Ísafold


Ísafold - 08.09.1909, Qupperneq 3

Ísafold - 08.09.1909, Qupperneq 3
ISAFOLD 231 ErL ritsíinaírcttir til í»afoliiar. Khöfn 7. sept. Nýr maður á norðurheimskauti. Robert Peary náði sömuleiðis norður- heimskauti þ. 6. apríl 1909. * * * Sjálfsagt án þess að hvor vissi af öðrum hafa Ameríkumennirnir Cook og Peary, með eins árs millibili, kom- ist að marki þessu, er svo mjög hefir verið kept að. Robert Peary er fyrir löngu heims- frægur orðinn fyrir landkannanir sín- ar. Hann er nú rúmlega fimtugur maður (f. 1856) og hefir verið á ís- hafsferðalögum nærri óslitið seinustu 23 árin. Stundum hefir kona hans verið með honum. Iíún fæddi hon- um dóttur eina lengst norður í Græn- landi fyrir 16 árum. Peary hefir bæði fótbrotnað og kalið á fótum á ferðalögum sínum, en ekkert látið slik smáóhöpp á sig fá. Peary er liðsforingi og verkfræð- ingur í sjóliði Bandaríkja. Kommandör Nielsen einn af forstjórum H./F. P. J. Thorsteinsson & Co. hefir legið mik- ið veikur í eyrnasjúk'iómi í sumar úti í Viðey. Hann fór með Ceres í gær, mjög þungt haldinn. Fór skip- ið inn að Viðey, eftir að það létti akkerum hér á höfninni, til þess að taka hann þar. Botnvörpungar hafa vaðið uppi í seinni tíð suður með sjó. Nýlega tók einn þeirra dufl og duflfæri frá vélarbát úr Keflavík, fyrir innan landhelgi, fyrir nösunum á bátshöfninni. Bátsmenn gátu að eins náð númerinu á skipinu. — Nú hefir verið yfir þessu kært til stjórn- arráðsins og mun Beskytteren nú kominn suður eftir til að skakka leikinn. Síra ólafur frikirkjuprestur er kominn heim úr ferðalagi austan fjalls um Arness- og Rangárvallasýslu. Mikil hey og allgóða tíð, segir hann þar eystra. En bændur kvarta undan því, að verzlunin sé stirð. Stjórn prívatbankans í Kaupmannahöín hefir boðizt til að taka aðstoðarmenn í íslandsbanka og útbúum hans, og hafa hjá sér í bankanum 4 mánuði hvern, í því skyni að kynna þeim bankastörf og afgreiðslu erlendis. Svo góðum boðum hefir verið tek- ið feginshendi. Elzti aðstoðarmanna, Viggo Björnsson, (Jenssonar sál.) fór utan með Ceres í gær og verður hann í privatbankanum fram yfir ný- ár. Privatbankinn er þriðji stærsti banki Dana. Er því margt og mikið að sjá og læra þar. Fru Sigríður Magnússon, kona meistara Eiriks í Cambridge — kom með Ceres um daginn. Dvel- ur hún hér,nokkurn tíma, m. a. í því skyni að sjá um sölu á Vinaminni. Skarlatssótt segir »Norðurl.« hafa stungið sér niður á 2 bæjum á Langanesi. Á að hafa borizt með Færeyingum. Bæirn- ir eru settir í sóttkví. Ingólfor blað bannfjenda kveður ranghermi vera í síðustu ísafold, að ekki hafi verið fleiri á bannfjenda-fundinum 30. s. m., en um 30. En ísafold hafði fréttir frá einum stjórnanda félagsins Sjálfstjórn um, að þar hefðu verið milli 30 og 40 og auk þess sögu- sögn tveggja annarra manna,' er annar sagði, að fundarmenn hafi verið 23, en hinn 27. Vér sáum ekki annað ráð, til þess að fá réttu töluna, en hið góða gamla ráð: að taka meðaltalið. Til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning stingum vér upp á því við ritstj. Ingólfs að birt verði tala fund- armanna hin rétta. Félög landsins og aöflntningsbannið. Framfarafélag Seltirninga tei- ur nál. 70 meðllmi. Á fuudi fálagsins 20. febr. síðastl. bar útvegsbóndi hr. Jon skipstjóri Jónsson i Melshúsum upp svo látandi tillögu: »F u n d u r i n n t e 1 u r æ s k i 1 e g t, a ð aðflutningsbann áfengra drykkja verðileittílögsem fyrst, þar eð hann álítur á- f e n g i s n a u t n i n a tefja fyrir andlegum og líkamlegum þroska þjóðarinnar.