Ísafold - 23.10.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.10.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 279 Mannfjðldi á Islandi í árslok 1908. Biskup skýrir frá í síðasta N. Kirkju- blaði, að eftir skýrslum prestahafi mann- fjöldi á landinu verið í f. á. lok 82,410. Á árinu hafa fæðst alls 2344. Þar af andvana 79 og óskilgetin 274. Tví- burafæðingar hafa verið 27 og ein þri- burafæðing. Tala óskilgetinna barna fer minkandi. Hún hefir verið ná- lægt 15 af hverjum 100 fæðingum, en er nú ekki meir en n —12, líkt og í Danmörku. (Fróðlegt væri að greina óskilgetnar fæðingar í bæjum og i sveitum sundur, til þess að vita hvorar eru tíðari). Dáið hafa 1671. Þar af 3 manneskjur eldri en 95 ára. — Voveiflega hafa dáið alls 79. Biskup gizkar á, að nokkur vanhöld muni hafa orðið hjá prestunum, er þeir töldu, og muni mega telja vist, að nú séum vér orðnir 83,000. HViðkoman hafði verið næsta ár á undan (1907) 630, og árið þar áður um 900. Fyrir 8 árum, er reglulegt mann- tal fór fram hér álandi, 1. nóv. 1901, reyndist íóiksfjöldinn vera um 78^/2 þús. Hefir þá aukist síðan um 4V2 þúsund eða um 560 á ári; og er það heldur minna en milli næstu talninga á undan, eða 11 árin frá 1890 til 1901. Þá fjölgaði um nær 700 á ári, eða um 7,500 alls. Hn áratuginn næstan þar á undan, 1880—1890, fækkaði landsfólk- inu um ix/a þús. alls, sama sem um 150 manns á ári. Þá voru vestur- farir óvenjumiklar sum árin, auk þess sem mislingarnir drápu 1300 manns umfram meðaltal ella. Hér um bil 11 þús. skortir enn á tvöfaldan manníjölda á landinu á við það sem var árið 1800. Hann var þá rúm 47 þús. Og 57 þús. 40 ár- um síðar. Svo hægfara var mann- fjölgunin í þann tíð: 250 á ári að meðaltali. Seyðisfirði 6. okt : Ekki eru korfurn- ar allbkostar góðar. Þó hygg eg ástœður manna hér ekki lakari, heldur öllu betri en viða annarsstaðar á landinu. Það má ráða af líkum, að þröngt verði um föng hjá mörgum þeim, er mestmegnis hafa fieytt sér á lánsfé, þegar tekið er fyrir öll lán — og lánstraust þrotið. Kanpmenn nú farnir að sjá ókosti lánsverzlunarinnar og og er mælt, að nú ætli þeir að láta henni vera lokið með öllu. Betur &ð þeir hefðu gert það fyrr. Þetta mun mörgum þykja þungar bnsifjar — einkum vegna vanans. En úr mun rætast von bráðar og enginn þá sakna þessarar úreltu og hvimleiðu við- skiftareglu. Verzlun hefir verið fremur erfið 4 sumar. Verð á útlendri vöru afarhátt, en miður gefið fyrir hina innlendu. Það bjargar, að afurðir til sjós og lands eru með meira móti. Peningavandræðin afskapleg, og þýðir ekki um að fáre^st, þvi að margur mun vera svo skuldugur, að ekki mætti á það bæta, þótt peningar væri fáanlegir. Að minsta kosti er oss sagt, að svo sé. Eg efa þó, að það sé rétt, þegar um heildina ræð- ir. Hitt mun sanni nær — að minni l.yggju, að mikið af skuldunum sé á röngum stað. Er það leitt og bagalegt, að landstjórnin skuli ekki sjá sér fært að verða við itrek- uðum áskorunum um, að setja hér upp úti- bú frá Landsbankanum. Það mundi vera til mikils hagræðis, jafnvel þó ekki væri þar veitt önnur lán en gegn fasteignarveði. Þá yrði setn sé hjá þvi komist, að greiða íslandsbanka aukaþóknun fyrir slik lán. Afföllin á skuldabréfunum eru tilfinnanleg aukageta ofan i önnur peningamarkaðs- vandræði. Úr þessu verður að bæta. Og við ger- um okkur góða von um, að það verði gert, er hin nýja bankastjórn tekur við völdun- um, því að vel virðist hafa tekist með skip- un bankastjóranna. — — 18. okt. Hér gerði