Ísafold - 21.08.1909, Side 2
218
ISAFOLD
Breytingartillögur minnihlutans
i sambandsmálinu.
i.
Opið bréf
til herra Einars Hjörleifssonar,
ritetjóra »ísafoldar«.
Herra ritsjóri! — Þegar hr. Hannes Haf-
stein hélt töln 1. þessa mánaðar við vigslu
sundskálans, fór hann meðal annars nokkr-
um orðum um drengskap meðal keppinauta
og andstæðinga (f a i r p 1 a y). Tölu þessa
prentuðuð þér í blaði yðar, og fóruð lof-
samlegum orðum um þessi ummæli hr. H. H.
Þér vilduð, sem rétt var, láta þessa reglu
einnig ná til viðskiftanna í stjórnmálum.
Auðvitað brýnduð þér þessa fögru reglu
einkanlega fyrir mótstöðumönnum yðar. En
bæði eg og aðrir drógum þá í grannleysi
þá ályktun af ummælum yðar, að þér mund-
uð að sjálfsögðu telja þessa fögru reglu
jafngilda fyrir yður og yðar flokk eins og
fyrir aðra, og munduð þvi að sjálfsögðu
fylgja henni, eða að minsta kosti leitast
við að fylgja henni sjálfur.
En hvað lengi var Adam i Paradis ? Eæða
hr. H. H. og umyrði yðar um hana birt-
ust i ísafold 7. þ. m., og 14. sama mánað-
ar — segi og skrifa einni viku siður —
drýgið þér sjálfur það ljótasta brot á móti
þessari reglu, sem eg minnist að hafa séð
í islenzkri blaðamensku fyr eða síðar. Þann
dag ritið þér í ísafold grein um »Breyt-
ingartillögur minnihlutans i sambandsmál-
inu.<
í upphafi þeirrar greinar teljið þér það
hafa vakið furðu, er minnihlutinn á síðasta
þingi kom fram með breytingatillögur við
sambandslagafrumvarpið, — af þvi, segið
þér, að »þvi hafði verið haldið fast að
þjóðinni á undan kosningum, að í frumvarp-
inu mætti engu breyta; þar væri alt það
bezta, sem nokkurt viðlit væri að fá Dani
til að samþykkja. Af öllum breytingum
stafaði sú hætta, að Danir kynnu að kippa
að sér hendinni; ekki væri þeirra þágan.t
Mishermi er nú þetta að visu, en eg skal
þó ekki gera svo mikið úr þvi. En naumast
gat yður þó verið óknnnugt um, að herra
Hannes Hafstein og aðrir vér, sem frum-
varpinu fylgjum, töldum e f n i s breytingar
óráðlegar af þeirri ástæðu, sem þéi vikið
að. En jafnframt létum vér í ljósi, að leita
mætti samkomulags um breytingar á o r ð a-
1 a g i frumvarpsins, ef þjóðinni þætti það
eigi nógu fullskýrt i stöku atriðum. Á ýms-
um mannfundum, þar á meðal i kjördæmi
sínu, lét hr. H. H. þetta i ljósi; hann taldi
ástæðuna til þess, að leggja yrði frum-
varpið fyrir þingið í vetur, sem leið, og að
ekki tjáði að fresta þingi fram á sumar,
þá, að nauðsynlegt væri að bæði löggjafar-
þing íslands og löggjafarþing Danmerkur
hefðu frumvarpið til meðferðar samtimis,
svo að auðið væri að bera sig saman um
orðabreytingar, ef slikar breytingatillögur
þættu nauðsynlegar. Þessara ummæla hr.
