknipappír
í örkum og álnum fæst í bókverzlun
[safoldarprentsmiðju.
Kvennaskölinn.
Þeir kennarar, er ætla að sækja um
kenslu við kvennaskólann í Reykjavík
á komandi vetri, gjöri svo vel að senda
skriflegar umsóknir fyrir lok þessa
mánaðar.
Reykjavík 18. ágúst 1909.
Ingibjörg H. Bjarnason.