Ísafold - 23.10.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.10.1909, Blaðsíða 2
278 ISAFOLD Loftferðir millilHafnar og Hamborgar. Oet fr/drfí afðækkei visenae 5Ballone> nf de 1/der bx/rs L uftshibet Bsgcrste Bmdmeo Maskfne fbrreste Baad20fbd lang med MasJdne Loftskipið Zeppelin III. í ráði er að koma á loftskipasamgöngum milli Kaupmannahafnar og Hamborgar á sumri komanda — einu sinni í viku hverri. Til ferðanna á að kaupa loftskip af Zeppelins-gerðinni, sem ísafold flytur hér mynd af. Myndin er af Zeppelin III, loftskipi því, er Zeppelin greifi fór á milli Friederichshafen við Bodenvatn og Berlínar seint í ágúst- mánuði. Seytján loftbelgir bera skipið, — af þeim sjást 5 á myndinni — en hinir 12 skiftast á báða bóga þess- um 5. Aftast á myndinni sést stýrið, en framan á er oddur dálítill úr aluminium, til að taka á móti höggum, ef skipið rekst á. Loks sjást neðanámyndinnibátartveir,hinn stærri 10 alna langursem ætlaðireru vélumogfarþegum o. s. frv. Á ferðunum milli Hamborgar og Hafnar er ætlunin, að gera annan bátinn, þann stærri, svo úr garði, að i honum verði borðsalur, svefnstofa og önnur þægindi. Ennfremur útsjónarpallur fyrir farþegana, svo að þeir geti notið þess sem fyrir augun ber. Farrýmið á að verða fyrir alt að 18 farþegum, en skipshöfnin verður 6 manns. Ferðin milli Hafnar og Hamborgar er búist við að taki 6 tíma (talsvert styttri en járnbrautarferðin) — og búist við, að hún kosti 300—35Ö kr. fyrir hvern. Geigvænlegur sjóhrakningur Um ÍOO mannslíf i veði. Mánudaginn 11. þ. m. að áliðnu lagði gufuskipið F 1 o r a frá Björgvin- jargufuskipafélagi á stað frá Húsavík beint til ísafjarðar áleiðis hingað til Reykjavíkur; hefir verið i förum hér við land í sumar að staðaldri, frá Norvegi, til farþega flutnings og kaup- varnings. Farþega hafði það innan borðs þetta sinn rúma 80, en skips- höfn 13—14 manns. Þegar leið á nótt gerði afspyrnu- rok á norðan með megnu kafaldsfjúki; var þá komið á miðjan Húnaflóa. Ekki var viðlit að halda áfram ferð- inni i þeim aftökum, með náttmyrkri, og var þá stefnt til hafs, á veðrið. Veður þetta stóð fulla 3 sólarhringa, fram undir morgun á föstudaginn. Þá fór að lina. Aðfaranótt miðvikudags braut sjór stjórnpallinn efri, áttavitaklefann og sjálfan áttavitann, en þeir meiddust allir, er staddir voru uppi á pallinum, 4 að tölu: skipstjóri, stýrimaðurinn æðri og 2 hásetar. Einn lenti á skipsbátnum, annar á bátströnunum, þriðji niðri á öldustokk, og var mikil mildi, að hann lenti ekki utan borðs. Hann meiddi sig það í síðuna, að hann lá 2—3 daga. Það var þó verst, að stýrishjólið brotnaði, og varð ekki stýrt framar. Rak þá skipið á hliðinni miðvikudag allan og fram eftir fimtudegi. Þá tókst að komast að eftra stýrishjólinu og notast við það; hafði verið ófært eftir þiijunum fyr en það, vegna klaka Þar var annar áttaviti, en bilaður. En 2 voru vara-áttavitar undir þiljum. Annar þeirra var hafður í reykinga- klefanum, og reynt að stýra eftir hon- um; en það var mjög erfitt. Fimtudagsmorguninn þóttust ein- hverir sjá land, ímynduðu sér það vera Grænland, en líklegra þykir, að það hafi veri hafís. Þá var haldið í suður, en gekk seint, með því að bil- að hafði eitthvað í vélinni, svo að gufa mistist út. Ekkert vissu þeir, hvar þeir voru staddir. Þeir rendu færi 170—180 faðma, en höfðu engan botn. Föstudagsmorgun slotaði veðrinu, og rofaði það til um hádegisbil, að mæld varð sólarhæð. Þá voru þeir 9 mílur danskar útnorður af