H. H. var getið i blöðunum. Álík ummæli
munu flestir af þingmönnum minniblutans
hafa haft á fundum þeim, er þeir héldu á
undan kosningunum. Þannig létum vér þing-
menn Sunnmýlinga það i ljós með ein-
dregnum orðum, að ef þjóðinni eða kjós-
endum vorum eða meirihluta þingmanna
þætti æskilegt eða nauðsynlegt að fá breyt-
ingar á þeim orðum frumvarpsins, sem nokk-
urra tvímæla gffitu orkað, þá værum vér
fúsir til að leita slikra breytinga, eigi að
eins nota til þess ritsimann, heldur einnig,
ef þörf gerðist, að senda menn á konungs
fund og ríkisþings um þingtimann, til að
semja um slikar breytingar. — Þegar það
nú kom i ljós, að margir þingmenn álitu
ýms ákvæði frumvarpsins eigi nógu skýr,
— og þetta kom í ljós þegar við kosning-
arnar, — þá töldum vér minnihlutamenn
nauðsyn til bera að koma fram þeim orða-
breytingum, sem tæki af þau tvimæli, er
helzt hafði verið vakið máls á. Það var
þvi, að oss fanst, sjálfsagt, að leitað yrði
af vorri bendi fyrir sér nm það, hvort þær
orðabreytingar, sem um var að ræða, mundu
ná samþykki hins málsaðilans, eða verða
frumvarpinu að falli. Þetta var þvi gert.
Þér segið, að þáverandi ráðherra (H. H.)
hafi ætlað sér eftir kosningarnar að fá
breytingar á frumvarpinu »til þess að geta
haldið sér við völdin<. Þessi síðasta get-
sök er er bæði ósönn og ódrengileg. Það
var öllum, sem til þektn, fullkunnugt um
H. H., því að hann fór ekkert dult með
það, að honum datt aldrei í hug annað en
fara tafarlaust frá völdum, er alþingi léti
þá ósk i ljósi, hvað sem sambandsmálinu
liði. En að framgangi frumvarpsins blaut
hann að vilja styðja, eins og hann líka
reyndi að gera á þingi, alveg jafnt fyrir
það þó að hann færi frá völdum.
Þér kallið breytingartillögur minnihlut-
ans »allmikilsverðar breytingar á frnmvarp-
inu<, »veiulegar breytingar<, »efnisbreyt-
ingar<. Þér og yðar flokkur lítið eðli-
lega svo á þessar breytingar af þvi, að
þér höfðuð aldrei trúað nefndarmönnum til
þess, sð þessi væri sú þýðing, sem ætlast
væri til að i frumvarpinu lægi. Minnihlut-
inn vissi hins vegar, og hafði útvegað sér
fulla vissu fyrir því, að hinn málsaðil-
inn (Danir) leit svo á, að þetta væru orða-
breytingar, af því að þeir höfðu ætlast tii
að frumvarpið, eins og það var upphaflega
orðað, skyldi merkja einmitt það sama sem
breytingartillögur minnihlutans fóru fram á.
Þessar breytingar fullyrðum vér frumvarps-
menn að væru fáanlegar, ef alþingi vildi að
þeim ganga án þess að breyta frnmvarp-
inu frekara. lím þetta segíð þér; »Sjald-
an hefir víst ólíklegri saga verið sögð neinu
löggjafarþingi.<
Eina ástæðan, sem þér færið fyrir þess-
um ummælum yðar, er sú, að skrifari(l) nefnd-
arinnar, sem ekkert atkvæði, engan tillögu-
rétt átti um málið, hafi skilið frumvarpið
eins og þér. Og þetta þykir yður svo ör-
ugg sönnun, hvað þessi alveg óviðkomandi
maður hefir ritað, að þérsegið: »Sé nokk-
ur hlutur á þessari jörð sannaður, þá er
það sannað, að skilningur frumvarpsand-
stæðinga hér á landi á frnmvarpinu var i
nákvæmu samræmi við skilning hinna dönsku
nefndarmanna og danskrar stjórnar«.
»0g þar með er þá líka sannað, að ís-
lenzk þjóð hefir af frumvarpsmanna hálfu
verið beitt blekkingum frá því er baráttan
hófst um uppkastið, og í öllum umræðunum
um það.<
»Á alþingi var nýrri blekking bætt við —
þeirri, að Danir væru fúsir á að ganga að
breytingum minnihlutans. Að því var eng-
in sönnun færð, jafnvel ekki neinar likur.
