Ísafold - 08.09.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.09.1909, Blaðsíða 1
Kemm út ýmist eina sinni eftu tvisvar 1 vikn. Verft árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendiB 5 kr. eöa 1 •/« dollar; borgist fyrir mibjan júll (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsðgu (Bkrifleg) bnndin vib áramót, er ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. 'Og aaupandi akuldiaas vi® blabiC. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXVI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 8. sept. 1909. 58. tðlublað I. O. O. F. 909179. AugnlæknÍDg ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—B Tjarnarg. 18 Forngripasafn opið A virkum dögum 11—l íslandsbanki opinn 10—21/* og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siðdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 9»/2 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn ÍO1/^— 21/*. Bankastjórn við 12—1 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 12—8 Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bóknlöðustlg 10. FaxaWMn IHGQLFUH fer til Borgarness sept. 8., 12. Akra sept. 12. Arsafmælið. 10. sept. 1908—10. sept. 1909. Núna á föstudaginn eigum vér ís- lendingar að minnast einhverra merk- ustu og heillaríkustu tiðinda, er gerst hafa með þjóð vorri. Það er kosningasigur Sjálfstæðismanna þ. ÍO. sept. í fyrra. Margra mánuða hörð, hlífðarlítil bar- átta var á undan gengin alt liðlangt sumarið. Margar skæðar smáorustur, mörg beisk einvígi höfðu háð verið i þeirri baráttu. En aðalorustan, sú er skera átti úr, hvort sjálfstæði íslands og fornum réttindum þess yrði borgið eða þeim yrði á glæ kastað — hún var háð þann io. september. Öllum er kunnugt, hvernig þeirri orustu lauk. Hamingja íslands varð heilladrjúg þann daginn — sem betur fór I Sjálfstæðis-stormur þaut yfir landið og þyrlaði af loftinu innlimunar-ský- flókum þeim hinum svörtu, er teygt höfðu álkuna upp á landsmálahimininn um sumarið. Sigursól íslenzks sjálfstæðisanda braust gegnum innlimunarþykkildið og helti glæstum geislum sínum á landið og þjóðina. Þessara miklu gleðitiðinda ber oss að minnast þ. 10. sept., ekki ein- ungis á þessu ári heldur og fram- vegis, alveg eins og vér á ári hverju, þ. 17. júní minnumst fæðingar Jóns Sigurðssonar. íslenzk sjálfstæðis-viðleitni hefir aldrei unnið glæsilegri sigur, en þ. 10. sept. í fyrra. Og þótt enn sé hvergi nærri búið að ná markinu, vanst mikið á í fyrra, er svo vel tókst, fyrir vasklega og ötula at- göngu ýrnissa góðra drengja, að spyrna á móti hinum hvassbrýndu innlimunarbroddum, sem þjóðin þá var beitt. Það er pví áskorun vor til peirra Islendinga, er unna Jrelsi lands sins, að minnast sjáljstceðissigursins i Jyrra og láta sjálfstæðismerki þjóðarinnar blakta hátt við himinn á ársafmælinu, þ. 10. sept. W. T. Stead. [Hanu varð sextugur í síðasta mánuði. Margir íslendingar kannast við hann, sumir sem ritstjóra tímaritsins Review of Reviews, aðrir sem manninn, er ritað hefir ósjálfrátt Brófiti fráJúlíu. Tímarit hans, n/nefnt, hefir nokkurum íslendingum orðið bein nauðsyn að lesa, þeim er hafa komist á það. Og ekkl eru þeir allfáir, eftir því sem oss hefir verið frá skýrt, sem