Látra- bjargi, á 70 fðm. dýpi. Þá hvesti aftur stórum, en kyrði sjó um sólar- lag, í skjóli af landi; það var Skor. Þá var haldið undir Rauðasand og lagst á Keflavík, er dimma tók. Morgunin eftir, laugard., var gert við vélina og lagað það, sem hægt var, og eftir það lagt á stað til Patreks- fjarðar stundu eftir hádegi; komið þar í rökri. Meðal farþega var stúlka, er komið hafði á skipsfjöl á Akureyri, áður en farið var til Húsavikur, dottið þá í sjóinn og lagst á járnrimlana yfir gangvélinni til að þurka sig, lent eft- ir það fram í hásetaklefa, og verið lokuð þar inni, er veðrið skall á og hásetar fengu nóg að gera á þiljum uppi, en komust ekki þangað aftur fyrir sjódrifi yfir skipið og klaka. Komst hún ekki úr þeirri prisund fyr en eftir 3 sólarhringa, bragðaði hvorki þurt né vott og sat í kolniða- myrkri. Henni hélt við vitskerðing, er lokið var upp fyrir henni. Framganga skipstjóra er orðlögð fyrir vaskleika og árvekni. Hann sofnaði ekki dúr nær 3 sólarhringa. Hann heitir Stuhr. Frá Patreksfirði fór Flóra til ísa- fjarðar og kom hingað miðvikudags- kveld 2o þ. m. James Cook sá er getur um í fremstu greininni að farið hafi fyrstur umhverfis jörð- ina um Suðurhafið, gerði það á árun- um 1769—1776. Nýgift eru cand. phil. Gunnar Egilsson og Guðrún Thorsteinsson (frá Bíldudal). Þau fóru utan á Sterling. „Skaftfellingur“inn i Lögréttu. Eg hefi hingað fcil leitfc hjá mér að svara persónulegum ónotum, er Lögr. hefir haft meðferðis til mfn í brófköfl- um öðru hvoru, síðan í fyrra. — Eg hefi einnig látið ósvarað fúkyrðum Jóns í Hemru í sama blaði í vetur, einkum vegna þess, að eg taldi honum þau ó- sjálfráð, eftir »hrapið« í fyrra sumár og öll vonbrigðin, enda virðist hann hafa lokið sór af í þetta eina skifti. En það er öðru máli að gegna um þenna brófkafla-mann, er drítur í Lögr. því nær með hverjum straum nú orðið. Reyndar er hann ekki svara verður, en þó þykir mór, sem eg verði, annara vegna, er eigi þekkja ti), að veita hon- um viðtal um stund, og er þá sjálfsagt í því sambandi að benda á, hvers konar garpur hann er, þessi brófkafla höfundur, er nú upp á síðkastið nefnir sig »Skaft felling«: Hann þekkist bezt í sinni sveit undir nafninu »Trolli« og þykir hann bera það nafn með rentu. Hann er einn af þessum fólum, er að sjálfs sín dómi vita alt og geta alt. Hann er stjórnfræð- ingur, og rithöfundur þykist hann vera með afbrigðum og vitnar hann oft í rit- gerðir sínar í Lögr., um stjórnmál og annað, en það eru brófkaflar hans, svo vitlausir sem þeir eru og ógeðslegir. Ekki hefir hann kosningarrótt og er hann þó um þrítugfc. Því var það sagt — og haft eftir honum sjálfum — að hann bæði Hannes Hafstein, í fyrra sumar, að veita sór leyfi til að kjósa Jón í Hemru. En til mikillar undrunar fyrir garpinn, gat Hannes ekki veitt leyfið, hversu mikil nauðsyn sem á var og lá þá við sjálft, að Trolli mundi snúast gegn Hannesi, því að honum þótti ómaklega með síg farið og illa launuð dygg þjónusta. En það tókst að stöðva hann með því að lofa honum að fara um alla sýsluna með þann boð- skap, að Tyrkinn mundi brátt koma, ef eg yrði kosinn, því að þá mundu Danir sleppa af okkur hendinni, hæfcta að verja okkur og þá hefði Tyrkinn ekk- ert að hræðast. Kaup skyldi Trolli hafa fyrir ferðir þessar, en það fekk hann aldrei, þvf að flokk hans varð að engu gagni. Einn erfiðleika hefir þessi maður átt við að stríða og hann er sá, að fá sór vist. Bændum hefir staðið stuggur af garpinum, en