Ekkert annað en fnllyrðingar. Og þær full-
yrðingar voru þeim mun óskammfeilnari, sem
forsætisráðherra Dana talaði við forseta al-
þingis um þingtimann, og lýsti yfir því,
að Danir héldn sér ekki fært að ganga að
neinum efnisbreytingum á texta uppkasts-
ins.<
Svo mörg eru yðar orð um þetta.
Eg var fram8Ögumaður minnihlutans i
þessu máli í neðri deild alþingis, og mælti
þar meðal annars á þessa leið:
»Ráttvirtur framsögumaður meirihlutans
(J. Þ.) spurði, hvaðan oss kæmi sú vitn-
eskja, er nefndarálit vort getur nm, að vér
teljum 0S8 geta fullyrt, að breytingar vor-
ar mæti eigi mótspyrnu af Dana hálfu. Eg
skal lýsa hér yfir því, ekki að eins i nafni
minnihl. nefndarinnar, heldur í nafni vor
15 þingmanna í báðum deildum, sem
fylgjumst að máli um frumvarp þetta,
að vér höfum þá vitneskju svarta á hvítu,
og má framsögumanni meirihlutans standa á
sama, á hvern hátt vér höfum fengið hana.
Eg er þess fullviss, að þegar eg lýsi yfir
því hér í áheyrn alls þingheims, i nafni
vor allra 15, og legg það undir dreng-
skap vorn, að vér hermum hér rétt frá,
þá mun hvorki framsögumaður meiri hlut-
ans eða neinn maður annar rengja orð vor
allra um þetta mál.« (Alþ.tíð. B II, 726—
727).
Það mun vera i fyrsta sinni, ekki að
eins í þingsögu vorri, heldur og i þingsögu
allra þjóða, að skýrBla, sem 15 fulltrúar
þjóðarinnar gefa hátiðlega á þingi, og legg]a
drengskap sinn við að rétt sé, hafi verið
kölluð »óskammfeilin blekking<. Eg skal
skjóta því til yðar, og til allra heiðvirðra
manna, að leita að þvi lýsingarorði i máli
voru, sem hæfilega tákni þessi ummæli yð-
ar og bardaga-aðferð. En naumast mun það
verða orðið »drengilegur<.
Það þarf engan að furða, þó að hvorki
Danir né heldur ráðherra íslands, sem þá
var (H. H.), færu að bera upp breytinga-
tillögur við frumvarp það, sem stjórnir
beggja landanna höfðu orðið ásáttar um
að leggja fyrir löggjafarþingin bæði. Þeir
gátu auðvitað ekki tekið frumkvæðið að
breytingum á frnmvarpinu, enda sagði H.
Hafstein á þingi: »Eg hefi aldrei ffitlað
mér að gerast forgöngumaður að breyting-
um á efni þess (frumvarpsins), því að eg
er ánægður með það eins og það er; en
eitt hefi eg viljað reyna eftir megni: að
ryðja steinum úr götu þess og létta fyrir
þeim orðabreytingum, er verða mætti til
þess, að efnið kæmi enn skýrara fram<. En
hann sagði lika á þingi: »eg hefi, þótt eg
hafi ekki tilboð eða samþyktir, nægilega
vissu fyrir því — án þess að eg nefni nein
nöfn, — að svo framarlega sem frumvarpið
hefði verið samþykt hér á þinginu með
þeim breytingum eða svipuðum breyting-
um, eins og minnihluti nefndarinnar vill
aðhyllast, þá hefðu þær ekki orðið frum-
varpinu til foráttu hjá Dönum.« (Alþ.tið.
B II, 738, 740).
Það sem hr. Neergaard sagði við forseta
alþingis um þingtimann, að Danir héldu
sér ekki fært að ganga að neinum efnis-
breytingum, kemnr ekki að neinu leyti í
bága við það, sem vér minnihluta-menn
héldurn fram, að hann og ríkisþingið mundi
ganga að breytingum vorum, af þeirri ein-
földu ástæðn, að hann og þeir töldu breyt-
ingatillögnr vorar oráobreytingar, en ekki
e/nisbreytingar, eins og áður er ávikið.