ofsaveður, með snjó- bleytu og hvassviðri 2. þ. m., og setti nið- ur feiknasnjó á fjöll og heiðar, svo að fjár- rekstrar teptust. Nú var aftur fyrir nokkr- um dögum brotist niður yfir heiði með c: 2000 fjár, og umferð haldist siðan. Tiðin er þó altof óstöðug, sifeldir rosar og rign- ingar. Sunnlenzkir sjómenn, þeir, er hér hafa verið í sumar, fara nú flestir með Ingólfi — með mestallan arðinn af Bjávarútvegin- um hér í sumar. — Það er meira þeim til hróss og ánægju, en útvegsbændunum, seín sitja eltir með skarðan hlut. — Yið þvi þyrfti að sjá í byrjun vertíðar, en tjáir ekki um að sakast i vertiðarlok. Norðurskantið meira en 300 manna bani- Frá árinu 1800 til 1830 varð norður- heimskautið 67 mönmim að aldurtila. Þeir fórust í heimskautsleit. Á næstu 40 árum voru þeir komnir upp í 107 og árið 1900 voru þeir orðnir 312 alls, sem farist höfðu í norðurleit á einni öld. Frægir hestar- í Liverpool á að stofna bráðlega hesta- safn, þar sem geyma á beinagrindur af frægum reiðhestum og hafa þær til sýnis. Þetta er þó ekki allsendis ný hugmynd. í vopnabúrinu f Stokkhólmi eru allir uppáhaldshestar Svíakonunga úttroönir, alt frá dögum Gústafs Vasa. í Hohen- zollernsafniuu í Berlín stendur gæðingur Friðriks mikia, Condó, enn i dag með öllum tygjum. í fornöld var frægum hestum sýnd meiri virðing en þetta. Þar sem stólpagripur Alexanders mikla, Bukepnalos, lózt, lót hann reisa borgina Bukephalia. Minnisvarði var reistur fræg- asta brokkara í Róm hinni fornu, And- rámon, og sömuleiðis skeiðhesti Anton- fusar Verusar, Volucer. Caligúla keisari gerði alt til virðingar Incitatus hesti sínum. Yfir hann var breitt purpura- klæði og prýddur var hann gimsteinum. Jatan, sem hann var látinn óta úr, var úr fíiabeini og gulli. Hesthúsið var marmarahöll og glitsaumaðir þrælar voru látnir stjana undir jálknum. Það er jafn- vel sagt, að Calígúla hafi ætlað að gera hestinn að ræðismanni. Að verða afburðamaður. Uppeldisfræðingurinn Swett Marden hefir ritað fyrir æskulýðinn í Ameríku bók, sem heitir Pusbing to the f r o n t. í þessari bók, sem nú er not- uð í skólum í Japan, bregður höf. birtu yfir sitthvað í sálarlífi amerískra mil- jónamæringa. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að margir af iðnkóngum Ameríku hafi komist svo langt, sem þeir hafa gert, vegna þess, að þeir hafi farið eftir meginreglum ýmissa merkustu stjórnmálamanna og hershöfðingja heims- ins. í bókinni er mikið af smásögum og ummælum ýmissa frægra manna um sjálfa sig og ástæðurnar til þess, að þetta hefir orðið úr þeim. Bíddu ekki eftir sórstöku tækifæri, segir Marden á einum stað, taktu litla atburði og gerðu úr þeim mikla. Smá- mennin bíða eftir hentugu tækifæri, mikilmennin skapa það sjálf. Cornelíus Vanderbilt fór að gera út gufuskip án þess að honum byðist nokk- urt sórstakt tækifæri. Hann var sann- færður um, að haun ætti mikla framtíð fyrir sór, og haua einsetti hann sór að gera að sínu »tækifæri«. Hann bauðst til að flytja allan póstflutning til Evrópu ókeypis og fara fleiri ferðir en áður, en þó hafði stjórnin orðið að gjalda of fjár fyrir flutning þenna. Þetta var með þökkum þegið og með þessu fekk hann mikinn fjölda farþega á skip sín og ó- grynni vöruflutnings. Þegar hann var beðinn um að segja frá leyndardóminum í öllu þessu, svar- aði hann: Leyndardómur! Þetta er enginn leyndardómur. Það eina, sem verður að gera, er að hugsa um atvinnu sína og slá ekki slöku við hana. — Gætir þú, spyr Swett Marden lærisveininn, verið