Ísafold - 02.10.1909, Síða 2

Ísafold - 02.10.1909, Síða 2
258 ISAFOLD Ný uppgötvun. Berklarannsóbn Péturs Bogasonar. Khöfn 20. sept. íslendingurinn Pétur Bogason, lækn- is Péturssonar stud. med., sem verið hefir um tíma læknir við berklahælið í Boserup á Sjálandi, hefir nýlega fundið nýja og mikilsverða aðferð við berklarannsókn, miklu næmari og þó auðveldari en allar aðferðir, sem not- aðar hafa verið áður við þess konar rannsóknir. Ennfremur hefir Pétur notað sömu aðferð til þvagrannsóknar og hún gef- ist miklu betur en rannsóknir eftir gamla laginu. Loks hefir hann fund- ið nýtt ráð og óyggjandi til þess að hreinsa rannsóknarglös, svo að hægt verði að nota þau oftar en einu sinni. Það ber ekki oft við, að íslending- ar geri uppgötvanir, allrasízt jafnmik- ilsverðar og þessar. Því þykir mér hlýða, að landar hans heima fái að vita um þetta dálítið nánara, en um aðrar uppgötvanir, sem gerast úti í heiminum. Þegar eg frétti þessa nýjung utan að mér, brá eg við og fór á fund Péturs og bað hann að skýra þetta fyrir mér nákvæmlega. Pétur varð einstaklega vel við því og leyfði mér jafnframt að birta það í blaðinu. Viðtal við Pétur Bogason. Pétri segist frá á þessa leið: — Þegar eg var í Boserupshælinu, fór eg að furða mig á því, að yfir- læknirinn, dr. Strandgaard, var að gefa ýmsum sjúklingum vottorð um, að veikin gæti ekki borist frá þeim í aðra menn. Hann hifði enga berkla- * veikisgerla fundið í hráka þessara sjúk- linga við rannsóknir eftir gamla laginu. Þetta var tilefni til þess, að eg fór að rannsaka þessar gömlu aðferðir. Eg sá þegar, að þær voru mjög ófullkomnar og eftir nokkrar tilraunir tókst mér að finna þessa gersamlega nýju aðferð. Tveir Þjóðverjar, Nietsche og Lange, tóku það ráð í fyrra vetur að nota nokkurs konar kolvetni, sem ligroin nefnist, tii þess að hrista með hráka- þynningu (hráka, runninn sundur í vatni). Þetta er nýjasta aðferðin og því athugaði eg hana vandlega. Eg fann brátt ýmsa galla á henni, meðal annars það: að þeir notuðu of sterka kalíþynn- ingu, sem gat eytt öllum bakteríunum, að þeir notuðu of lítið ligroin í samanburði við vökvann. að aðferðin tók mjög langan tíma (24 stundir), að glösin, sem þeir notuðu, voru alt of stór að þvermáli, að ligroinið var of þungt hjá leg- inum svo að torvelt var að greina þá að. Eg tók því steinoliueter, sem er miklum mun léttari, — lét búa til hrákaskilvinduglös miklu mjórri á kafla, en þau sem notuð hafa verið áður, — notaði miklu meira en áður var gert af steinolíueternum (sbr. ligroinið áður) að tiltölu við hrákalög- inn, — notaði löginn (þynnt natrón), sem var miklu þynnri en sá, sem áð- ur var hafður, — lét hrákann renna sundur við suðu, en það er hægt að gera á 2—3 mínútum, þar sem gamla aðferðin tekur 12 tíma, — skildi á 1 minútu eterinn frá hrákanum í stað þess, að hinir létu alt setjast og þurfti til þess 6—12 tíma. — Hvernig er hrákinn skiiinn ? — Þegar búið er að láta hrákann renna sundur í natronvatninu við suðu, helli eg steinolíueternum í ait saman, ■ hristi síðan glasið með blöndunni vandlega, helli því siðan í hrákaskil- vindugias og skil hægt í vindunni þangað til steinolíuetcrinn er seztur ofan á hrákavatnið. Hann er sem sé miklu léttari. Gerlnrnir loða við stein- oliueterdropana og þegar búið er að skilja, verða gerlarnir neðst í stein- olíueterlaginu. — Verður ekki uppgötvunin afar- mikilsverð ? Hefir hún ekki verið reynd til hlitar? — Jú, eg vona að hún verði tals- vert mikilvæg, því