lausamaður hefir hann ekki þoraö að vera, enda ekki haft efni á að fæða sig. Þannig er nú ráð þsssa merkismanus og máttarstólpa Hannesarmanna í V,- Skaftafellssýslu. Getur verið, að eg minnist hans síðar og nefni skírnarnafn- ið, því að það er nauðsynlégt, að þjóðin þekki slíkan höfund. Síðasta bróf hans, er eg hefi séð, er í 45. bl. Lögr. þ. á. og er aðalinnibald þess þetta: Að eg hafi ekkert leiðarþing haldið; að erindi mitt á þing hafi veúð það, »að vera með öðrum til að sparka i H. Haf- stein«. Að eg hafi ekkert fyrir sýsluna unnið, en tafið fyrir brú á Rangá »með atkvæði um ófyrirsjáanlegan tima«; að eg hafi greitt atkvæði með Thorefé- lagstilboðinu og, að því er mér skilst, ver- ið á móti síma til Garðsauka; að mönnum »verði á« að sakna Guðlaugs, en um það dugi ekki að tala nema eg leggi niður þingmensku. Að því er leiðarþing snertir, þá eru orðin óþörf. Blöðin flytja fregnir um það, er á þingi gerist, jafnóðum, og miklu gleggri, en hægt mundi að gefa á stuttum fundi og mönnum þykir þar af leiðandi ekkert varið í leiðarþing, gefa sór ekki tíma til að sækja þau langar leiðir. Mór vitanlega hefir leiðarþing aldrei verið haldið í Y.-Skaftafellssýslu, sem ekki er heldur von, jafnerfitt og menn eiga að sækja sarneiginlega fundi, sakir vatnsfalla og vegalengdar. Eg er því viss um, að engum kjós enda minna hefir dottið slíkt þing < hug. En Trolli hefir líklega heyrt getið um skraf Reykjavíkur um leiðarþing í Reykjavík og hefir ætlað sór að verða fljótur til að nefna það líka í »sinu umdæmi«. Um eriudi mitt á þing er það að segja, — þeim er eigi vita það áður — að það var hið sama og aunarra sjálf- stæðismanna: að varna þess, fyrst og fremst, að róttindum landsins yrði af salað í hendur útlendu valdi um aldur og æfi. Að það só »spark« í H. Haf- stein, eins og þessi maður segir, fæ eg ekki skilið. Og satt að segja held eg, að veslings Trolli geri litla flokknum engan greiða með því að kalla það »spark« í H. Hafstein, er til sjálfstæðis horfir fyrir land og lýð. Lögrótta hefði að minsta kosti getað látið þá kenningu ó- flutta, hvernig svo sem hún annars lít- ur á það mál. Um það, hvort eg hafi unnið mikið eða lítið fyrir kjördæmi mitt, tala eg ekki við Trolla. Það eru kjósendur mínir, sem dæma um það og þeirra dómi hlíti eg að sjálfsögðu. Þá segir margnefndur sómamaður, að eg hafi tafið fyrir brú á Rangá »með atkvæði um ófyrirsjáanlegan tíma«. Eg veit ekki, hvernig á að skilja þetta, það er svo vísdómslega orðað. En rétt þykir mór að geta þess, að Rangá hefir aldrei verið og verður víst aldrei talin vont vatnsfall. Að minsta kosti telja Skaftfellingar komið yfir öll vötn, þótt ófarið só yfir Rangá, og satt að segja hefi eg aldrei orðið var við, að þeir teldu það sórstak- lega nauðsynlegt að brúa þessa á. Þess er og heldur ekki von. Hvað ætli þeim sýnist Ytri-Rangá borin saman við Jökulsá, Kúðafljót, Hverfisfljót, Núps- vötn eða Múlakvísl, þegar Sandvatnið rennur í haua? Ekki annað eða meira en lítill bæjarlækur.! Ætli Skaftfellingum sfcæði í raun og veru ekki nær að heimta brýr á eitt- hvað af þessum vötnum, sórstaklega á Hverfisfljót og Jökulsá. Jökulsá verður mannsbani því nær árlega og bannar mönnum umferð vetur og sumar, og Hverfisfljót hindrar svo Fljótshverfinga, að þeir komast ekki nema einstöku hausfc með sauðfó yfir fljótið og geta þar af leiðandi ekkert selt eða komið á markað. Þannig hindrar það þá í öllu og oft er það beinlínis li'fshætta að fara yfir