sá grjótpáll aö halda áfram, ef þú ættir að bíða ósigur í 9 orustum af 10 eins og Blucher? Gætir þú gert eins og Washington, botið lægra hlut í fleiri orustum en þú gazt sigrað í og borið þó efra skjöld að lokum með akapfestu þinni einni? Þrekmiklum manni er ekkert ókleift, segir Marden. Ókleift!, sagði Pitt hinn eldri, þegar kunningi hans einn sagði um eitt af fyrirtækjum hans, að það væri ókleift, alt það sem eg á í er ókleift. Napoleon sagði um orðið ókleift, að það væri orð, sem ekki væri til nema í orðabókum heimskingja. Jafn-mikilsvert viljanum er og það, að nota tímann rótt og að vera stund- vís. Það eru til tvísýnur í æfi allra mikilmenna. Þá getur alt farið forgörð- um, ef andinn hikar eða hugurinu bilar. Það kostaði Cæsar h'fið, að haun geymdi sór að lesa boðskap, sem honum var færður. Alvarleg störf á morgun — orð- tak, sem allir þekkja úr grísku sögunni, var feigum munni mælt. Sórhvert glat- að augnablik getur leitt af sór ógæfu, sagði Napoleon. Afríkufólagið í Lund- únum vildi láta Ledyard landkönnuð fara fyrir sig til Afríku í ranusóknar- ferð og lót því spyrja hann, hvenær hann gæti orðið ferðbúinn. Snemma í fyrramálið, svaraði hann. Og þegar John Jerves var spuiður um, hvenær hann gæti tekið við skipi sínu, svaraði hann: Undireins. Hvað kosta heimskautaleitir? Það er gert ráð fyrir því, að kostn- aðurinn við suðarskautsleit þá, sem fyrir- huguð er frá Englandi á vori komanda, nemi 800,000 kr. Þetta er tiltölulega lítil fjárhæð þegar gætt er að því, að 50 menn eiga að taka þátt í förinni. Þegar Sir John Ross ætlaði í heimskauts- leit í annað sinn, var honum synjað um styrk af stjórninni. Þá gaf Whisky- kóngurinn, Felix Booth, honum 400,000 krónur og í þakklætisskyni fyrir þetta rausnarvik, nefndi Ross eftir honum landið, Boothia Felix, sem hann fann á leiöinni. Koldeweysförin þýzka kostaði alls rúmar 400,000 kr. Skipeigandinn Rosenthal í Bremen gerði út þrjá leið- angra á árunum 1869—71. Þeir kost- uðu 120,000 kr. auk gufuskipakostnaðar. Könnunarferð Payers kostaði hins vegar ekki nema einar 24,000 kr., en hún var heldur ekki löng. Seinna fóru ferðirnar að verða dýrari. Til Tolls-leiðangursins veitti rússneska stjórnin 950,000 kr Til »Baldivia«-leiðangursins, er sendur var til þess að rannsaka hafdýpi, veitti ríkisdagurinn þýzki 300,000 kr. styrk. En yfirleitt eru könnuuaraðferðir í Af- ríku miklu dýrari að tiltölu en heim- skautaleitir. 8mátt og stórt víða vegu — Hröðust ferð um Atlauzhaf þvert, milii Englands og Bandaríkja, er sú, sem eitt með stærstu skipum í heimi, Manritania bin enska, fór fyrir fáum vikum: á 4 sólar- hringum 10 tímum og 87 minútum. — Þráðlausri firðritun er her- málastjórnin rússneska að koma sér upp um þessar mundir milli Pétursborgar og Yladi- vostock austur við Kyrrahaf. Það er sjálf- sagt tuttugu sinnum meiri vegarlengd en alt Island endilangt, og kvað þó ekki þurfa nema 3—4 millistöðvar. — öömul beinagrind. Símað var frá Paris til Khafnar fyrir hálfum mánuði, að fundist hefði þá fyrir skemstu skamt frá bænum Le Buque í Dordogne-amti undir kletti því nær ósködduð beinagrind af manni, er visindamenn fullyrða að muni vera 20,000 ára gömul. Þar voru og hreindýrshnútur og högnir steinar til að kveikja með eld. — Öndverðir skulu ernir klóast. Svo mæltu forðum vaskir drengir og vel að sér gervir, og horfðust i augu á hólmi. En huglaus varmenni gerðu vesala f 1 u g u - menn til höfuðs þeim, er þeir vildu feiga. Leppar nefnast slikir flugumenn nú á tím- um. Það eru leigðir saurblaða-ábyrgðar- menn. En söm er enn þeirra gerð, er var- mensku þá hafa i frammi, bæði flugumanna og skúmaskotsóþokka þeirra, er þá gera út. — Stærstu eyjar 4 i Norðnrálfu eru: Bretland hið mikla 4000 fermilur ísland............... 