að hún er svo ein- föld og handhæg, að hver læknir á að geta notað hana inni í læknisstofunni hjá sér. Þá er hægt að sleppa hráka- skilvindunni, en þó tefur það dálítið fyrir. Auk þess er aðferðin miklu næmari og nákvæmari en allar þær, sem til eru áður. Eg reyndi hana á 19 mönnum, sem ekki var hægt að finna í berklagerla með venjulegum hætti. Af þessum 19 fann eg gerla í 15. Það eru miklar likur til að hægt verði með pessu lagi að finna tœringu pegar á byrjunarstiginu, og allir sjá, að það hlýtur að verða mikilsvert. í Boserup- hæii er þessi aðferð notuð eingöngu nú, og gefst mætavel. Yfirlæknirinn í Friðriksspítala hér í Höfn, Faber pró- fessor, er að reyna aðferðina nú sem stendur. Eg býst við skýrslu frá honum áður en langt um líður. — Á ekki almenningur að fá að sjá þetta á prenti bráðlega? — Jú, eg hef samið ritgerð um þetta og hún birtist í Hospitals-Tid- ende síðast i þessum mánuði. Þar verður líka skýrt frá tveim öðrum uppgötvunum sem eg hefi gert. Önnur er ný aðferð til þess að ná gruggi úr þvagi. Hún er reist á sama grundvelli og hrákarannsóknin (stein- olíueter) og er að henni stórmikill tímasparnaður. Mín aðferð tekur ekki nema 3—10 minútur, en Forsells- og Gregersensáhöldin, sem nú þykja bezt, þurfa 24 stundir. Þessi aðferð hefir lika verið riotuð í Boseruphæli og gefist ágætlega. Það er þvi hægt að nota þessa steinolíueteraðferð bæði til gerlarannsókna og til venjulegrar rann- sókna á þvaggruggi. Hin uppgötvunin er aðferð til þess að hreinsa rannsóknaglös og annað þvi um líkt, sem notað er við gerla- rannsókn. Til þess hef eg fundið upp á þvi að nota saltsýru. í Bose- ruphæli var öllum þessum glösum fleygt þegar búið var að nota þau eitt skifti, en nú eru þau altaf hreins- uð með saltsýru og notuð hvað eftir annað. Þau verða aiveg ugglaus. Þegar Pélur hefir lokið fullnaðar- prófi í læknisfræði, en það verður um nýársleytið í vetur, ætlar hann að halda áfram rannsóknum, sem þessar uppgötvanir leiða af sér. ' Það er vonandi, að Pétri takist að sauma svo að spjörum Hvíta-dauða, að hann verði óalandi og óferjandi. Þá er ekki óhugsandi, að aðrir dauðar, sjái sitt óvænna og fari að hafa hægt, um sig, þegar þeim verður litið á að- farirnar, Svipall. Slysið í Hornafirði. Nánari atvik að druknun G u ð- mundarJ ónssonar bónda í jpinga- nesi eru þessi: Hann ætlaði þann 21. ágúst vestur í Skógey, sem er milli Hornafjarðarfljóta, til að sækja hey er fólk hans var búið að binda upp. Hann var með allmarga hesta lausa undir heyið. Stormur var á af norðri allhvass, og Austurfljótin vatnsmikil eins og þau hafa verið í alt sumar. Guðm. var einn á ferð með hestana, og sá engjafólk, er var austanmegin Fljóta, að alt myndi hafa farið á sund í einum álnum, og sýndist því mann- inn vanta þegar upp kom hinum megin. Brugðu þá strax við 2 menn og fóru vestur til Fljótanna. Voru hestarnir þá allir komnir yfirum, en manninn vant- aði, og hestur sá er hann hafði riðið var hnakklaus. Var þá strax safnað mönnum til leitar, og var farið með bát til að leita á, og var leitað fram á nóct, án þess nokkur árangur yrði. Næsta morgun var hafin leit af nýju á 2 bátum, og fanst lík Guðmundar þann dag, var slætt upp á linu. Var svo líkið flutt á heimili hans. Guðmundur sál. var jarðsunginn 2. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Benedikt Eyólfsson hélt hús- kveðju, og ræður í kirkjunni hélt hann, og Jón prófastur á Stafafelli. — Að Guðmundi sál. var hinn mesti mannskaði, hann var á bezta aldri, 38 ára, atgjörfismaður hinn mesti, þjóð hagi á allar smíðar, greindur vel og lá alt i augum uppi, sem menn segja. Auk þess var hann indælismaður að mannkostum og háttprýði. Hann lætur eftir sig ekkju og 5 börn. Er við fráfall þessa mæta manns mikið skarð fyrir skildi, sem seinfylt verður. Þ. Lávarðarnir að heykjast. (Símfregn frá Khöfn I. okt.). Lávarðarnir í efri málstofu brezka þingsins eru orðnir smeikir við að halda til streitu mótstöðu sinni við fjárlagafrumvarp neðri deildar og vilja slaka til. En vafamál er, hvort stjórnin gerir sig ánægða með þá tilslökun, sem þeir vilja gera. Því er ekki óhugsanlegt, að þingið brezka verði rofið — eigi að síður. Cook vantar plögg sín. (Simfregn frá Khöfn I. okt.). Plögg Cooks mörg og merkileg hafa orðið eftir norður í löndum ein- hversstaðar. Það þykir ýmsum ekki einleikið vera og bera brigður á frásagnir hans. En Cook hefir látið það boð út ganga, að hann hafi tekið afrit af öllum plögg- unum. Er hann því öruggur og lætur rengingarnar ekkert á sig bíta. Peary akærir Cook, (Simfregn frá Khöfn I. okt ). Peary hefir nýlega sent frá sér á- kæru geysimikla, þar sem hann ber Cook á brýn hvers konar vammir og skammir. Ákæran er í 14 liðum. Svar til Lögréttu. Stafurinn Y. hefir í síðasta tbl. Lögréttu ritað langa grein um lög- gæzlu á sjó og landi fyrir norðan. Stafurinn er óánægður. Hann ávítar varðskipið »Islands Falk«, skammar lögreglustjórann, er á Siglufirði var í sumar og dróttar því að sýslumanninum í Eyjafjarðar- sýslu, að hann skrásetji skip, sem eng- an rétt hafi til að vera íslenzk. En niðurstaðan er hið vanalega »præterea censeo*, að alt þetta sé stjórninni að kenna og hún eigi að skammast sín og fara. Eg fyrir mitt leiti læt mér nægja að svara örfáum orðum því, sem hann ritar um mig sem Iögreglustjóra. Hann segir, að Norðmenn hafi farið allra sinna ferða fyrir mér »brotið alt og bramlað* og »sJegið skikkanlega menn til óbóta*. Þetta eru eintóm ósannindi. Það sem brotið hefir verið og bramlað á Siglufirði í sumar eru nokkr- ar rúður í tveim veitingahúsum þar. En engir skikkanlegir menn — og ekki heldur neinir óskikkanlegir — hafa verið barðir til óbóta. Einir 2—3 menn hafa fengið glóðar- augu. Þetta geta allir, sem til þekkja, borið með mér. Þykir mér slíkt varla í frásögur færandi, þar sem á Siglufirði eru sam- an komnar þúsundir sjómanna og annara. Alt bramlið og óbótameiðslin ern uppfundningar stafsins og ýkjur einar, og ekki er það heldur satt að Norðmenn hafi farið allra sinna ferða fyrir mér, því ekki mun hann geta nefnt neitt dæmi þess, að þeir hafi ekki hlýtt eða orðið að hlýða skipunum mínum. Því sem staf-karlinn annars bætir við af hnýfilyrðum í minn garð, álít eg ekki svara vert. Kr. Linnet. ------------- Gufuskipið Lára kom frá útlöndum á miðvikudags- kvöldið. Farþegar m. a. Jón Kristjáns- son lagaskólakennari, Jón Halldórsson snikkari og Karl Bartels úrsmiður (af Árósasýningunni), læknarnir Guðmund- ur Guðfinnsson og Gunnlaugur Þor- steinsson, o. fl. Landsbankinn. Bankastjóra við Landsbankann skip- aði ráðgjafi í gær frá næstu áramót- um þá Björn Kristjánsson, alþingismann og kaupmann í Reykja- vík, og Björn Sigurðsson, stórkaupmann í Kaupmannahöfn. ílöfðingjalýður og alþýða. Höfundur bréfkaflans í ísafold 22. f. m. hyggur það mestu máli skifta um hug þjóðarinnar til áfengisbanns- ins, að hún (þjóðin) álíti að ekki neyti aðrir áfengis til muna hér á landi, en embættismenn eða höfðingjalýður, og