Ísafold - 23.10.1909, Page 1

Ísafold - 23.10.1909, Page 1
Komui út ýmist einu sinni eöa tvisvav l viku. Yerö Arg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. efla 1J/s dollar; borgiat l'yrir mibjan júlí (orlendis fyrir fram). ISAFOLD UppBÖgn (skrífÍÐg) bundin vib Aramót., bt ógild nema komln só til útgefanda fyrir 1. okti. og aaupandi skuidlaus vib blabib. Afgroibsla: Austurst.roati 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 23. okt. 1909. 70. tðlublað I. O. O. P. 9110298 V2 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 Tjarnarg. 18 Forngripasafn opið á virkum dögum 11—12 íslandsbanki opinn 10—21/* og 5 K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm. fandir fsd. og sd. 8 x/« siðdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 104/*—12 °K Landsbankinn 101/*—21/*- Bankastjórn við 12—1 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnið á þri. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l */*—2^Jt á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Hoima kl. 6 o. m. — Bókhlöðustíg 10. Suðurskautsleitir. Leiðangur Shackletons- Það liggur við, að enginn muni eftir hinni frækilegu suðurskautsleit Shaekktons liðsforingja hins brezka í fyrra. Norðurskautsfundur fieirra Cooks og Pearys gagntekur svo hugi allra, að Shackleton hvílir í gleymsk- unnar dái, að heita má. En för hans er mjög merkileg og þykir oss því hlýða að skýra nánar frá henni og suðurskautsleitum þeim, sem á undan eru gengnar. Það var Englendingurinn James Cook, sem fyrstur manna sigldi um- hverfis jörðina um Suðurhafið og sýndi þar með og sannaði, að hug- myndir þær, er menn höfðu gert sér um feikilegt meginlandflæmi við suð- urskaut voru rangar. — Dálítið meg- Shackhton suðurýari. inland er í kringum skautið — það sannaði Ameríkumaðurinn Wilkes. Þessu næst fann Bretinn James Ross árin 1840—1841 flóa þatin, sem heit- inn er í höfuð honum, Rossflóann. Sá flói gengur inn að suðurskauts- landinu. Ross fann einnig eldfjallið Erebus, sem ei 12000 feta hátt. Síðan liðu 50 ár, án þess að nokk- uð verulegtværigert að suðurskautsleit. A seinasta tug 19. aldar er enn farið á stúfana suður á bóginn — og 1898—1900 komst Norðmaðurinn Borchsrrevink suður í Rossflóa, lengra, en nokkur hafði komist áður. Tveim árum seinna (1902) komst Scott kap- teinn ennþá lengra suðureftir, sem sé á 82V* stig suðurbreiddar og fann nýtt land fyrir austan Rossflóann, er hann skírði Játvarðar VII land, eftir Bretakonungi. Einn af förunautum Scotts og hinn áhugamesti þeirra allra var Shackleton liðsforingi. Hann lét ekki staðar nema við þá ferð heldur fór í nýjan leiðang- ur i fyrra. Er hann nú kominn heim aftur við betri orðstír en nokkur ann- ar suðurfari. - Shackleton hefir fundið suður-segul- skautið, hann hefir komist upp á eld- fjallið Erebus og honum hefir tekist að gera landabréf af nokkrum hluta strandlengjunnar við Suðurskaut. — Loks hefir hann komist miklu sunn- ar, en nokkur annar: á 88,23 stig og eru þá ekki meira, en einar 24 míiur á sjálft suðurskautið. — Mest er samt varið í hinar landfræðiiegu uppgötvanir hans. Hann komst sem sé upp á ísbreiðu þá, er lykur um heimsskautið, fór upp eftir henni, og lét eigi staðar numið fyrri en á íseyði- mörku einni, er var 10,000 fet á hæð — og sá þá, að eyðimörk þessi fór smáhækkandi og þóttist þess fullör- uggur, að hún mundi ná alveg upp á heimskautið. Þessi uppýótvun Sehackle- tons rceður að ýullu og 'öllu suðurskauts- gátuna. Shackleton hefir með þessu sannað, að kringum suðurskautið er hálent meginland þakið jökli, og hann hefir mælt hæð landsins. Héðan af er ekki meir urn það vert að komast á sjálft suðurskautið, en það var eftir norður- för Nansens á »Fram« 1896 að kom- ast á norðurskautið. Nansen