1900 — írland............... 1500 — Sikiley.............. 470 — — Eiffelturninn i Paris, er reistur var 1889, fyrir réttum 20 árum, er 300 stikur eða 936 fet á hæð og kostaði 3 milj. 600 þús. kr. Dómkirkjan i Ulm er 161 stika. Dóm- kirkjan i Köln 160. Keops pýramidi á Egiptalandi 150. Pétnrskirkja í Róm 140. Réðhústurninn i Khöfn 105. Sivaliturn i Khöfn 36 st., sama sem 137 fet. Miklu eru margir menn valdalausir meiri auðmenn nú á tlmum en voldugir þjóðhöfðingjar, ekki sizt miljónamæring- arnir i Ameriku. Þó er keisurum og kon- ungum yfirleitt vel lifvænt. Róssakeisari er sagður þeirra einna fjáð astur. Hann hefir 36 milj. i árstekjur af jarðeignum sinum, enda kváðu þær vera méiri um sig en alt Frakkland. Tyrkjasoldán er þó sagður enn tekju- hærri. Lífeyrir hans er talinn að visu ekki nema 20 milj. En hitt vita menn, að hann kostar 60 milj. kr. um árið til kvennabúrs sins. Austuríkiskeisari er maður stórauðugur, hefir 22 milj. kr. um árið. Hann eyðir þó mjög litlu handa sjálfum sér. En fjölsl hans er honum afardýr. 5 milj. i lifeyri. hefir ekki nema 4/6 milj' kr. Danakonungur hefir 1 milj. og F forseti eins. En Taft Bandarikjaforseti ekki nem dollara. (Sumir segja 25 þús. doll.). Lík Ingimars Sigurðssonar, búfræðing: frá Draflastöðum, þess, er týndist desembermánuði í fyrra, fanst þ. 11 sept. síðastliðinn norðan og vestan vert í Héðinsskörðum, undir bamra- belti 10—20 faðma háu. Líkið var lærbrotið, er það fanst. Hefir hann hrapað fram af hömrunum og fótur- inn þá brotnað, svo að hann hefir enga björg getað veitt sér, en orðið að bíða dauða síns hjálparlaus. Reykjavíkur-annáll. Alþýðustyrktarsjóður. Bæjarstjórn sam- þykti i fyrra dag tillögur fátækranefndar um úthlutun styrks úr honum til 45 gamal- menna, þar af 3 karlmanna. Brunabótavirðing staðfesti bæjarstjórnin í fyrra dag á þessum húseignum: Högna Finnssonar Grundarstíg 7,6970 kr. Tómasar Tómassonar Bergstaðastr. 11 A 2756 kr. Dánir: Björn Ólafsson augnlæknir 47 ára. Dó 19. okt. Ingibjörg Jónsdóttir ekkja, 84 ára, Brekku- stig 1. Dó 20. okt. Elliðaárnar. Bæjarstjórn samþykti i fyrra- dag að veita M. Bartolomeus kost á"að fá leigða laxveiðina í Elliðaám næsta ár fyrir 400 pd. sterl. (= 7,200 kr.), og að mega fá leigutímann lengdan um 2 ár hin næstu. Erfðafestuiönd veitti uæjarstjórnin á slð- asta fundi þeim Pétri Ingimundarsyni og Helga Jónssyni i Kringlumýri norðanverðri alt að 8 dagsláttum, með 4 ára ræktunar- tima, að meðtöldu girðingarárinu. Ýmsum synjað um leiguland. Fasteignasala. Þingl. 21. okt. Hjálmtýr Sigurðsson verzlunarmaður sel- ur húsfrú Guðrúnu V. Guðmundsdóttur hús- eign nr. 43 við Laufásveg með tilheyrandi lóð og girðingum. Dags. 25. okt. Lárus Benediktsson emeritprestur fær upp- boðsafsalsbréf fyrir búseign nr. 50 B við Laugaveg fyrir 2675 kr. Dags. 13. okt. Þórður Gislason trésmiður á Kaldárbakka selur Jónatan Jónssyni gullsmið í Rvik húseign nr. 34 við Njálsgötu með tilh. fyr- ir 4100 kr. Dags. 12. okt. Hjúskapur. Geir Jónsson frá Hjarðarbóli á Akranesi og ym. Gróa Halldórsdóttir 22. okt. Guðmundur Magnússon Ánanaustum og ym. Ingibjörg Gisladóttir s. st. 5. okt. Hafliði Hjartarson trésmiður Bókhlöðu- stig 10 og ym. Ingveldur Guðmundsd'ttir 16. okt. Kristbjörn