útlendingar, er hingað koma. — Og peim sé pað sízt meinandi. Rétt að loja peim að borga í lands- sjóðinn. Þeir séu ekki oj góðir til pess. Tekjur landsjóðs aj ájengisnautn út- lendinga hér, séu sama sem Jundið Jé. Þann veg hyggur hann að margir líti á málið, að minsta kosti í hans sveit. Og því sé það talinn pjóðinni vinningur, að hafa áfengið í landinu. Vafalaust er þetta rétt athugað hjá bréfritaranum. Og á þessari skoðun tnun bóla víðar en í hans sveit. En að vorri hyggju er hún röng eigi að síður, og þjóðinni háskaleg. Þessi skoðun er þá í fyrsta lagi. reist á því órannsakaða máli, að em- bættismannastéttin eða svo nefndur höfðingjalýður í landinu neyti meira áfengis en alþýðan, bændur og búa- lið til sjávar og sveita. Vitaskuld er embættalýðurinn fjöl- mennur hér að tiltölu (stjórnarráðs- menn, dómarar, sýslumenn og bæjar- fógetar, læknai, klerkalýður, kennarar við æðri skóla, bankamenn og upp- gjafa-embættismenn). En þó að bætt sé við kaupmönnum og verzlunar- stjórum, sem löngum hafa talist til »æðri stétta« þessa lands, þá nemur þó sá hópur allur tæplega 1 afhundr- aði af öllum landslýð. Hver einstaklingur í embættimanna- eða »höfðingja«-hópnum ætti þá að neyta til jafnaðar meira áfengis en 100 alþýðumenn. Vér teljum ósennilegt að svo sé. Skýrslur höfum vér engar á að byggja í því efni. En þess ber að gæta, að vér eigum eigi allfáa bindindismenn í emb.mannastéttunum, einkum presta, — að ógleymdum æðstu yfirmönnum hinna einstöku stétta. Það virðist því engin sennileg ástæða aðætla,að embættismannalýður- inn neyti meira áfengis en alþýðan. Að minsta kosti nær það ekki nokk- urri átt, að hann neyti mikils meiri hluta þess áfengis, sem hér er neytt í þessu sambandi má benda á það, sem skýrt var frá um áfengisnautn Englendinga i 61. tbl. ísafoldar, að af 3300 miljónum shillings, sem Eng- lendingar eyddu fyrir áfengi árið sem leið, drakk verkalýðurinn einn upp 2000 milljónir. Reynsla Englendinga fer því í alt aðra átt, en alþýðu-álitið hér, sé það svo, sem á var minst. Miðað við efnahag embættismanna og alþýðu, teljum vér vafalaust að til jafnaðar eyði alþýðumenn tiltölulega meiru af fjármunum sínumtil áfengis- kaupa, en embættismenn eða »höfð- ingjar*. — Bændur og búalið hefir af svo litlu að taka. Aítur á móti er »höfðingjalýðurinn« yfirleitt tregari til að gerast bindindis- menn eða fallast á algerða útrýming áfengis úr landinu. Og það er ekki alls-kostar óeðlilegt að svo sé. Hann hefir betri föng en alþýðan til að afla sér þess, er hugurinn girnist. Honum eru áfengiskaupin ekki eins tilfinnan- leg. Hann þekkir minna til sjálfsaf- neitunar, en fátæk alþýða. Hann lifir að nokkru leyti á hennar sveita. Og hún borgar »dropana sætu«, sem drjúpa í bikar hans. — Til þess að hafna þessum ímynd- uðu »lífsþægindum« þarf hann því að vera gæddur mannúðartilfinning og sjálfsafneitun því meiri, sem lífskjör hans eru ljúfari en alþýðunnar. En á það vill bresta — því miður. Og því gerast nú svo margir af »höfð- ingjum* vorum forsprakkar í andófs- liðinu gegn því siðmenningar- og sið- bótarmáli, sem hér er um að tefla, — með tilstyrk eigingjarnra vínsala og annara skammsýnna vindýrkenda. Og hverju væri íslenzk alþýða bætt- ari, þó að svo væri, að embættismenn hennar neyttu meginhluta þess áfengis, sem hér er neytt? Mundi henni stafa af því nokkur heill? Mundi það geta verið henni óblandað ánægjuefni, að fá sem mest- ar tolltekjur greiddar í landsjóð á þann hátt? Embættismennirnir