Eg get nú bætt þvi við hér, að eftir að
hr. Neergaard hafði lesið nefndarálit minni-
hlutans, átti hann tal við mjög merkan
landa vorn, sem hefir skýrt mér frá þvi
samtali, og sagði hr. Neergaard hiklaust, að
með breytingum minnihl. hefði frumvarpið
óefað orðið samþ. af rikisþinginu; að eins
sagðist hann ekki geta fullyrt, hvort þingið
hefði samþykt að fella burtu orðin: »Dan-
mörk og ísland eru þvi í ríkjasambandi er
nefnist veldi Danakonungs«; en hitt taldi
hann vist, að Danir hefðu þá gengið að
að breyta i danska textanum orðunum:
»Det samlede danske rige< og setja í stað-
inn: »Det danske monarki,« en sú var vara-
tillaga minnihlntans.
Ef þér, hr. ritstjóri, og blað ráðgjafans,
sem þér stýrið, viljið stnðla að yðar hluta
að því, að umræður um almenn landsmál
fari fram á heiðvirðan og drengilegan hátt,
þá vona eg þér hljótið að verða mér sam-
dóma um að nauðsynlegt sé að þér og blað
yðar gætið svo sómasamlegs ritháttar, að
kalla ekki drengskaparyfirlýsing 15 heið-
virðra þingmanna ‘óskammfeílnar blekk-
ingar«.
Yðar með virðingu.
Rvík, 18. ágúst 1909.
Jón Ólafssson, alþm.
II.
Svar
tíl herra Jóns Olajssonar
alpingismanns.
Sjálfsagt þykir mér, að ísafold fiytji
ofanprentað Opið bréf herra Jóns
Ólafssonar, úr því að blaðið var fyrir
það beðið. En ekki hefi eg neina
ábyrgð á, hve mikill styrkur málstað
hans verður að því.
Um áminninguna frá fyrv. ritstjóra
Rvlkurinnar þess efnis, »að umræður um
almenn landsmál fari fram á heiðvirðan
og drengilegan hátt«, ætla eg ekki að
fjölyrða. Hún er auðvitað falleg; en
eg get ekki að því gert, þó að ein-
hverir kunni að brosa að henni, þar
sem hún kemur úr þessari áttinni.
Ritstjórn minni við ísafold er nú
lokið — annaðhvort með þessu blaði
eða hinu næsta — og eg ætla að
hætta á það, að landsmenn beri það,
sem eg hefi sagt i blaðinu, saman við
hitt, sem andstæðingarnir hafa sagt
bæði um mig og aðra í sínum blöð-
um. Eg læt það rólegur ráðast, í
hvorn garðinn mönnum muni finnast,
að áminning hr. J. Ó. eigi fremur að
stefna.
Um ódrengskapar-brigzlið til min
er það að segja, að hafi eg haft næga
ástæðu til þess að segja það, sem eg
hefi sagt, þá get eg ekki hugsað mér,
að neinn skynsamur og óhlutdrægur
maður saki mig um ódrengskap fyrir
að hafa sagt það.
Og' nú bið eg menn að líta á,
hvort eg muni hafa ritað ástæðulaust
og út í bláinn.
Mér skilst svo, sem »ódrengskapar«-
atriðin í ísafoldar-greininni um breyt-
ingartillögur minnihlutans, sem J. Ó.
er að sakast um, séu tvö.
Annað þeirra er það, að þar stóð,
að Hannes Hafstein hefði ætlað sér
eftir kosningarnar að fá breyt-
ingar á frumvarpinu, til þess að geta
haldið sér við völdin. J. Ó. svarar,
að H H. hafi aldrei dottið annað í
hug en fara tafarlaust frá völdum, er
alþingi léti þá ósk í ljósi.
Hefi eg þá sagt nokkurt orð í gagn-
stæða átt? Ekki mér vitanlega.