« Formaður félagsins, hr. Gísli Guð- mundsson, verksmiðjustjóri í gosdrykkja- verksmiðjunni »Sanitas«, hefir skýrt mór frá, að tillagan hafi verið s a m þ y k t með 43 samhljóða atkv. Framfarafólag Seltirninga á þakkir og lieiður skilið fyrir þessa fundarsamþykt, og í tilefni af henni leyfi eg mér hór með að mælast til þess við hin ýmsu fólög, sem til eru víðsvegar um landið, t. d. framfarafólög, ungmennafólög, kven- fólög o. s. frv., að þau leiti álits félags- manna sinna á aðflutningsbannlögunum og fái fundarsamþykt fyrir því álitl, og að þau síðan sendi mór útdrátt eða eftirrit af því hið fyrsta til birtingar í blöðunum. Reykjavík, 7. sept. 1909. Virðingarfykt. Jón Pálsson, organisti. Fyrsta ræða Þýzkur sagnfræðingur Friðriks mikla. hefir xlýlega gefið út bók um Friðrik mikla Prússakonung og birtir þar meðal annars mörg af bréfum konungs. í einu bréfinu segir hann sjálfur svo frá fyrstu ræðu sinni: Faðir minn var búinn að skrifa mér hvað eftir annað um, að mér mundi verða boðið í veizlu í Köln og að eg mætti til að þiggja boðið. Eg þekti svo vel á karlinn, að eg vissi að þetta var sama sem skipun, og þegar boðs- bréfið kom, sagðist eg mundu koma. Þetta var í fyrsta skifti, sem eg átti að koma fram opinberlega í nafni konungsættarinnar. Eg vissi, að mér mundi verða fagnað með ræðu og því hlaut eg líka að tala sjálfur. Eg skrifaði ræðuna og mér til mikillar gleði leið ekki á löngu áður en eg gat haft hana yfir með sjálfum mér reiprennandi. Eg fór til veizlusnnar glaður og hreifur, og undir ein og búið var að halda ræðuna fyrir mér, stóð eg upp ófeiminn með öllu og var hróðugur með sjálfum mér yfir aðdáun þeirri er ræðan mundi vekja. »Herrar minir«, byrjaði eg. Þá sá eg að allra augu mændu á mig með mestu forvitni og í sömu svifum gleymdi eg byrjuninni á ræðunni. Eg fór að leita í huganum, en alt til einskis. Það var dauðaþögn í salnum. »Herrar mínir,« byrjaði eg aftur og vonaði nú að áframhaldið kæmi af sjálfu sér. En ekkert kom. Brennandi kvíði gagntók mig. Stórir svitadropar spruttu fram á enninu. Ótal hugsanir flugu gegnum mig. Það var eins og heilinn væri glóandi. Hvað ætli faðir minn segði? Gat það verið, að eg væri svo heimskur, að eg gæti ekki haldið ræðu. Eg var eins og dauðadæmdur af örvæntingu. Þó náði eg loksins í eina setningu einhverstaðar inni í miðri ræðunni og hana lét eg »fokka«. Rétt á eftir mundi eg það sem á eftir fór. Síðan fór alt vel, — mér tókst meira að segja að flétta upphafið svo vel inn í, að þráðurinn hélzt. Enn hvað eg varð feginn þegar eg settist niður eftir þenna blóðsvita 1 Eg hefi aldrei verið jafnkviðinn