Einarsson Skólavörðustig 3 og ym. Guðrún Jónsdóttir 9. okt. Kristinn Sigurðsson múrari Grettisgötu 11 og ym. Elisabet Bergsdóttir frá Sunnuhvoli 2. okt. Jarðarför Björns heitins Ólafssonar augnlæknis fer fram á þriðjudaginn 26. þ. mán. og byrjar með húskveðju kl. II1/, á heimilinu Tjarnar- götu 18. f Ishús og kælihús hefir undirritaður keypt og útbúið hér í K a u p m a n n a h ö f n til geymslu og sölu á íslenzkum afurðum, einkum rjúpum linsöltuðu kjöti rullupylsum linsöltuðum íiski og síld og eftir nýjárið einnig á nýjum fiski og nýju kjöti ísvörðu, kældu eða frosnu. Allar íslenzkar vörur verða teknar til geymslu og sölu fyrir mjög lág umboðslaun, svo sem saltfiskur, síld saltkjöt, gærur, ull, dúnn o. s. frv. Ágæt sambönd við stórkaupmenn, smásala, hóteleigendur og privat heimili hér. Kaupmannahöfn 25. sept. 1909. H. Th. A. Ttiomsen, Blömsturlaukar flyacinther — Tulipaner — Narcisser Tacetter — Crocus — Ixia Scylla m. m. fá$t á Stýrimannastíg 9. Kassi í óskilum, merktur Sigrið- ur Björnsdóttir Reykjavík. Vitja má til Kristjáns Jónassonar, Laugaveg 47. Stúlka óskast i vetrarvist. Upp- lýsingar i Grjótagötu xo. Fæði, þjónusta og húspláss fæst á Laugaveg 38. 2 áföst herbergi móti suðri, húsgagnalaus, bæði með forstofuinn- gangi, fást leigð strax í Bergstaða- stræti 9 A (niðri). — Jón Oýeigsson. Dugleg og húsvön stúlka óskart í vist nú þegar. Ritstj. vísar á. Til sölu (fyrir gott verð) failegt smáborð úr eik, borðstofugögn saman- tigandi með leðursætum, hengilampi 0. fleira hjá Grahame, Laugaveg 46. Herbergi til leigu fyrir einhleypa í Þingholtsstræti 26 (niðri). Fæði, mjög ódýrt og gott, fæst á Spítalastíg 5. Mudressur vanal. fást á Laufás- veg 4 hjá Bened. Sigfússyni söðlasmið. Telpukjóls, sem komið var fyrir í sumar til hreinsunar hjá Sigrúnu Kjartansdóttur, óskast vitjað sem allra fyrst. í sumar hefir tapast nýsilfur- búin svipa, merkt: Geir Zoéga. Hver sem kann að hafa fundið, skili henni gegn fundarlaunum til kpm. G. Zoéga. Reiðbeizli hefir fundist nálægt Fossvogslæk: Réttur eigandi getur vitjað þess til G. Zoéga. I»rifin og myndarleg stúlka óskast í vist nú þegar. Afgr. vísar á. Gott og ódýrt fæði fæst enn á Laufásveg 4. Kanarifugl hefir tapast, finn- andi er vinsamlega beðinu að skila honum í Vesturgötu 5. 18 tegundir af enskum vaðmálum og dömuklæðum í verzlun G. Zoega. Vlunið eftir að þurmjólk fæst bezt og ódýrust í verzlun Jöns Þörðarsonar Þingholtsstræti i. Ensk vaðmál og dömuklæði eru, eins og vant er, áreiðanlega lang- bezt, ódýrust og úr mestu að velja í verzl. G. Zoéga. Aldan. Fundur næstkomandi miðvikudag kl. 8 e. m. í Báruhúsinu. — Áríðandi að allir félagsmenn mæti. Stjórnin. Nýjar myndabækur: * Robinson + Munchhausen með íslenzkum texta nýkomnar í bók- verzlun ísafoldar. Ágætar barnabækur. Gufuhreinsað fíður 65, 75 og 1,00 pr. pd. hjá Frá i. apríl 1909 verður laus stað- an sem hjúkrunar- og ýorsfóðukona sjúkrahússins á ísafirði. Laun 600 kr. árl, 2 herbergi til ibúðar og 1 herbergi fyrir vinnukonur. Forstöðu- kona sér um húsþrif og þvotta, hefir á hendi sjúkrahjúkrun, lætur sjúkling- um í té fæði, ljós og hita fyrir ákveð- ið endurgjald, - en launar sjálf vinnu- konum. Nánari upplýsingar hjá sjúkrahús- neínd ísafjarðar. Umsóknir með vottorðum um hjúkr- unarnám og meðmælum lækna séu komnar til sjúkrahústiefndar fyrir 1. febr. 1910. Isafirði 10. okt. 1909. í umboði sjúkrahúsnefndiu. D. Sch. Thorsteinson, héraðslæknir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.