Auðvitað ætlaði H. H. að fá þær
breytingar á frumvarpinu, sem gerðu
frumvarpið aðgengilegt meirihluta hins
nýkosna þings. Tækist það, gat hann
haldið sér við völdin, eftir því sem
hann hefir sjálfur hlotið að líta á mál-
ið. Annars hefði hann ekki gert þingi
og þjóð þann óumræðilega óleik að
fresta embættisafsögn sinni fram á
þing og stofna til þeirra miklu örð-
ugleika og þess mikla kostnaðar, sem
samfara var ráðgjafaskiftunum um
þingtímann.
Hvar er þá ódrengskapurinn í þessu
efni frá minni hálfu?
Um þetta hefi eg ekkert annað sagt,
en það sem allir landsmenn vita.
Hitt »ódrengskapar«-atriðið er það,
að ísafold hefir nefnt fullyrðingar
minnihlutamanna um það, að Danir
vildu ganga að breytingatillögum
þeirra, blekkingar.
Nú bið eg skynsama menn að at-
huga vandlega, hvað J. 0. færir fram
því til sönnunar, að þessar fullyrð-
ingar hafi ekki verið blekkingar, og
hvað eg færi fram því til sönnunar,
að þetta haji verið blekkingar.
J. Ó. færir ekkert til með sínum
málstað, annað en Jullyrðingarnar sjálj-
ar, þær sem um er deilt.
Hann segir, að dönsku nefndar-
mennirnir leggi sama skilning í frum-
varpið eins og minni hlutinn; fyrir
því líti þeir ekki á breytingar minni-
hlutans annan veg en sem orðabreyt-
ingar og séu fúsir á að ganga að
þeim.
Og hann segir, að hann og flokks-
bræður hans hafi haft »vitneskju svarta
á hvítu« um það, að Danir gangi að
breytingunum.
Þetta er það, sem J. Ó. hefir fram
að færa með sínum málstað. Alls
ekkert annað, að stóryrðunum slept-
um.
Hvað hefi eg þá fram að færa gegn
þessu?
Eg get skift því í j liði:
i. Yfirlýsing Dr. juris Kn. Berlins.
Hann var skrifari hins danska hluta
nefndarinnar, og ráðunautur þess hlut-
ans. Hann var eini danski maðurinn,
sem við nefndina var riðinn, er nokk-
ura verulega þekkingu hafði á stjórnar-
sögu íslands, enda sá eini, er íslenzku
skildi. Hann lýsir yfir því með svo
ótvíræðum orðum, sem framast var
unt, að danski nefndarhlutiun hefði
skilið frumvarpið eins og andstæðing-
ar þess á íslandi, en ekki eins og ís-
lenzki nefndarhlutinn gerði grein fyrir
því.
2. Þögn danska nefndarhlutans.
Enginn hinna dönsku nefndarmanna,
og enginn annar danskur maður, hefir
borið móti því með einu orði, að frá-
sögn dr. Berlíns um þetta efni hafi
verið hárrétt. Vér hyggjum, að í
augum allra skynsamra, óhlutdrægra
manna, sé það með öllu óhugsandi,
að skrifara nefndarinnar hefði verið
látið haldast uppi ómótmælt að leiða
menn í villu um það, hvað Danir
teldu í frumvarpinu fólgið, ef hann
hefði gert það. Slikur áburður á
danska stjórnmálamenn er svo óvin-
gjarnlegur, ósennilegur og ranglátleg-
ur, að vér leiðum alveg vorn hest frá
honum.
3. Yjirlýsing Jorscetisráðherra Neer-
gaards.
Hann lýsir yfir því við alþingisfor-
setana, að Danir haldi sér ekki fært
að ganga að neinum efnisbreytingum
á frumvarpinu. J. Ó. segir, að for-
sætisráðherrann hafi talið breytingar
minnihlutans orðabreytingar en ekki
efnisbreytingar. Gerum snöggvast ráð
fyrir, að svo hafi verið. En honum
var kunnugt um, hvern skilning Jor~.
setarnir lögðu i frumvarpið. Honum
var kunnugt um, að forsetarnir lögðu
annan skilning í frumvarpið en ís-
lenzku nefndarmennirnir héldu fratn.