uppgötv- aði þá alt að heita má, sem landfræð inni kemur við viðvíkjandi norðurskauti, þótt eigi kæmist hann alla leið á sjálf- an staðinn. Sama hefir nú Schackleton gert hinum megin á hnettinum. Sá er munurinn á suður- og norður- skauti, að á suðurskautinu er örugt og traust land undir fótum. En um norðurskautið fórust Negra þeirn, er þar var með Peary, orð á þessa leið: »Það flutti sig um 450 fet, bölvað, á meðan eg stóð við á því«! ísjakana rak seni sé. Schackleton hetir þegið virðingar miklar, síðan hann kom úr ferðqlagi sínu. T. d. var hann gestur Játvarðs Bretakonungs í höllinni Balmoral á Skotlandi, vikutíma um daginn. Nú sem stendur er hann að ferð- ast um alla Norðurálfu til þess að flytja erindi um ferð sína, sýna mynd- ir frá henni og þiggja veizlur og virð- ingarmerki, og hefir hann nýlega ver- ið í Kaupmannahöfn, svo sem getur um í síðasta blaði. Danska ráðuneytið fallið. (Símfr. frá Khöfn 22. okt. '09). A fundi fólksþingsins í gær var samþykt vantraustsyfirlýsing á ráðu- neytinu danska, og baðst þá Holsteinn Hkiðrugreiýi yfirráðgjafi þegar lausnar fyrir alt ráðuneytið. Tilefni vantrausts-yfirlýsingarinnar voru einhver hörð ummæli, sem Holstein yfirráðgjafi hafði um hægri- menn. Reiddust þeir því og sórust í bandalag við Jafnaðarmenn og Gjör- bótamenn og fekst þann veg meiri hluti atkvæða fyrir vantraustsyfirlýs- ingunni. Ráðuneyti Holsteins tók við völd- um í miðjum ágúst og hefir þannig orðið að eins rúmra tveggja mánaða gamalt. Síldveiðarnar í Eyjafirði eru nú búnar. Sumar- veiðin er 150,000 tunnyr, segir Norð- urland, en var i fyrra 200,000 tn. Aftur er síldar-verðið miklu hærra í ár, en í fyrra, enda þótt verkfallið í Svíþjóð að verzlunarfróðra manna dómi liafi spilt töluvert fyrir verðinu. Þjóðólfur kvað vera seldur hr. bankaritara Pétri Zoplioníassyni og er sagt, að hann muni taka við ritstjórn hans írá næstu áramótum. Jóhannes Jósefsson, glímukappi og félagar hans. Ef Jóhannes Jósefsson hefði lifað á söguöld vorri, þá væri af honum mikil saga. Eflaust mundi hann ungur hafa lagst í vtkingu, herjað víða um lönd og haft hvervetna sigur. Má vera, að hann hefði getið sér góðan orðstir með Væringjum suður í Miklagarði. Slíkt mundi hafa þótt mikill frami og sög- ur af ferðum hans og hreystiverkum sagðar á alþingi. Tímarnir breytast. En víkingalund- in deyr ekki út með öllu fyr en þjóð- areðlið deyr. Neistinn lifir undir fel- hellunni, eins og óljós draumur. Og óðar en varir blossar hann upp, verð- ur að íþrótta-eldmóði, sem læsir sig um fagurskapaða limi æskumannsins og knýr til aflrauna. Svo er um Jóhannes. Hann hefir öll einkenni þeirra manna, sem mikl- ir kappar þóttu með forfeðrum vor- um: ágæta líkamsburði, frábæran firn- leik í margs konar íþróttum, en fyrst og fremst þau andans eitikenni, sem veita hvorulveggja vöxt og viðgang: metnaðinn fyrir sína og þjóðarinnar hönd, kappið og harðfylgið. Á ör- skömmum ttma hefir hann öllum öðr- um fremur hrundið tslenzku glímunni til nýs vegs og gengis heima. Og nú fer hann með félögum sínum land úr landiogsýnir glímuna öðrum þjóð- um við ágætan orðstír. Eg hefi fyrir ntér fjöldamargar úrklippur úr ensk- um, skozkum, dönskum, norskum og þýzkum blöðum, sem getið hafa urn sýningar þeirra félaga. Og það er gaman að sjá, að þessi för þeirra er sigurför íslenzku glímunnar hvar, sem hún kemur, og það er mesta furða hve fljótt svo alóþekt íþrótt vinnur hylli- En engu rninna lof en glíman sjálf fær sjálfsvörn sú, er Jóhannes hefir fundið upp og að mestu hvílir á grund- velli glímunnar. Hann sýnir hvernig með þessum varnarbrögðum má verjast árásum hnífstungumanns, boxara, eða þriggja vopnlausra manna í senn. Þeir félagar hafa verið hér í mán- uð og á hverju kvöldi sýnt