í neinni orustu. Hátt flug. ítalskur herforingi, Mina að nafni, hefir nýlega flogið hærra í loftbát en nokkur annar. Hann komst 25,000 fet upp í loftið. Þarna uppi var 32 stiga frost (Celsius) en niðri á jörðinni fyrir neðan var 30 stiga hiti (C.). Francesco Pastonchi skáld og rithöfundur frá Turin Ítalíu, hefir dvalist um hríð hér landi. Hann fór héðan með Ceres gær. Gasstöðin. Skip með efni i gasstöðina er nú á leiðinni hingað, kemur einhvern daginn. í næstu viku eða svo má búast við að um )oo manns fái atvinnu við gas- stöðina. Gufnskipasamniiigurinii. Um hann farast síðustu Fjallkonu m. a. svo orð: Það mundi ekki hafa þótt senni- egt, hefði því verið spáð fyrir skömm- um tíma, að nást mundi eins hag- kvæmur samgöngusamningur handa íslandi og nú hefir orðið raun á. Það hefir stöðugt verið látið klingja, að það væri einber skaði að þvi, að halda uppi samgöngum til íslands og kring- um landið. Fyrir hyggindi og dugnað núverandi ráðherra hefir nú tekist að fullnægja samgönguþörfinni um 10 ára bil, þrátt fyrir megna mótspyrnu gegn mikilverðustu umbótunum frá Dana hálfu. Fyrir það hlýtur hann þakkir allra mætra manna og góðra íslendinga. En minnihlnta blöðin æpa að hon- um fyrir það, sem hann hefir gert. Líklega hafa engir kunnugir búist við öðru úr þeirri átt, þótt ilt sé til að vita. Það er að minsta kosti áreiðan- legt, að öllum stendur á sama, þótt þau geri það, — nema mætustu mönnunum í þeirra eigin flokki. Þeim er sárasta raun að því, sem von er. -----386------ Sambandið Stjörnufræðingur einn í við Mars. Ameriku, Pickering að nafni, fann upp á ráði einu fyrir nokkrum mánuðum til þess að ná sambandi við Marsbúa, sem taldir eru oss jarðbúum að öllu vitrari og fullkomnari, ef nokkuð er að marka aldurinn. Það var ætlunin að láta gera spegla mikla í Miðameríku, þviað þar eru héruð þur og sólsæl. Þessi ljós- merki áttu síðan að ná til Marsbúa, því að full ástæða er til að ætla, að þeir eigi góða stjörnu-sjónauka. Pic- kering hélt að þetta mundi ekki kosta nema um 1 miljón pd. sterling eða um helming þess, er einn vígdreki kostar. Auðmennina í Ameríku hefði þvi ekki munað mikið um, að láta þetta fé af hendi rakna. Annar stjörnufræðingur enskur, E. L. Larkin að nafni, hefir nú hrakið þessa áætlun i tímaritinu »English Mechanic«, og er ekki laust við, að þetta fyrirtæki sé nokkrum erfiðleik- um bundið. Segir hann, að tím- inn sé óheppilega valinn og færir til þess ýmsar stjarnfræðislegar ástæður, — og auk þess eru aðrir og meiri erfiðleikar á að ná sambandi við Marsbúa. Lartin hefir gert vandlega áætlun og reiknað það út, að speglarnir yrðu að vera 83 rastir að ummáli. Þó var hugsanlegt að komist yrði af með 42 rasta spegil, ef gert væri ráð fyrir að Marsbúar hefðu óvenju-ágæta sjón- auka. En samt mundi þetta verða alt- of dýrt, því að spegillinn mundi kosta margar biljónir, og til þess að koma honum upp, mundi þurfa alt járn, gler, kol og kvikasilfur, sem til væri á jörð- unni — og þó að speglinum yrði komið upp, mundu meikin verða ó- sýnileg af ýmsum ástæðum, er snerta gufuhvolfið. Nýju