Var þá ekki bein skylda hans að vekja
athygli forsetanna á því, sem á milli
bar um danskan og islenzkan skilning
á frumvarpinu? Gerði hann það? Ekki
með einu orði. Auðvitað af því, að
ekkert var að leiðrétta. Forsætisráð-
herrann hafði nákvæmlega sama skiln-
ing á þessu frumvarpi eins og skrifari
nefndarinnar; nákvæmlega sama skiln-
ing á því eins og forsetarnir sjálfir.
4. Minnihlutinn neitar að svara pví,
hvernig hann viti að breytingar sínar
séu Jáanlegar.
A minnihlutann var skorað á þingi
með svo ákveðnum og tvímælalausum
orðum, sem islenzk tunga á til, að
segja, hverja vitneskju hann hefði um
það, að breytingar hans væru fáan-
legar.
Framsögumaður meirihlutans, dr.
Jón Þorkelsson, kvað meðal annars
svo að orði við 2. umræðu sambands-
málsins í neðri deild:
Minnihlutinn leyfir sér og nú að full-
yrða furðu mikið um það, hvað fáanlegt
só. Er það svo að skilja, má eg spyrja,
að hinn fyrv. ráðherra hafi fengið vit-
neskju og vissu um það, að óhætt væri
að setja orðið 5>ríki« fyrir »land« í 1.
gr. frv. og að fella megi 1 burtu »Det
samlede danske Rige«? Hefir hann feng-
ið tilsögn um það, að óhæt.t væri að
breyta frumv., en leynt þingið því? Eða
hvaðan kemur minnihlutanum sú speki,
að þessar breytingar sóu frekar fáan-
legar en breyt.till. meiri hlutansl Þegar
forsetarnir töluðu við Neergaard forsætis-
ráðherra nú í utanför sinni, voru engar
breytingar fáanlegar. Hvaðan er þá
minnihlutanum komin sú vizka, að breyt
ingar hans fáist samþyktar af Dönum?
Eða er minnihlutinn hér að fara með
vísvitandi ósannindi framan i öllum
þingheimi? Eg krefst þess nú í nafni
alls landslýðs, að minniblutinn sýni það
hór á þingi og sanni vafningalaust, hvað
hann hefir fyrir sór um þessar staðhæf-
ingar sínar.
Ekki svaraði frsm. minnihlutans, J.
Ó., þessu neinu í næstu ræðu sinni.
Dr. J. Þ. áréttaði þá íyrirspurn sína,
skoraði »á þingmanninn, að segja hér
afdráttarlaust og í heyranda hljóði,
hvað hann heíði fyrir sig að bera.«
Þá svaraði J. Ó. því, sem hann til-
færir sjáifur í greininni hér að framan.
Hann svarar spurningunni alls ekki.
Hann fullyrðir, að 15 þingmenn hafi
þessa »vitneskju svarta á hvítu«. En
frms. meiri hlutans megi standa á
sama, hvernig þeir hafi fengið þá vit-
neskju, og enginn muni rengja orð
þeirra.
Jú. Menn rengja þau. Eg veit
ekki til þess, að nokkur meirihluta
þingmaður hafi trúað þeim. Og eg
veit ekki, hvers vegna nokkur maður
ætti að trúa þeim, gegn öðrum eins
líkum eins og á hina hliðina eru.
Hvers vegna í ósköpunum segja menn-
irnir ekki, hverja vitneskju þeir hafa
»svarta á hvítu« ? Auðvitað fyrir þá
sök, að sú vitneskja er engin.
Það sanna
j. Orð Hannesar Hajsteins sjáljs.