eru eða eiga að vera kjirnipjóðarinnar — úrval henn- ar mannvænlegustu sona. — En það er kunnugt, að hvarvetna er talin ráskalegust spillingin sú, er kemst í kjarnann. Þau meinin eru að jafnaði dauðamein. Mikilvægustu og vandasömustu störfin leggur þjóðin í hendur em- bættismanna sinna. Heill hennar og velferð er að miklu leyti undir því romin, að þau störf séu sem allra bezt af hendi leyst, — til þeirra beitt óbrjáluðu viti og fullu starfsþoli. Og ressum mönnum launar þjóðin allrif- ega eftir efnahag sínum — ekki til æss, að þeir sói svo eða svo miklu af þeim launum og dýrmætum starfs- tíma í áfengisnautn, heldur beiti sér ávalt og af öllum kröftum fyrir heill rennar og velfarnaði. Fordæmi »höfðingjalýðsins« er og ang-áhrifamest. Mörgum sinnum hætt- ara við að apa eftir honurn — jafnt drykkjuskap sem annað —, held- ur en eftir alþýðumanninum. í þessu sambandi má og benda á rað, sem reyndar er kunnugt um land alt, hvílíkur bej’gur foreldrum stendur af því, að senda sonu sína frá sér í skóla, beinlínis aj pví að orð leikur á, að þeim sé þar síður en ekki haldið frá á- fengisfreistingunum. Áfengisnautn embættismanna er því margfalt ískyggilegri og háskalegri, en alþýðunnar. Tjónið gersamlega ómet- anlegt og óbætanlegt. Og vœri pað svo, að íslenzkur embættismannalýður neytti mestmegnis pess ájengis, sem til landsins flyzt, pá væri ástæðan margjalt meiri en ella jyrir alpýðuna að byrgja ájengisbrunninn sem Jyrst og rammleg- ast. Rétt er það, að útlendingar kaupa hér áfengi, og koma landsjóði tekjur af því. En öllum ætti að vera það ljóst, þeim er nm þetta mál hugsa og vilja kynna sér það, að engri átt nær að ætla, að vér höfum meiri tekjur af áfengiskaupum útlendinga, heldur en það fé nemur, sem íslendingar sóa fyrir áfengi á erlendum fleytum hér við land. — En aj pvi ájengi hefir landið engar tekjur. — ekkert ann- að en tjónið einbert. Og ekki er það heldur fært á nokkurar skýrslur hér. Vœri peirn skerj bætt við »innflutt« ájengi og sú Jjársóun landsmanna tí- unduð, mundi hún vega miklu meir en móti tekjum landsjóðs aj ájengiskaupum útkndinga. Því verður þá með engu móti neit- að, að áfengisbyrði landsmanna er dreppung. Og langmest af þeim þunga hvílir á herðum alþýðunnar. iA. Jóhannsson. Guösþjónusta í dómkirkjunni á morg- un: A hádegi: kand. Sigurb. Á. Gíslason. Síðdegis: síra Fr. Friðriksson. I Fríkirkjunni: hádegismessa. II111 bankastjórastóöu við Lands- bankann sóttu, auk þeirra 2, er fengu, þeir Einar M. Jónasson yfirréttarmálflutnings- maður; Gunnar M. Hafstein bankafulltrúi i Khöfn; Halldór Jónsson Landsbankagjaldkeri; Hannes Þorsteinsson ritstjóri og alþm.; Ingólfur Jónsson verzlunarstjóri i Stykk- ishólmi; Jón Gunnarsson verzlunarstjóri í Hafnar- firði; , Jón Laxdal f. verzlunarstjóri á ísafirði; Magnús Jónsson oand. jur. & polit. í Kböfn; Sigurður Eggerz sýslumaður; Tryggvi Gunnarsson bankastjóri; Vultýr Guðmnndsson háskólakennari, og Þórður J. Thoroddsen læknir og banka- gjaldkeri. Halla Jóns Trausta kemur bráðum út á forlag Hagerups í Kaupmannahöfn í danskri þýðingu eftir frú Helgu Gad (dóttur Júl. Havsteens amtmanns). Dr. jur. Sylow birkidómari frá Friðriksbergi í Dan- mörku kom hingað á Láru, en hefir ekki komið á land. Hann ætlar að halda áfram ferðinni til Vestfjarða. Hann er á ferðalagi þessu sér til heilsubótar. Karl Einarsson sýslumaður Vestmanneyinga dvelur hér í bænum þenna mánuð. Býr í Hotel Island.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.