vænst þykir um Júlíu-bréfin af öllum bókum, sem nýlega hafa komið út. En misjafnlega hefir verið af homím látið hór á laiidi. Sumum hefir verið talin trú um og hafa fullyrt i vora áheyrn, að hann só »vitlaus<. Fyrirspurn höfum vér og fengið um það, hvort satt só, að hann só samvizkulaus gróðabrallari, sem líklegur só til að hafa skrökvað upp öllu sambaudi sínu við Júlíu ! Slíkar sögusagnir eru bornar út á þessu afskekta landi um einn af allra- mestu og óeigingjörnustu mönnum ver- aldarinnar. Engin vafi er á þvi, að í þeim flokki er Stead, hvað mikið eða lítið sem honum kann að skjátlast í sumum skoðunum sínum. Danska blaðið Köbenhavn flutti eftirfarandi af- mælisgrein nm hann í sumar, eftir frk. Lilly Læssöe:] E. H. Eg hefi nú þekt William Stead rúm tvö ár. Hann stóð við hér í bænum eitthvað tvo daga á hinni miklu »friðar- ferð« sinni. Okkur var þá boðið sam- an til kunningja okkar; og eg bauðst til að vísa honum veg heim í gisti- húsið hans. Eg veit ekki, hvernig það atvikaðist, að eg fekk þor til þess; við höfðum ekki talað nema örfá orð saman, og hann hafði verið stirfinn og fálátur — fanst mér. Stirfinn og fáláturl Eg komst brátt að raun um það, að sízt af öllu verður það með réttu borið á William Stead. Á heimleiðinni töluðum við um hitt og þetta, og hann spurði, hvort eg vildi ekki koma upp með sér og drekka tebolla með sér í gistihúsinu. Tvær aðrar konur biðu þar eftir honum — frk. Mönster, seni þá vor foringi Es- peranto hreyfingarinnar hér í landi, og frk. Falbe-Hansen, sem auðvitað kom sem fulltrúi kvenréttindamálsins. Stead hefir heitan áhuga á báðum þeim mál- um. Nokkurir blaðamenn voru þar líka, en þeim kom hann brátt af sér — nú var hann orðinn þreyttur á þeim, enda var það engin furða; hann hafði ekki komist að neinu verki öðru en því að láta þá spyrja sig, frá því er hann lauk augunum upp um morg- unian. Við drukkum te saman, og mér varð þessi fyrsti fundur inngangur að hlýrri og stöðugri vináttu. Tíu dögum síð- ar kom Stead aftur til Kaupmanna- hafnar á leiðinni frá Rússlandi — hafði þá átt tal við Gústaf konung og Rússa- keisara í ferðinni. Við hittumst þá aftur, og eg fór með honum sama kvöldið á járnbrautarstöðina og veif- aði til hans síðustu kveðjunni á pall- inum þar. Við hittumst ekki aftur fyr en tveim árum síðar, nú í vetur, þegar eg kom til Lundúna. En við höfðum á þess- um tíma stöðugt skifst á bréfum, og fyrsta húsið, sem eg stefndi til, þeg- ar eg var komin til Lundúna, var skrifstofa Steads i Mowbray House, Norfolk Street, hliðargötu, sem liggur frá »Strand« ofan að Temsánni. Mér var vísað inn í »helgidóm« hans, stórt og bjart herbergi, með ágætri útsjón yfir hátignarlegt fljótið, sem svo að kalla rennur fram hjá gluggunum. (Þar er nú skrifstofa J ú 1 í u. Stead hefir flutt sína skrifstofu í annað stræti. Aths. pýð.J. Eldur logaði skært á arn- inum. Stead dró tvo hægindastóla að honum og gerði boð eftir tevatni, og við röbbuðum saman, eins og við hefð- um talast við daginn áður. Hann sýndi mér fjársjóðu sína, bækur sínar og ljósmyndir; þær eru í þúsunda tali, á smáborðum, hillum og veggjum, allar undirskrifaðar, allar frá vinum hans og frá öllum löndum veraldar- innar: rithöfundar, blaðamenn, lista- menn, ráðgjafar, vísindamenn, prinsar, prinsessur og drotningar, í stuttu máli allir nafnkendir menn frá öllum lönd- um halda hér alþjóðafund. Við höfðum mælt okkur mót fyrir fram, og fyrir því urðum við ekki fyrir ónæði oftar en eitthvað tvisvar sinnum þá klukkustund, sem eg stóð við; því næst urðum við samferða dá- lítinn spöl — Stead ætlaði um kvöldið út í sveit til þess að heimsækja rúss- neska furstafrú; eg man ekki betur en að sonur hennar væri að smiða loftbát, sem hann ætlaði að reyna að fljúga í yfir Ermarsund. Annars er ljóti troðningurinn i skrif- stofum Steads, ef menn koma þangað án þess að hafa um það samið áður. Alt eru það menn, sem eiga einkamál að reka við Stead; viðskiftamálin sjá aðrir um. Mér þótti þá gaman að setjast út í horn þetta »augnablik«, sem Stead hélt, að það mundi drag- ast, að við gætum byrjað á samræð- unni aftur, og horfa á mennina, sem fyrir augun báru, alveg eins og í sagna- kveri — alls konar menn á alls kon- ar metorðastigi, frá furstum, greifa- frúm, prófessorum og þingmönnum, og ofan til alveg óbreyttra manna, sem ekki höiðu neinu af að státa. Menn með nýjar uppgötvanir, menn með stjórnmálaráðagerðir, rithöfundar með bækur sinar, blaðamenn með greinar sínar — en venjulegast var þeim vísað á bug, þvi að Stead ritar nær því alt sjálfur í Review of Re- views —, friðarvinir, skáld og spirit- istar o. s. frv., óendanleg runa. Og meðan á þessu gengur, er talsíma- tólinu hringt til þess að spyrja, hvort húsbóndinn komi ekki heim að borða í dag, því að nú er komið fram yfir matmálstíma. Og skrifararnir eru alt- af að koma inn með véiarrituð bréf, til undirskriftar. Flest af bréfum sín- um les Stead skrifara sínum fyrir, og ekki skrifar hann undir nema helm- ing þeirra. Ekki eru það nema nán- ustu vinir hans, sem fá bréf frá hon- um rituð með hans eigin hendi. Rit- höndin er einkennileg, mjúk en rösk- leg, 4—5 orð i einni runu, Og þá ofurlítið stökk. Auðvitað fær Sted mikið af veizlu- boðum, á heimili manna og til al- mennra gilda, og mikið af tilmælum um að tala á samkomum o. s. frv., en tiltölulega sjaldan verður hann við þeim tilmælum, venjulegast því að eins, að hann hafi einhvern sérstakan tilgang með því, eða haldi, að hann geti gert eitthvert gagn með því. Einu sinni, þegar eg var hjá honum, komst eg alveg óviðbúin í »te«, sem nær því alt er nefnt á ensku; í raun og veru var það mjög rnikið alúðar-sam- sæti, sem ráðgjafi Serba hélt í gisti- höll einni. Þá var rétt komið að i- skyggilegustu úlfúðinni með Serbuni og Austurríkismönnum, og samkvæmið var haldið í því skytii að ræða alvar- leg stjórnmál. Stead fór með mig umsvifalaust, og eg hlunkaðist þarna inn í þetta bráðókunnug öllum og öllu; en af því að það var Stead, sem kom með mig, þá var mér tafarlaust tekið með hinni hjartanlegustu góð- vild. í samkvæminu voru mest Ser- bar og Rúmeníumenn. Annað skifti fór hann með mig í allólíkt samkvæmi — á manngerfinga- sambandsfund á heimili einu úti í sveit. Honum hafði verið boðið þangað til þess að ganga úr skugga um, hvort alt færi fram svikalaust hjá miðlinum eða ekki. En eg vil heldur segja frá því eitthvert annað skifti. Auk þess sem Stead hittir vini sina