sóknargjöldin. Ut af grein hr. Þorsteins Erlingssonar um þau í ísafold í dag, skulum vér geta ummæla þeirra, er sira Jens pró- Jastur Pálsson hafði um þau f ágrein- ings-nefndaráliti í efri deild á siðasta þingi (þingskjal 255). Honum farast svo orð: Alt fram á yfirstandandi þing virt- ist þjóð og þing og stjórn samdóma um, að þetta þing ætti ekki að taka tillögur milliþinganefndarinnar í skatta- málum landsins til meðferðar. Hafi það verið vel og rétt ráðið, sem eg tel vafalaust að verið hafi, þá verð eg að telja fljótráðið, ef ekki misráðið, að slíta nú skattamál þetta, þann veg sem meiri hlutinn ræður til, út úr heildarsambandi því við önnur skatta- mál landsins, sem það var sett í, er það var lagt i hendur milliþinganefnd- arinnar, og ráða því fyrirfram einu um sig til lykta með persónuskatti, er þjóðin ekki hefir fengið ráðrúm til að ræða og láta uppi álit sitt um. Hinum eigi óverulega persónuskatti (nefskatti), er farið er fram á, er eg eindregið mótfallinn af ástæðum þeim, er eg nú skal telja: 1. hann er í sjálfum sér og út fyrir sig mesti ójafnaðarskattur; er og 2. fyrir þá sök allra skatta óvinsæl- astur og verst fallinn til greiðslu embættismannalauna, og mundi sú óvinsæld gjaldsins bitna að ósekju og ómaklega á prestastétt lands- ins, og loks 3. yrði innheimtan afar umsvifasöm og dýr. „Stjornarhrapið enn.4’ í Lögrétta 7. júlí, kemur einhver ný persóna fram á leiksviðið í sStjórnarhraps- leik« þeirra S (i Ingólfi) og óðalshónda Jóns Einarssonar i Hemru, er einnig auð- kennir sig með S, og rnælist slikt varla vel fyrir hjá Hemrubóndannm. Tilburðir þessarar persónu eru mjög svip- aðir því, þegar dýrategund ein er að elt- ast við skottið á sjálfri sér; við slíku am- ast menn ekki, heldur brosa bara að þeim kútvelting með ánægju. En stundum taka oau dýr lika npp á þvi, að draga skottið ofan i ýms óbreinindi, og sletta þeim öðr- nm til svívirðingar, ef ekki er viðgert, og það hefir S þessi ekki keldur viljað láta eftir liggja, þar sem hann er að leitast við, að vekja ámælisgrun á óviðkomandi mönn- um, og sérstaklega þó þeim, er moldin nú hylur. Ætli hinir fornu íslendingar, sem heldur vildu láta lífið en vega að sofandi mönnum, hefðu ekki álitið slíkan pilt »þorp- ara«. Það litur út fyrir, að S sé allmjög í nöp við Pál Sveinsson; en ekki ætla eg að bera skjöld fyrir vindhögg þau og vandræðalega útúrsnúninga, sem hann er að skaka framan i Pál. Yiljínn hefir auðsjáanlega leitt hann (S) þar út í ógöngur. Hann ætti að vara sig á því hér eftir, að vera að ráðast á mann fyrir það, að hann hafi ekki náð prófi, sérstaklega mann, sem Stundað hefir nám með heiðri og sóma, en orðið að hætta sökum fjárleysis og heilsu- brests, þvi slíkt ber vott um frámunalega litla lifsþekkingu eða strákslega ósvifni. Það virðist hafa verið aðaltilgangur S, að leitast við að losa á klemmuhaldi því, er nsfni hans i Ingólfi læsti á Jón i Hemru með vottorði því, er hann (Jón) gaf sveit- ungum Binum á áskorunarskjalinu 1905, og er hann allgleiðgosalegur yfir röksemdum sinum; en sjáum nú til, á hversu