Ísafold - 08.09.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.09.1909, Blaðsíða 2
230 ISAFOLD Muniö -15. september - b íðið! Langstærsta, fjölbreyttasta og verðbezta utsalan, sem enn hefir verið haldin hér i bænnm, verðnr i ár i verzluninni Edinborg. Sóknargjöldin nýju. i. Mörgu er ekki trúað, sem er þó sennilegra en það, að vér íslendingar leggjum á oss núna árið 1909 nef- skatt til prests og kirkju og þó er nú svo komið, að þenna nefskatt eiga allir menn að gjalda á íslandi, karlar og konur, sem 15 ára eru og eldri, og allir jafnan, 2 kr. og 25 aura hver maður, hvort sem árstekjur hans eru 5 krónur eða 5 þúsund eða hærri. Hér er ekki farið i manngreinarálit. Kristinni kirkju hefir frá öndverðu gengið það frernur slysalega, að halda eigin boðorð sín og eg minnist ekki, að hún hafi nokkuru sinni öðlast náð til, að þurfa minna að skekkja bókstaf boðorða sinna, en hún hefir þurft að gera hér, til þess þau bæru henni fullan ávöxt i söfnuðinum. Drengur eða stúlka, sem foreldrar neyðast til að láta frá sér í fyrstu vistina á 15. árinu, eftir ferminguna, og ætiað er að vinna fyrir einhverju kaupi eða þóknun til þess að eignast eitthvað utan á sig, fá nú þann heið- ur, að leggja jafnan skerf til viðhalds guðs kristni á Islandi eins og biskup- inn, sem hefir þó 5000 krónur í árs- kaup auk 1000 kr. i skrifstofufé. Þessi jafnaðarhugsjón hefir virzt svo fögur i sjálfri sér, að ekki hefir þótt ástæða til að fást um það, þó byrð- arnar yrðu dálítið misjafnar í reynd- inni. Það hefir því ekki þótt nein frágangssök, þó ekkja með 4 börn, og stúlku á 19. ári elzta, greiði nú 9 kr. í sóknargjöld, en nábúi hennar, að kalla má, með 6000 kr. tekjur að minsta kosti, greiði nú að eins 4 kr. og 50 aura. Ef til vill hafa frömuðir þessara laga hugsað sem svo, að Jesú frá Nazaret hefði þótt enn þá vænna um skerf ekkjunnar ef hann hefði verið stærri, enda hafa þeir nú unnið það, að eigi þessi ekkja að leggja gjald sitt í guðs- kistuna í heilu lagi, þá fær kistan þar gullpening. Annað mál gæti það verið, hvernig fesú hefði líkað hann; en bæði er það, að kirkjan á víst, að hann segir ekk- ert um peniug þessarar ekkju, enda óvíst að honum þætti hann svo mjög stinga í stúf í þeirri kirkju, sem fyrir- verður sig ekki fyrir að taka á móti honum — þó það sé hans eigin kirkja. En það þykir mér sennilegt, að flestallir fátæklingar og smælingjar þessa lands kunni ekki að meta þann heiður að vera gerðir jafnir efna- mönnunum til stuðnings guðsríki, eða jafnokar embættismanna og kaupmanna að áburðarþoli. Hitt er annað mál, að fátæklingar, unglingar og vinnufólk verða nú að svitna undir þessu um stund, því svo er um þessa byrði búið á baki þeim, að þeir hnútar eru engan veginn auð- leystir. Kirkjan er hér í bandalagi við auðugri hluta þjóðfélagsins. Slíkt bandalag er margreynt og hefir oftast lánast vel og verið báðum til stórhags, þar sem bandalag kristinnar kirkju við smælingja þjóðanna hefir stundum orð- ið henni peningaskaði og er því við- sjárvert altaf. Litilmagninn á það nú eingöngu undir alþingi, hvort því þóknast, að þessan byrði verði nokkuru sinni létt af honum aftur. Og útlitið er engan veginn glæsi- legt. Það eru öli líkindi til, að sú hvöt eða nauðsyn, sem knúði siðasta alþingi til að létta sóknargjöldunum á efna- mönnunum og þoka .