íþróttir sínar í Zirkus Busch, mesta »padreimi« borgarinnar. Undir eins fyrsta kvöld- ið fengu þeir hlýjustu viðtökur, og allan mánuðinn hefir glímunni verið tjaldað sem aðaltálbeitunni. Glíman fær lofsamleg ummæli í eitlhvað 20 Berlínarblöðum, sem eg hef séð, og »Lokal Anzeiger«, eitt helzta blaðið, hikaði ekki við að telja hana bezta atriðið af öllu, sem sýnt var í Zirkus Busch. Myndir hafa komið af þeim í nokkrum blöðum. Mikið þykir um það vert hve glím- an sé tigulleg líkamsíþrótt, hreyfing- arnar ’fagrar og vel fallnar til líkams- þroska. Glímumennirnir og framkoma þeirra falla vel í geð. Sem dæmi set eg þessi ummæli úr »Sport-Welt«, 14. september: »Gaman var að íslendingunum og íþróttum þeirra. Beinvaxnir, knálegir menn, ekki ofhlaðnir vöðvum og fitu svo sem fitukepps-kempur og boljak- ar, heldur íturvaxnir með mjúkum limum: fagrir tígulegir líkamir, fimir sem kettir, og þó yndisþokki í hverri hreyfingu. Sjálfsvörn þeirra fellur mönnum mjög vel i geð. Hún er ekki eins svakaleg og Jiu-Jitsu, sem oss hefir um langa hríð verið mis- þyrmt með, en engu síður örugg. íslendingamir eru viðfeldnir menn og ennþá blátt áfram í framgöngu. Von- andi er, að þeir varðveiti enn langa hrið á leiksviðinu sitt eðliega lát- bragð«. Nú fara þeir félagar til Pétursborg- ar og verða ef til vill í Rússlandi i vetur. Heimurinn stendur þeim op- inn. En hvar sem þeir koma, beina þeir um stund hugum áhorfendanna til íslands. Og þegar þeir fara, skilja þeir eftir endurminningu um táp- mikla, islenzka æskumenn, og ein- kennilega íþrótt. Að baki þeim sjá áhorfendurnir hilla upp þjóð, sem þeir að vísu vita lítil deili á, en þeim finst hún muni vera ung, og hraust og íturvaxin — og standa á gömlum merg. Það er á æskunnar valdi hvort sú verður reyndin. Berlín, 10. okt. 1909. Guðtn. Finnbogason. 10. september 1908 Þann dag var bjart um lög og láð, — pá lýsti’ aý viljans báli pess ýólks, sem veit sitt vald og ráð og vakir djarýt tneð hug og dáð og sigurmátt í máli. Þann dag skal rnuna tneðan skín, vor móðir, tignarkrónan pín úr stceltu segulstáli! Þá urðu tið vor œðaslög aý óttáblöndnum kvíða. En — »pjóðarheill er hœstu lög!« pað heróp dundi voldugt mjög utn ýylking landsins ýríða Og sólin gegnutn blikti brauzt er brimsterk kvað við gleðiraust ýrá strönd til heiðarhlíða: »Hún skal, hún skal i ýramtið ýrjáls vor ýrœga, tigna móðir, tneð sólgylt tnen við svanaháls, tneð sigurhreim hins fagra máls, — vor góða, g'óýga tnóðir! Hún skal ei kenna höýt né hkkk, — og hrein hún skál aý vínsins ýiekk, vor ýyrirmyndar-móðir!« Sú stund á langdrægt lyptimagn er larir pjóð að skilja, hvað henni’ er drýgsta heill og gagn, — að hraðast brunar sigurvagn í kraýti vits og vilja. Þá vaknar sjálýstraust, von og trú og viljinn reisir sterka brú á gljúýrum glaýra-hylja. Fram, ýram I — með sama sonarhug til sigurmarksins háa! Fram, ýram, að visa böli’ á bug með bjartar vonir, nýjan dug og líýshv'öt fieyga, ýráa! ýá, sækjum ýram, unz sólin skccr á sigurýánann Ijóma slcer við heiðið himinbláa! GUÐM. GUÐMUNDSSON. Samábyrgðarstjóri. Framkvæmdarstjóri fyrir Samábyrgð íslands til vátryggingar á fiskiskipum er skipaður eftir lögum 30. júlí 1909 í fyrra dag (21.) til 5 ára verzlunar- stjóri Jón Gunnarsson i Hafnar- firði. Auk hans sóttu: Árni Jóhannsson biskupsskrifari; Einar Gunnarsson kand.; Ingólfur Jónsson verzlunarstjóri; Jón A. Egilsson f. kaupmaður; Jón Laxdal f. verzlunarstjóri; Matthías Þórðarson skipstjóri; Sigfús Bergmann kaupm. í Hafnarfirði; og Sigurður Eggerz sýslunuður. Siðlaus þjóð og mestu ræflarnir. í 34. tölublaði Ingólfs er ritstjórn- argrein með yfirsskriftinni: »G o o d- templara-ávarpið«. í grein þess- ari eru einkum tvö atriði, sem eg finn ástæðu til að gera örstuttar