H. H. svaraði spurningu dr. J. Þ.
með þessunt orðum:
Hinn háttv. frsm. meirihlutans (J. Þ.)
vildi fá að vita, hvaðan minnihlutanum
kœmi vitneskja um, að gengið mundi
að breyt.tiil. hans, og kastaði hann fram
þeirri spurningu, hvort eg, sem fyrv.
ráðherra, hefði í síðustu utanför minni
fengið tilboð um breytingar, og þagað
yfir þeim fram á þennan dag. Því er
skjótsvarað þannig, að eg hefi engin
tilboð né loforð fengið um breyt-
ingar á frumv., og hefi ekkert
umboð til þess að bera þinginu
nein skiiaboð um slíkt. (Alþtíð.
B. II, 738).
Eg veit ekki, hvernig á að taka
betur af skarið en svona.
Og síðar i ræðu sinni tekur H. H.
það fram, að væntanlega geti ekki
frsm. minnihlutans, Jón Ólafsson, sagt
neitt meira um þetta en hann sjálfur
(H. H.) hafi sagt.
Hvað verður þá um þessa »vitneskju
svarta á hvítu«, sem J. Ó. hefir, þeg-
ar H. H. neitar því, að til séu nokk-
ur tilboð né nokkur lojorð um breyt-
itigar, né nokkurt utnboð til þess að
bera þinginu nokkur skilaboð um slíkt?
Eg tók það fram í upphafi þessa
máls, að eg tæki ekki ábyrgð á, hver
styrkur J. Ó. yrði að því að fá þetta
Opið bréf sitt prentað í ísafold. Um
hitt er eg ekki í neinum vafa, hvernig
réttsýnir menn munu hér eftir líta á
þetta mál. E. H.
Afengis-deilan.
Vér höfum ekki látið til vor taka
deilu þá út af áfengismálinu, sem háð
hefir verið í sumar af Árna Jóhanns-
syni biskupsskrifara (í ísafold) á aðra
hliðina og Ingólfi hinumegiu. En ekki
virðist oss nema rétt og sanngjarnt
að benda á það, að það er mikið
verk og gott, sem Á. J. hefir unnið
í áfengismálinu síðan í vetur.
Hann hefir hrakið aðalmótbárur
bannlagaóvina á þinginu með ræðu
sinni 29. marz.
Hann hefir snúið úr höndum þeirra
því vopni, er þeir töldu sig hafa, þar
sem var ræða síra Jóns Bjarnasonar.
Hann hefir með glöggum tilvitnun-
um sýnt fram á, að áfengi er skað-
vænt eitur.
Hann hefir fært sönnur á, að megin-
þorri hinna merkustu vísindamanna,
er á málið hafa minst, telja útrýming
áfengis eitt allra-mesta nauðsynjamál
þjóðanna.
Hann hefir fært rök að því, að
réttmætt sé að líta svo á, sem félagið,
er stofnað hefir verið gegn bannlög-
unum, eigi upptök þeirrar lögbrota-
aldar, er bannfjendur spá að hljóti að
verða hér á landi út af bannlögunum.
Hann hefir ávalt ritað með rökum.
Og vér fáum ekki séð, að Ingólfur
hafi hnekt neinum rökum hans. Samt
eru andstæðingar hans að fárast um
öfgar og stóryrði og röksemdaleysi í
greinum hans, og óska þess að ein-
hver annar verði settur af templara
hálfu til þess að fást við þá.
Það kann að vera bannfjendum
æskilegt. En templarar haga sér
eðlilega eftir því, sem bindindismálinu
hentar bezt.
Morgunverðarsamkvæmi
var háskólaforstöðumanni Jakob Ap-
pel og förunautum hans, cand. Mar-
strand kennara við Askov, og syni
Scbröders heitins fyrv. skólastjóra,
haldið í niorgun af ýmsum mönnum
hér í bænum, kennurum, alþingis-
mönnum o. fl. Flestir þeirra hafa
komið til Askov, og sumir notið
kenslu þar í s'kólanum, þar á meðal
5 ungar stúlkur, sem hér eiga heirna
í bænum. Síra Guðm. Helgason
mælti fyrir minni heiðursgestanna.
Margar fleiri ræður voru haldnar.
Hr. Appel og förunautar hans leggja
af stað með Sterling í kvöld.