þeim yfir á eignaleysingjana, verði ekki síður til þess, að knýja næstu þingin, og þau ef til vill ærið mörg, til þess að neita öllum breytingum á þessum lögum. Meiri hluti þingsins verður eðlilega altaf úr efnaðri hluta þjóðarinnar, sem fasteignatiund og lausafjár og svo offr- ið liggur þyngst á. Þetta mætti nú kalla ekki góðmann- lega getsök, að þingmenn hafi haft þann tilgang með lögunum, þeir sem gáfu þeim atkvæði, að brinda með því gjaldabyrðinni af sér yfir á efna- leysingjana. En svo lengi sem nokk- urn hugsanlegan tilgang er unt að finna, þá á það að vera hverjum manni óleyfilegt að geta þess til, að löggjafi setji lög tilgangslaust og hugsunarlaust. Og nefskattinn lögleiddu þeir. Um það verður ekki deilt. En það má segja til afsökunar, að þingið var mjög umsetið af freistar- anum og það illilega og úr ýmsum áttum. Það lítur svo út, sem öllum þorra þingmanna hafi fundizt þessi gjöld öll í heild 'sinni ranglát, þjóð- inni til einskis gagns og öllum al- menningi nauðungarkvöð. Þegar svo er ástatt, er það skiljanlegra að hver þoki af sér. Hér var svo auðvelt fyrir mennina að verða sammála um sameiginlegt gagn sitt. Það er altaf freisting. Og hin freistingin var ekki minni, hversu það var gjörsamlega háskalaust vegna kjósendanna að létta á eigin öxlum, því mikill hluti þeirra, sem þessu var hrint yfir á, ungling- arnir og vinnulýðurinn, á ekki kosn- ingarrétt né kjörgengi til alþingis og var því með öllu bjargarlaus til varn- ar og getur engum hefndum fram komið, hversu miskunnarlaust sem hann er húðstrýktur. í tilbót mátti eiga von á vísu þakk- læti frá háu tlundinni víðsvegar um land fyrir það, að nú var loks búið að koma þessu óþokkasæla gjaldi á þennan lýð, sem ómögulega gat hrundið því af sér. En eg heyrði mann segja í vetur: »Eg þori að ábyrgjast, að prestinum dettur ekki í hug að taka af mér meira en helmingi hærra gjald í ár en i fyrra, þar sem eg hefi verið at- vinnulaus oftast og hefi engin ráð til að borga það.« Það getur verið mjög sennilegt, að presturinn sjálfur gerði þetta einmitt ekki, því allir vita það, að fjöldi presta hefir gefið fátækum mönnum upp meira eða minna af gjöldum og gerir vafa- laust enn. Það getur og vel verið, að bæði prestana sjálfa og þá, sem lögunum fylgdu á alþingi, hafi grunað, að tnargur prestur, bæði sem brjóstgóð- ur maður og trúboði Jesú frá Nazar- et, mundi tæplega eiga hörku í sér til, að ganga sjálfur að fátæklingun- um, sem gjalda fyrir börn sín, eða unglingunum og vinnukindunum, þó ábyrgðarleysi alþingis gæfi því nógan styrkinn til þess; það varð því að losa prestana við að þurfa sjálfir að kría aurana út úr þessum eignalausa hóp. Alþingi setti þvi sóknarnefnd- irnar í þetta fyrir prestana og kirkj- urnar og er þeim trúað til að vægja ekki. Það er unnið til, að þyngja á gjaldendum um 6 kr. af hundraði eða draga það af prestunum, svo þeir þurfi ekki að eyða tíma sinum eða til- finningum í gjaldheimtuna. Dálítið er það nú skritið samt, að góðum drengjum og nærgætnum er ætlað að taka með rósamri samvizku