traustri undirstöðu þær standa. Hann byrjar á þvi að gefa það í skyn, að »þeir«, er undirskriftunum söfnuðu, muni ekki hafa aflað þeirra á heiðarlegan hátt, og svo segir hann, að i siðara skiftið hafi »4 gengið aftur úr og ekki getað fylgst með lengur*. Eg ætla ekki að gera ráð fyrir þvi, að hr. S sé svo ókunnugur þvi, sem hann er að skrifa um, að honum sé það ekki vel ljóst, að hverjum hann vegur hér; það var sira Sveinn heitiun Eiriksson einn, er undirskriftunum safnaði; og það er eg sannfærður um, að hversn vel sem S legg- ur sig til, muni hann ekki fá nafn eins einasta manns til þess, að styðja þessa til- hæfulausu og svívirðilegu aðdróttun sína, gegn sira Sveini heitnum. — Skyldi slíkum náunga verða sérlega bumbult af þvi, að umhverfa því sanna og göfuga i hversdags- lifinu, ef honum sýnist það koma sér eða sinum að einhvérju leyti í hag. Hvað það snertir, að ekkert hafi verið til sparað, að »safna sauðlaust® í seinna skiftið, og full- yrðing S um það, að þessir 4, sem þá stóðu ekki á skjalinu, hafi ekki getað fylgst með lengur, þá er mér það vel kunnugt, að þótt sira Sveinn heitinn hafi má ske viljað gefa öllum undirskrifendum kost á þvi að þakka oddvita sinum fyrir hið makalausa vottorð, þá hafði hann enga eftirgangsmuni við, né stofnaði til eftir- göngu, þótt hann hitti ekki alla heima, eða þá eitthvað illa fyrirkallaða við réttir. — Geti hr. S sýnt skriflega yfirlýsingu þeirra Björns i Svínadal, Helga frá Ásum, Gisla i Gröf og Páls i Búlandsseli um, að þeir hafi ekki vitað um, hvað þeir voru að biðja, verður slikt auðvitað tekið hjá hon- um sem allgóð málsvörn i þessu atriði, en að öðrum kosti verður það, sem hann hef- ir hér um sagt, álitið ómerkilegt fleipur og vandræða vafningar. Tilboði S um »nákvæmari skýrslu um framkomu »frumvarpsfjenda« í kosningar- baráttunni í Yestur-Skaftafellssýslu siðast,« er eg viss um, að allir andstæðingar taka með velþóknun; er mér alveg sama, hvort hann skýrir rétt eða rangt frá, þvi segi hann satt, verður sagan »fjendunum« til heiðurs og lofs, en langi hann til tð ljúga, verður hún snoppungur á Jón í Hemru, og að likindum tildrög til opinber- unar á broslegum vambarbelgingi »guðanna« i Vestur-Skaftafellssýslu, er þeir voru að sloka úr sínum örlagabikar i kosningastríð- inu. En S minn sæll! Hvað sem þér þóknast að segja hér eftir, ættirðu að hafa min ráð, og léta það koma niður á okkur, sem lifandi erum; þvi hversu mikill garpur, sem þú kant að vera, þá njóta þeir miklu hæfi- leibar sin aldrei, ef þú beitir þeim til þess, að höggva og róta i leiðum framliðinna manna. Vertu svo sæll að sinni! Eg er einn af þeim, er þú nefnir »Frumvarpsfjanda«. Farþegar með Ceres i gær til út- landa: Konsúlsfrú Ágústa Thomsen og synir hennar, Hallgrimur og Kjartan. Frú Stefania Copeland, frú Helga Gad. Aage Möller stórkaupmaður með frú. Ungfrúrn- ar Hendrikka Finsen, Áslaug Þorláksdóttir, Lovisa Albertsdóttir. Jón Björnsson kaup- maður. Þorvaldur Pálsson læknír Horn- firðinga. Thutein vatnsveitumaður. Liss- mann málari frá Hamborg 0. fl, Albertihneykslið. í