í skrifstofu sinni, þykir honum gam- an að fá þá heim til sin. Samkvæmi hans á sunnudögum síðdegis eru al- kunn. Stundum koma þangað ekki nema fáir alúðarvinir hans; stundum 6o—70 manns; fleiri komast þar ekki fyrir, því að húsið er ekki mjög stórt. Stundum er þar að hitta helztu stjórn- málamenn, svo sem forsætisráðherr- ann Mr. Asquith, fjármálaráðherrann Lloyd George eða hinn líberala of- stækismann John Burns. Stundum koma þangað leiðtogar kvenréttinda- málsins, svo sem Mrs. Parkhurst og hin yndislega dóttir hennar Christa- bei. Þá eru einn daginn teósófar ein- ir, spiritistar og miðlar, eins og Annie Besant, Sinnett, Mr. King og Sinffi Lovell. Og enn eru þar einn dag- inn rithöfundar, listamenn, leikarar eða vísindamenn. Einn sunnudaginn koma menn sam- an til þess að ræða um hinar merki- legu, andlegu hreyfingar, eins og »Christian Science*, »New Thought* o. s. frv., sem þotið hafa áfram á síð- ari tímum. Annan sunnudaginn til þess að gera tilraunir með dáleiðslur, niagnetisk áhrif, fjarskynjun o. þ. h. Þriðja daginn les einhver frægur skáld- sagna- eða leikritahöfundur part úr óprentaðri sögu eða sjónleik, eða jafn- frægur leikari sýnir eitthvað úr hlut- verki sínu í leikriti, sem hann hefir enn ekki farið með á leiksviðið, eftir eitthvert þessara skálda — eða indverskur »Yogi« sýnir dásemdir sínar, og menn horfa á með mikilli undrun. Einn dagurinn fanst mér nær því allra skemtilegastur. Þá er dyrunum lokið upp skyndilega og 20—30 ungir stúdentar frá Oxford þyrpast inn og umkringja Stead frá öllum hliðum, slá á axlirnar á honum og koma með skringilegar smá-athugasemdir, svo að stofurnar kveða við af hlátursköllun- um. Loks sezt hann niður, innan í hringnum, og heldur dálitla ræði^. Stúdentarnir hlusta á hann hugfangnir og halda nær þvi niðri í sér andan- um. Meðan á þessu stendur eru þær Mrs. Stead, lítil kona og móðurleg, og dóttir hennar Estelle, hávaxin stúlka og fríð sýnum, á ferðinni með te og kökur. Og að lokum fylgir Stead sjálfur gestunum ofan stigann, lýkur upp götuhurðinni og kveður menn úti á þröskuldinum. Hann hirðir ekkert um hríðarveður né frost. Hann fyrirlítur höfuðskepnurnar hjartanlega og alla reglulega lifnaðarháttu. Oft fer hann yfirhafnarlaus út í kulda og stormviðri. Aldrei hefi eg séð nokkurn mann borða jafn-lítið, né láta sig jafn-litlu skifta, hvað honum er boðið. Hann situr oft við vinnu sína einni til tveim- ur stundum eftir miðnætti, og skrifar á hverjum morgni eina klukkustund, án þess að hafa nokkurs neytt. Hann ferðast nær því æfinlega á nóttum, er einn þeirra öfundsverðu manna, sem geta steinsofið í járnbrautarklefum. En vera má,. að það sé einmitt vegna þessa alls, að hann er; sextug- ur, röskari og unglegri en margir þrí- tugir menn. Ekki er það annað, sem bendir á aldraðan mann, en fallegt, þétt, hvítt skeggið og djúpar rákir i enninu og milli augnabrúnanna. Fyrir kemur það, auðvitað, að hann reynir of mikið á líkams- og sálar- krafta sina ; þá getur hann orðið þreytu- legur og nærri því eins og skar. En þá getur hann til allrar hamingju leitað út á skemtigarð sinn á Hayling Is- land, snúið um stund bakinu við sínu hvíldarlausa, efnismikla starfi og auk- ist að nýjum