og möglunarlaust við þessum krónum °g gleyma því, hvaðan þær eru, af því þeir þurftu ekki sjálfir að horfa á, þegar þær voru píndar út úr fá- tæklingunum i kringum þá. En lík- lega er það hugsað svipað þvi, sem sagt er um Nikulás rússakeisara, sem kvað vera brjóstgóður maður, að hann geti með rósemi skrifað undir dauða- dómana af því hann þarf ekki sjálfur að horfa á hengingarnar. í það skjól getur þvi enginn fá- tæklingur flúið, að góðsemd prestsins vægi honum hér. í þvi skjóli er nú hár skafl; það er sóknarnefndin, knú- in áfram með dagsektum og auk þess séð svo fyrir, að flest af þessum fé- leysingjum á ekki einu sinni kosn- ingarrétt svo mikið sem til sóknar- nefnda. Auðsjáanlega hefir verið búist við því, að menn myndu reyna að nota trúfrelsisrétt sinn í stjórnarskránni til þess að flýja undan þessari plágu og stofna félagsskap með sér, sem nægði trúarþörf þeirra, en þjakaði þeim minna efnalega, og gat þá svo farið, að háu tekjurnar yrðu einar eftir í þjóðkirkj- unni og jafnvel í kristninni hér á landi og varð því að byrgja það hlið, enda brýtur enginn maður þann slag- brand sem þingið setti þar. Því þó þú gangir í kirkjufélag eða sért i því en greiðir þar ekki fullar 2 kr. 25 au. fyrir þig og þína, þá verður þú, eftir orðum 2. gr. laganna, að greiða þjóð- kirkjunni allan nefskattinn. Þar stend- ur ekki einu sinni, að þú greiðir þjóð- kirkjunni gjaldamuninn. Það stendur skýlaust, að þú sért því að eins undan- þeginn skattinum, að þú greiðir 2 kr. 25 au. í þinum söfnuði. Hér er því beitt kúgunarlögum við frísöfnuðina líka til þess eitthvað verði þó eftir í þjóðkirkjunni til að gjalda. Kirkjan eða kristnin hér á íslandi er ekki að eiga undir því, að' verða að laða menn að sér með fortölum eða sannfæra þá með gildi kristinnar trúar. Enda getur verið, að hún telji sér það ekki skylt: »Þrýstu þeim til að koma,« mun standa einhverstaðar. í síðari hluta greinarinnar verður örlítið minst á þær hugsjónir, sem hér virðist vera stefnt eftir. . Þorsteinn Erlingsson. Veðrátta vikuna frá 29. ágúat til 4. sept. 1909. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. | Sf. | Þh. Sunnd. 8,6 6,6 2,6 4,6 2.5 6,0 9,2 Mánud. 7,6 6,7 7,0 5,0 2.5 645 7,2 Þriðjd. 8,6 3,8 8,5 6,4 2,6 6,8 7,3 Miðvd. 8,:< 8,6 9,4 8.6 9,5 5,7 7,0 Fimtd. 9,2 «.0 8.5 110 100 8,8 8.4 Föstd. 7,6 7,6 7 1 74 5.7 6,6 9,6 Laugd. 4,6 6,0 5,0 6,0 1,0 5,4 8,7 Rv. = Reykjavík; íf, = Isafjörður; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; ör. = örímsstaðir; Sf. = Seyðisfjörður ; Þk. = Þórshöfn í Færeyjum. Leonardo da Vinci Langt er síðan farið og flugvélin. var að reyna að fljúga. ítalski málarinn mikli Leonardo da Vinci er einn af þeim, er fyrstur reyndi að búa til flugvci. Má þvi telja hann einn af forgöngu- mönnum flugmeistara nútímans og framtíðarinnar. Hann gerðist snemma vélfróðut og hann reyndi að átta síg á lögmáhnu um þyngd og fall og stund- aði það af kappi. Þetta varð honum og að miklu gagni þegar hann fór að reyna að fljúga. I byrjun 16. aldar bjó hann til flugvél eina litla og óá- sjálega. Eins konar vængir voru festir á bak þeim, er fljúga skyldi, líkt og á fuglum, enda hafði Leónardo rann- sakað flug þeirra