dag er liðið 1 ár frá hinum sögu- lega viðburði, er fyrverandi ráðgjafi íslands, geheimekonferensráðið Pétur Adler Alberti gekk upp í dómhöllina í Kaupmannahöfn og seldi sig í hend- ur réttinum, svo sem allir muna. Síðan hefir hann setið í gæzluvarð- haldi. Rannsóknum var eigi lokið, er . síðast fréttist frá Höfn, en svo til ætl- ast, að botninn yrði sleginn í þær í seinasta lagi i dag. Alberti hefir sífelt neitað öllu því, sem upp á hann hefir verið borið og eigi varð sannað ssvart á hvítu«. Skrif- að hefir hann heilar bækur sér til varnar og stuðnings. Dómarinn, sem er ungur maður, en gamall undirmað- ur Albertis, hefir oft átt í æði mikl- um vandræðum, með að koma nokkru tauti við Alberti, því að hann er mesti málaflækju- og málafylgjumaður, er notar sér alla mögulega, leynda og ljósa lagakróka. Svo segja þeir, er kynni hafa haft af Alberli í varðhaldinu, að hann sé jafustyggur, drembinn og stórmensku- legur nú, eins og áður, er hann sat uppi á valdatindinum. Það er eins og honum finnist engin breyting vera orðin á högum sínum, eins og hon- um finnist, að um píslarvætti eitt sé að ræða, er brátt muni á enda, og að því loknu muni valdasólin brosa við honum aftnr. Ekki erheldur með öllu loku fyrir það skotið, úr því að vin hans og sam- verkamanni, J. C. Christensen, hefir hepnast að tylla sér á veldisskákina á ný. í fyrra, um þetta leyti, varð hann að þoka úr ráðgjafasessi, vegna mjög sterkrar ofsagremju nærri allrar dönsku þjóðarinnar fyrir afskifti hans af Al- berti. En nú er sami maður orðinn landvarnarráðgjafi Dana og sagður á leiðinni upp í æðsta embætti þeirra, þótt eigi verði séð, að neitt það hafi fram komið, er afsakað geti eða fegr- að afstöðu hans gagnvart stórglæpa- manninum. Samgöngumálið. Vér höfum heyrt því fleygt, að eftir hinum nýja gufuskipasamningi muni þeir, sem flytja vörur með skipum Sam. féh, þurfa að borga aukajarmgjald jyrir að koma vörun- um með strandbátum Thorefélagsins. t»etta er algerlega til- hæfulaust. Það er skýrt tekið fram í samningn- um, að félögin verði að jafna þetta atriði sín á milli, og sanmingurinn var ekki undirskrifaður fyr en félögin voru búin að því. Farmgjaldið verður jafn- mikið, hvert á land sem vörurnar eru fluttar og hvort heldur vörurnar eru fluttar með skipum annars félagsins eða beggja. REYKIÐ ðeins vindla cg tóbak fri B. D. Krösemanii tóbakskonungi í Amsterdam (Holland). Nótnapappír aftur kominn í afgreiðslu ísafoldar. Fæði og húsnæði geta 2 stúlk- ur fengið með góðum kjörum í Ing- ólfsstræti 21. Nokkur herbergi til leigu með eða án húsgagna, nú þegar eða frá 1. október í Grjótagötu 10. Reiðbeizli hefir fundíst nálægt Fossvogslæk. Réttur eigandi getur vitjað þess til G. Zoéga. Tapast hefir 10 króna bankaseðill á götum bæjarins. Finnandi skili í afgreiðslu ísafoldar. Brjóstnái hefir tapast frá Björns Kristjánssonar bryggju út á Stýrimanna- stlg. Skilist í afgr. ísafoldar. n ■*! • r\ traust og vel útlítandi HRinnin ertnsöiu upp^sing- IIUIUIIJUI ar { ísafoldarprentsm.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.