fljótið. Þefcta nefnir Trolli ekki og vita þó flestir, að bót hefði átt á þessu að ráða fyrir löngu, ef sýslen hefði notið jafn- róttis við sumar aðrar sýslur. En, að ekki skuli vera skelt brú á Rangá undir eins og það er nefnt, þykir sumum af þessum guðsvoluðu minnihlutamönnum, ganga glæpi næst og Trolli heldur, að hann só skyldur að vera með þeim. Þá er það, að eg hafi greitt atkvæði með Thorefólagstilboðinu. Þótt það skifti ekki miklu, hvort svo var eða ekki, þá vil eg geta þess, sem Trolli ekki veit, að þetta tilboð var aldrei rætt 1 þeirri deild, sem eg átti sæti í og þar af leið | andi greiddi eg aldrei atkvæði um það. Hið sama er að segja um símalínuna I til Garðsauka. Hún var ákveðin og fcil | hennar veitt fó á þingi 1907. En þá var jafníramt heimtað svo hátt tillag til línunnar frá hlutaðeigandi sýslum, að þær gátu ekki og vildu ekki inna það af hendi og þess vegna var lagningu símans frestað. En síðasta alþingi bætti úr þessu ranglæti, er sýslurnar voru áður beittar, og lækkaði tillagið um helming og þvl er það, að síminn er nú kominn austur að Garðsauka. Þetta veit hvert einasta mannsbarn í landinu, það er eg viss um, nema vesl- ings Trolli og er honum það vorkunn, jafnheimskum manni. En vorkunnarlaust ætti honum að vera, að þegja um þessi og önnur málefni, er hann ber ekkert skyn á. Og illa breytir Lögr. við þessa »máttarstoð« flokksins síns / Vestur- Skaftafellssýslu, að láta hana blaðra þvílíkar vitleysur og hór hefir verið bent á. Mönnum »verður á« að sakna Guð- laugs, segir Trolli ennfremur. Hverjum ætli verði þetta á? Eða er það ávirðing að sakna hans? Eg held ekki. Hitt gæti rétt verið, að margir söknuðu Guð- laugs, bæði eg og aðrir, sem yfirvalds og framkvæmdamanns í hvívetna f hór- aði, þar til núverandi sýslumaður kom. En síðari ára stjórnmálastefuu Guðlaugs sakna víst fáir, svo sem raun hefir borið vitni. Er nú rakinn þráðurinn í bréfkafla mannBÍns, ef þráð skyldi kalla, og verð- ur hór því staðar numið að sinni. Gunnar Olafsson. Guðsþjónusta i dómkirkjunni á morg nn: Á hádegi: sira Jóhann Þorkelsson; alt- arisganga. Siðdegis: sira Fr. Friðriksson. Gufuskipln, Flóra kom 4 miðviku- dagskvöld úr hrakningaferð sinni, og fer aftur á mánudaginn. Farþegar voru á ann- að hundrað, m. a. Páll Jónsson yfirréttar- málafl. m., Carl Sæmundsen kaupmaður, Jón Bergsveinsson skipstjóri, Emil Strand frá ísafirði 0. s. frv. Sterling fór i fyrrakvöld beint til Hafn- ar. Farþegar m. a. Ól. Ólafsson kaupm. með frú sinni, Gunnar Egilsson cand. og frú hans, Aage Möller stórkaupmaður, Guðm. Svein- björnsson cand. jur. með frá, ungfrú Helga Þórðardóttir (frá Hól), Chr. Nielsen um- boðssali, Philipsen forstjóri Steinolíufélags- ins, verzlunarmennirnir Ragnar ÞorsteinB- son og Arni Einarsson, Árni Riis fullm., frú Tutein, 2 franskar hjúkrunarkonur, frú Margrét Arnadóttir 0. fl. Ingólfur, Thorefélagsskipið, kom i fyrra- dag frá útlöndum og austurlandi með lið- ugt 300 farþega, flest kaupafólk frá Aust- fjörðum. Skipið fór aftur vestur og norð- ur i gær. Ceres kom i nótt frá útlöndum kringum land. Farþegar m. a. Jón alþm. Jónsson frá Múla, Guðm. Böðvarsson kaupm. (frá Leith), Jón Féldsted skraddari (frá Höfn) 0. fl. Kornyrkja á Norðurlandi. Ræktunarfélag Norðurlands hefir gerl kornyrkjutilraunir undanfarin ár og hepnast vel 2 seinustu árin. Nokkurar byggtegundir, ein hafrateg- und og vetrarrúgur hafa orðið full- þroska. »Nú er búið að slá vetrarrúginn og binda hann í