nákvæmlega og bygt á því vélarsmíð sina. Ekki lét hann þó sjálfur í loft, heldur sendi hann einn af samverkamönnum sínum. Vél- in bilaði og maðurinn féll til jarðar og stórslasaðist. Eftir það lét Leonar- do mann þenna ekki skilja við sig og hjúkraði honum sjálfur með hinni mestu nærgætni. Eitt af því síðasta, sem Leonardo da Vinci hefir ritað, eru þessi orð: Einhvern tíma kemur að þvi, að mönn- unuin tekst að fljúga. Leonardo da Vinci hefir.verið ein- hver hinn fjölhæfasti spekingur, sem heimurinn hefir átt. Auk þess að hann var þessi málari sem hann var, var hann lika stjórnfræðingur, stærðfræð- ingur, eðlisfræðingur, mannfræðingur, byggingameistari, skáld, myndhöggv- ari, söngvari og hljóðfæraleikari. Mun þó ýmislegt ótalið enn. Flest af því er hann tók sér fyrir hendur, voru áður óunnin svæði og alstaðar var hann brautryðjandi. Það var hvort- tveggja að honum lá alt svo að segja í augum uppi og eins hitt, að hann var óbilandi grjótpáll og sístarfandi. Aðflutniugsbannið. >Takmark og leiö«. Nú er blaðið »Ingólfur« búinn að flytja nokkrar greinar, frá þeim »sjálfstjórnar«- mönnum, gegn aðflutningsbanninu. Eng- inn getur annað sagt, en þær greinar sóu kurteisar, og þess vegna mun þeim verða gefinn meiri gaumur. Eg hefi fylgst með málum, og af því Ingólfsmenn eru góðkunnir og meira og minna mikils metnir, þá finn eg enn meiri ástæðu til að ávarpa þá, og fara nokkrum orðum um stefnu þeirra. Mér skilst, að »Sjálfstjórnar«-menn hugsi sér sama takmark í bindindimál- inu sem templarar, sem só útrymingu áfengis til drykkjar. Hvorutveggja telja ofdrykkjuna skaðlega og siðspillandi. En það er leiðin að takmarkinu, sem þá greinir á um. Hór er um tvær leiðir að ræða; önnur virðist framkvæmanleg, en hin virðist mór það alls ekki. Þá fyrnefndu er þjóðin búin að samþykkja, en það þykir »sjálfstj.«mönnum ekki heppilegt og halda því fram, að sú leið sé þvingun. Við síðustu þingkosningar urðu 60% atkvæða með aðflutningsbanninu, án þess þóað konur eða flestir ungir menn fengju að greiða atkvæði um málið. Goodtemplarareglan hefir undirbúið at- kvæðagreiðsluna mest. Húu hefir unnið og haldið þessu málefni á lofti með ræð- um og riti í 25 ár — fjórðuug aldar — °g þjóðin hefir fylgst með málinu að kalla öll þessi ár; má því ætla, að þjóð in hafi vitað hvað hún gerði með atkv,- greiðslunni 10. sept. s. 1. Áreiðanlegt mun það vera, að flestalt kvenfólk og yngri menn eru með að- flutningsbanninu. Og komi öll þjóðin fram með atkv. í þessu máli, mundi að líkindum ekki vanta mikið upp á 90°/0, sem væru með því. Eigi að síður nefna »sjálfstj.«-menn lögin um aðflutningsbannið »þvingunar- lög«. En þá eru víst mörg lögin þving- unarlög. Mætti líklega segja slíkt um flest helztu málefni þjóðarinnar. Hvern- ig var t. d. um kristnitökuna á íslandi ? o. m. fl. Ef ekki skal henda reiður á málfund- um í laudinu, ekki byggja á atkvæða- greiðslu og ekki taka tillit til hins s/ni- lega þjóðarvilja, þá virðist flest ætla að verða óábyggilegt. Það er bæði gamalt og nytt og líklegast nauðsynlegt, að meiri hlutinn ráði, og mörg lögin eru orði til að eins vegna þess, að hann hefir knúð þau áfram og það jafnvel þau mál, sem snortið