þrótt. Miklu, miklu meira er af Stead að segja, en nú er rúmið því miður þrot- ið, og fyrir því ætla eg að lúka þess- ari stuttu skyndilýsing með orðunum, sem hann hefir ritað undir mynd sína: »í samvinnu við þá alla, sem elska, í þjónustu þeirra allra, sem þjást«. Þýtt af E. E. A ferðalagi austur í sveitum eru m. a. Einar ritstjóri Hjörleifsson og Hannes banka* stjóri Hafstein. íslenzkir kljómleikar i Kaupmannahöfn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld í Edínaborg, ætlar í þessum mánuði að efna til hljómleika i Kaupmanna- höfn — í Oddfellówahöllinni. Þar verða sungin og spiluð lög eingöngu eftir hann sjálfan — 12 alls — meðal annars, hátíðarljóðin frá konungskomunni 1907, Lofsöng- ur (Ó, guð vors lands), Sverrir kon- ungnr, Söngvar úr »Týnda syninum* eftir Hall Caine o. s. frv. Helzta og bezta söngféiag Dana, Cceciliajoreningen, kvað eiga að syngja kórana alla, en Pétur Jónsson stud. med. á að syngja einsöngvana. Svein- björn fór með Pétur í vor til Frede- riks Rung tónskálds og aðalsöngstjóra við konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. — Þar söng Pétur og fanst bæði Sveinbirni og Rung til um rödd hans. Rung hafði meira að segja heldur hvatt Pétur til að gerast söngvari. Enginn íslendingur hefir gert það að starfa sínum hingað til. Konungurinn, Friðrik 8., og fjöl- skylda hans ætla að hlusta á hljóm- leika þessa. Vatnsveitan. Sig. Thoroddsen verkfræðingur hefir nýlega eftir áskorun nokkurra bæjar- fulltrúa rannsakað vatnsveituskurðina frá Rauðarárholti inn að Elliðaám, og komist að þessari niðurstöðu: i°. Víða er fylt í skurðinn með stóru grjóti — hrönglað saman með stórum opnum og millibilum, svo að komast má sumstaðar langt inn með mjórri stöng; sérstaklega ber á þessu í Rauðarárholti. 2°. Víða virðist of grunt samkvæmt útboðsskilmálunum ix/4—1 x/2 al. eða jafnvel minna í stað 2 álna. — En sumstaðar er ekki unt með fullri vissu að komast að raun um þetta, nema grafið sé niður að pfpunum á nokkr- um stöðum, en eg prófaði að eins með 2 álna langri stöng. 30. Norðan og vestan til í Bústaða- holti er að eins 3—4 þuml. niður að pipu í vatnsopi gegnum skurðhrygg- inn. 4°. Austan til í Bústaðaholti eru að eins 10 þuml. niður að pípu í vatnsopi gegn um skurðhrygginn. 50. í gilinu fyrir austan Blesagróf eru 3—4 vatnsop í skurðhryggnum, og getur þar varla verið meira en 1 alin niður að pípum. Þess skal getið, að verkið á þessum kafla hefir enn eigi verið afhent. En nákvæm rannsókn á því hvernig það er af hendi leyst, fer að sjálfsögðu fram, áður en tekið verður á móti því af hálfu vatnsveitunefndarinnar. Jón þórarinsson, umsjónarmaður fræðslumála, er á ferð allan þenna mánuð til þess að líta eftir skólum víðsvegar um landið. Hann fór héðan 1. sept. og er nú kominn norður í Skagafjörð. Þaðan heldur hann svo austur um Eyjafjörð og ætlar lengst að Mývatni. Hans er von heim aftur í öndverðum októ- ber. Slys. Baldvin Gunnafsson (yngri) frá Höfða varð undir vélarbáti, er hann var að setja ásamt öðrum mönnum — beygð* ist saman undir bátnum og var með* vitundarlaus í fyrstu — en kendi af- skapa kvala á eftir. Er þó í afturbata (eftir Norðurl.),

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.