knippi, sem reist eru upp til þerris á akrinum, segir Norðurl. Sjá ferðamenn, sem um akurbrautina fara, nýstárlega sjón: mannhæðarhá kornöx vaxin í islenzkri mold. Það er talandi vottur þess hvern árangur jarðræktin getur gefið hér á landi, ef henni [er sómi sýndur og reynsluvísindi nútímans höfð til leiðbeiningar*. Fríi Svíþjóð, Verkfallið. Banatilræði. ---- Kh. ll.okt. Verkfallinu er ekki lokið enn; 35,000 manns eða svo hafa ekki tek- ið upp vinnu enn. Ungjafnaðarmenn heitir yzti fylk- ingararmur jafnaðarmanna, til vinstri, þeir er lengst fara. Þeir eiga sérstakt málgagn í Stokkhólmi og eru allöfl- ugir í Svíþjóð yfirleitt. Blað þeirra er hið svæsnasta og eggjar allfast til hryðjuverka. Ætla margir þeirra, að það sé eina ráðið til að koma sinu máli fram. I fyrradag kom böggull einn með póstinum til forstjórans fyrir útflutn- ingsfélagi einu sænsku, Hammar að nafni. Þegar hann opnaði böggulinn, sprakk alt með hvelli miklum, og Hammar misti tvo fingur á hægri hendi og brendist talsvert á hinni. Annars sakaði hann eigi. Annar mað- ur sænskur fekk og samskonar bögg- ul, en hann var opnaður með svo mikilli varkárni, að ekki kviknaði í sprengikúluuni. Þetta er kent ungjafnaðarmönnum en þó hefir ekkert komist upp entiþá. Lombroso dauður. (Slrafregn frá Khöfn 19. okt.) Cesare Lombroso, var ítalskur lækn- ir af Gyðingaættum, f. 1835: Heimsfrægð vann hann á rannsókn- um sínum á glæpum og glæpamönn- um. Aðalbók hans hér að lútandi: L’Uomo delinquente (Sakamaðurinn) kom út 1871 og vakti þá allsherjar- athygli um víða veröld. Lombroso taldi glæpametin vera með sérstöku einkennilegu sköpulagi: Höfuðskapnaður þeirra væri ekki ólík- ur höfuðlagi mongólska kynflokksins og hárvöxtur öðruvísi en annara manna. Glæpsemi taldi hann oftast tekna í arf frá foreldrum og forfeðrum; undirrót hennar oftast vera drykkju- skap, saurlifnað og fátækt og harð- ræði lægri stéttanna o. s. frv. Eina ráðið til að útrýma glæpsemi væri því að taka fyrir drykkjuskap og saur- lifnað með öllu mögulegu móti og gera það, sem framast væri unt til verndar fátækari stéttunum. -----sxse---- Guðm. G. Bárðarson, bóndi frá bæ í Hrútafirði fór utan á Sterling og ætlar sér að stunda jarð- fræðisnám fyrir styrk þann (1000 kr.), er þingið siðasta veitti honum. Kynnisför norðlenzkra bænda til Suðurlands er verið að ráðgera á næsta sumri, þann veg, að nokknr (3) bændur úr hverri sýslu i Norðlendingafjórðungi ríði suður — helzt i júnilok — og fari um Suðurlandsundirlendið — meira eða minna, — komi á Þingvöll, í Borgarfjörðinn o. s. frv. Er þetta ráðið í því skyni að auka kynningu Norðan- og Sunnanbænda. Búist við, að Ræktunarfélagið og Búnaðarfélagið, hvort um sig, veiti einhvern styrk til fararinnar. Va milj. kr. ábati. Þess er getið í grein um samgöngu- samningana í Norðurlandi 25. f. mán., að Hamborgarferðirnar muni leggja l/2 miljónar króna gróða upp i hendurn- ar á verzlunarstéttinni íslenzku, ef hún notar þær almennilega. Svo mikið sparast á lykkjunni, sem þýzk- ar vörur og annarra þjóða leggja á leið sína með því að koma við í Kaupmannahöfn: flutningsgjald og það, sem kaupmenn í Khöfn leggja á vör- una. Þess vegna meðal annars er Thoresamningurinn glæpur í augum /awáíverkfræðingsins, to«í/læknisins eða land-hvað þeir eru nú, höfðingjar þeir, er hafa Lögréttu að málgagni. Það mun verða svo að skilja, að eftir þeirra skilningi sé landiö ekki Island, heldur Danmörh.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.