at- hugasemdir við, enda þótt eg sé hvorki goodtemplari né bindindismaður. Þar segir meðal annars svo: »Og þeir, er settu krossinn við jáið í fyrra, þeir hafa þá þar með lýst þvíyfir, að íslendingar væru siðlaus pjóð«. Þessa setningu byggir ritstjórinn á ástæðum, sem á undan eru komnar í greininni og hann hefir slegið föstum, sem órækum sannleika. En ritstjórinn gæt- ir þess ekki, að i sömu greininni sem hann fárast svo mikið um staðhæfing- ar ávarpsins, með þessari tilvitnuðu setningu, gerir sig sjálýan sekan í stað- hcefingu. Haun staðhæfir sem sé, að þeir, sem settu krossinn við jáið í fyrra, hafi veri þeirrar skoðunar, að vínnautnin væri þjóðarböl, í peirri merkingu, sem ritstjórinn kggur á pað orð (sbr. orðin: »svo almenna töldu þeir óhófsemi í þessu efni«, fyr í sömu grein). En hér fer ritstjórinn villur vegar. Eg er sannfærður um það, að þorri þeirra manna, er settu krossinn við jáið, hefir ekki talið tí- unda hvern fulltíða mann í landinu drykkjumann, hvað þá heldur fleiri, hefir alls ekki litið svo á, að þjóðin væri svo djúpt sokkin niður í ofdrykkju- bölið, að hana yrði að telja meðal sið- lausra þjóða. Þeir, sem settu kross- inn við jáið, hafa vafalaust hugsað eitthvað á þessa leið: Áfengisnautnin veldur árlega talsvert mörgum ein- staklingum þjóðarinnar mikils tjóns, gerir á hinn bóginn engum manni neitt verulegt gagn; áfengið ber því að skoða skaðlegan og dýran óþarfa, sem bezt er að losna við, ef unt er; því öllum skaðlegum óþarfa ber að útrýma, ef því verður við komið. — Að þessari niðurstöðu komst eg, eftir langa umhugsun og allítarlegar um- ræður við ýmsa menn, er mæltu ým- ist með eða móti bannlögum; og að þessari niðurstöðu hygg eg, að all- flestir játendur bannlaganna hafi kom- ist, en alls ekki að þeirri niðurstöðu, að mikill meiri hluti þjóðarinnar væri ofurseldur ofdrykkju og þar af leið- andi þjóðin siðlaus þjóð. — — — Þá kem eg að síðara atriðinu. Neðarlega í öðrum dálki greinar- innar segir svo: »Það eru þeir menn- irnir, sem minst hafa siðferðisþrekið, er verða ofdrykkjumenn. — Það eru ekki mannvænlegustu og efnilegustu meun þjóðarinnar, heldur mestn ræflarnir«. Hér fer ritstjórinn með háskalega rangt mál. — Vér skulum gæta þess hvencer drykkjuskapur manna verulega byrjar og hvernig þeir þá standa að vígi gagnvart þeim áhrifum, sem að þeim berast. Allflestir byrja að neyta víns þegar þeir eru unglingar, á aldrinum irá 14—20 ára, sumir meira að segja fyrir innan 14 ára aldur. Nú vita allir það, að vilja- og sálarþrek hefir ekki náð fullum þroska fyr en menn eru komnir yfir tvítugs aldurinn, og það talsvert yfir hann, og þarf ekki annað því til sönnunar, en að betida á lög- gjöfina, sem á margan hátt gengur út frá því sem gefnu. Einnig vita allir það, að einn af lökustu eiginleikum vinsins er, að það veiklar mótstöðu- aflið, rýrir viljakraftinn og sljófgar siðferðistilfinninguna. Þessir eiginleik- ar eru auðvitað máttarminni, þegar þeir fást við fullþroskaðan mann en við óþroskaðan ungling. Af því leiðir, að unglingur, sem hefði getað orðið þrek- mikill og viljasterkur, verðttr oft og tíðum að ræfli vegna þess, að vilja- kraftur hans og siðferðisþrek fær ekki að dafna og þroskast í næði fyrir skað- vænlegum áhrifum vínnautnarinnar. Það er því móðgandt sleggjudómur að segja það, að allir þeir (alt of mörgu) efnis-, gáfu- og gæðamenn, sem fallið hafa fyrir ófögnuði ofdrykkjunnar, hafi verið ýœddir ræflar. Slík staðhæfing ber að minsta kosti ekki vott um mikla lífsreynslu né mannþekkingu. Hægðarleikur væri að nefna mörg dæmi málstað mínum til stuðnings, en eg geri það ekki, því það væri særandi ónærgætni gagnvart mörgum ágætismanni bæði lífs og liðnum. B.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.