hafa frelsi einstaklingsins. Hér kemur öllum saman um það, að málefnið só gott og þarft; líka skilst mór, eins og áður er drepið á, að menn hugsi sér sama takmark; en þá virðist það undarlegt, að nokkrir góðkunnir menn skuli rísa upp, nærri því »eftir dúk og disk«, og ætla sór að þvinga hugi og eindreginn vilja meiri hlutaus. »Sjálfstjórnar«menn segja, að terapl- arar álíti þjóðina ekki færa um að út- rýma vínnautninni með öðru móti, en með aðflutningsbanni. Þetta er satt. Templarar vita, að reynsla þjóðanna sann- ar þetta. Eg held helzt að þeir menn, sem eru á hinni skoðuninni, skilji ekki til hlítar hin næmu áhrif vínsins, og þess vegna treysta þeir ekki dómi sög- unnar nó trúa reynslu þjóðanna. Eg hef þá skoðun, að þjóðin hætti aldrei að neita víns, meðan leyfilegt er að flytja það til hennar, og það er víst langt þangað til mentun og siðmenn- ing nær algerlega taumhaldi á fýsnum og girndum manna. Að vera hræddur við, að síðar meir rísi upp ný víuöld, er skammsýni. Þeg- ar þjóðin er búin að lifa, segjum 15—20 ár undir baunlögum, mun henni ekki koma til hugar að hleypa vínstraumn um inn á sig aftur, Og víst er um það, að þjóðin vill hafa aðflutningsbann; því álít eg, að leiðin sú, er templarar hafa haldið, só hin eina rétta. Vínnautnin veikir þjóðlíkamann. Læknir notar jafnan það meðal, sem hann telur áreiðanlegt, og vegna þess álít eg ekki rótt að áfella templara fyrir það, að þeir hafa farið vissustu leiðina. Að bera saman vínnautn og tóbaks- brúkun, er sitt hvað. Auðvitað leggur Reglan eigi árar inn í bát, þótt aðfl.- bannið komist á. Þvert á móti mun hún hafa nóg verkefni í heiminum. Og templ- arar vita, að tóbaksbrúkuu er óþörf. En vín sviftir manninn vitinu, heilsunni og hagsældinni. Því er útrýming vínsins eitt hið nauðsynlegasta. Að aðrar þjóðir líti á Islendinga sem skrælingja, fyrir þá sök, að þeir koma á aðflutningsbanni hjá sór, er hreinasta blekking. Það munu ekki aðrir gera en vínneytendur og vinir Bakkusar, og þeir fara altaf fækkandi. Frá veglegasta sjón- armiði mun það verða talin menning og siðferðisþroski, að hafna nautn, sem reynsla þjóðanna hefir sýnt frá önd- verðu, að veikir og spillir þjóðfólaginu. Hafi aðflutningsbannið slærn áhrif á verzlunarviðskifti landsmanna við aðrar þjóðir, þá virðist grundvöllur sá, sem viðskiftaþörfin er bygð á, fremur óheppi- legur, óhollur og jafnvel skaðlegur, og virðist ekkert á móti því, að horium væri þá breytt. »Það er víðar Guð en í Görðum«, og víðar menn og hjálpsemi en hjá Frökk- nm ! Þótt eitthvað megi finna að á stöðum, þar sem aðflutningsbann hefir verið und- anfarið, veikir það ekkert gildi bannlag- anna. Brot einstaklingsins veikir ekk- ert gildi félagsins. Fjárhagurin rýrnar alls ekki við bann- lögin, því það er enginn svo fær, að hann geti talið saman allar þær sorg- legu fjáihæðir, sem víndrykkjan hefir á margvíslegan hátt rænt þjóðina. Það verður æfinlega bæði sýnilega og ósýni- lega stór gróði hverri þjóð, að hafna al- gerlega víninu. Margir beztu og vitrustu menn þjóð- anna hafa á öllum öldum kent þjóðun- um að forðast vínið, kent þeim að forð- ast hinar margvíslegu og skaðlegu af- leiðingar þess, og þó hafa þjóðirnar fram á þeunan dag ekki lært það til fulln- ustu, og munu aldrei læra það til fulln- ustu, að brúka vínið réttilega. Þess vegna er það ekki rótt að uefna að- flutningsbannið »þvingun« og »nauð- ung«. Eg get ekki skilið, að það, sem er ein- staklingnum fyrir góðu og þjóðinni í heild sinni, þurfi að verða »siðspillandi í framkvæmdinni«. Þeir menn, sem því halda fram, treysta ekki á siðferðisþroska þjóðarinnar, ekki á löggæzlu o. s. frv. Eg álít, að fleira só »örugt og holt að menningartakmarki þjóðfólagsins«, en sjálfsaginn. Aginn þarf oft og einatt að koma frá öðrum, án þess að hann þurfi að vera skerðing á persónulegu frelsi rnauna. Aðflutningsbannið er afleiðingaf margra alda reynslu um það, að þjóðirnar geta ekki lært að hætta að drekka vín, öðru vísi en með því, að vínið só tekið frá þeim. Baldvin Bergvinsson. Falskar tennur Dýralæknir einn á og augu í Þýzkalandi hefir sagt dýrum. frá því nýlega, að hann hafi á einu ári sett tilbúið glerauga I ekki færri en 200 hunda. Eigendur hunda, víðs- vegar um heirn, eru fnrnir að bæta hundutn augnmissi á þenna hátt líkt og gert er við einsýna menn. Verð á fölsku auga er frá 20—6o kr., eftir því hve líkt það er sjálfu auganu. Þess eru og dæmi nú á dögum, að látin eru gleraugu í eineygða hesta og það jafnvel hina frægustu veð- hlaupara. Um vagnhesta er það orð- ið all-algengt. Enn íremur er farið að láta falskar tennur í dýr. Dýralæknir einn í New York segist hafa 40,000 kr. á ári fyrir að skifta um tennur í hest- um og köttum. Ensk hefðarfrú ein, stórauðug, galt nýlega 500 kr. fyrir nýjar tennur handa uppáhaldshundi sinum. Fíll einn í dýragarðinum í Paris þjáðist fyrir skömmu af tann- pínu. Einn jaxlinn var holur og dýrið var friðlaust. Þá var ætlunin að draga út tönnina, en þegar til kom, hafði dýralæknirinn ekki tæki til þess. Þá setti hann tannfyllu (Plombe) i hol- una í þess stað. Síðan er fíllinn eins og nýr fill og kann sjer ekki læti fyrir fögnuði. Líkflutningur Gufuskipið »Shimosa«, til Kína. er nýlega lét í haf frá New York og hélt til Kína, hafði 8000 farþega innanborðs. Jafnlitið skip sem þetta hefir aldrei fyr haft jafnmarga farþega. En þrátt fyrir þessa ofurhleðslu á skipinu, hefir enginn farþega kvartað, vegna þess, að þeir voru allir dauðir. Kínverjar halda, að þeir geti því að eins orðið sáluhólpnir, að þeir beri beinin í föð- urlandi sínu. Þess vegna borga allir Kínverjar, sem hafast við erlendis, á- kveðna fjárhæð til félags eins, er skuld- bindur sig til þess, að flytja þá dauða til Kína. Félagið hefir útbú í öllum álfum heims. Einkum er þó mest að gera i Ameríku, því að þar eru Kin- verjar hópum saman, sem kunnugt er. Félagið lætur oft grafa upp lík Kínverja þeirra, er jarðsettir hafa verið þar vestra og flytja þá til Hongkong, en þar eru þeir grafnir á ný. Auk þess er félagið skyldugt til þess að láta 1 pd. af steiktu svinsketi i hverja kistu, eina hálfsoðna hænu, og einn skamt af hrísgrjónum. A þessum forða þarf sérhver kinversk sál að halda á ferðalaginu til föðurlandsins, til þess að halda við kröftunum og til þess að geta þolað sæmilega þessa löngu sjóferð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.